Lögberg - 08.05.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MAí 1919
Síða 3
Vane »g Nina
EFTIR
* Gliarles Garvice
Blán aug’un hans Flemings liorfðu þolin-
móð á hann.
“Segið þér henni að við hlvðnumst gifting-
■a.rreglunum til þess, að hlýða yður, og frelsa
hana frá baknagi og öllu slíku; en að eg------
æ-tli mér ekki að njóta neinna hagsmuna af
kringumstæðunum. Nei. Eg er ekki eins og
eg ætti að vera, en eg er ekki svo slæmur, að eg
vilji tæla unga stúlku inn í hjónaband. Fleming, '
þér verðið að lofa því, að þér látið hana skilja
það, að þetta er að eins fyrir 'siðasakir —
hjónaband að nafninu til. Hejnið þér það?”
Dálítill roði kom fr/tfn í kinnar Flemings.
“Já, eg skjil skýra það fyrir henni”, sagði
hann lágt. “Þer hagið yður mjög heiðarlega,
Mannering”.
“Rugl”, sagði Mannering óþolinmóður.
■“Þér hafið líklega ekki haldið að eg væri þorp-
nri? Heiðarlegur miaður getur blátt áfram
okki breytt á annan hátt. Vesalings stúlkan.
Bíðið dálítið, svo skal e|>- styðja yður upp
brekkuna. Olg, ef Iþér breytið ranglega með
þessn áforani yðar, þá verður okkar guð að
fyrirgefa yður”.
“Eg bið um hið sama”, sagði veiiki prest-
urinn hátíðlega.
Þeir gengu í hægðum sínum til kofans..
Meming studdist all þungt við handlegg Man-
nerinigs. Þegar þeir komu að dyrunum, nam
Mannering staðar, og án þess- að segja eitt orð
sneri hanp við, gekk niður á sjávarbakkann og
horfði vit á hafið.
Fleming barði að dyrum, þó þær stæðu opn-
ar, og Nína bað hann að koma inn. Hún sat á
íúminu og bætti pils, og hún helt áfram vinnu
sinni eftir að hann ikom inn. Hún var föl, en
það xár þessi fílabeinsfölvi, sem oft bendir á
góða heilbrigði, og augu hennár vom tárvot.
Hún benti Fleming iað s'etjast á stólinn, sem
Mannering liafði smíðað handa föður hennar,
og hann gerði það. *
“Láður yður tætur?” spurði hann.
Hún vissi að hann átti við það, hvort sorg
hennar væri jafn sár, og svaraði lágt með jái,
um leið og hún stundi.
“Haldið þér, að þér séuð nógu hraustar til
að hlusta á máléfni, se.m mig langar til að tala
við yður um ?” spurði hann. “Málefni, sem er
mjög áríðandi og alvarlegt”.
“ Já ”, svaraði hún, og hætti vinnunni. “ En
])ér eruð mjög veiklulegur, hr. Fleming. *Er
hóstinn lakari, — eruð þér veilkari?”
“ Já”, sagði hann iblátt áfram, “eg er verri.
Eg er mjög veikur, en góða, verið þér ékki
hnuggnar mín vegna. Eg er neyddur til að
segja yður ]>að, af því iheilbrigði mín stendur í
sambandi við það málefni, sem mig langar til
að tala við yður um, ungfrú Nína. Hafið þér
hugsað um stöðu vðar og ásiglkomulag, ef eitt-
hvað 'kæmi fyrir mig — sannast ^sagt, ef eg
skyldi deyja ? Og ég held, — nei, eg veit, að eg
er deyjandi. Nei, nei”, þegar-lágt sorgaróp
heyrðist frá henni, “þér megið ekki syrgja yfir
mér —gætið ]>ess, að fyrir mig er dauðinn
írelsam og ábati. En það var ekki um sjálfan
mig, sem eg ætlaði að tala, heldur um yður.
I ngfrú Nína, mér finst eins og við séum orðin
systkini. Þér getið ekki efast um virðingu
mína og ást, sem eg ber til yðar”.
Hún ikinkaði kolli, og hann hélt áfram að
tala alvarlega, en var oft liindraður af hóst-
amun.
“Þegar eg er dáinn, verðið þér alein hér
á eyjunni með Mannering. — Þið verðið máske
neydd til að dvelja hér alla æfi ykkar------”
Hún leit niður og hendur hennar skulfu. ■
“Það getur skeð að guð láti skip fara hér
hjá, sem hrakist hefir út af sinni vanalegu leið
— mennirnir á því sjá, ef til vill, merkið uppi á
fjallinu og frel'sa ykkur”. *
Hann átti afar erfitt méð að draga andann,
og hún ieit meðaumkunaraugum til hans.
