Lögberg - 25.07.1918, Page 6

Lögberg - 25.07.1918, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLl 1918 Sagan um Regulus. Fyrir handan liafið frá Rómaborg, var bær í gamla daga sem Kartago hét, og var samkomu- lagið á milli Rómverja og Kartagomanna aldrei gott. Að síðustu lentu þeir í blóðugum bardaga, og varð lengi ekki á milli séð, hvorir þeirri myndu bera sigur úr býtum. Því þó að Rómverjum veitti betur annan daginn, þá unnu Kartagoborgar- menn það aftur næsta dag. Og þannig hélt stríð þetta áfram í mörg ár. A meðal Rómverja var liershöfðingi einn hug- prúður, sem Regulus hét, og er sagt um hann að hann hafi ekki kunnað að bregðast orðum sínum. Þessi maður féll í hendur óvina sinna og fóru þeir með hann til Kartago og settu hann þar í fangelsi. I fangelsinu var ilt og leiðinlegt og hann hugsaði oft heim til sín, um konuna sína og börnin, og dreymdi um þau á nóttunni, þegar hann gat sof- ið. En þótt hann elskaði heitt heimili sitt— konu sína og börn, þá vissi hann að sín fyrsta og helgasta skylda var til föðurlands síns, og af því hafði hann farið út í þetta blóðuga stríð. Fylking sú sem hann réði fvrir hafði beðið ósigur, og liann hafði verið hneptur í fangelsi. En hann vissi að Rómverjum var að veita betur í þessari viðureign, og að Kartagomann voru sjálf- ir orðnir hræddir um að þeir myndu tapa. Hann vissi að þeir höfðu farið liðsbón til nærliggjandi þjóðflokka, og þrátt fyrir þann liðsauka sem þeir höfðu fengið þar, sáu þeir að þeir myndu ekki geta veitt viðnám miklu lengur. Svo var það einn dag að ráðgjafamir í Karta'goborg komu til viðtals við Regulus og mæltu á þessa leið: “Við vildum gjaman semja frið við Rómverja, bg vér erum vissir um það, að ef rómversku stjórnarvöldin vissu hvernig bar- daginn nú gengur, þá mundu þeir vera fúsir til að semja frið. Nú höfum vér komið okkur sam- an um að láta þig lausan, ef þú vilt ganga inn á að gjöra eins og vér leggjum fyrir þig”. “Hvers krefjist þér?” mælti Regulus. Þeir svöruðu: “I fyrsta lagi verður þú að segja Rómverjum frá bardaganum, sem þú tapað- ir, og að þeir hafi ekki unnið neitt á í þessu stríði og að þeir séu heldur ekki líklegir að gjöra það. 1 öðra lagi verður þú að lofa okkur því, að ef þeir vilja ekki semja frið, að koma tafarlaust til baka og úttaka fangelsisvist þína”. “Gott og vel”, mælti Regulus, “eg lofa því að koma til baka, ef friðarsamningarnir ekki tak- ast”. Síðan létu þeir Regulus lausan, því þeir vissu að hinn mikilhæfi Rómverji mundi standa við orð sín. Þegar Regulus kom til Róm, urðu allir hon- um mjög fegnir, en einkum konan hans og bömin, sem héldu að hann væri alkominn heim, og hinir gráhærðu öldungar sem stjórnmálin höfðu á hendi heimsóttu hann til þess að frétta af stríðinu. En Regulus svaraði þeim og sagði: “Eg var sendur af Kartagoborgarmönnum til þess að koma á friði, en eg ráðlegig ykkur að taka engum friðarboðum að svo stöddu. Að vísu höfum vér tapað í nokkram orustum, en þrátt fyrir það veitir hinum rómverska her betur, og Kartagomenn eru orðnir hræddir, og þeir hafa góða ástæðu til þess. Haldið þið stríðinu áfram enn um stund, og er yður sigurinn þá vís. En hvað mig áhrærir, þá er eg hér kominn til þess að kveðja föðurland mitt, konu mína og börn. A morgun legg eg af stað aftur til Kartago, til þess að útenda fangelsisvist mína, eins og eg hefi lofað.” Öldungarnir báðu Regulus að breyta þessu áformi sínu: “í guðanna bænum gjörðu þetta ekki, við skulum senda annan mann í þinn stað”, sögðu þeir. “A Rómverji að svíkja loforð sitt?” mælti Regulus. “Eg er orðinn veikur og á að líkindum ekki langt eftir ólifað. Eg held loforð mitt og fer til baka”. Konan lians og yngstu börain grétu sárt, og eldri drengirnir hans grátbændu hann um að fara ekki. “Eg hefi gefið loforð mitt”, mælti Regulus. “öllu öðru hefir verið ráðstafað”. Síððan kvaddi hann og fór óragur til baka í fangelsið