Lögberg - 20.02.1919, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. FÉBRÚAR 1919
X
t
1 1
1 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- B
i umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & |
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAl.SlMI: GAItRY 418 <ig 117
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business. Manager
Utanáskrift tii blaðsins: «
TKE C0LUW.BI1\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, N|an-
■Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, N|an.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. .
■
.<a» 27
I 1
^mniumuHUtiiiUiUiiiiHiiUiiiitiiuimiiiimiiiiiimiiiimiiHi^iiiiiiiiiiiiiiiiii.itii-hiiiHiiii: ..................
Minnisvarðamálið.
Mér finst minnisvarða m#Hð krefjast þess
að Baimdar'íkja Islendingar séu sérstaklega á-
varpaðir í sambandi við það. Til pess liggja
tvær ás’tæður:
1.—Að ekkert það tækifæri sem byggjast
skal d íslenzk-þjóðernislegum grundvelli, meðal
Vestur-Islendinga getur náð fullnaðar fram-
kvæmd, ef eikki nýtur aðstoðar iþeirra í vilja og
verki, og
'2.-—1 þessu fyrirtæki isérstaklega virðist
mér óihjákvamiilegt að sá flokkur þjóðernis víhís
sem býr í Bandaríkjunum eigi í því óskej-ðau
blut með Canada Islendingum. Af því að fyr-
irtækið er Vestur-lslenzkt.
Bandarík.jn Íslendingar bafa átt óskerðan
hlut með Brezk-íslendingum í því að leiða al-
heimis stríðið nýafstaðna til sigursælla lykta.
Þeir hafa tapað mörgum mætum drengjum,
engu síður en vér norðanmenn, í stríðinu og her-
þjónustu leiðandi af því. — líklega eins mörgum
að tiltölu við tölu þjóðflokksins þar, eins og vér
við tölu vora norðan landamæranna. Saknaðar
meðvitundin og sorgartilfinningin er áreiðan-
lega eins næm hjá þeim sunnan, einá og hjá norð
an mönnum og konum, og tilfinningin fyrir því
að rétt sp að 'heiðra minningu þessara föllnu ætt
menna tel eg vafalaust að sé eins sterk í hjört-
um syrgjendanna, hvar á megmlandi þessarar
heimsálfu sem þeir búa. Hugsjónirnar sem bar-
ist var fyrir voru þær sömu í brjóstum hermann
anna, hvort «em bústaðir þeirra voru í Banda-
ríkjunum eða í Canada. Þáttaka þeirra í orust-
unni, jafn hermannleg, og sigurinn fengni, sem
þeir áttu hlutdeild að meðan þeim entist aldur
varpar jöfnum ljóma á iþá látna livar í 'heimsálfu
þessari, sem þeir áttu bústað, og verðskuldar að
minning þeirra sé á einhvern viðeigandi hátt
greypt inn í meðvitund þeirra kynslóða af ís-
lenzkum ættstofni, og annara sem hér eftir vaxa
í Ameríku, alt eins og isorgin út af missi þeirra
er gr.eypt í sálir syrgjandi ættmenna þeirra á
yfirstandi tíma.