“1 þvf tilfelli verðið þér fundnar hér ásamt
Mannering, þið verðið flutt heim til Englands,
og björgunarmenn yðar segj'a allstáðar frá —
samveru ykkar Mannerings”.
II ún leit til hans á þann hátt, isem sýndi að
hún skildi meiningu hans.
“Ó, þér slkiljið mig”, sagði hann og stundi.
“Fólkið mundi segja — þér vitið hvað eg á við. 1
Fyrirgefið að eg tala svo hiklaust um þetta við
yður. Það er því ver ekki mögulegt að ganga
fram hjáþví; — eg verð að tala við yður”.
“Eg skil”, sagði liún lágt.
“Ef þið væruð gift — ”, sagði liann.
Hún leit til hans efandi. “En það erum
við ekki”, svaraði hún róleg.
“Það er engin ástæða sem bannar, að þið
verðið það* ekki”, sagði hann langdregið og
hikandi. “Hr. Mannering hefir beðið mig að
spyrja yður — biðja vður um að giftast sér”.
“Að git’tast sér?” Hún greip ósjálfrátt til
vinnu 'SÚinar. \
“ Ja, — hann sér nauðsynina á þvg að verja
yður gegn grunsemi almennings og lastmælgi.
Biðið þér dálítið, kæra ungfrú Nína, — leyfið
mér að segja alt eins og er. Eg vil ekkert dylja,
því þér fáið heimild til að þekkja sannleikann
í þessu efni. Það var eg, sem staíkk upp á þessu
við hann, og sagði honum í hverri hættu maHn-
orð yðar yrði statt, og hvemig framtáð yðar
yrði eyðilögð, ef — ef þið fyndust hér án ]>ess
að vera gift. Að hann hafði ðkki hugsað um
þetta áður, sýnir hve hreinn hugsunarháttur
lians er. En eg er prestur, og það fir skylda
mín, að------”
“Eg get það ekki, eg get það ekki”, sagði
hún n\eð náfölum vörum, þó kinnamar væru
eldrauðar.
“Þér verðið að gera það, góða mín”, sagði
hann alvarlegur. •
{
“Giftast mér — af meðaumkun”, tautaði
hún sneypuleg.
“Nei”, sagði liann og þrýsti hendi sinni á
brjóstið. “Þér þekkið hann ekki, annars mynd-
uð þér ekki skilja þetta þannig. Það er að
sönnu satt, að hann ber meðaumkunarhug með
yður — en það rr^-ndu allir heiðarlegir karl-
menn gera, vesalings barn. Hann er mér sam-
þykkur í því, að þetta er eina ráðið til að losna
við vandræðin. Álítið ekki að hann líti svo á,
að Jiann fórni miklu yðar vegna. Þvert á móti,
ef*þér hefðuð heyrt liann tala um lítilmensku
sína og dirfskuna, sem hann sýnir með því, að
bjóða yður að giftast ,sér, þá mynduð þér^skilja
livernig tilfinningar hans eru gagnvart yður”.
Nína var þögul og horfði til jarðar, um leið
og hún krosslagði hendur sínar á brjóstinu.
“Þér liugsið yður um”, sagði Fleming ró-
legur. ‘ ‘ Eg vildi að eg gæti veitt yður dálítimi
tírna — eina viku — einn mánuð — til að hugsa
um þetta. En það er enginn tími til afgangs —
eg á, ef til vill, ekki margar stundir ólifaðar.
Barnið mitt”, rödd hans var blíð og liátíðleg,
“eg hefi hugsað um þetta málefni flytjandi
bænir til guðs, og eg tek að mér hina miklu
ábyrgð á því, að'ráðleggja yður þetta. Fram-
tíðar velferð vðar er mér mjög umhugað um —
eg verð að vita hana óhulta 'fyrir yður, og það
er engin önnur aðferð til að gera liana óhulta,
ef þér komið aftur til hins mentaða mannflokks,
en að giftast hr. Mannering”.
Nú varð þögn. Svo leit hún til lians þeim
augum, sem honum var ofraun að sjá sorgina í.
“Ef skip skyldi koma, — ef við yrðum flutt
héðan, —þá væri eg kona Ihans, óleysaiilega
bundin við hann og hann við mig — án ástar.
Þér, sem eruð prestur, viljið, að eg---”
- Roðinn var horfinn úr kinnum hennar, og
nú var hún náföl.
Fleming mætti augnatilliti hennar með
staðfestu.
