Lögberg - 20.02.1919, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. FÐBRÚAR 1919
Söngvarinn.
(Önnur verðlaun.)
I.
Hann tok til að syngja þegar hann var á fyrsta
árinu; en fullorðna fólkið sagði að bamið væri að
gráta, og svo var ekki meira um það. Hann söng
l:íka þegar hann var á öðm árinu; en þá sagði
fólkið að barnið væri að gala og hlæja; og svo var
ekski meira um það.
Ja^ja, það er óþarfi að vera að tala undir rós.
Eg á við hann Geir litla í Hraungerði. Eng-
inn veitti söngnum hans neina sérlega eftirtekt,
þegar hann var á fyrsta og öðru árinu.
Þáð var fyrst, þegar hann var kominn á
þriðja árið, að fólkið fór að gefa gaum að söngn-
um hans.
Þá var hann búinn að læra mörg falleg lög, og
var búinn að læra að syngja þau svo ljómanji vel.
Oft varð heimilisfóikinu starsýnt á litla söngv
arann, þegar hann hljóp fram og aftur baðstöfu-
gólfið og var að syngja fallegu lögin, sem hann
hafði lært.
“Þú verður einhverat.íma góður söngmaður,”
sagði móðirbams stundum, um leið og hún tók son
sinn í fang sér og vafði að brjósti sér með við-
kvæmri móðurblíðu.
II.
Nú liðu noíkikur ár, að lítið bar til tíðinda. Þá
var það einn góðan veðurdag, skömmu eftir túna-
sláttinn, að hún Gudda, vinnukonan, batt á sig
skýlu og tók sér hrífu í hönd.
Hún ætlaði að fara út á engjar að raka, en
þá vildi Geir litli elta hana. En út kom í því móð-
ir Geirs og bannaði honum að elta. Geir fór að
gráta. Þá sagði mamma Ihans 'blíðlega: “Eg
skal kenna þér að syngja fallega vísu.”
Þá brosti Geir litli gegnum tárin. Þá tók
mamma hans hann í fangið, bar haxm inn og byrj-
aði að raula vísu, sem hún hafði ort við þetta tæki-
færi. Geir litli var búinn að læra vísuna á stutt-
um tíma, enda var hann að syngja hana allan
daginn. Þegar hún kom heim, þá 'hljóp Geir him-
in lifandi glaður, og byrjaði að raula þessa vísu:
“Gudda gekk á engjar og rakaði hev.
Geir litli sagði: Eg fyrir þig dey.
, :,Og því hljó hún að, la, la, la..:.”
Þetta vora fyrstu ástarljóðin, sem Geir hafði
sungið á æfinni. En ekki fórst honum það sérlega
klaufalega; að minsta kosti varð Gúdda hugfang-
in. “Ó, hvað þxi ert eiskulegur! — En hvað þú
syngur vel! — Eg skal víst gefa þér stóran sykur-
mola!” sagði Gudda. Hún tók litla söngvarann
í fangið og bar hann inn göngin.
III.
Morgunsólin skein svo skært yfir Flóann, og
speglaði sig í Ölfusá. Hún kysti blómin, setn
syignuðu undir silfurskærum daggardropum, eins
og móðir kyssir baraið sitt, sem vaknar grátandi
og heimtar að fara til hennar.
Sunnanblærinn var svo undur mildur, og loft-
ig kvað við af lóukvaki og þrastarkliði.
í þessú indæla veðri fékk Geir litli að skreppa
austur að Neistastöðum. Þessum lánsdegi gleym-
ir hann vist aldrei meðan hann lifir.
Lauga, vinnukonan á Neistastöðum, fór með
hann út í skemmu og sýndi honum ofan í kistuna
sína. Hún geymdi Harmonikuna sína á milli sæta
brauðsins og rúsínanna.
“Hérna, góði minp, þú mátt spila,” sagði hún.
' Drengurinn tók við hljóðfærinu og studdi á
nóturnar og dró Harmonikuna ýmist sundur eða
saman. Hann hafði aldrei séð slíkt hljóðfærí eða
heyrt slíka tóna.
