Lögberg - 25.07.1918, Side 7

Lögberg - 25.07.1918, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1918 7 Hörmungar í Armeníu. (Niðurlag). Framfarir Georganna á síðari hluta 19. aldarinnar. Um þær farast Dr. Ghambas- hidze svo orð: “Tala dag- og . vikublaða hjá þessum þjóðflokki árið 1913 var tuttugu og fjögur, bækur sem þeir gáfu út það ár um 240 mismunandi efni, voru 460.000 talsins. 75 % af þjóð- inni kann ibæði að lesa og skrifa, og þar eru fjölda margir skólar og bókasöfn. Um 85% af þjóð- inni er bændafólk, eða stundar landvinnu, sem það er mjög vel að sér í, það sem aðallega er framleitt er tóbak, vínþrúgur, baðmull og silki. Georgíamir eru mjög félagslyndir menn, þar eru 400 samvinnufélög og eru um 75% af allri þjóðinni sem þeim tilheyra. f síðastliðnar átta aidir hefir aðalsfólkið í Georgíu gefið sig mjög við hemaðarstarfsemi. Um 5,700 Georgían herforingjar voru í rússneska hemum, og má benda á suma af þeim, sem hafa getið sér ágætan orðstýr, t. d. Prinsana Bagration, Amilakhvari Ichavachavadze, Orbellioni og Ameradjebi. Prins Imeretinski hefir verið landstjóri á Póllandi, og unnið sér þar virðingu og traust. ]7að var og fyrir hans tilstilli, að keisarinn gaf leyfi til jþess að reystur væri minisvarði yfir pólska skáldið Mickivets, í War- saw. Einnig mætti benda á hers- höfðingja Kazbek, sem var yfir- foringi vígisins í Vladevostock, og Orbelliani, sem var ýfirfor- ingi yfir her Rússa í Finnlandi. Enn fremur hafa Georgíumenn átt andans menn mikla, svo sem Gabriel biskup, sem var með af- brigðum mikill ræðumaður og hafa ræður ans verið þýddar á ensku. Stjórnmálamenn hafa þeir átt ágæta og mikilhæfa, eins og Prins Idhavackavadz, sem var meðlimur í lávarðadeildinni á Rússlandi, og Mr. Isereteli, sem var Dumu þingmaður, og var mikið viðriðinn stjómarbylting- una á Rússlandi. Enn fremur eiga Georgiamir mikið af ágæt- um prófessorum og viðurkendum lærdómsmönnum. Armeníumenn Saga þeirrar þjóðar, eða þess þjóðflokks, er afargömul. Vér getum farið sex aldir aftur í tím ann, frá komu Krists í heiminn og fyrir tilstilli fomfræðinganna lesið á steintöflum, er Daríus konungur hafði höggvið eða höggva látið nafn þessa lands og þessarar þjóðar eins og það er í dag. Rétt á undan, og eins nokkuð eftir, komu Krists í heiminn, var Armenía sjálfstætt konungsríki, sem náði frá Mesapotamíu og suður að dölum þeim sem liggja fyrir sunnan Kákusfjöllin og tóku þeir kristna trú um sairia leiti og Rómverjar og hefir hin kristna kirkja Armeníumanna, sem þá var stofnsett, haldið sér í gegnum aldimar, og hefir hvorki þeirri Rómversku, Grísku né 'heldur hinum Slavnesku kirkjudeildum tekist að svelgja hana upp. Mr. Neiliet prófessor við Col- lége de France í Parísarborg hef- ir sagt að bókmentir Armeníu- manna séu meira en 1500 ára gamlar, og að fombókmentir þeirra séu frumlegri, og hafi meira bókmentalegt gildi, heldur en slavnesku bókmentimar, sem þó séu yngri, og hann bætir við: “Á þeim tímum þegar Frakk- land var ckki til, og hið hljóm- fagra franska mál, var enn óað- skilið frá því latneska, tóku Ar- meníumenn mikin þátt í myndun sögunnar, og áttu sínar eigin bókmentir”. Á krosferðar tímabilinu mynd- uðu Armeníumenn ríkið Cilicia og áttu pílagrímar ætíð víst hæli og hjúkrun hjá þeim. En síðan að Krossferða tímabil- inu lauk, hafa þeir verið háðir ýmist Aröbum, Persum eða