Lögberg - 12.09.1918, Side 4

Lögberg - 12.09.1918, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1918 Jögberg Gefið út Kvem Fimtudag af The Col- umbia Preu, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. BíldfeU, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsina: TI(E 0OLUN|BU\ PRES8, Ltd., Box 3172, Winnipog, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipog, *an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. •^»■27 Þrotabús yfirlýsing. Niðurlag. Vér spurðum ritstjóra Voraldar að því, hvort að hann áliti það svik af Republican-blöð- unum í Bandaríkjunum, að veita Wilson að mál- um, þrátt fyrir ólíkar stefnur í innanlandsmál- um, og af afturhaldsblöðunum í Englandi, að styðja Lloyd George. Ekki svarar maðurinn því, heldur reynir að snúa sig út úr ógöngunum, sem hann er kominn í, með því að segja að vér með þessum ummælum eigum við það, að í Oan- ada svari Borden til Wilson í Bandaríkjunuum og Lloyd Gcorge á Englandi! Nei, ritstjóri góður, vér áttum ekki við það, og oss er ósldlj- anlegt, hvernig nokkur maður, sem teljast á með réttu ráði, gat lagt þá meining í orð vor. Vér áttum við það, að þessi blöð, eða þeir menn, sem að þeim standa, skilja það, að tií sé tímabil í lífi þjóða sinna, þegar velferð og sómi þjóðanna krefjast þess að menn standi saman sem einn maður, á móti sameiginlegum óvin. Vér áttum við, að þessir sömu menn skildu það, að til væru mál svo þýðingarmikil og ör- Jagaþrungin, að innbyrðis meiningamunr yrði að hverfa, eða þoka fyrir þeim, um lengri eða skemri tíma. Vér áttum við það, að þessi blöð, sem álitu stríðsmálin, og heiður þjóðar sinnar í sambandi við þetta stríð, meira virði heldur en flokka- og innbyrðis hreppapólitík, hefðu ekki verið að svíkjast undan merkjum — ekki að svíkja flokk sinn — ekki að svíkja fólk sitt og land — heldur að gjöra skyldu sína undir erfiðum og örlaga- þrungnum kringumstæðum; og það er einmitt þetta, sem þessi áminstu blöð hafa gjört, þeim til œvarandi sóma. þegar Þjóðverjar höfðu rofið fylkingar banda- manna og hermenn vorir lágu dauðir og særðir á blóðvellinum. — Já, Sigurður Júlíus, vér dyrf- umst að segja, að ef þetta slys hefði komið fyrir, þá hefði það ekki einasta orðið til þess að greiða Þjóðverjum braut, heldur eyðilegging sam- bandshersins — og í tilbót svik við frelsishug- sjónir og fósturland. Ritstjórinn segir í þessari harmkvælagrein sinni, “að vinnumanninum þykir það einkenni- legt af oss, að vilja sjá íslenzka tungu fremur deyja, en vita af henni í hinni mestu niðurlæg- ingu og segjast samt vilja halda henni við”. Nei, vér furðum oss ekki á neinni fjarstæðu, eða hugsanagraut, sem sá maður lætur á þrykk út frá sér ganga, því ef feðratunga vor var eins aumlega til fara hér hjá oss, eins og ritstjóri Voraldar lýsir henni heima í Reykjavík, þegar hann flutti fyrirlesturinn, til sællar minningar; ef að blessuð skepnan var aðeins hæf til aftöku þá, hve aumkvunarlegt hlýtur ekki ástand henn- ar að vera nú orðið. En vér verðum að játa, að vér sjáum ekki hvernig Sigurður Júlíus fer að réttlæta þær kenningar sínar, að það ætti bæði að slá hana af og láta hana lifa. Oss finst að það verði að vera annaðhvort, eða ekki. En svo eru nú sum verk Sigurðar furðuleg. Ritstjóri Voraldar kvartar yfir því, að feiti maðurinn við Lögberg hallmæli G. P. Þórðar- syni