Lögberg - 03.04.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.04.1919, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. APRIL 1919 Helgisaga. Einu sinni var prins einn ungur og laglégur. Hann var h\'gr.s manns liugljúfi, og lifið virtist brosa við bionum. En þá kom skuggi lífsins, sem lagðist yfir hann. Einhver sjúkdómur tók liann föstum og seigpínandi tökum, 'það var eins og brennandi eldur la^sti isig um taugar líkama hans. Stundum leið alveg yfir hann og hann lá í dái lang- au tíma, og hélt fólk þá að hann væri dáinn. En jhann vaknaði aftur og var iþá niðurdreginn og órólegur. Lwknarnir reyndu alt sean *þeir gátu, og prestarnir reyndu að hjálpa mleð fyrirbænum. En enginn iþeirrn gat neitt gjört til þess að létta kross- inum af lierðum prinsins unga. En einn læknir, sem var mjög lærður, sagði að sá sjúkdómur myndi aldrei læknaður fyr en eiöhver ung stúlka legði líf sitt í solurnar fvrir hann. Svona liðu nokkur ár, að engin bót fékst við meinsemd prinsins og að síðustu fóru vinir lians og kunningjar að snúa \ ið honuum bakinu. Sögðu að hann væri annaðhvort gengin af vitinu eða þá haldinn illum anda, og loks varð prirus Henri að \firgefa kastala sinn. En skamt frá kastalanuin bjuggu leiguliðar prinsins, sem kétu Gottlieb og I rsala. Þau áttu þrjú börn, dreng og tvær stúlk- ur, Irehgurinn hét Max og stúLkuurnar Rertha og Elsie og var Efeie Fimtán ára gömul. Þettíi fólk voru vinir prins Henri, og þangað fór hann og beiddist gistingar og var fúslega tekið við houum. A daginn þegat) prinsinum leið ekki illa sat hamt oft út í litla garðinum fyrir utan húsið og las, og þangáð var Elsie vön að færa lionum blóin, sem að honum þótti undur va-nt um, og segja hon- um alt sem hún vissi um þau. Einu sinni sagði. hún honum inunnmælasögu um mannkyns frelsar- ann og dóttir soldánsins, sem var að tína blóm út' í lystigarði föðuur síms, og var alt af að hugsa um það hver væri herra blómanna, —gæfi þeim Ííf,< (<g léti þau vaxa, og hún sagði við sjálfa sig, þann herra vil eg elska og vildi yfirgefa höll föður mín> til að vinna í blómagarði haiis. Og um nóttina eft-ir þegar stúlkan lá í rúini sínu lieyrði hún að kallað var úti í garðinum. Hún fór fram úr riiininu og gekk út að giugganum og leit út, sá hún þá hvar niður í garðinum, á meðal hlómanna, stóð drengur og hann ávarpaði stúlkuna og sagði: “Ungm mey, þú hefir liugsað til mín ylríkum kærleikshug. Eg erherra hlómanna, —’eg er Krist- ur. Og eg er kominn til að táka þig með mér í Paradís, því svo heitir aldingarður föður míns.” Og stúlkan fór með Kristi til Paradísar. Prinsinn hlustaði liljóður á þessa frásögn, og i'egar El'sie bafði lokið við íhana mælti hann: “Munidir þú hafa gjört hið sama ? ’ ’ Og Elsie svaraði: “Af af öllu mínu hjarta,” og stóð svo upp og gekk inn í húsið, því dagur var að kveldi kominn, og. þegar að hún kom inn beiddi móðir hennar, sem sat við rokk sinn og var að spinna, liana um að kvei-kja á laanpanum. ELsie fór fram til að kveikja ljósið, og þegar hún kom með það inn söttust öU systkinin þrjú, Max, Bertha og Elsie í kring um borðið, sem Slsie set-ti lanpian á og sungu. Blessaði Jesús, bjartasti geislinn ert þú af föðurnum — frelsainn kær! Ljúft er að halda í hönd þér, er degi hallar, og draumlöndin færast nær. Hnigin er sunna, rósemdar rökkuf indælum friði oss umvefur hljótt. Vrak hjá osb faðir, þú himinsins herra, heilagur andi, og son guðs í nótt. í gegnum opnar dvrnar heyrðu þau sagt: “ Amen.” “Hver var þetta?” mælti Ursala. “Það var prinsinn,” mæilti Elsa. “hann