Lögberg - 29.08.1918, Síða 3

Lögberg - 29.08.1918, Síða 3
v Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. pRIÐJI KAFLI. “MættuS þér nokkrum, eða sáuð'þér nokk- urn fara út?” spurði Carlton, um leið og liann svaraði gruninum um björninn engu. “Nei, það gerði eg ekki, hr. Eg ætlaði að ganga til lyfjastofunnar þegar eg sá ljósið í ganginum hverfa og heyrði nokkrar stúlkur hljóða. Svo gekk eg auðvitað að stóru dyrunum Eg hélt næstum að einhver hefði verið myrtur”. Við stigaendann stóðu lafðirnai^ Jana og Laura stóðu hlið við hlið horfandi á alt þetta raeð undran, án þess að skilja það. Þær báðu Carlton um skýringu. “Eg — eg*— hélt mig heyra ókunna rödd; eg liélt að ^inhver væri kominn inn. Eg er sann- færður um að það kom einhver inn”, sagði liann og leit aftur í kring um sig. í'Viljið þér gera svo vel, hr., og koma og líta eftir drengnum!” “ Já, já, Wilkes, eg skal koma áður en háttu tími er kominn ’ ’, svaraði Carlton. Og hinn sátt- gjarni, litli rakari gekk auðmjúkur í burtu og mætti lir. John Grey, sem kom inn. Friðrik Grey hafði á meðan gengið upp stigann. Opnar dyr og ljós fyrir innan leiddu hann inn í herbergi Lucy. Veik, eins og hún var kom hún samt með mótmæli þegar hún sá hann •og huldi andlit sitt með heitu höndunum sínum. “Ó, Lucy, elskan mín! Það er erfitt að hugsa sér að umgangsveikin skuli hafa ráðist á þig”. “Friðrik, því kemur þú hingað? Hvar er Jana ? Þetta er ekki rétt”. , Han tók hendur hennar frá andlitinu til að skoða það, og lét köldu liendina sína strjúka enni hennar. Hann tók upp úrið sitt og taldi lífæðarslögin. “Eg er hér sem læknir, T.ucy; getur þú ehki skilið það? Gat eg trúað nokkrum öðrum fyrir minni tilVonandi eiginkonu?” spurði hann með rödd sem skalf af blíðu. “Eg hefi í dag staðið við sjúkrabeð margra sjúklinga, sem voru ung- ir og fagrir eins og þú, elskan mín”. “Eg er mjög veik”, sagði hún. Hræðslan, sem hafði gripið hann, fór vax- andi nieðan hann horfði á liana, og stöðvaði næst' um hjartaslög lians. Ef hann skyldi nú missa hana ? Ef þesi veiki skyldi nú taka hana burt frá honum og lífinu? Og það var full ástaiða fyrir hann að álíta, að hann hefði sjálfur fært henni veikina með lieimsóknum sínum. Sjóð- lieitt tár féll niður á andlit liennar, svo hún leit upp og sá tár í augum hans. “Er eg þá svo hættulega veik?” spurði hún “Nei, nei, Lucy, það er ekki það. En þetta eru afleiðingarnar af óforsjálni minni; eg hefði átt að forðast að finna þig, og eg get ekki þolað að þú Tíðir kvalir! Ó, elskan mín-----” Hr. Grey og lafði Jana komu inn. Hinn æfði læknir ýtti bróðursyni sínum hliðar frá rúminu, eins og hann væri viðvaningur. Og það var hann í rauninni líka í samanburði við hinn eldri og reynda mann, sem hafði margra ára æfingu. Grey gat ekki fallist á það að Lucy væri flutt. Hann sá enga ástæðu til þess, að hún var ekki strax flutt heim til sín, sagði hann; en það er bezt að reyna það ekki núna. Jönu þótti þetta afar-leitt, en varð þó að sætta sig við það. “Það er ekki hægt að gera neitt við það núna”, sagði hún og stundi. “En mér þykir slæmt að hún skyTdi vbikast annarstaðar en í mínu húsi. Gætið þess að lmn er undir yðar um- sjón, hr. Grey”. “Minni umsjá? Hvað ætli hr. Carlton segi um það?” “Það skiftir mig engu livað hann segir um það”, svaraði Jana. “Eg misvirði ekki dugnað hans, það hefi eg sagt honum, og ef hann vill stunda hana í sameiningu með yður, þá er eg því ekki mótfallin. En líf Lucy