Lögberg - 05.06.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1919
Síða 8
Vane og Nlna
EFTIR
Charles Garvice
kom til hennar, og ráðlagði benni að giftast
Mannering. Bláan klút hafði hún bundið um
hálsinn og isett upp hár sitt aðdáanlega vel.
Ahrif þessara tilrauna að skreyta sig, komu
Mannering á óvart — hann var ekki fær um að
skilja slíka smámuni — og sagði því afsakandi:
“Ef þér viljið híða eitt augnahlik, þá skal
eg ganga ofan að læknum og þvo mér. ’ ’
“Já, en verið þér ekki lengi,” sagði hún.
“Eg hefi gert tiiraun með að búa til súpu, og
mig langar mikið til að vita hvernig yður geðj-
ast (hún. Þéí vitið að ekkert gremur eldabusk-
ur eins mikið og það, þegar menn koma af seint
að borðinu.”
Hann kom bráðlega aftur, hné niður á sæti
sitt og stundi.
“Súpan er ágæt,” sagði hann. “En nú
skal eg segja yður nokkuð, eg er orðinn sann-
færðari um, að stærsta eyjan er í suðvestur átt,
og eg held að eg geri réttast í því að búa til bát
— hann verður óhnltari en timburflotinn — og
við förum í rannsóknarferð.”
Hún hlustaði á liann alvarleg, og gleymdi
að rétta honum matinn, svo áttaði hún sig, bað
afsöikunar og rétti honum andirnar.
“Eg fann lí'ka merki til þess, að þar er
meira gull. Það er auðvelt að sjá kvarzinn, eða
hvað sem þeir kalla það, í grjótinu og fjallinu,
í og kringum þurra árfarveginn. ”
“Einmitt það. Þykja yður endurnar betri
'þannig matreiddar? Eg lét þær í stóran pjátur-
bauk, sem eg setti niður í miðja glóðina.”
“Þær eru reglulega smekkgóðar. Eg neyti
þessa dagverðar mcð ánægju. Auk þesga held
eg að þar sé líka kopar, svo það lítur út fyrir
að þar sé nógur auður.”
Hún kinkaði kolli og stundi.
“Við finnum að eins gagnslansa hluti,”
sagði hún. “Ef við værum tvær persónur í
æfintýra skáldsögu, þá fyndum við auðvitað alt
mögulegt, sem við þörfnuðumst á þessari
óbygðu eyju.”
“Sem unglingur gat eg .aldrei trúað frá-
sögnunum um viðburði þá, er skipbrotsmenn
urðu fyrir, og hélt að þeir gæti ekki verið eins
sorglegir og óviðfeldnir og þeir eru,” sagði
hann.
Hún mintist þeirra, sem dánir voru, og tár
komu fram í augu hennar. Hann sá þau og
reyndi að beina bugsunum hennar að öðru.
“ Við höfum enn þá ekki gert það, sem skip-
brotsmenn eru vanir-’að gera — láta seðil í tóma
flösku, sem á er ritað: “Við höfum náð landi
á óþektri eyju. Hjálpið okkur! ” og fleyja svo
flöskunni í sjóinn,” sagði hann brosandi.
“Eg hefi að eins þrjár tómar flöskur, og
eg get ekki án þeirra verið,” sagði hún. “Eina
þeirra nota eg til þess að strjúka með línið okk-
ar, og hún er verð þyngdar sinnar af gulli.”
“En ættingjar yðar hljóta að vera mjög
hræddir um yður,” sagði hann alvarlegur.
‘ ‘ Eg á enga ættingja, ’ ’ svaraði hún. ‘ ‘ Fað-
ir minn og eg vorum einmana í heiminum, og
iifðum hvört fyrir annað.” Eftir stutta þögn
sagði hún og horfði til jarðar: “Ef þér haldið
að það gæti orðið að nokkru gagni, og ef til vill
huggað ættingja yðar, er eg fús til að fórna
flöskunni minni.”
Hann ypti öxlum. “Eg skeyti ekki hið
minsta um það.”
Hún leit alvegþissa til hans. “En þér eig-
ið þó líklega einhver systkini?”