og hinn kvalafulla dauða, sem hann vissi að sín beið. Það var þetta hugrekki, sem gjörði Rómaborg að hinni voldugustu borg í heimi. Hinn spaki Diagones. í Korinþuborg á Grikklandi átti einu sinni heima maður er Diogenes hét. Hann var speking- ur að viti, og komu menn út öllum áttum til þess að sjá hann og heyra hann tala. En þótt hann væri svona mikill spekingur að viti, þá þótti mönnum hann mjög einkennilegur að mörgu leyti. Hann hélt því fram, að enginn mað- ur hefði leyfi til þess að hafa meiri fjármuni und- ir höndum, heldur en hver og einn þyrfti með til sinna daglegu nauðsynja, og hver einstaklingur þvrfti ekki mikið til þess að Iifa af. Sjálfur bjó hann ekki í neinu húsi, heldur bjó hann í tunnu, sem hann velti á undan sér þegar hann þurfti að færa sig úr stað. Hann svaf í þessari tunnu, en á daginn sat hann í sólskininu og talaði við fólkið. Einu sinni um hádegi dags sást Diogenes á gangi um götur borgarinnar með ljósker í hend- inni. Hann skimaði í allar áttir og lýsti í hvern krók. Þetta þótti fólkinu undarlegt, og einn maður spurði hann að, því hann gerði þetta. “Eg er að leita að heiðarlegum manni”, mælti Diogenes. Einu sinni kom Alexander mikli til Korinþu- borgar, og áður en hann hélt innreið sína í borg- ina fóru allir helztu menn borgarinnar út fyrir borgarhliðið til þess að fagna honum og bjóða hann velkominn. Diogenes var ekki í þeim hóp, og þótti Alexander það miður, því hann var sá eini af Korinþuborgarmönnum, sem konungur kærði sig nokkuð um að finna. Svo þegar Alexander sá að Diogenes ætlaði ekki að koma til að sjá sig, þá fór hann af stað til þess að f inna Diogenes. Og þegar hann kom þang- að sem Diogenes var, fann konungur hann liggj- andi við tunnuna sína, og var hann að baða sig í sólskininu. Þegar Diogenes sá konung og mannþyrping- una sem honum fylgdi koma, þá reis hann upp og leit á konunginn. Alexander kastaði á hann kveðju og mælti: ‘ ‘ Diogenes, eg hefi heyrt mikið sagt af vísdómi þínum. Get eg nokkuð gjört yð- ur til þægðar?” “Já”, mælti Diogenes, “þér getið fært yður úr stað, svo að þér standið ekki fyrir sólarbirt- unni”. Þetta svar Diogenesar var svo fjarstætt því, sem konungurinn hafði búist við að hann varð forviða. En hann reiddist samt ekki, og aðdáun hans óx enn meira fyrir þessum einkennilega manni. Og þegar hann hélt heimleiðis, mælti hann við einn af herforingjum sínum, sem með honum var: “Ef að eg væri ekki Alexander, þá vildi eg vera Diogenes”. Laconian svar. Nokkuð langt frá Róm, var í fyrri daga land nafnfrægt, sem Grikkland hét, og var ólíkt með Grikkjum og Rómverjum að mörgu leyti, þar á meðal með stjórnarfyrirkomulag. Rómverjar héldu saman og voru undir einni stjórn. Grikkir aftur ekki eins samheldnir. Landinu var skipt upp í mörg smáríki og hafði hvert sinn ríkisstjóra. í suðurhluta Grikklands vaf mannflokkur sá er Spartverjar nefndust. Þeir voru orðlagðir fyrir sparsemi, hóflegt látbragð og hreysti. Land- ið þeirra, eða landið sem þeir bjuggu í var kallað Laconia, og þeir sjálfir voru stundum kallaðir Lacons. Eitt af því, sem Spartverjar eða Lacons vöndu sig á var að forðast mælgi. Þeir notuðu aldrei mörg orð til þess að segja það sem þeim bjó í brjósti, — voru fáorðir "fen gagnorðir. Svo þegar einhver er svarstuttur, er oft sagt að svar hans hafi verið Laconic, eða eins og Spartverjár eða Laconar mundu hafa svarað. Nokkuð langt í burtu frá Laconiu í norður- hlutanum af Grikklandi, var annað ríki er Maci- don hét. Þar réð fyrir konungur sá er Philip hét. Hann var herskár mjög og metnaðargjarn og lang- aði til þess að verða konungur yfir öllu Grikk- landi; dró hann því saman her mikinn og fór her- skildi um héruðin eða ríkin í kring um sig. Og þegar hann hafði lagt mörg þeirra undir sig og var búinn að neyða fólkið til þess að viðurkenna sig sem konung, þá skrifaði hann bréf til Loconíu- manna, og á meðal