hefir staðið úti fyrár og hlustað á kveld-sálminn. Eg hefi oft séð hann standa úti fyrir og hlusta þegar að við höfum verið að sUngja. En liann er nú farinn” “Aumingja prinlsinn,” mælti Gottlieb og stundi við. f “Mér þykir vænt um hann,” mætli Max. “Hann er svo góður við mig, og hann hefir gefið mér fallegan boga og örvar, faðir minn.” “Og mér þvkir vænt urn hann líka,” mælti Bertha. “Við höfum sannarlega ástæðu til að láta okk- ur þykja yænt ura hann, því hann hefir gefið okkur alt sem við höfum undir hendi, landið sem við bú- uin á, aildingarðinn og ítak í mörkinni.” “Gaf haun okkur líka fallega storkinn, sem hefir lireiðrið upp á eklhússtrompinum'?” sagði Bertha. “‘Nei, liann gaf okkur ekki ‘storkinn,” mælti Gottiieb, “ það gjörði guð. En prinsinn gaf okkur alt annað. — Guð blessi liann og gefi honuum heils una aftur.” “(), að eg gæti læknað hann,” mælti Elsie. ‘Það getur enginn maður,” mæltUGottlieb. “ ííann \ erður þá að deyja, nema því að eins, að guði þóknist að gjöra kraftaverk á lionum,” mælti Ursala. “Eða að eirfhver ung stúlka leggi sitt eigið líf í sölurnar fyrir hann,” mælti Gottlieb. “Eg skall gjöra það,” mælti Elsie. “Heimska,” ínælti móður liiennar. “Enginn maÖur skyldi vera að tala um slíka hluti þegar að liann ætlar ekki að framkvæma þá.” “Mér er þetta alvarp, móðir mín,” mælti Elsie. ” í þessum svifurn greip Max inn í samræðuna og fór að segja frá úlfi, sem hann hafði iséð upp í gilinu fyrir ofan bæinn. Og engin spurði Elsie frekar út í þotta mál um kveldið. En um nóttina, þegar állir voru háttaðir, þá kom móðir ELsie inn í svefnherbergi hennar, og yar hún þá að gráta. “Hvað genguur að þér Elsie,” mælti Utsala. “Eg get ekki sofnað vegna Iþess að eg er alt af að hugsa um prinsinn, og guð hefir sagt mér að eg eigi að deyja fyrir hann,” mælti Ðlsie. “Hvað veistþú uirf dauðann, barnið mitt?” imædti Ursala. Allir hinir lielgu menn eru dánir, og píslar- vottamir María og frelsarinn, því skyldi eg ekki fylgja da*mi þeirra í auðmýkt ? ” mælti Elsie. “Barnið mitt — barnið mitt, þú mátt ekki deyja,” mælti Ursala. “Og því má egékki deyja? Æ’tli að lífið yrði mér svo gleðiríkt með öllum sí'ium erfioleikum og striti ?” mælti Elsie. “Ó, að eg skyldi ]>urfa að horfa upp á. dauða þinn,” mælti Ursala með grátstaf í kverkunum, en tárin í augum. “En þú sérð mig ekki deyja,” mælti Elsie. “Eg ber ekki beinin liér, heldur í framandi landi — í Salerno, því þangað hefir mér birst í vitrun að eg eigi að fara. — Kristur dó fyrir mig, og því skyldi eg þá ékki deyja fvrir prinsinn minn?” “Ef það skyldi vera rödd heilags anda. sem la'lar í sál liennar, þá dirfumist vér eigi móti að mæla,” mælti Gottlieb óttaslogimi. — “En reyndu að sofa í nótt Elsie, og guuð varðveiti þig.” Ursala laut niður að dóttur sinni grátandi og sagði: ‘ ‘ Ellsie! Kystu mig, góða nótt! ’ ’ Þegar prins Henri heyrði u'm þfetta einkenni- lega áfonn Elsie, vildi hann ekki taka í mál að hún borgaði slíkt gjald isín vegna. En lífsþráin livíslaði að honum, ó, hve lífiÖ er glatt og gott að njóta gæða þess — og hafði okki Jæknirinn sagit, að ef einhver stúlka vildi deyja fvrir hann að þá yrði hann heill þeilsu. Hann átti því í stríði við sjáifann sig — og í því stríði varð honum reikað inn í kirkjuna, sem þar stóð skamt frá. En Satan, höfðingi myrkravaldanna Ias hug- renningar lians, og brá sér í prestlíki og taldi hon- um trú um að Elsie yrði að deyja fyrir hann. Svo Elsie og prinsinn lögðu uj>p í ferð sína til SaLerno. Elsie ánægð í áformi sínu og hugíángin af fórnfærslu sinni. En