Lögberg - 12.09.1918, Side 3

Lögberg - 12.09.1918, Side 3
LÖGBERG, FTMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. J7RIÐJI KAFLI. Þess má geta, að Friðrik Grey vissi ekki hið minsta um að nokkur grunur hengi við þessa konu og þetta barn. Efinn um hver þau voru, var að eins til hjá fáeinum persónum í South Wennock. Hann hafði að sönnu heyrt að það byggi fólk í Tuppers húsinu, en liann áleit það alókuimugt. Drengurinn lá í rúminu sínu, en frú Smith var að sópa húsið, því hún hafði sent stúlkuna eftir mjólk. Hún hafði ekki búist við lækninum svo snemma. Hann gekk hratt upp stigann, þar eð hann hafði engan tíma til að missa. Dreng- urinn hafði í eyrðarleysi sínu náð náð öðrum handleggnum út úr erminni á náttkjólnum, svo liann var alveg ber. Sir Stephen varð litið á merki á handleggnum fyrir neðan öxlina. Hann athugaði það nákvæmlega, það var einkennilegt merki, líkt moldvörpu að lögun og ámóta stórt og baun. Hann hafði talað við barnið þegar frú Smith kom upp. “Er nokkur von, hr.?” hvíslaði hún, þegar hann var búinnn að skoða barnið og ætlaði ofan. ‘ ‘ Ekki hin minsta. Hann verður hér ekki lengi ’ ’. Frú Smitli þagði fáeinar sekúndur. “1 öllu falli segið þér það blátt áfram, hr.” sagði hún svp gremjulega. “Það er lítið traust í því fyrir tifiinningar móðurinnar”. “Því ætti eg ekki að segja yður sannleik- ann?” svaraði Sir Stephen. “Þér vilduð að eg segði yður mína hreinskilnu meiningu, og það liefi eg gert. Þér eruð ekki móðir hans”. ‘ ‘ Ekki móðir hans! ’ ’ endurtók hún. “Nei, það eruð þér ekki. Þetta barn er eitt af mínum”. “ Við hvað eigið þér?” spurði hún undrandi “Eg á við að eg hjálpaði þessu barni inn í heiminn. Sjáið þér”, bætti hann við, um leið og liann gekk aftur að rúminu, ýtti náttserknum til hliðar og sýndi henni merkið. “Eg þekki barn- ið á þessu, og get svarið að það er það barn, þó úr þúsundi ætti að velja”. , Hún svaraði ekki. Þau gengu ofan í eldhús- ið þar sem Friðrik beið. Sir Stephen talaði á meðan hann gekk ofan. “Móðir þessa barns var hin ógæfusama kona, sem dó í liúsi ekkjunnar Gould í Palace Street fyrir nokkrum árum síðan, nefnilega frú Crane. Eg hefi ástæðu til að muna það, þó eng- inn annar hafi”. Ekkjan horfði fast á Sir Stephen. “Eg spurði frú Pepperfly — hún var hjúkrunarkon- an sem stundaði hina framliðnu — livort barnið hefði fæðst með nokkuru merki, og hún sagði að það hefði ekkert’”. “Eg skeyti ekkert um hvað frú Pepperfly hefir sagt yður”, svaraði Sir Stephen. “Hún getur hafa gleymt merkinu, eða ef til vill ekki séð það þá, því aðgætni hennar dofnaði stundum af einirberjabrennivíni. Eg segfyður satt, það cr sama barnið”. Friðrik Grey hlustaði með glöggri eftirtekt hann vissi ekki hvort hann mátti trúa sínum eig- in eyrum. Hann gat naumast skilið þetta. Frú Smith hélt því ekki lengur fram að hún væri móðir drengsins. “Þá eruð þér sá maður, hr., sem stundaoi konuna? Hr. — hr. — “Hr. Stephen Grey þá, Sir Stephen nú. Já, það er eg, og eg er sá, sem var ásakaður um að hafa blandað eitri í lyfið hénnar af kæruleysi. “Og þér gerðuð það ekki?” livíslaði hún. “Eg! Mín góða kona, hvaða sambandi sem þér kunnið að hafa staðið í við liina framliðnu, og sem eg veit ekkert um, þá megið þér óhultar treysta því sem eg nú segi yður. Hjá hennar vesalings dauða líkama, og í nærveru^hennar