Lögberg


Lögberg - 01.08.1918, Qupperneq 6

Lögberg - 01.08.1918, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, EIMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1918 Ormurinn í bláberinu. “Svrei attan!” sagði Helga. “En sá viðbjóður”, sagði Sigga. í‘Hvað er um?” sagði fullorðin systir þeirra. “Dað er ormur”, sagði Helga. “A bláberinu”, sagði Sigga. “Drepið hann þá”, sagði Björn litli. ‘ ‘ Hvaða læti eru þetta út úr einum smáormi! ’ ’ sagði fullorðna systirin með nokkurri þykkju. “ Já þegar vrið fórum að hreinsa bláberin ....” sagði Helga. ‘ ‘ Þá skreið hann út úr því staersta ’ ’, hélt Sigga áfram sögunni. “Og hefði nú einhver etið bláberið”, sagði Helga enn. “Nú þá hefði hann etið yrmlinginn með”, sagði Sigga. “Nú hvað um það?” sagði Björn litli. “Að eta orm, hvað hugsið þið!” sagði Helga. “Og bíta hann í sundur!” sagði Sigga. “Hvað sýnist ykkur”, sagði Bjöm litli og hló við. “Nú er hann að skriða á borðinu”, sagði Helga. “Æ, blásið þið honum burt”, sagði fullorðna svstirin. “Merjið þið hann með fótunum”, sagði Björa litli glottandi. En Helga tók lyngblað og sópaði orminum á það með varúð og bar hann út í garðinn. þá sá Sigga að spörfugl sat á skíðgarðinum og horfði í vígahug á orminn. Hún tók þá blaðið með orm- inum á og bar það út í skóg og faldi þar undir blá- berjarunni. fuglvargurinn gat nú ekki fundið fylgsni yrmlingsins. Iivað verður nú fleira sagt uin veslings blá- berja orrninn? Hvað mundi vera sögulegt við svrona grey? Hver mundi ekki vilja búa í svo hressandi, ilmandi, rósleitu smáhúsi úti í skógar- kvrðinni innan úm blóm og grænt lauf? Nú var kominn tími til miðdagsverðar og nú borðuðu þau öll bláber með rjóma. Hrúgaðu ekki ofmiklu svkri á, Bjössi”, sagði fullorðna systirin. En diskur Björns litla var eins og snjóskafl á vetr- ardegi, en sæist á eitthvað bláleitt undir. Eftir máltíðina sagði fullorðna systirin. ‘ ‘Nú höfum við lokið öllum bláberjunum og höfum ekk- ert skilið eftir til vetrarins. Eg vildi að við ættum tvær körfur fullar af nýjum berjum. Þau gætum við hreinsað í kvröld og soðið á morgun og borðað svo seinna pönnukökur með bláberjasætu!” Kondu, við skulum fara út í skóg og tína ber” sagði Helga. “Já, það skulum við gera”, sagði Sigga. “Þú tekur gulu körfuna, en eg tek þá grænu”. — “Villist þið nú ekki og komið þið aftur fyrir kveldið!” sagði fullorðna systirin. “Eg bið að heiisa bláberja orminum”, sagði Björn litli í ertni. “Ef eg hitti hann aftur, þá mundi eg telja mér heiður að eta hann upp til agna ’ ’. Nú fóru þær Helga og Sigga út'í skóg. Þar var nú ekki ljótt að vera! Gangan var þó erfið. Urðu þær að klifra yfir falna tréstofna og smeygja sér gegnum runnana og berjast við mýflugurnar. En hvað gerði það tii! Þær voru stuttklæddar, telpurnar og skilaði vel áfram og fóru æ lengra og lcngra inn í skóginn. Hér var nóg af krækjiberjum og hrútaberjum og öðrum berjum, en lítið af bláberjum. Telpurnar gengu nú lengra og lengra og komu loks að stórum skógi úr bláberjalyngi, þótt ótrú- legt megi þvkja. Hér hafði skógurinn brunnið áður, en nú var þar hver bláberjarunnurinn af öðrum, svo langt sem augað eygði, og voru a'lþakt- ir fögrum, fullþroskuðum lierjum. Slíka berja- mergð höfðu þær aidrei séð fyr, telpurnar. Helga tíndi og Sigga tíndi, og báðar átu. Innan skamms voru körfurnar fullar. “Nú skulum við fara heim”, sagði Sigga. “Nei, við skulnm tína meira” sagði Helga. Nú settu þær frá sér körfurnar og föru að tína í svuntu sína. En þess var ekki langt að bíða, að þær yrðu fullar. “Nú skulum við fara heim”, sagði Helga. “Já, nú er