samvizkan ásakaði Henri út af því, að hann skyldi líðasilíka fómfærslu. Á leiðinni komu þau til strassburg og sáu þar æfilsögu Krists svnda á leiksviði, og fór leikur sá fram á páskadaginn í dómkirkju bæjarins. Þau komu til Hirchau klaustursins, þaðan héldu þau yfir Gothardskarð hið helga og liéldu svo leiðar sinnar til Genoa, og þaðan til Salerno. Og á allri þessari leið var Satan nálægur Iienri og hélt hon- um fös'tum í trúnni um það að það væri réttlátt og sjálfsagt að ELsie offraði lífi sínu fyrir hann, og þegar að þau komu til Salerno héldu þau tafar- laust til háskólans í Salerao og drápu þaisá dyr. Og muunkurinn sem lauk upp fyrir þeim var eng-. inn annar en Satan sjálfur. “Getur þú vísað okkur til munksins Ange- lo?” spurði prins TTenry. “Eg em hann,” mælti Satan. “Þú veist þá erindi okkar,” isagði prins Henri “því eg var búán að skrifa þér um það. Eg er prins Henri frá ITobeneck. Þetta er mærin, sem eg mintist á íbréfinu.” “Þetta er alvarleg athöfn,” mælti munkurinn “Er mærin viljug til að færa þessa fórn?” “Já, þrátt fyrir bænir mínar'og alvarlegar viðvaranir,” mælti prinsinn. “Það er uiularlegt,” mælti Satan. “Og hefir þú sjálfur hugsað vel um þétta ? ’ ’ “Egkoin ekki Tiingað til ]>ess að þrátta, he'ldur til |æss að deyja,” mælti Elsie, “og það er þitt að framkvæma ]>að. Eg e'r ekki að eins reiðubúin, heldur og fús til að fara yfir landainæri lífs og dauða.” “Eg vildi að eg liefði ahlrei lagt upp í þessa ferð. — Vildi að eg vaUi dauðuur. En að þú værir komin heim til þín a-ftur, Elsie!” sagði prinsinn. “Því liefi eg gjört þetta. Tjátið mig fara heim til míiiaftur og deyja.” . “Nei,” mællti Elsie. “Það getur ekki átt sér stað, það er skvlda mín að framkvæma áform mitt.” “Eg fyrirbýð það,” naælti Henri. “Eg hefi sjálfur þrótt til þess að deyja. — Þú liefir kent mér, ElsLe.” “Nei,” mælti Elsie, “eg liefi lofað að fram- kvæma þetta, og eg bið þig að hindra mig ekki frá að standa við það loforð.” Síðan rétti hún munk- inum hönd sína qg hann leiddi hana inn í annað herbergi. ITenri reyndi til ]>es's að komast þangað inn líka, en muiikurinndiratt lionum til baka og læsti dvrunum. “Horfin! og með henni ljós lífs míns,” stundi prinsinn upp. “Eg er fyrirlitlegt lítilmenni, að kaupa mér líf á þenna Iiátt. — Nei það er óhæfa! A ngelo opnaðu dyrnar! Morðingi! ’ ’ Jnnan úr herberginu lieyrðist rödd ETsie, sem sagði, “Vertu sæll, kæri prinsri’ “Opnaðu dyrnar-” hrópaði prinsinn. “Of'seint,” svaraði Satan. “TJað skal ekki vera of seint,” hrópaði prins- inn og hljóp ásamt þjónum isínum á lnirðina, með svo mildu afli að hún Lirökk upp. Tjangt burtu, heima í Odenwald, sat Ursala við rokkinn isinn, hún var í þung-um þönkuum út af Elsie og fórninni miklu sem hún liafði farið til að færa. “Ó! að eg mætti deyja líka,” Liugsaði hún, og þegar henni var litið upp frá verk sínu, sá hún þjón prinsinis ganga heim að húsinu. Hún spratt á fætur og spurði: “Hvaða frétt- ir færir þú mér?” “Frinsinn er heitl heilsu,” mælti þjónninn. “Þá flytur þti mér andlátsfnegn Elsie. Ó! .barnið mitt, — hamið mitt!” “Það voru ekld mín orð,” mælti þjónninn. “Prinisinn er á leiðinni hingað, hann kemur eftir ánni í gullbúnu skipi og ELsie er með honum, þau komust til Salerno, og þar vann prinsinn sigur yf- ir sjálfuim sér, og liann segir að engin skuli vera konan sín önnur en Elsie. — Veikindi hans eru horfin með öllu. — Hann er allTteill, og sjáðu Elsie sttendur þaraa á þilfarinu við hlið prinsins, hárið glóbjarta liðast um herðar hennar.