Lögberg - 29.08.1918, Page 2

Lögberg - 29.08.1918, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1918 Enchirminiimgar frá Miklagarði. Eftir Henry Morgenthau fyrv. sendiherra Bandaríkjanna Framh. KolastöSvar í öUum áttum. Það er alvegf augsýnilegt, aS oru-st- an viC Marne bjargaíSi París. — Svo hárviss þóttist Wangenheim um sig- urinn, afi hann var undireins tekinn aö skeggræöa um friÍSarskiimáiana. Hann sagtSi að Frkkar yrSu neyddir til þess aö greiða skaðabætur, eftir aö her þeirra væi afvopnaöur, eigi lægri upphæö en $5,000,000,000; en ef hin franska þjóð kysi áframhald- andi stríð, þá mundi hún á sínum tima fá a« v’eröa af meö $ 20,000,000,000. Wangenheim sagöi mér einnig, aö Þjóöverjar mundu heimta hafnir og kolastöövar eins víða og þeim þætti þurfa. Ef dæma ætti eftir ummæl- um Wangenheims um þesar mundir, þá var græðgi Þjóöverja eigi jafn mikið fólgin í nýjum landavinning- um eins og í verzlunarhlunnindum og viöskiftalegum yfirráðum. Hin þýzka þjóð ætlaði sér bersýnilega að ná öll- um aðalumráðum með verzlun heims- ins í sínar hendur, en til þess að svo gæti orðið, þurfti hún á góðum höfn- um að halda, Bagdad-járnbrautinni og allskonar ívilnunum í Suður-A'me- ríku og Afríku. Wangenheim sagði, að Þjóðverjar kærðu sig ekkert um að fá yfirráð yfir iöndum eða ríkjum, ^þar sem íbúarnir gætu ekki mælt á þýzka tungu; þeir hefðu þegar feng- ið nóg af slíkum vandræðum í Alsac- Lorraine, Póllandi o. s. frv. Þessi yfirlýsing þótti mér að ýmsu leyti merkileg, ekki sízt þegar tillit er tek- ið til atburða þeirra hinna miklu, er gjörst höfðu í Rússlandi. Hann mlnt- ist ekki einu orði á England, að því er snérti hafnir og kolastöðvar; þó hlýtur hann vitanlega að hafa haft England í huga, því auðsætt er að engin önnur þjóð mundi hafa v'erið fær um að láta af hendi hafnir og kolastöðvar, hvar sem vera skyldi. Ef England hafði í hyggju að svelta Þjóðverja, þá ætluðu þeir að svara þeirri aðferð með því að svelta Frakkland. Vér megum til með að hafa það hugfast, að um þetta leyti töldu Þjóðverjar sig vera mundu í París áður en vikan væri á enda, og við það mundi þeim að sjálfsögðu vmnast fuljkomin yfirráð yfir land- inu öllu. Afstaðan var sem sé sú, að Þjóðverjar ætluðu sér að halda Frakklandi í nokkurskonar gisling; með öðrum orðum, að ef svo færi að Englendingar kynnu á einhvern hátt að bera hærra hlut í v’iðskiftunum frá hernaðarlegu sjónarmiði, þá ætl- uðu Þjóðverjar að koma hefndinni fram með því, að kvelja hina frönsku þjóð þeim mun sárar. — Eins og hér var komið sögunni, þá voru þýzkir hermenn daglega að pína Iífið úr al- saklausu Belgíufólki, og kváðu það vea réttláta refsing fyrir þann mót- þróa, er belgisk stjórnarvöld hefðu sýnt; og tilgangur Þjóðverja var sá, að fara smátt og smátt svona með alla þjóðina — Iáta hana sæta hlut- fallslega sömu kjörum og eíhstakl- ingana! Rússland undir hœl bjóðverja. Wangenhem sýndist að hafa all- mikinn áhuga fyrir Rússlandi um þessar mundir. “Vér höfum Rúss- íand iraun og veru undir hælnum, og líklegast höldum vér því þar drjúgan tíma enn,” sagði hann. Að líkindum hefir hann með þessu átt við það, að Þjóðverjar höfðu sent Goeben og Breslau gegn um Hellusund, og þótt- ust þar af leiðandi geta ráðið lofum og lögum í Miklagarði. Wangen- heim barst mikið á um þetta leyti og lét einkum mikillega yfir þv'í, að Þjóðverjar hefðu. 