Lögberg


Lögberg - 26.06.1919, Qupperneq 5

Lögberg - 26.06.1919, Qupperneq 5
LOGBEKG, FIMTUDAGINN 26. JÚNÍ 1919 Si8a 5 Guðmundur Magnússon, Sagnaskáld Þín minning, Guðmundur Magnússon, á mikinn vöxt í sjóði, og meira en átti Arason af ýtum nefndur hinn góði. Hann barinn fyrst til bókar var sá biskupsmaðurinn sterki, sem páfans fána frækinn bar en feldi landsins merki. Og fleiri ára fræðslia hann fékk en ])ú blaust daga. Skapadóms við skaða þann skemst hefir margra saga. En því meira á sá brós orku þá sem hefur, og hugvit til að heimta ljós, hæstu ment sem gefur. Ýmsir fundu flösur í flestum ritum þínum; öngvir flekkir urðu úr 'því augum fyrir mínum. Hitt eg ávalt finn og fann: fluggáfaður varstu, og yfir landsins almúgann ægishjálminn harstu. Islandssögu aldadrög, einkum hinna duldu, beztu sýn gaf sjónin þín signd af skáldsins Huldu. Enda var þín síðsta “Sýn”* séð af dulspekingi; sú var yngsta sagan .þín samin af ritsnillingi. — Geymdu land þinn listamann lengi í fersku minni, sjálfmentaða meistarann, í mannorðshöllu þinni! Guðmundur Hjaltason, Farandskáld Eg heyri þreytta ferðafugla kvaka — Þú farandskáld, sem hvergi áttir 'heima hjá oss, en varst um æðra líf að dreyma, varst úti, eða seg: !bvað var til saka? Nei, nei. Þú lifir! Lítir þú til baka, þú lifir, til að menta, gleðja, fræða. Og sannleiksleit var öll þín iðn og fæða, en ytri laun þín hregg og hungurvaka. Ef börnin smáu og blómstrin kynnu tala, þau blessa mundu lengi vegferð þína; þú gerðir meira gott en margir ríkir; því trú og von þér tókst svo vel að ala og tilgang Guðs í barnamáli sýna. ó, mildi Guð! ef margir væri slíkir! Matth. Jochumsson. Apríl 1919. * Sbr. Sýnir Odds biskups. —Lögrétta Frá íslandi Reykjavík 16. apríl 1919. Snjóflóð hafa, auk hinis mikla flóðs á Siglufirði, fallið bæði á ísafirði og Seyðisfirði. úr fjallinu andspænis ísafjarðar- kaupstað, austan fjarðarins, féll flóð, eyðilagði hús á ströndinni þar fyrir neðan og drap nokkrar kindur, sem þar voru. Á Seyðis- firði féU snjóflóð utan við Búð- areyrina og færði í kaf hús, sem fólk var nýlega flutt úr. Inni í kaupstaðnum óbtast menn snjó- flóð og háfa flutt sig úr þeim húsum, sem talin eru í mestri hættu. Mjóafjarðarprestakall er veitt séra porsteini Ástráðssyni, sett- um presti þar síðastl. ár. Sóttvarnarlæíknir hér í bæn- um er Davíð Sdh. Thorsteinisison skipaður samkv. hinum nýju sóttvarnarreglum, sem áður hef- ir verið minst á hér í blaðinu og auglýstar hafa verið i Lögb.bl. Lausn frá prestskap hetfir séra Sigfús á Mælifelli fengið frá næstu fardögum. Enska stjórnin hetfir nú gefið leyfi til þess, að selja megi salt- fiisk þann, óverkaðan, sem hér liggur, til pýzkalands. Samikvæmt reikningi yfir út- gerð landssjóðsskipanna síðastl. ár, hefir gróði á þeim orðið 533,911 kr. Á “Willemoes” hafa græðst 315,452 kr. og á “Borg” 414,668 kr., en á “Sterling” tapast 196,209 kr. Olympisku leikamir 1920 eiga að fara fram í Antwerpen. “Vísir” segir þá frétt frá Vestmannaeyjum nýlega, að botnvörpungar hefðu þó einn daginn eyðilagt veiðarfæri fyrir eyjamönnum, sem næmu 30 þús. krónum. þau Klemens Jónsson fyrv. landritari og frú hans urðu 7. þ. m. fyrir þeirri sorg, að missa dóttur