Svo tók Lauga við Harmoninkunni og spilaði
“Gamli Nói”, og svo mörg önnur falleg lög.
Hann sat þarna í skemmunni hjá Laugu, og
honum þótti alveg eins og hann væri í Paradís, og
sagði að Lauga skaraði fram úr öllum stúlkum að
spila á Harmonikuna.
IV.
Æ, hvað er eg að hugsa. Eg ætlaði einmitt
að gefa þér sætabrauð og rúsínur, góði minn,”
s'agði Lauga. Hún seildist með annari hendinni
ofan í kistuna.
“Æ-néi, mig langar ekki í það. Haltu held-
ur e-fram að spiia,” sagði drengurinn og ypti öxl-
inni yfir því að hún skyldi hætta að spila.
“Jæja, eg skal halda áfram að spila,” svar-
aði Lauga. Svo spilaði hún “Ólafur reið með
björgum fram”, og svo mörg önnur falleg lög.
Loksins kom að því, að Lauga hætti að spila;
hún lét Harmonikuna ofan í kistuna og lokaði
henni. Geir iitli þakkaði henni innilega fyrir
skemtunina. Svo kvaddi hann alt fólkið.
Altaf hljómuðu fögru tónamir fvrir eyrum
hans, meðan hann var á leiðinni heim. Hann gat
eklki itm annað hugsað en iþessa dýrðlegu hljóma-
fegurð.
Honum sýndist himininn svo blár og blómin
svo óvenju fögur. Hann var svo undur léttur á
sér, eins og hann væri borinn áfram á ósýnilegum
vængjum.
Hann heilsaði mömmu sinni með kossi, þegar
hann kom heim, en hún horfði undrandi á hann og
mælti: ‘ ‘ Hvað hefir þér að höndum borið, barn ?
Því tindra augun í þér svona?” “Eg heyrði
nokkuð fallegt í skemmunni á Neistastöðum,”
svaraði Geir, og gleðin skein út úr andliti hans.
V.
Þess ber að geta, að hann var prestsonur.
Einu sinni fór hann til kirkju með pabba sínum,
þegar hann ‘var hér um bil níu ára gamall.
Lá við sjálft að það yrði messufall, því for-
söngvarinn kom ekki; og þá byrjaði Geir litli; og
nær oftast eftir það var haún forsöngvarinn í
kirkjunni.
Það var einu sinni í Laugardælakirkjunni, að
það \rár verið að gefa saman pilt og stúlku. Geir
varaði sig ekki á því, að hann byrjaði lagið of hátt.
Pabbi hans söng bassann en bróðir hans millirödd-
ina. Geir lét , sér hvergi bregða, en söng versið
með hreinum og hvellum rómi. Fólkið hlustaði
með aðdáun, og þóttist aldrei hafa heyrt slíkan
söng. En máske einhverjum litlum börnum þyki
gaman að heyra versið, sem hann söng, svo eg
ætla að setja það hér:
“Hið blíða vor sig býr í skrúð,
því bsett er vetrarmein.
Á túni situr sóley prúð
og syngur fugl á grein.”
Slægur hestur.
Mangi og Nonni á Björgum voru að leika syr
úti í góða veðrinu. Þeir flatmöguðu sig á græna
hólnum. Þó sást heiður blettur á einum stað.
“Heyrðu, Nonni, hvernig stendur annars á
þessu gati þarna F’ “Það skal eg segja þér,”
sagði Nonni og setti upp mesta spekingssvip.
Hann benti með vísifingri á heiðríkjublettinn.
“Þegar piltarnir voru að oltast við Ihann Neista
hans afa í gær, þá lvfti hann upp afturfótunum
og ætlaði að slá þá. En þá hefir hann líklega rekið
hófapa í skýin og mölvað gat á þau.” “Óhræsið,
að vera svona slægur,” sagði Mangi. Svo þögn-
uðu Mðir og einblíndu á heiðríkjuiblettinn.
