Lögberg - 17.04.1919, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. APRÍL 1919
t
Mercy Merrick
Eftir VILKIE COLLNIS.
Þar eð eg enn er ekki búinn að ákveða neitt
fyrir ókomna tímann, snerum við — til allrar
ógæfu, eins og seinna kom í ljós — aftur til ber-
bergja 'þeirra í London, sem eg áður bjó í. Eg
var búin að borga fyrirfram 6 vikna leigu, og
þess vegna vildi Merey ekki auka kostnað minn
með því að eg leigði iierbergi iianda henni á
hóteli. Við morgunverðinn þenna dag, var eg
svo óforsjáll að segja konu minni, að í fjarveru
minni hefðu komið færri bréf og nafnspjöld en
vant væri. Með sinni nákvæmu eðlisleitun komst
hún brátt að ástæðunni, og þegar eg var farinn
út eftir morgunverð, greip lmsmóðirin tæiki-
færið til að styrkja grun hennar, og fjasa um
mig og mín viðskifti. Fólk, sem að jafnaði heim
sótti mig og gerði mér heimboð — eða þegar eg
var fjarverandi, skrifaði mér að jafnaði um
þenna tíma árs — hefir svo að segja alt saman
hætt að koma, gera mér heimboð og skrifa mér.
Gifting mín hafði komið þessu hygna fólki til að
hætta öllu sambandi við mig.
Það hefði verið gagnslaust fyrir mig að
reyna að vefengja skoðun Merry á þessu. Eg
gat reynt að hugga hana; en hún var særð, og
sárið hafði sín áhrif. Það er gagnslaust að neita
þessari afleiðingu, eg verð að þola liana með
óbifandi kjarki.
Þriðji úrtíningur.
Eg er þreyttur af starfi mínu hér. Eg hefi
stöðu, isem orsakar það, að eg liefi hugsað mér
að yfirgefa hana. Eg skyldi með ánægju snúa
aftur til vesalinganna í Green Anchor Fields,
þar fann eg að starf mitt var að gagni. En eg
get og má ekki fara þangað aftur; eg heffi nú
enga heimild að stofna heilbrigði minni né lífi í
hættu. Fyrir mér liggur því eitt af tvennu, að
fam að prédika aftur, eða yfirgefa England.
Hjá tilgerðarlausu fólki.— í f jarlægð við liina
stóru bæi — á hinu frjósama, vestlæga, ameriska
meginlandi, gæti og lifað ánægðúr með konu
minni og unnið gagn hinu góða, án þess að verða
áreittur af hinni auðvirðilegu ilsku, sem beint
er að mér sökum konu minnar, og sem skapraun-
ar henni, hvert sem hún snýr sér. Því á eg að
láta hana verða fyrir þessum móðgunum? Við
viljnm bæði vera gæfurík og frjáls. Guð er misk-
unnsamur; náttúran er góð; ástin er eins trygg
í nýja heiminum og hinum gamla. Til hins nýja
heims ætlum við að fara.
Fjórði úrtíningur.
Eg veit naumast hvort eg liefi gert rétt eða
ekki. 1 gær mintist eg á það við lafði Janet,
hve köldum viðtökum eg hefði mætt í London,
þegar eg koin þangað aftur, og hve sárt það hefði
fallið konu minni.
*‘Þessi heimsíá skríll,” svaraði frænka mín
*‘ hann veit blátt áfram ekki hvað hann á að gera
IJann bíður þess að einhver mikilsvirt persóna
ségi honum, hvort hann eigi að viðurkenna
hjónaband þitt eða ekki. Hann bíður þess, í
fám orðum sagt, að eg skuli leiða hann, og það
skal líka verða gert.”
Daginn eftir sendi lafði Janet lieimboð til
einnar af sínum stóru danssamkomum í Mable-
thorp house, og hún hefir séð um að það sé
allstaðar kunnugt, að samkoman sé haldin í heið
ursskyni við giftingu hr. og frú Juliívn Grays.
Fimti úrtíningur.
Eg hefi fundið mann, sem getur hjálpað
niér, hann er gamall skólabróðir minn, en er nú
í auðugu skipaiitgerðarfélagi, sem annast um
útflutninga.
Með aðstoð vinar mínls hefi eg feomið því
svo fyrir, að eg geti fengið sérstaka káetu fyrir
okkur hjónin, með því að borga dálítið fyrir-
fram. Ef danssamkoman endar — sem mig
grunar — með lítilsvirðingu fyrir Mercy, þarf
eg að eins að senda símrit, og við getum náð
skipinu í Plymouth.
