Lögberg - 08.05.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.05.1919, Blaðsíða 6
Síða 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MAÍ 1919 Hiawatha. Niðurl. Eftir að Hiawatlia liafði fullnægt loforði sfnu við Mondamin, bygði liann sér bát úr birki, oedrus og furu, og skreytti hann með berjum og broddgalta fjöðrum. Og svo var það einn dag að hann réri út á vatnið, sem var eins stórt og sjórinn, til þess að veiða konung fiskanna, Nahamaf^—Styrju. í gegnum silfurtært vatnið sá Hiawatha fisk- ana )>ar sem þeir syntru. Hann sat í afturstafni bátsins og hann hafði rent færi sínu, sem snúið var úr eedrus berki, en í fraon'stafni sat vinur lians íkorninn. “ó! Þú konungur fis!kanna,t aktu beituna senr er á önglinum niínum”, mælti Hiawatha. En styrjan sem lá niður á rennisléttum sand- botninum, lét sérekki segjast, hún leit aðeins horn- anga til hans. Að síðustu fór henni að leiðast köll- in úr Hiawatha, svo hún ávarpaði stóra geddu sem þar var nálægt henni, og sagði: “Taktu öngulinn Iians Hiawatha og stíttu færið hans, svo hann hætti þessum látum. Hiawatha fann að kipt var í færið og hann tók að draga, en svo þungt var fyrir, að báturinn stóð nærri uppá endann, en þegar að fisk- uiinn var kominn uppundir 'borðstokkinn, leit Hiawatha oifan í vatnið og sá gedduna. “Þú ert ekki fiskurinn sem eg vildi veiða”, mælti Hiawatha. “Earðu til baka þaðan sem þú komst” og svona gekk það með hvern fiskinn á fæt ur öðrum, að enginn þeirra gat slitið færið hans Hiawatha. Að síðustu reiddiist Nalima, liinn mikli kon- ungur fi.skanna, og hann hoppaði upp úr vatninu, uppí sólargeislann, opnaði hinn mikla munn sinn og gleipti Hiawatha, bátinn og færið. Þegar að Hiawatha kom niður í kvið fiskarins, sá hann ekki handa sinna skil, því þar var myrk- ur. Hann þreifaði fyrir sér, og af tilviljun fann Itann hjartað t fiskinum; það sló ótt og títt, og ihann veitti því eins mikið högg með kreptum hnefanum oghann gat. Við það varð Nahma, kon- ungi fiskanna, mjög illa; liann hægði á sér og varð ilt, reyndi að halda áfram, en gat það ekki. Svo Hiawatha dró báteinn jtversum. í kverkum fiskjar- ins, til jtess að fiskurinn gæti ékki kastað honum upp úr sér og í vatnið. Íkorninn hjálpaði honum og var hinn ræðnasti. Styrjan tók nokkra fjörkippi í vatninu og dó. Svo barst hún fram og aftur með vindi og strauaa- um, þar til liann rák að landi, og undir eins og hún var rekin uppí fjöruna, komu fuglamir og átu fisk inn, þar til að sioustu að.þeir voru búnir að éta gat á milli rif ja fisksins. Þá kallaði Hiawatha: “ ó! Súlur. Ó! bræður mínir, eg hefi drepið konung fiskanna. Flýtið ykkur að gera svo stórt op á hlið fiskjarins, að eg komist út, frelsið mig úr þessu fangeisi” Og sxilurnar heyrðu bæn Hiawatha og þær hertu sig og þegar opið var orðið nógu stórt, kom Hiawátha og Ikorninn út og drógu bátinn á eftir sér. í mörgum fleiri æfintýrum lenti Hiawatha, sem of laugt yrði upp að telja, en minnast þarf þó á, að hann réði af dögum töframann einn, sem réði yfir og dreifði skaðvænum sóttum út um landið, svo liæði fólk af hans