Lögberg - 26.09.1918, Síða 6

Lögberg - 26.09.1918, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1918 t= Söngmeistarinn frá Nuremberg. Þegar Davíð kom til baka á skóverkstæÖiÖ, var dagur að kvöldi kominn, og lærisveinarnir töl- uðu saman um daginn og veginn, þar til mál var að foka. “Miðsumar, miðsumardagur. Blóm, borðar, sælgæti, gleði. Ó, að morgundagurinn væri kominn!’’ sungu þeir, og létu gamanyrði fjúka um það, hvað Davíð ætti gott að mega vera með Lenu, kærust- unni sinni allan daginn. Og Davíð sjálfur lék við hvern sinn fingur af tilhlökkun tii morgundagsins, sem hann vonaðist eftir að yrði merkisdagur í lífi sínu, því að hann átti von á að húsbóndi sinn mundi afhenda sér sveinsbréfið, og, þá gat hann með full- um rétti beðið Lenu að verða konan sín. “Davíð, Davíð, ertu þarna?’’ heyrði hann að var hvíslað fyrir utan dyrnar, og þegar að hann lauk upp dyrunum, sá hann Lenu með körfu í hend- inni, sem hann kannaðist vel við, því hún hafði oft áður fært honum sætabrauð og allskonar góðgæti í þessari körfu, og hann fór að hugsa um hina rík- mannlegu máítíð, sem hann og félagar hans mundu fá um kvöldið. “Davíð, Davíð,” sagði Lena, “sjáðu hvað eg hefi búið til handa þér, kæri,” og hún tók lokið af körfunni og sýndi honum alt góðgætið. “En segðu raér, Davíð, hvernig gekk Sir Walters að syngja? Vann hann verðlaunin?” “Nei, það gjörði hann ekki,” mælti Davíð, eins og utan við sig og horfði á góðgætið í körfu Lenu. “Söngmeistararnir höfnuðu söngnum. En segðu mér, Lena, hvenær eigum við að hittast í fyrramálið til þess að fara til leikjanna?” En í staðlnn fyrir að svara, greip Lena körf- una úr hendi Davíðs, sem var búinn að taka við henni, og þaut út úr verksmiðjunni. Davíð, sem þótti þessar tíktúrur undarlegar, varð bæði hrygg- ur og reiður, og svo bætti ekki úr skák, að félagar hans, sem staðið höfðu fyrir utan, fóru að skelli hlæja og varð hann við það enn reiðari. “Snautið þið allir í burtu,” sagði hann í höst- um róm. “Það er meira en mál að loka verkstæð- inu.” Þeir þorðu ekki annað en fara, en litu um öxl sér og sogðu gletnislega: “Til Iukku með morgundaginn Davíð.” Rétt í þessari andránni kom Sachs, og þegar að hann sá Davíð, mælti hann: “Hvað hefir nú komið fyrir? Hafið þið læna verið að rífast aftur? Lokaðu verksmiðj- unni og farðu að hátta, eg þarf þín ekki með í kvöld. ’ ’ “Á eg ekki að æfa mig á að syngja í kvöld?” spurði Davíð. “Nei, ekki í kvöld,” mælti Sachs. “Skildu mér eftir ljósíð, og farðu svo tafarlaust að hátta.” Davíð gekk burtu, hugsi og undrandi yfir því, að fyrst hafi Lena verið svo undarleg, og nú komi húsbóndi hans, sem æfinlega væri geðprýðin sjálf, og væri ekki máli mælandi, og hann gat sízt skilið í, hvað slíku mundi valda. Eftir að Davíð var farinn stóð Sachs við smíðabekkinn £ þuugum þönkum um stund. Hann var að hugsa um söng Sir Walters; hljómarnir virtust enn titra £ eyrum hans, og þrýsta nýjum hugsunum farm £ huga hans. Var það virkilega rödd vorsins, sem var aftur að hreyfa sér í sálu hans? Vissulega hafði maður þessi sungið eins og fuglarnir syngja; ekki reyndar gat faann sannað það, en honum fanst að það hlyti að vera. Og þó maðurinn hefði ekki sungið eftir neinum þeim reglum, sem þektust í Nuremberg, þá var Sachs svo mikill lisíamaður að sjá, að slíkt var máske ekki 8Öngmanninum að kenna, heldur þeirra eigin reglugjörð. f»y;f gátu allir ekki heyrt það, sem hann heyrði? fCEn eg skal kenna einum