Yoru þessir drengir báðir efcki grunnhvgnir?
Friðrika J. Goodman (lOára),
Upham, N, D.
VIII. Stund.
Synd og barátta.
1. Sérbver maður freistast til syndar, og sér
hver aldur hefir sínar freistingar.
2. Æskumaðurin freistast af léttúð og gjá-
lífi, fullorðni maðurinn af gimdum og vondum
vana, gamalmennið af hugleysi, breiskleika og sér-
þótta.
3. Hugsaðu þig um hvernig þú getur sneitt
hjá freistingunni! Hafðu vald á skilningarvitun-
um og stjórn á girndunum. Því lengur sem þú
stríðir, þess istyrkari verður þú í hinu góða og hæfi
legri til að lifa bæði þessa heims og annars.
4. Fyrir sannkristinn mann er freistinga-
stundin sigurhróss stund; húnir sýnir bezt trú-
rækni hans og guðhræðslu. Aldrei hefir hann
betra tækifæri en þá til að sýna mikilleik sálar
sinnar.
5. Það eru freiistingastundiraar, sem sann-
kristinn maður lítur á með mesta fögnuði við enda
æfi sinnar; þær eru líka áreiðanlegasti votturinn
um, að andi hans sé hæfur fyrir annað líf og æðri
störf.
6. Það er endurminningin um þær, sem gjör-
ir hann svo sælan á sóttarsænginni, þegar hann
rennir augunum til eilífðarinnar og getur sagt við
sjálfan sig: einnig eg hefi barist góðri baráttu!
7. Til þess þú getir staðist freistinguna, eins
og'hæfir, hlýtur þú um fram alt að láta þér ant um
að læra að þekkja þínar syndsamlegu girndir og
vana, því ekki tekst þér að sigra yfirsjónir þínar, ,
nema þú þekkir þær og þá rót, sem þær spretta af.
8. Taktu þá þann einlæga ásetning, að lifa
gagnstætt því, sem þú hefir áður lifað, að gjöra
þvert á móti því, sem þínar syndsamlegu girndir
heimta af þér.
9. Forðastu sérhvað, sem getur ginnt þig að
nýju til syndar og yfirsjónar; leiktu þér ekki að
þvá að vekja ástríðu syndarinnar í því skyni að
ætla þér að kæfa hana niður aftur; það er hættu-
Iegt að leika sér að valdi lastanna.
10. Maðurinn er æfinlega veíkastur, þegar
hann þylkist sterkastur. Sá, sem flýr freisting-
una, er hetja; sá, sem er svo djarfur að hætta sér
út í hana, til að berjast fyrir kórónu dygðarinnar,
hefir þegar mist af henni, áður en til baráttunn-
ar kom.
11. En falli freistingin óvörum yfir þig, þá
vertu fastur fyrir og hafðu við alla gætni.
12. Yertu fljótur til að snúa huga þínum frá
freistingunni og festa hann á einhverju öðru;
láttu hann ekki hvarfla aftur að hlutnum, sem
freistar þín, og flýðu þann stað, þar sem syndin
skal fremjast.
13. Hugsaðu aldrei á þá leið: eg ætla rétt að
dreypa ögn í hið sæta eitur í bikar þeim, sem synd-
in réttir mér. Fyrsti dropinn hefir töfraafl,
svæfir þig og sviftir vitL
14. Horfðu ókki á, heldur hrittu frá þér
töframyndum þeim, sem löeturinn bregður fyrir
augu þér, til að seiða þig að sér; varðhaldsengill
þinn grætur en víti hlær.
15. Minstu á gröf þína! Minstu á angrið,
sem ætíð kemur eftir á. Ekki getur næturmyrkrið
falið yfirsjón þína, hrösun þína. Dagsljósið skín
yfir hana. Með stundarnautn bakar þú þér margra
ára angur og gremju. \
16. En eins særandi og er kvalræði angurs-
ins og blygðunarinnar, eins sælufull er meðvitund-
in um sigur í l^iráttunni.