Tyrkjum. Á 19. öldinni var sá partur af Armeníu ríkinu, sem lá í Kákasus héraðinu lagður undir Rússa, en Armeníumenn hafa alt af haldið við máli sínu, kirkju og þjóðarsiðum, sem sýn- ir, að þegar menn vilja lifa þjóð- tr' Evcry lOc Packct of WILSON’S FLY PADS WILL KILL MQRE FLIES THAN / v $8°-WORTH OF ANY / x STICKY FLY CATCHER 7 Ilrein í meðferð. Seld í hverrl Ufjaljúð og í inatvörubúðum. emislega, þá geta þeir það. pegar Ármeníumenn fengu ekki sökum ofsókna, að njóta sín í landi feðra sinna, fóru þeir til annara landa, þar sem þeir hafa reynst ágætlega og þótt að þeir væru aðallega vanir land- vinnu, heima hjá sér, þá hafa þeir mjög fljótt komist upp á að vinna að nálega öllum iðnaðar- greinum nútímans. pannig hafa þeir komist prýðilega áfram í Oonstantinópel, Egyptalandi, Transylvania, Póllandi,og í Baku, í öllum Miðjarðarhafs löndun- um og nú síðast í Ameríku. Allstaðar hafa þeir reynst nýtir borgarar. pað var Ar- meníumaðurinn Álthen, sem innleiddi Madder plöntuna á Suður Frakklandi. peir sem heima héldust, fylgdu mest megnis aðal-atvinnu greinum feðra sinna, landbúnaðinum. Um þessa þjóð segir prófessor Neillet: Sökum þess að Armen- íumenn eru landfræðislega settir á þann part í Asíu, sem er hliðið á milli hinna vestrænu og aust- rænu strauma, þá hafa þeir síð- an á 5. öld verið merkisberar hinnar vestrænu menningar, og hin vestræna menning hefir gjört þá að píslarvottum. Af- koma þeirra, og það að þeir sniðu sig eftir siðum hinnar vestrænu menningar, gjörði Tyrki, sem þir voru undirgefnir, þeim mjög óvinveitta. Með Berlínar samningunum 1878, lofuðust Tyrkir til þess að bæta ráð sitt, og gjöra ýmsar breytingar til batnaðar í Armen- íu, og eins lofast þeir, í þeim sama samning, til þess að Vernda Armeníumenn frá árásm og illri meðferð af hendi Kurdanna og Cercassianna, sem báðir voru herskáir og gjörðu Armeníu- mönnum óskunda, en þeir svik- ust um þetta alt. Eftir hryðju- verkið mikla í Armeníu 1894 skárust Erópu löndin í leikinn, og kröfðust að bót yrði ráðin á því ástandi og lofaði soldáninn, Abdul Hamid, því hátíðlega. En í staðinn fyrir að halda það lof- orð sitt, þá fyrirskipaði hann dráp Armeníumanna 1895 og 1896, sem mönnum er víst enn í fersku minni, og sem unnu honum nafnbótina Rauði Soldán- inn. Armeníumenn undir Tyrkjum hinum yngri. Eftir stjórnarbyltinguna í Tyrklandi og þegar flokkur sá, sem nefnir sig Ung-Tyrki komu til valda, lofuðu þeir bót og betrun, sögðust skyldu gefa Ar- meníumönnum frelsi í Tyrklandi, en minna varð úr því. pví það sem fyrir þessum Ung-Tyrkjum sérstaklega vakti, var að gjöra alla innan vébanda ihins tyrk- neska ríkis að Tyrkjum, sem værusér undirgenir, og aðferðin var að ofsækja alla útlenzka mannflokka, sem ekki létu kúg- ast til að afsala sér sínum þjóð- ernislegu einkennum. Árið 1909 létu þeir myrða Armeníumenn í Adana fyrir þessa sök. Eftir að Ung-Tyrkir gjörðu sambandi við Miðveldin, með það yrir augum, eða til þess að koma skipulagi á félagsmál sín, sérstaklega á hermálin, þá lærðu þeir að eyðileggja Armeníumenn á vísindalegan hátt, og notuðu sér þá kunnáttu 1915. pá létu þeir boð út ganga, að flytja skyldi Armeníumenn úr landi því sem þeir og ættfeður þeirra höfðu búið í í meira en 2000 ár, og eftir að drepa karlmennina, og taka til fanga alt hið yngra kven fólk, þá ráku þeir börnin og eldra kvennfólkið út á