Til allrar lukku geta gömlu dagbækurnar
mínar sýnt Mercy, að það er ekki luin, sem hrek-
ur niig úr Englandi. Af þeim getur hún séð að
eg hefi óskað eftir annari starfsemi og öðru um-
bverfi, löngu áður en við kyntumst.
Sjötti úrtíningur.
Dansbúningur Mercy — gjöf frá lafði Jan-
et — var búin. Eg fékk leyfi til að sjá hann,
]>egar hann var reyndur í heild sinni. Eg þekki
ekki silki né kniplinga, en eitt veit eg —- konan
mín verður sá fegursti kvenmaður sem er á
danssamkomunni.
vSama daginn lieimsótti eg lafði Janet til að
þakka henni, og þá fékk eg nýja sönnun fyrir
Iiinu frumlega lunderni minnar kæru frænku.
Hún var að rífa í sunudur bréf þegar eg
kom inn. Þegar hún sá mig, hætti hún því og
rétti mér bréfið. Það var frá Mercy. Hún
benti á grein á síðustu blaðsíðunni og sagði:
" ‘ Segðu konu þinni, að eg sé tífalt þverúðugri
en hiín. Eg neita algerlega að lesa það sem hún
skrifar og heyra það sem hún segir, þegar hún
snýr sér að þessu efni. Fáðu mér nú bréfið
aftur.”
Eg fékk 'henni það aftur og sá liana rífa það
j smátætlur. Það eina sem Mercy er bannað að
mixmast á, er framkoma hennar sem ungfrú
Boseberry. E'kkert gat vérið með færri né skýr-
ari orðum sagt, en bending konu minnar um
þetta. En það var gagnslaust, lafði Janet lok-
aði augunum og eyðilagði bréfið. Lafðin vildi
ekbert vita um hina sönnu sögu Mercy Merrick.
Við erum óviðráðanlegar gátur. Er það þá
undarlegt að við misskiljum hvoft annað?
Síðasti úrtíningurinn.
Morgunin eftir danssamkomuna.
Það er skeð og umliðið. Lafði Janet hefir
verið sigruð í bardaganum við samfélagið. Mig
skortir bœði þolinmæði og tíma til að segja
meira um þetta. Við förum í kvöld með hrað-
lestinni til Plymouth.
Mercy og eg áttum samræður við frænku
mína uppi á lofti, áður en við fórum. Eg sá að
það var nauðsyníegt án hindrana að láta í ljós,
að eg ætlaði að yfirgefa England. Það sem þar
af leiddi var svo kveljandi, að eg get ekki fengið
mig til að lýsa því hér á þessu blaði. Kona mín
hefir samþykt að fara, og lafði Janet fylgir
okkur til Plymouth. Eg get ekki lýst því hver
hugarléttir mér er að því, þegar alt er afráðið.
Eina sorgin sem mér fvlgir frá Englands strönd
um, er sorgin yfir því, að verða skilja við hina
kæru, brjóstgóðu lafði Janet. Á hennar aldri er
]iað aðskilnaður fyrir fult og alt.
Þannig endar samband mitt við föðurlandið
En meðan Mercy er við hlið mína, horfi eg á
hinn óvissa, ókomna tíma óhultur um, að gæfan
fylgir mér hvert sem eg fer. Við munum finna
fimm liundruð ferðalanga eins og okkur,þegar
við komum út á farþegaskipið, sem föðurlandið
hefir hvorki atvinnu né heimili fyrir.
Þið háu herrar í landhagfræðisskrifstof-
unni, bætið enn þá tveimur við tölu liinna þjóð-
félagslegu handaskola, sem fram fórn í Eng-
landi árið átján hundruð sjötíu og eitt — Julian
Gray og Mercy Merrick.
Endir.
------........
Vane «s Nlna
EFTIR
Charles Garvice
I. KAPÍTULI
Tunglið skein með allri sinni fegurð á einn
hinn fallegasta blett á þessari jörðu.
Þetta. var á einni af eyjunum, sem eru að
austanverðu við Ástralíu. Hægur vindblær
hreyfi blóm og grös. Sjávarbylgjurnar ultu með
hægð yfir sandinn neðan við bakkann og kystu
klettana með reglubundinni ró. Bjarta tungls-
ljósið kom landslaginu til að líta út eins og ljós-
álfaríki í draumi.