17. Syndin er neisti, sem lifir í brjósti sér-
hvers manns, og sem hann nákvæmlega verður að^
gjalda varhuga við.
18. Mannsins eigið gáleysi og hneykslanir
annara blása upp loga af neistanum, og verður af
það bál, sem Mgt er að slökkva.
19. Syndin er líkust stöðuvatni, sem vex
smátt og smátt í sífeldum rigningum.
20. Það ber lítið sem ekkert á vatnavextin-
um, en eigi að síður vex það dag frá degi. Vatn-
ið stígur með hverri stundu, og hættan verður
eins mikil og vatnið hofði hlaupið upp alt í eihu
í jarðskjálfta.
21. Þess vegna fer líka hinn hygni og reyndi
maður, undireins og rigningarnar byrja, að vitja
um flóðgalðana og stíflurnar, hvort þær geta varn-
að vatninu að hlaupa fram.
22. En heimskinginn og sá sem enga reynslu
hefir, skeytir ekki um vatnavöxtinn, fyr en stífl-
uraar klofna og vatnið flóir yfir alt.
23. Svona er syndinni varið og því tjóni, sem
hún gjörir vorum innra manni. Sérhver, sem
heldur áfram í synd, forherðir hjarta sitt, svo
hann gefur engan gaum að hinni vaxandi spillingu
fyr en glötun og skelfing rífur hann upp af sve-fn-
inum.
24. Slíkum manni þykir sem altaf isé nógur
tími til að gjöra enda á því valdi, sem syndin hefir
yfir honum.
25. En jafnvel þó hann finni, að það hljóti
einhverntíma að enda, leiðir það þó einmitt af
valdi syndarinnar, að hann vill draga vírinn dag
frá degi, að hann kvíðir fyrir sjálfum sér, þegar
hann er búinn að afneita syndinni, og heldur að
hann verði eins og maður, sem líf og önd er liðin
upp af.
26. Hann er liræddur um að þeir limir og
þau öfl, sem hann nú þjónar éyndinni með, missi
þá ált líf og fjör, því hann 'hefir okki neina ljósa
hugmynd um það sælufulla ástand, sem hann þó
fljótt mundi finna að hann er kallaður til.
27. Þannig heldur hann án afláts áfram í
syndinni, þangað til hún leiðir yfir hann glötun,
og hann getur ekki aftur snúið.
Evangelina.
Fyrir’mörgum árum síðan bjó í bæ einum í
Nova Scotia, sem Grand Prélheitir, maður að nafni
Benedikt Bellefontaine. Hann var franskur að
ætt og uppruna, eins og flest eða alt fólkið, sem
bjó í því þorpi — ættaður frá Normandy á Frakk-
landi. Hann átti dóttur, sem Evangeline hét, og
var hiin fríðust og beztum 'kvenkostum búin allra
yngismeyja í þorpinu.
Benedikt Bellefontaine og nágrannar hans
undu sér hið bezta og bjuggu við allsnægtir í þessu
nýja heimkynni sínu, sem þá var kallað Acadia.
Bellefontajne átti sér inarga vini og kunningja
á meðal nágranna sinna. En einn þeirra var hon-
um kærastur. Hann hét Basþl Lajeunessi, járn-
smiðurinn þar í þor])inu, mikill atorkumaður og
drengur góður. Mr. Basil átti son, er Gabriel
hét, efnilegan og manvænlegan pilt, og var mjög
jafnt á komið um aldur hans og Evangeline, enda
urðu þau brátt samrýmd, léku sér 'saman og lásu
og lærðu lexíuraár sínar saman. Og á kvöldin,
þegar séra Felecius — svo hét kennari þeirra —
var búinn að hlíða þeim yfir lexíur dagsins, lesa
bæn og syngja sálm, sem hans var ávalt siður, fóru
þau Gabriel og Evangeline oft saman út að leika
sér, og gengu þá vanalega lít í smiðjuna til Mr.