174 fallbyssuvígi meðfram Hellusundi, og að það tæki þá eigi meira en svo sem hálfan klukkutíma að loka þvi með öllu; hann sagði einnig að Souchon aðmír- áll hafði lýst því yfir afdráttarlaust, að sundið væri gjörsamlega óvinn- andi. "Samt lokum vér eigi Hellusundi fyr en Englendingar koma, til þess að ráðast inn í Miklagarð,” bætti hann við. Jafnvel þá, eða fullum tveim mán- uðum áður en Tyrkir fóru í stríðið, höfðu Þjóðverjar unnið kappsamlega að þvi, að víggirða sundið, til þess að vera viðbúnir hvenær sem væntanlegt áhlaup frá Engl,endinga hálfu kynni að bera að höndum. “Nú er Hellu- sund alveg eins vel og rammbyggilega víggirt, og t. d. Cuxhaven,” sagðl Wangenheim. Um þessar mundir hafði England, þótt að vísu fyrir nokkru hefði sagt Þýzkalandi stríð á hndur, tekið lítinn þátt í vígaferlunum. Her Englend- inga var enn þá lítill, og var þá í sínu nafnkunna undanhaldi frá Mons. — Wangenheim leit svo á, að hér um bil stæði á sama hvoru megin England stæði; hann skoðaði það tæpast einu sinni í tölu óvinaríkja Þóðverja. Hann sagði að Þjóðverjar ætluðu sér að koma fyrir hinum stóru fallbyssum sinum við hafnarbæinn Calals, og skjóta þaðan yfir um sundið til Eng- lands. Honum hafði aldrei til hugar komið, að Þjóðverjar mundu ekki hafa Calais á sínu valdi innan tíu daga. Wangenheim var vanur að skellihlæja að þeirri hugmvnd, ef ein- hver lét hana á annað borð í ljós, að Englendingar gætu komið sér upp æði sterkum landher, — honum fanst það beinlinis hlægilegasta fjarstæða. “Það tekur marga mannsaldra, að æfa og ala upp her, er á nokkurn hátt geti jafnast á við þann, sem Þýzka- land hefir,” sagði Wangenheim. “Vér höfum veriö að byggja upp þennan her vorn í meira en tvö hundruð ár. Það tekur að minsta kosti þrjátíu ár, að æfa hershöfðingja lika þeim, er vér höfum. Vér getum æ og æfin- lega haldið ther vorum í jöfnum styrk- leika. Tala vorra nýju hermanna verður aldrei minni en hálf milj. á ári og svo háa tölu getum vér aldrei mist til jafnaðar, svo sýnt er að herinn hlýtur í raun og veru altaf að vaxa”. Fáum vikum seinna varð sagan vitni að því, er Þjóðverjar sendu sprengikúlnahríð á hina ensku strand- bæi Scharborough og Ilartlepool, og byrjuðu þeir þá að sjna hug sinn gagnvart Englendingum, með þv'í að kasta eitruðum sprengiefnum á sak- lausar konur og börn. Og það var síður en svo, að hernaðarverk þessi væru famkvæmd i augnabliksbræði, — þau höfðu verið margútreiknuð fyrir langa löngu. Wangenheim sagð; mér í ðspurðum fréttum, að Þ.jóðveria væru búnir að fastákveða að láta skothriðina dynja án afláts á strendur Englands, til þess að koma þannig í veg fyrir útflutning vopna og vista úr landinu. Það var einnig augljóst nú, að ráð- stöfun von Tirpitz, gegn hinum ame- riska verzlunarflota, var heldur ekki gjörð i skyndi; nei, hún var vissulega einn þátturinn í stríðsfyrirætlunum Þjóðverja, og hefir tvimælalaust ver- ið fyrirhuguð fyrir löngu ásamt öðru fleira; því einmitt á sama tima sagði Wangenheim mér, að það gæti orðið alvarlega hættulegt fyrir Bandaríkin, að senda skip til Englands. IV. Um þetta leyti, í ágúst og septem- ber, gjörðu Þjóðverjar sér lítið far um að hvetja Tyrki til skjótrar hlut- töku í stríðinu. — Mér var persónu- lega ant um velferð Tyrkja, og var fátt kærara en að sjá þá haldast hlut- iausa, eins og ástatt var. Eg sendi því hraðskeyti til Washington og spurði stjórnina, hvort eg mætti neyta per- sónuáhrifa minna til þess að halda Tyrkjum hlutlausum, ef þess væri r.okkur kostur. Eg fékk svar hið bráðasta, þar sem stjórnin leyfði mér að reyna alt, sem mér sýndist viðeig- andi, en þó ekki opinberlega í hennar nafni. Og með því að sendiherrar Breta og Frakka voru að reyna alt,sem í þeirra valdi stóð, til þess að fá hald- ið Tyrkjum í friðí, þá var mér og ljóst að tilraun minni mundi verða vel tek- ið af hálfu brezku stjórnarinnar. Aftur á móti gat ef til vill þannig far- ið, að Þýzkaland kynni að líta svo á, sem afskifti mín af máli þessu væru beint eða óbeint hlutleysisbrot, og þessvegna spurði eg Wangenheim um skoðun hans að því er þetta atriði snerti. Hann sagðist ekkert hafa á móti því, að eg reyndi að halda Tyrkj- um frá ófriði, og bætti því svo við með mikilli áherzlu, að Þýzkalandi væri beinlínis áhugamál, að Tyrkir færu eigi í stríðið. Wangenheim var stöðugt að ná fastari og fastari tökum á hinu tyrk- neska ráðuneyti, og allar