Lögberg - 25.07.1918, Side 2

Lögberg - 25.07.1918, Side 2
2 .UGU. FIMTUDAGINN . JÚLÍ 1918 Þáttur af Halli af Horni, Snorra presti og Hallvarði HalUyni. Eftir Gísla Konráðsson (Framhald). 11. kap. Dauði Halls á horni. Hallur á Homi tók nú fast að eldast. Kom svo að hann þóttist eiga skammt ólifað. Kaus hann sér leg í Höfn. Hafði þar fyrr- um kirkjug-arður verið og gröft ur að, en garður veggjalaus. En af mundi kirkja sú tekin fyrir dauða Vilkins biskups, því eigi er hennar getið í máldögum hans, 4 eða 5 vetrum fyrir svartadauða Má ætla, að Hallur létist nálægt hrossafellisvetri hinum mikla (1753—54), er Norðlendingar kölluðu Hreggvið. pað segja og sumir, að þá hefði Hallur búið um hríð í Höfn, og að líkkista hans yrði eigi flutt til sævar, er flytja átti hana ti'l Staðar í Að- alvik, þvi svo yrði hún þung í höndum þeirra, er hana áttu að bera, að eigi fengu þeir lyft henni frá jörðu. Hallur hefði beðið að leggja í kistu með sér bænakver og Úlfarsrímur; vildi Hallvarður eigi annað heyra, en að því væri hlýtt. En sagt er að Snorrí prestur syngi yfir Halli, og ligg ur hann í Höfn. Hafa sumir sagt, að grafinn værí hann ofnan í gólf á svefnherbergi sínu, en þótt líkindi væri meiri á, að graf- inn væri hann í hinum veggja- lausa garðinum foma, nema ef svefnskemma Hall væri bygð í þeim reit. Hallur þótti verið hafa eðlisvitur maður og all-mikilhæf- ur að mörgu. 12. kap. Sjóhrakningar Hallssona Hallvarður og Jón bræður reru eitt sinn sem oftar í hákarlalegu tveir á, sem siður var til þeirra bræðra, þá Hallur föður þeirra leið, ella hann mátti eigi í sjóför- um vera sökum elli; er sagt það væri á einmánuði. ísarek var mikið í hafi. Var það þá um nótt að ís rak umhverfis þá, svo fast ir voru þeir með öllu, er morgn aði. Hvesti þá af norðan með deginum, svo að skip þeirra brotnaði með öllu til ófæris. peir bræður leituðu þá á ísinn, því eigi var annars kostur, og tóku með sér nesti sitt og bjarnstökur tvær, er þeir höfðu til hlýju sér á frostnóttum í legum. Vindur- inn gekk í vestur. En fyrir því að ísinn var sundurlaus, rak þá lengi austur og landnorður á jaka eigi all-litlum riokkur dægur. Breiddu þeir undir sig bjarnstök- umar og sváfu á þeim til skifta. Er að sjá að Hallvarður kvæði síðan um hrakning þennan, og er þetta sögð ein stakan: Okkur bræður undan rak á ísi köldum, en svo lífi og hlýju héldum hvíldum við á bjarnarfeldum. En lífs von var nú að sjá úti. Er þá haft eftir Hallvarði, að Jón vildi heita á Pétur postula, að gefa kirkju hans nokkri allar eigur sínar, ef hann kæmist úr sævamauð þeirri. Eigi kvaðst Hallvarður því mundi yrir hlíta; en heita vildi hann á Krist, að fyrir hans sakir skyldi hann jafnan vera vel snauðum mönn- um og vesalmennum, og er sagt hann enti >það. pá vildi Jón heita á Hall föður sinn. pví síður kvað Hallvarður það hæfa, því að engu hefði hann verið sér sjálfbjarga, og því síður mætti hann öðrum að liði verða í því- líkum nauðum. Gat hann svo umtalað fyrir Jóni, að hann festi heitið með honum. Litlu síðar hvesti enn vestan. Rak þá enn um tvö dægur aust- ur um hafið. Segja menn þeir mundu þá komnir nær opnum Skagafirði, er þeir sáu skip á hvotti. Vildi þá svo til, að það bar að jaka þeim, er þeir voru á, svo náð fengu þeir til þess, og settu á jakann upp, þó ærin væri það þrekraun. En þó skip væri