cg skaparans, sór eg þann eið, að úr mínum hönd- um kom lyfið hreint og rétt tilbúið, sem liress- andi drykkur, að engin tegund af eitri var í því, og eg sver það aftur hér frammi fyrir yður í nærveru hins deyjandi barns hennar”. “Hver gerði það þá?” spurði ekkjan og hélt niðri í sér andanum. “Það veit eg ekki”, svaraði Sir Stephen, mn leið og hann settist niður til að skrifa lyf- seðil með blýant, þar eð blek var ekki í nánd. “Smith! Smith!” endurtók hann með sjálfum sér. “Þér liljótið að vera sú frú Smith, sem kom og sótti barnið! ’ ’ Frú Smith áleit gagnslaust að neita því, og skeytti máske heldur ekki um það. “Og þó svo væri”. “Þó svo væri!” endurtók læknirinn, stóð upp og starði á liana undrandi. “Hvað þá mín góða' kona, vitið þér þá ekki, að það hefir verið leitað að yður um næstum alt landið? Enginn, sem stóð í sambandi við það mál, var jafn mikið þráð og þér”. “Hvers vegna?” “Til þess að greina frá því, sem kynni að leiða til þess að ráða gátuna, hver hin unga kona var”, endurtók Sir Stephen mjög fljótmæltur. “En ef eg gæti það nú ekki”, svaraði frú Smith. En eg held að þér getið það”. “Þá skjátlast yður, hr. Eg segi það frammi fyrir guði, að eg veit ekki fremur hver konan var — það er að segja, að því er fjölskyldu hennar viðvíkur, eða sambandi hennar við aðra — helduF en litla barnið uppi. Eg er komin hingað til Soutli Wennock til að uppgötva það sem eg gæti, og eg vissi alls ekki að frú Crane var dauð, fyr en eg heyrði það hér”. Sir Stephen var undrandi. Friðrik studdi sig við stólbak og lék sér að úrfesti sinni. “Hvar er maðui- hennar?” sagði Sir Steph- en um leið og hann settist aftur. “Það er einmitt Jmð, sem mig langar til að vita, hr. Eg liefi aldrei heyrt neitt um hann, síðan eg fór með barnið frá South Wennock”. “En þér verðið þó að einhverju leyti að vita hver hún var. Þér gátuð naumast komið hingað til að sækja barnið, til alveg ókunnugrar konu”. Frú Smith þagði. “Eg þekti liana, af því hún átti heima í mínu húsi”, sagði hún loks. “Eg veit ekki hvers vegna eg ætti ekki að segja það”. “Og maðurinn hennar? Átti hann heima hjá yður líka?” “Nei, að eins liún. Sir, eg legg við heiður rninn ogsamvizku, að eg veit ekki hver hún var í raun og veru, eða hver maðurinn hennar, hr. Crane, var. Það er að sumu leyti af því, að eg vildi ekki láta fólk kvelja mig með spurningum, sem eg gat ekki svarað, að eg hefi haldið því leyndu að þetta er sama barnið”. “Og þér vissuð ekki að hún var dáin?” “Eg vissi ekki að hún var dáin. Eg hefi búið í Skotlandi með barnið; maðurinn minn vann þar á verkstæði, og hvað eftir annað furð- aði okkur á því, hvað orðið væri af frú Crane, fyrst hún kom ekki að sækja barnið sitt. Við héldum -að hún væri farin til Ameríku með manni sínum, það var talað um það”. “Og þér vitið ekkert um hvernig hún dó, né kringumstæðurnar sem eru bundnar við það?” enduriók Sir Stephen. “Eg veit alls ekkert um það”, svaraði hún , áköf. “Nema það sem mér hefir verið ságt síð- an eg kom hingað núna. Frú Crane átti heiipa lijá mér í London, og yfirgaf mig skyndilega til að fara til South Wennock. Einum eða tveim dögum síðar fékk eg bréf, sem sagði mér að barnið mundi fæðast bráðlega, og í því bréfi bað hún mig að sækja það. Það var áður ákveðið að eg skyldi annast það. Þetta er alt, sem eg veit”. ‘ ‘ Vitið þér hvers vegna hún, kom til South Wennock?” “Eg held til að finna manninn sinn. En það virtist vera eitthvað dularfult við hann, og hún var þögul gagnvart mér”. Þetta virtist vera alt sem frú Smitli vissi. Að minsta kosti var það alt, sem hún vildi segja, og það gaf lítið meiri skýringu um það umliðna lieldur en Sir Stephen vissi áður. Hann skildi við liana með þeirri áskorun, að hún segði lög- reglunni alt sem hún vissi. “Það geri eg eflaust”, sagði hún. “En eg verð sjálf að velja mér tímann til þess. Eg hefi mínar eigin ástæður, Sir, og það verður ekki mér að kenna ef málið verður ekki opinberað ’ ’. Sir Stephen var komin hálfa leið út að lilið- inu, þegar frú Smith kom hlaupandi á eftir hon- um og bað hann að nema staðar. “Sir, þér gleymduð að taka borgun yðar”. “Eg tek ekki á móti neinni borgun í South Wennock”, sagði hann brosandi. “Fylgið ráð- leggingum mínum, þá getið þér linað kvalir drengsins, on ekkert getur frelsað liann.” Þegar þeir gengu út úr hliðinu, mættu þeir Carlton, sem var á fyrstu göngu sinni til sjúkl- inganna. Hvað hefir komið honum til að fara hingað? var spurningin sem lesa mátti í augum hans. ‘ ‘ Þér hafið verið hér til að líta eftir mínum sjúkling”, sagði hann hátt en ekki vingjarnlega. “Er það yðar sjúklingur?” sagði Sir Steph en. “Eg segi yður það satt, að eg hélt það væri Lycetts, og eg hafði engan tíma til að spyrja um smámuni, sem ekki snertu sjúklinginn bein- línis. Eg hefi ráðlagt breytingu á meðferðinni og skilið eftir lyf jamiða til að lina kvalir barns- ins, annað er ekki mögulegt að gera”. Hann talaði hiklaust og djaflega eins og yfirlæknirar; en það særði tilfinningar Carltons “Hvað kom yður aðallega til að fara hing- að?” spurði hann, um leið og liann hugsaði undrandi um það, livað he0i leitt Sir Stephen þangað: “Frú Smith gerði boð eftir mér”, svavaði Sir Stephen. “Eg tel víst að þér vitið hvaða barn þetta er”. “Hvaða barn þetta er?” endurtók Carlton. “Eg veit það getur ekki lifað lengi þó það fái næg lyf”. “Það er barn konunnar sem dó í Palace Street, sem eg veitti læknishjálp í stað yðar. Hún, sem var deydd með blásýru”. , “Rugl”, sagði Carlton. “Það er ekkert rugl”, svaraði Sir Stephen. “Frú Smith reyndi að sannfæra mig um að mér skjátlaði, en eg sannfærði liana um það gagn- stæða ’ ’. Það kom breyting á andlit Carltons, og ein- kennilegur svipur kom í ljós á því, sem líktist mikið svip hjartardýrs, er hundarnir liafa gert uppgefið. Um leið og hann leit upp, varð hon- um litið í augu Friðriks, sem horfðu á hann. “Er það mögulegt að þekkja barn, að svo mörgum árum liðnum; haldið þér það, Sir Stephen?” “Ekki nema það sé fætt með einkennilegu merki, eins og þetta barn var. Eg skyldi þekkja drenginn, ])ó eg fyndi liann fullorðinn meðal svertingja í Afríku”. x “Hvaða merki er það?” spurði Carlton, sem sjáanlega efaðist um að það væri til. “Það er á neðri hlið liægri handleggsins, og þér munuð naumast glejuna því, þegar þér eruð búinn að sjá það einu sinni. Farið þár inn og skoðið það ’ ’. Þeir tóku höndum saman og skildu. Sir Stephen gekk út um hliðið, Carlton heirn að hús- inu. Hann stóð í dyrunum þegar liann lieyrði Sir Stephen kalla til sín. “Þér gerðuð réttast í að láta það verða opinbert, að það er sama barnið, það gæti hjálp- að til uppgötvunar með