athafnir tyrknesku stjórnarinnar virtust hniga í þá átt, er Þjóðverjum mundi koma að sem beztu liði. Það var aldrei hægt fyrir sambandsþjóðirnar, að sjá hvað um Tyrki mundi v'erða, hvort þeir mundu verða hlutlausir eða eigi. Og vegna stjórnmálaóvissunnar í Tyrklandi máttu Rússar til með að hafa öflugan her í Caucasus, og Eng- lendingar neyddust til þess að auka herafla sinn í Egyptalandi og halda þar að auki allsterkri flotadeild á stöðugum verði við Hellusundsmynn- ið. — Öll þessi tvístrun féll í góðan jarðveg, og sýndist tvímælalaust standa í beinu samræmi við ráðagerð- ir og útreikninga Þjóðverja. — Þeim var undur ljóst, að þess meira sem lið Engléndinga og Rússa var skift, þeiin mun veikari hlutu þeir að verða á hiruim einstöku vígstöðvum, hverjum um sig. Eg hefi nú v'erið að tala um tima- bilið rétt fyrir orustuna víð Marne, þegar Þjóðverjar hugðust á stuttum tima mundu geta yfirunnið Frakk- land og Rússland, með aðstoð Aust- urríkismanna, og ráðið svo innan skams tíma lofum og lögpim í allri Norðurálfunni. Og þótt Tyrkland hefði undireins farið í stríðið á hlið sem verða vildi; það gat meira að segja haft stórkostlega hernaðarþýð ingn fyrir Þjóðverja, að mega reiða sig fullkomlega á Tyrki, og auk þess var eigi óhugsandi, að hluttaka þeirra í stríðinu kynni að hafa þau áhrif, að Búlgaria og Rúmenía fylgdu með Wangenheim lét ekkert tækifæri ó- notað, er miðað gat til þess, að gjöra Tyrki að' ábyggilegum bandamönn um Þjóðverja; hann var vakinn og sofinn í því að efla bæði landher og flota þeirra, til þess að alt væri lagi og til taks, hvenær sem á þyrfti að halda. Einvígið, ef svo mætti, að orði kveða, sem Þjóðverjar á aðra hlið ina en sambandsmenn á hina, háðu um Tyrkland, er liklega alveg ein- stætt í sinni röð. Þýzkaland hafði óneitanlega unnið töluverðan sigur, með þvi að koma Goeben og' Breslau inn í Marmara- hafið. — Þetta var sendiherrum Rússa Englendinga og Frakka full- ljóst; þeir vissu vel aö þeir mundu aldrei geta fengið Tyrki á sína hlið, og voru að líkindum aldrei heldur á- fram um það; en þeir hugsuðu sig geta mundu haldið þeim hlutlausum. Enda lögðu þeir á þann partinn alt kapp sitt. — “Þér ættuð að vera búnir að fá nóg af stríði,” voru þeir vanir að segja við Talaat og Enver. “Þjóð- in hefir alveg nýskeð átt í hverjum ófriðnum á fætur öðrum, og verði hún nú leidd út í einn ófriðinn enn, mun íiún eyðileggjast með öllu,” sögðu þeir. — Sendihprrar sambandsþjóð- anna kváðust skyldu ábyrgjast það, að tyrkneska ríkinu yrði eigi unnið mein, svo frambarlega sem það vildi hlutlaust vera. Og svo fast sóttu sendiherrar þessir mál sitt, að þeir létu eigi Goeben og Breslau deiluna ganga lengra að sinni. — Að visu kvörtuðu þeir eigi ósjaldan yfir þvi við tyrkneska ráðuneytið, að skipum þessum skyldi leyfð vera dv'öl, um- fram lögákveðinn tíma, á slóðum þess um, en altaf gáfu Tyrkir sama svar- ið, —i sem sé það, að skipin væru bæði tyrknesk eign, og þessvegna væri öldungis ómögulegt við þeim að amast. Framh. Hinrik Cecil og Sara Ensk ástarsaga. Skrásett hefir M. Goldschmidt. Rétt fyrir utan þorpið Hodnet í Shropskíri á Englandi lá lítið hús og þokkalegt, á bröttum lækjarbakka. í húsinu átti heima bóndi einn, sem Hoggins hét, og átti sjálfur ábýli sitt. Lækurin var mjór og brú yfir úr þrem trjástofnum, lausum og óhöggnum. Rétt fyrir handan lækinn var þéttur skógur. Það var eínn dag, að förukona af flækingsþjóð þeirri, er Zígeunar nefn- ast, kom út úr skóginum, gekk yfir brúna og kastaði kveðju, um leið og hún gekk hjá, á Söru Hogginsdóttur, er stóð fyrir utan dyrnar á húsi föður síns. Sara tók kveðju hennar og nam þá förukonan staðar og mælti: “Eg kann yður í sannleika þakkir fyrir, að þér tókuð kveðju minni; eg held að það sé góðs viti fyrir mig. Og þó mér liggi á, ætla eg samt að standa við og spá fyrir yður í staðinn. Réttu mér höndina, barnið mitt