Vel veit eg að sú hugsun kann að vaka í
huguin einstaka manns að í raun réttri beri að
skoða þessa hermenn, — ekki sem íslendinga,
þó af íslenzkum ættum séu komnir heldúr blátt
áfra<m sem borgara þeirra ríkja sem þeir töld-
ust til, og að því leyti sem óaðgreinilega frá öðr-
um borgurum þeirra ríkja, að þessvegana sé ekk
ert sérstakt tillit takandi til þeirra. Þetta styðst
við nokkur rök, en þó hygg eg að við nána athug-
un nái sú ihngsjón hærra veldi að sérstaka hlið-
sjón verði að hafa af þjóðernis upprunanum í
sambandi við þetta minnisvarðamál. Eg þarf
tæplega að minnast á.það sem öllum er ljóst, að
þjóð þesisa mikla meginlands ér mynduð af þjóð-
arbrotum úr öllum.löndum heimsin^, að hver
sérstakur þjóðflokkur kepjfúr við annan um það
að ná sér sem öruggastri fótfostu, áliti og áhrif-
um. Þessu markmiði ná þjóðflokkarnir í rétt-
um 'hlutföllum við eðlis'hæfileika.þeirra og fram
sóknarþrá, og hvert framfaraspor sem þeir stíga
hér vestra, varpar geislum virðingar á heima-
lancls þjóðir þeirra, og lyftir þeim í áliti nim-
beimsins. að þessu leyti virðist mér að þeir verði
að teljastmætastir synir ættjarðarinnar, sem
með framkomu sinni hér hafa sýnt þess órækan
vott að þeir séu þjóðhollustu og skylduræknustu
borgarar þeirra ríkja sem þeir hafa gjört að
kjörstað sínum og að föðurlandi barna sinna.
Fjörutíu og firnm ára saga íslenzka þjóðflokks-
ins í þessari heimsálfu hefir sýnt aðhann—með
tilliti til fjölda hans og tímalengdarinnar, sem
'hann hefir dvalið hér, hefir skarað fram úr öðr-
um þjóðflokkum í ýmsum atriðum og með þvf
getið sér álits og tiltrúar annara borgará sem
lyft hefir einstöku mönnum upp í virðingar og
áhrjfa og ábyrgðarmiklar stöður.
Bandaríkja Islendingar hafa í þessu efni
•verið engra samlaruja sinira eftirbátar og skarað
algerlega fram úr í sumum greinum. Af þessu
er það að Ameríska þjóðin vonar til meira frá
oss en sumum öðrum þjóðflokkum, og lítur með
velþóknan á hvert það spor er vér stígum sjálf-
um oss og. þjóðinni til sæmdar. Það er sæmdar-
spor að vér reisum varanlegt ;merki til minning-
ar vorum föllnu hermönnum.
Nú, þó eg viti að landar vorir í Bandaríkj-
unum séu í anda og»stefnu langt um hérlendari
en vér sem búum í Canada—séu í sannleiktP
orðnir algjörðir ameríkumenn—þá leyfi eg mér
í nafni minnisvarða nefndarinnar að beina
þeirri bón hennar til þeirra, að þeir vilji hefja
samtök með sér til að styrkja eftir megni þetta
l'yrirtækji. Ekki eingöngu af þeim ástæðom,
sem að framan eru greindar, heldur einnig af
því að vér teljuin fyrirtækinu ekki fjárhagslega
borgið, nema með öflugri aðstoð þeirra. Eg tel
mér heimilt að segja að ef tilgangur vor væri að
hafa saman að eins 20 eða 25 þúsundir dollars
til minnisvarðans, þá þyrftum vér tæpast að leita
langt út fyrir takmörk Manítoba fylkis ti) þess
að fá þörfinni fullnægt; en af því vér vitum slíka
upphæð 'hvergi fullnægjandi, þá er nauðsynlegt
að hvert einasta mannsbarn í Ameríku íslenzkt
og af íslenzkum stofni, leggi fyrirtækinu örlátt
fjárhagslegt fylgi. - i
Minnisvarðinn er til þess fyriúhugaður, að
tryggja ævarandi minningu og heiðhr þeirra,
sem með sjálfsfórn sinni og af sonarlegri rækt
til síns kjörna fósturlands hafa lagt lið til að
greiða götu frelsis og mannréttinda í heimsálfu
þessari og hagsæld komandi kynslóða hennar.
Meira í næstu viku.
B. L. Baldwinson.
Verksmiðjueigendur í
. Austur-Canada.