er mikils vert og eg ber traust til yðar, hr. Grey, frá fyrri tímum”. Friðrik Grey heyrði að það áttj að útiloka hann frá sjúkraherberginu. Hans hjálp sem læknis, var ekki nein þörf á. Og bæði Jolm Grey og lafði Jana héldu, að vitjanir lians mundu vekja geðshræringu hjá Lucy. Mótbárur hans höfðu engin áhrif. “Hún á að verða konan mín”, sagði hann. “En hún er ekki konan þín enn þá”, sagði br. Grey, “og þú mátt óhætt tnía mér fyrir henni. Þú mátt reiða þig á, að komi nokkur bætta í ljós, skalt þú vita um hana fyrstur allra. “Og fá að sjá hana”,bætti lafði Jana við. Haun varð að gera sig ánægðan með þetta, þó honum fyndist það erfitt. Hann layt niour og kysti hinar glóðheitu varir hennar. “Gerðu það ekki — gerðu það ekki”, taut- aði hún. “Þú getur sýkst”. “Ekki eg, barn. Við læknarnir erum ómeð- tækilegir fyrir sýkingu. Ó, Lucy, mín bezta og dýrmætasta eign, eg bið guð að leiða þig ó skemda í gegnum þetta”. Carlton sajnjiykti að stunda Lucy í félagi við Grey. Þótt það kastaði skugga á dugriað lians — og það endurtók Jana að ekki væri til- gangur sinn — liafði hann engin mótmæli gegn vitjunum Greys. Tilfellið var að Carlton vildi helzt sjálfur geta Teitt Imcy sigrandi í gegn um veikina, ]iar eð Tiann áleit sig færan um það; liún hafði notið hinnar beztu umhyggju hans, 3 :m systir konu hans, án þess að hann vænti nokkrar borgunar fyrir það, og lionum sárnaði að þetta tækifæri var tekið frá lionum. Þetta var lítils- virðing, Jana gat sagt Twað sem hún vildi; hann fann til hennar, og íbúar bæjarins myndu ef- LÖGBERG, FTMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1918 Taust veita þessu eftirtekt. “Og nú, Laura”, sagði Jana, þegar hún fann systur sína, “þar eð þú og Carlton liafið sjálf íþyngt ykkur með Lucv, verðið þið líka að íþyngjast með mér og Judith; hún er ómissandi í sjúkralierbergi. Eg yfirgef ekki þetta liús, fyr en eg get tekið Lucy með mér”. Lafði Laura klappaði sigri hrósandi hönd- um saman. “Ágætt, Jana! þú, sem ekki vildir lítillækka þig til að stíga fæti þínum yfir þrösk- uld okkar, hefir nú loks komið viti fyrir þig. Þú hefir gott af því, Jana, sökum þíns viðbjóðslega drambs ’ ’. “Það hefir ekki verið dramb”, svaraði Jana. “Það hefir ekki bannað mér að koma liingað”. “Hvað er það þá? Hleypidómar ? ” “Alveg sama nú, Laura, tíminn sem bíður okkar verður fullur af kvíða. Hr. Grey heldur að Lucy verði mjög veik”. “Það sama og Carlton sagði, og hann hélt lienni hér til að bera umhyggju fyrir henni. Eg er viss um að hann býður þig velkomna, Jana, á meðan þú vilt dvelja hér. Hann hefir alt af viljað vera vingjarnlegu við þig, en þú vildir ekki þiggja vinsemd hans. Hann er kröfuharð- ur, það viðurkenni eg; en liann hefir aldrei ver- ið það gagnvart þér; hann hefir óbeit á Judith”. “Óbeit á Judith? Hvað hefir hún gert hr. Carlton?” spurði Jana hissa. “Ekkert. En honum geðjast illa að andliti hennar. Hann segir að það geri sér alt af bilt við. Mér líkar Judith og eg veit að hún er trygg þerna”. Hversu mikið sem Carlto spurði um gestinn þeta kveld, var honum ómögulegt að komast að því, hver hvíslað hafði í eyra lionum. Að ein- liver hefði komið inn ganginn og farið út aftur. efaðist hann ekki um. Iiann spurði þjón lafði Jönu hvort hann hefði séð nokkurn ganga inn; en hann kvaðst engan hafa séð. Eftir að Friðrik Grey var farinn, sagðist hann hafa beðið eina eða tvær mínútur úti, og svo gengið kring um húsið til biðklefans hjá