fríða.” Sara var, eins og við erum flest, bæði kvíðin og forvitin að láta spá fyrir sér; hún kynokaði sér við því fyrst, en svo fór, að hún lofaði kerl- ingu að ná í- hendina á >sér. Hún leit á hendina, síðan framan í stúlk- una, sem var ung og blómleg, 17 vetra; því næst á hendina aftur, og mælti: “Hún verður einhvemtíma lögð í lófa á lávarði”. “í hamingju bænum!” kallaði Sara upp; “eigið þér við: fyrir altarinu?” “Fyrir altari eða ekki fyrir altarl, það stendur ekki á hendinni; það er manna siður,” sagði kerling og hló við. 1 sama bili v!ar hún horfin. Fám stundum síðar, undir sólarlag, sat Sara ásamt forefdrum sínum og tveim yngri systkinum fyrir utan hús- ið og snæddu kvöldverð. Sólin skaut kvöldroðnum geislum sínum skáhalt yfir þau og yfir skóginn hinu megin við lækinn. Unglingsmaður, laglega v'axinn, kom út úr skóginum með tösku á baki, og gekk hvatlega út á brúna. Hann hefir annaðhvort verið óvanur við að ganga yfir þesskonar brýr, eða þá að einhver tréstofninn hefir legið lausara en vant var og olt- ið undir honum. Hann datt i lækinn. Lækurinn var djúpur og brattir bakk- Þjóðverja, þá hefði það þó að líkind- ar að beggja meginn. Fólkið hljóð- um eigi unnið þeim eins mikið gagn aði upp yfir sig. Það taldi sjálfsagt, með því, eins og að halda heilmiklum styrk rússneskra og brezkra hersveita frá því að hafast að. Og ef Þýzka- land aftur á hinn bóginn nyti aðstoð- ar Tyrkja við þenna auðunna sigur, er þeir svo töldu, þá gat verið hætta á að tyrkneska þjóðin heimtaði svo og svo mikið í aðra hönd fyrir liðsinnið, t. d. Egyptaland, eða þá stórar land- spildur á Balkanskaganum. En slíkt fór í beinan bága við stefnuskrá keis- arans; og honum var ekkert kappsmál að hafa Tyrki fyrir bandamenn sína, nema því aðeins, aðAinn skjóti sigur kynni, af einhverjum ástæðum, að dragast dálitið á langinn. En í því falli að Rússar kynnu að verða ofan á í viðureigninni við Austurríkismenn þá gat það sannarlega komið sér þægilega að hafa Tyrkjann sér hlið- hollan og geta gripið til hans, nær að maðurinn hefði slasast til bana. Það hljóp fram á lækjarbarminn, og sá þá, að hann var búinn að koma fyr- ir sig fótunum og farinn að reyifá að klifrast upp úr læknum, en va samt blóðugur. Það fleygði niður til hans festarenda og dróg hann upp, fór með hann inn og háttaði hann ofan í rúm, hvað sem hann sagði. Hann fullyrti, að þess gerðist engin þörf. Alorgun- inn eftir kom hann á kreik, heiil á hófi og kendi sér einskis meins, þakk- aði fyrir sig, og kvaðst he:ta Hinrik Silley og vera smiður. Hann kvaðst hafa dregið saman dálítið af skilding- um, og væri #nú að skoða sig um að gamni sínu, og settist kannske um kyrt, ef hann hitti svo á einhversstað- ar að gott væri um v'innu. Hann kvað sig eiga erindi við mann, sem an, og spurði, hvort hann mætti ekki skilja töskuna sina eftir þar hjá þeim Hoggins, þangað til hann kæmi aft- ur. Það var honum sagt velkomið undireins; hann bauð af sér góðan þokka, og fólkinu þótti svo vænt um, að ekki hafði orðiði slys úr þessu þarna í læknum, svona rétt hjá bæjar- veggnum og fyrir augunum á heimilis- fólkinu. Skömmu eftir hádegi lagði hann af stað, og kom um kvöldið heim á herragarð Walters Kingsley’s lávarð- ar. Þar nefndist hann John Burke, og fékk húsráðanda meðmælingarbréf frá Hinriki Cecil, elzta syni Burleigh lávarðar; kvað hann bréfberann vera mesta listamann að gjöra uppdrætti af blómum. Fyrir bréf þetta fékk hann beztu viðtökur og herbergi út af fyrir sig til gistingar, því svo stóð á, að Burleigh lávarður hafði v'akið bón- orð til Aðalheiðar, dóttur Kingsley’s lávarðar, til handa Hinriki syni sin- um, og Hinrik hafði auk þess getið þess í bréfinu, að-John Burke væri ekki einungis ágætur listamaður, held- ur lika mikið góður kunningi sinn, dagana á eftir, sem hann dvaldi þar, Aðalheiður gaf honum þetta kvöld og ekki frekari gaum, en minst mátti