Maður stóð á bakkanum -fyrir ofan fjöru-
borðið, og horfði á þessa fegurð, örvinlaður í
huga.
Hann var ungur og þreklega vaxinn;—einn
af þessum laglegu möínnum, sem æðri skólar og
liá'skólar senda út í heiminn, þúsundum saman
En í tunglsljósinu sýndist hann fölur, þjakaður
og ósegjanlega þreyttur. — Það var sú þreyta,
sem orsakast af efa, kvíða og vökunóttum.
Fatnaður hans var slitinn og upplitaður, og
á höfðinu bar hann eins konar hatt úr laufum.
Þar sem hann stóð og horfði fram undan sér í
þungum liugsunum, kom annar ungur maður lít
úr lélega kofanum, spottkorn fyrir ofan sjávar-
ströndina. Lfkami hans var alls ekki þreklegur;
hann var lítill, grannur og lotinn, og tötrarnir,
scm hann var klæddur, voru sniðnir eins og
prestafatnaður. Hann var Tíka prestur. Hann
var enn þá fölari og þreytulegri en sá, sem stóð
á bakkanum, og hann þrýsti mögru hendinni
■sinni að brjóstinu og hóstaði, um leið og hann
gekk áfram með erfiðismunum.
Þessir tveir menn og fáeinar persónur aðr-
ar, voru þeir sem lifandi voru af skipshöfninni
og farþegum á skinu ”Alpina“, sem fyrir átta
dögum síðan fórst í nánd við þessa einmanalegu
ey.
Presturinn Arthur Fleming, gekk með hægð
niður til píslarnautar síns.
”Hafið þér efckert séð, Mannering? spurði
liann — ehki eins og sá sem býst við játandi
svari, en eins og liann hefði svo oft spurt um
þetta sama, og gerði það nú ósjálfrátt.
Vane Mannering Iiristi 'höfðuið. ”Nei‘£ svar
aði hann alvarlegur, ”og eg er hræddur um, að
inaður megi engar vonir gera sér um að sjá neitt
Eftir minni skoðun, er eyja þessi ein af þeim
rnörgu smáeyjum, sem er í fjarlægð við hinar
vanalegu leiðir skipanna. Þér munið að Alpina
hafði mist stefnu sína“.
’Þér álítið þar af leiðandi, að það sé lítil
von um að komast héðan“ sagði Artliur Flem-
ing lágraddaður.
”Mjög Ktil“, saniþykti Mannering. ”Auð-
vitað get eg ekki sagt neitt áreiðanlegt. Hefði eg
lesið meira af landafræði í Elon eða Oxford, í
staðinn fyrir gríslku og latínu og ýmislegt ann-
að ónauðsynlegt, þá hefði eg máske hér um bil
vitað hvar við erum. En nú hefi eg engan grun
nm það. Ef nkkurt útlit væri til, að einhver gæti
fundið okkur, þá væruin við að Kkindum búnir
að sjá skip allan þennan tíma, sem við erum biín
ir að vera hér. Að Kkindum á það fyrir okkur
að liggja, að deyja úr hungri — nú, já, ekki má-
ske beinlínis úr hungri, en við skulum þá segja
úr leiðindum“.
Fleming opnaði munninn til þess að biðja
hann að velja betri orð um hinn núverandi veru-
stað þeirra, en hann ihugsaði sig um. Þetta var
ekki hið rétta augnablik til að koma með ásakan-
ir, og hann fann auk þess, að Ihann skuldaði þess
um félaga sínum afarmikið þakklæti. Þri allir
þeir sem frelsuðust. úr skipsbrotshættunni áttu
Vane Mannering að þakka fyrir Kf sitt ;vilja-
kraftur hans, hraði og geðró, hafði flutt þá liing-
að, áður en skipið sökk.
‘ ‘ Hafið þér séð læknirinn og ungfrú Ninu ? ’ ’
spurði Mannering eftir litla þögn.