fjallvegu og eyðimerkur, þar sem það dó úr þreytu, 'hungri og þorsta. Á þann hátt eyðilögðu þeir Armen- íumenn, svo hundruð þúsunda skifti. pegar hinn sigri hrós- andi her Rússa kom til Erzerum og Trebizond, þá fundu þeir að eins fáeina tugi, af öllum þeim tugum þúsunda af Armeníu- mönnum, sem bjuggu í þeim borgum. Um þetta alt vissi stjómin á pýzkalandi og stein þagði. f Syríu notuðu Grikkir aðra að- ferð til þess að verða af með hina kristnu þegna sína, þar voru bygðir þeirra rannsakaðar, og allur vistaforði tekinn í burtu, svo voru þeir einangraðir og harðbannað að flytja nokkum mat til þeirra. Áfleiðingaraar urðu þær, að kristnir menn í Syríu dóu svo hundmðum þús- unda skifti úr hungri. Um þetta vissu pjóðverjar, en sýndu þó engan lit á því að mótmæla sví- virðingunum. Eyðilegging Armeníu þjóðar- innar. Norðurálfu stríðið kom og með því tækifærið til þess að gjör- eyða þessari þjóð, sem Ung- Tyrkjar ihöfðu lengi verið að bíða eftir til þess að ráða niðurlög- um Armeníumanna. Henry Morg enthau, sendiherra Bandaríkja manna í Constantínópel kemst svo að orði í skýrslu einni um það efni: í september 1915 tóku þeir saman ráð sín um það hvemigi þeir gætu eyðilagt Armeníu þjóðina. peir ávíttu fyrirrenn- ara sína mjög fyrir það að hafa ekki annað hvort neytt Armeníu menn til þess að taka Mohameds trú, eða að öðrum kosti eyðilagt þá, er þeir gjörðust þeim undir- gefnir á 15. öldinni, og álitu, að nú þegar að fjögur stórveldin væru í stríði með þeim, væri gott tækifæri að bæta úr þeirri yfir- sjón. Svo þeir tóku alla vinnu- færa Armeniu menn í herinn, án þess þó að fá þeim nein vopn í hendur, og notuðu þá aðallega til þess að byggja vegi, og jára- brautir. pegar menn þessir voru famir að heiman frá sér, létu þeir rannsaka bygðir þeirra og tóku öll vopn, sem þar fundust, og eyðilögðu svo eignir þeirra. Og hið síðasta og illmannlegasta. tiltæki þeirra var að taka fólkið, sem heima var og reka það út í eyðimörk, þar sem það dó úr hungri, eftir allar þrautiraar, sem það varð að líða bæði þar og á léiðinni þangað. Framkoma Tyrkja gagnvart þessu fólki er svo djöfulleg að henni verður varla með orðum lýst, — ljótari og svívirðilegri, en sagan hefir áður þekt. Sýnis- horn af því er það, sem þýzkur trúboði einn sagði Mr. Morgen- thau, og hann lét skrásetja og fer hér á eftir partur af því, .... Mér bárust fréttimar eftir miðjan dag, í fyrstu gat eg ekki trúað þeim. Nokkrir mal- arar og bakarar, sem stjómin þurfti á að halda, og sem bjuggu í miðbænum ásamt mér, fengu þessar fréttir fyrstir. Karl- mennimir höfðu allir verið bundnir saman, tveir og tveir, síðan var farið með þá út fyrir bæinn og þeir skotnir þar. Kven- fólkið og bömin voru tekin í nær liggjandi bæ, látin þar inn í stór hús, og síðan kveikt í húsunum, hús, síðan kiveikt í húsunum, það sem út komst og reyndi að bjarga sér, því var annaðhvort hent í ána, skotið eða stungið, sumt af þessu fólki sást ráfa eftir götun- um há grátandi og runnu blóð- straumarnir niður eftir því, og þegar við þessa sýn er bætt hús- unum með fólkinu í, sem stóðu í björtu báli, vein fólksins og hita svækjuna, sem lagði að vitum jmanns með sterku frá hálfbrunn um líkumum fólksins. Hver mundi geta lýst slíku? Eftir að þeir höfðu haldið þessu verki á- fram í heila viku, stærðu yfirlið- arnir sig af því, að loks væri nú takmarkinu náð — Armeníu- menn