komast af meö vegna meðmæla þess- ara. Hún lét hann draga ,upp nokk- ur blóm, gefa sér bendingar viðvíkj- andi því, isem hún var að búa til sjálf af sama tagi; en skifti sér ekki af hon um að öðru leyti, virtist varla véita honum þá eftirtekt, að hún myndi hafa >ekt hann aftur, ef hann hefði borið fyrir augu hennar. Það var að eins í eitt sikifti öðru fremur, að hún lagði af alúð eyrun við því, sem hann sagði. Það var þegar tilrætt var um hús Burleigh lávarðar í Lundúnum, er mikið orð fór af fyrir skraut og prýði, og v'ar í orði, að lávarðurinn myndi láta syni sínum það eftir, ef hann kvæntist. Sama kvöldið sendi Joþn Burke, öðru nafni Hinrik Silley, af stað svo- játandi bréf: “Lávarður minn og ástkæri faðir! Mærin er öllum kvennlegum kostum búin; en — eða og — er ekki við mitt hæfi. I þeirri von, að mér verði )etta mildilegast til vorkunnar virt, er eg, lávarður minn og ástkæri faðir, með sonarlegri lotningu, , Hinrik Cecil.” Sannleikurinn er sá, að hinn ungi maður var Hinrik Cecil, elzti sonur Burleighs greifa og erfingi að Iávarð- artigninni og öllum eigum hans. Hann hafði tekið það í sig, að vilja láta elska sig sjálfs sán vegna, og því heimisótti hann konuefni sitt, sem átti að verða, í dulargerfi. Annars sagði hann raunar ekki ósatt. Hann hafði stundað háskólanám í öxnafurðu, en jafnframt tamið sér bæði fagrar list- ir og handiðn, gat verið bæði eins og pappírsbúkur og harður af sér, en framar öllu var hann svo gjörður, að hann var þar allur, sem hann unni, og kaus sér slikt hið sama I móti. Þegar hann hélt á leið burt frá herragaði Kingsley lávarðar, sagði hann við sjálfan sig: "Nú verður gamli maðurinn vondur, og lætur nú verða af því, sem hann hefir hótað mér. Hann heldur að hann geti svelt mig tii kvonfangs. Jú, ýmist á eg að taka mér þá fyrir konu, sem lízt á húsið okkar í Lundúnum, eða þá aðra, sem langar til að hún móðir mín hrökkvi upp af sem allra fyrst, til >ess að geta náð í gripi hennar og gersemar, eða hina þriðju, sem hugs- ar ekki um annað en að ríkja eins og drotning á höfðingjasetri okkar lang- feðga, eða hina fjórðu, sem langar í j >etta alt saman og þaðan af meira. Hefði eg nefnt mig réttu nafni, Hinrik Cecil, þá er eg handviss um, að hún hefði svarið þess dýran eið, að hún elskaði mig út af lífinu, þótt henni dytti ekki í hug að lita við mér, er eg nefndist John Burke. Eg hirði nú eigi um fleiri sýnishorn af þvi tagi”. Alt í einu rankaði hann við því, að hann átti að vitja töskunnar sinnar hjá Hoggins bónda. Það var eins og hýrnaði yfir honum ósjálfrátt, er það rifjaðist upp fyrir honum, og var hann sízt að skilja í því, hvernig á því stæði. Hann fór að rannsaka hug sinn út af þessu, og var þá eins og hann staðnæmdist við ásjónu hinnar ungu bóndadóttur. Það var eins og þaðan streymdi það sólskin, svölun og hlýja inn í brjóst hans, er hann hafði aldrei áður kent. Hann sagði viö sjálfan sig forviða: “Ætli það geti verið, að þetta sé ást, sem sé farin að gjöra vart við sig? .. - . Ætli henni muni þá lítast á mig ? .... Þ essi Iag- Iega stúlka, sem var svo hjartanlega sakleysisleg, hún getur vel hafa heit- ið eiginorði einhverjum yngismanni á sínu reki, í siðsemd og sakleysi. Heimurinn stendur ekki allur kyr i sömu sporum til þess að bíða eftir lá- varðasonum .... En ef svo væri?.... Ef henni nú.......