“Hvers vegna ætti eg að eiga fleiri en þér?
Eg á hvorki föður né^jjóður, systur eða bróður,
— og að því er aðra æuingja mína snertir, þá
held eg að þeir syrgi ekki hvarf mitt,” sagði
liann svipþungnr.
“Æ'tlið þér ekki að reykja?” spurði hún.
Hann þakkaði fyrir, settist á jörðina í nánd
við eldinn og kveikti í pípunni sinni. Hann var
afar þreyttur, og þegar hún litíu síðar leit til
hans, sat hann og rotaði rjúpur, sem kallað er,
höfuðið var hnigið ofan á brjóstið. Hann sat
mjög óiþægilega, og liana langaði til að útvega
honura eitthvað til að styðjast við. Hún gat
ekki varist þessari löngun og læddist til hans.
Þar sem hún stóð við ihlið hans, hikaði hún
dálítið og horfði á hann. Hún tók eftir lirokna
hárinu, sem þakti fatlega höfuðið, breiðu krafta-
legu öxlunum, fallega andlitinu og tígulega
vaxtalaginu. Henni datt í hug að hann væri sá
fallegasti maður sem hún hefði nokkru sinni
séð. Og hvað hann var þreyttur. Hin móðvr-
lega eðlisleiðsla, sem blundar í djúpi hugans hjá
öllum kvenmönnum, vaknaði hjá henni, og með-
aumkunin kom hjarta hennar til að slá hraðara.
Hún dró kassa að bakinu hans, en þó að
snertingin væri mjög lítil, vakti hún hann; á
einu augnabliki var hann staðinn upp og greip
afarhart um handlegg hennar, um leið og hann
starði dreymandi augum á hana. Hún hélt að
hann ætlaði að berja sig, en alt í einu vaknaði
hann algerlega, og leit afsakamdi augum á hana.
“Eg — eg bið vður fvrirgefningar,” stam-
aði hann. “Eg hefi sofnað, og mig dre>Tndi að
svertinginn væiji kominn aiftur. Eg hefi lfklega
haldið að þér væruð hann, og — þér verðið sann-
arlega að afsaka mig.”
“Já, ef þér viljið sleppa handlegg mínum,”
sagði hún brosandi. “Þér meiðið mig. Mér
þykir vænt um að eg er ekki svertinginn. ”
Hann slepti handlegg hennar og sá um leið,
að hringurinn var ekki á fingri hennar. Hann
var hvorki hryggur né reiður, en hann varð
hugsandi og forðaðist að líta í augu hennar.
Hún tók eftir hinni breyttu framkomu hans,
þó hún ekki skildi ástæðuna til liennar.
“Nú verð eg að fara,” sagði hún. “Fáið
þér mér treyjnna yðar, þá eruð þér góður. ”
“Treyjuna mína?” endurtók hann spyrj-
andi.
“ Já, þér hafið rifið hana. Eg skal gera við
haná.”
“Ó, skeytið þér ekkert um það,” sagði hann.
Því ætli liún hafi tekið hringinn af sér? Yar
h.ún hrædd við hann, hrædd um — að hann skyldi
gleyma loforði sínu. Hann varð gramur í
skapi.
“Látið þér mig fá hana, eg veit að þér hafið
ekki of margar treyjur.”
Hann hlýddi, fór úr treyjunni og rétti henni
hana; hún lagði hana yfir handlegg sinn, bauð
lionum góða nótt og fór. Hann fylti pípuna
sína með tóbakinu hennar — það var ekki slæmt,
en hann stundi þegar hann hugsaði um uppá-
'halds tóbakið sitt — og sat stundarkom reykj-
andi hjá eldinum. Svo stóð hann upp, ákveð-
inn í því að sofa eftirleiðis í sínum eigin kofa,
þó honum félli það illa.
