Lögberg - 25.07.1918, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1918
i
Sögbtrg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
nmbia Prest, Ltd.,|Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSBÍI: GARRY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanáskrift tii blaðsvns:
THE OOLUMBIA PRES8, Ltd., Box 3172, Winnipag, tyaq.
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERQ, Box 3172 Winniptg, P*an.
Hvað hefðir þú gjört ?
Það er ekki vor ætlun, né heldur vort hlut-
skifti að fegra gjörðir Dominion stjórnarinnar.
Sumum þeirra er svo varið, að vér sjáum lítið
það við þær, sem fegrandi er.
En það er eitt atriði í sambandi við her-
málin, og sem hefir, að því er vér bezt vitum,
valdið mestri óánægju og sársauka á meðal fólks
vors í þessu landi, og það er afturköllun á und-
anþágu þeirri, sem margir af ungum Vestur-
Islendingum voru búnir að fá í sumar, um ó-
ákveðinn tíma, og sumir alveg frá herþjónustu.
Stjórnin hafði áður sagt að það væri ekki
meiningin að taka bændur eða bændasyni af
löndum þeirra og frá framleiðslu, sem væri svo
þýðingarmikil í sambandi við stríðið, og einnig
mjög þvðingarmikil fyrir hina einstöku bænd-
ur, sem í mörgum tilfellum höfðu sent einn eða
fleiri af sonum sínum til vígvallanna, til þess
að geta haldið í horfinu, eða haldið framleiðsl-
unni áfram.
En svo kemur þetta, að allar undanþágur
voru afturkallaðar, og í mörgum tilfellum, eini
drengurinn sem heima var hjá foreldrum sín-
um varð að fara.
Og hvers vegna svo þessi breyting? Þurfti
nú ekki lengur framleiðslunnar með? Hafði
ekki barón Rhondda vistastjóri Breta og
stjórnarformaður þeirra Lloyd George sagt:
“Við reiðum okkur á Canada með brauð handa
hermönnum vorum”? Jú.
En það hafði komið snögg breyting á alla
afstöðu stríðsins. Þjóðverjum hafði aukist svo
mikill styrkur við ófarir Rússa, að þeir urðu
sterkari á vestur vígstöðvunum heldur en sam-
herjar, og lögðu þar til stórorustu, eins og
kunnugt er, 21. marz síðastl. 1 þeirri onistu
stefndu þeir 1,428.000 manns á móti parti af
brezka hernum.
Vér viljum ekki fara að lýsa þeirri viður-
eign. Vér viljum ekki reyna að lýsa hörmung-
unum, sem Bretar þurftu að ganga í gegn um.
^ ®r viljum að eins minna á, að þegar Bretar
höfðu látið undan síga svo mjög, að þeir voru
að eins 12 mílur frá borginni Amiens, og Þjóð-
verjar voru nær því komnir í skotmál við hafn-
arbæina Calais og Dunkirk, og Haig hershöfð-
ingi Breta hafði skipað brezka hemum að nema
staðar og hopa ekki einu feti lengra, og að ekki
var ein einasta brezk varasveit til hjálpar, þá
var það að stjórnarformaður Breta, Lloyd
George sendi þessa beiðni út um alt hið brezka
veldi, og líka til Bandaríkjanna: “1 Guðs bæn-
um, fleiri menn”.
Vér vitum að Bandaríkja stjórain varð vel
við þessum tilmælum og sendi allan þann liðs-
afla, sem henni var unt.
Ver vitum að á Englandi var her aldurs-
takmark manna fært upp úr 45 og upp í 52 ár.
°g þrátt fyrir það þott að sjöundi hver maður
væri farinn í stríðið frá Englandi, var herör
skorin upp á ný.
\ ér vitum að stjórnin í Canada afturkall-
aði undanþágur 40,000 manna, til þess að geta
hjálpað.