floklki og öðrum dó hrönnum saman. Á móti þessum manni réðst Hiawatha og réð hann af dögum, og alt hans starf laut að því að bæta kjör fólksins og létta byrðar þess. En samlt var einhver tómleiki í lífi Hiawatha, honum fanst hann vera einmana. Hann þráði kærleika, sem hann vissi að til var í lífinu og sem hann hafði enn ekki notið. Og hugur hans hvarfl- aði til hinnar fögru Minnehalía, sem heima átti í bvgðum Dakotahs manna. Og hann sagði No- komis frá hugsun sinni, en hún svaraði: “Veldu þér konu úr hópi þíns eigin flokks, en ekki óþekta konu. Dðttir nágrannans er eins og eldur á arni. Þær óiþektu, hversu fagrar sem þær eru, eru eins og skin tunglsins eða bjarmi stjarnanna”. Hiawatha svaraði: “Þó að eldur arnarins sé hugþekkur, }«i á blik stjarnanna betur við mitt skap”. Nokomis sat þungit hugsandi dálitla stund og mælti síðan: “Taktu ekki til þín konu sem er iðjulaus, vankunnandi/ eða löt, hejdur þá sem hjartað stýrir hönd og léttan hefir fót og heilan hug til að gegna skyldustörfum sínum”. Hiawátha brosti og mælti: “1 landi Dakotahs mamia býr dóttir örvasmiðs eins, hin fegursta á meðal kvenna. Hana vil eg færa til heimilis okkar og hún mun vera létt á fæti til þess að gegna er- indum fyrir þig. Hún mun verða þér blik stjam- aíuia, skin tunglsins, ljós arineldsins og fólki mínu sem Ijós sólar”. v “Manstu ekki hve herskáir Dakotahs menn eru. Oft höfum vér lent í stríði við þá”, mælti Nokomis. ' / “Þeim mun rneiri ástæða er fyrir mig að giftast hinni fögru dóttur Dakotahs manna, og með því sameiua fólk hennar og vort”, mælti Hiawatlia. Og Mann lagði af stað gangandi yfir Iieiðarnar, skógana og engin og kom að síðustu. í land Dakotahs manna. Rétt áður en Hiawatlia kom til bygða Dakotahs manna, kom hann að skógi einum all miklum, og í jaðri hans, þar sem sólskinið og skuggarair mættust, sá liann Hafra nokkra. Hann stanzaði, lagði ör á streng og skaut einn þeirra, lagði hann síðan á herðar sér og gekk í gegnum skóginn og til húsa Dakotahs manna. Hann gekk beint heim til Wigwam örvasmiðs- ins. 1 dvrum hússins sat gamli maðurinn og smíðaði örvar úr rauðflekkóttum og hvítum steinum. Við hlið örvasmiðsins sat dóttir hans og fléttaði mottur. Hún var þögul við vinnu sína. Hugur hennar hvarflaði til veiðimannsins tígu- lega og vel vaxua, sem komið hafði og keypt örvr- arnar af foður hennar og sem faðir hennar liafði sagt að væri hverjum manni betri bogamaður, og sem henni hafði litist svo vel á. ’Skyldi hann koma aftur? 'En rétt í því kemur Hiawatha í augsýn og gengur hratt heim að húsi þeirra og kastar Hafr- inum niður við dyrnar. Gamli örvasmiðurinn hætti vinnu sinni og stóð upp, rétti Hiawatha höndina og mæíti: “Vertu velkominn”, og bauð honum síðan að ganga inn. Þegar Hiawatha kom inn, leit Minnehaha upp frá vinnu sinni og mælti: “Vertu velkominn Hia- watlha”. /Síðan stóð hún á fætur og gekk út, til þess að búa til máltíð handa Hiawatha, því hann vár langt að kominn og matar þurfi. Svo tóku þeir Hiawatha og örvasmiðurinn tal með sér. Hiawatha sagði honum frá Nokomis, frá vmi sínum söngfræðingnum