Hann kveikti á eldspýtu, þegar hann kom
að dyrunum, og nam staðar undrandi yfir
breytingunni sem þar var orðin. Hann sá blóm-
in, tók þau upp og þefaði af þeim, stöð svo
hugsandi ]»e.gar hann var búinn að láta þau á
sama stað. Hvers vegna hafði hún gert sér það
ómak að hreinsa kofann og umbreyta öllu, Iík-
lega til þess að endurminningin um hinn fram-
liðna vin hans, kveldi hann minna. Hvers
vegna hafði hún látið blómin inn til hans? Það
glaðnaði yfir honum snöggvast, en svipurinn
varð s_trax þungbúinn aftur. Hún hafði tekið
hringinn hans af fingri sínum. Það hlaut að
ve.ra kvenleg meðaumkun, sam hafði komið
henni til að laga og hreinsa alt í kofanum. Hann
stundi og fór að afklæða sig.
Nína fór með treyjuna til kofa síns, kveikti
á iljósberanum frá skipinu og tók upp nál og
þráð. En hún lét treyjuna í keltu sína, bretti
upp ermina og leit á handlegg sinn. Merkin
eftir fingur hans sáust þar glögt, lnín leit á þau
hugsandi og brosandi. En hvað hann var
sterkur, og þó svo atliugull og umhyggjusamur
um hana. Já, hann var góður maður. Hefði
hún 'hitt hann heima undir vanalegum kring-
umstæðum, hefðu þau kynst á vanalegan hátt
— máske hann hefði — máske hún-------”
Hún roðnaði. Hvað var hún að hugsa um?
Hún tók trevjuna aftur og gerði við verstu rif-
urnar. Hún gat ekki gert mikið fyrir hann, en
ekki skyldi hann þó ganga í rifnum flíkum .
Þegar hún sneri henni við, datt eitthvað
úr bi’jóstvasanum. Hún þreifaði eftir því á
jörðinni, og fann loksins lítið, flatt leðurhvlki.
ITún sneri því á ýmsan 'hátt og lagði það svo á
borðið. Hvað svo sem í því var, það kom henni
ekki við. Það voru máske bréf í því — nei, það
var ekki nógu þykt til þess — það vakti forvitni
hennar með ómótstæðilegu afli. Hún reyndi að
líta af því og beita athygli sinni að treyjunni,
en litla hylkið töfraði hana, og löksins tók hún
það, sneypuleg yfir sjálfri sér.
Hún þrýsti á fjöður, lokið opnaðist og
undir því sá hún smámvnd af yndislegu kven-
andliti, fvrst gat hún ekki annað en dáðst að
því. Augun voru dökkblá, og hárið fallegt og
jarpt. Hálsinn var ber, fagur að lögun og snjó-
hvítur.
En aðdáun hennar varð fljótlega að víkja
úr vegi fvrir — hverju? Hún roðnaði, augun
urðu þungbúin og hörkuleg. Brjóstið þrútnaði
og rénaði á víxl og andardrátturinn varð
hraður.
Hann bar mynd af kvenmanni í vasa sín-
um — rétt fyrir utan hjartað. Hún bar mynd-
ina að ljósinu og athugaði hana nákvæmlega.
Neðan undir henni var skrifað: “Til míns
elskaða Vane. Judith.”
Henni sárnuðu þessi orð. Hennar “elsk-
aðaVane!” Hennar!
Hver var þessi vndislega stúlka? Hún
glaðnaði við þá hugsun, að það mundi vera
systir hans, en svo mundi hún að hann hafði
sagt, að hann ætti enga systur.
Hún lokaði hendinni hörkulega utan um
myndina, og stóð upp í mikilli geðshræringu.
Þessa mynd hafði hivn fundið í vasa manns
síns — manns síns ? Já, — en hann var að eins
hennar maður að nafninu. Hann hafði gifst
henni nauðugur — liann hafði komið með allar
mögulegar mótbárur gegn þessari giftingu. Það
var heldur engin furða, þegar ihann bar mpd
þessarar yndislegu stúlku við brjóst sín. Hvað
ótti hún að gera?
Með viðbjóð og örvilnan fleygði liún mynd-
inni frá sér, hné niður á sætið og huldi andlitið
með treyjunni.
VII. KAPITULI.
Nína lá vakandi alla nóttina. Gift manni,
sem hafði gengið að eiga hana gagnstætt vilja
sínum, og bar mynd annarar stúlku á sér.
