Lögberg - 05.06.1919, Side 6

Lögberg - 05.06.1919, Side 6
Síða 6 LÖGBERG, FEMTUDAGINN 5. JÚNÍ 1919 Smásögur. Hvað er barnið gamalt? Þegar eg var ungur drengur, kallaði faðir minn á mig einn dag, og fór að kenna mér að þekkja á klukkuna. Hann sagði mér til hvers langi vísirinn væri, að hann ætti að sýna mínút- urnar, en minni vísirinn væri til þess að sýna stundirnar. Lika skipaði hann mér að læra alla tölustafina á skífunni; og ekki fékk eg að sleppa, fyr en eg kunni alt upp á mínar tíu fingur. Óðar en eg var búinn að læra þetta, hljóp eg út, og fór að leika mér við drengina. En faðir minn kom á hæftana á mér, kallaði á mig og sagði: bíddu dálítið við, Andrés! eg þarf að segja þér nokkuð meira. Eg varð hissa og hugsaði með sjálfum mér, hvað það gæti verið, sem eg þyrfti nú að læra, því eg þóttist þekkja eins vel á klukkuna, og faðir minn ejálfur. “ Andrés! sagði hann, eg er nú búinn að segja þér, 'hvernig þú átt að fara að því, að vita æfin- lega hvað framorðið er dags; en eg þarf nú líka að kenna þér, íhvernig þú skalt fara að vita, hvað framorðið sé æfi þinnar.” Þetta þótti mér þyngri þrautin, og eg skyldi ekkert í því; beið eg þess með óþolinmæði að faðir minn útlistaði þetta betur fyrir mér, því mig langaði í sollinn. “Ritningin segir”, mælti hann þá, “að mannsæfin sé 70 ár, og 80 þegar bezt lætur. Lífið er nú að vísu mjög hæpið, og það er óvíst hvort þú lifir til morguns; en ef við skiftum þeim 80 árum í tólf kafia, þá lenda hér um bil 7 ár í hverri klukkustund mannsíefinnar. Nú set eg, að einhver drengur sé 7 ára gamall, þá er klukkan 1 í lífi hans; og svo er það nú einmitt fyrir þér. Þegar þú ert 14 ára gamall, þá er klukkan hjá þér 2; þegar þú hefir einn um tvítugt, er klukkan 3, o. s. frv., ef Guð gefur þér líf og heilsu. Þannig getur þú æfinlega vitað, hvað framorðið er æfi þinnar — og í hvert sinn sem þú gætir að klukk- unni, þá skaltu rifja þetta upp fyrir þér. Eftir þessum reikningi dó afi minn klukkan 12, en faðir minn klukkan 11. Hvað klukkan kann nú að verða, þegar við deyjum, Andrés! það veit sá, sem alt veit. ’ ’ Eg hefi varla nokkurn tíma síðan heyrt svo spurt: “Hvað er klukkan?” eða sjálfur gætt að því, að eg hafi ekki minst orða föður míns. Eg veit ekki, barnið gott! hvað framorðið er nú æfi þinnar; en það veit eg, að margt er nú orðin klukkan mín; og ef eg annars ætla að láta eitthvað gott liggja eftir mig, þá er sannarlega mál fyrir mig að byrja. Spurðu líka sjálft þig: hvað er klukkan? Hollur er sá sem hlífir. Vorið 1817 voru tvær fátækar konur einn góð- an veðurdag úti í skógarrjóri. í Tyringervald á Þjóðverjalandi. Þær áttu þar dálítinn jarðepla- garð, og voru að búa hann undir sáningu. Börn sín höfðu þær hjá sér, önnur tvö, en hin eitt. Sól- skin var glatt um daginn, svo börnin þotldu varla af sér að bera fyrir hita. Mæðurnar fóru þá með þau í forsælu undir háa eik, hér um bil 100 skref frá garðinum. Þegar á leið daginn fór himininn að sortna, og gjörði ákaflegt regn. Konurnar kærðu sig eíkki um það, heldur voru að verki sínu í óða önn. Alt í einu sjá þær óttalegar eldingar, og svo gríðarleg þruma ríður vfir höfðum þeim, að þær fengu varla á fótum staðið. Þegar mesta hrabslan var hjá liðin, ogþær komu til sjálfra sín, fljúga þeim strax börnin í hug, og þær hlaupa þegar þangað, sem þær vissu að þær sváfu. Guð komi til! Ihugsa þær og segja með sjálfum sér. Eklingunni hafði þá slegið niður í eikina, klofið hana eftir endilöngu, og láu brotin af henni víðs- vegar. Þær nema staðar, og áraú5ir hvorug að ganga fram, til