Lögberg - 08.05.1919, Page 4
Síða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MAí 1919
JJögberg
Gefið út hvem Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.J|Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TAIjSIMI: GARRY 416 og 417
Jón J. Bfldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
lltaniskrift til blaðsins:
TtfE SOLUMB^ PffESS, Itd., Box 3172. Winnipeg,
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOCBERO, Box 3172 Winnipsg, M»n.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um Arið.
27
lllltllllllillllilllllllilllllllHiliiniBiiiliiiMilMiiillliillllllllllllk.
er heitiB hafa fylgi sinu, má telja ráöherrana alla, alla
ritstjóra blaöanna hér i Reykjavík og flesta alþingismenn,
er náðst hefir til.
Jafnskjótt og félagið verður komiö á stofn og stjórn
þess kosin, mun yður veröa tilkynt nákvæmlega um alt er
hér að lýtur. Er það tilætlun vor forgöngumannanna.
aö sem nánust samvinna geti orðið með félagi voru og
'þjóðernisfélagi yðar Vestur-íslendinga, og vonum vér, að
þér verðið þar sama hugar og vér.
Komið hefir til orða að æskilegt væri að félagið gæti
sent mann við og við vestur, til að flytja fyrirlestra um
ísland og íslenzkar bókmentir í samráði við þjóðernisfé-
Iag Vestur-íslendinga. Er góð von um, að styrkur gæti
fengist hjá Álþingi til þess, og væri æskilegt áður þess
yrði leitað, að fá' álit þjóðernisfélagsins um það mál.
Með beztu kveðjum.
Virðingarfylst,
Benedikt Sveinsson. Einar H. Kvaran.
Guðm. Finnbogason. Sigurbjörn Á. Gíslason.
Sveinn Björnsson. Tryggvi Þórhallsson. Þorst. Gíslason.
I
Til þjóðernisfélags Vestur-lslendinga,
Winnipeg.
Samvinna.
á milli Austur- og Vestur-lslendinga.
Margir eru þeir, .beggja megin hafsins,
sem hafa þráð það, að hún gæti orðiÖ nánari
og bróðurlegri heldur en stundum hefir átt sér
stað, að undanförnu.
Og nú virðist sem sú þró ætli að rætast.
AS minsta kosti er full ástæða til iþess að gjöra
sér von um að tilraun verði gjörð í þá átt, og
er það innileg ósk vor að það megi verða báð-
um málsaðilum til blessunar.
Það verður víst gleðiefni hverjum sönn-
um íslendingi að lesa bróf það frá mönnunk
þeim, sem eru að gangast fyrir félagsmyndun
á lelandi, til þess að efla samvinnu og samhug
á íneðal Islendinga vestan liafs og austan, og
teljuin vér víst, að Vestur-íslendingar rétti
þeiin mönnum 'höndina af lieilum hug og í allri
eiulægni, Iþví þó seint sé orðið og mikill tími
tapaður, sem til góðrar samvinnu hefði átt að
nota, þá er enn ekki orðið of seint. Því svo
framarlega að þjóðerni vort *eigi að eiga hér
nokkra verulega framtíð, þó þarf það að fá
styrk sinn frá rót síns eigin stofns — og eins og
allir vita er stofninn liti á íslandi.
Það að vér höfum enn að mestu leyti haldið
þjóðernislegum velli í dreifingunni hér í Vest-
urheimi, er að þak'ka útflutningum frá íslandi
hingað til lands, lestri íslenzkra bóka og síðast
en ekki síst hinum ágæta leiðtoga Dr. Jóni
Bjarnasyni, sem hæst og hreinast hefir borið
meriri þjóðernis vors í þessu landi, og fleiri
sem það mál hafa stutt drengilega á meðal vor,
j>ar á meðal séra Fr. J. Bergmann sál. En það
merki er nú fallið, útflutningarnir hættir, eða
því sem na*st og samband við landa vora heima
í samibandi við bókaverzlun í mesta ólagi.
Og einmitt þegar svona stendur á, einmitt
þegar manni sýnist vera að rökkva að 'hér hjá
oss í j»jóðeniislegum skilningi, ]>á kemur sú
frétt heiman frá ættlandinu, að margir af ágæt-
ustu mönnum þjóðarinnar séu að bindast sam-
tökum með það, að veita okkur þá aðstoð sem
þeir geta og oss er sómi að þiggja í þjóðræknis-
baráttu vorp hér.
