Lögberg - 13.03.1919, Síða 1

Lögberg - 13.03.1919, Síða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNJÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 32. ARGANGUR I WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 13. MARZ 1919 NUMER 11 BANDARIKIN Congress Bandaríkjanna slitið. Kl. 12 á hádegi á þriðjudagirm var, var sextugasta og fimta Congress Bandaríkjanna slitið, og eru þau þingslit einkennileg og eftimiinnileg. Forseti Banda ríkjanna, Mr. Wilison, hafði kom- ið alla leið frá friðarþinginu í París, til þess að staðfesta gerð- ir þingsins. En þar á því þingi * var allmikið eftir ógjört, eins og oft vill verða, til isiíðasta dags, þar á meðal f járveitingar til op- inberra þarfa, sem námu um tvær og hálfa biljón dollara, og var þar í innifalin upphæð sú, sem á- ætluð var til starfræksíu jám- brauta Bandaríkjanna. En þeg- ar ganga átti til atkvæða um þetta, tóku Republicanar sig til í Senatinu og héldu uppi óslitn- um umræðum í 48 klukkustund- ir- Senator Shermann frá Illi- nois enti þessa viðureign með því að tala í 5J/>, klukkuistund. Ymisir af leiðtogum Repu- blicana eru andstæðir stefnu Wiison í utanrfkismálúm, og hafa liklega ætlað að koma honum til að kalla saman nýkosna Con- gressinn, því eins og menn muna þá hafa Repuiblicanar meirihluta í báðum málstofum, og þar sem kjörtímabil Congressins gamla var útrunnið kl. 12 á þriðjudag, þá varð fórsetinn að mæta meiri- hluta Republicana ;í báðum mál- stofum, ef hann hefði kallað þingið strax saman, og gátu þá ákvæði þess haft áhrif á afstöðu hanis í friðarþinginu. En í stað- inn fyrir að gjöra þetta, að kalla þingið saman, gaf Wilson forseti út ftirfylgjandi yfirlýsingu: “Nokkrir menn í Senatinu hafa af ásettu ráði kosið sér að gjöra stjórn landsims isem erfiðast fyr- ir, og að stofna járnbrautum landsins í voða peningalega, og nota til eigin hagsmuna vald það sem eingöngu á að notast í þarf- ir fólksinis. það eí auðsæ iskylda inín, að taka þátt í friðarþinginu í París. pað er og skylda mín, að vera í nánu sambandi við þau almenn verkefni, sem Congressjnn fjall- ar 'um. Eg verð að velja á milli þessara tveggja skyld’uverka, og eg vonast eftir að þjóðin komist að þeirri niðurstöðu, að eg hafi valið rétt. það er ekki til hags- muna fyrir málefni almennings, að eg kalli Congress saman til aukaþings á meðan að önnur há- ieitari og ibrýnni skylda gjörir, mér ómögulegt að vera hér í' Washington til samvinnu með þinginu. Eg tel það isjálfsagt, að mennimir, sem hafa staðið í veginum fyrir því, að lög, sem ríkinu voru ómissandi, yrðu sam þykt, hafi tekið alt þetta með í reikninginn, og séu reiðubúnir til þess að taka upp á sig ábyrgð- ina af skaða þeim, sem þetta gjörir stjóminni, og fjármuna- lega erfiðleika, sem það kann að auka landinu á meðan eg er í burtu.” Skömmu síðar, eða klukkan tvö, fór Wilson forseti af stað frá Waslhington áleiðis til Ev- rópu. Sigldi frá New York 5. þ. m. Bolshevism í Banda- ríkjunum. Washington D. C.: — Rann- sókn nefndar þeirrar, sem sett var af hendi Bandaríkjanna til þess að kynna sér Bolsheviki, eða st j ómleysingj ahreyf inguna innan Bandaríkjanna, hafa sagjt frá því, að nú þegar hafi þeir sannanagögn í höndum sér, sem krefjist þess að í taúmana sé tekið djarft og ákveðið, til þess að eyðileggja fyrirætlanir þessa fólks, sem hafi áformað að steypa stjóminni, og umtuma