isíria, sem Alma hét. Reykjavík 30. aprt'l 1919. Á sumardaginn fyrsta var bezta veður, en næsta dag var kominn norðan rosi með miklu frosti um alt land, og hélzt hann í þrjá daga. Á mánudaginn sktfti aftur um og kom sunnan- veður og Wláka, sem náð hefir yfir alt land. í gærmörgun var 7 stiga hiti á Akureyri og Seyð- segir, að fulltrúar frá öllum isfirði, nokkru hærri en hér. úr Norðurlöndum séu sestir á ráð- þingeyjarsýslu var sagt í gær, stefnu þar og ræði f jáihagsmál. að þar væri jörð komin upp. En Fulltrúar íslands séu: Sigurður snjór var mestur um norðaust- Eggertz ráðherra, Jón Krabibe urhluta landsins. í Hiúnavatns- lögfræðingur og Halgr. Krist- sýslu er sögð auð jörð. insson framkvæmdarstjóri. SMARI (Sweet Clover) Eftir L. E. KIRK Umsjónarmann með akuryrkju í Saskatchewan-fylki. iHafís sálst á sunnudaginn, 27. apríl, frá Riaufarhöfn á Séttu, og náði austur þaðan, svo lanigt, sem séð varð, en sýni var slæmt. pá sást og íshröngl á Axarfjarð- arflóa og Skagafjarðarmymni. Síðari fregnir gera ekki mikið úr íssögunum, og í gær var sagt, að ís væri ekki til hindrunar skipa- ferðum norður um iand. Botnvörpungar þeir, sem inn hafa komið undanfarna da^i, hafa aíllir aflað vel. Nýjasta saga Einars H. Kvar- an, “Sambýli”, er nú þýdd á sænsku. pýðandi er frú Nanna Nordal, sem áður hefir þýtt ‘Sálin vaknar”, og er það sami bóksalinn í Stokkihólmi sem báð- ar bækumar gefur út. Um síðastliðna helgi andaðist Eirlendur Gunnarssön bóndi á Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal. Elann datt af hesti á laugard. fyrir páska og dó úr afleiðingum þeirrar byltu. — Hér í bænum er nýlega dáinn Hróbjartur Pét- ursson skósmiður, úr lungna- Ejólgu. — Á Auðshaugi á Barða- strönd andaðist 15. þ. m. frú Val- borg E. porvaldsdóttir, kona Sig. Pálssonar cand. phil., bónda þar. — ipau Páll J. ólafsson tann- laaknir og frú hans mistu son sinn, Jón ólafsson, á 2. páska- dag. — 23. apríl andaðist hér í bænum ungfrú Sigurveig Norð- fjörð verzlunarmær hjá Nathan & Olsen. — Nýdáin er í Khöfn frú EKzabet pórarinsdóttir kaupmanns á Seyðisfirði, kona Benedikts Jónssonar verzlunar- stjóra á Seyðisfirði. — Pétur p. J. Gunnarsson kaupm. og frú hans mistu 26. þ. m. yngra barn sitt, sem hét Gunnar Sverrir. Annan pásikadag féll snjóflóð hjá Leikskálum í Haukadal í Dalasýslu, drap 120 f jár og eyði- lagði fjárhús, töluvert af heyi og nær helming túnsins. 27. þ. m. vildi það slys til á vélskipinu ‘Portiland”, sem verið hefir í fömm í vetur mili Rvíkur og Vestfjarða, að sikipstjórinn, Hannes Andrésson frá Stykkis- hóhni, rotaðist til bana. Skipið var þá statt á Dýrafirði. Hafði keðjuendi slegist í höfuð skip- <s1jórans. Norðurlandafundur í Kaup- mannahöfn. “Frón” segir svo frá: Nýlega barst stjóminni hér skeyti frá trúnaðarmanni sínum á Khöfn, þess efnis, að til stæði, að Norðurlandaþjóðimar héldu þar fund með sér í þess- um mánuði, til þess að ræða ýms þjóðhagsleg og viðskiftaleg mál- efni, er snerta sameiginlega hagsmuni allra þjóðanna. Var þess getið, að hver þjóðin, Norð- menn, Svíar og Finnar, mundu senda fimm menn hver, einn fyr- ir skipaeigendur og útgerðar- menn, einn fyrir vinnuveitendur og einn fyrir vinnuþiggjendur