”Hún er inní kofanum þeirra; eg sá hana
fara þangað inn, fyrir hálfri stundu síðan. Lækn
irinn röltir um kring á eyjunni. Hve rólega þessi
unga stúlka tekur öllu, fyllir mig aðdáun, Mann-
ering. Hún er eini kvenmaðurinn, sem er meðal
okkar; hún hefir orðið fyrir ýmislegum þján-
ingum; hinni voðalegustu í bátnum frá skipinu,
og allri hinni eyðileggjandi óvissu um ásigkomu
lag okkar með óskiljandi hetjukjark. Og hún
hefir ekki eingöngu verið óhrædd, en er glaðleg
hjálpsöm og vongóð. Eg segi yður það Manner-
ing, að þegar eg husa um hana, verð eg hrifinn
af virðingu og þakklátsemi. Hver hefði getað
ímyndað sér að slík ung stúlka, sem á skipinu var
svo kát og glöð yfir lífinu, mundi eiga jafn öfl-
ugt aðalseigin?“
Mannéring kinkaði kolli. ”Er hún ennþá
jafn kjarkgóð ? Eg var hræddur um að hún mndi
fá snert af hitaveikinni eins og við.“
”Hún fekk dáKtinn snert af henni,“ svar-
aði Fleming, ”en henni batnaði fljótt. Læknir-
inn er eins og hann er vanur að vera; hann er
ennþá veiklulegur og eg er hræddur um að hann
sé ekki með vel heilbrigða skynsemi, en hann
vildi samt sem áður fara út. Hann tók liamarinn
sinn með sér til að rannsaka grjótið í hæðunum
og vita, hvort hann gæti fundið nokfcurar sjald-
gæfar málmtegundir”.
”Látum hann gera það”, sagði Mannering
fijótlega, ’það sivemtir honum og hindrar hon-
um frá að brjóta heilann um ásigkomulag okkar
Eg vildi að eg gæti gert slíkt lúð sama, í stað
þess að standa hér og slæpast“.
Fleming leit ásakandi á hann.
”Hvernig getið þér fengið yður til að tala
þannig, kæri Mannering. Þér hafið verið foringi
okkar og aðstoðari, og þér hafið unnið uppihalds
laus frá morgni til kvölds. Ef þér hefðuð ekki
verið, þá lægjum við nú öll á botni sjávarins; við
eiguin yður líf okkar að þakka.‘ ‘
“Það er fremur lítið sem eg hefi gert,”
svaraði hinn sripþungur. ‘ ‘ En þér ættuð ekki að
vera hér úti, Fleming' ‘, bætti hann við, þegar
dimmur hósti hristi líkama Flemings.
”Ó, það er engin hætta á ferðum með mig.
Það er fremur heitt inni í kofanum, og eg hósta
ekki meira hér úti. Við verðum lflega að fara
bráðum innn báðir tveir. Hvesvegna reykið þér
ekki V ‘
‘ ‘ Eg gaf lækninum það seinasta sem eg átti ’ ’
sagði Manninger kæruleysislega, “hann þurfti
þess fremur en eg”.
Nú heyrðu þeir kastað teningum í einum af
þessum þremur kofum, og á eftir gall við hár
blátur og háværar raddir.
“Það lítur út fyrir að skipverjar. séu í
glöðu sbapi í kvöld“, sagði Fleming og stundi.
”Já“, sagði Maimering, “og eg gaf hverj-
um þeirra ofurlítið af rommi í kvöld. Eg vildi—‘
hann þagnaði; “ eg viildi að Iþeir væru ihér ekki‘ ‘
bætti hann við. ”Það getur stafað hætta af þeim,
Fleming. Þangað til núna liafa þeir hagað sér
nokkurveginn skikkanlega, þri það er að eins
síðustu dagana, sem þeir hafa sýnt mótþróa. En
hvað lengi haldið Iþér að þeir geti stjórnað sér?
Hve lengi haldið þér að þeir geri sig ánæða með,
að eg skifti romminu á mflli þeirra? Þér vitið
hvar lagarkvartelið er. Eg gat ekki komið í veg
fyrir að þeir næðu því.‘ ‘
”En þeir eru ekki allir vondir. Þeir hafa
verið okkur tryggir hingað til.“
Mannering kinkaði kolli.
”Nei, þeir eru ekki aHir vondir, en það eru
ein eða tvær svartar skepnur á meðal þeirra. Eg
treysti ekki svertingjanum né Manson kyndara.