af þess- um mönnum lexfu í kvöld,” sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann tók saman smíðatólin og hálf- gjörða skó á bokknum, fór með það fram í dyrnar og ætlaði að fara að vinna. En aftur lagði hann frá sér tólin og verfcefníð, og fór að dreyma um söng Sir Walters. Plftir að hann hafði setið £ þessum stellingum dáTRla stund, hrökk hann upp af draum- um sínum við eamræðu, sem hann heyrði út á göt- unni. Það var herra Pogner og Eva dóttir hans, sem komu gangandi eftir götunni er verksmiðja Sachs stóð vfð, og var hús herra Pogners £ sömu götu og nærri þvf andspænis húsi Sachs. Eva var vön, á meðan hún var lítil, að fara yfir götuna til Sachs og hlusta á æfintýri og sögur, sem hann sagði henni, og dð hann kunni mikið af. Sachs hafði því mikið dálæti á Evu og þótti vænt um hana. Og hann vissi, þó að enginn hefði sagt hon- um það, að það var Sir Walter, en ekki Beckmess- er, sem Eva vildi að ynni verðlaunin og hana sjálfa. “Þetta er fagurt kvöld, Eva,” sagði Pogner, “og það lítur út fyrir gott veður á morgun. Eg er altaf að hugsa um það, hvað morgundagurinn muni bera í skauti sínu þér til handa. Að sjá þig, elsku barnið mitt, setja sigursveiginn á höfuð sig- urvegarans — söongmeistarans — verður hin gleðiríkasta etund æfi minnar; því eg vonast eftir, að eg með gleði og ánægju geti nefnt þann sama mann son minn.” “Kæri faðir minn, er það ófrávíkjanlegt að eg verði að giftast söngmeistara?” spurði Eva í lág- um róm. “Já, barnið mitt, eg hefi svarið þess dýran eið,’ ’ mælti herra Pogner um leið og hann lauk upp húsdyrunum og hleypti Evu inn, Það leið ekki á löngu frá því að Eva kom í húsið þar til að Lena var búin að segja henni hvernig farið hefði með söngsamkepnina. Og þegar Eva heyrði það, fór hún inn í herbergi, sitt hágrátandi og settist þar niður, kvíðafull og hrædd við framtíðina. En er hún hafði setið þannig í þungum hugs- unum um stund, heyrði hún hamarshögg úti fyrir, og fór hún að hlusta eftir hvað það mundi vera. En Lena, sem var inni í herberginu hjá henni, mælti: “Það er Hans Saohs. Mikið ósköp vinn- ur maðurinn seint í kvöld. Viltu ekki fara út til hans og spyrja hann ráða, — þú veizt að honum þykir bæði vænt um þig og Sir Walters.” Eva lét ekki segja sér það tvisvar, heldur læddist út og yfir götuna til Sachs. “Gott kvöldið, kæri Saohs. Mikið ósköp ertu seint að í kvöld,” mælti Eva. “Já,” sagði Sachs. “Eg er að keppast við 6kó eins elskhugans, svo að hann geti verið skamm- laust til fara á morgun. “Elskhuga? Hvað heitir hann?” spurði Eva. “Elskhuga og meistara,” mælti Sachs. “Hann uunuuiA giA uuoas jsuuiBq n<j qu iac^ jix/Cj uugæ^su -[ugu jo gu(J gu ja ‘sqoug ngjiCajj •juqSíCoSiiuj £o jnSoinCqsaugJuq igæq ja uias ‘jassamqoag qia gim jjaj iqqa jaS Sd Sq ,uC[ia mnsnj ju uiha gu uSuuS iqqa jia Sa mos ‘ranjnjsioutguos raiacj uujuq qu ssac} jij ij^Cai Jsá*1 B5IH ^niuq ug -uju -jsiaraSuos JsijjiS Ss gu gu^ gujraiaq .injog uuira -8M,, ijtæra ,, \ uqjoa rajpp tuqs qu^ ,, guuuu sm<\ ujsnuun uinjpj u u(j iuCs So uraeu ji8A joajj ‘U(j qia giqoj ijaq Se ua jiCj pipAq i iqqa ujjæq gu joui jjasu ijaq So oas ‘jiunq|ij iqqo iuæA suuq jiujpqs gu ia(| ju jn Sup uuqu i Sira qia jnraus -STg.Cjqju qijoa Jijoq uuujj •jassðraqoaa jiJíaq í kvöld, þá hættu sem allra fyrst, og talaðu við mig dálitla stund. Eg get fullvissað þig um að eig- andinn þarf ekki á skónum að halda.” “Nei, Eva, það var ekki aðal-ástæðan. Eg hefi verið í svo