A meðan að vesturfyikin í Canada voru fá-
menn og þessir fáu voru fátækir og smáir, voru
verksmiðjueigendur í Austur-Canada einráðir
í landinu. Afl þeirra var svo mikið, að enginn
flokkur í landinu var nógu öflugur til þess að
rísa upp á-móti þeim. Bændurnir héldu áfram
vinnu sinni frá morgni til kvölds, og borguðu
þegjandi. Verkafólkið eins. Stjórnmálaf 1 okk-
arnir réðú ekki við þá, eða ef menn vilja heldur
segja, möttu meira fylgi þeirra heldur en marg
ítrekaðar kröfur hinna um að létta af sér byrð-
ununi þungu, og ef til vill hefir mátt finna ein-
hverja sennilega ástæðu fyrir þessu ástandCá
meðan að iðnaðurinn var ungur og umsetning-
in lítil.
En nú er þetta breytt, áð þessu leyti, að iðn-
aður þessara manna, verksmiðjueigendanna, er
orðinn í flestum tilfellum gamall og sterkur.
Umsetningin orðin gífurlega mikil, því fólkinu
hefir fjölgað mjög mikið í landinu, — Vestur-
fylkin, sem eru adni-framleiðs 1 ustöðvar Canada
liafa bygst — þar risið upp öflúgur bændaflokk-
ur, isem nú er að verða erfiður ljár í þúfu verk-
smiðjueigendanna í Austur-Canada.
II.
Eins og menn muna héldu bændur þing síð-
astliðið líaust og á því þingi sömdu þeir stefnu-
skrá í stjórnmálum, eitt af því sem þeir ætla að
. halda fram er afnám verndartolla og hefir þetta
ákvæði snert hjartað í verksm.eigendum í Aust-
ar-Canada heldur illilega. Ekki þó mjög fyrir
þé sök, að þeim finnist þetfa ákvæði svo mjög
viðsjárvert fyrir landið í heild sinni, heldur fyr-
ir þá sök að það væri hin mesta ósann’girni
gagnvart sjálfum þeim, og svo finst þeim að
það gæti verið óheppilegt að hreifa við tolllög-
gjöfinni eins og nú standa sakir. — Sem sagt
sagt þeir segjast eiga það skilið sökum þess
hvað mikið þeir hafi lagt á sig í sambandi vjð
stríðið, að tolllöggjöfin standi óhögguð þar til
endurreisnar tiíhiabilið ep hjá liðið, að minsta
kosti — að þeir megi enn um tíma njóta óáreitt-
ir ávaxtanna af annara iðju.
Bf til vill er eitthvað af einlægni í þessari
málsvörn verkismiðjueigendanna. — Ef til vill
hafa surúir þeirra lagt eitthvað verulegt á sig í
sambandi við istríðið. En þeir hafa ekki lagt
það 'meira á sig en aðrir, að þeir eigi sérstök
biun skilið.
Höfum vér ekki heyrt kvartanir út af fjár-
drátt sumra þessara manna, o{£ það einmitt á
meðan að á stríðinu stóð, — á meðan að borgar-
ar landsins voru að leggja líf og limi í sölumar
fyrir frelsi fósturlandsins. Þeir segjast hafa
orðið að borga afarhá daglaun,'en þeir settu
a finlega þeim mun hærra fyrir vöru sína.
Nei, þó að vér værum állir af vilja gjörðir
])á gætum vér samt ekki séð hvar hina sérstöku
réttarbót er að finna þessum mönnum til handa.
í’eir íhafa að undanförnu notið réttinda, og
vemdar, sem engir aðrir borgarar þessa lands
hafa haft, — þeirrar að vera með landslögum
ti'ygt verð á vörum sfnum, svo að þefr gætu selt
þær með þeim hagnaði, sem þeir álitu sómasam-
legan, og þessi Íög — toltverndunarlögin eða
tolllögin eins og þau eríi vanalega^t kölluð
þýða, eins og eitt blað hér í bænum sagði nýlega
að þegar að bóndi færi í kaupstaðinn og keypti
$900 virði af nauðsynjavöru, þá gengu $600 til
þess að borga fyrir vöruna sjálfa, $100 gengu til
stjómarinnar upp í ríkis'starfræksluna, en $200
gengu til verksmiðjueigandans.