Það er víst óþarfi að leiða neinar getur að
því, hvernig að Vestur-íslendingar alment taki
þessari drengilegu aðstoð, sem landar vorir á
ættjörðinni vilja láta oss í té. Það þarf naum-
ast að leiða getur að því, að hungraður maður
þráir brauð> eða þreyttur hvíld.
Þeir á meðal Vestur-Islendinga, sem ekki
er alveg sama um, hvernig að fer þjóðemislega
fyrir oss hér, fagna af alhug þeirri uppástungu
landa vorra heima, að vel hæfuy maður þaðan
að heiman komi við og við hingað vestur, til
þess að halda fyirrlestra í bygðum Vestur-ls-
lendinga um íslenzkar bókmentir og fl. Nauð-
sjTiin á slíku fyrirkomulagi hefir oss ekki dulist
nú að undanförnu. Enda hefir hinn núverandi
ritstjóri Lögbergs hreift því máli hvað eftir
annað ó liinum síðari þingum Hins ev. lúterska
kirkjufólags íslendinga í Vesturheimi, og bent
á, að í sambandi við Jóns Bjamasonar skóla
væri slíkt fyrirkomulag nauðsynlegt, og vakti
j'á fyrir oss líkt fyrirkomulag og fram kemur
vel ritaðri grein eftir Hermann Jónasson í
“Lögréttu” frá 19. marz s. 1., ]>ar sem hann vill
að háskóli Islands nefni mann til vesturfarar
og að sá maSur haldi fyrirlestra í bygðum
Vestur-íslendinga á smnrurn, en við Jóns
Bjarnasonar skóla á vetrum og svo við og við
á meðal Islendinga í Winnipeg. Auðvitað var
það j>á meining vor að Vestur-lslendingar kost-
uðu þann mann, eða réttar «agt að skólinn kost-
aði hann og að hann yrði stárfsmaður skóláns.
Oss datt þá ekki í hug að bræður vorir þar
lieirna myndu finna hvöt hjá sér til þess að taka
þátt í baráttu vorri hér, á þann hátt sem nú
kemur fram að þeir vilja gjöra —vér áttum
ekki Jki né heldur cigum vér nú heimting á neinu
sh'ku frá þeirra hendi. En það skal hér tekið
fram, að vænt þykir oss um slík vináttumerki
og velkomin er bróðurhöndin, sem nú er rétt til
vor fró ættlandi voru.
Bréfið sem um er að ræða og þjóðræknis-
félagi Vestur-Islehdinga hefir borist frá bræðr-
unum heima, hljóðar svo:
Reykjavík, 11. apríl 1919.
Kæru landar. *
Pað hefir verið oss mikil gleði að lesa í Vestanblöð-
unum um ráðstafanir yðar tjl að stofna öflugt þjóðrækn-
isfélag nieðal Llendinga vesíanhafs. Pér hafið þar reist
það merkið, er allir íslendingar, jafnt austan hafs sem
vestan, hefðu fyrir löngu átt að fylkjast um. Vér undir-
ritaðir boði|ðum allmarga niálsmetarjdi menn þessa bæjar
á fund 7. ]>. ni. til |>ess að ræða um stofnun félags með
þvi augnamiði, að efla samliug og samvinnu milli íslend-
inga vestan hafs og austan. Voru allir þeir, er fundinn
sóttu fum 40) mjög fvlgjandi slikri félagsstofnun og
fólu oss að semja frumvarp að Iögum fyrir félagið og
undirbúa stofnun þess að öðru leyti. Meðal þeirra manna,
Guðmundur Guðmundsson
dáinn.
"Nö ertu I>á sigldur á ókunnan sæ,
þú ægilegt hafdjúpiS þrátiir æ,
en hér sit ég eftir hljóður. —
Grátskyld vlSkvæmni grtpur mig
um Klaumlausa nótt er ég hugsa’ um þig
sem breyzkan en hjartfólginn bróCur.’’
E. H. Kvaran.
Þetta upphafserindi hinna fögru minning-
arljóð, er Einar Hjörleifsson Kvaran orti eftir
Gest Pálsson, var Iþað fyrsta, sóm mér flaug í
hug við fregnina nm andlát Guðmundar Guð-
nmndssonar.