og B. C. Júlíusi, fyrir það að þeysa á bless- aðri skepnunni, sem hann Sigurður Júlíus vildi skjóta 1913, um allar bygðir Islendinga í Can- ada. Hún kvað vera svo illa til fara að Uncle Sam vilji ekki hleypa henni, yfir línuna. Ef Sigurður Júlíus á við ritstjóra Lögbergs með “feiti maðurinn”, þá er hann sér ekki þess með- vitandi, að hann hafi hallmælt þessum mönnum; honum datt ekki í hug að það væri hallmæli á menn, þótt að maður segði að hinn eða þessi væri í fylgd með Sigurði Júlíusi. En fyrst að hann segir það sjálfur, þá neyðumst vér til þess að trúa því að svo sé. — “Bragð er að, þá barn- ið finnur. ’ ’ Að sálarangist Sigurðar hafi verið mikil, þegar hann var að unga út þessari harmkvæla- grein, sést bezt á því, að þegar að fram í grein- ina dregur, missir hann alveg vald yfir málefn- inu og sjálfum sér; gengur þá berserksgang og skorar ritstjóra Lögbergs á hólm. Og þó að hann sé nú enginn hólmgöngugarpur, er hann ekki vanur að renna að óreyndu, og því skal nú ritstjóra Voraldar gefast kostur á þessu, eins fljótt og kringumstæður leyfa. En að fornum sið áskiljum vér oss rétt til þess að ákveða um hólmgöngustaðinn og fyrirkomulag hólmgöng- unnar, og skal hólmgönguvottur vor tilkynna ritstjóra Voraldar stað og tíma. Persónulegar, ærumeiðandi aðdróttanir, sem þessi harmkvælagrein flytur, og í blað- inu Voröld hefir staðið í garð ritstjóra Lög- bergs, verða hér ekki gjörðar að umtalsefni, beldur ætlar ritstjóri Lögbergs að tala við starfsbróður sinn um þær á öðrum stað. Finst ekki Sigurði Júlíusi að eitthvað líkt muni hafa vakað fyrir mönnum og málgögnum hér í Canada. Heldur hann, að allir þeir menn úr frjálslynda flokknum, sem greiddu atkvæði með Union-stjórninni í Canada við síðustu kosningar, hafi verið svo mikil þrælmenni, að neita leiðtoga sínum um stuðning til þess að selja sjálfa sig undir afturhalds hreppapólitík? —Slíkt er fremur ótrúlegt, og með öllu óeðli- legt. Nei, ritstjóri góður, þú veður þarna reyk — og ert að reyna að koma fólki til þess að trúa því, sem ekki er satt — reyna að draga fólk á tál- ar, á sama tíma sem þú ert að reyna að eyði- leggja mannorð þessara manna. — Það er sama tilfinning — sama þjóðræknistilfinningin, sem kom blöðunum í Bandaríkjunum og á Englandi til þess að taka þau hin þýðingarmeiri málin fram yfir þau þýðingarminni, — sem komu þess- um mönnum og málgögnum til þess að styrkja Union-stjórnina. Þeir hefðu styrkt hverja þá stjórn, sem stefndi að hugsjónatakmarki þeirra — því hugsjónatakmarki að vinna stríðið —, hverja þá stjórn, segjum vér, og hvern þann stjómarformann, jafnvel þó það ólíklegasta af öllu ólíklegu hefði komið fyrir, að það hefði ver- ið Sigurður Júlíus, þá hefðum vér neyðst til þess að veita honum fylgi. — 1 þessu máli er ekki um nein flokkssvik að ræða. 1 stríðsmál- inu er aðeins einn flokkur til — sá, sem sleitu- laust fylgir fram hermálum. Allir hinir, ef nokkrir eru — bæði flokkar og einstaklingar — eru ótrúir þessu landi og fegurstu hugsjónum þess. i Ritstjóri Voraldar spyr oss að, hvort að vér vitum að Astralía hafi hafnað herskyldulögun- um tvisvar. Jú, vér höfum heyrt það. Vér höfum heyrt líka, að þegar að þeir voru búnir að drepa þau í annað sinn, þá voru þeir í stand- andi vandræðum með afíeiðingar verka sinna, og fengu manninn, sem barist hafði fyrir því að