víst bezt að halda heim á leið”, sagði Sigga. Sv'o tók hver sína körfu í aðra hendina, en hédu svuntunni með hinni. Síðan héldu }>ær á stað heim. En það var hægra ort en gert. Þær höfðu aldrei farið svro langt inn í skóginn. Þar var eng- inn vegur eða troðningur og þær urðu þess brátt varar, að þær voru faraar að villaat. Skuggarnir urðu æ lengri og lengri, fuglarnir flugu heim í hreiður sín og dögg tók að falla. Loks gekk sólin til viðar og varð þá svalt og rokkið í skóginum. Börnin fóru nú að verða óttaslegin en héldu samt áfram göngunni og bjuggust við að skóginn mundi loks þrjóta og að sjá rjúka heima hjá sér. En er þær höfðu lengi gengið datt myrkrið á, þær voru þá komnar á mikla sléttu, sem var vaxin runnum. Þegar þær skygndust um sem bezt þær gátu í myrkrinu, þá sáu þær að þær höfðu gengið stóran bug, þvd að nú voru þær komnar aftur að hinum fögru bláberjarunnum, þar sem að þær höfðu fylt körfurnar sínar og svunturnar með berjum. Nú voru þær orðnar þreyttar og settust niður á stein og fóru að gráta. “Eg er svo svöng”, sagði Helga. “Já”, sagði Sigga, “ef við hefðum nú tvær vænar smurðar brauðsneiðar með keti ofan á”. Óðara en hún slepti orðinu, fann hún alt í einu að eitthvað lá í keltu hennar. Og þegar liún gáði að, þá var það stór smurð brauðsneið með dilkaketi ofan á. 1 sama bili sagði Helga: “Hvað er nú þetta; eg hefi alt í einu smurða brauðsneið í hendinni”. “Og eg”, sagði Sigga. “Ætlar þú að borða þína?” “Já, mér dettur ekki annað í hug”, sagði Helga. “Bara að eg hefði nú vænt glas af mjólk með ’ ’. Og óðara en orðinu var slept, liafði hún mjólk- ur glas í hendinni. Og í sama bili kallaði Sigga upp yfir sig: “Helga, Helga! Eg hefi mjólkur- glas í hendinni. Þetta þykir mér undarlegt?” En af því að telpumar voru svangar, átu þær og drukku með beztu lyst. Þegar þær höfðu etið lyst sína, fór Sigga að geispa og sagði: “Æ, eg vildi að eg hefði nú mjúkt rúm svo að eg gæti sof- ið nægju mína!” Óðara sá hún faliegt mjúkt rúm við hliðina á sér, og Helga annað eins. Þeim þótti þetta æði undarlegt en af því að þær voru syfjaðar, hugs- uðu þær ekki frekar um það, en lögðust í rúmin, lásu kvöldbænir sínar og breiddu upp yfir höfuð. Að vörmu spori féllu þær í fastansvefn. Sólin var hátt á lofti, er þær vöknuðu aftur. Þá var fagur sumarmorgunn í skóginum og fugl- arnir flögruðu kvakandi í kringum þær. Nú urðu þessi undur þeim óskiljandi, þegar þær sáu að þær höfðu sofið á bláberjarunnunum. Þær litu hvor á aðra og á rúmin, sem voru gerð úr mosa og laufi, og skínandi lín breidd yfir. Loks sagði Helga: “Ertu vakandi Sigga*” “Já”, svaraði hún. “En mig er að dreyma enn þá”, sagði He'ga “Nei”, sagði Sigga. “En hér í runnunum býr sjálfsagt einhver góður andi. Æ, eg vildi að við hefðum nú kaffibolla og eitthvað gott með!” Óðara stóð silfurbakki við hliðina á henni og þar á gullin kanna, tveir bollar úr lireinu postu- líni, silfurskál úr kristalli, rjómakanna úr silfri og nokkrar sætar og volgar hveitikökur. Telpurnar heltu í bollana, tóku sykur og rjóma og drukku og þótti gott. Svo gott kaffi liöfðu þær aldrei bragað. “Nú þætti mér gaman að vita, hver veitir okkur öll þessi gæði”, sagði Helga. “Það er eg, börnin góð”, var þá sagt inni í runnunum. Telpunum varð hverft við. Þær lit- uðust um og sáu vingjarnlegan karl í hvítri treyju og með rauðahúu. Hann staulaðist fram úr runn unum og var stinghaltur á vinstra fæti. Helga og Sigga urðu svo hræddar, að þær gátu engu orði upp komið. ' “Veri þið óhræddar, börnin góð”, sagði karl- inn og gretti sig vingjarnlega framan í þær. Hanu gat