Sama væri að segja um verkamanniná þeg-
ar hann færi í búð tilþess að kaupa sér $9t> virði
af. nauðsynjavÖru, þá gengu $60 af þeim pen-
ingum til að borga fyrir vöruna, $10 til lands-
•stjórnarinnar og $20 til verbsmiðueigandans, og
þó að þetta dæmi sé ekki alveg nákvæmt, þá er
það sattit svo nákvæmt að það sýnir hlutföllin.
*
III.
Tímamót.
I þessu sambandi er ekki til neins að tala
am það sem verið hefir — vér viljum jafnvel
segja, látuim oss fyrirgefa óréttlætið í garð vorn
íjiðinni tíð. En nú eru tímamót í sögu þessarar
þjóðar, alvarlegri og þýðingarmeiri en nokkru
sinni áður. Hinn erfiði reynislutími liðinna ára
hefir breytt hér mörgu og miklu. Byrðar þjóð-
arinnar hafa margfaldast og til þess að mæta
þeim verður fjármála fyrirkomulag hennar að
brevtast. Bændur í sinni stefnuskrá ganga út
frá því og segja, leggið á beina skatta í sem ná-
kvíemustu samræmi við gjaldþol manna, og virð-
ist sú uppástunga vera sú eina sanngjarna frá
voru sjónarmiði. En þá verður líka verndar-
tolllöggjöifin að fara, Jfví engum manni kemur
þó til hugar að fólkið borgi verkismiðjúeigend-
unum hér í Canada 20% skatt af flestum vöru-
tegundum, sem þeir kaupa af þeim, og svo stjórn
inni hvað stjórnarinnar er. Nei, vér verðum
með einurð og festu að krefjast þess að þeir
Iáti undan síga, — krefjast þess að þeir standi
hér eftir á sínum eigin fótum, krefjast þess að
þeir stuðningslaust frá hálfu þess opinbera beri
hita og þunga dagsins eins og vér hinir.
Vér getum ekki lengur staðið oss við að
borga þeim háar prócentur af hverju einasta
dollarsrírði, sem vér kaupum af vöru þeirra,
■ / *
því landið þarf á þeim peningum að 'halda og
getur ekki án þeirra verið. Vér vitum ekki með
neinni visisuhvað mikla peninga að Canadabúar
verða að borga verksmiðjueigendum á þann hátt
sem að ofan er bent á, en árið 1915 nam verk-
smiðjuiðnaður í Canada $1,407,137,140, en það
ár var flutt út frá Canada $242,034,998 Virði af
veúksmiðjuiðnaði, svo eftir því hefir selst í
Canada upp á $1,165,102,142 dollara virði, og
ef verndartolhjrinn á því hefir numið 20% eða
k þþ' er það hvorki meira né minna heldu’r en
$233,020,428.40.
IV.
En iþó, eins og að ofan er sagt, að vér þurf-
um að vera eiúhuga í því að krefjast réttarlbóta
af stjórninni hvað þennan oft nefnda og ósann-
gjarna verndartoll snertir, þá megurn vér eigi
gléyma því, að vér höfum við fleiri ókjör að búa
í sambandi við viðskifta líf vort heldur en hann.
Tökum til dæmis akuryrkjuverkfæri, sem svo
mikið eru notuð í Vesturlandinu, og vér sem
þar búum erum svo mikið komnir upp á og þörf-
in fer vaxandr fyrir ár frá ári. Hafið þið nokk-
urii tíman hugsað um í því sambandi að þið
borgið í livert sinn, sem þið kaupið verkfæri til
þess að framleiða brauð úr landinu ykkar handa
náunganum, þér og þínuin, að þá verðið þið að
borga þremur keisurum skatt: Ríkinu, verk-
smiðjueigandanum og verfærasalanum.