Þess eru þó dæmi, að göfugm-enni hafi gengið að eiga fyrirtaksfríðar leikmeyjar”. Hann kom til Hoggins bónda aftur, og v'ar þar um nóttina og daglnn eft- ir. Síðan leigði hann sér hús langt þaðan, í öðrum enda þorpsins, og setti þar upp smiðju. Hann var raun- ar enginn afbragðssmiður, og mundi líklega ekki hafa þótt mikið að hon- um kveða í Lundúnum eða öðrum stórborgum, en í þessu smáþorpi var hann talinn allmikill hagleiksmaður. skrár og þess háttar og auk þess hafði hann mjög vel vit á hestum, og komst smámsaman upp á að hafa þar dálitla hrossaverzlun; hann gjörði það alveg hrekkjalaust, og fékk brátt orð á sig fyrir bragðið. , Um jólin var mikið um glaðværð og skemtanir þar í þorpinu, og þrett- ándanótt var magt af ungu fólki boði hjá Hoggins. Fyrst var leikið ketiltak, sem kallað er, og leikurinn í því fólginn, að ket- ill með rommi í eða brennivíni og fá' einum rúsínum er hengdur yfir eld og þeir, isem langar í rúsínu, grípa með fingrunum niður í ketilinn, og veiða sér eina. Þeir, sem brenna sig, reka upp skræk, en hinir hlátur, sem búnir eru að brenna sig áður eða eiga það eftir. Brátt urðu menn þreyttir á þeim leik, og var þá farið í annan, sem er kallaður einkunnaleikur. Það er dreg- in upp á pappírsblað einhver manr.s mynd, sem á að tákna t. d. konung, drotningu, prókúrator, kekm-snáp, maídrotningu eða eitthvað og eitt- hvað, og geti maður ekki myndað þetta greinilega, er ekki annað en að skrifa á blaðið, hVað myndin á að tákna. Síðan er öllum þessum mynda- blöðum vafið saman, ásamt talsverðu af auðum blöðum innan um, og'fleygt öllu í hatt, og verða allir, sem við- staddir eru, að draga sinn seðilinn hver úr hattinum, og það sem maður dregur, það verðu maður að vera um kvöldið — Ieika þá persónu eftir beztu föngum; en flestir eru fúsir til þess. Nú vildi svo til, að Sara dró Zígeuna- stúlku og Hinrik konungs-stallara; en þegar Zígeuna-stúlkan átti að fara að spá fyrir fólki, fipaðist henni, og vissi hún ekki hvað hún átti af sér að gjöra. En í sama bili tóku hljóð- færasveinar að slá þjóðdans einn al- kunnan, og tók þá Hinrik um mittið á Söru og fór að danza við hana. Það var hálfgjört fát á henni enn; og fyr- ir því gætti hún sín eigi, og vissi eigi fyrri til, en Hinrk var búinn að koma henni á mitt gólfið, þar sem mistil- teinninn hékk beint upp yfir, en þá má maður kyssa stúlkuna, sem maður dansar v'ið, og það beint á munninn, en annars er ekki siður að kyssa nema á kinnina, að minsta kosti svo aðrir sjái. Þegar Sara fékk kossinn, kallaði hún upp: “Guð hjálpi mér!” og hann þekti, nokkrar bæjarleiðlr það-.Hann gat gjört við stundaklukkur, hljóp til móður sinnar. Þegar móðir hennar sá, hvað henni var mikið niðri fyrir, tók hún hana með sér og fór að spyrja hana, hvað um væri að vera; en Sara gat enga grein gjört fyrir þvi aðra en þá, að þegar hún fékk koss- inn, hefði sér alt ieinu flogið í hug lá- varðurinn, sem henni hefði verið spáð, og þá hefði hún orðið svo hrædd og eins og hefði ætlað að líða yfir sig af angist .... og .... ótta. Hinrik kom þar að þeim mæðgum, og spurði hvað um væri að vera; en móðirin gat ekki svarað nema út i hött. Hann fékk samt ávæning af, að Söru hefði einhverntíma verið spáð jávarði, og svo því, hversu henni hefði orðið hermt við, er hún fékk kossinn. Honum flaug margt i hug, og segir: “Sara, er þér meinlaust til min? Heldurðu að þú vildir verða konan min?” Sara svaraði milli grás og gleði: “Ó, Hinrik, þá er eg frelsuð. Engin manneskja í víðri veröld skal verða þér eins góð og trygg og eg skal verða!” Skömmu síðar stóð brúðkaupið. Þegar brúðhjónin komu heim úr kirkjunni, sagði Hinrik við konu sína: “Þú hefir gjört mig sælan, Sara. Það veit hamingjan að eg skal launa þér það.” Ári síðar fæddi Sara Hinriki son. Hinrik réð sér eigi fyrir fögnuði og segir aftur: “áara, eg skal Iauna þér þaö.” Þetta sagði hann er líkt stóð á eitt- hvað tvisvar enn, og var það síðan haft fyrir máltæki í þorpinu, er eitt- hvert fagnaðarefni bar að höndum: Eg skal launa þér það. Hinrik fór stöðugt einu sinni í viku til kaupstefnu í næsta kauptúni og var þá jafnan einn dag að heiman; en einu sinni gerði hann konu sinni orð, að hún mætti ekki búast við sér heim aftur fyr en eftir nokkra daga, og fór svo, að hann var vjku burtu. Hann var mikið alvarlegur, er hann kom heim, og segir þá: “Nú skal það ekki verða oftar, Sara, að eg yfigefi þig. En eg ætla að stinga upp á nokkru