annars stóð eftirfylgjandi í því: “Ef að eg kem til lands yðar, þá mun eg leggja það undir mig, og jafna yðar fögru borg við jörðu"”. Eftir nokkra daga kom sendimaður til kon- ungs og aflienti honum bréf, það var svar Spart- verja. Konungur tók við bréfinu, braut það opið, en hann sá þar ekkert nema orðið “Ef”, sem var skrifað með skýru letri á blaðið. Bréf þetta var ekki margort, en meiningin var full ljós, og hún var: Við erum ekki hræddir við þig, á meðan þetta litla orð “Ef” stendur í veginum fyrir þér. Segðu það móður minni. Bíddu, Bíddu, bláa ský I bjarta morguntraf, Vindsvalur þér vængi gaf, vorgolan hlý hægt þér lyftir hnjúkum af, himinborna ský! Meðan sólin svaf sat eg út við haf; hafið stundi hægt og þungt hamra borgum í, brjóst mitt ungt þá bifist þungt, blælétta ský! Fljúgðu heim, heim yfir hrannageim; lítinn bæ langt frá sæ laugaðu í dögg og blæ, sumardögg og svalablæ. Móðiðr mín þar sefur — morgunljósið vefur enni hennar, brjóst* og brá, blítt og rótt hún sefur, hún, sem þúsund hefur hlotið tregasár, alt þó öðrum gefur: ástarbros og tár, líf og gleði, / ljúfu geði, kraft og æviár. Meðan tárið tefur tært á rósarkinn láttu blakta um ljórann inn ljósa sumarfeldinn þinn, henni segðu harminn minn. Löngun mína láttu skína líkt og geisla um gluggann inn. Enn þá man eg æsku mína, engu blómi skal eg týna; enn þá finn eg ástarmjúka arma strjúka enni mitt sem blíðvindi af bládýpi rynni; öll þau hjartans hlýindi hef eg geimd í minni. “Leiðist mér langdegi”. líf mitt þreytir óýndi síðaðn eg kvaddi Sóldali — “segðu það minni, segðu það móður minni —”. Hulda. Rinn vanþakkláti gestur. I liði Philips konungs var fátækur hermaður, sem oft hafði gengið vel fram og konunginum þótti vænt um og mikið koma til. Einu sinni voru hermenn konungs á sjó úti og var þessi hermaður á meðal þeirra. Gjörði þá hvassviðri mikið og meajnirnir réðu ekkert við skipið svo það rak undan vindinum og sjónum upp á klett og brotnaði í spón. Hermaður þessi féll í sjóinn, og eftir velking og vosbúð rak hann nær dauða en lífi upp á fjörar þar í nánd, en var svo þjakaður að hann gat enga björg sér veitt og liefði dáið ef að bónda einn, sem átti gott bú þar í grend, hefði ekki borið þar að og tekið hann heim með sér og hjúkrað honum þar til hann var heill orðinn. Þegar hermaðurinn var orðinn albata, þakk- aði hann bóndanum fyrir hve vel honum hefði við sig farnast, og vonaði að hann gæti endurgoldið honum síðar, kvaddi síðan og hélt heimleiðis. En * hann gleymdi fljótt velgjörningi bóndans. Því þegar hann kom aftur á fund konungsins, gleymdi hann alveg að segja konunginum frá bóndanum sem hefði frelsað líf sitt. En í þess stað sagði hann konunginum frá að fögur bújörð væri þar inn með sjónum, sem sig langaði mikið til þess að eignast, og bað hann konunginn að gefa sér hana. ‘ “Hver á jörðina?” mælti Philip konungur. “ó, bara bóndaræfill, sem aldrei befir verið til neins gagns fyrir feðraland sitt,’ mælti her- maðurinn. “Nú jæja, þú hefir þjónað mér lengi, og það er bezt að þú fáir ósk þína uppfylta. Farðu og sláðu eign þinni á jörðina.” Hermaðurinn lét ekki segja sér þetta tvisvar, hann fór tafarlaust og rak velgjörðarmann sinn frá heimili sínu og bújörð, en settist þar að sjálf- ur og sló eign sinni á alt, sem bóndinn hafði átt. Þessi aðferð stakk bónda í hjartastað og hann fór rakleiðis til konungsins og sagði honum frá öllu saman. Konungurinn varð afar reiður og lét senda eftir þessum hermanni sínum tafarlaust, og þegar hann kom á konungs fund Iét Philip binda hann. Síðan lét hann búa til brennimark og á það var letrað: f‘Óþakkláti gesturinn”. Síðan lét hann sjóðhita brennimarkið og þrýsta því á enni hermannsins. Þannig varð hann að ganga það sem eftir var æfi sinnar með brennimarkið á enn- inu, og allir vissu þannig um illvirkið sem hann hafði framið, og hann var fyrirlitinn af öllum þeim sem