- ÍTm þessa tvo fyrnefndu höfum vér flálítið
falað ér að framan, satt að segja erum vér
iilt af að tala um þessa tvo keisara, ríkið og
verkismiðjueígendumar.
En hinn — verkfærasalann minnumst vér
sjaldan á, þó er það maðurinn sem næstur manni
er, og sem vér ættum helzt að geta ráðið við, ef
við annars ráðum við’ nokkurn skapaðan hlut í
þessum efnum. -
Vér sijgðum verkfærasalann. Það væri má-
ské réttara að segja verkfærasölu fyrirkomu-
lagið eins og það er. Fjöldi af dýrum verkfæra
sölu húsum í öllum stærri bæjum með gífurleg-
um sk ri#s tofukostn aði og svo Ihóp af útsendur-
um, sölumönnum, sem ferðast 'hús frá húsi um
rdlar sveitir þessa l^nds, þar sem akuryrkja er
stunduð, á hverju einasta vori, og fyrri part
sumars, og sVo aftur á haustin þegar bændur
erú búnir að þreskja til þess að innkalla fyrir
félögin. Þessi útgerð kostar of f jár og alt verða
bændurnir að borga í ofanálag á alt annað.
Hafið þið nokkur tíma hugsað um hvað sá skatt-
ur er. hár ? Vitið þið að verktfæfasalarnir verða
að leggja frá 18-—20% á hvern einasta hlut sem
þeir selja ykkur til þess að mæta þess«m kostn-
aði?
Þetta er atriði, sem oss finst að menn ættu
að taka til íhugunar ekki síður heldur en hin.
Ekki sízt þar sem þetta er atriði sem mönnum
ætti ekki að vera ókleyft að gera við, því hér er
oingöngu um að kénna lánsverzluninni.
Það fyrirkomulag þarf að breytast, lánsverzl
unin, að því er jarðyrkjuverkfæri snertir, að
minsta kosti, þarf að aftakast með öllu. Fyrir-
bjóða hana með lögum.
Menn geta spurt ihvernig að slíkt sé mögu-
legt, þar sem fjöldi af mönnum, sem án þessara
verkfæra geta ekki verið, séu ekki svo efnum
búnir að þeir geti borgað út í hönd fyrir þau
verkíæri sem þeir þurfa nauðsynlega á að ha.lda
Jú, vér búumst við að þeir menn séu til, og
verði til, en þeim er hægt að hjálpa.
Því geta sveitafélögin hvert innan sinna.vé-
banda, ekki hjálpað þegar svo stendur á? Vér
ineinum ekki gð sveitafélögin láni þessum mönn-
um peninga, heldur séu þeim mönnum, sem ekki
hafa lánstraust á peningastofnunum hjálpað
til þess að þeir geti fengið bráðabyrgðarlán með
sanngjörnum vöxtum, til að borga fyrir verkfær
in, og losni á þann hátt við að borga þennan af-
skaplega skatt sem þessu lánsölufyrirkomulagi
• er samfara.
• Ef til vill geta menn þá aftur spurt. Hvað
er þá unnið ef menn þurfa að taka peninga til
láns til þess að borga fyrir þessar nauðsynjar?
ö'llum mönnum, sem verzla við þessi félög
upp á lán er það ljóst, að þau setja 8% á alla
útistandandi peninga fram að þeim degi sem
samið er um að þeir falli í gjalddaga, og ef þeir
eru ekki borgaðir þá, þá 10%. Vextir af lánum
á bönkum í þessar þarfir fara aldrei fram úr
7%, svo þar ynnust frá 1—3% og svo þessi 18—
20% sem að verkfærasalar, samkvæmt þeirra
eigin skýrslu segist verða að vera háðir í sam-
bandi við það verzlunarfyrirkomulag.