að skoða hvað orðið sé af börnun- um. Loksins herða þær upp hugann og ganga þangað sem þær áttu von á þeim. Þau sofa þá enn vært, eins og undir laufskála. Mæðurnar róta laufinu frá, og börnin líta brosandi upp á þær, og vita ekki hvað gjörst hefir. Hvorki eldingin né eikarbrotin höfðu snert eitt hár á höfði barn- anna. Þá köstuðu þær sér grátandi niður á milli eikarbrotanna; og það þarf ekki að skýra neinu foreldri frá tilfinningum þeirra þar. En grátandi af gleði og þakklæti fyrir þessa hina bersýnilegu varðveizln Guðs, leiddu þær börnin heim til sín um kveldið. Bœnahúsið. Faðirvor er eins konar bænahús, þar er vér getum gengið um, og skoðað allar Guðs háleitu ráðstafanir oss til handa. Drottinn sýnir oss þar sjálfur alla fjársjóði sinnar náðar, með því að liann eins og leiðir oss úr einu herbergi í annað. 1 fyrstu bæninni leiðir hann oss inn í hirð- kirkju sína, og sýnir oss hvernig vér eigum að A'egsama hans heilaga nafn-með bæn og þakkar- gjörð, með iðuglegri heyrn Guðs orða og með Aristilegu líferni; þar syngur hin sigri hrósandi kirkja á himnum, englar og útvaldir, og hin stríð- andi kirkja á jörðunni samróma hvor með annari: heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn allsherjar! 1 annari bæninni leiðir hann oss inn í lcon- ungshöll sína; þar sjáum vér hið ljómandi hásæti, og í því konung konunganna með kórónu dýrðar- innar á höfðinu, og veldissprota kraftarins í hans hægri hendi, er Ihann stjórnar með alheimi, og leggur að velli óvini s'ína. 1 þriðju bæninni leiðir hann oss inn í ráðstofu leyndardóma sinna, og birtir oss þar sinn góðan og algjörðan vilja, það sem í frá eilífð er ákvarð- að eftir ráðsályktun hins þríeina Guðs, og það sem hann í lögmálinu og evangelio heimtar af oss. 1 fjórðu bæninni leiðir Drottinn oss inn í sitt mikla forðabúr, og upp á sín auðugu kornloft, og sýnir oss þar allsnægtir sínar, er hann bæði getur og vill seðja með þarfir vorar hér í lífi, þegar hann upplýkur sinni mildu hendi, og seður alt sem lifir með sinni blessun. 1 fimtu bæninni leiðir hann oss inn í sitt himneska gjaldhús, og sýnir oss skuldabækurnar, þar sem liin tíu þúsund pund synda vorra eru tal- in og tilfærð oss til skuldar, en kvittuð með borg- unarmannsins dýra blóði, svö framarlega sem vér auðsýnum náunga vorum bróðurlegan kærleika og þolinmæði. 1 sjöttu bæninni sjáum vér, eins og í dýrðlegu hertígjahúsi, mikla gnægð af andlegum vopnum til sóknar og varnar: sverð andans, skjöld trúarinn- ar, brynju réttiætisins, hjálm hjálpræðisins; og með þeim getum vér, vissir um kórónu sigursins með Guðs 'hjálp, veitt mótstöðu og staðist allar árásir óvina vorra. Loiksins í sjöundu bæninni leiðir Drottinn Jesús Kristur oss inn í sína himnesku paradís, í hinn indæla aldingarð með sífrjófum blómum og lifandi vatnslindum, þar er vér skulum lifa eftir lausn vora héðan, skoða Drottinn augliti til auglitis, og fagna af þeirri dýrðarsjón um aldur og æfi. Filipp Melankton og ungbörnin. Arið 1530 ritaði Jóhann kjökherra bréf til þeirra Lúters, Melanktons, Bugenhagens og Justus Jónasar, og bað þá koma hið allra fyrsta til Targá, til að tala sig saman um þær trúargreinir, er þeir skyldu fylgja frarn á þinginu í Ágsborg. Guð- fræðingar þessir, sem allir voru mjög ákafir fyrir trúarbragða frelsinu, brugðu skjótt við, komu á ákveðnum tíma og settust að hjá prestinum þar á síaðnum. Þeir voru allir glaðir í anda, nema Melankton; hann var dapur í bragði, því hann kveið fyrir þeim háska, sem hann þóttist sjá fyrir, að búinn væri hinum nýja lærdómi. Sat hann