mikilli geðshræringu í kvöld, að eg kom hingað til þess að reyna að jafna mig.” “Kæri Sachs, segðu mér hvað hefir komið fyr- ir,” mæiti Eva og settist niður við hlið hans. Sachs svaraði: “Eg hefi verið í söngskálan- um í dag, þar sem við meistararnir hlustuðum á mann syngja, sem vildi gjörast meðlimur í félagi voru.” “Og hvernig tókst honum?” spurði Eva, og reyndi að dylja geðshræring sína eins vel og hún gat. “Hvernig tókst honum,” endurtók Sachs. Honum tókst langt of vel, og það er það sem að er. Hann leysti verk sitt meistaralega af hendi. Svo vel söng hann, að enginn okkar kunni að meta það. Fegurðin var söngmeisturunum hulin, af því að umbúðirnar voru þeim ekki skil janlegar. Það var þess vegna, sem þeir höfnuðu honum.” “Eva, Eva! hvar ertu?” kallaði Lena. “Hann faðir þinn er að spyrja eftir þér.” “Segðu honum að eg sé háttuð,” mælti Eva um leið og hún gekk yfir götuna, og bætti svo við: “Mér er ilt í höfði, og eg hefi enga lyst á að borða kvöldverð. ’ ’ “Eva, veiztu hvað hefir komið fyrir?” mælti Lena. “Beckmesser hefir sagt mér, að hann ætli að syngja kvæðið, sem hann hefir orkt og ætlar að syngja á samkepninni á morgun, við herbergis- gluggann hjá þér í nótt.” “Eg hlusta ekki á það,” mælti Eva. “Eg hata manninn. Góða Lena, vertu fyrir mig í her- berginu mínu í kvöld. Eg hefi lofað að mæta Sir Walters undir linditrjánum.” “Hefirðu lofað að finna Sir Walters undir linditrjánum?” spurði Eva undrandi. “Ef hann faðir |)inn vissi það, þá mundi hann drepa Sir Walters, og eins mundi Davíð drepa Beckkmess- er, ef að hann skyldi vakna og sjá mig við glugg- an á herberginu þínu á meðan að Beckmesser væri að syngja.” “Góða Lena, vertu nú ekki með neinar vitleys- is mótbárur. Og ef þér þykir nokkuð vænt um mig, þá verðurðu að gjöra þetta. Ef þú gjörir það sem eg segi þér, og ferð að mínum ráðum, þá heldur faðir minn að eg sé háttuð ofan í rúm, og þú veizt að Davíð er steinsofandi og heyrir hvorki til Beck- messers syngja, né heldur sér hann þig við glugg- ann. 0g með hótunum og kærleiksatlotum tókst Evu að fá Lenu til þess að lofast til að gjöra þetta. Þegar að tunglið kom upp um kvöldið, og bað- aði lög og láð í sínum silfurtæru geislum, læddist Eva út úr herbergi sínu og út úr húsinu, og fann Sir Walters, sem beið hennar undir linditrjánum. “Kæri riddari minn og skáld; ó, hvað eg er glöð að sjá þig,” sagði Eva þegar þau höfðu sezt niður í skuggá trjánna. “Segðu mér nú alt um það, hvernig að það gekk á söngsamkepninni. ” “Eg er hvorki riddari né skáld,” mælti Sir Walters. “ Söngfélaginu líkaði söngmenska mín illa, og eg er hræddur um að mér takist aldrei að vinna hönd þína sem söngmeistari. ” “Þar skjátlast þér,” mælti Eva. “Veiztu ekki að það er eg, og eg ein, sem þau verðlaun get veitt, og að eg skal með mínum eigin höndum setja sigurkórónuna á höfuð unnusta míns, og viður- kenna hann frammi fyrir öllu fólkinu.” “En Eva, þú gleymir að hann faðir þinn hefir fastákveðið, að þú skulir ekki giftast neinum öðr- um en söngmeistara, ’ ’ mælti Sir Walters. ‘ ‘ Hann hefir staðfest það með eiði frammi fyrir söngmeist arafélaginu, að enginn annar en sá, sem þeir dæma verðlaunanna verðan, megi giftast þér, og þann eið getur hann ekki rofið. Eg söng um'þig og ást- ina, um vorið og gleðina og um sólskinið, og eg reyndi alt sem eg gat til þess að láta söngmeist- arana finna til lífsins, sem brann mér í æðum. En þá vissi eg ekki að þeir fara aðeins eftir