Hann er alt af að flytja ræður yfir hinum. Eg
sá hann læðast kringum kofa læknisins í gær-
kvöldi. Ef þeir væru Englendingar, þá væri eg
ekki órólegur, en----‘ ‘ Hann yfti öxluni. ’ ’Við
mönnum skipin okkar með úrþvætti heimsins,
Fleming, — og við fyllum austurhluta Löndon
með ókunnum mönnum, svo að þeir geti tekið
brauðið frá munni okkar eigin fátæklinga.“ Há-
vaðinn í sjómannakofanum fór vaxandi. ”Eg
held það sé bezt að eg líti eftir þeim‘, sagði hann
Hann og Fleming nálguðust kofann róleg-
ir og litu inn. Sumir af þessum sex mönnum lágu
á jörðunni, hinir sátu á stólum, sem þeir höfðu
búið tfl úr furu. 1 miðju kofans stóð IkvarteHð
með brennirininu, og Manson var að fylla litla
pjáturdós. Þeir liöfðu sjáaniega drukkið allmik-
ið og voru rauðir í framan og æstir.
Fleming stundi þegar hann sá lagarkvart-
ilið og svipur Mannerings varð hörkulegur.
IJann sagði ekkert og greip í handlegg Flamings
til þess að fá hann tfl að þegja, þri svertinginn
var að tala.
”Við erum, það sem þið kallið félagsbræð-
ur,“ sagði hami með loðnu röddinni sinni og
velti avörtu augunum sínum. ”Við erum gabb-
aðir. Það er hr. Mannering, sem gabbar okkur,
og þessi prestur og þessi læknir. Þeir hafa pen-
inga. Eg sem tala, veit það. Eg sá hann rétta
lækninum kassa, þegar hann fór ofan í bátinn.”
”Það er lyfa og áhaldakassinn“, hvíslaði
Fleming.
Mannering kinkaði kolli alvarlegur. Hann
hliustaði með nákvæmni og leit rannsakandi aug-
um á andlit mannanna.
”Já, það er satt, eg sá það líka“, sagði
Manson, og sumir af hinum tautuðu hótandi.
”Kassinn getur verið fullur af peningum,
gulli, máske skrautmunum. Þið vitið að margar
stúlkur fá umsjónarmönnm sínnm skrautgripi
sína til geymslu. Hanu er máske fullur af de-
möntum. Og hann heyrir okkur til. Hvað segið
þið um það?”
“Hann tilheyrir okkur öllum,” urraði Man-
son.
”Okkur sem rerum bátnum að landi, sem
unnum eins og þrælar við þessa kofa — okkur,
veúkamönnunnm — starfsbræðrum — salti jarð
ar.“
”Þetta er eins satt, og það er talað,“ hróp-
aði cinn hinna. ’ ’Komið þið með meira af brenni
víni.”
Húðir og skinn!
Hæsta verð fyrir: Vor-rottuskinn,
Húðir, Ull, Seneca-rætur
Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu
og hæsta verði og fljótri borgun.
Skrifíð eftir verðlista.
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexander Ave.
WINNIPEG
R. S. ROBINSON
Stofnsett 1883
Hðfi8st6ll $250.000.00
Gærnr
Ult
Kaiplr og selir
RAW FURS
Seneia
útlbA:
Snttli# Wask..
Elmtnttn. AHa.
U Pas, Maft.
Keittra, Ont
«.S. A.
No. 1 MJÖgr fttór
Vor Rotta ........
No. 1 MetSal
Vor Rotta ________
No. 1 Mjögr stör
Vetrar Rotta _______
No. 1 Mjögr atór $-| gQ
*2.50
*1.50
*1.90
*2.00
No. 1 S’tor
Vor Rotta
No. 1 Mjög stórt $19 00
Svart Mink .... 1
No. 1 Mjögr stór $99 nn
Fin Ulfa ........ UL.*\JV
No. 1 Mjögr stór $OA Afl
Vanalegr Ulfa ....
Haust Rotta
Smærri og lakari tegmnriir hlntfallslera læffri.
Bíðið ekki metSan eftirgpnrn er mlkil.
Ver borgum óvanalega hatt verð fyrir Fisher ogr Marten
NautshnBir 15—16c. Huftír af ungrnm nautnm .20 Kalfak .30
SENDID BEINT TIL BT HEAB '8iS2Ft2£VtuZ”"wu
Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu
C--------------------------------
VIÐSKIFTABÆKUR
>™* (COVNTEK BOOKS
Hérna er tækifœri sem borgar
sig að athuga!
Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsine, þurfa
kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books)
Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á
VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er
þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um.
Það er beinn peninga sparnaður fjrrir íslenzka Mat-
vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta-
bækur sínar hjá oss.
SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN,
SEM BEZT BRENNUR.
SENDIÐ PÖNTUN YÐAR STRAX!
TIL
Columfíía ^resið
LIMITED
Cor. Sherbrooke & William, Winnipeg
Tals. Garry 410^-417