Basil, og horfðu á hann járna hestana og stundum
slá heitt járnið á stéðjanum. Þeim þótti svo und-
ur gaman að isjá neistana fljúga í allar áttir
Svo liðu árin, að börnin óxu upp — hann var
fríður sýnum, stór og sterklega vaxinn. En hún
bar af öllum stúlkum í bænum að hæversku og fríð-
lei'k. Á sunnudögum fór Evangeline ávalt í
kirkju. Var hún þá búin í bláan kyrtil, mjög
þökkalegan, og hafði snjóhvíta hútfu á höfði, líka
þeirri er tilheyrir þjóðbúninginum norska. Og var
þá altítt að sjá fólk nema staðar og horfa á Evan-
ge'line, þegar hún gekk út úr kirkjunni og heim til
sín, svo var framkoma hennar látlaus og fegurð
hennar töfrandi. Það var því ekki að furða þó
piltarnir í Grand Pré rendu hýru auga til Evangel-
ine, enda var ekki sá maður á giftingaraldri til í
Grand Pré, sem ekki hefði viljað gefa aleigu sína
til þess að vinna ást 'hennar. En hún gaf þeim
engan gaum — engum nema Gabriel, syni járn-
smiðsinis. Hann elskaði hún, og engan annan.
Þegar Evangeline'var komin til lögaldurs, var
hún föstnuð Gabriel, og fóru festar þær fram á
þann hátt, að Basil og Gabriel fóru kvöld eitt heim
til föður Evangeline, og tóku með sér mann, sem
Leblance hét. Það var eini lögfræðingurinn í bæn
um. Hann ritoði giftingarskilmálana, sem að
hjónaefnin skrifuðu bæði undir í votta viðurvist.
#
I
Leblance var orðinn gamall maður; hár hans
og skegg var orðið grátt, og hann var orðinn lot-
inn í herðum. Hann var glaður í viðmóti, blíður
í lund og barnavinur hinn mesti. Sjálfur átti
hann tuttugu börn og hundrað baraaibörn. Hann
var sögufróðastur allra manna — 'kunni fleiri sög-
ur en nokkur annar maður þar um slóðir, og var
ólatur á að segja þær.
Eftir að festarsamningarnir voru fullgjörðir,
mælti Basil járnsmiður: “Leblance, þú kemur
neðan úr bæ. Geturðu sagt okkur af hverju
ensku herskipin: hafa legið hér á höfninni í fjóra
daga?”
“Nei, það get eg ekki,” mælti Leblance. “Eg
hefi að vísu heyrt eitthvert slúður, en það hlýtur
að vera vitleysa. Vér erum friðsemdarmenn og
viljum ekki eiga í ófriði við neinn, liví skyldu þá
aðrir leita á oss? Þessi skip hljóta að fara með
friði.”
Mr. Baisil Ihristi bara höfuðið en svaraði ekki.
Því orðrómurinn, sem barst út frá Skipum þessum,
var, að þaginn eftir ættu allir bæjarbúar að safn-
ast saman í kir'kjunni, þar sem birta ætti boðskap
Englánds konungs og að lögum gjöra. Og hann
var fullur kvíða.
En svo stóð á, að Acadia, eða Nova Seotia,
hafði verið seld í hendur Bretum atf Frökkum, án
þess að fólkið, sem þar átti heima, vissi af eða
liafði fengið að láta í ljós vilja sinn í málinu, og
höfðu þeir því gengið Englendin'gum á hönd nauð-
ugir. Og þegar að ófriðurinn skall á milli Eng-
lendinga og Frakka í Cahada, var þessum mönn-
um í Aeadia kent uim, að þeir hefðu veitt Fröbk-
um að málum, og af því voru nú þessir ensku her-
skip komin til landsinis.