lyfjastofunni. Carlton var jafn klókur og áður. En enginn gat skilið hversvegna hann ímyndaði sér, að ein- hver hefði verið í ganginum auk litla rakarans. XII. KAPITULI. Hœttan. Lafði Lucy Chosney var í mikilli hættu. Hún liafði að eins verið veik fáeina daga, og menn efuðust nú þegar um líf hennar. Grunur læknanna að veikin yrði slæm hafði ræzt. Þeir höfðu gert fyrir hana það sem þeir gátu, en það var gagnslaust. Enginn gat sagt um Carlton annað en að hann væri góður og athugull læknir. Lafði Jana var honum þakklát í liuga ‘sínum, og henni var farið að geðjast að honum dálítið betur en áður. Að liann bar mikla umhyggju fyrir að Lucy batnaði, var ómótmælandi, og menn liöfðu máske ástæðu til að segja, að liún væri undir hans um- sjón en ekki Greys, af því að hann hafði miklu oftar tækifæri til að gæta hennar. Jana sat við rúmið mjög hnuggin, en ekki vonlaus. Hún bar öyggjandi traust til guðs; hún hafði lært að fela honum á hendur allar sorgir sínar, og þeir sem það gera, verða aldrei örvilnaðir. Jana áleit að öll jarðnesk lvf, sem dugnaður og þekking geta framleitt, hefði verið revnd til að frelsa Lucy, og ef öll lyf reyndust gagnslaus, þá hlyti það að vera guðs vilji. Hún vissi að það var það bezta, þótt þau af hrvgð og skammsýni hlvti að kveina og gæti ekki séð ]iað. Lafði Laura fekk veikina líka, en ekki verri en svo að hún þurfti ekki að halda við rúmið, og áður en Luey var orðin mest þjáð, var henni batnað aftur. Laura var vandfvsin og heimtu- frek, svo lafði Jana varð oft að yfirgefa her- bergi Lucy og fara til liennar, alveg að þarf- lausu. Carlton var umhyggjusamur og athugull en hann vissi fyá byrjun að engin hætta var á ferð, og sagði Lauru það, en hún kallaði hann í staðinn “tilfinningálausan”; alveg óverðskuld- uð ásökun. Hafi nokkrum manni verið ant um vellíðan konu sinnar, þá var Carlton það. Friðrik Grey gekk eitt sinn inn í herbergi Luev með frænda sínum, eftir að hættan var byrjuð. Ilún þekti hann ekki, og sér til sorgar sá hann hana velta liöfðinu frá einni hlið til ann- anar í algerðu rænulevsi. Ef lafði Jana var ekki örvilnuð, þá var hann það, þessi sýn deyddi kjark hans. “Ó, miskunsami guð, frelsaðu hana”, sagði hann. “Frelsaðu lmna, þó ekki sé af öðru en meðaumkun með mér”. Það var ekki eingöngu hin sára sorg fyrir Lucy, það var líka sjálfsásökun, sem kvaldi hann Hann áleit sig hafa flutt sýkinguna til hennar, og hafði sárt samvizkubit. Hvað gat hann gert? Hann var fús til að fórna sínu eigin lífi til að frelsa hennar. Ilann fór beina leið úr sjúkraherberginu til símritastöðvarinnar í Great Wennock. * Ibúarn- ir í Soutli Wennock höfðu um tíma verið gramir yfir því, að verða að ganga svo langt til að sím- rita, og Friðrik Grey hefir eflaust verið á sömu skoðun nú. Þegar liann kom aftur til South Wennock, fór hann til liúss Carltons. Jónathan kom úr ganginum til dyranna, sem voru opnar, svo enginn skyldi þurfa að berja eða hringja. “ Vitið þér livernig henni líður nú?” spurði hann Ifnugginn. “Það er enginn breyting, hr. Ef hún er nokkur, þá er hún til liins verra”. Ilann bældi niður stunu, um leið og liann hallaði sér að dyrastafnum. Ófiis til að ganga inn í hús Carltons eftir móttökurnar sem hann fékk fyrsta kveldið, sem Imcy lá veik, var hann kyr úti. Han reif blað úr vasabók sinni, skrifaði fáein orð á það með blýant, braut það saman og fekk Jonathan. ‘ ‘ Fáið þér lafði Jönu þetta við tækifæri. En gerið enga truflun í