á þessu svæði eyðilagðir. Eftir fjórar vikur frá því að þessi ofsókn var hafin, fórum við frá Noush, og var eldurinn þá ekki enn dauður í þessum bæjum, því alt það sem þetta fólk átti var gert upptækt eða brent. f bæn- um Noush voru 25,000 Armeníu- menn, auk hans voru um 300 smá bæir á þessu svæði, þar sem fjöldi Armeníumanna átti heima Á leiðinni til Mezreh voru her- mennimir, sem með okkur fóru, að segja okkur sögur af hreysti- verkum sínum — hvemig að þeir hefðu farið að því að deyða kvenfólkið og börnin, og hvað margt að hver og einn hefði ráð- ið af dögum. pegar við komum tal Harpoot, sáum við okkur til gleði að barnaheimilin þar voru full, en það er líka alt, sem hægt er að segja. Manure-ul-Aziz hef- ir verið gjörð að grafreit Armen- íumanna, því flestir þeirra, frá hinum smærri bæjum, vom send- ir þangað — ekki samt til lífs, heldur til dauða. Meðferðin á Armeníu fólkinu í Manuret-ul-Aziz var blátt á- fram óskapleg, þó einkum á hinu heldra fólki, sem kallað er, það var neglt á höndum og fótum við stoðir, tré og staura, og títt var að sjá konur hanga á brjóstun- um, s‘em höfðu verið nelgd í stoðir og staura, neglur af hönd- um manna og fótum höfðu verið rifnar í burtu, augabrýr og skegg rifið upp með rótum, naglar rekn ir upp í fætur manna, eins og þá hestar eru járnaðir, sumir vom spyrtir saman og síðan hengdir yfir rá, með höfuðin niður, en fætumar upp. Ó! að þessi ósköp væru ósönn. — Svo til þess að angistarvein fólksins eigi heyrð-'. ist, vom settir menn umhverfis fangelsin, eða þar sem þetta fór fram, með trumbur og hljóð- pípur. Fyrsta júlí vom 2000 Armeníu menn sendir frá Harpoot, það vom hermenn, þeir áttu að fara í vegavinnu. pegar þetta kvis- aðist út á meðal fólksins varð það mjög hrætt, og kvað svo ramt að þetssu, að yfir maðurinn kallaði þý^ka trúboðann Mr. — á sinn fund, og sagðist vera svo hugsjúkur út af því, hve fólk þetta væri órólegt, og beiddi hann aða fara og reyna að tala um fyrir því. En mennimir sem í burtu vom teknir, höfðu ekki verið í burtu heilann dag, þegar þeir voru allir dauðir. Næsta dag voru önnur 2000 send sömu leiðina. pegar að fólk þetta kom út fyrir bæina, þar sem því var haldið, var það bundið saman, síðan rekið í staði þar sem það, sökum afstöðu, varð að vera þétt saman, þar var skotið á það, og og jafnvel konur hermannanna, sérstaklega þó konur þeirra manna er Kurds nefnast, komu með hnífa sína og stungu menn- ina til dauðs. Einstaka maður gat slitið sig lausann og komst undan, og þeg- ar að yfirmennimir heyrðu það, tóku þeir upp á því að láta svelta menn þá, sem þann eða þann dag inn voru $endir út til slátrunar í tvo daga áður en farið var með þá, til þess að þeir yrðu orðnir of máttvana til þess að flýja. Tala þeirra sem drepnir vom. Árið 1912 var tala Armeníu- manna í Tyrklandi um 2,000,000, af þeim flúðu 182,000 til hinna rússnesku Kákasus héraða, þar sem þeir em nú aftur seldir í hendur hund-tyrkjanum, um 4,200 manns flúði til Egyfta- lands og um 150,000 era enn í Constantinópel, og þar við verð- ur að bæta þeim sem kunna að leynast í felum á sínum fomu stöðvum. Mr. Morgenthau segir að 1,000,000 Armeníumanna hafi verið flæmdir frá heimilum sín- um, í Litlu Asíu, af þeim hafi frá 6—800,000 verið drepnir. Hinir sem eftir eru allslausir með út- réttar. hendumar til trúbræðra sinna í Ameríku, um íhjálp í