svo fyrsta daginn fálátur, dapur og sorgbitinn, þang- að til honum var sagt eitt kveld, að maður væri kominn, sem vildi tala við hann. Melankton stend- ur upp hugsjúkur, og ætlar til mannsins, en villist innan um húsið, og lendir lo<ks í herbergi því, þar sem prestskonan og kona aðstoðarprestsins sátu með börn; láu sum börnin á brjóstum mæðr- anna, en sum stóðu með krosslögðum höndum við knén á þeim, og höfðu eftir bænir, sem mæðurnar voru að kenna þeim. Það var eins og torfu létti af Melankton, þegar hann sá börnin þarna; hann benti mæðrunum, að þær skyldu halda áfram, en stóð sjálfur og hlustaði á. Eftir því sem hann hlustaði lengur, eftir því glaðnaði ineir yfir hon- um, og léttist honum fyrir brjósti. Og þegar hann varð loksins að fara út úr herberginu til að af- greiða manninn, var hann orðinn fullkomlega hress, svo að gleðværðin skein út úr honum, þegar hann kom aftur til félaga sinna. Nú þykir mér vænt um, vinur minn! kallar þá Lúter á móti hon- um, eg sé það á því hvað þú ert glaðlegur í bragði, að þú hefir fengið góð tíðindi. Já, bróðir minn! svarar Melankton, en hlustaði á bæn saklausra barna, og þá flugu mér í hug og styrktu hjarta mitt þessi orð ritningarinnar: “af munni barna og brjóstmylkinga hefi eg mér lofgjörð tilbúið”. Eg hefi fengið að kalla nýjan og öruggan hug. Vér skulum nú allir treysta hjálp almáttugs Guðs, og öruggir halda áfram verki voru! Fátœkur konungur. Hinrik konungur var 11 ára gamaW, þegar hann tók við konungdómi yfir Kastiliu á Spáni 1393. Meðan hann var barn, höfðu ýmsir höfð- ingjar í landinu haft völdin á hendi fyrir hann. En þegar hann gat sjálfur farið að skifta sér af stjórninni, þá varð hann þess fljótt var, að höfð- ingjar þessir liöfðu dregið sér fjármuni landsins, og sóað þeim út á marga vegu. Sjálfur var hann svo fátækur, að einu sinni þegar hann kom þreytt- ur og svangur heim af dýraveiðum, hafði hann ekkert til að borða. Var honum sagt, að hann ætti enga peninga, og enginn þyrði að lána honum. Hinrik segir þá við hirðsvein sinn: farðu og seldu yfirihöfnina mína, og kauptu mér eitthvað að borða fyrir verðið! Sveinninn gjörir það, en skaut því um leið að Hinriki, að erkibiskupinn ætlaði þá um kveldið að halda dýrðlega veizlu öll- um ihöfðingjum ríkisins, og væri það vani þeirra að bjóða þannig hvor öðrum á víxl. Þegar dimt var orðið uni kveldið, fer konungur í dularbúning, til þess að vita hvað satt væri í þessu; sá hann þá sjálfur að svo var, sem honum hafði verið sagt. Daginn eftir lætur hann kalla á alla borðgestina til hallar sinnar. Þegar þeir eru komnir, víkur hann sér að erkibiskupnum og spyr hann: hvað marga konunga hann 'hafi séð í Kastiliu? Eg hefi séð þrjá, segir biskup, afa yðar, föður yðar og yð- ur sjálfan. Þá hefi eg séð 20, segir konungur, og er eg þó miklu yngri en þér. Þér eruð allir kon- ungar, en eg er aumingi! Það er mál að eg taki sjálfur við stjórninni. Síðan kallar hann á her- menn, sem hann ha'fði leynt í höllinni, skipar þeim að ganga fram, og segir við hina: Þér skuluð allir deyja! Það er skylda mín bæði við sjálfan mig og þjóðina, að afmá slíkar blóðsugur. Þeir urðu allir dauðhræddir, köstuðu sér f}rrir fætur hans og báðust friðar. Konungur segir: þér skul- uð fá að halda lífi og eignum með því móti, að þér skilið mér því aftur, sem eg á með réttu. Og ekki sílepti konungur þeim heldur lausum, fyr en þeir voru búnir að gjalda hvern skilding, sem þeir liöfðu eytt að óþörfu. Hestur Kosciuskos. Kappinn Kosciusko, sem barðist bæði lengi og vel fyrir frelsi Polinalands manna, lifði