Lögberg - 26.09.1918, Page 3

Lögberg - 26.09.1918, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1918 S Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. pRIÐJI KAFLI. “Eg hefði sent einn af þjónunum, hefði eg verið sem þér.’’ “Það getur verið að þér hefðuð gjört það, en Laura Carlton er ekki húsmóðir yðar. Hefði eg sagt, að einn af þjónunum gæti farið, þegar hún sendi mig, þá hefði eg verið rekin. Er þetta lvkillinn? Hann sýnist vera mjög óbrotinn.” “Hann er mjög óbrotinn, ungfrú,” sagði liann, og fór svo að skýra fyrir henni, hvernig œtti að nota hann. “Góða nótt, ungfrú Stiff- ing, eg óska yður heppilegrar ferðar heim.” “Þér hljótið að vera heimskingi, fyrst þér óskið þessa, þar eð þér vitið að krapasnjókoma er úti. ’ ’ Unga stúlkan hraðaði sér heim, og lafði Laura beið hennar óþolinmóð í búningsklefa sínum. Hvað var það, sem gjörði hana svo eirðarlausa þetta kvöld? “En hvað þú hefir verið lengi burtu, Stiff- nig,” sagði hún þegar stúlkan kom. • “Lengi, lafði ? ’ ’ svaraði Stiffing. “Eg gekk eins hart og eg gat, í illviðrinu og ófærð- inni; þetta er það, sem White sendi. Á eg að opna skápinn núna, lafði?” “Nei. Það er kominn tími til að eg fái portvínshlaupið nú.” Stiffing gekk ofan, tautandi eitthvað um dutlunga. Kom svo upp aftur með það um- beðna. Þegar hún lét það á borðið, horfði lafði Tjaura á hana. “Eg skil ekki hve skeytingarlaus þú ert, að týna lyklinum?” “Eg er viss um að eg lagði hann í lykla- skúffuna í gærmorgun, lafði.” “Þetta er nóg, Stiffing”, sagði Laura; “það er gagnslaust að endurtaka þetta. Þú mátt fara ofan og hlýja þér; þegar eg þarf þín, skal eg hringja. Og Stiffing, þú mátt ekki gleyma því að þegja, eins og eg bað þig. Eg vil ekki að fólkið fái að vita, að eg hefi fengið aðal- lykil; það gæti kent einhverjum af þeim óþokka- brögð”. Stiffing sagðist skyldi muna það og fór. dafn kröfuhörð og dutlungasöm og Lafði Laura var líkaði fólkinu vel við hana, því hún var því samt hlynt. Stiffing lét fara vel um sig í dag- stofu fólksins fyrir framan eldstæðið. Hitt fólk- ið var forvitið að fá að vita hvert erindi hennar befði verið út. “ Að eins smá-erindi fyrir lafði”, svaraði hún. Judith var þarna hjá fólkinu, lafði .J ana hjá Lucy og Carlton farinn út. Niður aftari stigann gekk Laura, með svartan silkiklút bundinn um höfuðið og sjal vafið um sig, með aðal-lykilinn í hendinni. Ekk- ert ljós var þar, svo liún varð að þreyfa sig á- fram unz hún kom ofan í kjallarann; hún þreif- aði sig áfram í gegnum hann, gekk inn í klefann og kveikti ljós á vaxkerti, sem hún hafði með sér Sú hugsun hafði fest rætur hjá Lauru, að hún mundi geta fundið eitt eða annað í skápn- um, sem staðfesti grun hennar. Að Carlton lokaði skápnum svo skyndilega, þegar Laura kom ofan í kjallarann, vakti þenna grun. Er það ekki markvert að fylgja rás viðburð- anna, hve lítilf jörlegir sem þeir kunna að vera, sem oft leiðir til þess að uppgötva afbrot. Einu ári áður hafði Laura af tilviljun kynst því, nvemig nota mætti aðal-lykil, hún veitti þá litla athygli þessu atviki, og hvers vegna hefði hún líka átt að gera það ? Og þó, án þess hefði henni aldrei heppnast að opna skáp manns síns í kjall- aranum. Nú opnaði hún hami með hægu móti, og setti ljósið inn í hann, á meðan hún leit yfir innihald- ið. Þar voru tvær