nú fengið og að öllu heilt, því sagt er að því hafi hvolft við Hrísey á Eyjafirði og menn druknað af því, en það rekið í haf út, þá skorti nú árar. En það hafði orðið, að ásenda einn mjóan höfðu þeir fundið í ísnum og höfðu hann með sér. . En nú vantaði aðra árina, áður >þeir gátu að líta spítu fljóta. Settu þeir þá ofan skipið og freistuðu að komast að henni, með þeim hætti, að Jón reri með ásendan- um á annað borð, én Hallvarður gutlaði með höndum sínum á hitt borðið, og kom svo, að þeir fengu náð spýtunni. Var það girðisviður og lítið klofinn í enda tók Hallvarður það ráð, að þeir klyfi hana í nyilli sín af handafli, og tókst það um síðir, þótt afl- raun væri mikil; og sagði Hall- varður svo, að mjög findi hann þá, að sig skorti afl við Jón. Og með þeim árum eða spýtuklofn- ingum fengu þeir dregið sig inn á fjörðinn vestan Drangeyjar. ingur þaut á, svo að við ekkert fengu þeir ráðið. Voru og árar þeirra all-óþjálar. Rak þá nú undir Tindastól, þar áður var kallað EiKfsfjall, og braut þar skipið, en fyrir því að lágsjóa var, fengu þeir hröklast inn með að Reykjum á Reykjaströnd, all- þrekaðir; en góður beini var þeim veittur. Komust þeir það- an til Spákonufells á Skaga- strönd og þaðan með viðarflutn- ingsmönnum vestur á Strandir. Og er saga þessi höfð eftir Snorra presti Bjamasyni. 13. kap. Snorri prestur fær Húsa ’fell og flyzt af Ströndum. Nú var það þrem vetrum eftir Hrossafellisvetur hinn mikla (1757), að Snorri prestur fékk Húsafell syðra og flutti vamað sinn á Inn-Strandir sjóveg, þang- að er hestum mátti bezt við koma Var þangað von Borgfirðinga að sækja hann eður farangur hans og konu. En síðan fór prestur við annan mann á skipi, er nefnd ur var Hjalti. Var logn veðurs um morguninn og hældi Hjalti veðrinu, en 'prestur kvað allan dag eigi úti. bað Hjalta að lofa ?að hægt. En það er talið að þeir Jón blóti og porgils hygði nú að sjá fyrir presti. Bað prestur skjótt ferma; en er þeir vom komnir skamt frá landi, brast á niðamyrkurs þoka með sterk- viðri. Prestur sat og stýrði. Sá Hjalti það eitt til hans að hann lafði kver á bitahöfði, og leit á við og við undir stjóminni. En er þeir komu fyrir annes eitt, reis boði, sem við ský næmi. Hjalti mælt: “fskyggilegir eru slíkir, ef margir rísa”. Prestur mælti: “priggja er von og verst- ur mun sá síðasti”. Leið »tund milli hvers boðans. En það sagði Hjalti, að hinn síðasti mundi yfir taka með öllu. Færð- ist Snorri prestur þá í herðar og tautaði nokkuð við. Skreið þá og úr boðanum, en sjór sauð alt í seglið, svo nálega fylti. Bað prestur þá taka til austurs; af mundi hið vei^fca. Kemst við ?að með heilu inn á Strandimar og fluttist síðan. Verður hans enn síðar við getið. 14. kap. Frá Hallvarði. Hallvarður þótti að ýmsu kyn- egur í háttum. Var hann og oft sendiferðum og víða fór hann um land. Valdi hann sér þá oft ast veg á heiðum og fjöllum. Hann hafði sér og gjörvan sel- skinnabúnað elia kufl með hettu af upp áfasta og selbelgi á fótum Svaf hann jafnan í kufli þeim, er hann lá úti á fjöllum í förum sínum, hversu sem viðraði, og taldi það hverju tjaldi betra. Er ?ess getið, að sveinn einn, er fór að fé, kom >þar að, er Hallvarður lá í kuflinum, en hestur hans beit ?ar skamt frá með söðli. Sveinn- inn varð afarhræddur, ætlaði það skrímsli vera í selslíki, og tók á rás. pað