tvö hin seinustu ár í borginni Soloturn á Svissalandi, og dó þar 1817. Hjartagæzka hans og einstaka góðmenska ávann ihonum elsku allra, sem honum kyntust. Það var enginn sá aumingi, eða fátæk- lingur til í Soloturn og þar í kring, sem ekki þhkti 'hann og hafði gott til hans að segja. Einhvern dag hafði Kosciusko fengið nokkrar flöskur af góðu víni, og vildi senda fáeinar af þeim presti einum, sem var góður kunningi hans, en bjó langt í burtu. Hann gat ekki fengið.neinn, sem honum líkaði, til að fara þessa ferð, þangað til hann bað manninn, sem hann var til húsa hjá, að ljá sér son hans til að fara með flöskurnar; og léð Kosci- usko piltinum reiðhest sinn. Þegar pilturinn kem- ur aftur, segir hann í einlægni að hann muni ekki kæra sig um að ríða þessum hesti í annað sinn, þegar hann eigi að flýta sér, nema það væri með því móti, að Kosciusko fengi sér Hka p'eninga pyngjuna. Kosciusko skildi ekki í þessum orðum piltsins og spyr, hvers vegna hann amist svona við hestinum. Af því maður kemst aldrei úr spor- unum á honum, segir dregnurinn; það vantar ekki, hesturinn er fallegur og í rauninni bezti hestur; en í hvert sinn sem einhver þurfamaður tekur ofan hattinn og beiðist ölmusu, þá nrmur 'hestur- inn undir eins staðar, og víkur ekki úr sporunum, fyr en búið er að greiða eitthvað fyrir þeim, sem biður. Hesturinn og Ijónið. Þegar Lúðvík 16. sat að völdum í Frakklandi, þá var þar herramaður nokkur, sem átti svo ólm- an hest, að enginn gat ráðið við hann. Konungur eignaðist þá líka um þær mundir ungt ljón, óvenju- lega grimt. Einn dag kemur herramaðurinn að máli við konung, og biður hann að lofa sér að etja saman l'jóninu og hestinum. Konungur tekur því vel; og ákveðinn dag var hesturinn sóttur og leiddur á flöt, er lá Jram undan húsinu, sem ljónið var geymt í. Nú var dyrunum lokið upp fvrir ljóninu. Það gengur xít hægt og hægt, en hnar- reist mjög, og rekur upp ógurlegt öskur, er það sér hestinn. Hesturinn hrökk saman, reisti eyr- un, hringar maikkann, og svo var sem, neistar hrvkkju úr augum hans, og kippir kæmu um hann allan. Þegar hann var kominn í samt lag aftur. setur hann sig í kuðung, og býður Ijóninu rass inn; síðan Jítur hann nákvæmlega í kring um sig, og bíður þess að ljónið komi. Ljónið stendur fyrst stundarkorn öldungis kyrt, eins og það væri að hugsa sig um, hvernig það ætti helst að ráðast á hestinn; síðan stekkur Iþað í einu vetfangi að hon- um; en hann setur þá afturfæturnar af afli fram- an undir brjóstin á því. Ljónið hrökk undan og drundi í því, og svo var að sjá, sem það væri til með að hætta þessum leik; en þegar það var búið að jafna sig aftur, reynir það til í öðru sinni. Hesturinn stóð alt af kyr í sömu sporum, en hafði nákvæmar gætur á hverju atviki ljónsins. Það hleypur nú á hann með allri þeirri grimd, sem það hafði til, en hesturinn tekur á móti því með því höggi, að hann kjálkabraut það. Þá snautaði Ijónið aftur hægt inn í hús.sitt, ogí öskraði aumk- unarlega. En hestinn urðu menn að skjóta, því hann lofaði ekki nokkrum manni að koma nærri sér. VEÐURVISUR. Hóla bítur hörku bál, hrafnar éta gorið, titlingarnir týna sál — tarna er ljóta vorið! Út um móinn enn er hér engin gróin hola; fífiltóin fölnuð er — farðu’ í sjóinn, gola! Sunnanvindur sólu frá sveipar linda skýja; fannatinda, björgin blá, björk og rinda ljómar á. J. Hallgrímsson. Fuglar í búri. Ó, hvað mig tekur sárt að sjá saklausu fuglana smáu stolna burt sínu frelsi frá, sem fleygt sér gætu þó vængjum á uppi um heiðloftin háu. Þið vesalings, vesalings fangar, eg