herskyldulögin yrðu sett á, til þess að taka að sér stjórnina. Vér höfum líka heyrt, að liðsöfnunin hafi farið svo þverrandi síðan, að Ásralíumenn hafi ekki getað fylt skörðin, sem höggvin hafa verið í 'hersveitir þeirra á Frakklandi, heldur h. fi Bretar orðið að fylla þau fyrir þá. Og vér vitum, að sameiginleg nefnd allra verkamannafélaganna í Ástralíu hefir skipað öllum verkamannafélögum í landinu að greiða atkvæði um það 11. nóvember næstk., hvort að þeir eigi ekki alveg að hætta að leggja menn til í þessu stríði; meta meira að sjá atvinnuvegun- um heima borgið, eins og þeir komast að orði. Ritstjórinn spyr oss, hvort að vér dyrfumst að segja, að þessi framkoma sé til þess, að þýzku blöðin gleðjist yfir henni. Vér segjum óliikað: “Já”. Setjum svo, að Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Canada hefðu haft sömu aðferð- ina. Mundi það ekki hafa orðið til þess, að gleðja Þjóðverja og greiða götu þeirra,—mundi það ekki hafa orðið til þess að eyðileggja sam- herja algjörlega? Mundi það ekki hafa orðið bezta ráðið til þess, að þeir gætu gjört það fallega, blessaðir, og komist til Parísar, eins og Sigurður Júlíus lét sér um munn fara í mars, Fer í gegnum sjálfan sig. Ekki eru þau fá viðfangsefnin, sem ritstjóri Voraldar hefir gutláð í um dagana, og hefir þar jafnan alt verið á eina bókina lært, eintóm graut argerð, og hringlandi úr einu í annað. Og nú síðast hefir hann bætt við einni sérfræðigrein- inni enn — bótastagli eða brókargerð, en orðið hefir þó tilraun sú lítið annað, en aumasta kák eins og raun ber vitni um. Þessvegna er það að vesalings ritstjóranefnan grípur ávalt til síns tamasta vopns — blekkinganna, þegar hann þykist vera að svara ritstjóra Lögbergs, í stað þess að ræða með rökum og viti deilumálin sjálf. En þótt nú ritstjóri Voraldar — Bolsheviki blaðsins, sé “gutlari í einu og öllu”, eins og einn málsmetandi maður af þjóðflokki vorum hérna megin hafsins, komst að orði um hann fyrir nokkru, tekst honum samt furðu fimlega að fara i gegnum sjálfan sig og hafa pólitísk fataskifti; rætist þar á honum málshátturinn fornkveðní: “Það verður hverjum að list er hann leikur. — Liberalinn!! Sigurður Júlíus Jóhannesson, veð- ur nú fram á ritvöllinn í málgagni sínu, sbr. Vor- öld 20. ágúst og 3. september s.l., gegn hinni frjálslyndu stjórn þessa fylkis — Norrisstjórn- inni, er hann þó hefir sjálfur hvað ofan í annað talið hina beztu stjórn, er Manitoba fylki, og jafnvel Canada hafi nokkru sinni eignast. Og málin, sem hann telur stjórnina hafa brugðist kjósendum sínum í eru þessi: kvennréttindamál- ið, ráðgjafamálin svo nefndu og beina löggjöfin. Ut af afskiftum stjórnarinnar í þessum þrem málum, er svo liberalinn!! að bölsótast eins og naut í flagi, ef til vill tæplega sér þess meðvit- andi hvort hann er að segja satt eða ósatt, en það bætir nú vitanlega lítið úr skákinni. Ritstjóranefnan veður reyk frá upphafi til enda, að því er snertir atkvæðisrétt kvenna, eins og vér höfum áður bent á. — Norris stjórnin efndi drengilega loforð sitt í því máli, sem öðr- um. Þorir ritstjóranefnan enn að halda fram þeim staðlausu ósannindum, að það sé Norris stjórninni að kenna að allar konur höfðu eigi kosningarrétt í síðustu sambandskosningum 17. des. 1917 ? Veit hann ekki að það er ósatt að konur væru sviftar atkvæðisrétti í þeim sömu