I1 ramleiðslan var nú ekki það brennandi
spursmál, sem hun hafði verið, eða réttara
þótt að framleiðslan væri brennandi spurs-
mál, þá varð alt í einu, og það svo að segja á
svipstundu, annað orðið þýðingarmeira. Alt
sem samherjar voru búnir að leggja í sölurnar
i þessu stríði, var statt í dauðans hættu. Að
bjarga því við á einhvern hátt, var ekki einasta
aðal spursmálið, heldur eina spursmálið. Alt
annað var hverfandi í samanburði við það, og
að senda liðsafla til styrktar hermönnunum,
sem stóðu milli fjandmannanna og vor og áttu
þar við ofurefli að etja.
Ilvað hefðir þú gjört?
Vér vitum hversu þungt það er, að sjá
drengina sína fara frá sér og út í stríð.
Vér vitum hversu erfitt það er fyrir frum-
hj'S’íí’ja' þessa lands, að missa frá sér vinnu-
kraftana, sem þeir treystu á sér til aðstoðar á
elliarunum, og verða nú með lúið og bogið bak
að ífira að beita sér við þunga vinnu, eða við
erríð viðfangsefni. En ef Þjóðverjar hefðu
brotmt í gegn og eyðilagt sambandsherinn og
nað til þess að flytja sína heiftarfullu grimd inn
í bygðir vorar?
Ilvað hefðir þú gjört?
Þér feður, ef að ósköpin sem framin hafa,
verið af Tyrkjum í Litlu Asíu og á Tyrklandi,
með vitund og samþykki Þjóðverja, hefðu ver-
ið framin í vorum bygðarlögum. Éf að konurn-
ar ykkar hefðu verið teknar, flettar klæðum og
negldar á,brjóstunum við veggi eða stoðir, og
látnar hanga þannig, þar til dauðinn miskúnn-
aði sig yfir þær. Eða þá læztar inni í húsum og
síðan brendar lifandi.
Hvað hefðuð þér gjört?
Þér konur, ef að mennirnir yðar hefðu ver-
ið teknir og myrtir fyrir augum yðar eða f jötr-
aðir og seldir í þrældóm til f jarlægra landa, eða
þá fjötraðir saman á fótum tveir og tveir, og
síðan hengdir yfir ás eða rá og þannig látnir
bíða dauða síns.
Hvað hefðuð þér gjört?
Þér synir, ef að systur yðar hefðu gengið
grátandi um götur Winnipeg-borgar, með blóð-
læki streymandi niður um sig, úr sárum, sem
fjandmennirnir hefðu veitt þeim, eins og átt
hefir sér stað í Tyrklandi, með vitund og sam-
þykki Þjóðverja, eða þið hefðuð séð þær flett-
ar klæðum og svívirtar, og síðan negldar við
húsveggi með sverðum, eins og Þjóðverjar hafa
gjört á Frakklandi.
Ilvað hefðuð þér gjört?
Og þó stendur ekki á milli manna þeirra
sem þetta fremja og vor, annað en her banda-
manna.
Ef að áskorunin um hjálp, til þess að standa
á móti fjandmönnunum, hefði komið til hvers
okkar út af fyrir sig,
Hvað hefðum vér gjört?
Gullið prófast í eldinum, svo gjörir og ís-
lenzkt hugrekki og drengskapur, bæði konu og
karls.
Mikil tíðindi.
Með skipinu “Gullfoss” barst oss nýlega
að heiman allmikið af Islandsblöðum, og eru
fréttir af fósturjörðinni oss vitanlega' ávalt
kærkomnar. Að þessu sinni flytja Reykjavík-
urblöðin, ásamt mörgu öðru, fregn eina, er sér-
staka athygli hlýtur þó að vekja vor á meðal, og
fregnin er sú, að tekið er nú að semja á ný um
sambandið milli Islands og Danmerkur — með
öðrum orðum ný uppkastsnefnd, er sezt á rök-
stólana, ekki þó í kongsins Kaupmannahöfn,
heldur í Reykjavík, til þess að reyna að finna
heppilega lausn á deilumálunum, svo að báðir
málsaðiljar megi vel við una.