“Eg á enn þá eftir að segja yður nokkuð”,
sagði liann. “Eg ’hefi boð að færa yður frá
hr. Mannering. Hann bað mig að segja yður,
að þessi gifting væri að eims til málamynda, og
að þér, þrátt fyrir hana, væruð jafn frjáls eftir
sem áður—skiljið þér mig algjörlega? Þér
efist ekki um orð lians, gerið þér það?”
Ilún leit af honum til opnu .dyranna. Af
skjálftanum á vörum hennar gat hann sér til,
hve mjög hún þjáðist. Þögnin var svo löng, að
hún var kveljandi. Hann rauf hana.
“Að hvaða niðurstöð>Uyhafið þér komist?”
spurði hann hás.
“Hvers vegna sendi hann yður? Því kom
hann ekki sjálfur?” spurði hún ofur lágt.
“ Getið þér ekki skilið og metið tilfinningar
hans? Hann vildi að þér hefðuð ótakmarkað
frelsi til að tala við mig um þetta ©fni. Hann
vildi engin áhrif hafa á yður eða reyna að (,elja
yður hughvarf. Hann er göfugmenni, eins og
þér vitið”, sagði liann blátt áfram.
“Já—ég býst, við að liann breyti rétt”,
sagði hún hikandí.
“Og hverju svarið þér svo?”
Hún nuggaði höndunum saman. “ó, eg
get það ekki”, sagði hún. “Gefið þér mér um-
hugsunartíma, þó ekki sé nema ein stund eða
svo. Eg hefi aldrei hugsað um þetta — það
kemur svo slnTmlilega og óvænt. Eg liefi grun
um, að þetta sé ekki verulegt — heldur sorgleg-*
ur draumur”.
Fleming stóð upp og' studdi hendinni á
skjálfandi handlegg hennar.
“Haldið þér elkki að eg skilji tilfinningar
yðar?” sagði hann lágt. “Þér rnegið trúa mér,
að eg geri það. Já, hugsið yður um eina stund,
svo skal eg koma áftur til yðar”.
Þegar hann gekk í hægðum sínum frá kof-
anum, lieyrði Mannering fótatak hans, en leit
ekki við. v
“Nú?” isagði hann. Fleming tók arm lians
og, studdist við hann. t
‘ ‘ Eg liefi talað við lxma. Hún er auðvitað
í mikilli geðshrevfingu og sorgnuedd-----”
“Það er eðlilegt”, sagði Mannering í
jlimmum róm.
“En hún er að liugsa um þetta málefni.
Vesalings stúlkan, hún skildi strax liversu nauð-
synlegt þetta fyrirtæki er. En eg held að liún
liefði verið dálítið minna sorgmædd og líkað
betur, ef þér hefðuð komið sjálfur og vakið máls
á þessu”.
“Hvers vegna ‘!v spurði Mannering.
Fleming liristi höfuðið. “Það veit eg ekki.
Það leit xit fyrir að henni fyndist þér fórna
sjálfum yður — að minsta kosti eins mikið og
hún”.
“Hamingjan góða”, sagði Mannering og
strauk hendinni óþolinmóðlega ujn ennið.
“Heyrið þér Fleming, þó eg .skilji vel yðar
skoðun á þessu efni, og viti livað alvarleg staða
hennar er, hefi eg samt grun um, að þessi gift-
ing ætti ekki að eiga sér stað. Eg hefi liugsað
mér annað ráð. Eg get með liægu móti búið til
flota, sem þér og hún getið farið á um sjóinn.
Veðrið er indælt. Þið getið lagt af stað um út-
fallið og stefnt á einhverja af stærri eyjunum,
sem búið er í. Hvað segið þér um þetta?”
“Hve lengi yrðuð þér að búa til flotann?”
‘ ‘ Svo sem tvo daga. Eg get sett upp segl
á hann, eins og þér vitið — eg þetta getur lán-
ast. Samþyikkið þér þetta?” .
“ Já”, isvaraði Fleming rólegur. “Það er
voðaleg hætta fyrir hana — en fyrir mig ekki.
Eg hræðist ebki dauðann í neinni mynd. Guði
sé lof”.
‘ ‘ Máske hún kjósi þessa miklu hættu held-
ur en — áform yðar”, sagði Mannering hörku-
lega. “Hún skal ráða úrslitunum. Eg skal
spyrja hana”.
Hann gekk af stað áður en Fleming gat
stöðvað hann, og svo hratt, að það var eins og
ljann \æri hræddur við að fresta þessu.
*
IV. KAPÍTULI.
Hann barði að kofadyrunum.