kosningum? Konur höfðu þá eigi fengið rétt til sambandskosninga og þar af leiðandi var eigi bægt að svifta þær honum. Veit ritstjóranefnan eigi það, að Norris stjómin semur einungis lög fyrir Manitoba fylki, en ekki fyrir alt fylkjasambandið? Eða hví hefði sambandsstjórnin átt að semja og sam- þykkja lög um fullkomið jafnrétti kvenna, eins og hún gerði á sðasta þingi, ef kvennréttindalög- gjöf Norrisstjórarinnar hefði gilt fyrir alla þjóðina? En ef að aumingja maðurinn veit ekki annað eins og þetta, þá væri það þó varla til of niikils mælst, að hann hætti að masa um stjóra- mál og legði frá sér pennann að fullu og öllu. önnur ákæran, sem Bolsheviki-ritstjórinn ber fram gengn Norrisstjórninni, er út af ráð- gjafamálunum, og í grein, sem birtist í Voröld 20. ágúst s.l. og kallast “Politísk skýjarof”, er komist svo að orði um Norris og flokksmenn hans: “Þegar þeir voru kosnir lofuðu þeir að rannsaka til hlítar ráðherramálin og hætta ekki fyr en þeim væri hengt með fangelsisvist. 1 þessu atriði hafa þeir brugðist og gefið þannig pólitískum skálkum undir fótinn með það að þeim sé óhætt að flá fólkið og rýja, þeim verði hlíft við hegningu, að eins verði gert af því dá- iítið politiskt moldviðri ef á þurfi að halda, en þar skuli rykið verða nægilega mikið til þess að enginn sjái neitt og allir hafi nóg að gera að þurka það úr augum sér”. Svo mörg eru þau orð Voraldar-Bolsheviki-ritstjórinn hlýtur að vita, ef hann annars veit nokkuð, að Norris stjórnin fylgdi fram rannsókn ráðgjafa málanna sleitulaust á allan hátt? Veit hann ekki að stjórnin fylgdi málunum alla leið til dómstól- anna? Þorir hann samt enn að halda því fram að stjórnin hafi ekki gert skyldu sína? Eða er ritstjórinn búinn að gleyma sínum eigin ummæl- um um þessi mál í Lögbergi 12. júlí 1917; þar sem honum farast þannig orð: “Loksins eru þeir lausir allir ráðherrarnir gömlu. Roblin eða lögmenn hans komu fram með vottorð tveggja lækna frá Chicago og eins í Winnipeg um það að heilsa hans væri á svo völtum fótum að honum væri hætta búin ef málið væri tekið fyrir. Stjórnin krafðist þess þá að mál Howdens og Coldwells væri rannsakað, en dómarinn neitaði því af þeirri ástæðu að þeir hefðu verið í sam- særi með Roblin og væri honum slept yrði að sleppa hinum líka”. Síðar í þessari sömu grein kemst ritstjórinn að þeirri niðurstöðu, að ekki tjái að deila við dómarann. Nú virðist ritstjór- inn þó kominn á aðra skoðun. — Hvað veldur? Þá er þriðja ákæra Voraldar-Bolsheviki- ieiðtogans um það_, að Norris stjórnin hafi eigi eínt loforð sín að því er snertir hina beinu lög- gjöf. — Ekki er hann þó nær sannleikanum þar en endranær. Sjálfur hefir hann þó skrifað í Lögberg þegar hann var ritstjóri þess, um mál þetta og talið það eitt af þeim þjóðnytjamálum, sem stjórninni bæri heiður fyrir að hafa hrundið í íramkvæmd. Veit ritstjórinn ekki að um það leyti, sem verið var að semja þau lög, lék nokkur vafi á, hvort fylkið hefði fullkomið vald til þess að inn- leiða slíka löggjöf? Veit hann ekki heldur að dómarar fylkisins litu svo á, að lög þessi færu út fyrir valdsvið þess? Er honum ókunnugt um það, að stjórn- in lét málið þar með eigi niður falla, heldur hef- ir sent það til Leyndarráðs Breta, til fullnaðar- úrskurðar? Veit hann ekki heldur að frumvarpið um beina löggjöf er í gildi og hefir verið ávalt