Eigi verður því neitað, að sambandsmáls
þrasið hefir síðan um aldamót tvístrað að ýmsu
leyti hugum Islendinga og truflað við það starf-
rækslu innanlands málanna; frá því sjónarmiði
væri óneitanlega mikið unnið, ef deilunni yrði
ráðið til lykta á viðunandi hátt. En um viðun-
andi úrslit getur auðvitað ekki verið að ræða á
öðrum grundvelli en þeim, að Islandi sé trygt
fullveldi yfir öllum sínum málum — verði við-
urkent fullveðja ríki, jafn rétthátt Danmörku,
sameinað aðeins með konunginum, og ef til vill
einhverjum málum, er Islendingar sjálfir kynnu
að fela Dönum til meðferðar um stundar sakir,
fyrir sína hönd, ef æskilega leiðin—skilnaðar-
leiðin,' þætti eigi fær. —
Eins og kunnugt er, þá synjaði Danakon-
ungur, einróma kröfu Alþingis um sérstakan
siglingafána, kvaðst eigi sjá sér fært að stað-
festa slík lög nema því aðeins, að til meðferðar
yrði tekið af nýju sambandið á milli landanna.
En á hina hliðina mun Dönum hafa verið það
nokkurn veginn ljóst, að Islendingar mundu
standa sem einn maður í fánamálinu, og að til
skilnaðar mundi draga fyr en síðar, ef kröfum
þeirra yrði synjað til lengdar. Það eru því
Danir, sem upptökin eiga að sambandstilraun-
um þeim, er nú standa yfir í höfuðstað íslands.
Nefndin er skipuð átta mönnum, fjórum
dönskum og fjórum Islendingum, kjörnum af
öllum flokkum Alþingis. Fulltrúar Dana eru
tveir úr flokki stjórnarinnar; foringi andstæð-
ingaflokksins og fyrrum fdrsætisráðgjafi T. C.
Christensen, og Borgbjerg leiðtogi jafnaðar-
manna. — Knud Berlín og Dr. Valtýr eiga eng-
an fulltrúa í nefndinni, og spáir það frekar
góðu um árangurinn. Einn hinna íslenzku full-
trúa átti sæti í sambandslaganefndinni sælu
frá 1908, Jóhannes bæjarfógeti Jóhannesson, og
sýnist val hans nærri því dularfult fyrirbrigði,
eftir alt sem á undan var gengið.
Hinni íslenzku þjóð standa að sjálfsögðu
enn í fersku minni dönskp kostirnir, er Blá-
bókin sæla, hafði inni að halda; þjóðin gaf af-
sláttarpostulunum þá þann löðrung, er lengi
mun í minnum hafður. Og sama svarið gefur
hún enn, verði fyrir hana lagðir aðrir kostir en
þeir, er tryggja á öllum sviðum siðferðis og
lagarétt Istendinga, til þess að ráða sjálfir yfir
öllum sínum málum. Samkvæmt fregnunum að
heiman, er svo að sjá sem Alþingi sé gersam-
lega sammála um skilyrði þau, er haldið skuli
fram af hálfu Islendinga, og er þvf eigi óhugs-
anlegt að Danir kunni að verða sanngjarnari í
þetta sinn, og unna íslendingum jafnréttis. —
Að öðrum kosti hlýtur að slitna upp úr sam-
bandinu.
Bókfregn.
Sigurður Sigurðsson: Ljóð, Reykja-
vík, Prentsmiðjan Guttenberg 1912. —
71 bls. 8vo.
Sumum kann ef til vill að þykja >að undarlegt
og á eftir tímanum, að farið sé að rita um bók
þessa nú, þar sem hún er orðin sex ára gömuL En
af tvennum aðalástæðum viljum vér ,þó benda ís-
lendingum I álfu þessari á bókina; fyrst vegna þess
að oss vitantega, hefir hennar eigi minst verið í
vestanblöðunum, og svo í öðru lagi þó einkum af
þeirri ástæðu, að os® virðast flest kvæðanna bein-
tínis verðskulda húsaskjól, á heimilum þeirra ís-
lendinga, er á annað borð lesa Ijóð og unna góðum
kveðakap. Oss var sagt fyrir skömmu, að sama
sem ekkert mundi selst hafa af ljóðmælum þess-
um hér vestan hafs og tók oss það sárt. Sé skeyt-
ingarleysi bóksala eða íslenzku blaðanna um að
kenna, er auðvitað eigi hægt að skella skuld á al-
menning, þótt mest af bókinni, er vestur kom, sé
enn óselt. Og vér vonum að þessar séu orsakimar,
en eigi aðrar verri. Enda væri þá listnæmi þjóð-
flokks vors komið í óefni, ef menn gleyptu við
tyrfinni ljóðmælgi, tvíborguðu með glöðu geði
fyrir löngu-vitleysuna, en létu í þess stað ágætis
sögur og ljóð, mygla og fúna og verða ormabráð!