stjómar fyrirkomulaginu og mannfélagsskipuninni innan vé- banda ríkisins. Vitnaleisðia sýnir að fundir haifi verið háldnir í New York og Chicago, Minneapolis og víðar, þar Sem að Bolshevikikenning- airnar hafa verið prédikaðar án nokkurrar mótstöðu. Ennfrem- ur að Bolshevikikenningaraar sé verið að útbreiða í blöðum og rit- um, og að það virðist ekki nein- um efa bundið, að launaðir um- boðsmenn Soviet-stjómarinnar á Rússlandi séu að vinna að út- breiðslu þeirrar kenningar inn- an Bandaríkjanna á reglubund- inn hátt, eins og að þeir eru að gjöra í skandínavísku löndunum, á Englandi oig FrakkUandi. Marg- ir af senatorum Bandarikjanna finna til þess að hættan sé orðin svo brýn, að stjómin ætti ekki lengur að vera aðgjörðalaus, heldur ætti hún að taak hlífðar- laust í taumana. Senator King tekur það fram, að enginn mað- ur geti haldið fram þessari Bolshevikistefnu nema hann á sama tíma haldi fram eyðilegg- ingu sinnar þjóðar. Professor Ralph Dennis frá Nort Western háskólanum var umboðsmaður Y. M. C. A- á Rúss landi, þegar að Bolshevikimenn brutust til valda í nóvember 1917, var kallaður fyrir þessa nefnd, og á meða'l annars, sem að hann sagði, var, þegar að hann hefði farið allfarinn frá Moskva, þá hafi háttstandandi embættis- maður komið til sín, kvatt sig og sagt: ‘Eg sé þig aftur inn- an tíu ára, við ætlum að koma til ykkar og brúka sömu aðferðina og við notum hér.’! Mr. Dennis sagði, að hann hefði sannanir fyrir því, að þess- um Bolshevikikenningum væri haidið að fólki innan Bandaríkj- anna, alla leið frá San Fransi- sco og til New York, og að land- inu hefði verið skift upp í deild- ir á þessu svæði í því sambandi. Hann sagði og að fyllil'ega einn f jórði hluti af hinum æðri valds- mönnum Bolshevikistjómarinn- ar :í Moskva, væru menn, sem hefðu verið 2 til 3 ár í Banda- ríkjunum aðallega í verksmiðjú- borgunum, og sagði hann að þeir væru æstastir og gengju lengst í kröfum sínum. Mr. Dennis var spurður um, hvort að hann héldi að þessi Bolshevikihreyfing mundi nú sér niðri í Bandaríkjunum að nokkr- um mun. Og svaraði hann því: “pað er að mínu áliti komið und- ir iðnaðar- og atvinnumálum landsin á tímabilinu, sem í hönd fer.” Mr. Dennis segist ekki geta fundið neinn mun á stefnu I. W. W. og Bolshevikimanna; báð.ir stefni að sama marki, að rífa niður mannfélágsfyrirkomu- lagið eins og það er, út í stefnu- leysi og stjómleýsi. í sambandi við ástandið í Rússlandi gaf Mr. Dennis nefnd- inni gagnlegar upplýsingar, og getur nefndin nú, með myndina af einu af stórveldum veraldar- innar fyrir framan sig, eyðilögðu af æstustu óbóta- og æsinga- mönnum mannfélagsins, verið betur undir það búin að mæta þeim mönnum, sem hér eru að reyna að innleiða svívirðinguna, sem rússnesku þjóðinni varð að falli. Mr- Dennis sagði að það væri einkenni Rússa, að geta aldrei komið sér saman um pólitískt miál. “Hvar sem fimm Rússar eru saman komnir, þar eru og fimm mismunandi skoðanir. Prófessor Dennis sagðist hafa verið á fundi í Oolosseum í Ohi- cago, og hefði sá stóri salur ekki aðeins verið fullur af fólki, heldur ihefði svo margt fólk sótt að, að skifta varð fólkinu í tvo staði; og var fundur sá, sagði Mr. Dennis, eingöngu haldinn til þess að útbreiða Bolshevism. Ræðumar fór fram á rússnesku, og gengu allar út á að hvetja verkalýðinn til þess að rísa upp og taka völdin í sínar hendur. Og í hvert