síð- an að það var afgreitt frá fylkisþinginu og verður að minsta kosti í gildi þangað til að úr- skurður er fallinn í Leyndarráði Breta? Og þar verður málið tekið fyrir 4. okt. næstkomandi Þessi ásökun fellur því um sjálfa sig og verður að einberum hégóma. En að ritstjóra vesalingurinn skuli voga að kalla sig liberal, eftir að hafa reynt til þess að rægja æru og sæmd af forvígismönnum liberal- stefnunnar í fylkinu — þeim mönnum, er að dómi hans sjálfs höfðu eigi að eins efnt alt er þeir lofuðu, heldur líka miklu meira, það bítur þó sannarlega höfuðið af allri skömm. — En ritstjóri Voraldar er alt af bálreiður, hann þarf alt af að finna upp á einhverju til þess að skeyja skapi sínu á, og er þá ekki ætíð vandur að meðölum. — Og hann er sárreiður við Norr- is stjórnina, líklega þó einna mest fyrir eitthvað er hann hálfvegis kynokar sér við að segja upp- hátt. Norris stjórnin er með herskyldumálinu og hún telur það lífsskilyrði fyrir þessa þjóð að vinna stríðið. % Er hugsanlegt að hefnd sú, er Voraldar-rit- stjórinn hyggur á við næstu kosningar gagnvart Norris stjórninni, geti staðið í nokkru sambandi við þessi síðasttöldu mál? Spyr sá er ekki veit. Vér viljum svo að endingu leyfa oss að prenta hér upp þrjú sýnishorn af ummælum rit- stjóra Voraldar um Norris stjórnina, í Lögbergi 25. jan. 1917 og 11. okt sama ár, og er hin síðar nefnda grein skrifuð löngu eftir að Norris og ráðgjafar hans komu opinberlega fram til þess að styðja herskyldu málið og Union stjórnina, og geta menn því auðveldlega séð, að um þær mundir sá aumingja maðurinn hvorki blett né hrukku á meðferð almennra mála í höndum Norrisstjórnarinnar. Til frekari leið- beiningar prentum vér hér einnig kafla úr rit- stjórnargrein í Voröld 20. ágúst 1918, sem dálít- ið sýnishorn þess hve stuttan tíma það tekur Voraldar-ritstjórann að hafa pólitisk fataskifti og afneita þrisvar. Sig. Júl. Jóhannesson, Voröld 20. ág. 1918: “Norrisflokkurinn komst til valda mc'S því lof- ortSi að konur skyldu fá atkvæði tafarlaust ef hann kæmist að. Þetta efndi hann að nafninu til—en að eins að nafninu. Þegar konur áttu í fyrsta skifti að neyta atkvæðisréttar síns tóku Norrismenn saman höndum við erkióvini kvennréttinda málsins til þess að banna konum atkvæði—eða þeir létu það ómót- mælt að þær væru sviftar atkvæðisréttinum þegar til þess kom að neyta hans. Norrismenn komust að völdum með ákveðnum loforðum og háværum um beina löggjöf, en þau fóru á sömu leið; í fyrsta skifti sem til þess kom að fólkið ætti að ráða málum sínum til lykta með aðferð beinn- ar löggjafar, gengu Norrismenn í félag við óvini þeirrar stefnu gerðu gys að því að fólkið vildi ráða sinum allra helgustu málum. Þannig hefir Norrisstjórnin stigið hvert sporið á fætur öðru, sem sýnt hefir að hún er fallin frá anda og insta eðli frjálsrar stefnu, fallin frá því sem hún með svo miklum fjálgleik básúnaði 1914 og 1915 og flestir trúðu að hún mundi efna. Norrisstjórnin verður því ekki viðurkend cem frjálslyndi flokkurinn við næstu kosningar heldur þeir einir sem stóðu stöðugir þegar mest á reyndi. Sparið og endursparið. Aldrei áöur í sögunni hefir veriö jafn brýn ástæöa til sparnáöar. Meö sparnaði á öllum sviöum, vinna þeir land- inu mest gagn er heima sitja! Sparið með þvi aö eyða engu i ónauðsynjar, eða öhóf. Sérhver dollar hjálpar til. Sparisjöösinnlegg er fyrsta skrif- ið til fjárhagslegrar velmegunar. Notre Danie Branch—W. M. HAMII/TON, Manager. Selkirk Branch—P. J. MANNING. Manager. THE DOMINION BANK THE R0YAL BANK 0F CANADA Höfuðstöll greiddur $14.000,000 ...