Þótt margt væri ólíkt með þeim Guðmundi
og Gesti, þá áttu J>eir þó sammerkt í ýmsu —
háðir örir tilfinningamenn, nokkuð til nautna
hnegðir, báðir ágætis skáld og snillingar, í
formi og framsetniílgu, þó sinn á hvora vísu.
Gestur allra manna hagastur á óbundið mál, en
Guðmnndur hverjum manni rímfimari. — Báðir
elskir að andlegri útsýn, en svarnir óvinir
hræsni og undirhyggju. Andlega siglingaþráin
var hin sama hjá báðum, útsærinn jafn töfr-
andi, og báðum sama kappsmálið að koma
knörrum sínum sólskins megin í naust, að lok-
' inni siglingu.
Fjórðnngur aldar er nú jiðinn, síðan Gest-
ur Pálsson sigldi á hinn ókunna sæ, en þann 19.
marz síðastliðinn ýtti Guðmundur Guðmnnds-
son úr vör. —
Guðmundnr dáði mjög skáldverk Gests
Pálssonar, einkuin þó söguformið, og kvað hann
þar standa feti framar öllum öðrum, íslenz'kum
sagnaskáldum. Og eru mér enn í minni ummæli
lians í þessu sambiuidi, en þau voru eittlhvað á
j>essa leið: “Gestur skarar fram úr jæim öll-
um; en bann hefði ekki átt að yrkja ljóð, heldur
að eins að kveða sögur.”
Við frófall Guðmundar er barmur mikill
kveðinn að hinni íslenzku þjóð, og er nú skamt
orðið stórra liögga á rnilli.
Guðmundur var fæddur í Hrólfstaðahelli á
T.andi í Rangórvallasýslu 5. dag september-
mánaðar 1874 og ólst þar upp hjá foreldrum
sínum þangað til hann fór í latínuskólann árið
1891, en j>aðan útskrifaðist liann órið 1897, og
hóf nám við læknaskólann í Reykjavík sama ár.
— Því námi lauk hann aldrei, og mun þar
nokkru hafa umráðið f járskortur og heilsuleysi,
er á hann sótti um þær mundir. En hitt mun þó
nær, að ljóðdísin hafi þá verið búin að ná svo
sterkmn tökum á sálarlífi hans, að flest annað
liafi orðið að lúta í lægra haldi. — Guðmundur
\^ar síyrkjandi í skóla, hlaut hann þá nafnið
“Skólaskáld” og fylgdi það honum jafnan
síðan.
Fyrsta Ijóðasafn Guðmundar kom út árið
1900, og hrepti næsta ómilda dóma. Viður-
kendu þó flestir að kvæðin bæru vott um óvenju-
legan hagleik í rími, en héldu Iþví fram á hinn
bóginn, að yrkisefnin væru einslkis virði, engar
nýjar kenningar á ferðinni, engin tilþrif, og að
J;ess mundi lítil sem engin von, að höf. yrði
nókkum tíma skáld!
Viss flokkur manna fordæmdi bókina, og
taldi hana flytja skaðvænlegar kenningar; var
þá óspart vitnað í setningarnar þær arna:
“Sú ást er sælust, en sárust þó
er sálimar njóta í leyni,
og — æ! — sem er öðrum að meini.v
Enginn gat þó bent á að í vísu þessari, eða
nokkrum öðmm vísum væri höf. að misbjóða
sannleikanum, né heldur nökkurri viðurkendri
siðferðiskenningu. Enda var í þessu tilfelli
ekki um nokkra nýja kenningu að ræðá, heldur
aðeins öðrnvísi framsetning á! liínum gömlu og
nýju sannindum um sætleik og aðdruttarafl
“forboðnu eplanna”.
Það var æpt að Guðmundi, og jafnvel
gengið svo langt, að gerð var tilraun til þess
löngu seinna, að koma í veg fyrir að sungin
yrðu í dómkirkjunni dásamlega fögur erfiljóð,
er hann hafði ort. — Enginn var þess megnug-
ur, að benda á nokkuð það í kvæðinu sjálfu, er
orðið ,ga*ti til skaðsemdar — en það var eftir
hann Guðmund skólaskáld, og j>ess vegna mátti
]>að helzt ekki syngjast.