Þá væri það uiyiið, að menn, sem nú borga
$140 fvrir sjálfbindara gætu fengið hann fyrir
$112 — græddu $28.00. En í þessu sambandi
^iljum vér taka það fram að það er ekki full-
nægjandi að sú regla komist á að bændur borgi
verkfæri sín út í hönd, neima því að eins.að hitt
fylgi að verkfærasölufélögin hætti algjörlega
við lánverzlunina og fellr algjörlega í burt þann
skatt, eða þær álögur sem að henni fylgir, en
slíkt verður að gjörast með lögum, eins og áður '
er tekið fram, -— lögum sem taka það fram, að
þau fyrirgeri rétti sínum til þess að verzla inn-
an vébanda þess fylkis, sem slíík brot yrðu fram-
íní.
Aloha Oe. (Far vel).
(Frank S'heridan, kvæðið. Lihuokalani, drotn-
ing, lagið.)
Sæludraumur liðinn, leiðir skiftar, ^
Ljúfust ástar himinsæla deyr.
Astargöngu unaðsstundir sviftar —
Allar liðnar og koma ei framar meir.
Horfinn tími helga minnig vekur.
Hugsa um mig, er skilur oss SolÍfri dröfn.
Astin lifir hvað sem helzt við tekur,
Hjörtu trúföst eru ætíð söm og jöfn.
Kór: \
Ó, vertu sæll, þín sál er mín.
Að sjá þig íhverfá burt, er þyngra en hel.
I sorg og gleði ávalt er eg þín,
Minn elskaði — far vel.
S. B. Benedictsson.
Auðvelt að spara
Þaí5 er ósköp auSvelt aö venja sig á aö spara meö þvi
aS leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari-.
sjóösdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt viö
hgfuöstólinn tvisvar á ári.
Xotre Dame Branch—W. H. HAMILTON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
THE DOMINION BANIi
!
J
■ v THE R0YAL BANK 0F CANADA I
_ HöfuJSst.Ml löggiltur $25.000.000 Höfuðstóll greiddur $14.000,000 B
Varasjóður. . $15,500.000 Total Assets over. . $427,000,000 g
Forsetl - - - - Sir. HIIBERT S. HOLT jg
i Vara-forseti - - - II. I.. PEASE a
|j A5al-ráðsmaður - - C. E NEIIjL/
s Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikntnga viS elnstakiinK* ■
B eka félög cg sanngjarnir skilinalarwveittlr. Avlsanir deidar tll hvafia g
■ staBar sen» er á fslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparirjóöslnnlögum, a
jg sem byrja m& meí 1 doliar. Rentur lagfiar við é hverjum 8 mánuöunt g
WINNIPEG (Wcst Entl) BRANCHES ■
■ Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager »
jj Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook H. L. Paterson, Manager K
l■lllll■llll■llll■lll■llt^■llll■llll■llll■llll■lli:■ll]l■llll■ll^llll■lll■lll.■llll■l^l■lIll■illll■llll■ill'■ll^■llll■ll^■lil
Manitoba þingið.
Á miðvikudagskveldið í síð-
ustu viku lagði féhirðir fylkis-
ins, Mr. Brown, fram fylkisreikn
ingana fyrir fjárbagsárið ný-
liðna og sýndu þeir að tekjuaf-
gangur á árinu var $322,867.00.
Fylkis féhirðirinn komst svo áð
orði í ræðu sinni: /
“Oss hefir tekist að enda svo
þetta fjárhagstímabil, að í sjóði
eru nú $322,876.00” og má það
heita ánægjuleg frammistaða.
Ekki síst þegar teknir eru til
greina erfiðleikar ýmsir, sem
stjóm þessa fylkis eins og allar
aðrar stjómir landsins hafa orð-
ið að mæta í sambandi við stríðið
Mr. Brown benti á’ að útgöld-
in hefðu verið $7,308,680.92, og
að það væri $262,525.00 minna
heldur en áætlað hefði verið.