ekki brosað almennilega, því að munnurinn á honum var skakkur. “Verið þið velkomnar í ríki mitt! Hafið þið nú sofið vel og fengið nóg að borða og drekka?” spurði hann. “ Já, eg held nú það svari því”, sögðu báðar telpurnar, “en segðu okkur —” og nú ætluðu þær að spyrja hver hann væri — en þorðu það ekki. “Eg skal segja ykkur hver eg er. Eg er blá- berjakonungurinn, og ræð hér yfir öllum þessum bláberjarunnum. Og hér hefi eg búið í mörg þús- und ár. En hinn mikli andi, sem ræður yfir skóg- inum og liafinu og himninum, hefir ekki viljað að eg ofmetnaðist af konungdómi mínum og mínu langa lífi. Þess vegna lætur hann mig taka á mig gerfi lítils bláberjaorms hundraðasta hvert ár. í þessu veika og hlífðarlausa gerfi verð eg að vjera heilan dag frá sólarupprás til sólarlags. Þá er eg ofurseldur öllum þeim hættum, sem slík smádýr eru undirorpin: fugl getur hrifsað mig í gogginn, barnið getur tínt mig í beri og troðið mig undir fótum sér, svo að eg missi lífið. Dagurinn í gær var einmitt hamskifta dagur minn. Eg var tekinn með bláberi og átti á hættu að verða troðinn í sundur, hefðuð þið ekki bjargað mér, blessuð góðu börnin. Til sólarlags lá eg ósjálfbjarga í grasinu. Þegar mér var blásið af borðinu, þá snerist undir mér fóturinn og skekktist á mér munnurinn af ótta. En þegar kvöld var komið og eg tók aftur mitt eigið gerfi, þá fór eg að litast um eftir ykkur til þess að geta launað ykkur. Þá fann eg ykkur hér í ríki mínu, og tók ykkur svo vel sem eg gat, án þess að hræða ykkur. En nú ætla eg að lána ykkur fugl til að vísa veginn. Ver- ið þið sæl börnin góð. Hafið þökk fyrir brjóst- gæðin. Bláberjakonungurinn mun sýna ykkur að hann er ekki vanþakklátur”. Telpurnar réttu karli höndina og þökkuðu fyrir sig. Þær voru því alls hugar fegnar, að þær höfðu hlíft blaberjaorminum daginn áur. Nú ætl- uðu þær að fara á stað, en þá sneri sá gamli sér við og lék hæðnÍ8bros um hans skakka munn: “Skilið kveðju mini til Björns litla”, sagði hann, “og segið honum, að þegar við hittumst næst, muni eg eta hann upp til agna”. “Æ, það máttu ekki gera, herra bláberja- ormur”, sögðu báðar telpurnar óttaslegnar. “Jæja, eg skal þá fyrirgefa honum ykkar vegna”, sagði karlinn. “Eg er ekki hefnigjarn. En skilið þið kveðju til Björns litla og segið hon- um að hann eigi líka von á gjöf. Verið þið sælar”. Þær tóku nú ber sín og hlupu inn í skóginn á eftir fuglinum og var þeim nú létt í geði. Innan skamms tók skógurinn að gisna og þær furðuðu sig á, hvað þær hefðu getað farið krókótt daginn áður. Þar urðu heldur fagnaðarfundir, þegar þær komu heim. Allir höfðu beðið eftir þeim og leitað að þeim. Fullorðnu systurinni hafði ekki komið dúr á auga. Hún hélt að vargar hefðu grandað litlu systrimum. Björa litli kom á móti þeim og kallaði: “Komið þið og sjáið þið. Hér er sending til ykkar. Gamall maður kom með það til ykkar rétt áðan”. Þær opnuðu nú körfurnar. Þar lágu tvö dá- samleg armbönd með heiðbláum gimsteinum, sem voru eins og þroskuð bláber í lögun. Þar á var skrifað: “Til Helgu og Siggu”. Þar hjá lá brjóstnæla, sem líka var eins og bláber í laginu. Þar á var ritað: “Drep þú ekki varaarlausa, Björn litli”. Björn skammaðist sín. Hann skildi sneiðina, en hann sá að sá gamli hefði hefnt sín með þeim hætti, sem góðum mönnum er títt. En bláberjakonungurinn hafði líka hugsað fyrir full- orðnu systirinni. Þegar hún fór að bera miðdeg- ismatinn á borð, þá stóðu þar tólf körfur fullar með skínandi bláberjum. Nú var ærinn starfi fyrir hendi að sykra þau og koma þeim fyrir til geymslu. Við getum farið þangað til að