Chibiabos og firá Kwasind, sem væri svo sterkur að hann gæti brot- ið alt sem hann tæki á. Og hann sagði örvasmiðn- um frá vellíðan fólks síns og allsnægtum í landi sínu, og talaði um að sér til ánægju hefði friður haldist í langa tíð á milli fólks hans, Ojibways flokksins, og Dakothas manna. Og til þess að tryggja þann frið enn betur, væri hann kominn til þess að leita sér kvonfangs á meðal Dakothas manna, og að liann óskaði að fá sér til konu hina fegurstu á mieðal þeirra, Minnehaha. ( Gamll örvasmiðurinn sat þegjandi dálitla stund og reyikti pípu sína, svo leit hann á Hia- watha með aðdáunarsvip og síðan til dófftur sinn- ar með föðurlegri blíðu og mælti: “Já, ef það er vilji Minnehaha. Hún svarar eins og henni býr í br jósti ’ ’. Hin fagra Minnahaha reis hæversklega á fætur, settist við hlið Hiawatha og sagði btíðlega: “Þér vil eg fylgja, yinur minn”. Þannig var það að Hiawatha festi sér hina fögru dótttr örvasmiðsins, og eftir að hann hafði hvílst nokkurn tíma, héldu þau bæði af stað í gegnum skógana, yfir heiðarnar og engin og komu eftir langa ferð í land það, sem Hiawatha átti heirna í, og til Wigwams Nobomis. Nokomis setti upp veglega veislu og bauð til liennar öllu fólki sem hún gat náð í. Gestirnir drifu að úr öllum áttum, búnir skrautklæðum sín- um. Því næst var sest til borðs. Á borðum var pikkur, styrja, allskonar dýrakjöt og brauð, gul að lit. Fyrir beina stóðu þau Hiawatha, hin fagra Minnehaha og hin aldraða Nokomis; en með söng skemti Chibiobos og með sögum Iagoo, bg veislúgestimir voru glaðir og ánægðir. Og svo ríkti hinn sterki og hugprúði Hia- watha yfir fólki sínu, á bökkum vatnsins mikla og vann að velferð þess. Hin fagra Minneliaha var honum samtaka og hans hægri hönd í öllu og hin aldraða Nokomis elskaði þau bæði og blessaði. -----—------- ^ « Gamla Jörp. Niðurl. ♦ Presturinn leit í kring um sig, og kom þar auga á Jókann. Það var ekkert heitt milli Jó- hanns og prestsins, því að Jóhann hafði eitthvert einkennilegt lag á því, að smeygja sér undan lAblíuleistri í sunnudagsskólanum, en komast þó að brauðinu, sem söfnuðinum við sunnudagsskól- hnn var útbýtt. En þó að Jóhann væri gallagrip- ur, hafði hann einn kost, sem hér gat komið að haldi; hann elskaði hesta, og þótti sú ánægja mest, að mega koma á hestbak. Ekki var hann þó hafð- ur til að ríða veðhlaupalhestum, því að hann hafði fyrir sakir fátæktar ekki getað aflað sér tilsagnar í reið-íþróttinni. , ■ “Heyrðu Jóhann!” isagði þresturinn og benti honum að koma til sín — “viltu sijja á þeirri gömlu, — þeirri jörpu?” Jóthann svaraði að vísu játandi, en með mál- rómi og augnaráði, sem lesa mátti út úr þessa hugsun: Loks fékk eg leyfi til að ríða veðreið, og svo er það á svona bykkju! Presturinn gaf því engan gaum, hvernig Jó- hanni varð við, en tók upþ flösku og sagði: “í þesisari flösku er brennivín, Jóhann! Núðu lapp- irnar á gamla hróinu upp úr því, og strjúktmlíka eftir bakinu á Isenni, ríddu henni svo dálítinn spöl fram og aftur til að liðka liðamótin gömlu og stimuðu, og svo skulum við sjá, hvemig fer.” Við þessi#seinustu