Að Guðmpndur hafi verið breyzkur maður,
efar sjálfsagt enginn. En að bann hafi verið
albreyzkur og vandlætararnir hvítvængjaðir
englar, mufm færri trúa. — Hitt má vera, að
hreyzkleikar þessara tveggja aðilja hafi eigi
ætíð gert vart við sig á sáma hátt.
Guðmundur kunni ekki að klóra yfir; hrein-
skilnin var honum fyrir öllu og launkofaleiðim-
ar voru honiim svo framúrskarandi ógeðfeldar.
íln hér fór sem oftar, að Ijósið var myrkr-
inu yfirsterkara; ljóðmáttur Guðmundar varð
náttuglunum óþægur ljár í þúfu, og fóru svo leik-
ar að ljóð hans fóru sigurför um þvert og endi-
langt ísland og hafa á seinni áram sungin verið
í skólum og kirkjum hinnar íslenzkn þjóðar, Iík-
legast oftar og almennar en söngvar nokknrs
skáldsj annars en Hallgríms Péturssonai*. Enda
eru ljóð hans því nær undantekningarlaust hríf-
andi lofsöngvar og brennandi ástarjátning til
fegurðarinnar, mannúðarinnar og sannleikans.
— Að rímsnild og hljómiklökkvi á hann líklegast
engan sinn líka. “Hann var sikáld frá hvirfli
til ilja”, eins og Jón heit. Ólafsson komst að
orði í ritdómi í Nýju Öíldinni um hið fyrsta
ijóðasafn hans, það er mestri sætti mótspyrn-
unni. Og trúað gæti eg því, að h’ljótt yrði
orðið um margan meinlætaprédikarann á Is-
landi, áður en minningu Guðmundar Guðmunds-
sonar liafa bundnir verið helskór. —
Stærsta og veigamesta ljóðabók Guðmund-
ar kom út í Reykjavík 1917, á kostnað bókaverzl-
unar Sigf. Eymnndssonar. Inngangsikvæðið,
Præludium, finst mér einkenna hugsunarstefn-
ur skáldsins betur en flest annað, og þyí tel eg
rétt að prenta það upp í heilu lagi:
.4« . .
PRÆLUDIUM
. Mig varðar ekkcrt um “isma”
og “istarina” þrugl um list!
Eg flýg eins og lóan mót sól í sóng
þegar sál mín er Ijóða-þyrst.
Eg skorða’ ekki rím miUi skjalda,
eg sk rif a’ ekki Ijóð, — eg s y n g.
. Eg er ekki fulltrúi flokksins
>sem fordildin sendir á þing.
Eg veit að “stefnurnar” fæðast feigar,
e n f e g ur ð e r ódauðleg, —
tfrá öld til aldar, frá sól til sólar
hiín sálunum greiðir veg.
1 fortíð, nútíð og framtíð
er fegurðin eilíf og ný.
pað eilífa í stórvirkjum andans
er engrar stefnu þý.
* * * *
Nú gildir að fálma’ eftir frumleik
og frægastir teljast þeir,
er “stefnum” með harmkvælum unga út
og elta "hinn þétta leir”.
heir rembast sem rjúþan við staurinn
að ríma, þótt gangi stirt,
um samræmi, klið og lipran leik
í Ijóðblæ er minna hirt.
Og sá þykir skarpasta skáldið,
er skrifar hið bundna ntál,
þótt vánti það bæði hreim og hljóm
| og hafi það. enga sál.
Og einkum ef enginn það skilur
um andríki vott það ber:
að lofa það, guma’ af því, láta. það sjást
í loggyltu bandi hjá sér.
* * *
En lægsta ióukvakið,
laufþyt og sævarnið,
hlæjandi’ og grátandi’ í hljóði
hörpuna stilli eg við.
t i
Og hitt er mér hér um bil sama
hvort háskrumið kallar það list:
cg flýg eins og lóan mót sól í söng
þegar sál mín er Ijóða-þyrst!
Kvæðí þetta skýrir liöfundinn bezt. Guð-
mundi var meinilla við alla fordild. Hann
söng af því, að hann gat aldrei ósyngjandi verið.