og tvo þjóðhagsfræðinga eða stjÓmmálamenn. Stjómin hér afréð að láta trúnaðarmann sinn Jón Krabbe mæta á fundinum fyrir íslands hönd, og nú er f jár- málaráðherra fór utan, að vísu í öðrum erindum, mun mega fullyrða, að hann einnig mæti á fundi þessum, og ef til vil bæta þeir þá við þriðja manni. Khafnarfregn frá 24. þ. m. Stefán Thórarinsson bóndi í Ásgarði í Breiðuvík í Nýja íslandi lézt að heimili sínu, eftir langvarandi lasleika og veikindi, þ. 10. júní s. 1., rúmlega 76 ára gamall. Hann var fædd- ur á Hofi 1 Mjóafirði þ. 7. des. 1842. Voru foreldrar hans pórarinn Kristjánsson og Kristín Jónsdóttir, er þá bjuggu á Hofi ólst Stefán upp á Austurlandi og bjó þar það sem hann var við búskap á íslandi, bjó 7 ár í Bót í Hróarstungu og 5 ár í Fremra Séli. paðan fór hann til Vestur- heims árið 1883. Var þá fyrstu þrjú árin í Winnipeg, en flutti síðan til Nýja íslands og nam land í Breiðuvíkinni, nál. mflu frá Winnipegvatni, og bjó þar síðan. Stefán var tvígiftur. Var fyrri kona hans póranna Magn- usdóttir. Misti hann hana eftir 6 ár. Eignuðust þau tvær dæt- ur.' Sú eldri, Kristín að nafni, dó á unga aldri, en hin, sem hét Stefanía, náði fullorðinsaldri og giftist hérlendum manni, sem h'eitir Henry Thomas Smith. Stefania dó af brunaslysi fyrir einum átján árum síðan. pau Smith og hún áttu eina stúlku, Mabel Kristínu að nafni. Var hún tæpra tveggja ára er móðir hennar dó. Var hún þá tekin til fósturs af afa hennar og hefir hún alist upp í Ásgarði. Síðari kona Stelfáns var puríð- ur Jónsdóttir frá Bót í Hróars- tungu. Eignuðust þau Stefán og ihún tvo drengi, Jón og ólaf. Hefir hinn fyrnefndi fyrir nokkru tekið við búi af föður sínum og býr nú í Ásgarði. Hinn síð&mefndi hefir í mörg ár verið heiílsubilaður og er nú í Brandon hér í fylkinu. Stefán var starfs og elju mað- ur mikill, hægur og yfirlætis- Iaus, vænn maður og vandaður. í landsmálum var hann frjáls- lvndis megin og veitti framsókn- arflokknum að málum. Hann var einn í hópi hinna trúustu og öruggustu liðsmanna er Breiðu- víkursöfnuður hefir átt frá því fyrsta. Má óhætt telja Stefán verið hafa sæmdarmann og nyt- semdar. — Jarðarför hans fór fram frá kirkju Breiðuvíkur- safnaðar þ. 12. júní. Séra Jó- hann Bjarnason jarðsöng. Fjöldi fólks við jarðarförina. pað eru þrjú skilyrði fyrir GÓÐU SMJÖRI Góðar kýr, hreinn strokkur og áreiðanlegur Athugið þetta vel! Veitið því athygli hvernig kaupverð—og peningaverð— þessara Sparimerkja hækkar á mánuði hverjum, þangað til síðasta janúar 1924, þegar Canadastjómin greiðir $5.00 fyrir hvert W—S.S. Smári hefir um langan aldur verið kunnur bændum í Austur-Canada og víða í Bandaríkjun- um, sem ein hættulegasta illgresistegund, og alt fram til síðustu ára hefir almenningi verið ókunnugt um, að hér sé einmitt um að ræða merkilega fóðurjurt, sem haift geti stórkostlega þýðingu frá hagfræðilegu sjónarmiði. En nú upp á síðkastið hefir það leitt verið í ljós við nánari rannsóknir, að smárinn getur haft afarmikið gildi bæði til beitar og heyöfl- unar fyrir allar tegundir griparæktar. Og nú má svo að orði kveða að smári sé ræktaður að meira eða minna leyti í hverju einasta ríki inn- an Bandaríkjanna. — Álit almennings á smáranum