hillur, sú efri full og hin að hálfu leyti af efnafræðislegum áhöldum. Hjá henni stóð læstur kassi, líka var þar bréfaveski opið. Lafði Laura tók kassann og hristi hann; hafi peningar verið í honum, þá hafa það verið bankaseðlar, en hvorki gull né silfur. Hún setti hann frá sér aftur, tók veskið og opnaði það. Vonbrigði hennar voru mikil, þegar hún fann þar ekkert nema borgaða reikninga og pappírs- mepla, sem á voru rituð latnesk eða grísk orð; þar var ýmislegt skrifað til minnis, en ekkert sem staðfesti eða eyðilegði afbrýðis gransemd hennar; þar voru tveir eða þrír lyfjamiðar með nöfnum orðlagðra læknira; þar voru líka leið- beiningar til að búa til ýms lyf. Lafði Laura fann þarna ekki annað en rusl, sem hún kallaði það. Hún ætlaði að fara að loka veskinu, þegar hún varð vör við lítið hylki til annarar hliðar- innar, hún leit ofan í það og sá þar bréf, en ekkert annað, hún tók það. “Háttvirti hr. Lewis Carlton”, var áritan- in, og lafði Laura smokkaði því í vasa sinn til þess að lesa það seinna; en svo mundi hún alt í ein eftir nokkuru, hún tók bréfið upp aftur og starði á áritanina. Ef hún nokkuru sinni hefði séð rithönd Clarice systur sinar, þá áleit hún sig sjá hana þarna. En hún hafði engan tíma til þess að fullvissa sig um það núna; því hún stóð sem á nálum og lét bréfið aftur í vasa sinn. Hún lét veskið aftur á sama stað, tók ljósið og lýsti á efri hilluna; en þar voru að eins lækna áhöld. Hún var að hugsa um að gaman væri að lita ofan í litla kassann, en varð þá bilt við að heyra rödd Carltons í stiganum. Hann var sjáanlega á ferðinni ofan, en stóð kyr eitt augnablik til að segja eitthvað við þjón- inn eða sendisveininn, sem stóð við dyrnar i lyfjastofunni. Lafði Laura leit í ki’ingtim sig eftir skýli, og hún sá tunnu í einu horninu. Hún slökti ljós- ið greip stjakann og aðal-lykilinn, læsti skápn- um fast og fól sig milli tunnunnar og veggjarins, en hjarta hennar sló nú harðara en nokkru sinni áður. Hún vildi næstum því heldur deyja, en að hann yrði hennar var þarna. Hún var að eðlis- fari heiðarleg, og hataði alla varmensku, og hefði hann fundið hana þarna, þá hefði það orð- ið varanlegt áfall fyrir sjálfsvirðingu hennar. Á þessu augnabliki fann hún hve ranglát og auð- virðileg þessi breytni hennar var. Carlton kom inn með ljós í hendi. Hann tók lyklakippu upp úr vasa sínum og stakk einum lyklinum í skrána, en varð þess þá var að hún var ólæst. ‘ ‘ Hvað þá — hver rækallinn, ’ ’ tautaði hann bálfhátt; “'hefi eg skilið við hann þannig?” Svo leit hann í kringum sig í klefanum, eins og Iiann grunaði eitthvað; kona hans sá það, og varð hrædd um að hann sæi sig. En hún var dökk-klædd og sat í skugganum í króknum. Svo l'eit hann á skrána, en hún var óskemd. Að því búnu fór hann að flytja til munina á efri hillunni til að sjá glersívalning. Hann hélt á honum þegar hann heyrði rödd Jeffersons. “Eruð þér þarna niðri, hr. Carlton?” “Já”, svaraði læknirinn, “viljið þér mér nokkuð ?’ ’ “Barnið í Tuppers húsi er lakara; það ligg- ur fyrir dauðanum, halda þær”, “Og því fyr sem það deyr því betra”, sagði Carlton við sjálfan sig. “Eg get ekki hjálpað vesalingnum eða linað kvalir hans. — Hver er kominn?” spurði hann hátt. “Að eins nágrannakona ”, svaraði Jeffer- son. “Þér viljið máske heyra hvað hún hefir að segja?” “Nú kem eg”, sagði Carlton. Hann lagði sívalninginn frá sér, lokaði ekki skápnum, án efa af því að hann ætlaði að koma þangað strax aftur. Þegar fótatak hann heyrð- ist ekki lengur, þaut Laura á fætur, upp stigann og kringum hornið, sem var á milli stiganna. Þegar hún kom til herbergis síns settist hún nið- ur og geispaði, að því komið að vfir hana liði. Hún smakkaði á portvínshlaupinu, hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum til að hvíla sig. Hálfri stundu siðar stóð hún upp, þreifaði í vasa sínum og tók upp úr honum lykil Það var skáplykillinn. Hún opnaði svo skápinn, lét hann standa opinn, en fór með Iykil- inn inn í svefnherbergið og lét hann detla á gólfið rétt hjá lyklaskúffunni, svo ungfrú Stiff- ing gæti fundið hann þar næsta morgun. Hún setist við ofninn og opnaði bréfið, en áður en hún hafði lesið eitt orð kom Jana inn. “Lucy er sofnuð”, sagði Jana, “og mig langar til að hvíla mig. Þú þarft mín líklega ekki í kvöld, Laura?” “Eg þarf þín ekki í kvöld”, sagði Laura ó- þolinmóð. “Því viltu hátta áður en kl. er tíu. liún er ekki tíu enn þá”. “Eg er fremur þreytt og hefi höfuðverk. Nú, þegar eg er orðin óhrædd um Lucy, finn eg til áhrifa áreynslunnar og æsingsins síð- ustu tvær vikurnar. Góða nótt, Laura”. ‘ ‘ Góða nótt ’ ’, svaraði Laura. ‘ ‘ Eg fer sjálf í rúmið innan stundar”. En Jana var naumast farin þegar Carlton kom inn, svo hún varð að stinga bréfinu í vasann Hann var þreyttur og settist niður beint á roóti henni. Hann hafði átt annríkt allan dag- inn, og var nú kominn aftur eftir að hafa hlaup- ið til Tuppers húss. “Hvernig líður þér í kvöld, Laura?” “Fremur vel. Þú sýnist vera þreyttur, Lewis”. “Svo þreyttur að eg er orðinn leiðnr á því”, svaraði Carlton. “Menn eru kröfuhnrð- ari nú, en meðan hættan var mest”. “Þú komst ekki heim til dagverðar?” “Nei, eg þarf eitthvað að borða nú. Ætlar þú ekki að fara í rúmið, Laura?” ‘ ‘ Eg veit það ekki; eg held eg sé þreytt af rúmlegunni; en eg verð þó að hátta bráðum”. Hann hló alúðlega. “Þú ert þreytt af að liafa lítið að gera, og af því að hafa of mikið. Laura, við þörfnumst breytingar. Eg skal brátt yfirgefa South Wenuock.” Hann sat kyr litla stund og fór svo ofan. “Máske eg fái nú frið til að lesa það,” sagði hún um leið og hún lét slagbrandinn fyrir dyrn- ar; en raunar engan i’iið á eftir, því innihaldið kcm henni í óskiljc.nleg vandræði. 17. KAPITULI. Dálítil skíma Lafði Jana'Chesney sat fyrir framan speg- ilinn sinn, og Judith stóð og burstaði hár henn- ar, þegar Laura kom inn. “Jana, mig langar til að tala við þig,” sagði Laura. “Seztu hérna við ofninn.” “Mér heyrðist þú segja að þú ætlaðir að hátta,” sagði Jana. “Eg er ekki þreytt. Hreyfingin er mér eins holl og hvíldin, og eg hefi fengið talsverða hreyfingu í kvöld. Jana, þú hafðir rétt með til- liti til Claricu.” “Rétt í hverju tilliti?” spurði Jana. “Hef- ir þú spurt Carlton um hana?” “Á eg að fara út, lafði, og koma aftur seinna?” spurði Judith. “Nei,” ságði lafði Laura. “Það er nokk- uð til að rannsaka, og þú getur máske hjálpað okkur, Judith. Eg hefi ekki spurt Carlton, Jana, en með því að” — Laura hóstaði veiklu- lega — með því að rusla í einni af hinum ónot- uðu hirzlum hans, fann eg þetta bréf. Bréf skrifað af Clarice.” Jana hugsaði um bréfsnepilinn, sem Laura 1‘ann