neyð Að hverju leyti eiga þjóðverj- ar skuld á þessari svívirðing? Mr. Morgenthau segir þegar hann lýsir tilraunum sínum til þess að fá barón Wangenheim, sendiherra pjóðverja til þess að taka í taumana. “Eg tala um það, sem eg veit, þegar eg segi stjómin á þýzkalandi gat komið í veg fyrir þetta”. Og nú hefir þýzka stjómin aftur fengið Tyrkjum í hendur Armeníu fólkið, sem býr í Kák- asus héruðunum, sem láu undir Rússa eins og áður hefir sagt verið. Verðið sem þú borgar fyrir tannlækningar er hátt eða lágt, í réttu hlutfalli við þá ánægju er þú nýtur í sambandi við lækninguna. % Ekki hvað ódýrt við ger- um við tennur, heldur hve endingargóð aðgerðin er, er kjörorð vort. Og á þenna hátt höfum við fengið jafnt og þétt hundrað himinlif- andi viðskiftavina, er njóta hinnar beztu og fullkomn- ustu hjúkrunar, sem enn hefir þekst í tannlækninga- fræðinni. “ Dr. G. G. Jeffrey, “hinn varfærni tannlæknir” Cor. Logan Ave. & Main St. Winnipeg - - Manitoba DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—3 e. h. heimili: 615 Banatyne Ave., Winnipeg Business and Professional Cards The Seymour House John Baird, Eigandi Heitt og kalt vaín I öllum herbergjum Feeði $2 og $2.50 á dag. Amerie- an Plan. Tals. G. 2242. Winnipeg Meiri þörf fyrir Hraðritara og Bókhaldara J?að er alt of lítið af vel færu ekrifstofufólki hér í Winnipeg. — peir sem hat'a útskrifaat frá The Success Business College eru ætíð látnir setja fyrir. — Suc- cess er sá stærsti og áreið- anlegasti; hann æfir fleira námsfólk en allir aðrir skól- ar af því tagi til samans, hefir tíu útibú og kennir yfir 5,000 stúdentum ár- lega, hefir aðeins vel færa og kurteisa kennara. Kom- ið hvenær sem er. Skrifið eftir upplýsingum- SUCCESS BUSINESS COLLEGE 'UMITED WINNIPEG, MAN. Brown & McNab Selja i heildsölu og smásölu myndir, myndaramma. Skrifið eftir verði á stækkuðum myndum 14x20 176 Carlton St. Tals. tyain 1367 «JOSEPH iTAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Heimllis-Tals.: St. .Tolm 1844 Skriístofu-Tals.: Main 7978 Tekur lögtaki bæ8i húsaleiguskuldir, veSskuldir, vlxlaskuldir. Afgreifiir alt sem aS lögum lýtur. Room 1 Corbett Bik. — 615 Main St. Samkvœmt Trustee lögunum. 1 sambandi viS eignir St. Clair Dum, sem fyrir skömmu er dáinn. Og samkvæmt “Manitoba Trust Act’’, eru allir þeir, sem telja til skuldar I dán- arbúo ofanritaCs St. Clair Dum, sem átti heima á Gimli I Manitobafylki og var læknir, en féll I orustu á Prakk- landi 1918, aðvaraSir meSS að senda allar slíkar skuldakröfur til undirrit- aðs ekki seinna en 19. ágöst 1918. í skuldakröfum slíkum, verCa menn aö gjöra Itarlega grein fyrlr hvernig á þeim stendur og eins verður að vera tekið fram, hvaS trygging sé fyrir skuldunum, ef skuldheimtumaSur held ur nokkurri tryggingu. Og menn eru beönir aS minnast þess, aS eftir 19. ágúst 1918, veröur eignum þeim, sem fyrir hendi eru, skift á milli þeirra, sem lögum samkvæmt eiga tilkall íil þeirra, og sem þá hafa gefiS sig fram viS umsjónarmann dánarbúsins. Og aS þeir eru ekki ábyrgCarfullir fyrir borgun á neinum skuldakröfum, sem ekki hefir veríS fram visaS 1 tæka tiS. Dagsett I Portage la Prairie I Mani- tobafylki, 15. dag júlímánaSar áriS 1918. McPherson & Porter, lögmenn, fyrir Charlotte Dum, sem sér um eigurnar (executrix). J. H. M CARSON Byr til Allskonar limi fyrir fatlaða menn, einnlg kviðslitsumbúSir o. fl. Talsími: Sh. 2048. 