$15,000,000 Sir HBBERT S. HOIVT E. Ij. PEASE C. E NEIÞIj Höfuðstðll löggiltur $25.000,000 Varasjöður____ Porseti .... Vara-forsetl Aðal-ráðsmaöur Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relkninga vlð einatakllnga eða félög og sanngjarnlr skllmálar vetttlr. Avfsanir seldar tll hvaða staðar sem er & lslandl. Sérstakur gaumur geflnn spaiirjöðsinnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagð&r viC á hverjum 8 mánuCum. T* E. THORSTEIN9SON, RáCsmeður Co Williass Ave. og Sherbrooke St.. - Winnipeg, Man. Walters Ljósmyndastofa Vér skörum fram úr í því að stækka myndir og gerum það ótrúlega ódýrt. Myndir teknar fyrir $1.50 og hækkandi. Komið til vor með þessa auglýsingu, og þá fáið þér $1.00 afslátt frá voru vanaverði. Walters Ljósmyndastofa, 290 Portage Ave. Taltími: Main 4725 Sig. Júl. Jóhannesson, Lögberg 25. jan. 1917 “Þetta er annað þingið sem situr síðan Norrisstjórnin kom til valda. Aldrei í sögu Canada hefir nokkurt þing afkastað eins miklu og þingið í fyrra. Aldrei hefir neitt fylki afgreitt eins mörg og eins þýðingar- mikl mál. Um margra ára tíma hafði hin stjórnin eytt þingi eftir þingi til þess að komast hjá því með vöflum og v'afningum að koma í framkvæmd á- hugamálum þjóðarinnar. • Þessi nýja stjórn afgreiddi á einu þingi — sínu fyrsta þingi — öll þessi sömu mál. Hún samþykti og afgreiddi vínbannsmálið, sem hin stjórnin hafði haft að leiksoppi í 16 ár; hún afgreiddi og lögleiddi frum- varp um beina löggjöf, sem í mörg ár hafði verið barist fyrir. Hún af- greiddi sem lög kjörgengi og atkvæðisrétt kvenna, sem langur tími og mikil fyrirhöfn hafði farið í að berjast fyrir meðan hinir sátu að völd- um og neituðu um. Öll þessi mál voru fyrir fáum árum kölluð “óbrezk”, “brot á brezkri stjórnarskrá”, “landráð”, “uppreist”, “óstjórn” og ýmsum álíka nöfnum. En þessi stjörn veigraði sér ekki við að gera þau mál að lögum á einu þingi, og hlýtur nú þakldæti allrar þjóðarinnar fyrir að maklegleikum. Þó hefir stjórnin ekki látið þar staðar numið; hún gerði meira og fleira á fyrsta þingi. Hún bætti löggjöfina í verkamálum, og verður það glöggar skýrt hér innan skamms”. Sig. Júl. Jóhannesson, Lögberg 11 okt. 1917 “Afturhaldsmenn voru að tala um stjórnmál nýlega í áheym vorri og var það samtal alleitikennilegt. , Þeir létu sem sér tæki það sárt að Manitóbastjórnin væri aðgerðalítil: “Það ber svo sem ekkert á hennl”, sagði annar þeirra. Slik ummæli, að Manitobastjómin sé atkvæðalítil í fylkismálum, eru með öllu vísvitandi ósannindi og í því skyni gert að villa fólki sjónir eða blekkja það. Sannleikurinn er sá, að aldrei í sögu þessa lands, fyr né síðar, hefir þjóðin átt fylksstjórn, sem jafnmiklum stórvirkjum hefir komið til leiðar á jafnstuttum tíma og núverandi stjórn í Manitoba. íslendingar sumi virðast vera ófyrirgefanlega gleymnir. Það er eins og sumir þeirra séu búnir að gleyma því að Thos. H- Johnson nú- verandi verkamálaráðherra hefir í stjórnmálum unnið það þrekvirki, sem skrifað hlýtur að verða með skýru letri og stóru i stjórnmálasögu vorri, og er það heiður sem vér sem þjóð verðum