En Mannering svaf rólega, fór á fætur um
dagrenningu og gekk rólegur til matreiðslukof-
ans, þegar hann var búinn með sín vanalegu
störf. Nína var þar ekki, en hann sá að morg-
nnverðurinn var á borð borinn handa einum.
Hún kom inn á meðan hann var að hugsa hvað
þetta ætti að þýða, og sagði með skýrri rödd:
“ Góðan morgun. Eg er búin að borða,” —
sem þó var ekki satt, því hún hafði alls enga
lvst á mat, — “eg hefi svo margt að gera, sem
eg vil ljúka við í dag. Hafið þér alt, sem þér
þurfið?”
“Já, þölkk fyrir,” svaraði hann utan við
sig. Eitthvað í rödd hennar — einhvers konar
kuldi og óframfærni kom honum á óvart, og
þegar hann .leit á hana, sá hann að liún var föl-
ari en vant var, og þungbúinn svipur í augunum.
“Eg vona að þér ofreynið ekki krafta yð-
ar,” sagði hann a.lvarlega. “Því það er alls
ekki nauðsynlegt. Við liöfum nógan tíma til að
gera það, sem þörf er fyrir, og eg get hjálpað
yður að mörgu leyti. Hér eftir vil eg sækja vatn
í lækinn fyrir yður, það er of þung byrði, og eg
skal kveikja eldinn á morgnana.”
Hún ihló gleðilausum hlátri. ‘ ‘ Og matreiða,
bera á borð og þvo borðáhöldin — og svo viljið
þér máske, að eg sitji með handvinnu og horfi
á yður ? Nei, eg vinn alls ekki of mikið — ef eg
hefði enga vinnu, yrði eg--------” brjáluð lá
henni við að segja, en hún þagnaði með óþolin-
móðri hreyfingu.
“Eg ætla að byrja á bátnum,” sagði hann,
“en eg kem heim til dagverðar.”
_ “Eg hefi búið út nestið,” sagði hún, og
benti á böggulinn.
“Þökk fyrir,” svaraði hann næstum auð-
mjúkur. “Það er máske betra, það sparar
tíma.”
“Ilérna er treyjan,” sagði hún um leið og
hún rétti honurn hana.
“Kæra þökk,” sagði hann og fór í hana.
Ilann vissi ekki að hún leit á hann rannsakandi,
næstum ásakandi augum. “Eg held þér hafið
vakað yfir henni of lengi í gærkvöldi, við að
bæta hana, og það þykir mér slæmt. Eg skal
reyna að vera varkárari hér eftir. Þér eruð
þrey tulegar. ’ ’
“Eg er alls ekki þreytt,” sagði hún, en ekki
með jafn rólegum róm og hún var vön. ^‘Ef
það er eitthvað, sem þér viljið-----”
Hún sneri sér skyndilega við og gekk út úr
kofanum. Mannering hélt áfram að neyta mat-
arins; en kuldinn á framkomu hennar svifti
hann lystinni. Hvað amaði henni? Iþún hafði
tekið hringinn af fingrinum og var svo óa-lúð-
leg við hann.
Hann stundi og stóð upp, tók byssuna og
öxina og gebk út í skóginn. Hann valdi sér
stærsta tréð, sem hann gat fundið, feldi það og
f'ór að búa til eikju.
Hann vann með ákafa miklum, og þegar
kvöldið kom, leit hann hreykinn á það, sem
hann hafði gert þenna dag. Hann var of
þreyttur til þess að draga eintrjáningsbátinn
ofan að sjónnm, og skildi hikandi við hann.
Þegar hann kom inn í matreiðslukofann,
stóð hún við borðið. Sér til ánægju sá hann,
að borið var á borð handa tveimur. En hún
hafði klætt sig í gamla kjólinn aftur, og enginn
klútur var um háls hennar. Hún leit naumast
upp, þegar hann sagði gott kvöld við hana.
“Eg vona að yður líði betur,” sagði hann
hálf klaufalega.