sá Hallvarður spratt upp og elti hann, og fékk tekið íann. Hræddist sveinninn enn meira. Hallvarður bað hann ekki æðrast, bar til hests síns og reiddi um hríð; lét hann síðan ausan og gaf honum klút góðan að skilnaði, og bað hann eigi vera bleyðu þá, að hræðast búnað manna. pað má vera, að Hallvarður hafi margt fleira kveðið en enn er talið. Mjög unni Hallvarður Passíu- sálmum Hallgríms prest, og er sagt, að all-oft bæri hann á sér og kvað ann svo um þá: Hallgríms sálma liðug ljóð lofsverð heiður kanni. pað var mikil gáfa góð gefin og veitt þeim manni. Maður hét Loftur. Hann var son Jóhanns prest í Garpsdal og síðan í Gufudal, porlákssonar, Nikulássonar. Loftur var skáld og er sagt þeir Hallvarður væri vinir, og ritaði Hallvarður hon- um ljóðabréf, en að líkindum síð- ar en hér er komið sögnum um Hallvarð, og er þetta þar í: Geldingar og gimbralömb I græn- um hlíðum eru með fjórðung oft of tíðum. Af veturgömlum vega föllin vættir þungar, en tíðum mörinn tveir fjórðungar Loftur bjó nyðra. Hann hefir kveðið eigi all-fátt, að sagt er. Guðrún hét kona hans, en böm þeirra Jón og Guðrún. 15. kap. Hallvarður sendur að Leirá og í Skálholt. Vigfús Benediktsson hét prest- ur í Einholtum suður, er veittur var Staður í Aðalvík eftir Snorra prest; en fyrir því að hann flutt- ist eigi vestur svo skjótt sem þurfa þótti, þá vildi Magnús próf asfur Snæbjamarson á Söndum í Dýrafirði senda suður til yfir- valda að heimta prest til Aðal- víkur. Varð Hallvarður þá til þess að fara. pá hafði Magnús Gíslason frá Mávahlíð tekið amt- ur áður og bjó á Leirá. Finnur Jónsson var þá biskup í Skálholti Hallvarður var svo búinn, að hann var í belghempu sauð- svartri, með hettu mórauða og spæla hatt að ofan, bundinn und ir kverk, gyrður ól, með birki renglu í hendi, og er sagt, að hann væri jafnan svo búinn, er hann fór á fund yfirvalda. Eigi er getið um ferð hans, fyrr en hann kom til Leirár suður. Drap hann þar á dyr, því að engan sá hann úti. Fann hann fyrsta Sig- ríði dóttur amtmanns. Hún var þá gjafvaxta. Spurði hún Hali- varð að heiti og erindum. Hann sagði sem var, og kvaðst hafa bréf til amtmanns. Hún kvaðst geta tekið við því og borið það amtmanni. Hallvarður mælti: “Ert þú þá amtmaður?” Hún neitaði því. Hallvarður kvað henni þá eigi hlýða að taka við því. Fór hún þá og sagði föður sínum, hve digurlega stafkarl sá léti, og að ærið væri hann trölls- legur að sjá. Amtmaður gekk þá út og sá, hvar Hallvarður fór á braut. Kallaði þá amtmaður til hans. Hallvarður stóð þá við. Amtmaður spurði, hví hann skil- aði eigi dóttur sinni bréfinu, og kallaði honum farast óhæversk- lega, og eigi hæfði kotungi slík mikilmenska. Hallvarður mælti: “Eg átti eigi að fá það stelpunni Vertu trúr yfir litlu”, og glotti við. all-kýmilegur þótti apit- manni maður þessi. Tók hann við bréfinu og rifcaði aftur, og svo biskupi. Og er hann rétti Hallvarði bréfið, leit hann á og mælti: “Hvaða bölvað klór er þetta!” Amtmaður segir: “Kant þú að skrifa betur?” “Litla íþrótt mun til þess þurfa”, kvað Hall- varður. Sagt er að amtmaður byði honum þá inn í stofu að freista þess, og er sagt, að Hall- varður varpaði þá af sér úlpunni og væri undir í skipmannabún- ingi all-góðum. E.n er Hallvarð- ur tók penna amtmanns mælti hann. Ekki er von að þú skrifir með þessu. pað er tannstöngull. Eða