Hugsaniraar fæddust tíðast í stuðlum, jafnvel
í daglegu Viðtali. Honum fanst lífið sjálft vera
eintóm gtuðlaföll. — Æfi hans var Ijúfur ljóð-
draumur — einn af uppáhaldsdraumum ís-
lenzku þjóðarinnar, draumur sem hún blessar í
þakíklátri minning og heitstrengir að gleyma
aldrei. —
Guðmundur kvæntist á fslandi 8. nóv. 1908
Ólínu Þorsteinsdóttur og naut eftir það hinnar
sönnustu heimilishamingju. Eignuðust þau
hjónin þrjár dætur, Hjördísi, Steingerði og
Droplaugu. — Son einn á Guðmundur á lífi, og
heitir sá Angantýr, og kvað vera um fermingar-
aldur.
í innganginum að ljóðaflokki, sem Guðmund-
ur orti og “Ljósaskifti” nefnist, er gullfallegt
kvæði til konu hans, og er síðasta erindið á
jiessa leið
“Sál mín er ósjálfrátt orðin (
ósungið Ijóð til þín —
bezta konan sem ísland á,
eigðu nú kvæðin mín! —
Fyrsta ljóðabók Guðmundar kom út árið
1900, þar næst komu “Strengleikar”, “Gígj-
an”, “Friður á jörðu”, “Ljósaskifti” og loks
1917 “Ljóð og kvæði”,.stórt safn.
Jarðarför Guðmundar fór fram 29. marz,
að viðstöddu miklu fjölmenni. Flutti- séra Ól.
ólafsson húskveðjuna, en í kirkjunni talaði séra
B.jarni Jónsson dómkirkjuprestur. — Þorsteinn
skáld Gíslason hafði ort kveðju ljóð til streng-
Jeikameistarans, og var það einnig sungið í
kirkjunni, undir nýju lagi, er Sigfús Einarsson
iiafði samið. Jarðarförina kostnðu samsýsl-
ungar hans—Rangvell ingar.
Einar P. Jónsson.
Svar til K.N.
Pú hefir “wit”, slíkt Herran fáum gaf
en hreint ei ert að veröa “witlaus” K.N.
Þú hefir bara verið vaninn af
og viS þaS minkaS í þér gamla þráin.
Til þess að gildna þarftu’ ei bráuö né bjór,
<?n bara montiö, — þa)5 bezt ráö eg þekki —
ef þú ert bara í eigin augum stór
hvað öíSrum sýúist skafSar þig þá ekki.
T. A. Anderson.
Auðvelt að spara
Þaö er ósköp auðvelt aö venja sig á að spara meö því
aö leggja til siöu vissa upphæð á Banka reglulega. 1 spari-
sjóösdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt vitS
höfuöstólinn tvisvar á ári.
THG DOMINION BANK
Notre Dame Brancb—W. II. HAMII/TON, -Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
ninHiniHiimii
■iniarni
IIIHIII
fimpn—
THE R0YAL BANK 0F CANADA
HöfuSstúll löggiltur »25.000,000 HöfuBstöll greiddur $14.000,000
VarasjöSur. .$15,500.000 Total Assets over. .$427,000,000
Forseti....................................Sir HUBERT S. IIOI.T
Vara-forseti ... E. Li. PEASE
■ Aðal-ráðsrnaður . - C. E NEELIi
_ Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum relknlnga vlC etnstakllnga
! eCa félög cg sanngjarnlr skllmálar veittlr. Avlsanlr seldar tll hvaCa
■ staCar sem er & íslandi. Sérstakur gaumur geflnn sparirjöCsinnlögum,
j| sem byrja m& meC 1 dollar. Rentur lagCar vlC & hverjum 6 m&nuCum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager
| Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
^flllllHIIIIHIIIIHIIIIHIIIIHIllBIIIIHIIIIHIIIiMlimilllHIHIBIIIIHIIIIHIIHHIIIHIIIiHllíiHílllBIIIIBIIiiHllliHrillHIIIIBIIIII
Réttarhaldið
í máli Edith Cavel.
í tímaritiinu “Nineteenth Cen-
tury” skrifar belgiskur læknir.