sínum eig- in regluin og vissri tegund af hljóðfalli, og að eft- ir þeim dæmdu þeir sönglist mína. En mér er ó- mögulegt að syngja eftir þeim reglum. List mín verður að vera frjáls eins og fuglinn í loftinu; en á f jötruðum vængjum, eins og þessir meistarar vilja hafa þá, getur sál mín ekki lyft sér mót sólu og sumri. Látum söngmeistarana skera úr því á morgun, hver verðlaunin eigi að hreppa; en flý þú með mér heim í föðurland mitt, og þar skal eg sannfæra þig um, að eg er ekki með öllu óverðugur að bera söngmeistaranafn. ’ ’ Áður en Eva gat svarað, gall í lúðri vöku- mannsins, sem var á gangi í götu þeirri, sem hús herra Pogners stóð við. Hann var á göngu sinni uqa bæinn, til þess að sjá um að slökt væri á öllum Ijósum, og líta eftir slæpingjum, sem kynnu að vera að leita sér eftir tækifæri til þess að stela ein- hverju. Þegar Lena heyrði til vökumannsins, varð hún dauðhrædd um að hann mundi koma auga á Evu, svo að hún kallaði: “Eva, Eva, komdu undireins, eða eg kalla á hann föður þinn. ’ ’ “Bíddu eftir mér,” hvíslaði Eva að Sir Walt- ers um leið og hún fór með Lenu, sem nú var kom- in til þeirra. Neðan götuna kom vökumaðurinn með ljósker í hendinni, og raulaði fyrir munni sér. Á meðan þessu fór fram, hafði Sachs falið sig í 8kugganum af húsi Pogners, og heyrt Sir Walters biðja Evu að strjúka með sér. “Eg verð að reyna að koma í veg fyrir þetta,” sagði Sachs við sjálfan sig. “Þeim skal aldrei tak- ast að strjúka, ef gamli Sachs getur aftrað því. Hvað bráðlátt þetta unga fólk er.” Þegar að lúðurhljómur vökumannsins heyrð- ist ekki lengur, var hurðin á húsi herra Pogners opnuð hægt og gætilega, og út kom stúlka, sem flestir hefðu tekið fyrir Lenu; en það var Eva, sem hafði haft fataskifti við þjónustustúlku sína. Framh. Tryggur hundur. Kaupmaður nokkur á Frakklandi átti peninga hjá einum skiftavini sínum, sem átti heima nokkuð j langt frá heimili kaupmannsins. Það var því einn góðan veðurdag, að kaupmaður söðlaði hest sinn, og reið heiman að, til þess að finna þenna skiftavin sinn, og heimta peninga sína. Hann hafði með sér hund sinn. Honum gekk ferðin greiðlega; fékk hann peninga sína greidda, og hélt síðan heim- leiðis aftur, glaður í bragði. Hann batt peninga- pokann fyrir aftan hnakk sinn, og reið burt. Hundurinn stökk í kringum hestinn og gelti af gleði, rétt eins og hann tæki þátt í gleði húsbónda síns. Þegar kaupmaðurinn hafði riðið spölkorn heimleiðis, fór hann af baki, áði hesti sínum nálægt stórri eik, og hvíldi sig í skugga hennar. Hann spretti reiðtýgjum af hestinum, og leysti peninga- pokann frá hnakknum, og lagði hann undir eikina. En er hann lagði aftur á hestinn, gleymdi hann peningunum, og reið af stað. Hundurinn varð ])ess var, að peningarnir höfðu orðið eftir, og hljóp því þangað, er hann vissi, að þeir lægju og ætlaði að sækja pokann, en hann var svo þungur, að hann gat ekki valdið honum. Hann hljóp þá aftur til húsbónda síns, og gelti og skrækti til að reyna að minna hann á hverjau hann hefði gleymt. Kaup- maðurinn vissi ekki hverju þetta sætti, og gaf því í fyrstu lítinn gaum, en hundurinn lét því vcr, og fór loks að glepsa í afturfæturnar á hestinum. Nú datt kaupmanni í hug, að hundurinn kjrnni að vera orðinn vitlaus. Og er þeir komu að litlum læk, sem var á leiðinni, tók kaupmaðurinn eftir hvort hundurinn vildi ekki drekka. En hann sinti engu, heldur gelti æ meir og meir og beit hestinn eins og hann gat. “Því