sinn, sem Lenine eða Trotzky voru nefndir, kvað við lófaklapp og fagnaðarlæti um allan saiinn. Auk Mr. Dennis báru vitni íyrir nefndinni í þessu máli Ro- bert F. Leonard, Vice-konsúll Bandaríkjanna í Rússlandi, sem Bólshevikimenn tóku fastan og héldu í fangelsi í sex vikur, og R. M. Story, sem er við Chicago- háskólann, sem líka var á Rúss- landi í erindum Y. M. C. A., og bar þeim báðum saman við vitn- isburð prófessors Dennis. (Tekið eftir The Christian Science Monitor.) Minnisvarðamálið. peðar eg meðtók Voröld, dag- setta 18. febrúar, og varð litið á ritgjörð með yfirskriftinni Minn isvarðamálefni, undirskrifaða af Stepháni G. Stephánsisyni; kom mér fyrst í hug, að hann mundi sjálfsagt leggja alt gott og hlý- legt til þeirra málefna. pví eg bjóst ekki við því, að nokkur fs- lendingur myndi mmnast hinna föllnu herimanna, nema með virð- ingu og kærleika. Hermanna, sem fómuðu lífi sínu fyrir okk- ur, sem heima sátum — og yfir höfuð að tala hið brezka sam- bandsríki. — En hann, “Fjalla- skáJldið”, sem þjóð vor hefir svo að segja borið á höndum sér, og sæmt heiðursgjöfum, finnur nú hjá sér köllun — svo sem í þakk- lætisskyni — með illgimislegum orðum og klúrum rithætti, að kasta saur á minning hinna ósér- plægnu bermanna; og særa með því viðkvæmar hjartahs tilfinn- ingar eftirlifandi ættingja og vina. Og hann virðist sjá eftir þeim peningum, sem ganga til að byggja einn minnisvarða, í minning fjölda bermanna. Hví lík dæmalaus ósanngimi og nær- sýni. Líklega leggur hann þó ekki peninga til þess sjálfur. Eg man ekki til að eg hafi beyrt get- ið um það, að hann hafi nokkum- tíma lagt fram peninga af frjáls um vilja íslenzkum fyrirtækjum og velferðarmálum til styrktar- En nú ætlar hann á þenna ðheið- arlega og einkennilega hátt, að verða formaður íslendinga, til að koma í veg fyrir að þeir verji sínum eigin peningum, sam- kvæmt sínum eigin viljaog til-' finningum. En eg vona að engir taki 'S'Mkt til greina, beldur leggi því fremur, ihver sinn skerf minnisvarðamálefninu til styrkt ar og framkværtida. Eg veit ekki til að íslenzka þjóðin skuldi Stepháni G. Stephánssyni einn einasta dollar. Hann hefir “ort’ ljóðin sín fyrir sjálfan sig — en íslendingar létu prenta þau og binda, og höfðu svo úbsöluna með höndum; og eg man ekki betur en það, sem varð afgangs útgáfu- og útsölukostnaði, gengi til St. G. Stephánssonar. Ljóðin eru heldur ekki alþýðu- eða al- menningskvæði, eins og til dæm- is Sigurðar Breiðf jörð, Kristjáns Jónssonar, Páls ólafssonar o. fl. peir hefðu þó sannarlega átt skilið. að fá verðlaun og viður- kenning, því ljóðin þeirra munu lengi lifa í hjörtum og á vömm íslenzku þjóðarinnar. En ljóð Stepháns munu helzt prýða hill- ur og bókaskápa þeirra, sem fást tii að kaupa þau. — Svo eigum við fslendingar mörg og góð nú- tíðarskáld, sem “yrkja bæði lip- urt og létt’’, og sem flestir eða allir geti lesið og notið sér til uppbyggingar. Svo enda eg þessar línur með þeirri von, að allir sannir íslend- ingar finni hjá sér köllun til að vinna sem bezt og einlægast fyrir minnisvarða- og þjóðemismálin. Vinsamlegast. Ámi Sveinsson. Athugasemd við frétta grein, er stóð í Voröld 5- þ. m. með fyrirsögninni “Gam- almennáhælið”, og undirskrifuð af Gesti. Af því eg er eini maðurinn, sem er enn í nefndinni af þeim, sem urðu til þess að koma heim- ilinu af stað, finn eg ástæðu til að leiðrétta