Vér höfum fyrir skömmu birt í blaði voru
tvö kvæði úr bók þessari: “Lundurinn helgi” og
“Auður Gísla Súrssonar”, og er lesendum vorum
því ljóðagerð Sigurðar Sigurðssonar dálítið kunn;
en nú viljum vér leiða fram á sjónarsviðið nokkur
sýnishom úr bókiimi, þar sem oss virðist höfundi
takast einna bezt. Myndimar sem hann bregður
upp í kvæðum sínum, eru allar saman skýrar —
hugsanimar hreinar og drengilegar og ómiþýð
kveðandin. Eitt kvæðið heitir “útilegumaðurinn”
— heil alvöruþrungin æfisaga r fjórum ferhendum:"
öxlin er sígin, bakið bogið
af byrgði þungri — tómum mal.
Leggmerginn hefir sultur sogið
og sauðaleit um Skuggadal.
pú gengur hljótt og hlustar við;
en höndin kreppist fast um stafinn-----
þú 'heyrir vatna nætumið
og náhljóð kynleg saman vafin.
Eg sé þig elta, heim í hreysið
við hraunið — máni að baki skín —
þinn eigin skugga, auðnuleysið,
sem eitt hélt trygð við sporin þín.
— Svo fangasnauð var næðingsnótt
ei nokkur fyr, sem tókst að hjara.
\>ú hlustar aftur....., alt er hljótt;
nema elfan stynur milli skara.
það eru ekki á hverju strái í seinni tíð, jafn-
falleg kvæði og þetta.
pá er kvæðið “Hraunteigur” eigi lakara, þó
ólíkt sé hinu að efni. Tvær fyrstu vísumar, eru
svona:
Nóttin er hljóð, sem í helgum reit —
Heklu, sem gereyddi sveit við sveit
krýpur alt land í lotning;
þú ert svipköld um ennið, í auga heit —
eg elska þig fjalladrottning!
Bláfjöllin standa í breiðfylking,
sem bergrisavörður um Rangárþing.
Ljóða lækir við bakka. —
pyrlast niður af príhyming
þokan um græna slakka.
pama geta menn séð hve höfundinum tekst
ágætlega með náttúmlýsingamar — lesandinn er
ósjálfrátt kominn á salna sjónarhólinn, og lítur
helgidóm Suðurlandsins með sömu augum. Kvæði
þetta er sex erindi og getum vér eigi stilt oss um
að prenta upp það þriðja:
Hér í brekkunum bakkann við,
bjarkimar dreymir við elfamið
langt út í ljósvakans strauma.
En skógyðjan opnar in helgu hlið
í himinn jarðneskra drauma.------
prenn eru erfiljóð í bókinni, hver öðrum betri.
Fyrstu tvö erindin í minnlngarljóðum um Jónas
Jónassen landlæknir eru á þessa leið:
Hví skal æðrast yfir tapi?
enn eru heilir viðir og kjölur —
og það var ekki að þínu skapi
að þylja langar harmatölur.
stýrt mun, þó að stjarna hrapi,
stefnt í átt, þó að titri völur!
pungt er tapið, það er vissa —
þó vil eg kjósa vorri móðir:
að ætíð megi hún minning kyssa.
manna, er voru svona góðir —
að ætíð eigi hún menn að missa
meiri og betri, en aðrar þjóðir!