kantu ekki að skera penna ?” Tók hann síðan pena úr kamp- ungi sínum og ritaði nafn sitt, eða, að því er sumir segja, kveðju á bréf til amtmanns. Amtmaður leit á, brosti og mælti: “Von er að þú kallir hönd mína klór hjá þessu. Síðan bað amtmaður hann rita ufcan á bréf fyrir sig. En er amtmaður vildi eigi segja honum, hverjum rita ætti, og væri Hallvarður eigi svo spakur að viti, sem sagt væri, ef hann gæti eigi getið upp á það. pá mælti Hallvarður. “pað er satt, þó að engu sé eg vitkeyptur”. pví næst ritaði hann utan á bréfið og hitti rétt á. Furðaði amt- mann þá mjög bæði á rithönd hans og getspeki, og þótti hann eigi vera allur, þar sem hann var séður, og bauð honum að gista hjá sér ramvegis, ef hann ætti þar leið um. pað hafði verið vestra, að mað- ur einn hafi beðið Hallvarð að bera Finni biskupi bréf og rvta utan á það. Kom Hallvarður nú í Skálholt og fann biskup og skil- aði honum bréfum, en því bréfi síðast er ekki var enn skrifað ut- an á. Spurði t^nn þá biskup, hvort hann sæi eigi kveðju utan á því. Biskup neitaði því. “pú ert þá ekki meiri en eg”, sagði Hallvarður. Enn er sagt, að þá er biskup fékk honum bréf frá sér, segði Hallvarður: “petta er vesalt klór”. Biskup bað hann þá betur gera. Hallvarður freist- aði þá, og dáðist biskup mjög að hönd hans. Úr Skálholti gekk Hallvarður vestur aftur heiðar einar og fjöll. Var þoka mikil, er hann lagði af stað úr Biskups- tungum. Hyggja sumir menn að hann vildi leita pórisdals, en engi eigi færi á að komast í hann rví mjög væri hann lukfcur sam- an jöklum að ofan. Hann fann grasakonur einhverstaðar á leið sinni. Hræddust þær hann mjög og ætluðu vera útilegumann, enda var hann all-mikilúðlegur. Hann bað þær vera óhræddar, en spurði þess eins, í hvaða átt Baldjökull væri þaðan. pær leystu úr því, en það hafa menn fyrir satt, að þá vissi hann ekki gjörla, hvar hann væri staddur eða hvort hann væri á réttri leið. Sagt er enn, að karlmenn nokkr- ir sæi mann mikinn koma ofan Skjaldbreið. pað vissu menn og að maður sást á gangi á Geit- landsjökli. Eigi erframar sagt af ferð hans, en heill komst hann heim vestur. Vigfús prestur kom og þetta sumar til Staðar í Aðalvík. leiða fram af mærðarsjóð, | varðs. um Strandasýslu’ að stofna brag stoltri hér til gamans þjóð. pá fyrðar sigla um fiskiver frá -hleinDjúpu- heim á leið, í landsuður brögnum ber báruhesti að hleypa á skeið. petta er niðurlag: Undan stendur Ennis-bæ, á þá Fellið losna við; lát það aftur gera að gæ, geym að skríða inn á snið. Sagan út um sagða leið svo til lykta kljáð nú er; hýrar frúr og hringameið’r, hver sem hlýðir, forlát mér. 17. kap. Átfrekja þeirra Halls sona. pað er áður talið, að Jón bróð- ir Hallvarðs var mathákur hinn mesti, svo að það er í sögum haft að eitt sinn, er hann kom af sjó, æti hann 60 æðaregg með skurn- inni. Aðrir segja að >það hafi verið bjargfuglaegg. Mikið gat Hallvarður og etið, og er það til dæmis talið, að eitt sinn er hann var sendur suður um land, gisti hann að Magnúsar amtmanns Gíslasonar að Leirá. pá er hann hafði fengið gistinguna, var hon- um fylgt til baðstofu og borinn matur, þorskur stór og fjórar merkur smjörs í öskjum, og átta markaskál af skyri og mjólk á eftir. Hallvarður tók fyrst skál- ina og setti á munn sér og saup í botn. Síðan tók hann öskjurn- ar, skóf upp í sig