sjúklingsstofunni til að fá lienni það ’ ’. Miðinn komst brátt til Jönu, sem opnaði liann dálítið forvitin. ‘ ‘ Eg hefi símað föður mínum. Hann er má- ske ekki fær um að gera meira en búið er; en það er þó huggnn. Hann þekkir líkamsásig- komulag Lucy, og það er nokkurs virði. Missi eg hana, þá missi eg mitt alt í lífinu”. Mjög róleg og skynsöm orð. Þau gáfu að eins litla hugmynd um hin áhrifa miklu bænar- orð í símskeytinu, sem sent var til Sir Stephen. Jana var samþykk því, sem hann liafði gert. Þótt hún héldi að það mundi lítið gagn gera, þá var það þó huggun, eins og hann sagði. Hún vildi að lafði Oakburn væri nú eins nærri og Stephen Grey; ef Lucy skyldi deyja, yrði það henni eins sárt og hún væri móðir hennar. Hættuleg veiki, sem stendur í sambandi við sögu okkar, átti sér stað á öðru heimili í South Wennoek þenna dag. Litli drengurinn í húsi Tuppers, sem oft hefir verið minst á, og sem liafði vakið svo margar ímyndanir og grun í hugum nokkurra persóna, liafði hnignað mikið síðustu vikuna, og Carlton, sem þurfti að gæta margra sjúklinga í bænum, Lucy heima hjá sér, svo maður nefni ekki hina heimtufreku konu hans, hafði ekki getað vitjað drengsins þenna dag. Jefferson fór því þangað og kom aftur með þá fregn, að drengurinn væri ekki betri og móðir hans mjög kvíðandi. “Henni líkaði ekki að eg kom”, sagði Jeff- , erson við Carlton. “Hún sagðist vona að þér gætuð komið þangað í dag, þó ekki væri nema eina mínútu”. Carlton gaf ekkert ákveðið svar. Hann sagð- ist koma ef liann gæti, en liann héldi að annir sínar leyfðu það ekki, og svo hefði drengurinn auk þess, ekkert gagn af komu sinni. Sér til mikillar undrunar varð frú Smith þess vör, að hún fékk gesti þenna síðari hluta dags. Drengurinn, sem nú hafði fengið rúm í dagstofunni, lá sofandi í því, og frú Smith sat hjá honum. Hann hafði sárar tilfinningar í fæt- inum nú, en hann virtist þó betri en um morgun- inn, og á milli verkjakviðanna svaf hann alt af. Unga stúlkan, sem við sáum aka vagni drengs- ins fyrir stuttu síðan, var samkvæmt beiðni frú Smith í húsinu á daginn, til að hjálpa til með heimilisstörfin, framkvæma erindi og hvað ann- að sem fyrir féll, og þar sem veikindi eru, þar er alt af nóg að gera. Hún hafði nú farið heim til að líta eftir móður sinni, samkvæmt leyfi, og frú Smith blundaði laust þegar hún heyrði barið að dyrum. Hún fór og opnaði dyrnar. Úti stóð lítil kona, mögur og lotin með svartan hatt á höfð- inu. Frú Smith liafði séð hana áður, en gat ekki munað hvar. En lesandinn þekkir hana líka. Það var ekkjan Gould frá Palace Street. Frú Pepperfly hafði lieimsótt liana um morgun- inn, sem varð orsök til þess, að frú Gould fekk í fyrsta sinn að vita um nærveru frú Smith í South Wennock, ásamt mörgu fleiru er sú feita sagði henni. Vitanlega liugsaði frú Gould — sem var forvitnasta ekkjan í bænum — að hún gerði réttast í að fara og finna frú Smith, sem eflaust mundi þekkja sig. Frú Smith tók alúðlega á móti henni. Hún \ ar nú hætt við að vera jafn dul og hún liingað til liafði verið, af því hún komst að því að það hjálpaði henni ekkert til að komast eftir dauða- olsök frú Crane. Frú Smitli bar te á borð í eldhúsinu, til þess að ónáða ekki hinn sofandi dreng. Kl. var nú að eins þrjú, svo það var snemt að drekka te. Aður en þær settust við borðið kom Judith Ford í einu eða öðru erindi hafði Judith orðið að fara til Cedar Lodge, og lafði Jana hafði beðið hana að líta inn í liús