veit hversu sárt ykkur langar. Hreyfið ei vængina, hímið þið, hæðið þá ei með að flögra; lokaða búrið ei gefur grið, og gæfi það smugu, þá tækju við hindranir húsveggja fjögra, Þeim sem fært er að fljúga, í fangelsi er dapurt að búa. Hinum sem aldregi flogið fá, finst það hugnun og gaman, að horfa fuglana fleygu á fjötraða, jarðbundna eins og þá, að líta hinn loftfrjálsa taman. Þið vesalings, vesalings fangar, eg veit hversu sárt ykkur langar. AITSTURLENZKT ÆFINTÝRI. Spekingurinn Hasisan sat úti fyrir dyrum og leit þrjá unga menn skunda fram hjá. “ Að hverju leitið þér, sveinar?” mælti Hassan. “Eg leita gleðinnar,” sagði elzti pilturinn. “Eg leita auðæfa,” sagði sá í miðið. “En þú, sonur minn sæll,” sagði Hassan við, hinn yngsta, “að hverju ert þú að leita!” “Eg leita skyldunnar,” sagði hann hógvær. Og sveinarnir hröðuðu sér og hurfu honum sýn- um.------ Mörgum árum seinna sat hinn gamli speking- ur fyrir dyrum úti, og sá þrjá miðaldra menn stefna að húsi sínu, og hann kannaðist við þá, þótt langt væri umliðið. Það voru sömu menn- irnir sem hann áður hafði átt orðastað við, þegar þeir í æskunni skunduðu út í lífið. Hassan ávarpaði þá aftur: “Fanst þú gleð- ina, sonur minn'T’ sagði hann við ihinn elzta. “Nei, faðir minn, gleðin hvarf mér sem skuggi jafnaii er eg þóttist hafa hana höndum gripið.” “En hvernig gekk þér,” sagði hann við hinn næsta. “ Auðæfin fann eg, en eg varð ekki ríkari eða sælli við það. ” “En hyað varð þér úr þinni leit, góðurinn minn?” sagði Ilassan við hinn yngsta. “Eg hefi stöðugt leitað skyldunnar, eg hefi ekki fundið hana enn þú til fulls, en eg hefi bæði fundið gleðina og daglegt brauð.” “Svona gengur það jafnan til”, sagði Hassan gamli. “Gleðin og nægjusemin eru. alt af í för með skyldunni. Það leggur sig alt sjálft, þegar menn fara rétt af stað.” Sagan um skemda eplið. Róbert litli var kominn í vondan soll, og var farinn að taka ýmislegt ljótt eftir félögum sínum. Föður hans var mikil raun í þessu, og hann vissi hvaðan það stafaði, en það var ekki hlaupið að því að koma Róbert í skilning um það. Eitt kvöld kom gamli maðurinn með sex epli utan úr garði og gaf Róbert. Þau voru öll falleg og óskemd, en ekki meir en svo fullþroskuð, og feðgunum kom saman um að þau mundu verða enn betri við að geymast nokkra daga. Róbert þakkaði honum eplin, og opnaði skáp rnömmu sinnar og lét þau þar í skál, en þá tók faðir hans upp sjöunda eplið og lét ofan á hin, og það eplið var skemt og rotið. “Þetta lístmér ekki á,” sagði Róbert, “rotna eplið skemmir frá sér öll hin.” Heldurðu það,” sagði faðir hans, “hver veit nema góðu eplin bæti skemda eplið?” Og svo lét hann skápinn aftur og gekk burt. Eftir rúma viku minti faðirinn aftur á eplin, og þeir fóru í skápinn. En það var ekki skemti- leg sjón. Góðu eplin sex sem höfðu verið svo falleg, voru orðin skemd og rotin. ‘ ‘ Þarna sérðu pabbi, ’ ’ hrópaði Róbert. ‘ ‘ Það fór eins og ég spáði, að vonda eplið mundi skemma góðu eplin.” ' “Róbert minn,” sagði faðir hans. “Eg hefi oft beðið þig að vera ekki í leikum með slæmum drengjum; af þeim félagsskap verður þú sjálfur slæmur drengur, alveg eins og eplin skemdust í skálinni af þessu eina skemdi epli sem látið var saman við. Þú hefir lítið hirt um það, þó eg hafi sagt þér það, og því var eg nú að láta þig sjálfan þreifa á því með þessu dæmi.” Þetta varð Róbert miklu minnisstæðara en áminningarnar. Hann þurfti ekki annað eftir það en að hugsa um skemdu eplin til að forðast il’lan félagsskap.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.