smjörið með fingrunum og sleikti þær svo innan. Svo át hann þorskinn, nema roðið, dálkinn og uggana, er hann hringáði ofan í öskjum- ar, og setti þær síðan ofan í skál- ina og bað færa húsbændum með þeim ummælum, að hann hefði fengið nóg. En með því að ill- viðrin lögðust á, bauð amtmaður honum að vera, til þess er veður batnaði. Var ann þar þá um iríð. Var það þá stundum, að hann sat til borðs með amtmanni ?ví að gaman þótti honum að ræða við hann sökum fróðleiks hans; en jafnan neytti Hallvarð- ur þá kurteilega matar síns, er hann sat til borðs með amtmanni pað var eitt sinn, að þeir bræð- r lcomu úr sjóför nokkurri í Súg- andafjörð að Bæ. Gekk Hallvarð- ur til bæjar. Kona stóð úti og leizt henni maðurinn furðulega mikill og tröllslegur, og spurði hann að heiti. Hann svaraði með stöku þessari: pá var Hallvarður í Höfn, er hann hafði sett hey saman fram á fjalli. En um veturinn, er hjamaði, sótti Hallvarður heyið á sleða. En er hann var við hey- dysina, kom bjamdýr grimt og soltið að honum. Svo er sagt, að jafnan bæri Hallvarður vopn nokkurt, oftar lagvopn en öxi; en nú hafði hann lagt það úti fyr- ir kumlinu, svo að hann var með öllu slyppur. Varð það þá fanga- ráð Hallvarðs, að hann braut meiðinn undan sleðanum, og varðist með honum svo rösklega að hann gekk af dýrinu dauðu, og varð að engu sár. Hafa marg- ir 'heyrt frá þessu sagt. i 19. kap. Fjalla-Eyvindur dvelst f með Hallvarði. Fjalla-Eyvindur útileguþjófur er kominn var vestur með Höllu konu sína, hafði heyrt það, að HaHvarður væri góður viðtakna; en það var raunar, að Eyvindur ætlaði að stela peningum Hall- varðs. Hallvarður vissi gjörla hver Eyvindur var, og tók hann þó við þeim Höllu. Var Hallvarð- ur þá ýmist að Homi eða í Höfn. Vel féll á með þeim Hallvarði og Eyvindi, því að hvaðanæfa vom hendur og fætur Eyvindar til vinnu og nvers þess er Hallvarð- ur vildi vera láfca. En þótt Ey- vindur væri hnýsinn og stelvis, komst hann þó aldrei að því hvar Hallvarður geymdi peninga sína. póttist ‘hann þá sjá að erindis- leysa ein myndi vera að dvelja með Hallvarði og tók að hyggja á að leynast á braut. Var sem Hall- varði kæmi það ekki á óvart, og leyfði hann honum þegar á braut að verða. En áður hann færi, gekk Hallvarður að sögunar- stólpa sínum, kipti honum upp og tók úr holunni dalakút mikinn og bað Eyvind sjá, að þar væri skildingar sínir. Kvað hann Eyvind vera lítilmenni, er ekki kynni að stela sér til gagns, þó að hann hefði gjöst útileguþjóf- ur, og eigi mundi hann fá leikið á sig, en eigi lézt hann nenna að refsa vesalmennum, er gengi svo í greipar sér. Fýsti Eyvind þá eigi að bíða og fór með Höllu á fund kumpána sinna. Copenhagen Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega hreint, og það bezta tóbak í heimi. Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbakslaufi. MUNNTOBAK hann bjó og hverf erindi hans | bogi Jóhannsson lögregluþjónn í var. Sagði hann honum það og sýndi honum peningana. Voru þeir í bóli því, er Abraham hafði legið í, og hafði hann sofið á þeim. Réð Hallvarður honum að fara þess eigi oftar á leit, neœa hann vildi að ver færi. Hafði Abraham það heilræði og fór svo búinn aftur til Eyvindar. (Framhald). 