sem illgresi, mun í fyrstu hafa bygst á þvá, hve fljótur hann var að útbreiðast um stór svæði — bráðhætfur til frjófgunar, og hVe stöngullinn var, eða vöðvatrefjarnar í honum, voru óaðgengilegar á bragðið, um það leyti sem hæsta þroskastigið var að nálgast. pess vegna er það, sökum bragðsins, að flestum skepnum gezt illa að smára í fyrstunni. pó venjast þær við hann engu síður en aðrar fóðurtegundir, ef réttilega er með farið. Á því er enginn vafi að vel má láta allar skepnur eta smára, bæði til beitar og eins sem hey, ef hann er sleginn á réttum tíma. — pað hefir einnig verið fullsannað, að smári er mörg- um tegundum betur faílinn til súrheysgerðar. f Saskatöhewan fylki hefir smárinn engu síður en annarsstaðar, margt til síns ágætis, sem vert er að kynnast. Smárajurtin (Sweet Clover), sem er að ýmsu leyti frábrugðin al- gengum smára, er þó búin Ihinum sömu hæfi- leikum og Red Clover og Alfalfa til þess, að draga að sér köfnunarefnin úr loftinu. petta veitir plöntunni mátt til þess að þroiskast og viðhaldast, þótt um fremur ófrjóvan jarðveg sé að ræða, og eykur lífrænt innihald hennar. pessvegna er smárajurtin fræg um váða veröld fyrir nytsemdar eiginleika sána í því efni að græða upp og endurbyggja ófrjóvan og niður- níddan jarðveg. Sökum hæfileika smárans til þess að soga i sig köfnunarefnin, hefir hann inni að halda all- mikið af léttmeltandi næringarefni, sem gerir hann í flestum tilfellum jafngott fóður og Red Clover eða Alfalfa. Sweet Slover er þannig háttað að hann lifir aðeins eina árstíð—er biennial jurt, og má það skoðast hagur þegar um er að ræða jafnþuran jarðveg og á sér stað víða á gléttunum í Saskat- chewan. — Rætur hans liggja ekki djúpt og þess vegna hefir hann ekki eins hættuleg áhrif á jarðveginn yfirleitt og sumar varanlegar plöntur hafa að því er snertir rakann í jarðveg- inum. Og þar sem víst er að Sweet Clover stenst að eins einn vetur, eru til þess lítil líkindi að hann geti orðið hættulegt illgresi, sérstaklega á landi, sem plægt er á hverju ári. Smáraræturnar rotna ákaflega fljótt, og þess vegna er plæging á slíku landi talsvert auðveldari Iheldur en þar sem Alfalfa hefir ver- ið sáð. Hinar gljúpu rætur smárans valda því, að hann getur mjög auðveldlega sprottið í hvaða jarðvegi sem er, og losa hann nægilega til þess, að áhrifa lofts geti fullkomlega gætt. Sweet Clover hefir verið ræktaður undir umsjón landbúnaðarháskólans í Saskatchewan á tilraunastöðvum þeirra—Experimental Plots, síðastliðin sjö ár. — Á þessu tímabili og fram að vetrinum 1917—1918, dó lítið af þessum plöntum í tilraunastöðvunum, en þá fórst all- mikið af þéim. Síðastliðinn vetur, sem var óvenjuharður fyrir smára og alfalfa, eyddi nokkrum jurtum, en þó stóðust flestar tegund- irnar sæmilega vel. pað hefir einnig nokkurn veginn sannast, að Sweet Clover þolir meiri mótspymu frá “alkali”, en flestar aðrar fóðurtegundir. — pótt þetta sé ef til vill ekki beinlánis fullsannað í öllum tilfellum, þá er það þó á hinn bóginn al- veg víst að Sweet Clover þolir allmikið af alkali. Sweet Clover tegundir. pað eru aðallega tvær tegundir af Sweet Clover, hvítblóma tegundin (Meliotus alba) og sú gulblóma (Melilotus