það, sem rangt er far ið með, og mótmæla ósannind- um. Nefnd grein ber það með sér, að aðaltilgangur höfundarins er að gefa öðrum atkvæðamannin- um, sem var í nefndinni, þökk og heiður fyrir góða frammi- stöðu, sem honum finst að hann hafi ekki orðið aðnjótandi eins og skyldi. Um þetta hefði eg ekkert að segja, ef að það væri farið rétt með efni. Til skýringar skulu nefndir þeir menn, sem voru í nefndinni það ár: Form. séra N. S. Thor- láksson, ritari Gunnl. Jóhanns- son, féhirðir J. Jóhannesson, Ámi Eggertsson og Guðmundur pórðarson. Nú kemur þessi Gestur og rit- ar fréttagrein af afmælissam- komu Betel, og fær ástæðu til að ryfja upp nefndargjörðir fyrir fjórum árum síðan. pað merki- legasta við Gest er það, að hann sýnist hafa verið viðstaddur á fundum, og vita alveg hvað G. Jóhannsson hafi sagt, og jafnvel gefi, í skyn, að hann hafi vitað hvað hinir nefndarmennimir hafi hugsað. En því fer hann þá ekki rétt með það, sem gjört var á téðum fundi. “Kom það brátt í Ijós að Ámi var ákveðinn á móti því að byrjað yrði.” petta er aðeins háifur sann- leikur. Ámi Eggertsson leit svo á, að á meðan ekki væru nema tvær manneskjur, seim við viss- um af til að byrja með slíkt heimili. þá væri réttara að koma þeim fyrir í fjölskylduhúsum og að iborga með þeim, heldur en að ráðast í að leigja húis og setja á stofn heimili. En hinir fjórir nefndarmenn litu svo á, að það næði ekki tilgangi sínum, og væri ekki það, sem til hefði ver- ið ætlast af kirkjuþinginu. Og ef að heimilið væri stofnað, þá mundi ekki sbanda á umsóknum til heimilisvistar- pað er þess vegna tilhæfulaus aðdróttun af Gesti, að nefndin hafi ætlað að “kyrkja fóstrið í fæðingunni’’, eins og hann kemist að orði, ef G. J. hefði ekki bjargað því. Ekki er það rétt að Dr. Jón Stefánsson hafi ávalt verið í nefndinni síðan. Á næsta kirkju- þingi var séra Carl J. ólafsson og Dr. B. J. Brandson kosnir í nefndina,8 en við burtför séra Carls, hálföðru ári síðar, var Dr. Jón Stefán'sson aftur kosinn í nefndina. “Einnig mætti geta þess, að Gunnlaugur var maðurinn, sem benti nefndinni á forstöðukon- umar, og honum mun hafa ver- ið trúað fyrir því af nefndinni, að se'mja við frú Hinriksson, og svo nokkru síðar við ungfrú Júlí- us.” — Hér er ekki rétt farið með. pað var Guðmunrur Thord- arson, sem benti nefndinni á Miss Júlíus og samdi við hana. Og hún stjómaði heimihnu fyrstu sex mánuðina, eða þangað til að flutt var til Gimli, en þá var Mrs. Hiniriksson ráðin, og mun Gunnlaugur hafa bent nefndinni á hana. petta • eru helztu villurnar í téðri grein. Við smávegis nenni eg ekki að eltast. pað er betra að vita rétt, en hyggja rangt- ,T. Jóhannesson. Frá Íslandi. úr Skagafirði er skrifað að þar hafi verið einmunatíð síðan í haust. Lömbum varla kent át. Veikin hefir ekki þangað komið, enda verið einangrað og verður meðan þörf t>jörist. í Vestmannaey;^ hefir veik- in geysað og valdið miklu mann- tjóni. Tíðin hefir verið góð. Allir eru að búa sig til sjávar. Búist við góðri vertíð ef tíð verð- ur sæmileg. Álitið að fiskur sé nægilegur fyrir. Sandgerði. — pangað eru nú mótorbátar að koma. Hafa þeir, er reynt hafa, fengið ágætan afla. í pingeyjarsýslu hefir að sögn verið slík árgæzka í haust og það sem af er vetrinum, að lömb- um hefir ekki verið kent átið, en fullorðnu fé aðeins hárað. Kemur það sér vel, er heybirgð- ir voru þar sem annarstaðar