20. kap. Hallvarður kemur í Svið- holt. Fyrr í þessum firði var frægur landnámsmaður; nú eg sama nafnið bar, næsta myrklundaður. Konan nam vísuna, gekk til bæjar og sagði hana porsteini presti pórðarsyni, er þá var þar í ’húsvitjan og þá hélt stað í Súg- andafirði, en síðar Stað í Grunna vík. Gat hann þá til' að vera mundi Hallvarður Hallsson, því að Hallvarður súgandi hefði num ið fjörðinn, er einn hafði verið í móti Haraldi konungi hárfagra í Hafursfirði. pað var öðru sinni að Hallvarður kom að Strandselj- um á ísafirði. Guðrún hét þar húsfreyja. Hún bar Hallvarði mat, þorsk mikinn, átta merkur smjörs og átta-marka-skál með skyri og mjólk. En er Hallvarð- ur settist niður, mælti hann: “Nú hefi eg ekki mat bragðað í fjög- ur dægur, Guðrún mín!” Lauk hann og vist þeirri allri í einu, nema því nær ein mörk var eftir af spónamatnum. par var þá húskarl, er ’hét Styrkár Hall- grímsson og var síðan á vist með pórunni, móður Ingimundar hreppstjóra í Miðhúsum á Reykjanesi. Hefir Styrkár frd þessu sagt og Ingimundur et’t’-: honum, refctorður maður og skil góður; það hafa og sumir sagt.að oft æti Hallvarður meira en að Leirá og Strandseljum, og er það í mæli að eitt sinn æti hann tólf sauðarhöfuð í einu. pó var Jón jafnan talinn meiri matmaður. 18. kap. 16. kap. Hallvarður kveður Strandleiðar-rímur. Hallvarður var oft á sjóferðum. Hann kvað kveðling nokkurn um sjóleið með ströndum fram, er hann kallaði Strandleiðar-rímu. petta er upphaf að: Gengur lítið Gjalars fley, gullhlaðs þó að biðji hrund; Bifurs fengur batnar ei, breka rennur út á sund. Hallvarður rekur járn og vinnur bjarndýr. Bjöm hét bóndi, Bjamason, að Hvallátrum. pað er sagt, að hann væri hinn fyrsti, er kom því á, að sígið væri í Heiðnabjarg að Látrum, því að hann áræddi það fyrstur manna. Hallvarður fór vestur um fjörðu erinda sinna og ætlaði síðan inn Barðastrand- arsýslu. Hann kom á Látra til Bjarnar bónda. er 'hann sat í smiðju og lét reka jám. Hall- varður settist á stein í smiðjunni og var að sjá sem lítt þætti hon- um húskörlum Bjaraar áorkast að drepa jámið, og bauðst hann til þess að leggja á eitt eða tvö högg. Rak hann þá sex afar- þykk jámmilti fyrir Bjöm, sitj- andi í úlpu sinni með tvenna vetl inga og gripla á höndum, og þótti það hreystilega gjört. En er hann Ólafur Stefánsson prestur frá Höskuldsstöðum í Húnaþingi kom út með lögsögu og hafði fengið Sigríðar, dóttur Magnús- ar amtmanns Gíslasonar, og bjó hann í Sviðholti. pað var eitt sumar, að Hallvarður var sendur suður í Sviðholt með bréf til ól- afs lögmanns. Kom hann þar á slætti í sólskinshita miklum. þótti mönnum hann kynlega bú- inn, í sauðsvartri belghempu, með slapahafct á höfði og hettu ofan á með birkirenglu í hendi, en afarmikill vexti og riðvaxinn mjög, kolsvartur á skegg og hár, hvítleitur og alLstórleitur, og mátti svo að orði kveða, sem sá maður væri úr hömrum genginn. Hann spurði: ‘Er ólafur heima?’ þótti heimamönnum það all-fá- víslegt, að nefna lögmann eigi embættisnafni sínu, sem þá var siður orðinn, og hlógu menn að dátt. Var lögmanni til sagt. Hann lét Hallvarð þá koma inn; en svo kvaddi hann Hallvarðdr lögmann: “Sæll vertu, ólafur minn!” Lögmaður tók engu að síður léttilega undir, ræddi við hann lengi og gaf honum brenni- vín. Sagði lögmaður svo síðan, að Hallvarður væri maður vitur vel, og ætla menn að lögmaður hafi áður heyrt hans getið. En er Hallvarður var á brott farinn, er svo sagt, að nær hálfan mánuð þar á eftir yrði þeim jafnlega mis mæli, er mest hlógu að Hallvarði og fengi eigi kallað lögmann annað en ólaf, og var það kent gletni Hallvarðs. Hefir frá þessu sagt vitur maður og vel að sér, Eyjólfur Jónsson að Skógtjöm á Álftanesi, móðurfaðir Bjama prests Eggertssonar, Bjamason- ar landlæknis. Sá Eyjólfur þessi Hallvarð og var þá heimamaður í Sviðholti. 