Er hægt að óska föðurlandi sínu nokkurs veg-
legra hlutskiftis ? Séu þarna ekki skáldleg tilþrif
— hvar eru þau þá í vorri nýustu ljóðagerð?
pað stendur alveg á sama hvaða yrkisefni höf.
velur sér, hann er ávalt jafn nákvæmur og vand-
virkur.
“Hretfna”, ástarkvæði í þrem köflum, er ein-
kennilega bragþýtt og innilegt. — pessi eru fjög-
ur erindi síðasta þáttarins:
Kvöldsett er Iöngu. Himins húmtjöld síga
hægt fyrir sviðið. öldur þagna, hníga-----
skuggamir vefjast um brekkur bylgjudala,
blikstjömur tindra á hvelfing Unnar sala.
Andvarinn líður, eins og torrek tóna
tindrandi þýður gegnum næturróna —
Rkilur hann, blærinn, sköpin okkur þungu?
Skynjar hann bragheim sinnar ei^in tungu ?
Veiztu það, hvað þú barst á bylgjum þínum
blær, er þú leiðst á haf frá vörum mánum ?
pekkirðu Hrefnu ? pá áttu’ að heilsa henni
frá honum sem mænir — og segja að augun brenni
Laufhjörtun skjálfa, lindir greinum vagga,
ljóðþrasta nætur-klökkvi, svæfa, þagga. —
En sál mín er þreytt af þrá og hugarkvíða;
þungt er það, Hrefna, að elska, vaka og tíða.
pá eru í bókinni nokkur þýdd kvæði, eftir
skáldin Oscar Levertin, Viggo Stuckenberg, H.
Ibsen, Knut Hamun og Longfellow. Eru þýðing-
araar allar sérlega vandaðar.
Kvæði Ibsens kallar höfundurinn á íslenzku:
“Farin”:
Síðustu gestir
frá garði riðu;
ómar af kveðjum
með kvöldblænum liðu
f eyði og tómi
lá túnið og bærinn;
þar hafð’ hún mig töfrað
með tónunum, mærin.
Nú er söngurinn dáinn
og sól hnigin vestur;
framandi kom hún
og fór eins' og gestur.
pýðingin á vísum þessum er snildarverk.
pessi sýnishom, sem vér höfum bent á, ættu
að nægja til þess að færa mönnum heim sanninn
ium, að Ijóðakver þetta hefir æði margt til síns
ágætis. Höf. er maður á bezta aldri, og er þetta
hans fyrsta bók; má þjóð vor áreiðanlega vænta
frá honum margra fagurra ljóða í framtíðinni,
endist honum aldur og heilsa. Bókin kostar í kápu
40 cent og fæst hjá hr. Finni Jónssyni bóksala,
668 McDermot Ave., hér í borginni.
Vegurinn tilað spara
Bezta atSferSin ati venja sig á að spara er atS gera sér að reglu, aC
leggja vissa upphæS á sparisjððs-banka.
1 sparisjóðsdeild vorri færtiu 3% rentu, sem er bætt vitS höfutSstól-
inn tvisvar á ári.
Notre Dame Branch—W. M. HAMII/TON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfutSstóll löggiltur $25.000,000 HöfutSstóll greiddur $14.000,000
VarasjótSur.........$15,000,000
Forseti - - - - - Sir HUBERT S. HOI/T
Vara-forseti - - - E. Ii. PEASE
Aðal-ráðsmaður - - C. E NEIIiL
Ailskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vitS einstakllnga
etSa félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avlsan'lr seldar tll hvatSa
statSar sem er á Islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjótSslnnlögum,
sem byrja má metS 1 dollar. Rentur lagtSar vlð á hverjum # mánutSum.
T- C. THORSTKINSSON, R&Ssmaður
Co Williaaa Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
Walters Ljósmyndastofa
parna láta þeir Islendingar taka af sér myndir, er vilja
fá góða mynd á ágætt vertS.
Munið eftir myndastofu vorri, þegar þér komið á fs-
lendingadaginn næstkomandi. Fyrstu 5 dagana af ágúst,
gefum vér hverjum þeim, sem tekur hjá ss tylft af mynd-
um, eina mynd fritt, stærð ll x 14.