á landinu með lélegasta móti- Árnessýsla. — par hefir verið sama ágæta tíðarfarið. Skepn- ur mátt heita ganga sjálfala nú undanfama mánuði. Kom það sér vel er veikin geysaði þar. Nú mun hún að mestu um garð gengin. Hafnarfjörður. — par hefir taugaveikin verið að stinga sér niður. Hafa hinir sjúku verið einangraðir. Að sögn er búist við mikilli sjósókn þaðan í vetur og vor, bæði af innlendum og út- lendum. í sumar sem leið rituðum vér greinarkom um pingvelli í 31. tbl. þessa blaðs. Bentum vér þar á, hversu illa færi á því að sá þjóðkuríni og jafnvel heimskunni staður, skyldi vera í slíkri niðumíðslu. , Stungum vér upp á því að setja staðinn undir opinbert eftirlit og helzt gjöra þar “National Park” eða alþjóðargarð. Nú hefir stúdentafélagið hér í bænum tekið málið að sér, og er ætlunin að búið sé að koma öllu í kring, er Alþingi á 1000 ára af- mæli- Ætti þá að sjálfsögðu að halda þingið á þingvöllum. En vonandi er að sem fyrst verði hafist handa með það, að bæta byggingu og þrifnað1 allan þar á staðnum, svo og að hafa strangt eftirlit með því, að hinir og þessir Ihrófi þar ekki upp timburskúrum, sem prýðilegast er, eins og nú hefir átt sér stað nýlega. Er og vonandi að næst þing, fyrsta alþingi hins fullvalda ís- lenzka konungsríkis, sýni þessum f ornhelga þingstað 'hins f ullvalda íslenzka lýðveldis, þann sóma, sem bæði stað þessum og þing- jnu er samiboðið, og fari þá í þá átt sem að framan er greint. j (Frón.) Skýjarof. Lof sé mikla Ijóssins herra, liðið ský er þetta frá, ægilegust enduð snerra, allan heim sem gjörði þjá. Bjarmar nú fyrir betri degi, birtu slær áþjóðiífs vegi. Friðarsól er svás upp runnin, sem að vermir kalda jörð. Sanngöfugur sigur unninn, syngjum lof og þakkargjörð. Bundið loks er aflið illa, allri ró sem náði spilla. Meðan vorir breyzku bræður bítast eins og villidýr, hefndamomin högum ræður, helvízku sem galli s^ýr. Gef oss, faðir, vit og vilja vorrar tíðar nauðsyn skilja- Söktu hefndar haturs loga, heim sem tíðum leikur grátt. Undir frelsis friðarboga fölskvalausa bindum sátt. Muna ættum æfinlega oss er bannað mann að vega. Styð oss, faðir ljóss og lífsins, lækna þá, sem hrygðin sker, sefaðu beizkju sorgakífsins syrgjendanna mörgu hér, sína vini sárt er gráta, Svo þeir megi Ihuggast láta. Lát þitt kærleiks ljósið dýra lýsa þjóða Ihjörtum í, og athöfn þeirra allri stýra, ill svo rofni haturs ský; þá mun eflast fró og friður, farsæld manna bezt er styður. S. J. Jóhannesson. Vilhjálmur Stefánsson kom til bæjarins kl. 8-15 f. h. á miðvikudagsmorgunin. Á, vagn- stöðinni 'mættu honum fyrir hönd 30 manna þjóðemisnfndarinnar séra Rögnvaldur Pétursson, Thor steinn Borgfjörð, O. T. Johnson ritstj. Heimskringlu og J. J. Bild fell. Enn fremur var þar til stað- ar Mr. Davis með boð til Vil- hjálms frá fylkisstjóranum upi að búa hjá sér meðan að hann dveldi í bænum, og það þá Vil- hjálmur. Á miðvikudagskveldið er Vilhjálmur í veizlu hjá fylkis- stjóranum. Á fimtudagsmorg- uninn (í dag) talar hann fyrir háskólaráði bæjarins. Kl. 1 heldur hann ræðu í Canadian £l|llllllllí!lllllllllllllllílllllllllllll]||||lilllll!ll!llllllllllll!lllllli!!lllllli!IIIIMII!llílill!llilllllllllilllllllllllll|:illlW Fyrir minni fjögra heimkominna hermanna. 