officinalis). Hin algenga, hvítblóma smárategund er há, einnar árstíðar jurt (biennial), er telst til hinn- ar sömu ættar og Alfalfa. Á hinu fyrsta ræktunartímabili vex jurtin með æði stórum blöðum, stöngullinn er þá mjög grannur, en getur orðið frá tóltf til tuttugu og f jögra þuml. hár. Á öðru tímabilinu vex plantan að mestu leyti upp úr krónublaðahylkjum, sem verið hafa fest niður við yfirborðið haustið áður. f þetta sinn verða lauf in þynnri og minni, en stöngullinn aftur á móti nokkru þroskaðri. Jurtin verður þá að jafnaði ekki nema fjögra til átta þuml. há, en framleiðir allmikið af hvit- um iblöðum, sem falla af og deyja jaínframt því er fræið þroskast. — pegar plantan er full- þröskuð héfir hún felt öll blöðin og stöngullinn verður hrjúfari og trjákendari. Hinn hvíti smári er miklu meira ræktaður í Amerfku, heldur en sá guli, vegna þess að hanri hefir yfirleitt meira fóðurgildi og gefur meiri uppskeru af ekrunni. Hér otg þar hefir þó gulblómategundin gefist nærri því eins vel. Mismunur þessara tveggja tegunda er aðallega fólginn í ólíkum gróðrai*skilyrðum, og ólíku blómgunartímabili. Einnig er gulblómategund- in ávalt nokkru lægri, stöngullinn mjórri, og er sú tegund fullþroskuð venjuléga tveim vikum fyr. Að öðru leyti eru báðar tegundimar mjög líkar hvor annari. Tilraunastöð í Saskatoon. Um þessar mundir, eru tíu mismunandi teg- k undir, yfir 200 plöntur, ræktaðar undir sérstöku eftiriiti við landbúnaðarháskólann. Talsverður mismunur á sér stað með allar þessar plöntur, a” því er snertir fóðurgildi, uppskerumagn, frjófgunartáma og þolgæði. Allar þessar til- raunir hníga í þá einu átt að komast að ábyggi- legri niðurstöðu um það, hvaða tegundir eru bezt fallnar til ræktunar í Saskatchewan. Fóðuruppskeran af báðum þessum smárateg- undum, þeirri hvítu og hinni gulu, hefir orðið að meðaltali, freklega hálfu tonni meiri, en átt hetfir sér stað þegar um var að ræða varanlegar (perennial) fóðurjurtategundir, undir sömu skilyrðum. Ræktun smára—Sweet Clover. Eins og með flesitar aðrar uppskerutegundir, hepnast smárarækt bezt á sumarplægðu landi. En sökum þess, hve jurtin er skammvarandi, verður slíkur undirbúningur of köstnaðarsam- ur yfir höfuð að tala. Enda má fá góðan árang- ur af því að sá smára í land, sem plægt hefir verið að haust eða vorlagi, ef ekkert grais éf eftir skilið á því. Jarðvegurinn þarf helzt að vera nokkuð þéttur í sér, en varast skulu menn að sá smára á þeim tíma, sem mest er von rigninga, svo sem í júnímánuði. í sambandi við val ihinna ýmsu tegunda má geta þess, að þótt gulblómasmárinn sé fínn í sér og tfljótari til þroskunar, þá er sá hvíti miklu þolnari. Eins og sakir standa, er langmest af hvít- smárafræi á markaðinum. En þó er »ú tegund hvergi nærri eins fullkomin og vera ætti, og má búast við að innan skamms verði fáanlegar tegundir, sem betur samsvara hinum mismun- andi kröfum, sem í flestum tilfeHum eru á marg- an veg bundnar við staðháttu. Ef sáð er með venjulegum áhöldum, skal blanda saanan við fræið dálitlu af “cracked. grain”, eða einhverju öðru efni, til þess að það haldist betur saman. Tíu pund nægja í ekruna, ag skal eigi sá dýpra en sem svarar tveim þumlungum. Sé