tímanum. Frú -Smith vill máske segja yður meira, heldur en hún hef- ir sagt mér. Hún segir að frú Crane hafi komið til South Wennock til að fina manninn sinn, og mér finst það sennilegt. Minnist persónunnar, sem þér sáuð í stigaganginum”. Sir Stephen liefði ekki þurft að segja: “minnist persónunnar”. Hún var of oft í huga Carltons til að raska ró hans. XIV. KAPITULI. Hnupluð augnablik. Lucy Chesney var að batna, eins og flestum öðrum í South Wpnnock. Áður en vika var lið- in frá heimsókn Sir Stephens í South Wennock, var hún fær um að yfirgefa rúmið til að liggja á legubekknum. Friðrik Grey leit svo á, sem illa hefði verið við sig breytt. Ekki í eitt einasta skifti, síðan hún var í mestri hættu, hafði honum verið leyft að sjá Lucy. En þegar John frændi hans sagði honum, að hún væri farin að klæðast, gekk hann til húss Carltons. Jónathan lauk upp fyrir honum, og án þess að spyrja um leyfi, gekk liann upp stigann og barði að dyrum á herbergi Lucy. “Kom inn”, sagði Lucy fyrir innan, og hann gekk inn og fann hana eina hvílandi á legubekknum rétt hjá ofninum, hún var alklædd og hafði silkiábreiðu ofan á sér. Roði kom fram í fölu kinnarnar á henni; en þegar fyrsta undranin var afstaðin, rétti hún honum hendi sína til merkis um, að hann væri velkominn. Hvorugt þeirra sagði neitt. Ilann smokkaði hendinni undir koddann, sem höfuð hennar hvíldi á, lyfti honum upp og færði fallega föla andlitið hennar nær sínu á þann hátt. “Lucy, alla æfi skal eg vera þakklátur!” “Hélzt þú að eg mundi deyja?” “Já, elskan mín, það hélt eg. Nú get eg sagt þér það, þegar hættan er afstaðin. Lucy, það má ekki líða langur tími þangað til þú ert mín; eg get ekki stofnað mér í aðra eins reynslu þessi hefir verið”. “Þó eg hefði verið þín að öllu leyti, þá hefðir þú ekki getað verndað mig við veikinni.” ‘ ‘ Ekki við veikinni, það veit eg vel. En að vita að þú varst veik — fárveik, og að eg mátti ekki vera hjá þér, það var mér þung reynsla. eg vil ekki segja þér hve erfitt eg átti með að þola það; hvernig eg gekk fram og aftur fyrir utan húsið, stund eftir stund, nótt eftir nótt og horfði á veggina. Veikindin geta heimsótt þig sem konu mína, en þá verður mér heimilt að ann ast þig og hjálpa þér, mín heimild verður þá rétthærri en nokkurs annars í heiminum! Syst- ur, lijúkrunarkonur, vinir — hvað verður það í samanburði við mig?” Hvað það var indælt að liggja þarna hálf máttvana með vaxandi fjöri við hið þrekmikla brjóst, í hinum verndandi faðmi! Það var næst- um þess vert að liafa verið veikur til að mega það. Hún leit í augu hans með ástríku brosi. “Eg skal alt af muna það, að þú frelsaðir mig, Friðrik”. “Frelsaði eg þig? Hvernig?” “Með því að símrita eftir Sir Stephen. Jana sagði, að stuttu eftir að hann kom inn, sýndist eg verða rólegri. Hann gaf mér eitthvert ■ duft, sagði hún, og hann gerði einhverja breyt- ingu á þeim legi, sem þeir böðuðu höfuð mitt með”. “Góða Lucy mín, liann gerði ekkert fyrir þig sem föðurbróðir minn og Carlton ekki gerðu. Aeikindin voru á umskifta takmörkum þegar hann kom”. “Eg get ekki breytt skoðan minni, og það vill Jana heldur ekki. Mér er ánægja að því að álíta að eg megi þakka föður þínum lengingu lífs míns, eða þó heldilr þér, af því þú fekst liann hingað ’ ’. “Haltu þá þessari skoðun”, livíslaði hann. “Og festu þann