4 Flutt að Big Poipt, 30. jan. 1919. pað svo má vænta sigurs, að háð sé vopnahríð, og hart og vel sé barisj; — því sigur heimtar stríð. Og svo er unt að grundvafla, frelsi rétt og frið, að fáir þú að berjast á sannleikans hlið. 0g fögur er sú herganga, gengin fyrir hann, og gullið er það land, sem að fóstrar sannleikann. Og heill sé hverri þjóð, sem að hýllir konung þann. og hverjum þegni lof, sem að köllun sína fann. pað getur enginn meira en sitt eigið líf fram lagt, því líf hvers eins er dýrra en alt sem er gert og sagt Og vel sé þeim, sem hnígur á herför sannleikans, pess heiður ritar saga á bautasteminn hans. pað ávalt geymir saga, sem einhvers þykir vert, pess orðstýr lifir jafnan, sem mikið hefir gert. Já, minningarnar lifa — um drengskap, þor og dáð, þó dauður liggi kappinn, mun nafn ihans standa sikráð. pér göfgu landsins synir, sem genguð út í stríð. pér gifturíku vinir, er stóðust þessa hrið! Vér fögnum yður glaðir og fyllumst dýrri þökk; nú faðm sinn breiðir mót yður þjóðin ástar-klökk. Og vorrar þjóðar synir, sem vörðuð land og rétt, og vorum sóma burguð, því þar var markið sett,— því íslenzk dygð og karlrtienska voru að verki þar. —Já, vel sé hverjum íslending, sem það merki bar. Og iþó vér séum fáir og fátækir hér, vér finnumst ei svo smáir, ef rétt það skoðað er. Að unnum vér vort hlutverk, mun sanna seinni tíð ‘er sagan verður lesin um þetta alheims stríð. Svo viljirðu heita góður og gildur landsins þegn, þá gættu vel þíns þjóðemis öðmm röíkum gegn, að hvar sem afskúm þekkist og þjóðar svívirðing, að þeir ei standi í skyldleik við nokkum íslending. S. B. Benedictsson. ili III II ilí Úr Landi í Rangárvallasýslu er skrifað 7. þ. m.: Nú er ekkert sérlegt að frétta. Inflúenzan er um garð gengin eftir að hafa klubbnum og að kveldmu flytur ^repið hjá okkur, eða í mínu hann fyrirlestur um “Fimm ára vera mín í norður höfunum.” — Á föstudaginn fer Stefánson suð- ur til Grand Forks og flytur þar fyrirlestur um kveldið. Að þessu sinni er engin tími til fyrir Mr. Stefánsson að halda neina sér- staka samkomu á meðal íslend- inga. En hann mun væntanleg- ur aftur á þessár slóðir, seinni partinn í apríl og ættu fslend- ingar þá að nota sér það tækifæri til að ríjóta samveru stundar með honum- Vilhjálmur var frískur og glaður í bragði. M j|j[ I r,4*iiiililli!llllllllllllllll!lllllllllllliillllllllllllllll!!lll!llllil!illl!ll!llll!!lllllllllií!l!lll!llllllllllllllllllllllilil!lllil:iilíl!lll!llillli!llllll!ll'!:illi'l!l|!llll!llill!'!i:!!: inn í fjárhúskró, og veitt honum svo mikið högg, að haldið sé að maðurinn bíði bana af. Kveðj; 25 ára læknisafmæli átti ólaf- ur Finsen Idsknir á Akranesi 15. þ. m. Kom það fram við þetta tækifæri, sem áður var kunnugt, að hann er mjög vinsæll maður af héraðsbúum. Vora honum færðar frá þeim tvær minning- argjafir: gullúr með gullfesti og göngustafur, útskorinn af St- Eiríkssyni, gullbúinn. Á báða minjagripiría var grafið: “Hér- aðslæknir ólafur Finsen. 25 ára minning frá héraðsbúum. Auk þess var honum færð álitleg pen- ingaupphæð í gulli. Heillaóskir fékk hann margar. par á með- al frá Sumarliða Halldórssyni: “Heiður og þökk fyrir handtök mörg og þörf! Heiður og þökk fyrir aldarfjórð- ungs störf! Heiður og þöikk fyrir dugnað þinn og dáð! drengskap og kærleik og ágæt læknisráð. Pétur Jónsson söngvari. Morg- unbl. segir frá því, að hann syngi í vetur lí hirðsöngleikhús- inu í Darmstadt í pýzkalandi og sé ráðinn þar til þriggja ára. pýzku blöðin beri á Ihann mikið