sáð í raðir, með 24 til 36 þuml. millibití, eiga 3—6 pund að nægja. “Inocula- tion”, sem venjulega er viðhöfð í sambandi við Aifalfa, er ekki nauðsynleg S þessu tilfelli. Með því að sá Sweet Clover 1 samibandi við “nurse crop”, plöntur, sem ræktaðar hafa verið inni, verður uppskeran stórum aukin, ef fræið ekki deyr að vetrinum. pess er alinent vænst, að þolnari og betri tegundir.verði fáanlegar inn- an skamms og að bráðum verði “nurse crop” mjög algeng. Stundum þolir uppskeran töluverða beit fyrstu árstíðina og má jafnvel slá ihey, en yfir- leitt er miklu affarasælla að láta haustgróður- inn standa, svo að hann geti safnað í sig nægi- legum snjó. — Með þessu móti geyimxst í jarð- veginum nægilegt rakaefni til næsta árs. Á hinni annari árstíð fást venjulega tvær uppskerur. 1. pess verður að gæta, að fyrri slátturinn fari fram nægilega snemma, undir eins og bilómþroskinn hefir komið í ljós, ef menn ætla sér að fá igott hey. 2. Eigi má slá svo snögt að stöngullinn sé skeltur niður við rót, því annars er seinni uppskeran mjög tvíöýn, ef ekki alveg töpuð. Bezt mun vera að eftir standi af stönglinum sex til sjö þumlungar. Sweet Clover þarf að vera þurkaður vel áður en hann er fluttur af akrinum og settur í hlöðu. Sé smáralland notað til beitar eingöngu, er nauðsynlegt stundum að ktíppa ofan af hæstu stönglunum, sem kunna að ná yfir höfuð grip- anna. par sem beitt er í smáraland sækjast skepnumar stundum eftir grófari tægjum eða heytegundum, o>g er slík tilbreyting holl. Af einhverjum ástæðum, sem enn eru ekki kunnar, drepst mikið færra af skepnum úr upp- þembingi af smára heldur en t. d. Alfalfa. Svín þrífast vel á smárabeit; fullkomlega eins vel og á nokkru öðru. En gæta verður þess að ofbrúka ekki fyrri gróðurinn. Bezt er að sá Sweet dover í raðir, ef nota skal til svínabeitar. Ef að um er að ræða uppskeru til útsæðis, má ekki heyja of snemma. Nema því aðeins að um sé að ræða oifmikinn vöxt má nota venjulegan bindara og seperator við uppskeruna. — Með því að þreskja svo vand- lega, að 90 til 95 per cent náist af fræinu, eykst frjófgunin að miklum mun. Uppskeran nemur venjulega frá fimm til sex mælum—bushels af ekrunni. Niðurstaða. Bændur yfirleitt, munu ekki vera nægilega kunnugir því, hvemig nota skal Sweet Clover, svo til verulegra hagsmuna verði. Og er þvi rétt að leggja fulla áherzlu á það, að eins og nú standa sakir, getur smári haft stórmikla þýðingu til beitar. Hann gétur einnig orðið ágætis hey, þó vandi nokkur sé með hann að fara, einkum í rigningatíð, á meðan súrheysgerð er ekki algeng. — Ekki er hægt að segja með neinni vissu hve alment smári kunni að verða notaður til fóðurs, en líklegt er ef hann reynist vel, sem telja má víst, að etftirspumin verði mikil, með því að einkum er þörf fyrir þær fóð- urtegundir, sem bæði em sæmilega góðar og hatfa auk þess minstan fraimleiðslukostnað í för með sér. Einungis með því að reyna Sweet Clover rækt í nægilega stómm stíl, og undir mismun- andi skilyrðum, verður hægt að meta þýðingu þeirrar fóðurtegundar fyrir landið í heild sinni, og finna þau svæði, sem bezt eru fallin til slíkr- ar ræktunar. , t i

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.