Dr. C. HSostelet að nafni, um
það hveraig að réttrhaldið í
máli Miss Edith Cavel gekk til,
eða öllu heldur gefur hann >ar
útdrátt úr dagbók sinni, þvi
hann var einn þeirra fanga, sem
mætti fyrir sama rétti og í
sama sinn og Miss Cavel, og far-
ast honum svo orð:
“Eftir orustuna við Mons
voru margir flóttamenn og
særðir enskir hermenn, sem hér-
aðsmenn skutu skjólshúsi yfir.
En sumir þeirra hreistust brátt,
svo að þeir héldu sig ferðafæra
og vildu fyrir hvem mun kom-
ast í hurtu. Á meðal þeirra var
sveitarforingi, sem vildi fara til
vigvallarins undir eins og hann
gat staðið, og til Brussels fór
hann með vélarstjóra nokkrum.
En ferð sú reyndist honum um
megn, og var auðsætt að hann
var ófær sökum heilsubrests að
halda áfram ferðinni. En þar
var erfitt að fá örugt hæli og því
góð ráð dýr Líklegast var talið
t að leita hælis hjá forstöðukonu
einni enskri, sem Miss Cavel hét,
sem stóð tþar í boginni fyrir
hjúkrunrskála og var aliþekt
fyrir góðvild og umönnun, og
þangað var hann sendur. Samt
var það á vitorði fárra manna.
Brátt urðu fleiri hermenn
ferðafærir, og voru þeir sendir
til Miss Cavel, sem lofaðist til
þess að skjóta slkjólshúsi yfir
þá, þar til leiðsögumenn fengj-
ust til þess að fylgja þeim á víg-
völlinn. En leiðin þangað var
altaf að verða erfiðari, svo hús-
rúm það, sem Miss Cavel átti
yfir að ráða var altaf fult, frá
1914—1915, fyrst af enskum
hermönnum, svo af frafiknesk-
um og að síðustu af ungum her-
mönnum frá Belgíu, sem Voru að
reyna að komast burt úr land-
inu og í herinn.
Mér duldist ekki hætta sú,
sem Miss Cavel stöfnaði sér í
með þessu, iþví undir eins og
maður kom inn í hús hennar
leyndi það sér ekki að þar var
kominn saman Iheill hópur af
karlmönnum, raaður heyrði þá
syngja og skvaldra í húsinu. Eg
mintist oft á þetta við hana, en
hún svaraði stillilega: “Eg get
ekki bannað þeim að tala, mund-
ir þú gjöra það?” Hún gaf jafn-
vel eftir að ,þeir færu út í bæinn
sér til skemtunar. Og eg man
eftir hversu óttaslegin að hún
varð einu sinni, þegar að nokkr-
ir þeirra komu til baka drukknir
með söng og hávaða, og gjörðu
uppistand í nágrenninu. Og það
var út úr því að eg og nokkrir
kunningjar mínir skárumst í
leikinn og komum mönnum
þessum fyrir hjá nágrönnum
okkar og fólki sem Iþeim var
vinveitt. En eftir því sem að
við komum fleiri fyrir, eftir því
virtist aðkomumönnum fjölga.
Einn daginn komu sex leiðsögu-
menn með þrjátíu hermenn frá
Mons, og voru þeir allir sendir
til Rue de la Culture, en svo hét
heimili Miss Cavel. Og var þá
svo komið, að allir vissu að
heimili hennar var orðið að
griðastað fyrir hermenn sem
fóru huldu höfði. út af þessu
leið mér mjög illa, og reyndi eg
hvað eftir annað að fá hana til
þess að hætta þe$su, að minsta
kosti um tima. Sagði eg henni
að um þessa menn yrði þeirra
eigin ríki að sjá, og sagði þá að
einhverjir menn, sem maður
hefði ástæðu til að óttast, væru
farnir að veita þessu eftirtekt.
En það var ekki hægt að fá
hana til þess að Ijá þessum orð-
um eyra. “Ekkert nema óyfir-
stíganlegar tálmanir, skortur á
húsrúmi eða peningaleysi gæti
komið mér til þess að synja her-
mönnum sambandsþjóðanna um
hjálp” sagði hún. Og hún hélt
áfram uppteknum hætti ósveigj-
anleg og óþreytandi í velgjörð-
arsemi sinni, þar til að J?jóð-
verjar komust á snoðir um hvað
hún var að gjöra. peir kröfðust
skattpeninga af henni þrisvar og
svo tóku þeir hana fasta.