orð varð Jóhanni litið upp á prestinn, og það var eitthvað einkennilegt við augnaráfcið, sem kveikti von um sigur hjá Jóhanni. Það var*glatt á hjalla og hlegið hátt, þegar gamlla Jörp staulaðist inn á veðhlaupabrautina; en surnir sögðu eftir á, að þeir hefðu hlegið af því, að aðrir hlógu; þeir hefðu þegar í stað séð það, að hún var hærri eii hinir liestarnir, og að svipur- inn, þó að íhún væri eigi upplitsdjörf, var eins og á mönnum, sem eiga til góðra og göfugra að telja. Hlaupið bvrjaði, og ekki minkaði kætin, þegar gamla Jörp prestsiirs fór áf.stað með Jóhann á bakinu. Sumum þótti sem lmnn væri hafður þar til að strokka smjör; aðrir sögðu, að gamla Jörp væri að knattleiki með Jóhann, og áður en hann hafði almennilega hagrætt sér, voru hinir komnir spölkorn á undan. En þá neytti hann sporanna. Hún kiptist við, eins og hún ætlaði að prjóna, skjögraði til hliðanna og tók svo kast áfram; svo að menn fóru að hrópa gleðióp og klappa lof í lófa — en auðvitað í glensi. Jóhann hvatti liana af nýju með sporanum og liún rauk aftur af stað; og nú hólt hún áfram. Kætin liætti brátt, og eftir litla þögn breyttist hún ií undrun og aðdáun. Það þurfti ekki mikla æfingu frá veðhlaupum til að sjá, að hér var göf- ugt blóð, og vel upp alin skepna, þó að stirt væri farið af stað. Eftir fá augnablik var það heldur e'kki efasamt, hver sigra mundi; því að hryssan prestsins dró þá uppi, vagnhestana, smaug eins oig áll, eða þaut eins og ör gegnum þvöguna. Slíkt kunna þeir vel að meta, sem hér voru við staddiy. Menn dáðust og urðu hrærðir. Það var kallað: “Hvílík göfug skepna! Tiguleg er hún og tign- arleg! Húrra fyrir hryssunni prestsins.” Og því meira sem ópið óx, því meira sem var veifað með höttum og klútum, því meira sýndist hún að yngjast upp og þekkja sjálfa sig. Bóndinn stóð við hliðina á prestinum, og ætl- aði þígar að fara að borga honum. “Eg hefi tap- að” sagði hann, “en eg hefi séð fagurt sigur- hrós”. Presiturinu sagði: “Eg sagði yður, að hún væri^ekki venjulegur vagnhestur”. “Venjulegur vagnlie^tur!” sa’araði bóndinn, “eg bið liana og foreklra hennar auðmjiiklega fvrirgefningar á öllu, sem eg Ihefi sagt.” A 'þessu augnabliki var blæjunni bragbið, og merki sigurvegarans var dregið upp á stöngina. Það var ekki lengi verið að stöðva vagmhestana; en hryssan hélt áfram með fullri ferð. Eyran stóðu fram og taglið beint aftur. En alt í einu datt hún; það var hlaupið til að hjálpa Jóhanni, og handsama hana; en liún var dottin til að standa ekki upp aftur; viljinn hafði borið orkuna ofur- liða.---------------- (Eftir M. Goldschmidt); lauslega þýtt. J. Þ. Málverk lífsins. (Úr bréfi frá föður til sonar á.fermingardegi hans) Eg óska þess nú helst af öllu, sonur minn! að þú upp frá þossum degi reynir til af allri alúð, að búa til úr æfi þinn fagra heild, sem í öllum deildum samsvarar sjálífri sér svo vel sem unt er, og í öll- um greinum stefnir að því aðalmiði, að fullnœgja tilgangi guðs, og afreka hvervetna svo mikið gott sem þér er framast auðið. Þess vegna skaltu við hvað eina, sem þú áformar til orða eða