21. kap. Abraham dvelst Hallvarði. með að, hvar peningar Hallvarðs voru var búinn, þá barði hann sér. t hversu hnýsinn sem hann var og Jón Helgason. Jón Helgason var fæddur að Andrésarstöðum í Bárðardal í pingeyjasýslu 20, febrúar 1862. Foreldrar hans voru Helgi Jóns- son frá Grænavatni í Mývatns- sveit, og Guðlaug Bjamadóttir, kona hans, ættuð úr Fnjóskadal. pau bjuggu lengst í Mývatns- sveit, og þar dó Helgi vorið 1879. peim varð 9 barna auðið, og náðu 7 þeirra fullorðins aldri: Bjami Jónas, Jón, Hólmfríður, Friðrik, Valgerður og Jakob. Fluttust þau öll ásamt móður sinni hing- að til lands, nema Valgerður, sem er gift kona í Vopnafirði. Frið- rika dó fyrir all-mörgum ámm suður í Minneota; var hún þar gift Áma bónda Jósepssyni. Bjarni dó fyrir nokkrum árum norður í Narrows-bygð við Mani- tobavatn. Jónas á heima í Argyle bygð, Jakob nálægt Kandahar, Sask., og Hólmfríður í Pipestone bygð. Nokkur árin síðustu áður en hann fluttist hingað til lands átti Jón heitinn heima í Vopnafirði. par gekk hann haustið 1888 að eiga Sigríði Bjamadóttur, Jóns- sonar frá Reykjahlíð við Mývatn og lifir hún mann sinn ásamt 6 bömum þeirra, en eitt bam mistu þau ungt. Sumarið 1893 komu þau Jón og Sigríður hingað til lands, og sett- ust þá að í Argyle-bygð, hjá fólki sínu, sem komið hafði nokkrum árum áður. pau komu sér brátt upp heimili í austurhluta bygð- arinnar og dvöldu þar alt af síð- an við góðan hag. Böm þeirra eru þessi: Ágústa Halldóra, gift Jóni T. Andersen í Argyle-bygð, Björn, sem stundar búskap" í fé- lagi við Jón mág sinn, og Helgi, Jónas, Guðlaug og Jónína Krist- jana heima hjá móður sinni. Jón sál. var ötull maður og starfsamur og stundaði bú sitt af fyrirhyggju og dugnaði þar til er hann síðasta árið kendi sjúk- dóms þess er leiddi hann til dauða. Hann var frábærlega vandaður maður, hæglátur og góðlundur. Heimilisfaðir var hann hinn bezti og félagslyndur vel; lét hann sér sérlega ant uin safnaðarmál, enda var hann ein- lægur og bjartsýnn trúmaður. Hann andaðist að heimili sínu á Hvítasunnudag, 19. maí síð- astliðinn, og var jarðsettur þrem dögum síðar í grafreit Fríkirkju- safnaðar. pað var nú ráð þeirra Eyvind- ar og Amesar útileguþjófa að senda Abraham félaga sinn á fund Hallvarðs og beiðast við- takna af honm. Spö.ruðu þeir eigi Abraham, hversu sem til tækist, og skyldi hann reyna að stela peningum Hallvarðs. Abra- ham lézt þess albúinn og treysti hann í hvívetna á stelvísi sína, og fór han á fund Hallvarðs og beiddist viðtöku. Hallvarður tók við honum og var Abraham með honum um hríð og vann baki brotnu. En svo fór horibm sem frá L jan 1919 Árnlaun 2 500 Eyvmdi, að_aldre, komst hann Qg að auki alt að 500 kr. til i Hafnarfirði hefir lögfest sér ætt- amafnið Amdal. Heimspekispróf í Khöfn hafa þessir ísl. stúdenfcar nú tekið: Bjöm Sigurbjömsson, Kristján Albertsson, Ásg. porsteinsison, Gunnar Viðar og Benedikt Grön- dal. 100 ára afmæli Siglufjarðar var haldið með mikilli