við þig. Eg hafði góðan hag í seinustu ferðinni að vissu leyti, og sýnist mér nú, að þú gætir gjarnan gert þér dagamun líka rétt einu sjnni. Það eiga að vera mikil hátíðabrigði í því tilefni, að hinn nýi eigandi Bur- 'leigh-greifadæmis sest þar að föður- leifð sinni og tekur við greifatign- inni eftir föður sinn látinn. Eigum við ekki að ríða þangað okkur til skemtunar og horfa á alla þá við- höfn ?”' Þess var Sara fús og albúinn, og Hinrik kom með nýja yfirhöfn, er hann hafði keypt handa henni í síð- ustu ferðinni. Einn góðan veðurdag skömmu síðar riðu þau hjón í námunda við höfð- ingjasetur þeirra Burleigh-greifa og sáu, hvar höll þeirra gnæfði við him- in uppi á hæð einni, með ramgjörv- um turnum og æfagömlum, og lá breið og fögur skógartraut atlíðandi upp að hölinni. Var þar krökt af fólki beggja v'egna, og var alt i spariíötum, og þótti Söru sem það liti forvfða eða jafnvel hornauga til þeirra hjóna, COPENHAGEN Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu, elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Þetta er tóbaks-askjan sem hefir að innibalda heimsin bezta munntóbpk er þau riðu um einstigi úr skóginum inn á brautina miðja, er allir aðrir létu auða af eintómri lotningu. “Við erum víst fyrir”, segir Sara “Eg skal segja þér, Sara”, mælti Hinrik, “að eg á kunningja á greifa- setrinu, sem mun annast hestana okk- ar; okkur er óhætt að halda áfram þangað”. Sara veitti því ekki eftirtekt, að hann tók ofan rétt á eftir, og í sama bili laust upp óstöðvandi fagnaðaróp- um beggja megin við veginn. “Nú kemur sjálfsagt greifinn sjálf- ur og konan hans”, segir Sara, og var eins og hálf smeyk. “Já”, segir Hinrik, “það eru líkast til þau, sem kotna þarna í vagninum bak við okkur”. Sara sneri 'sér vil ósjálfrátt; en henni brá heldur en eigi i brún eða varð jafnvel liermt við, er hún þekti >ar börnin sín þrjú í vagninum; þvi glöggt er móðuraugað. Henni fanst eins og ætlaði að líða yfir sig. En í sama bili stökk maður hennar af baki, tók í ístaðið hennar og mælti: “Velkomin til Burleigh- hallar, göfuga frú!” Síðan sneri hann sér að mannf jöld- anum, sem þyrptist utan að þeim, og mælti hátt: “Þetta er greifafrúin ykkar! Hún hefir gert mig að mikl- um lánsmanni! Látið ykkur þykja vænt um hana! Og hérna eru börn- in okkar!” Nú kváðu v'ið aftur enn meiri fagn- aðaróp en áður og ætlaði þeim aldrei að linna. Hinn nýi gr?ifi og kona hans og börn voru borin á höndum heim að höllinni, eftir orðanna fýlstn merkingu. Þegar þau voru loks orðin ein í hátíðarsal hallarinnar og horfðu út um gluggann á mannfjöldann, sem var alt af að veifa höfuðfötunum og árna >eim heilla, mælti Hinrik: “Eg er ekki búinn að launa þér enn, Sara !” —Iðunn. Jerichan mintist oft á það, hvernig hann komst í kynni við Thorvaldsen og hvernig hinn mikli meistari tók honum. Það var árið 1838, er Jerichan kom sem unglingur inn á listastofu Thor- valdsens í Rómaborg og fékk að sýna honum drætti að nokkrum myndum, er hann hafði gjört- Er snillingurinn hafði virt þær fyrir sér, faðmaði hann unglinginn að sér, kallaði hann and- legan son sinn, og sagði að hann mætti aldrei framar við sig skilja. Það varð síðar fyrir fortölur Jeri- chans, að hinn mikli listamaður yfir- gaf heimsborgina miklu og sneri heim til ættjarðar sinnar, þar sem hann dvaldi síðustu ár æfi sinnar. För hans heim varð hin mesta frægðarför, sem kunuugt er, bæði fyrir sjálfan hann og fósturjörð hans. Það var því mjög eðlilegt, að Jerichan dveldi mjög langdvölum í minningil Thor- valdsens. í samræmi við það æxlað- ist svo til, að listaferill Jerichans varð miklu einrænni og óþjóðlegri en Bissens. Hann gat aldrei gleymt hinum suðrænu áhrifum og djúpsetfcu líkingardráttum í verkum meistarans mikla. Þar sem Bissen aftur á móti ,varð smámsaman meira og meira þjóðargoð í list sinni.” ” Þýtt Linditréð úr ^nsku fyrir Mrs. P. S. Dal- man. Grein