Edith Cavel var önnum kafin
við störf sín sem hjúkrunarkona
á þessum hjúkrunarskóla.
Henni datt aldrei í hug að gjöra
hann að njósnarstöð eða her-
manna skrifstofu. Hún vildi
hjálpa—Englendingum fyrst og
svo hermönnum sambandsþjóð-
anna, og hún gaf sig alla við því
mannúðar og þjóðræknis starfi-
Ef maður vill hugsa um afleið-
ingarnar af verki hennar, þá eru
þær miklar. Hún bjargaði frá
hættulegum sjúkdómum, fang-
elsum og frá því að örmagnast
af þreytu mörg hundruð her-
mönmim. Hún meðgelkk að hafa
sent 200 hermenn albata til víg-
vallarins. En vér eigum henni
að þakka og fyrirkomulagi því,
sem hún myndaði að þeir voru
miklu fleiri sambandishennenn-
irnir, sem til vígvalanna kom-
ust á þennan hátt.
í dagbók Dr. Hostelet frá 7.
október, sem var fyrsti dagur
réttarhaldsins stendur: “Eg
fór snemma á fætur í St. Gilles
fangelsinu, og neytti morgun-
verðar 5 flýti, svo var kallað á
mig út í ganginn, þar sem marg-
ir fléiri fangar biðu”. Hann
Scgist hafa haft hugiboð um það,
að hann mundi komast lífs af,
en samt hefir þessi reynslutímf
hlotið að vera mjög tilfinnanleg-
ur. Hann heldur áfram: “Tveir
og tveir saman gengum við til
dyranna á fangelsinu, og^á und-
an og eftir tveir þýzkir hermenn,
alvopnaðir og með skygnda
hjálma. Við dymar beið okkar
bifreið, og þar stóð láka fangels-
isvörðurinn og laut hann her-
mönnunum þegar þeir gengu
fram hjá, og minti þetta á að
hér væri um að ræða hóp her-
manna, sem hefðu þann starfa
að skjóta fanga, og jók það all
mikið á áhyggjur okkar. Ein
bifreiðin var full og var send f
burt. Við vorum kölluð fram
með nöfnum tvö og tvö, eða
tveir og tveir saman, og vorum
látin fara inn í aðra bifreið, sem
þar beið, og skildu hermennimir
aldrei við okkur. Loks var flutn-
ingsvagninn fullur, og þeir síð-
ustu sem inn komu voru fjórir
hermenn með alvæpni, og þegar
vagninn hélt af stað, ávarpaði
einn þeirra okkur og mælti:
“pið megið ekkert 'tala”. Við
ókum eftir Avenue Duvpétiaux,
tjöld voru dregin fyrir vagn-
gluggana, en eg gat séð út með-
fram neðri rönd þess. Fólk var
á gangi úti fyrir, fram og aftur
og eg vonaðist eftir-að sjá ein-
hvem sem eg þekti, en það varð
þó ekki. pögnin í vagninum var
óJ>oIandi, svo við fórum að tala
saman í lágum róm, og urðu
hermennirnir ekki varir við það
sökum skröltsins í, vagninum.
“Guð minn góður, eg er hrædd”,
sagði kona, hér um bil um fer-
tugt, sem með okkur var í vagn-
inum. Skömmu síðar stansaði
vagninn, og varð þá þessari sömu
konu að orði: “Guð minn, ó, eg
er svo hrædd!” Eg spurði hana
hvað hún hefði aðhafst, og svar
hennar var: “Hýst nokkra Eng-
’endinga”. “Ekkert annað”
sagði eg. “Nei” var svarið. “J?ú
hef ir þá enga ástæðu til að hræð-
ast, því þú verður varla skotin
fyrir það”. “Haldið þér ekki”.
“Eg er vis® um það, og nú á dög-
um er það aðal atriðið, er ekki
svo?” “Jú, það er satt”, mæltí
hún og steig niður úr vagninum,
stillilega en þó einarðlega.
Steimþegjandi gengum við
tveir og tveir saman frá vagnin-
um og í gegn um gang Jnng-
hússins og inn í efri málstofuna.
par voru um fjörutíu fangar
tyrir er við kornum, og sátu þar
\ sætum þingmannanna. Flest
J