En þrátt fyrir þenna ótta, sem herskipin höfðu
komið inn hjá fólki, var þó glatt á lijalla á búgarði
Benedikts Bellefontaine, því daginn eftir átti að
sitja brúðkaupsveizlu þeirra Evangeline og Ga-
briels. Öllu bæjarfólkinu hafði verið boðið til
veizlunnar, og árla næsta morgun komu gestirnir;
og þar tókst gleðí með dans og söng. Þar var
margt ungt og mannvænlegt fóik saman komið,
bæði stúlkur og piltar. En þó bar Evangeline
Benediktsdóttir af öllum þar að fegurð; og mann-
vænlegastur allra manna, sem þar voru, þótti
Gabriel.
Þannig leið brúðkaupsdaguriim fram að há-.
degi. En þá var kirkjuklukkunni hringt, og allir
skildu að það var ekki hringt til méssu, heldur var
mönnum stefnt saman til þesis að hlýða á konungs-
boðsikapinn. Allir fóru tafarlaust til kirkjunnar,
og karlmennirnir gengu inn í hana, en kvenfólkið
liópaðist saman í garðinum fyrir utan. Eftir
stutta stund komu hermennirnir og gengu snúðugt
í gegnurn kirkjugarðinn og inn í kirkjuna; og
undireins að þeir voru komnir inn í hana, lokuðu
þeir dyrunum að innan. Nokikrir Ihermenn gættu
dyranna, en fyrirliðinn gebk yaldmannslegur inn
eftir kirkjugólfinu upp að altarinu, sneri sér við
og horfði um stund steinþegjandi á mannsöfnuð-
inn. 1 kirkjunni vor steinhljóð; mennirnir allir
biðu fullir lcvíða eftir því, sem frani átti að fara.
En þeir þurftu ekki að bíða lengi, því yfirmað
ur hermannanna tók til máls og mælti: “Sökum
þess að þið Acadiafólk hafið sýnt konungi vorum
ótrúmensku, með þvtí að veita að málum óvinum
hans og vorum, Frökkum, þá flvt eg yður í hans
nafni þann boðskap, að þér verðið að fara burt úr
þessu héraði og þessu landi tafarlaust. Það er
konungsins boð, að þér látið eftir lönd yðar. hús,
gripi og allr aðrar eiginir, og er það hans eign
upp frá þessu. Ennfremur tilkynni eg yður, að
þér allir eruð vorir fangar. Alt þetta tilkynni eg
yður í nafni konungs vors.”
Eftir að herforinginn hafði haldið ræðu þéssa
var steimþögn. En eftir fáein augnablik brauzt
angistaróp út af vörum fanganna; og þeir sneru
sér allir í einu til dyranna. En þær voru læptar,
og þar ofan í kaupið stóðu vopnaðir hermenn á
milli Acadiamanna og þeirra.
Þegar Basil jámsmiður sá hvernig komið var
steytti hann hnefann framan , herforingjann og
hrópaði: “Niður með harðstjórana ensiku. Lát-
um liermennina ókunnu, sem ráðast á heimili vor
og oss, sem aldrei böfum gjört þeim ilt eða gefið
ástæðu til þessara níðingsverka, kenna á kröftum
vorum. En áður en hann fékk ráðrúm til þess að
veita hermönnunum áverka eða sækja að þeim,
var hann af þeim tekinn höndum og fjötraður.
En á meðan að ókyrðin út af þessu tiltæki Ba-
sils sem hæst, hafði þresturinn Felecius komist út
úr skrúðhúsinu, þar sem hann hafði verið á meðan
hershöfðinginn flutti ræðuna. Nú tók hann til
máls og sagði: “Böm mín! Hvað aðhafist þið?
Hefi eg ekki reynt að prédika fyrir yður, að elska
hver annan og elska frið. Þið saurgið hús drott-
ins með framkomu ykkar. Væri réttara, þegar,
þrælmenni ráðast áykkur, að segja eins og hann:
Faðir, fyrirgef þeim.”
Pramliakl.
Sólskinssjóður.
“Margt smátt gerir eitt *tórt“
Guðrún M. Goodman, Milton, N. D...... 0.25
Ragnheiður K. Goodman, Milton, N. D.. 0.25
i