sannleika í huga þínum, elskan mín, að þú skalt verða að þakka mér fyrir mik- inn hluta af framtíðargæfu þinni. Eg skal revna af fremsta megni með guðs hjálp að gróðursetja og viðhalda henni”. “Heldur þú ekki að þú sért búinn að halda mér á lofti nógu lengi?” sagði hún litlu seiuna. “Þreytir það þig?” “Ó, nei, en þú verður þreyttur”. Hann lyfti höfði sínu ofurlítið upp þannig að hann gat horft í augu hennar. “Sagðir þú þreyttur? Eg vildi að eg mætti halda þér svo lengi að eg yrði þreyttur”. Hún leit undan djarfa augnatillitinu hans, og hann laut niður til þess að kyssa roðann á kinnurn hennar. Þegar menn ganga eftir bönn- uðum brautum, veit lesandinn að mönnum er mjög oft komið á óvart. Það var barið rösk- lega að dyrum og inn kom Carlton. Nú stokk- roðnaði hún, ov vildi af ungfrúlegri feimni losa sig úr faðmi hans. En Friðrik Grey hélt henni kyrri, og leit upp með rólegri sjálfstjórn. “Hvað viljið þér hingað, hr. Carlton?” “Hvað eg vil hingað?” endurtók Carlton. “Þetta er mitt hús”. “Það er auðvitað yðar liús. En þetta er herbergi lafði Lucy í húsinu”. Það sýndist alveg óhugsandi að þessir menn fyndist, án þess að lenda í óþægilegu orða- stríði. Friðrik lagði Lucy niður aftur og stóð þráðbeinn við hlið hennar. “Sem læknir og verndari mákonu minnar, meðan hún er undir mínu þaki, leyfist mér má- ske að spyrja, livað þér viljið liingað”, endur- tók Carlton aftur. “Eg tala hennar vegna þcg- ar eg segji, að eftir minni skoðun sé það naum- ast viðeigandi”. “Þér megið levfa mér að vera betri dómara en þetta”, svaraði Friðrik kuldalega. “Sem mína tilvonandi konu, getur enginn haft meiri áhuga en eg, að verna hana fyrir því, sem er óviðeigandi”. Hann tók stól, flutti hann að legubekknum og settist, órækt merki þess, að hann ætlaði ekki strax að fara. Lucy, sem enn þá var blóðrjóð, sagði: “Vilduð þér nokkuð, hr. Carltoní” Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þaer ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þaer eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA iTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspíturá markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR Húðir, Ull og . . . . Ef þú ótkar eftir fljótri afgreiðtlu og haesta verði fyrir ull og loðskinn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Ull, ( jœrur og Seneca Rœtur i Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og smáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. R N8 . S. ROBINSON W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og > 150-2 PACIFIC AVE. Ea*t M A N . AUGLYSIÐ I LOGBERGI. Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. • Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesfa að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjarnt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru 1 ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, ,,Hinn varfærni tannlaeknir** Cor. Logan Ave. o£ Main Street, "Winnipe;* ' ' ...... ..................— LODSKUiN Bændur, Veiðliuennn og Verslunarmenn IiOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mesfi sklnnakaupmenn í Caneda) 213 PACIFIC AVENUE...........WIVNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU YtíAK, Hvað ær mjólka. Freyr hefir áður birt skýrslur, er upplýsa þetta að nokkru, en til þess aö ábyggileg vissa fáist, þarf skýrslur frá fleirum og yfir lengri tima. Yms- ir hafa lofað a8 stySja atS því, aS við gætum vita'S vissu okkar um meSal ■ œrnyt, með því aS láta Frey í té skýrslur um nythæS ánna hjá sér, og birtast nú hér nokkrar. 