miður er það svo”, sagði kanpmaðurinn við sjálfan sig; “vesalings hundurinn er orðinn vitlaus. Hvað er hér við að gjöra? Eg verð að drepa hann; annars kann hann að ráða mér bana”. Síðan tók hann skammbyssuna upp úr vasa síuum og miðaði á hundinn. Honum tók sárt til hundsins og sneri hann sér unðan meðan hann hleypti af byssunni. En skotið kom í hundinn og féll hann til jarðar*, og blóðið streymdi úr honum. Kaupmaður gat ekki horft á þessa sjón, heldur reið bnrt hið skjótasta. ‘ ‘ Þetta var leitt”, sagði hann við sjálf- an sig, “eg hefði nærri því heldur viljað missa pen- ingana mína heldur en hundinn minn ’ ’. í því hann sagði þetta greip hann hendinni aftur fyrir hnakk- inn, til að vita hvernig fjársjóð hans liði, og þá fyrst varð hann þess var, að peningarnir voru horfnir þaðan. “Þetta hefir vesalings hundurinn verið að minna mig á”, sagði hann þá við sjálfan sig. Hann sneri því við, og reið þangað sem hann hafði áð. á leiðinni þangað kom hann að þeim stað þar sem að hann skaut hundinn; hann sá þar blóð- poll, en hundurinn var horfinn. Víðar á leiðinni sá hann blóðferil, og vissi ekki hverju það sætti. Loksins kom hann að eikinni, þar sem hann hafði farið af baki. Þar lágu peningar hans og — hjá þeim lá hundurinn. Vesalings skepnan hafði dreg- ist þangað, allur blóðugur; þar lá hann, og gætti fjársins, og var þó rétt í andarslitrunum. Þegar liann sá húsbónda sinn koma, gat hann rétt að eins með því að dingla rófunni látið í ljósi gleði sína. Hann reyndi að standa á fætur, en kraftar hans voru þrotnir. Kaupmaðurinn gekk að honum og klappaði honum, og var það með naumindum að hundurinn gat sleikt hönd hans; svo var af honum dregið og dó hann rétt skömmu á eftir. Orðskviðir og spakmœli. Sannleikurinn er sagna beztur. Bráðgeð er bernzkan. Hálfnað er verk þá hafið er. Allir eiga glappaskot á æfi sinni. Sá deyr ærulaus sem lifir agalaus. Betra er autt ním en illa skipað. Einu sinni vérður alt fyrst. Sá veit gerst sem reynir. Oft má satt kyrt liggja. Sjálf er höndin hollust. Öllum trúa ekki er gott, engum hálfu verra Á fæðingu vora hefir dauðinn sett sitt innsiglí Dauðinn er jafnan í aðsígi. Sá sem elskar einn hlut, hann verðnr eitt með honum. Sök bítur sekan. Ilt er að leggja ást við þann, sem enga kann á móti Raunin er ólýgnust. / Æ sér gjöf til gjalda. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Fár er fullrýninn. Lengi skal manninn reyna. Enginn veit sitt angrið alt fyr en reyuir. Það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Glögt er gests augað. Háð er heimskra gaman. Það sem verður að vera, viljugur skal kver bera. Ö1 er innri maður. Vinur er sá er til vamms segir. Seint er heimskan að snotra. Sjaldan er flas til fagnaðar. Sætar syndir verða að sárum bótum. Það nema börn sem á bæ er títt. Mikið má ef vel vill. Þjóð veit ef þrír vita. Með lögum skal land byggja, en eklá me9 ó- lögum eyða. Mörg er búmanns raunin. Ómerk eru ómagans orð. Illa sezt ofstopinn. Hægist mein þá um er rætt. Hvað elskar sér líkt. Fyrst er alt frægast. Guð situr hátt, en sér lágt. Hver sem ekki vill þegar hann má, hanu fær ekki þegar hann vill. Margs verða hjúin vís þá hjónin deila. Skömm er óhófs æfi. Sögvís er sjaldan sannorður. Uppkoma svik um síðir. Svo skal leiðan forsmá að ansa honum engu. Vandi fylgir vegsemd hverri. Iðnin eykur alla ment. Það er lag sem á legst. Sjón er sögu ríkari.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.