Inntetktimar sagði hann að
hefðu verið $7,631,548.35, og að
þær hefðu verið $23,799.00 und-
ir áætlun. Skattur á erfðafé
varð $102,500.00 miuni heldur
en áætlað var, og skattur af leik-
húsum $90,000.00. Aftur námu
bifreiðaleyfi $36,000.00 meira en
vér höfðum gjört ráð fyrir, og
tekjur af talsímum $118,000.00.
Mr. Bown tók fram, að það
væri áform stjómarinnar að
nota þenna tekjuafgang til starf
rækslu fylkisins, þar til að nóg
kemur inn af þessa árs tekjum,
til þess að borga starfrækslu-
kostnað, og á þann hátt að kom-
ast hjá að borga mikla vexti af
lánum, sem fylkið hefir vana-
lega þurft að taka til þeirra
þarfa. Hann benti á, að árið
1915 hafi tekjuafgangurinn ver-
ið $229,931.00, og að sú upphæð,
lögð saman við tekj uafganginn
frá síðastliðnu ári, gjörði $552,-
798.00. En aftur hefði tekju-
halli verið árin 1916 og 1917, er
nam bæði árin $437,157.00. Svo
að eftjr fjögra ára tímabil, eða
síðan N'orrísstjórnin kom til
vatóa í Manitoba, væri tekjuaf-
gangurinn $115,641.00.
Fjárhagsleg afstaða fylkisins
í góðu lagi. Feningar í vörzl-
um stjórnarinnar við enda fjár-
hagsársins síðasta, eða 30. nóv.
1918, voru að upphæð $3,382.,-
571.00. En peningar, sem lagð-
ir hafa verið í eignir, námu
$4,241,621.00. Til samans nem-
ur það $7,624,292.00, og benti
Mr. Brown á, að sú afstaða fylk-
isins væri frá fjárlhagslegu sjón-
armiði 'bæði þróttmikil og heil-
brigð. Og þar sem peningaforði
fylkisins hefði á þessu ári mink-
að um $480,000.00, þá hefði inn-
eigin fylkisins í eignum aukist
nálega um $2,000,000.00, og
sýndi það framför, sem næmi
$1,357,340.00 á því svæði.
útgjöld fylkisins yfir þetta
síðastiiðna ár, til opinberra
$2,056,693.47. par af til þing-
verka og þjóðræknisþarfa, voru
hússins nýja $1,339,775.17. Fyr-
ir vegagjörðir í fylkinu $398,-
845.17, og til þjóðræknisþarfa
$97,428.24. En frá þessari að-
alupphæð dregst $831,569.03,
v sem er verð það„ er fylkið fékk
fyrir gamla búnaðarskólann i
Tuxedo, og verðalþá útgjöldin til
þessara þarfa $1,225,124.44.
pegar að Norrisstjórnin kom
til valda, námu skuldir fylkisins
$27,300,000.00, og ihefir siðan
við þá upphæð $6,650,000.00.
þar af hafa $4,000,000.00 verið
teknar til láns til Iþess að halda
áfram þingússbyiggingunni, og
1,000,000.00 til .þess að borga
skuldir, sem að Roblinstjómin
skildi eftir óborgaðar þegar að
hún fór frá.
Ennfremur skýrði Mr. Brown
frá því, að meðalvextir, sem
borgaðir hefðu verið af bráða-
birgðarlánum, væru 5,42 pró-
sent, en á veðskuldabréfum 5,88
prósent, á meðan á stríðinu hef-
ir staðið.
Mr. Brown lauk ræðu sinni með
því að skora á fólk að standa
saman og styrkja sem bezt hend
ur stjórnarinnar, og sínar eigin,
á hinum erfiðu og hættulegu tím
um, sem nú væru fyrir höndum.
‘Og eg vildi enntfremur biðja
yður,” mælti Mr. Brown, “að
horfa ekki of mjög á núverandi
ástand, né festa ihugann við það,
sem varanlegt. Miklu heldur
vildi eg biðja yður, að lyfta huga
yðar yfir þetta támabil óvissu, ó-
kyrðar og óeirða, og til tímabils-
ins, sem ekki er langt í burtu,
þegar í þessu landi, Canada,
verða meiri framfarir og velmeg
un, heldur en vér höfum enn
fengið að njóta.