Ilún beit á vörina óþolinmóðlega. “Mér
hefir alls ebki verið ilt,” sagði hún styttings-
lega.
“Eg er næstum búinn með eintrjáningsbát-
inn eða eikjuna, sem sumir kalla þessa báta,”
sagði hann, og reyndi að tala alúðlega,. eins og
hann tæki ekki eftir hinni umbreyttu framkomu
hennar.
“Hvers vegna má ekki nota flotann?”
spurði hún.
» “Hann er ekki eins áreiðanlegur og eikja.
Eg gæti hvorki stýrt né siglt honum eins vel.
Eg bjó til flotann af því—” liann stamaði og
bikaði, “en nú er engin ástæða til að reyna að
komast til hinna óbygðu eyja — máske heldur
að meginlandinu, ef lánið er með obkur.”
Andlit hennar varð alvarlegt, og hún kreisti
varirnar saman.
‘ ‘ Og — og —ef við gerum það, hr. Manner-
ing,” sagði hún hálfstamandi, “hvað ætlið þér
þá að gera? Ætlið þér að segja þeim, sem við
finnum, að við séum gift?”
Mannering leit vandræðalega til hennar,
eins og hann vildi lesa hugsanir hennar.
“Eghefi alls ekki hugsað um þetta,” sagði
hann og roðnaði. “Hvernig viljið þér að eg
hagi mér?”
“Eg vil helzt að þér þegið um það,” sagði
hún. “Mér væri kært, að við kæmumst að
sömu niðurstöðu með þetta.”
Ilann leit spyrjandi augum á hana. Hún
ieit djarflega í augu hans:
“Mig langar til að segja yður, að eg veit
hve miklu þér fórnuðuð með því, að láta að ósk
hr. Flemings.”
“Hvað það snertir, þá er öll fórnin frá
yðar hendi,” sagði hann alvarlegur með tals-
verðum ákafa, en hún lét sem hún hefði ekki
lieyrt hann grípa fram í fyrir sér, og bætti við:
“Ef við komum til Englands einhverntíma
— og það vona eg fastlega — vil eg helzt að þér
álítið, að gifting okkar hafi enga þýðingu — að
við skiljum, eins og hún hafi aldrei átt sér stað.
Eg skal hátíðlega lofa yður því, að eg skal
aldrei segja nokkurri manneskju frá gifting
okkar — aldrei, á meðan eg lifi —- og eg þarf
líklega ekki að geta þess við yður, að eg skal
aldrei koma með neina kröfu til yðar.”
Hún misti vald yfir rödd sinni allra
snöggvast, og tárin leituðu út úr augmm hennar,
en hún þvingaði þau til að vera kyr, og sagði:
“Og mér þykir vænt um, ef þér vilduð gefa
mér sams konar loforð.”
Hann sat þegjandi um stund og horfði nið-
ur fyrir sig.
“Eg skil yður, og skal auðvitað haga mér
eins og þér viljið,” sagði hann loks dimmradd-
aður. “Eg skil tilfinningar yðar og met þær
niikils. Það væri undarlegt, ef eg gæti ekki
skilið hvernig þér lítið á giftingu okkar----”
“Var það lög'helguð gifting?” greip hún
fram í fyrir honum. ‘ ‘ Það voru engin vitni —”
“Það hefir enga þýðingu,” sagði hann
næstnm alúðlega. “Eg varð að eins að haga
mér eftir vilja yðar. Alt, sem eg bið um, á
meðan við erum saman —”
Ilann þagnaði og leit alvarlega á hana.
“Nú, jæja?” spurði hún.
“Að þér lítið ekki á mig eins og óvin. Eins
og þessi gifting væri lævíst bragð frá minni hlið.
Þér og eg, ungfrú Nína, höfum orðið fórn for-
laganna. Það er ekki mér að kenna, að þér og
eg urðum tvö ein á þessari einmanalegu eyju,
það er stjórn forsjónarinnar.”
Auglýsið íbezta ísl. blaðinu, Lögberg.