—Enginn prins essa hefirsómt sér betur, né verið sannari en hún” —— Verndarenglar æskumannsins á vegum dygðarinnar. 4. Iðjusemi. Þar eð sú stund, sem liðin er, hverfur aldrei aftur, og óvíst er, hvort þú lifir þá næstn, sem kemur, þá vertu svo hygginn, maður! að hagnýta þá stundina, sem yfir stendur, og gjörðu hvorki að trega þá, sem liðin er, né treysta þeirri, sem í hönd fer. Þú átt það augnahlikið víst, sem er; en hið næsta er fólgið T ókomnmn tíma, og ]>ú mátt ekki vita, hvað það kann að hafa í för með sér. Það, sem þú hefir áformað að gjöra, þá gerðu það undireins; fresta því ekki til kvölds, sem mátti afljúka að morgni. Tðjuleysið favðir af sér skort og armæðu; en af dáð og dugnaði sprettur ánægja. Hönd hins iðjusama hryndir burt örbirgð; hepni og hamingja erii förunautar atorkumanns- ins. Hver hefir safnað auðlegð? Hver komist í upphefð ? Hverjum er hælt af alþýðu? Hverj- um virðing veitt af tignum mönnum? IJverjum nema þeim, sem rekið Iiefir iðjuleysið á dyr, og sagt hefir við letina: þú ert versti óvinur minn! Hann rís árla úr rekkju, og gengur seint til hvílu; hann æfir sálina með íhugun, o>g líkamann með erfiði, og er heill heilsu á hvorutveggja. Letinginn er sjálfum sér til leiðinda; hver stundin liggur á lionum eins og torfa; hann dratt- ar úr einum stað í ahnan, og veit eld<i sjálfur hvað hann vill. Dagar hans líða Lijá, eins og þá er skuggi- af skýjum líður yfir; þar sjást engar rúenjar eftir. Líkami hans veslast upp af erfiðisleysi; liann langar til að hreyfa sig en hefir ekki þrótt í sér, til að komast úr sporunum. Skilningur lians er sljór og skynsemi hans mvrkvuð. TTann vill fræð- ast en nennír ckki að læra. Hann Langar í kjam- ann, en vill ekki Liafa fyrir því, að brjóta sundnr hnotina. Á heimili lmns fer alt fram með óstjórn; hjúin eyða og svalln.' Sjálfur steypist. liann á höf- uðið út á húsgang. ITann sér Liann fyrir augun- um, og Lionum hljómar Liann fyrir eyrunum; hann hriíítir liöfuðið, og óskar að það væri öðruvísi, en liefir þó engin úrræði; svo húsgangsvolæðið kem- nr vfir hann, eins og hvirfilbylur, og hann hnígur með ininkunn og g’remju í gröfina. ö. Keppni. Ef lijarta þitt girnist 'heiður, ef eyrum þínuin er ánægja að hóli, þá lyftu þér upp frá moldinni, sem ]>ú ertmyndaður úr, og settu þér fyrir sjónar- mið eitflivað, sem er lofsvert. Eikin, sein lireiðir út hríslur upp í háloft, var einu sinni lítið akarn.piðri í moldinni1. Kostaðu kapps um að vera mestur, í hverri stöðu sem þú ert, og hittu engan hafa ýfirburði yfir þig í neinu, sem gott er. Samt máttu ekki öfunda aðra af ágæti þeirra, heldur skaltu efla eig- in atgjörvi. Það fikaltu líka varast, að- niðra keppinaut- mn þniúm með nokkru ósæmilegu eða svívirðilegu móti; reyndu heldur að liefja sjálfan ]>ig yfir hann þó ekiki með öðru en ]>ví„ að verða lionum fremri; þá skal kqpni þín um yfirhurðina krýnast með heiðri, ef ekki með hamingju. Heiðvirð keppni Lyftir sálinni upp; því að sá, sem leitar heiðurs, er allur á lofti, eins og hestur á skeiði. Hann vex eins og pálmaviður þrátt fyrir allar mótspyraur; Liann hefur sig í háloft, eins og örnin upp til himinliæða, og Liann festir angun á ljóm- andi geislum sólarinnar. Draumsjónir hans á nóttunni eru eftirdæmi ágætra manna; og ]>að er yndi hans á daginn, að feta í fótspor þeirra. Hann áformar ekki nema það, sem nokkuð er í varið, og hefir ekki ánægju af öðra, en að afreka eitthvað mikið; enda fer hróður lians fjalls og fjöru á milli. En hjarta Liins öfundsjúka er gall og beiskja, tunga lians spýr eitri; og hamingja nágrannans heftir rósemi