hjálpa, ef þú vilt. Við fáum þá sjálfsagt berjabragð. Því að þau hafa víst eigi lokið starfinu enn. Þetta var ekkert smáræði. —Sumargjöf. Doktor Goldsmith. Einu sinni var maður, sem Oliver Goldsmith hét, hann var góðhjartaður gáfumaður og rithöf- undur. Þið hafið ef til vill lesið sumar af sögum hans, og þið lesið sjálfsagt fleiri, þegar þið verið eldri. • Viðkvæmni og hjartagæzku Doktors Gold- smiths er við brugðið. Hann var ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd þeim sem bágt áttu, og af gjafmildi sini var hann sjálfur fátækur alla sína daga. Þegar hann var ungur, þá nam hann læknis- fræði, og því kallaður Doktor Goldsmith. Einu sini kom fátæk kona til hans og beiddi hann að koma og vitja manns síns, sem var veikur Doktor Goldsmith fór tafarlaust ag vitja mannsins, og þegar hann kom á heimili þeirra, sá hann að maðurinn var ekki sjúkur, heldur yfir- kominn af örbyrgð, og að í húsinu var ekki til einn einasti matarbiti. “Findu mig aftur í kveld”, mælti Goldsmith við konuna, “eg skal reyna að senda einhver meðul handa manninum yðar”. Um kvöldið á tilteknum tíma kom konan til Dr. Goldsmith, og fékk hann henni þá pappa- kassa, sem var all-þungur. “Hérna eru meðölin”, sagði haiin, “notið }>au samvizkusamlega, og eg vona að þau gjöri manninum yðar gott. En þér skuluð ekki opna kassann fyr en þér komið heim”. “Hvar er forskriftin.” spurði konan. “Þér finnið hana undir lokinu á kassanum”, mælti læknirinn. Þegar konan kom heim til sín, settist hún á rúmstokkinn og fór að leysa utan af pappakass- anum, og þegar hún var búinn að því, tók hún af lokið. Og hvað haldið þið að hún hafi fundið í kassanum? Það var raðað í hann peningum, og ofan á þeim lá þessi forskrift: “Notið eftir því, sem kringumstæðurnar krefjast”. Dr. Goldsmith hafði gefið þeim alla þá pen- inga, sem hann átti handbæra. Dýraverndin í Kína. Vísindamaðurinn Julieu, sem er frægur fyr- ir fróðleik sinn í ausurlandamálum, hefir fyrir nokkrum árum snúið kínversku riti á móðurmál sitt, frakknesku. Það er “Bókin um umbun og endurgjald”, sem sagt er, að rituð hafi verið af Lao Tsée, sem uppi var meðal Kínverja á 6. öld fyrir Krists burð. 1 Kína telja menn það góðverk að láta iðulega prenta bók þessa og útbýta henni meðal fátækra. Og er auðséð að bókin muni vera ágæt siðalærdómsbók af því að menn hafa haft svo mikla lotningu fyrir henni um allar þær aldir, sem runnið hafa síðan höfundunnn var uppi. 1 bók Lao Tsée eru einig mjög miklir siðalærdómar og eru margir um það, hvemig menn eigi að vera við skepnur, þar á meðal eru þessir: “Neyddu eigi skorkvikindin til þess, að fara úr fylgsnum sínum, og fældu eigi fuglana, þegar þeir sitja á trjánum”.* “Vertu mannúðlegur við skepnurnar”. “DreptU eigi fuglana, ungarnir, sem enn eru í hreiðrinu, vænta afturkomu föður og móður sinnar”. “Eyðilegðu eigi hreiður fuglanna og brjóttu eigi eggin í sundur”. “Heimtaðu livorki að menn né skepnur leggi alt of hart á sig og þjáðu hvorug”. Til þess að leggja mönnum þessar lífsreglur enn meira á hjarta, eru ýmsar smásögur í bókinni um umbun ogendurgjald og eru hér tvær af þess- um sögum: Móðurást hjá apynju. Maður en nefndur Pan-Tschin; hann bjó í fylkinu Ho-Nan og var hinn mesti veiðimaður. Dag einn fór hann upp á fjall og særði apynju til ólífis með ör sinni. Aumingja skepnan reif örina út úr sárinu, þótt sárt væri, síðan lagði hún unga sinn á brjóst sér og gaf lionum að sjúga. Þá er apynjan fann dauðann færast á sig, braut hún blað af trjágrein, bjó til úr því bolla, kreysti mjóikina út úr brjósti sínu, fylti bollann og setti