Þér eruð VISS með að fá meira brauð og
betra brauð með því að brúka
ueixa uxauo meo pvx ao uruxia rjTj
PIÍRIT9 FCDUR \
(Government Standard)
Skrifið oss um upplýsingu ,
Western Canada Flour Mills Co., Limited
Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton.
Ceral License No. 2-009.
Flour License No. 15, 16, 17, 18.
R. S. ROBINSON
Stofnsett 1883
NöfatSttóll $250,000.00
Gærnr
Ull
Kanplr og telar
RAW FURS
Seneoa
r»tur
útlbú:
Seattle, Wath.,
Edmonton, Alta.
Le Pat, Man.
Kenora, Ont
U. S. A.
No. 1 Mjöjr atór $0 CO
Vor Rotta ________ £-sJ\J
No. 1 Met5al $1 Cfl
Vor Rotta ______ 1 ,JU
No. 1 MJÖg atör
Vetrar Rotta .
No. 1 Mjög ntór
Haust Rotta ...
H.90
$1.50
No. 1 S'tor
Vor Rotta
No. 1 Mjög atórt
Svart Mlnk
No. 1 Mjög stÖ
Fin Ulfa
No. 1 Mjög stó
Vanaleg Ulfa
»2.00
M2.00
$22.00
$20.00
Smærri og lakari tegrnndir hlutfallslega lægri.
Biðið ekki meðan eftirspurn er mlkil.
Ver borgum óvanalega hatt verö fyrir Fisher og Marten
SaltaÖar NautshúÖir 17c. Húttir af ungrum nautum 22c. Kúlfek. 8tc
SENDID BEINT TIL tW 'iHlffn'i.'.................................
Ánœgðir Viðskiftamenn eru mín
Beztu Meðmæli.
Hundruð af þeim eru reiðubúnir að staðfesta að verk
mitt er sama sem sársaukalaust og verðið dæmalaust sann-
gjarnt.
Með því að hafa þetta hugfast munu menn sannfærast
um að það er óhætt að koma til mín, þegar tennur þeirra
eru í ólagi.
Dr. C. C. JEFFREY,
,,Hinn varfærni tannlæknir**
Cor. L.oá«n Ave. o£ Main Street, Winnipe£
TIL ATHUGUNAR
500 menn vantar undir elns til þess að læra atS stlörna blfreiCum
og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskölanum 1 Winnipeg,
Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port-
land Oregon.
Nú er herskylda í Canada og fjölda margir Canadamenn, sem
stjörnutSu bifreiCum og gas-tractors, hafa þegar ortSitS atS fara I herþjön-
ustu e8a eru þá á förum. Nú er timi ti) þess fyrir yt5ur aC læra götSa
iBn og taka eina af þeim stöCum, sem þarf aC fylla og fá 1 laun frá
$ 80—200 um mánutSinn. — Í>ai5 tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrlr
ySur, að iæra þessar atvinnugreinar og stöCumar blCa yfiar, sem vél-
fræSingar, bifreiSastjörar, og vélmeistarar á sklpum.
NámiS stendur yfir I 6 vikur. Verkfæri frt. Og atvlnnuskrif-
stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSurnar a'5 enduSu náml.
SláiS ekki á frest heldur byrjiS undir eins. VerSskrá send ökeypis.
KomiS til skólaútibús þess, sem næst ySur er.
Ilemphills Motor Scliools, 220 Pacific Ave, Wlnnipeg.
útibú I Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver,
B. C. og Portland Oregon.
»T/* .. 1 • timbur, fialviður af öllum
Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og au-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
L ' _ 1__—JL 1.
The Empire Sash & Door Co.
——-------------- Limitetí--------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við
þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu
L "
VIÐSKIFTABÆKUR
(COUNTER BOOKS
Hérna er tækifœri sem borgar
sig að athuga!
Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa
kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books)
Vér höfum rvú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á
VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er
þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um.
Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat-
vöru- og Alnavöru-kaupmenn að panta viðskifta-
bækur S’ínar hjá oss.
SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN,
SEM BEZT BRENNUtL
SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX!
TIL
Œfje Columfjta $res&
LIMITED
Cor. Sherbroohe & William, Winnipeg
Tals. Garry 416-417