I>etta tilboð gildir aðeins I fimm daga.
Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave.
TaUími: Main 4725
Aðalfundur
H.f. Eimskipafélags íslands
22. júní 1918.
Fundargjörð og skjöl.
Ár 1918, laugardag 22. júmmánaíS-
ar var haldinn aöalfundur Eimskipa-
félags íslands, samkvæmt auglýsingu
útgefinni af stjórn félagsins þ. 17.
des. f. á.
Var fundurinn haldinn í Iðnaöar-
mannahúsinu í Reykjavík og settur
kl. 12 á hádegi af varaformanni
stjórnarinnar yfirdómara Halldóri
Daníelssyni í sjúkdómsforföllum for-
manns Sveins yfirdómslögmanns
Björnssonar. — Stakk hann upp á
fundarstjóra Eggert yfirdóm. Briem
og samþykti fundurinn þaö meö lófa-
taki. Tók hann þá viö fundarstjórn
og kvaddi til fundarskrifara Gisla
Sveinsson a’lþingismann.
Fundarstjóri lagfSi fram 3 eintök
af Lögbirtingarblaöinu með fundar-
auglýsingu, sömuleiöis eitt eintak af
blöðunum: ísafold, Lögréttu, Vísir,
íslendingi, Noröurlandi, Vestra,
Niröi og Austra, ennfremur eitt ein-
tak af vestanblöðun,um Lögbergi og
Heimskringlu. Skjöl þessi voru
merkt nr. 1—13.
Fundarstjóri lýsti fundinn löglega
boðaðan meö tilliti til framlagöra
skjala og samkv. 8. gr. félagslaganna.
Lagöi fram skýrslu ritara stjórnar-
innar um afhenta aögöngumiöa aö
fundinum og atkvæÖaseÖLa, sem voru
fyrir hlutafé alls kr. 595,825.00, en
alt atkvæöisbært hlutafé í félaginu er
samtals kr. 1,676,376.53. Skýrsla
þessi merktist nr. 14 og er svohljóö-
andi:
“Skýrsla
um afhending aðgöngumiða og at-
kvæöaseðla til aöalfundar h.f. Eim-
skipafélags íslands 22. júní 1918.
Atkvæðaseðlar voru afhentir sam-
lcvæmt fundarboðinu dagana 18., 19.
og 20. júní 1918 sem hér segir:
1. Til fjármálaráðherra
f.h. landssjóðs .. .. 4000 atkv.
II. Til hluthafa annara
en landssjóðs og
Vestur-íslendinga .. . .19833 —
Samtals 23833 atkv.
Fyrir hönd Vestur-íslendinga gaf
enginn umboösmaöur sig fram, og
voru því engir atkvæðaseðlar afhent-
ir fyrir þá sérstaklega.
Þessi 23,833 atkv., sem afhent
voru, samsvara í hlutafé: 595,825
krónum.
En alt atkvæöisbært hlutafé i fé-
laginu er:
Hlutafjárupphæð um
síöustu áramót .. .. kr. 1,673,351.53
Innkomið síðan um
áramót.............— 3,025.00
Samtals kr. 1,676,376.53
Til þess aö aöalfundur sé lögpnæt-
ur, samkvæmt 7. gr. félagslaganna
þarf aö afhenda aðgöngumiöa fyrir,
aö minsta kosti 33% af atkvæðisbæru
hlutafé. 33% af kr. 1,676,376.53 er
kr. 553,204.25, og með því aÖ atkvæöi
hafa verið afhent fyrir hærri upphæö
er nóg afhent til þess aö fundurinn
veröi lögmætur samkvæmt téöri grein
félagslaganna.
Rvík 21. júní 1918.
Jón horláksson.
p.t. ritari h.f. Eimskipafél. Islands”.
Lýsti þá fundarstjóri fundinn lög-
mætan samkv. 7. gr. félagslaganna.
Lagði fram , símskeyti frá Vestur-
heimi, meötekiö í dag, er fundinum
haföi borist, þar sem þeim Ben.