hann hjá unganum. Fáum augnablikum eftir dó apynjan með aumkunarlegum ópum. Við þessa sjón varð Pan-Tschin hreldur og hætti hann öllum veiðum eftir þetta. Hygni og trygð hjá hundi. Sin-Chun ól upp hund heirna hjá sér, sem var honum mjög trúr og tryggur. Dag einn sofnaði hann, þar sem var kafgras. Jarlinn í fylkinu var þennan dag á dýraveiðum; liann kom að þessum stað, og þegar liann sá, hversu grasið var mikið, þá skipaði hann að þveykja í því, af því að hann átti verra með að veiða villidýrin í því. Hundur Sin-Chuns reif í fót lians og rykti í hann af alefli, en gat þó eigi vakið hann. Þá er hann sá, að allar tilraunir voru til ónýtis, þá kastaði hann sér út í læk, sem var þar rétt hjá, fór aftur til húsbónda síns, velti sér alt í kring um hann, eins og hann ætlaði sér að bleyta grasið, þar sem liann svaf. Þetta gerði hundurinn hvað eftir annað, enda gat eldurinn eigi læst sig í grasið á þessum stað. Hundurinn fékk mikil brunasár og dó úr þeim við hlið húsbónda síns. Þá er SinChun loks vaknaði, sá hann þegar að hundurinn hafði lagt lífið í sölurnar fyrir hann. Hann feldi tár af augum af þakklætistilfinningu, og bar hundinn burt á herðum sér; síðan sveipaði hann líndúk um hann og gróf hann. Eftir skipun jarlsins var leiðið nefnt: “Leiði trygga liunds- ins ’ ’. KÝRNAR. Oft tala meun fyrirlitlega um kýrnar, en þær gjöra þó margt, sem ber vott um hjálpsemi og þakklæti. Eg fór einu sinni upp í sveit, og þar sá eg tvær kýr, sem skiftust á um að sleikja hvor aðra í framan. Eg varð hissa á þessu og talaði um þetta við bóndann, sem átti kýrnar. “Þetta er ekkert undarlegt”, sagði bóndi; “það er mjög vanalegt að kýrnar hjálpi hvor annari. Þegar lieitt er í veðrinu, og flugurnar eru nærgöngular við kýrn- ar, þá kemur það mjög oft fyrir, að kýrnar sleikja hvor aðra, til þess að þær geti fengið frið fyrir flugunum”. Einu sinni var maður, sem eg er kunnugur á gangi úti í haga og sá þar kú, sem var mjög óróleg og hraxld. JÍlaðurinn gekk að kúnni, kýrin varð eins og fegin og gekk á undan honum, þangað til hún kom að djúpum skurði; niður í skurðinum var kálfur hennar nær dauða en lífi, og hafði hann dottið ofan í. Maðurinn dró kálfinn upp úr. Nokkr- um dögum eftir þetta varð manninum reikað út í hagann, þar sem kýrin var, og kom hún þá á móti honum, eins og til að þakka honum. Eg þekki einnig sögu um naut, sem enskur bóndi átti; nautið var manneigt, og var það þvt vanalega bundið. Við engan mann var nautið ver en bróðir bóndans; ef það kom auga á hann, fór það þegar á stað að bölva og róta upp jörðinni. Einu sinni kom ákaflega mikið þrumuveður, og reið hver þruman af á fætur annari; nautið stóð úti í óveðrinu, rykti í tjóðurbandið og öskraði í sí- fellu. Bóndinn bað vinnumenn sína að láta það inn í fjós, en þeir afsögðu það allir; og varð naut- ið að vera svona bundið út í þrumuveðrinu, þang- að til bróðir bóndans fór loks út í óveðrið, til þess að láta nautið inn. Þegar maðurinn kom, hætti boli ólátunum, lét vinalega að manninum, lofaði honum að leysa sig og láta inn í f jós, án þess að gjöra nokkuð ilt af sér Þá er maðurinn gekk næsta dag fram hjá nautinu, öskraði það eigi neitt, eins og það var vant áður, þegar það sá hann; hann gekk því að því; nautið horfði á hann þegjandi og vinsamlega og lofaði honum að klappa sér. Aður mátti nautið eigi sjá hann, og hefði vafalaust stangað hann til dauðs, ef það hefði fengið færi á, en eftir þetta var það eins meinlaust við hann og lamb, og þótti vænt um, hvenær sem hann kom og klappaði því.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.