verka, að spyrja sjálfan þig þannig: “Hvað get eg nú tekið fyrir mig, sem verða má bæði sjál'fum mér og öðr- um að mestu og sönnustu notum ?” og þú skalt ætíð kjósa þér þau störf, og þær unaðscmdir, sem þú getur verið viss um, að hafi á sér auðkenni góðra, guði þóknanlegara og gagnlegra athafna! Þú skalt ímynda þér þessa heild æfi þinnar, eins og mikið málverk, sem þú ert að búa til á hverjum degi,og sem þú bætir í á hverju augnabliki, ein- hverjum kafla, einhverri mynd; Því fullkomari sem hver kafli er, því fegri hver mynd, því ágæt- ara sem málverkið sjálft verður af þessum upp- dráttum, af því að þeir era bæði vel valdir og þeim svo haganlega fyrir komið; því framar sem þeir, er veita atihöfnum þínum eftirtekt, ekki einungis sjá fegurð þojrra og ágæti, heldur uppörfast líka sjálfir af }>eim til góðra og ágætra verka; þess meira er varið í málverk þitt, eða uppdráttinn æfi þinnar, og gleði þín yfir honum verður svo mikil, að mesti listamaður getur aldrei haft eins piikla ánægjn af nokkru sínu málverki. Hafir þú nú byrjað vel og fallega málverk þitt, eða seon er hið sama, æfi þína í æskunni^- og hversu ósegjanlega mikið gera ekki fyrstu drættimir til í hverju málverki,—þá íhugaðu, hve ófyrirgefan- legt hirðuleysi það væri, ef þú eigi kostaðir kapps um, að láta hina nýju kafla verða eins fallega, og enda fullkomnari en hina fyrri; allra helst þegar þú fyrir sakir aldurs og atgjörfis verður alt af betur og betur fær um það. En hafi illa verið byrj að, eða æsku-árum þínum illa varið, þá gættu þess, hve áríðandi það er að sleppa engu augnabliki, og vanda því betur hina nýju kafla, það er að segja, áfarmhald æfi þinnar, sem hinir fyrri kaflarir voru lakar af hendi leystir. Þetta getur enginn byrjað of snemma, né gjört of kappsamlega; einn ljótur uppdráttur, eða ein syndsamleg athöfn af- myndar svo tíf dyggðugs manns, að hann getur ekki annað en an^rast í huga, þegar hann minnist á hana; einn fallegur uppdráttur, eða eitt dyggð- ugt verk léttir ávalt böli lífsins á þeim, sem það ber, eins mikið að sínu leyti, og verkið sjálft eflir heill meðbræðra hans. Það er eilíft og óraskan- legt lögmál náttúrunnar: “með sérhverri dyggð eflir maðurinn farsæld sína; með sérhverri ódyggð hlýtur liann að spilla henni”. Festu þér djúpt í huga þennan sannleika, sonur minn kær! og láttu hann vekja og varðveita hjá þér þetta ágæta áform: “eg skal engan dag láta svo hjá Uða, að eg ekki með góðu verki bœti fag- urri mynd í málverk mitt”! Og láttu þá líka þetta áform vera þá myndina, er þú prýðir málverkið með'á fenningardegi þanum! Hversu munu þá ekki fagrir yppdrættir þínir í það á æfinni fram- vegis! Og liversu dýrðlegt alt málverk lífs þíns að lokunum! Höndin sem heldur á sólunni. Einu sinni var sóley, sem átti íheima á gróður- lausum malarkambi. Hún skeytti því ekki, þótt fáskrúðugt væri á hennar slóðum. Hún horfði á sólina eða brosti indislega við þeim sem fram hjá fóru. Þegar þeir undruðust feguyð hennar og lífsmagn á svo eyðilegum stað, þá var hún vön að segja: “Sólin kyssir mig, tár himinsins- vökva rætur mínar