“Núna strax”, áagði hún við sjálfa sig og
hrökk við, af því hún hélt að það vséri Fleming
sem kominn væri, til að fá afgerandi svar, er
hún enn ekki var búin að ráða við sig. Ef hún
hefði fengið viku eða mánaðar frest, npmdi
hi|u þá vera betur undir svarið búin?
Hún þaut á fætur þegar Mannering kom
inn, en lmé strax niður í sætið aftur og leit á
hann, að því er honum virtist, hræðslulega. Við
þessa liugsun beit' hann á jaxlinn — að kven-
inaður skyldi vera hræddur við hann.
“Eg yfirgaf Fleming á þessu augnabliki”,
sagði liann, og rödd hans var hörð og köld, sem
afleiðing þeirra liugsana sem í honum bjuggu.
“Hann hefir sagt yður alt? Mér er ant um að
þér vitið, að það er hans uppástunga en ekki
mín, ungfrá Nína!”
Hún hneygði liöfuð sitt og hann bætti við
hálf gremjulega: y
‘ ‘ Meðan hann var að tala við yður, hefi eg
hugsað nánar um þetta, og eg hefi uppástungu
að bera upp fyrir vður, sean gerir yður máske
óþarft að færa þá fórn, sem hann krefst af
yður”.
Hún leit fljótlega upp og varð dálítið létt-
brýnni.
“Veðrið er óvanalega gott”, sagði hann,
“og vindurinn liagstæður. Eg get búið til
flota með segli. Það mætti láta á liann matar-
forða fyrir nokkra daga, og þér og hann gætuð
•másike losnað héðan — þið gætuð máske náð
einhverri af stærri eyjunum. Þetta er hættu-
legt, en eg ímynda mér, að þér kjósið það frem-
ur heldur — en hans uppástungu”.
Ilún horfði alvarlega á hann, á meðan hann
talaði, en leit svo niður.
“Hefir hr. Fleming játað þessu?'” spurði
liún lágt. “Hættan er eins stór fvrir hann og
mig. Eg liefi enga heimild til að láta hann
stofna sér í liana”.
“Ilann he’fir samþykt þetta”.
‘ ‘ Og þér — ]>ér ætlið að verða hér eftir
einsamall? Aleinn?” Hún revndi að dylja
liryllinguna, sem ósjálfrátt greip hana.
“Það lánast vona eg”, svaraði hann.
“0g matarforðinn-------þ^r mynduð ekki
fá nægilega fæðu aftur—?”
“Ó, eg dey ekki úr hungri”, sv^raði liann
rólegur. “Hér er mikið af fugli og ýmsu öðru.
iHg get liaft byssuna. Og af fiski er hér nóg —
eg líð enga neyð”.
“Viljið þér þetta?” spurði hún ofur lágt
og leit niður.
“Eg veit ekki”, sagði hann næstum hörku-
lega, því liann var bæði viðkvæmur og æstur.
m “Eg held, að hvað sem er séybetra heldur en
það, sem liann hefir stungið upp á að þér sam-
þykkið. Haldið þér að eg skilji ekiki hvernig
þér eruð staddar? Þér þekkið mig ekki að
neinu leytx, Þér munduð gefa yður á vald þess
manns, sem án þess þér vitið, getur verið þorp-
ari, —>þér yrðuð neyddar til — gagnstætt ósk
yðar og vilja, að vera bundin við þann mann,
sem þér skeytið ekki um. Ó, eg veit svo vel,
livemig þér 'hugsið og hvemig tilfinningar yðar
eru, en held sarnt að þér álítið mitt áfomi betra,
þrátt fvrir hættuna”.
Eitt augnablik liorfði hún beint í augu
hans. í hennar augum lá þessi spuming: En
þú —sérð ])ú líka, að þú vrðir bundin við per-
sónu, sem þii skeytir eikki um — vilt þú þín
vegna að hún fari?
Hann leit í aðra átt, og sá því ekki þessa
þöglu spumingu. Andlit hanis var svipdimt og
hörkulegt, svo það var engin furða ]>ó liún héldi,
að hann vildi þelzt að hún færi.
“Eg skal fara”, sagði hún lágt.
“Það var það sem eg hélt að þér vilduð
helzt”, sagði liann jafn lágt. “Eg held þér
brevtið rétt”.
Hann gekk til kofa síns og Flemings.
“Hún hefir afráðið hvað gera skal”, sagði
hann fljótlega. “Hún fer með yður”.
Fleming sat og huldi liöfuðið með liöndun-
um. Hann leit rannsakandi augum á Manner-
ing. “Þér verðið umfram alt að flýta yður,
vinur ininn”, sagði liann með áherzlu.