hans. Hann kúrir heima og hefir enga elju; Lionuni svíður það, ef öðrum gengur vel; liatur og illgirni eta hjarta hans, svo að livergi er honum rótt. Sjálfur ifinnur liann enga löngun til góðs í hjarta sínu. og aetl'ar svo aðra eftir sér. Hann reynir að rýra þá, sem Lionum eru meiri, og leggja út á verri veg allar atliafnir þeirra. Hann situr sífelt á svikráðum, og liefir ilt í Liuga, enda hafa allir andstygð á honum. Og loksins fer fvrir lion- um eins og köngulónni, sem liengir sig í sínu eig- in néti. 6. Forsjálni. ' Hlýð þú röddu forsjálninnar; gef gaum að ráðum hennar, og fest ]>au þér í liuga. Ileilræði hennar eru öllum holl, ogallar dygðir styðjast við liana, eins og stoð. Hún cr æðsti förunautur og bezti leiðtogi mannlégs lífs. Hafðu taum á tungji þinni, og geyrndu varir þínar vandlega, svo ekki ras’ki orð þín rósemi þinni. Sá, sem Iiæðir liinn lialta, hann gæti sín, að liann eigi haltri sjálfur. Sá sem liefir yndi af að bera út l>resti annara, hann slcal ineð kinnroða heyra talað og rætt um sína eigin. Af mælg'i kemur angnr og eftirsjá; en fvrir ])ögn þarf ekki að iðrast. Málugur maður er kvöl á l>æ; eyrun ]>reytast af mælgi lians, og málæðið í lionum heftir alla sam- ræðu. Stær þig ekki af sjálfum ]>ér, því að það er þér til miníkunnar. Hæð ekki heldur neinn, því að það er liættulegt. Meinlegt gainan er eitur í vináttu; og sá sem ekki ÍTefir taumliald á tungu sinni, skai liafa ófrið í heimag’jald. Vertu þér iiti um öll notaleg þægindi, eins og hæfir stöðu þinni; en set ekl<i aleigu þína í þau, svo að hjrggindi þín á yngri árum geti huggað þig í ellinni. Ágirnd er rót alls ills, en sparsemi er sannur dygðavörður. Láttu þín eigin störf sæta allri at'liygli þinni, en vertu ekki hriýsin num annara efni. Láttp ekki skemtanir þínar vera þér dýr- keyptar, svo að fyrirhöfnin fyrir þeim fargi ekki fögnuðinum af þeim. Láttu ekki heldur með'lætið myrkva auga for- sjálninnar, né gnægtina nfsníða liönjl sparseminn- ar. Sá sein eltir um of allsnægtir lífsins, skal kenna á skorti á nauðsynjuin ]>ess. Tráðu varlega nokkram manni, fyr en þú lief- ir reynt Liann; og tortrygg engan orsakaiaust, því að ]>að er illmannlegt. En þegar ]>ú hefir fundið vænan vin, þá geymdu hanh í hjarta þmu, eins og fésjóð, og álít liann öllum dýrgripum betri. Þigg ynga gáfu af eigingjÖrpum maiini, og bitt elcki vinúttu við óvandaða; því ]>að yrði snara fyr- ir dvgð þína, og leiddi sorg' í sálu þína. Hafðu ekki þann hlut í dag, sem þú verður að vera án á morgnn; og sleptu því etíki við blinda hendingu, sem þú getur fenglð með fyrirhvggju, eðá fyrirbvgt með forsjálni. Lærðu livggindi af reynslu annara og láttu yfirsjónir þeirra lagfæra bresti þína. Þó skaltu ekki ætíð vainta' þér ugglausrar liepni af forsjálninni; því að dagurinn veit ekki, hvað nóttinhefir að geyina. Heimskingin er ekki alténd hainrngjulaus, og -hygginn maður ekl<i æfinlega heppinn; en aldrei sá eg lieimskingjann algjörlega glaðan, og aldrei lieidur hyggin mann með öTLu hamingjulausan. Um kvöld. Nú drjúpir Liöfði himinsól við bafsihs bárusæng. Og einn eg stend og ekkerfr kemst, isom Örn með brotinn væng. v En þótt mig svellköld bindi liönd og banni tíðum flug: Eg á samt dýrðleg undralönd og ástar-vor í liug. Ég sé hyar skugga safnast lið um sund og dal og ililíð. Og Liinzti gieisli niL hervæðist í heilagt frelsis stríð. Þótt allir skuggar skipi sér um skálann Litla miun. V fjg sartlýji nýjan iSÓlakins-íþTott í isjálfan himininn. Einar P. Jónsson. /*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.