/
Sjálfverkandi talsími.
í vikunni sem leið tilkynti
stjórnarformaður Mánitoba, Mr.
Norris, að stjóm sín hefði ákveð
ið, að setja inn sjálfverkandi
talsíma hér í Manitoba. petta
kerfi, sem vér höfum nú, er orð-
ið slitið og þarf mikilkr viðgerð-
ar við, og þar ofan á er það
miklu kostnaðarmeira að starf-
rækja það, heldur en hitt. Sagt,
að um $40,000.00 muni sparast á
ári við þessa breytingu. Og þar
að auki, segja þeir, sem þessa
sjálfverkandi tegund talsrma
þekkja, að það sé bæði auðveld-
ara að ná símasamibandi og líka
fljótara. Breyting þessi, sagði
forsætisráðherrann, að mundi
kosta um $2,000,000.00. f sam-
bandi við þetta fyrirtæki, sagði
Mr. Norris, að ákveðið hefði ver-
ið að setja hér á stofn verk-
smiðju til þess að búa til talsíma
tæki þessi að eins miklu leyti og
unt væri, og mundi það gefa
mörgum atvinnu.
Á fimtudaginn var bar Lieut.
Wilton, þingmaður fyrir Assini-
boia fram tillögu í þinginu, þar.
sem hann skoraði á stjómina að
sfuðla að því, að eftirlaun þau,
sem aðstandendur fállinna her-
manna fái, yrðu ekki lægri en
$1000.0 á ári. Ennfremur skor-
aði hann á stjómina, að undir-'
eins og Manitobafylki fengi yfir-
ráð yifir náttúruauði þeim, sem
væri innan þess vébanda, að fá
sérfræðinga til að kanna auðs-
uppsprettur þær, sem þar kynnu
að vera, og að gjöra gangskör að
því að imynda atvinnuvegi við
þær sem allra fyrst. þessi á-
skoran lá til umræðu í þinginu á
laugardaginn var. Skýrði þá
stjómartformaðurinn, Mr. Norr-
is, frá því, að félagi því, sem ætti
að setja inn sjálfverkandi tal-
síma í fylkinu, Ihefði verið gert
það að skilyrði, að setja upp hér
í bænum verksmiðju til þess að
búa til öll veríkfæri í sambandi
við þessi talfæri, og í sambandi
við símakerfið. Einnig gat hann
þess, að stjómin hefði gjört ráð-
statfanir til þess, að stór papp-
írsverksmiðja yrði stofnuð í
Norður-Manitoba, ef að efnivið-
ur og aðrar kringumstæður
leyfðu. Að svo þúsundum doll-
ara skifti befði verið eytt til að
kanna jámnámu norður frá La
Pas, og eins og kunnugt væri,
væru þar auðugustu kopamám-
ur, sem til væru í landinu, um
100 mílur norður frá Pas. Og
auk þess að styðja að því, að veg
ir væru bygðir út að þeim nám-
um, hefði stjórnin farið þess á
leit við jámibrautamálanefnd
samfoandsstjómarinnar, og The
Trail málmforæðslufélagið, að
stuðla að því að framleiðsla í
þessu málmauðuga héraði gæti
aukist, og gjörð auðveldari held-
ur en hún nú er. petta, ásamt
fleiru, sem stjómin hefði gjört,
sagði hann að sýndi að Manitoba
stjómin hefði ekki verið sofandi
í þessum efnum, þrátt fyrir erf-
iðari kringumstæður í sambandi
•við fjármál, íhelflur en vanalega
gjörðist.
Ennfremur lýsti forsætisráð-
herrann yfir því, að í nálægri
framtíð 'vonaðist hann eftir því,
að fylkið fengi full yfirráð yfir
náttúruauðlegð innan sinna vé-
banda.