eitt sinn, með rithönd Claricu. “Það er skrifað til manns hennar,” sagði Laura. “Þessa Tom West, álít eg. Og það sannar að hún kom til South Wennock, og að Carlton hefir veitt henni læknishjálp. Hugs- aðu þér, Jana, til South Wennook. Hún hefir hlotið að heimsækja frú Jenkinson, þar sem systir Judithar er, því að það er skrifað í Palace Street. Eg skal lesa það fyrir þig, Jana. ’ ’ “Palace St. nr. 13, South Wennock, Föstudagskvöld, 10. marz 1848. Elsku maðurinn minn. — Þú munt verða hissa að heyra um ferð mína, og að eg er komin til South Wennock. Eg veit að þú reiðist, en eg get ekki gjört við því, og við skulum tala um ósigkomulagið þegar við finnumst. Eg hefi spurt fólkið hérna um lækni, og það hefir mælt því að eg vildi heldur Carlton. Hvað segir þú mjög mikið með Greys bræðrunum, en eg sagði um það ? Eg verð að biðja hann að koma og líta til mín í kvöld; því almenningsvagninn frá brautarstöðinni hefir hrist mig afarmikið, og mér líður alls ekki vel. Eg veit að hann kemur og það tafarlaust. Það var ósanngjarnt af þér, elskaði maður- inn minn, að vilja að eg lægi veik svo langt frá þér. Eg fann að eg gat það ekki, og að eg hlyti þá að deyja, og það er þessvegna að eg hefi ver- ið þér óhlýðin. Eg get farið til baka aftur, þegar alt er vel afstaðið, ef kringumstæðurnar banna að opinbera hjónaband okkar. Það get- ur ekki gjört neinn baga; því eg hefi ekki opin- berað nafn okkar, og þú verður að spyrja eftir mér undir því nafni, sem þú og West höfðuð svo gaman af að gefa mér í spaugi. Eyddu engum tíma, komdu hingað innan hálfrar stundar, ef þú getur, því eg er sannar- lega veik, og líttu á mig sem þína ævarandi ást- rfku konu Claricu.” “Eg hefi heyrt nokkuð af þessu bréfi áð- ur,” lá Judith við að segja, en hætti við það. Lafði Jana tók bréfið og las, um leið og hún í- grundaði hvert orð. “Mér er þetta alveg óskiljanlegt,” sagði hún loksins, um leið og hún tók umslagið frá Lauru. “Hvað er þetta, áritanin er til Carl- ton!” hrópaði hún. ‘ ‘ Það hefir af einhverjum ástæðum lent hjá honum; máske hann og Tom West hafi fengið sin bréf saman rugluð,” svaraði Laura. “Eg efast alls ekki um að hún hafi gifst Tom West. Judith segir að hann liafi oft komið til frænku sinnar í Palace Street, og bréfið er skrifað þar. Eg — Judith, hvað gengur að þér?” “Þökk fyrir, lafði,” svaraði Judith, “mér er dálítið ilt, en það batnar strax.” “Það er sjáanlegt að Clarice hefir komið til South Wennock án samþykkis manns síns,” sagði Laura. “Hann hefir eflaust verið hjá frú Jenkinson; er ekki það liúsnúmer þrettán, Judith?” “Nei, lafði, frú Jenkinsons hús hefir nr. fjórtán,” svaraði Judith lágt. “Nú, jæja, menn geta hæglega misskilið ó- kunn númer. Clarice hlýtur að hafa —” “Laura, eg get alls ekki skilið,” greip Jana fram í. “Hversvegna skyldi Clarice koma, nema til að koma til hans. Og bréfið ber með sér, að hann hafi átt heima hér, en — West átti aldrei heima hér, Judith?” “Nei, lafði, hann átti aldrei heima hér,” svaraði Judith, sem var all-óróleg. “Clarice hefir ekki gifst Tom West,” sagði Jana. “Þetta bréf er skrifað í marz, en hann fór til Indlands í febrúar.” “Lafði,” sagði Judith, “eg hefi spurt syst- ur mína, hvort skírnarnafn Wests væri Tom, en hún sagði að það væri Robert, og að hann væri löngu giftur ungfrú Pope, og ætti