Tuppers og vita hvernig drengnum liði, sem hún hafði lieyrt að væri miklu lakari. Hún hugsaði talsvert um hann, þrátt fyrir kvíðann yfir ásigkomulagi Lucy. “Það er einkennileg tilviljun, að þið skul- uð báðar liittast hér”, sagði frú Smith. Frú Smith var á þeirri skoðun, að sér liefði ekki verið sögð öll atvik er stæðu í sambandi við . dauða frú Crane, og að eitt orð kynni enn þá að opinbera henni eitthvað nýtt. Juditli sagðist að eins mega dvelja fimtán mínútur, því sú heim- sókn er hún hefði lofað henni, hefði hindrast af heimsókn lafði Jönu í London og svo af komu Lucv til þeirra. Samtalið vék nú að dauða frú Crane, og frú Gould, sem alt af gröm yfir því að Carlton hafði sagt frá sýn sinni í stigaganginum, og áleit hana að eins ímyndun, fór nú enn að verja sig gegn því. Frú Smith hafði ekki hevrt þetta fvr, en það hafði mikil áhrif á liana. “En hamingjan góða! Var ekki leitað að þessum manni?” spurði frú Smith. ‘ ‘ Það var að engum manni að leita ’ ’, sagði frú Gould önug. “Mér hefir aldrei geðjast vel að Carlton eftir þetta. Það liefði getað rænt okkur virðing okkar og mannorði, frú”. Það leit út fyrir að frú Smith gæti ekkert ^um þetta sagt, eða að liún heyrði að eins síðustu orðið. Hún stóð upp, tók ketilinn af eldinum til að hella vatni í tekönnuna, en hún setti liann snögglega yfir glóðina aftur. “Þetta er eimitt lykillinn sem eg þurfti”, sagði hún. “Einmitt þessi lykill. Mér fanst það svo undarlegt, að hann skvldi ekki hafa 'komið hér, svo undarlegt, svo undarlegt! Það var mér óskiljanlegra eli alt annað”. “Við hvað eigið þér?” spurði frú Gould. “Eg á við mann hennar, maðurinn sem fól sig í stiganum, þefir hlotið að vera maðurinn hennar”. “Hvað þá, hr. Crane?” “Auðvitað. Hann drap hana. Eg er jafn sannfærð um það, og eg hefði séð það með eigin augum. Hvers vegna sagði liin feita hjúkrunar- kona mér eigi frá þessu ? ’ ’ “Frú Pepperfly trúir þessu ekki”, sagði frú Gould. “Hún er jafn viss um það og eg, að þar var enginn maður”. “Þér hefðuð mátt segja mér þetta”, sagði frú Smith við Judith. “Ó, það breiðir meira ljós yfir þenna viðburð en alt annað. Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo kmnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRASTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR Hog'?.U11 L0D5KINN Ef þú óakar eftir fljótri afgreiðalu og haesta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. ’Ull, Gœrur og ~.L —' ' ' " - Seneca Rœtur Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og smáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R . S. ROBINSON W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og y 150-2 PACIFIC AVE. East M AN . AUGLYSIÐ I LOGBERGI. Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín. þegar tennur þeirra eru í ólagi. * Dr. O. C. JEFFREY, ,,Hinn varfærni tannlæknir" Cor. Loáan Ave. oj* Main Street, Winnipeg IjOÐSKINN Bændur, Veiðlmennn og Verslunarmenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestu sklnnakaupmenn £ Canada) 213 PACIFIC AVENCE...........WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gæmr Húðir, Seneca rætur. SENOIÐ OSS SKINNAVÖRC YÐAR. Hlutakaup í Eimskipafélaginu. Mönnum mun það í fersku minni að í vetur birtust aSvaranir frá helztu stuSningsmönnum Eimskipafé- lags íslands meöal Vestur-lslendinga til hluthafa félagsins þar, að selja ekki hluti sína mönnum, sem þar voru að falast eftir þeim í umboði eln- hverra heima á