lof fyrir söng hans, og hann hafi fengið ihin vandasömustu hlut- verk til ,meðferðar. — úr ný- komnu ibréfi frá Pétri segir blað- ið, að stjómarbyltingin hafi far- ið mjög friðsamlega fram í Darm stadt, svo að varla geti heitið að hann yrði hennar var. “Vísir” segir frá því, að á Læk í Árnessýslu hafi hrútur rent sér á höfuð manns, sem stóð hálfbog prestakalli, 13 manneskjur, þar af 11 á einum mánuði (nóv.) Fólk alment farið að ná sér eftir veikindin, en margur þó veikur fyrir, og þarf varlega með sig að fara. Síðan fyrir nýár harðindi 'hér, 10—15 stiga frost og nokk- ur snjór. Algjörlega haglaust hjá okkr, þar sem gras er sama j og ekkert, og askan ofan á og: innan um. Farið að tala um talsverðar tannskemdir í sauðfé af völdum öskunnar, og má við! illu búast út af því. Um hey og fóðrun ekkert hægt enn að segja Gömlu heyin hjá okkur eru aðal- hjálpin og svo fóðurbætir. Nýju heyin svo undur lítil og mikið af; þeim bara mosi og sina og rusl. Kauphækkun daglaunamanna! nemur nú orðið um 200% miðað við kaup þeirra áður en ófriður- inn hófst. pá var tímakaupið 30 aurar en er nú 90----Kaup- hækkun prentara.memur 170%, i og lík mun vera kauphækkun j annara iðnaðarmanna. Starfs- j mönnum landssjóðs er skömtuð 60% kauphækkun þeim, sem verst eru launaðir, en sumum ekkert. Og vert er að geta þess að t. d. póstþjónamir munu j nú vinna fyrir 40—45 aura kaup um klst. og eru því ekici hálf- drættingar við daglaunamenn. 9. þ. m. var ólafur Lárusson lagadild háskólans, frá 1. þ. m. lagadeild háskólans, frá 1. þ. m. að telja, í stað Jóns sál. Kristj-i ánssonar. — Séra Ásm. Guð- mundsson í Stykki^hólmi var 11. f. m- skipaður skólastjóri á Eið- um frá 1. þ. m. að telja. — Lög- reglustjóraembætti Siglufjarð- arkaupstaðar er auglýst laust. Árslaun' 2000 kr. úr landssjóði og 500 kr. úr bæjarsjóði Siglu- fjarðarkaupstaðar. Umsóknar- frestur til 15. marz. í síðasta tölublaði var getið um farmgjaldslækkun hjá Eim- skipafél. fslands. Farmgjöldin hækkuðu vegna hækkaðrar stríðs vátryggingar þegar Bandaríkin lentu í ófriðnum, og fyrst og fremst var nú þetta aukagjald felt niður, sem nemur um 20 kr. til íslenkra hermanna við burt- för þeirra í stríðið, flutt að Big Point 5. apr. 1915. Farið vel, bræður, til fólkorustu, bregðið þar brandi og banið fjöndum. Látið glymja í gráu stáli jörmun djarfir af jötunmóði. Látið pórdunur þungar dynja andskotum mót í orra sennu. Látið kúlna kólgu dimma reka úr landi rama dólga. Farið heilir í frelsis nafni að bera merki ins brezka veldis, sem konungs þegnar og Canadiskir borgarar, bræður og bjargvættir lands. Áfram til orustu íslendingar, íslenzkum sóma uppi að halda. Fylgi yður hvers manns heilla óskir, íslenzkum sonum í íslands nafni. Fylgi yður gæfa, frægð og sigur, íslenzk, framgjöm íturmenni. Og komið heim heilir frá hildarleikum í fagnandifaðm fríðrar Canada. S. B. Benedictsson. á tonn, en síðan hafa farmgjöld- in enn verið lækkuð um 15-—25 kr. á tonn, svó að öll lækkunin nemur 37—47 kr. á tonn, eða um 20%. Félagið ætlast til þess að kaupmenn láti þessa farmgjalds- lækkun koma fram í lækkuðu vöruverði, svo að hún verði á þann hátt almenningi að notum. Guðm. Kamban ihefir samið leikrit, sem “Marmor” heitir, og nýlega er komið út í Khöfn. "pað gjörist í New York, en þar hefir Ivamban dvalrð nokkur missiri. v

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.