338 COIíOVY ST. — WINNIPEG. HVAÐ sem þér kynnuð að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT 1 HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húshúnaðar þarf. Komið og skoðið 0VER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmagnsfihöid, svo sem straujfim víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (batteris). VERKSTOFk: S7G HOMF STREFT The Ideal Plumbing Co. Horqi Notre Dame og Maryland St. *Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oso. Tílkynníng um arf. Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaCur af Royal College of Physicians, London. SérfræSingur 1 brjúst- tauga- og kven-sjúkdömum. —Skrlfst. 30B Kennedy Bldg, Portage Ave. (4 mðtl Eaton's). Tals. M. 814. Heimill M. 2696. Timl tll viStals: kl. 2—B og 7—8 e.h. Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building Tblxphokb oahht 3SO OvFrcB-TlMAR: a—3 Haimilí: 776 Victor St. Thlhphonb oarrt 381 Winnipeg, Man. Dagtals. StJ. 474. Nseturt. OLl.: Ht Kalli sint á nótt og degi. DR. B. GERZABEK. M.R.C.S. frá Eaglandi, L.R.C.P. írh London, M.R.C.P. og M.R.C.S. ft* Manitoba. Fyrverandi aSstoðarlæknlr við hospital I Vlnarborg, Prag, og Berlin og fleiri hospítöl. Skrlfstofa 1 elgin hospftali, 416—41' Pritohard Ave„ Winnipeg, Man. Skrifstofutim'i frá 9—12 f. h.; 3— og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið hospítal 416—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- llnga, sem þjást af brjðstveiki, hjart- veiki, magasjúkdómum, lnnýflaveikl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um, taugaveiklun. í tilefni af dauðsfalli Guð- imundar Magnússonar, Kamsack, Sask., Canada, óskast hér með heimilisfang eftirfylgjandi, svo hægt sé að senda þeim sinn skerf af tilföllnum arfi: Arfi þessum verður ekki ráð- stafað fyr en þessar upplýsingar fást. Einnig fullmakt sem áður var umgetið. Magnús Magnússon, ( Sigríður Magnússon eða dóttir Guðrún Magnússon eða dóttir Dísa Magnússon eða dóttir Guðbjörg pórðardóttir. Síðast sem eg vissi til voru þau í Tungu við fsafjörð á íslandi. J. G. Hallson, Kamsack, Sask., Canada Blöðin á fsafirði á íslandi eru beðin að taka upp og birta þessa auglýsingu. Vér leggjum sérstaka áherzlu á a8 selja meðöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fá, eru notu8 eingöngu. ýegar þér kom!8 me8 forskriftina til vor, megl8 þér vera viss um a8 fá rétt þa8 sem læknlrlnn tekur tll. COLOLKUGH Sk CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftlngaleyflshréf seld. Dr. O. BJORN&ON 701 Lindsay Building I'KJ.KI-UONIÍ.aARKT 3»© Í Office-tímar: 2—3 HIIMILIl 766 Victor 6t. ©et I'KI.EI'UONKi OARRT Ttia Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 601 B»yd Building C0R. P0RT/\CE ATE. & EDMOflTOfl ST. Stuadar eingöngu augna, eyma. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta fríkl. 10-12 f. h. *g 2-5 e.h.— Talalmi: Main 3088. Heimili J05 Olivia 3t. Talslmi: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bnildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklaaýkl og aSra lungnasjúkdóma. Er a8 finna á skrlfstofunnl kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf- stofu tals. M. 3088. Helmili: 46 Alioway Ave. Talsiml: Sher- brook 3158 JVJARKET hotel ViB sölutorgið og City Hall Sl .00 til 81.