hluttakandi í. Hann hefir velt af stóli þeirri spiltustu stjórn sem í nokkru fylki hefir þekst; hann hefir létt af herðum Manitoba þjóðarinnar því þyngsta hlassi, sem hún nokkru sinni hafði verið dæmd til að bera — það v’oru alls konar fjár- dráttar- og samsæris byrðar, sem þeir létu þar er fyrir því var trúað að létta byrði þjóðarinnar. Vér vitum það öll að Johnson er það sem þetta þrekvirki vann, þótt öðrum hafi stundum verið talinn heiðurinn fyrir það Og þetta verk kom á heppilegum tima. Hvílik voða samsæri mundu það vera sem fram hefðu farið nú á milli Roblinstjórnarinnar sælu ef hún hefði verið við lýði og Borden-klíkunnar í Ottawa! Hvilík ham- ingja það var fyrir oss að Roblin var hrundið frá völdum þegar það tókst Engnn veit hversu mikid gagn þjóðinn hefir verið unnið með því. Manitoba stjórnin komst til valda með ákveðnum loforðum um á- kveðnar umbætur, eins og allar stjórnir hafa gert hér, en i stað þess að oftast hefir fólkið orðið að reka stjórnirnar til þess að standa við loforð sín og eiga í illdeilum við þær, tók Manitobastjórnin aðra stefnu og lítt þekta hér. Hún lögleiddi blátt áfram tafarlaust og eftirrekstrarlaust all- ar þær umbætur er hún hafð lofað og miklu fleiri. 1 þessu er það fólgið — þó einkennilegt megi virðast — að sumum finst stjórnin aðgerðarlítil. Það er satt að Norrisstjómin er engin há- vaðastj'órn; einmitt af þvi að hún efnir loforð sín ótilknúð snýst stórnar- hjólið hægt og hvellalaust; hún er eins og hver annar góður ráðsmaður, sem ekki þarf að skamma til að gera skyldu sína, Margar stjórnir hafa þann sið að geyma framkvasmdirnar þangað til kjörtímabilið er að segja á enda og hengslast þá við eitthvað af þeim rétt fyrir kosningabeitu. Norrisstjórnin aftur á móti steig svo mörg og stór spor tafarlaust að hún myndaði nýtt tímabil í sögu landsins og þjóðar- innar. Norrisstjórnin á stórar og miklar þakkir fyrir það að hún hefir sýnt að loforð hennar voru engin þýðingalaus kosningabeita. ISLAND Þorleifur Jónsson póstafgreiðslu- maður v'arð fyrir því óhappi níi ný- lega, að hrapa ofan af móskúr svo illa, að hann bæði fótbrotnaði og fór úr liði um öklann. Oddur Gíslason yfirréttarmála- flutningsmaður hefir í hyggju að flytjast af landi burt og setjast. að í Kaupmannahöfn með fjölskyldu slnni. Hús hans við Laufásveg hefir Veypt Axel Tulinius fyrv. sýslumaður fyrir 35.000 krónur. Herdísarlóðina svonefndu við Aust- urstræti, austan við ísafoldarprent- smiðju, hefir frú Margrét Zoega selt nýlega fyrir 42.000 kr. Kaupendur sagðir: Lúðvík Lárusson (f. h. skó- verzlun L. G. Lúðvígssonar), Halldór Sigurðsson úrsmiður og Pétur Þ. J. Gunnarsson kaupmaður. Fyrir 20 árum var lóð þessi með húsum og öllu seld á 6000 kr. og þótti dýrt. Svona breytast tímarnir! Sorgarathöfn fór farm í dómkirkj- unni í gær kl. 6 síðdegis yfir líki síra Jónasar Jónassonar. Var svo líkið borið þaðan á skipsfjöl Villimoes, er flytur það til Akureyrar. Nýlega voru gefin saman í Kaup- mannahöfn Martin Bartels banka- ritari og jungfrú Elísabet Arnórs- dóttir ('prests Árnasonar). Influenza stingur sér allmikið nið- ur hér í bænum, en er hvorki skæð né langvinn. Látin er nýlega að Vogi á Mýrum frú Ásta Gunnlaugsdóttir, kona Helga Árnasonar, en systir Kjartans kaup- manns hér í bæ, kona á bezta aldrL

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.