íslandi. Um líkt leyti gaf stjórn félagsins, að gefnu tilefni, út viðvörun til hlut- hafa hér heima, að selja ekki hlutina undir nafnverði. Og gjörði um leið ráðstafanir til þess að sala gæti farið fram á hlutum svo að hæfilegra verð kæmi fyrir. Hvortveggja auglýsingin ber vott um það að eftirspurn töluverð er að verða eftir hlutum í félaginu. Er það og ekki að undra. Hagur félagsins stendur með hinum mesta blóraa. Hið raunverulega verð hlutabréfanna er nú orðið miklu meira en nafnverð. Mun ekki fjarri sanni að hver 100 kr. hlutur sé nú í rauninni a. m. k. 150 kr. virði ef til viil 200 kr. virði. Forgöngumönnum félagsins austan og vestan er þetta auðvitað kunnara ett öðritm. Pess vegna var rétt, að þeir vöruðu menn við að selja. Og hefði ekki Verið úr vegi að hluthöfum hefði verið sagt frá því, hvers virði hluturnir eru í raun og veru. Nú er það komið á daginn, að tveir rtienn úr stjórn félagsins hafa lagt fram fé til hlutakaupanna vestan hafs. l>að kemur upp eftir á, en virðist hafa \tt að fara kynt. Þá framkontu verður að víta af tveim ástæðum einkanlega: Fyrst og fernst af þeirri, sem þegar er nefnd, að mönnum þessum hlýtur að vera það bezt kunnugt hvers virði hlutirnir eru — en það hefir hvergi komið fram, að hlutirnir hafi verið keyptir yfir nafnverð. En þá kröfu verður að gjöra til stjórnenda hluta- félaga, að þeir, sem slíkir, falist ekki eftir kaupum á hlutum af hluthöfum við lægra veröi en hinu raunverulega. í öðru lagi er þessi a. m. k. hálf- leynikga aðferð — og pað af hálfu manna úr stjórn félagsins — að nál lcaupum á hluturn Vestur-íslendinga, mjög óviðurkvæmileg framkoma gagn vart þeim. Þegar félagið var stofn- að, gjörðu V.-ísl. það af ræktarsemi til ættlandsins og löngun til að hjálpa því til þess að koma á fót slíku þjóð- þrifafyrirtæki, að kaupa hluti í fé- laginu. Þeir gjörðu það ekki í gróða skyni. Þeir gjörðu það af þjóð- rækni. Við, heima-íslendingar, mátt- um því ekkl eiga frumkvæði að þvi að reyna að ná undan þeim hlutunum aftur, -sízt þegar fyrirtækið reyndist svo gróðavænlegt, sízt gjöra það á hálf-lymskulegan hátt, sizt máttu menn úr stjórninni verða til þess. Vestur-ískndingar áttu að eiga frumkvæðið, kæmi salan til greina þaðan og hingað. — Það er enginn vafi á því, að þessi framkoma verður mjög til þess að spilla hinu góða samkomulagi milli ískndinga vestan hafs og austan. Það er illa farið. En óhætt er að tjá Vestur-íslendngum það, að þessi að- ferð hefir mælst mjög illa fyrir hjá mörgum hér»heima. — , Margir eru að verða smeikir um að svo fari, að mesti þjóðlegheitablærlnn hverfi af Eimskipafélaginu. Það muni draga að þvi smátt og smátt, að hlutabréfin lendi i höndum fárra stór- eignamanna. Þarf ekki mikið að breytast til þess að fáir stóreigna- menn geti ráðið lögum og lofum á fundum félagsins. Verður látið við það sitja í bili að benda á þessa hættu. Þingstörfin. Lengsta þing á íslandi hefir það orðið, sem nú var nýlega slitið. Stóð i 100 daga rétta. 49 frv. hafa alls verið lögð fyrir þetta þing. Þar af hafa 25 frv. ver- ið afgreidd sem lög, 11 verið feld, 1 tekið aftur og 12 ekki útrædd. 50 til- lögur til þingsál. hafa fram komið, þar af 9 um skipun nefnda, 27 hafa verið afgreiddar sem ályktanlr þings- ins, 10 feldar og 4 ekki útræddar. 8 fyrirspurnir hafa fram komið. Af >þeim var 5 svarað en 3 ekki. Verður nánar skýrt frá þingstörf- unum í næstu blöðum.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.