Sveinssyni og Magnúsi Sigurössyni
bankastjórum var faliö aö fara með
umboð til atkvæöagreiöslu fyrir hönd
hluthafa vestan hafs. Eftir að rit-
ari stjórnarinnar, Jón Þorláksson
verkfræðingur, hafði skýrt málið meö
nokkrum orðum bar fundarstjóri upp
fyrir fundinn, hvort heimila skyldi
nefndum umboösmönnum aö fara meö
á fundinum 500 atkvæði hvorum og
var það samþykt með öllum greidd-
um atkvæðum. Áminnst símskeyti
var merkt nr. 15, svohljóöandi:
I appoint you both to represent
american stockholders at icelandic
steamship companys annual meet-
ing to use my proxies deposited
at companys office reykjavík
please accept Svein Björnsson has
questions to meeting see him I am
ooming on steamer gullfoss.
Eggertsson.
Var þá gengið til dagskrár fund-
arins og tekinn fyrir fyrsti liður, svo-
hljóöandi:
Stjórn félagsins skýrir frá hag þess
og framkvœmdum á liSnu starfsári
og frá starfstilhöguninni á yfirstand-
andi ári og ástceðum fyrir henni og
leggur fram til úrskurðar endurskoð-
aða rekstursreikninga til 31. desember
1917 og efnahagsreikning, með aths.
endurskoðenda, svörum stjórnarinnar
og tillögum til úrskurðar frá endur-
skoðendum.
Tók þá til máls varaformaöur
stjórnarinnar Halldór Danielsson yf-
irdómari. Bar hann kveöju ti] fund-
arins frá Vestur-íslendingum, er
stjórninni haföi borist í simskeyti, og
gat þess aö Vestur-íslendingar heföu
óskaö aö aöalfundi yrði frestað þar
til þeir kæmu meö Gullfossi, en
stjórnin hefði ekki séö sér fært að
verða viö því. Lagöi því næst fram
skýrslu fjárhagsstjórnarinnar um
hag félagsins og framkvæmdir á
starfsárinu 1917 og starfstilhögunina
á yfirstandandi ári. Skýrslan var
merkt nr. 16. Fór formaður yfir
það helzta í skýrslu þessari og geröi
i aöalatriöum grein fyrir rekstri og
starfsemi félagsins.
Til máls tók síöan gjaldkeri félags-
stjórnarinnar, Eggert Classen yfir-
dómslögmaður. Lagöi hann fram
reikninga félagsins og fór um þá
nokkrum oröum til skýringar á ýms-
um atriðum þeirra. Reikningarnir
voru merktir nr. 17. Lagöi gjald-
keri til, aö félagsreikningurinn yröi
samþyktur af fundinum.
Kaupm. B. H. Bjarnason kv’addí
sér hljóös og geröi nokkrar athuga-
semdir við reikninginn og um hækk-
un á flutningsgjöldum félagsins, sem
hann talaði á móti. Út af því urðu
umræður um hríö og töluöu þeir
Eggert Claessen, Hjalti Jónsson út-
gerðarstjóri, prófastur séra Magnús
Bjarnarson á Prestsbakka og Jón
Þoríáksson. B. H. B. haföi komið
meö tillögu, en gegn henni töluðu
allir hini$ ræöumenn og var hún svo-
hljóöandi:
“Fundurinn skorar á stjórn h.f.
Eimskipafélags íslands aö fella
niður þaö 22 króna gjald á smá-
lest hverri, sem lagt var á farm-
eigendur 10. okt. 1917, sem auka-
gjald á flutningsgjöldum fyrir
ófriöarvátryggingu á skipunum og
væntir þess aö stjórn félagsins hér
eftir, hækki ekki flutningsgjöldin
meö skipum félagsins frá þvi sem
nú er nema brýna nauðsyn beri tíl
og aö vel athuguöu máli”.
Þá bar fundarstjóri upp reikninga
félagsins alla saman, en við þá höföu
endurskoðendur engar athugasemdir
gert, , og voru þeir úrskuröaöir og
samþyktir af fundinum í einu hljóöi,
án skriflegrar atkvæöagreiöslu. Til-
laga B. H. B., sú, er hér er skráö á