heima í Gloucesterhire.” “Það er þá afgjört að því er hann snertir,” sagði Laura undrandi. “Þetta efni er óskilj- anlega flókið.” “Ekki alveg,” sagði Jana. “Robert West hefir máske verið bróðir Tom. Veizt þú það Judith, og veiztu hvort Robert var læknir?” “Robert hafði enga sérstaka iðn, og hann átti engan bróður, segir Margaret.” “Laura, eg þoli þetta ekki,” sagði Jana. “Eg ætla nú að fara og tala við hr. Carlton; eg hefði átt að snúa mér að honum fyr.” Jana lét á sig línhúfu og gekk svo inn í borð- stofuna. Carlton sat í hægindastól við ofninn og rejrkti vindil. Þegar Jana kom inn, fleygði hann honum í eldinn. “Eg bið fyrirgefningar á því, að eg trufla \rður um þetta leyti,” sagði hún, “en eg vona að þér getið gefið mér upplýsingar, sem eg þrái svo mjög. Fyrir nokkrum árum síðan komuð þér oft til fjölskyldunnar West, sem heima átti í Gloucester Terrace, Hjrde Park. Getið þér sagt mér hvort Tom West giftist systur minni?” Ómögulegt er að lýsa andliti og svip Carl- tons nákvæmlega. Vandræði og undrun sáust þar all-glögt, fyrst yfir því að hafa verið sak- aður um að hafa þekt West, og þar næst yfir því, að vera spurður um systur lafði Jönu. “Um það get eg ekkert sagt jrður,” sagði hann loksins, eins og utan við sig. 4 * Eg vona að þér getið það, herra Carlton. Eg hefi máske ekki talað nógu greinilega. Þér voruð vinur Tom West, var það ekki?” “Eg þekti hann raunar,” sagði hann eftir litla þögn, “en aðeins lítið. Hann fór til Ind- lands og dó þar..” “Aðeins lítið?” endurtók Jana. “Frú West sagði mér, að þér hefðuð verið tíður gest- ur þar, og að þér hefðuð verið mikið saman við frænkur hennar og systur mína. Okkur grunar að hún hafi gifst Tom West. Vitið þér hvort það er tilfellið?” Svipur Carltons var jafn agndofa af hræðslu og áður. “Eg skil yður ekki, lafði Jana. Eg hefi aldrei séð systur yðar hjá Wests. Hvaða syst- ir var það?” “Þér sáuð ungfrú Beauehamp?” Hann stökk áfætur, greip skörunginn og skaraði í eldinum. “Nú, jæja,” sagði hann. “Eg tala um ungfrú Beauchamp; hún var systir mín. ’ ’ Areiðanlegustu Elldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRA5TAR af því þoereru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín maelir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR Húðir, UU Og .... LODSKINN Ef þú óskmr eftir fljótrí afgreiðalu og Kaentm vcrði fyrir ull og loSskinn.skrífið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. [un, Gœrur og Seneca Rœtur 1 Vér kaupum vörur þessar undir eins í stórum og imáum slumpum. Afarhátt verð borgað. Sendið oss vörurnar strax. fí, . „lil-g—a 1 99 1 . s. R0BINS0N W I N N I P E G, 157 RUPERT AVENUE og y 150-2 PACIFIC AVE. East | M AN . Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín Beztu Meðmæli. Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann- gjamt. Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra eru í ólagi. Dr. C. C. JEFFREY, „Hinn vnrfærni tannlæknir'* Cor. Lognn Ave. og Main Street, Winnipeé UfDSKINN Uu*D(lur, Veiðlmennn og Vcrslunarinenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestn sklnnakaupmenn f Canada) 213 PACIFIC AVENUE..............WINNIPEG, MAN. Hæsta verft borgað fyrlr Gæror Húðlr, Seneca rætur. SENDM) OSS SKINNAVÖUU YÐAR.' KOL! Taltími Garry 2620 KOL! i D. D. Wood & Sons, Ltd. ■ ■ ■ Félagið sem hefir góðann § eldivið ágœta afgreiðslu 1 OFFICE Og YARDS: R03S AVK., Homi ARUNGTON STR. I S ■ Reglubundin afgreiðsla. ■ Abyrgst að menn verði ánægðir, | VIÐUR------------------------------------------VIÐUR I llllWMHIHIIIIllllllMllllllMIIMIIMKWillllllMIIIIIHimillimMiMiiii^ Af ferðam fossaaefndarianar. Fossanefndin kom heim með Botníu ens og kunnugt er, og hitti Vísir einn nefndarmanninn, Jón Þorláksson verk fræðing, aS máli í gær og bað hann að segja sér eitthvað af ferSitm nefnd arinnar. Hann kvaSst fátt geta sagt aö svo stöddu, nema þá lauslega frá ferðalaginu. Nefndin fór frá Kaupmannahöfn, þegar eftir að hún kom þangaS, til SvíþjóSar, og var feríSinni fyrst heit- iö til Tröllhúttan. í>ar á sænska ríkiC öfluga rafmagnsstöð, sem það rekur sjálft, en selur strauminn til ýmiskon- ar iðnreksturs og hefir bygst bær þar .umhverfis. Þrjár slikar stöövar aörar á sænska ríki’5, og eru þær allar rekn- ar á sama hátt. Þegar nefndin hafði skoðaö Trollháttan-stöðina, hélt hún til Kristjaniu. Þaðan fóru þeir Jón Thorláksson? Sveinn Ólafsson og for- maður rtefndarinnar Guðm. Bjömson og skoðuðu aflstöövar félagsins “Norsk Hydro” við Rjúkan og í Nototen. Siðan fóru þeir Jón og Sveinn til Þrándhems, en formaður- inn fór til Stockhólms á fund fossa- stjórnarinnar sænsku. í Þrándheimi rekur bœrinn raf- magnsstöð, og kvaðst Jón Þorláksson 1 sérstaklega hafa haft hug á því a8 kynnast rekstri þeirrar stöðvar, vegna þess aS hún hafi verið stofnuð og rek- in frá upphafi tneð það fyrir augum, að sem flestir gpetu haft bennar not og rafmagnið því selt svo ódýrt sem unt er. Hefir stööin veriö stækkuö og aukin ár frá ári siöan hún var stofnuð og er nú orðin allstór og blómgast prýðilega. Eftir þetta fór nefndin öll aftur til Kaupmannahafnar. Þar fékk for- maður hennar áheym hjá konungi, en nefndin er skipuö af konungi og þótti það því tilhlýðlegt. Loks kom nefnd- in á fund fossafélagsins íslands í þeim erindum að spyrjast fyrir um fyrirætlanir félagsins hér á landi og veröur ger sagt frá öðmm afrekum hennar í þessari utanför. • —Vísir. Ókeypis TIL ÞEIRRA ER ÞJÁST AF MŒÐl I>eir aem þj.Tst af mæði .... .... ...... Nýtt meðal, wm menn Rfta nolað helma, án súraauka efitt tfmatap*. Vér höfum nýja aðferð, sem læknar Asthma, ogr vér viljum að þér reynið hana & okkar kostnað. Pað skiftir engu máli á hvaöa stigi veikin er, hvort heldur hún er um sturfdarsakir, eða varandi. chronic; þér ættuð að senda eftir hinu fría meðali Htrax til reynslu. Það skiftir engru í hvaða lofts- lagi þér eruð, eða & hvafia aldri, eða hvaða atvinnu þér atundið; ef þér annars þjáist af Asthma, þá pantið læknisdöminn undireina Sérataklegra viljum vér að þeir, »©m von- laust var um reyni aðferðina; þar sem alt annað hefir verið reynt, svo sem innspraut- un doches oplum aðferð, “patent smokes” o. 8. frv. — Vér viljum fá alla er þjást af mæði, andateppu og þvi um líku, til þess a» losna við slfk&n ófögnuð í einu lagi. Þetta ökeypia tilboð, er of þýðlngarmikið til þess að vera Vanrækt. Skrifið strax og reynið læknisdóminn. Sendið enga peninga að eina sendið þenna coupon. Gerið það f dag. FREE A8THMA COCPON FRONTIER ASTHMA CO., Room 803 T. Niagrara and Hudson Sttf., Buffalo. N. Y. Send free trial of your method to

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.