Mannering kinkaði kolli, tók öxina eg gekk
, beina leið út í skóginn. Hann hamaðist eins og
tryltur maður, og trén féllu hvort á eftir öðru
Aeð braki miklu* sem Nína heyrði glögt, þar
sem hún sat og hlustaði. Hann vann langt fram
á kvöld, þá mundi hann eftir því, að géra þurfti
við seglið; hann fór því með það til Nínu. Hún
var að sjóða kveldmatinn og sneri sér að eins
að hálfu leyti til hans, þar senx h^nn stóð í dyr-
unurn og sagði:
« “Haldið iþér, að( þér getið gert við seglið,
ungfrú Nína? Eg gæti gert það, eins og þé^
yitið, en það tæki langan tíma, sem við megum
* ekki missa”.
“Já”, svaraði hún. “Eg hefi samskonar
nál og þeir brúkuðu á skipinu, og eg’mun geta
það. Kvöldmatuiúnn er tiIbúinn ’ ’.
‘ ‘ Þér og Fleming farið þá að box-ða, en bíð-
ið ekki eftir mér. Eg vil halda áfram að ^inna
á meðan bjart er”. •
Hann gekk aftui*. xit í skóginn, dró eitt af
föllnu trjánum niður á sjávarbakkami, skorð-
aði það við tvo jarðfasta steina, brá kaðal um
miðju 'Jxess, notaði það fyrir taugarhjól og dró
hin trén að því.
Það var orðið dimt, áður en hann var bú-
inn að fella <eins mörg tré og hann þurfti, og
hann var svo.þreyttur að hann varð að setjast
og h\ýla sig. En blíða og skæra röddin hennar
Nínu ikallaði á hánn; hann stóð upp og bni á, sig
glaðlegum svip — reýndi að raula skenxtilegt
lag og gekk inn til Iþeirra.
Hún liafði komið Fleixiing til að borða ofur-
lítið, en sjálf hafði Jxún ekki snert neitt. Þegar
hún lét mat Manneringis lijá honum, forðaðist
hún að líta á hamx og fór að eiga við seglið.
Húðir og skinn!
Hæsta verð fyrir: Vor-rottuskinn,
Húðir, Ull, Seneca-rætur
Sendið alt til vor. Þér getið átt von á réttu
og hæsta verði og fljótri borgun.
Skrifið eftir verðlista.
B. LEVINSON & BROS.
281-3 Alexande- Ave. - WINNIPEG
R. S. ROBINSON
Stefntett 11883
HöfaQttöll $230.000.00
Gærnr
Ull
trtlbá:
Sesttle, Wath..
Edmonton, AltK.
Le P«t, Mtn.
Kenort, Ont
8. S. A.
Ktnplr oq telar
RAW FURS
»2.50
*1.50
’1.90
Senett
rætar
No. 1 Mjö» ttór
Vor Rotta _____
No. 1 Meðal
Vor Rotta _____
No. 1 MJögr ntér
Vetrar Rotta .....
No. 1 Mjögr ntór $■] gQ
Htor
Rotta
»2.00
No. 1
Vor
No. 1 Mjög ttört $io nn
Svart Mink .... 1
No. 1 Mjögr stör $22 00
Pin
No. i Mjögr ntór $on nn
Vanalegr Ulfa ....
•rH.
Haust Rotta_...
Sniærri og lakari tegrnndir hlutfallslegra I;
Bltilð ekki metSan eftirapurn er mlkil.
Ver borgum övanalega hatt verö fyrHf Flsher ogr Marten
SaltaBar NautshúBir 17e. Húftir af iingum nautum 22c. Kálfsk. 32c
SE^ÍDID BEINT TIL fW KEAD œ5V7Æ*VV«tw,""iree
timbur, fjalviður af öllum j
M/* .. 1 • tpe timbur,
Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.- |
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
Thé Empire Sash & Door Co.
Limitad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Neínið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu
L
VIÐSKIFTABÆKUR
^ (COUNTER H OIIKS
Hérna er tækifœri sem borgar
sig að athuga!
Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa
kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books)
Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á
VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er
þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um.
Það er'beinn peninga sparnaður fyrir islenzka Mat-
vöru- og Almavöru-kaupmenn að panta viðskifta-
bækur »ínar hjá oss.
SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN,
i SEM BEZT BRENNUR. %
SENDIÐ PONTUN VÐAR STRAX!
TIL
QCfje Columbía $reðö
, LIMITED
Cor. Sherbrooke & William, W7innipeé
Tals. Garry 4IÖ—417