om Thorraldsen. Þessi grein hirtist í. síðasta blaði “Saturday Night” f'Torontoý, 10. þ. m. Thorvaldsen og danska mynda- meistara. "Thorvaldscn og aðrir mynghöggv- arar. Svo segir Edmund Gosse í bók sinni “Tvær heimsóknir í Danmörk”: “Líkneskjulist sýnist hafa verið þjóðlegri í Danmörk á þeim dögum heldur en litmyndagjörð- Það er enda^ vafasamt hvort það var ekki Danmörk, sem gat helgað sér helzta myndasmið álfunnar á dögum Napo- leons. Alt um það má varla segja um Thorvaldsen, að hann hafi gjört meira fyrir danska list heldur en að vera fæddur danskur borgari. Ástalífs-\ myndir hans og englamyndir, myndir hans af grískum gyðjum og rússnesk- um kóngsdætrum, af kóngum, þjóð- höfðingjum og öðrum frægum frama- mönnum, hafa á sér almennan Ev'rópu blæ, eins og hann var þá orðinn, með sterku ívafi af ítölskum endurreisn- aranda. Það kennir hvergi neinna norrænna áhrifa í list Thorvaldsens; því kynlegra, sem einmitt á sömu tíð sterk þjóðernisalda var uppi á Norð- urlöndum með forn-norrænni dýrkun ('OehlensIæger j Danmörku og Tegner í Svíþjóð). Svo þótt Thorvaldsen væri norrænn að ætt ffæddur í Kaup- mannahöfn af tilviljun, en í rauninni íslendingur — og að sjálfsögðu gjört freklegt tilkali til hans af danskri þjóð, eftir að hann var orðinn fræg- ur) — átti hann í raun réttri mjög lítinn þátt í dönskum þjóðernisþroska. Samt sem áður varð framkoma og frægð Thorvaldsens til að lífga likn- eskjulist í Danmöriku. Og þó merki- legt megi virðast, varð það hlutskifti tveggja yngri listamanna, sem ekki voru jafnokar Thorvaldsens í frá- gangi, en miklu djúptækari—að vekja reglulega þjóðernislist í Danmörku. Þessir menn v'oru Bissen og Jens Adolf Jerichan. Báðir ]>essir menn voru komnir til fulls frama um 1850, þegar þeir keptu um minnislíkneskju yfir hermenn þá, sem féllu í Frede- ricia-borg móti Þjóðverjum. Bissen vann í samkepninni með “Landskapp- anum”, og varð eftir það þjóðkær Dönum mjög; en Jerichan snerist aftur þaðan í frá smámsaman meir að dýpri og hærri hugsjónamyndum — alls ólíkum þjóðmyn<Jum Bissens. Mynd Bissens “Landshetjan” má vel segja að sé einskonar byrjun, eða að minsta kosti ein hin fremsta i röðinni, — að djarfri og drengilegri þjóð- Iistarstefnu í Vestur-Evrópu. Við brunn hjá bæjarhliði mér brosir linditréð, svo oft mig í þess skugga um unað dreyma réð. Á börk þess ástar orðin eg einatt skráði hlýtt, og sæla jafnt og sorgin mig seiddi’ í skjól þess blítt. En nú með sorgþungt sinni eg sveima hlýt um nótt, og svip þess glögt eg greindj í gegn um húmið rótt. Svo ljújt þess limin bærðust, sem líði kall til mín: kom hingað hjartans vinur, því hjá mér friður skín. Og byrstir vindar blésu svo bitrir mér í fang. Minn bær varð langt að baki, á braut eg 'herti gang. En nú í fjarlægð falið er fornaykæra tréð, Mér finst sem enn það ómi: Þér unað get eg léð. Þó eg sé frá þér farin, mitt fagra linditré, þitt bros með friðinn blíða í bjartri mynd eg sé. M. Markúson. Ðánarfregn. Á laugardagskvöldið 3. ágúst and- aðist í Selkirk öldungurinn Jón Sæ- mundsson, 88 ára gamall. Hann fædd- ist að Arndísarstöðum íBárðardal ár- íð 1830. Foreldrar hans voru Sigur- laug Jónsdóttir og Sæmundur Torfa- son. Fyrri konuna sína, Guðnýju, misti Jón á íslandi. Flutti til Ameríku árið 1875 og kvæntist 1876 Vigdísi Emilíu Þorkelsdóttur ('hálfsystur sira Jóhanns dómkirkjuprests í Reykja- vik) sem nú lifir mann sinn ásamt 3 börnum þeirra: Sigurlaug kona Jóns Vogen, Sæmundur í Selkirk og Ágúst, sem nú er á Frakklandi. Húskv'eðju að heimilinu og lik- ræðu í kirkjunni flutti cand Ásvaldur Gíslason. Hann var jarðsunginn í Selkirk 5. þ. m. af kand. S. Á. Gíslasyni. <t v/ Ei , Packct of WILSON’S FLY PADS WILL KILL MORE FLIESTHAN v $8-° W0RTH 0F ANY / \STICKY FLY CATCHER/ Hreln í meðferð. Scld f hverrl lvfjabúð ok f matvörubfiðiKm.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.