1. Hjá brceSrunum Kristjáni og Jóhannesi DavíSssonum f NeSri- HjarSardal 'í Dýrafirdi mjólkuSu ærnar frá 28. júní til 16. septemoer 1917 þannig: 1. Kurta .. 75,5 kg 2. Króka .. 72.0 — 3. Gulsa .. 71,0 — 4. Hrokkinbrúska .. 69,0 — 5. Suga .. 67,0 — 6. Kúöa . . . 66.0 — 7. Dropa . . . 63,0 — 8. Dröfn . . . 62,5 — 9. Loöin . . . 60,5 — 10. Brotinhyma . . . .. 55,5 — 11. Rauöeygð . . 54,0 — 12. Vararkolla .. 53,5 — 13. Móhosa . .. 52,5 — 14. Flekkudóttir .. . . . 51,0 — 15. Krossa . . . 49,0 — 16. Gráhyrna . . . 50,5 — 17. Litlakolla . . . 47,5 — 18. Móflekka . . . 47,0 — 19. Blábrún . . . 48,0 — 20. Hálsa . .. 46,5 — 21. Skeifa , .. 44,0 — 22. Kola . .. 44,0 — 23. Breiðnasa . .. 38,5 — MeSaltal 56 kg. Mjólkin var vegin 6 sinnum. Tíma- bilin náSu yfir 9—14 daga og 32 daga þaS síSasta, og var vegiS á miSju tímabili. 2. Hjá GuSjóni DavíSssyni á Fremstuhúsum i NeSrihjarSardal í DýrafirSi mjólkuSu 24 ær, sem voru i kvíum, 52 kg. aS meSaltali. 3. Hjá FriSriki Bjarnasynl hrepp- stjóra á Mýrum í DýrafirSi mjólkuSu 60 ær, sem voru í kvíum, 56 kg. aC meSaltali. 4. Hjá Jóni Bjarnasyni á Sæbóli á Ingjaldssandi, mjólkuSu 34 ær, sem voru í kvíum, 73 kg. aS meSaltali. Á ]>essum fjórum bæjum er hætt aS vega mjólkina síSari hluta septem- ber. 5. Á Hrauni á Ingjaldssandi mjólk- uSu ærnar frá 28. júní til 17. septem- ber 1917 þetta: a. Ær bóndans BernharSar Jóns- sonar, 27 alls, aS meSaltali 84 kg. b. Ær Finns Eiríkssonar, 4 alls, aS meSaltali 68 kg. c. Ær vinnufólks og barna, 5 alls, að meSaltali 76 kg. . Geta verSur þess, aS á Ingjalds- sandi eru betri hagar en í DyrafirSin- um. J>egar fleiri skýrslur eru fengnar, verSur þetta mál tekiS til rækilegrar yfirvegunar, en enn vantar nogn traustan grundvöll til aS byggja saxn- anburS á, ef hann á aS hafa almcnt feildh P. Z.. (Freyr). Ókeypis TIL ÞEIRRA ER ÞJÁST AF MŒÐI I»eir sem þj&st af mæfii .............. Nýtt inefial, sem menn Keta nota* heima. án sársauka eftu tfmatapn. Vér höfum nýja atSferti, sem læknar Asthma. og vér viijum aö þér reynitt hana ft. okkar kostnatS. I>að skiftir engu mftli ft. hvaöa stigi veikin er, hvort heldur hön er um stundarsakir, eða varandi, chronic; þér ættuts að senda eftir hinu fría meðali strax til reynslu. t»að skiftir engu í hvaða lofts- lagi þér eruð, eða ft. hvaða aldri, eða hvaða atvinnu þér atundið; ef þér annars þjftist af Asthma, þft pantið læknisdóminn undireina Sérstaklega viljum vér að þeir, sem von- laust var um reyni aðferðina; þar rem alt annað hefir verið reynt, svo sem innspraut- un doches opium aðferð. “patent smokes” o. 8. frv. — Vér viljum fft alla er þjftst af mæðt, andateppu og þvl um líku, til þess að losna við slfkan ófögnuð í einu lagi. í»etta ókeypis tilboð, er of þýðingarmikið til þess að vera vanrækt. Skrifið strax og reynið læknisdðminn. Sendið enga peninga að eins sendið þenna coupon. Gerið það í dag. FRKK ASTHMA COFPON FRONTIER ASTHMA CO., Room 803 T. Niagara and Hudson Sfs., Buffalo, N. Y. Send free trlal of your method to:

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.