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. J. G. SNÆDAL, iTANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tah. main 5302. The Belgium Tailors Gera við loðföt kvenna og karlmanna. Föt búin til eftir máli. Hreinsa, pressa og gera við. Föt sótt heim og afhent. Alt verlt ábyrgst. Verð sanngjarnt. 329 William Ave. Tale. G.2449 WIISNIPEG BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires æti8 á rei8um höndum: Getum út- vega8 hva8a tegund sem þér þarfnist. AðgerSum og “Vulcaniztng” sér- stakur gaumur gefinn. Battery a8ger8ir og bifreiSar tll- búnar til reynslu, geymdar og þvegnfir. AUTO TIRE VTJLCANIZING CO. 309 Cnmberland Ave. Tals. Garry 2767. Opi8 dag og nótt. Kartöflu Ormar eyðileggjast mcð því að nota „Radium Bug Fumicide" 50c pd. það er betra en Paris Green. Sérstök vilkjör ef keypt er mikið í einu Rat Paste 35c. baukurinn. Vaggjalúsa útrýmir $2.50 Bed Bug Liquid THE VERMIN DESTROYING Co, 636 Ingersoll St., Winnipeg THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BBRGMAN, íslenzkir lógfræflingar, SkR'Ifstofa:— Room 811 McArthut Building, Portage Avenue Áritun: p. o. Box 1650, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Darae OarJy’aoaa SSfflU J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast íán og eidsábyrgðir 0. fL 6*4 The KenKhigron.Port.ArSniHh Pbooe Main 2597 1 A. S. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur likkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimilie Tale - Oarry 1161 8knf«tofu Ta»«. - Dsrry 300, 376 Giftinga og i i/ Jarðarfara- >>1OHl með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Canadian Art Gallary 585 MAIN 8T. WINNIPEG Sérstök kjörkaup fi myndastækkuB Hver eem lætur taka af sér mynd hjá oss, fær sérstaka mynd gefins. Sá er lætur stækka mynd fær geflns myndlr af sjálfum sér. Margra fira fstenzk viðskiftl. Vér ábyrgjumst verkið. KomiB fyrst tli okkar. CANADA AHT GALLERY. N. Donner, per M. Malitoski. Williams & Lee Vorið er komið og aurnarið 1 nfind. lslendingar, sem þurfa a8 fá sér reiShjól, e8a iáta gera vi8 gömul, snúi sér til okkar fyrst. Vér höf- um einkas’lu á Brantford Bycycles og leysum af hendi allskoi^ar mótor a8ger8ir. Avalt nægar byrgB- ir af "Tires” og ljómandi barna- kerrum. 764 Sherbrook St. Homi Rotre Dame GOFINE & C0. Tals. M. 3208. — 322-332 ElUce Ave. Horninu á Hargrave. Verzla með og vir8a brúkaSa hús- muni, eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum á öllu sem er nokkurs vir8i. Éitt af mörgum atvikum. Mr. F. T. Lapitz, Britt, Iowa, skrifar: “]?ar sem eg hefi notað American Elixir of Bitter Wine í síðastliðin 12 ár, þá get eg ekki mælt fram með betra heimilis meðaii en Triners American Elixir, af þvl við getum ekki ver- ið án þesá”. — f þúsundum þús- una anara heimila hefir Triners American Elixir unnið sitt verk. pað er ekki svaladrykkur, held- ur er það meðal sem verður að takast í sikömtum og eins og Mr. D. C. Cudshom lyfsali í heil- brigðisnefnd í fylkinu West Virginia sagði 26. nóv. 1915: “pað verður ekki hjá því komist að átíta það imeðal í orðsins fylstu merkingu”. Ef 'þér er hætt við harðlífi, meltingarleysi, höfuð- verk, vindspenning, taugaóstyrk þá má treysta þessu meðaii. Verð $1.50. Triners Liniment er ágætt meðal við gigt, tognun bólgu. Verð 70c. — Joseph Triner Company, 1333—1343 S. Ashland Ave., Chirago, 111.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.