viðhöfn 20. maí. Voru þar gestir margir þar á meðal um 100 Akureyring- ar. Aðalhátíðarræðuna hélt séra bjarni porsteinsson, ‘en afmælis- kvæði om sungin eftir Matfch. Jochumsson og Pál J. Árdal, með nýjum lögum eftir séra Bjama. Frá Eyrarbakka segir “pjóð- ólfur” þær fréttir, að I. A. Lefolii stórkaupmaður hafi gefið þang- að 10 þúsund kr. í tiíefni af 50 ára afmæli verzlunar sinnar þar er var 3. apríl síðastl. Á af helm ingi gjafarinnar að mynda sjóð til styrktar ísl. verzlunamem- endum í Khöfn, og hafa Ámes- ingar og Rangæingar þar for- gangsrétt. Hinn helmfngurinn á að ganga til sjúkrahúss í Ámes- sýslu. Enn fremur sendi hann Eyrarbakkakirkju vandaða tura stundarklukku. 13. júní strandaði skamt frá Sandgerði seglskip, sem “A. Andersen” heitir og var á leið hingað frá úfclöndum með salt- farm til h.f. “Kol og salt”. ‘Geir’ hefir nú náð því út og komið því hér in á höfn, og er það sagt ekki mikið skemt. Sauðanes prestakall er nú veitt séra pórði Oddgeirssyni í Bjaraa nesi. Bókmentafélagsforseti hefir verið kosinn dr. Jón porkelsson, skjalavörður, en varaforseti dr. Guðm. Finnbogason prófessor. Síldar-útgerðarmenn hafa kos- ið nefnd, sem nú er saman komin hér í bænum og á að reyna að ráða fram úr þeim vandræðum, sem síldarveiðamenn eru nú í út af ákvæðum þeim sem sett hafa verið um síldarsölu héðan. í nefndinni em Helgi Sveinsson bankastj. á ísafirði, O. Tulinius konisúll og P. Pétursson kaupm. frá Akureyri, P. Olafsson konsúll og J. P. Thörsteinsson kaupm. héðan úr bænum. \ Loffcskeytasöðin í Rvík var opnuð til skeytaviðskifta við skip í hafi 17. júní. Áður var blaða- mönnum boðið að skoða stöðina og skýrði stöðvarstjóri fyrir þeim, hvernig vélamar sfcörfuðu en O. Forberg símastjóri sagði sögu fyrirtækisins og lýsti því. par í húsinu er nú jafn framt skóli fyrir símastarfanemendur. Frá Akureyri. paðan em nú um þetta leyti tveir strandferðar bátar að byrja göngu sína, fer annar milli Seyðisfjarðar og Ak- ureyrar, en hinn milli Sauðár- króks og Akureyrar. Á Oddeyri æfcla hinar sam. ísl. verzl. að byggja í sumar stórt vélafrysti- hús, og í ráði er einnig, að þar komi upp í sumar sútunarverk- smiðja. Bæjarstjóm Rvíkur kaus á síð- asta fundi nefnd til þess að hugsa fyrir ráðhússbyggingu í Rvík. í nefnjlinni eru borgarstjóri, Sighv Bj. B. Sv., Sv. B., og porv. porv. “Eimreiðin”, tímarit dr. Val- týs Guðmundsonar, er nú seld Ársæli Ámasyni bóksala hér í bænum, og kemur hér út úr þessu —Lögrétta. Frá fslandi. Forstöðumannssýslán löggild- ingarstofu fyrir mælitæki og vogaráhöld, sem verið er að stofna, er auglýst laust og veitist Smjör Var þar íslaust, áður landsynn- mannssýslan; var hann lögmað- f huga ber eg ljóða-lag Sagt er, að Bjöm léti þá konu sína, er Ástríður hét, sjóða sauð- i arfall sitt hið bezta og bera Hall- I varði, og lauk hann því. Ekki er annars getið í íþeirri ferð Hall- sljmgur við stuldi. Nenti Abra- ham þá eigi lengur að vinna fyr- ir gíg og vildi á braut verða og strjúka sem fyrst. pað fann Hallvarður brátt, yfir hverju ferðakostnaðar. Umsóknarfrest- ur til 15. júlí næstk. Jóhann Sörensen bakari og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum danskur maður, hefir lögfest sér ættamafnið Reyndal. — Finn- íor ry alt THE CANADIAN SAUT CO. UMITEO,

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.