hann þektu upp frá því. Það hefnir sín œfinlega, þegar maður gjörir eitthvað Ijótt. Alexander og Bucephalus. Einu sinni keypti Philip konungur mjög fallegan hest, sem hét Bucephalus, og borgaði mjög hátt verð fyrir hann, því hesturinn þótti af- bragð annara hesta. En þegar konungurinn ætl- aði að fara að nota hann, þá var hesturinn svo f jörugur að hann réði ekki minstu vitund við hann og svo var hann hrekkjóttur í riðbót. Alt var gert til þess að hesturinn yrði taminn, en ekkert dugði, svo að síðustu bauð konungur íxestasvein- um sínum að farga honum. Philip konungur átti son, sem Alexander hét, sem var á unga aldri er saga þessi gjörðist. Þeg- ar hann heyrði að faðir sinn hefði ákveðið að farga Bucephalus, fór hann til hans og mælti: “Það er leiðinlegt að þurfa að farga svona fallegri skepnu. Eg er hræddur um að mennirnir kunni ekki að fara með hana”. “Kannske þú treystir þér til þess að gjöra betur”, mælti faðir hans stuttlega. “Eg veit,” mælti Alexander, “að ef þú vildir lofa mér að reyna, þá gæti eg ráðið við hestinn”. “En ef þér mistekst, hvað þá?” spurði kon- ungur. “Þá skal eg borga þér verð hestsins”, mælti drengurinn. Og þegar hann gekk þangað sem hesturinn stóð, fóru allir að hlæja að honum. Drengurinn gekk gætilega að hestinum, sneri honum mót sólarbirtunni, þannig að skuggi hests- ins féll þar sem hann sá hann ekki, því hann hafði veitt því eftirtekt að hann hræddist skuggann sinn. Svo talaði hann hlýlega til hestsins og klappaði honum, þar til hann var orðinn rólegur, þá hljóp hann alt í einu á bak. Fólkið sem á horfði stóð með öndina í hálsin- um, og hélt að Bucephalus mundi henda drengn- um af sér og líklegast að það yrði hans bráður bani. En Alexander sat sem fastast á baki hests- ins og lét hann hlaupa alt sem hann vildi, og þeg- ar Bucephalus fór að sefast, tók Alexander í taum- ana og reið þangað sem faðir hans stóð. En fólk- ið sem á horfði klappaði lof í lófa. Þegar hann kom til föður síns hljóp hann af baki, en faðir hans vék sér að honum, kysti hann og sagði: ’8onur minn, Macedonía er of lítil fyrir þig, þú vcrður að vera þér út um konungsríki, sem er þér samboðið”. Eftir þetta fór vel á með Alexander og Bucephalus, og hvert með Alexander fór var Bucephalus æfinlega með í förinni, en enginn ann- ar maður mátti snerta hann. Alexander varð síðan nafnkunnur konungur. Hann átti í mörgum stórorustum og fór víða um lönd, og bar Bucephalus hann víða og bjargaði lífi hans oft í hinum grimmu orustum er hann háði. Þessi maður var Alexander mikli. Sumarvísa mömmu. Vorsins sólarbjarta brá brosir við mér —* nú er vetur liðinn. Lóukliðinn, lækjarniðinn hlakka til að hlusta á. Litlu börnin leika sér ljósi fegin út um græna bala, hlæja, hjala, hoppa, gala. Vel mun liggja þá á þér! Sóley, fífil, Baldursbrá blessuð sólin aftur fer að krýna: Vini mína, vini þína, bjarta kolla blikar á. , Þá mun drengur mætur minn mömmu sinni hafa nóg að bjóða. — Barnið góða, blómið rjóða, fær þá marga kossa’ á kinn. B. J. Orð móðurjarðarinnar. “Hvað gjörir Iþú mér, það gjöri eg þér” — avo greinir hin kalda mold; “ef gleður þú mig, þá gleð eg þig, þín gæfa er eg”, segir Fold. “Hvert vallarstrá mína vottar þrá, ef varimar opna kann; og augun öB þau vakna um völl til að vita, hver bezt mér ann. Svo þreytt og hljóð, svo þolinmóð, hefi eg iþrokað í stormum kífs. pú mátt nú til, því eg vakna vil — æ, vektu mig nú til lífs!” Vor móðurstorð, þau máttarorð í merg oss syngdu og blóð. pér glói vor önd, þig græði vor hönd, þig gieðji vor hjartaljóð! Frænkan: Jæja, börnin mín góð, þekkið þið mig nú aftur? Knútur litli: Já, við þekkjum þig sannarlega, það ert einmitt þú, sem aldrei gefur okkur neitt, þegar þú kemur. Gesturinn: Kjötið er svo seigt og illa soðið, að hnífurinn gengur ekki í það. Þjónninn: Viljið þér kannske fá sög? v <1

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.