og höndin sem heldur á sólunni held- ur líka á mér. Hátt uppi á kambsbrúninni var þéttsettur grasvöllur. Þar átti heima stór og fallegur fífill. Allar sóleyjar í kring um hann litu hann hýra auga, og fjólurnar drupu höfði auð- mjúklega þegar hann kinkaði kolli til þeirra. “Eg lilýt að vera mjög merkilegur fífill” tautaði hann, “annars væru þær ekki svona vinalegar”. Svo vaggaði golan honum þægilega fram og aftur, þar til honum fanst ekkert til nema hann. Honum varð litið fram af kambsbrúninni og kom hann þar auga á sóleyjuna. Þetta var áreiðanlega fallegasta sóleyjan sem liann hafði séð. “Hevrðu, sóley litla, því lítur þú ekki upp til mín? Eg á því að venjast að sóleyjar líti til mín.” “Eg má ekki vera að gæta að þér. Eg eþ að horfa á sólina, og svo brosi eg að þeim sem hér fara um. — Það minnir þá á höndina sem heldur á sólunni” svaraði sóleyjan. “Sér er nú hver vizkan,” ansaði fífillinn fyjúrlit- lega. “Horfa á sólina! Þú ættir heldur að horfa á sjálfa þig, þ\’í þú <<rt fallegasta sóleyjan sem eg hefi séð.” 'Sóleyjunni fanst að það mundi gaman að vera uppi hjá honum. En sumir sem fóru um veginn vora ákaflega sorgbitnir. Þeim létti stifin- lega þegar þeir sáu brosin hennar og hún minti þá á höndina, sem hélt á sólunni. Hún aftók að líta við bonum. “Eg skyldi koma til þín,” sagði liann, “en Imalarkamiburinn þinn er svo snauður að yndi.” “Bakkinn slkýlir mór fvrir ofviðrum,” mælti hún. En fífillinn hallaði sér í golunni upp að fjöl- gresinu sínu. > Nokkru seinni kom ógurlegt þrumuveður. Þá brotnaði hnaus xúr bakkanum og datt ofan á malarkambinn. Á honum yar fífillinn. “petta eru þokkaleg Mfskjör” suðaði hann. /•Það er bótin að þú ert héý En sjálfsagt lifi eg ekki lengi á slíkum stað.” t “Jú, jú—þú lifir” 'sagði sóleyjan, og brosti hýrara en nokkru sinni fyr. Sólin kvssir þig, tár himinsins vökva rætur þínar og höndin sem heldur •á sólunni, þeldur líka á þér. Svo erum við nú tvö hér að brosa við vegfarendum og klæða kambinn. “Eg vil beldur horfa á þig, það er líka ský fyrir sólunni,” sagði fífillinn, og hrollur fór um hann. Þá dró skýið frá sólunni, og fifillinn athug- aði það nú fyrsta sinn á æfinni, að sólarkossamir gáfu lionum Kfsgleðina. “Hún er líklega sterk þessi hond, sem þú segir að haldi á sólunni” sagði fífill liálf hikandi. “Heldurðu ekki að hún sé sterk, fyrst hún heldur á sólunni; og hugsaðu þér hve mjúk hún er að tína okkur ekki.” ‘ ‘ Það verður langt þar til við verðum búin að klæða þenna kamb,” sagði fífill og stundi, þegar hann leit á hrjóstraga malarkambinn. ‘ ‘ Svo held eg að fólk hafi ekki gaman af að sjá mig hér svona til reyka,” tautaði fífill og mændi á sóleyjuná, sem daggardroparair glitruðu á í sólskininu, eins og perlur., “Blessaður settu ekki fyrir þig ryk-korain þau arna. Hverja stund heldurðu áð regnið verði að þvo þau af þér?” “Jæja — hvað var það sem þú sagðir að eg ætti að muna?” \ ' “Það ef þetta: “Sólin kytssir mig, tár him- insins vökva rætur mínar og höndin sem heldur á sólúnni, heldur líka á mér.” Bára.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.