Lögberg - 26.06.1919, Side 6

Lögberg - 26.06.1919, Side 6
Síða 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINK 26. JÚNÍ 1919 Smásögur. HUGVEKJUR. 9 ____ )r’ 1. Þegar Skynsemin og Hjartað lifa saman eins og hjón, þannig, að skjnisemin leggur fyrir allar lífsreglurnar, eins og hygginn bóndi, en hjartað lagar sig á öllu eftir þeim, eins og hlýðin kona; og þegar hún þykist 'þurfa að hafa eitthvað á móti, ef hóndinn þá tekur af skarið, og segir: það tjáir nú oíkki, hjartað mitt gott! ef hún lfotur þá.strax undan, tekur þegjandi prjónana sína, eða sezt niður við rokkinn, þá 'bregzt það ekki, að lífið verður bæði ánægjulegt og hamipgjusælt. En þykist húsfrú Hjörtur vita alla liluti betur, en bóndinn; reyni hún, þegar hún getur, að koma fram vilja sínum, og fá bónda sicnn til þess að gegna úr henni öllum keipunum, ýmist með nöldri og nauði, eða þó með kjassi og blíðlátum; og sé hann svo ístöðulaus að lofa henni að snúa sér eftir vild hennar, þá er útséð um ánægju og hamingju lífsins. Því þú hlýtur að sjá það sjálf, heilla Skynsemi! að ef þú lætur Hjört konu þína taka af þér ráðin, þá sviftir hún þig ágætustu gáfunni, sem gæaka Guðs hefir veitt þér, til þe&s þú gætir verið svo sæl sem unt er eftir þeim kjörum, sem þú ert bundin hér á jörðu. 2. Þeir menn eru til, sem álitnir eru að hafa litla þekkingu, af því þeir liafa hana of mikla til þess, að þeir vilji, eða geti sagt frá henni eins og hún er. Aftur eru til aðrir, sem álitnir eru lærðir, af því þeir segja frá öllu, sem þeir vita, og af því sjálfum oss hættir við að hugsa, að þeir viti meira, • en þeir segja. Þessir eru því álitnir einu gagns- mennirnir, hinir engu eða litlu nýtir; og er hvort- tveggja rangt. Vér getum einungis dæmt um hæfileika hinna fyrri af iþví sem þeir hugsa, og hinna síðari af þvésem þeir tala. Ef livorirtveggi léti sig jafnmikið í ljósi, þá þættu hinir fyrri vitr- ari, því þeir hugsa meir en þeir tala. En þeir eru eins og naumingjarnir, sem taka einungis fáeina iskildinga upp úr fullri pyngju; hinir eins og of- látungar, sem hringla framan í hverjum manni með pvngjuna fulla af spesíum. Þeir eiga ekki aðra peninga til en þessar spesíur, en hinir hafa hjá sér miklu meiri peninga en skildingana. 3. Einhver bezta bók fyrir hvern mann gæti verið bók af óskrifuðum pappír, ef rétt væri á haldið. Þér er um að gjöra, maður, að laga hug- arfar þitt og hjarta—skrifaðu þá upp hjá þér það, sem helzt getur kent þér að þekkja sjálfan þig; skrifaðu upp hjá þér til minnis bæði það sem hreyfir sig í isálu þinni, og það sem kemur fram við þig í lífinu, áform þín, hvort sem þau hepnast eða mishepnast; óslkir þínar, hvort sem þú færð þær, eða færð þær ekki; bresti þína og yfirsjónir, stað- festulev'si þitt og trúfesti Guðs. Settu það á þig, hvað oft þú brýtur og finnur náð, hve oft þú hras- ar, og hönd Drottins reisir þig aftur á fætur; þá getur dagbók þín orðið isannkölluð lífsinsbók. En í þessu efni hlýtur þu að vera hreinskilinn fyrir Guði og samvizku þinni; annars hefir þú ekki þá blessun af því, sem þú gætir haft; þvert á móti getur það orðið þqr til ills eins, til að æfa þig í hræsni og skinhelgi. 4. Sá sem oft og rækilega brýnir fyrir sjálf- um sér þann sannleika, “að enginn maður sé al- gjörlega sæll hér á jörðu”, hann mun án efa sjálf- ur verða ánægður með kjör sín. En það er oftast svo að menn láta það villa sjónir fyrir sér, ef þeir sjá að öðrum líður vel að ytra áliti; því fyrir það leiðast þeir til rangra dóma um lukku þeirra. Gætu menn, eins og í gegn um glerglugga séð inn í hjörtu þeirra, sem kallaðir eru öfundsverðir, þá mundu menn oft verða varir við hugsýki og kvíða hjá auðmönnunum, og óánægju og gremju hjá höfðingjunum. Einhversstaðar kreppir skórinn að einum og sérhverjum; en flestir forðast að gjöra uppskátt fyrir heiminum sitt hið heimuglega böl, en bregða heldur utan á sig brosleitu bragðp til að villa sjónir hvor fyrir öðrum. KÖTTURINN 1 RUGGUNNI. Á árbakka nokkrum í ítalíu stóð einu sinni kotbær, og bjuggu í honum fátæk hjón, er áttu eina dóttur. Hún var enn barn að aldri og lá í ruggu. Á bænum var líka köttur sem oftast lá til fóta barnsins, og sýndist vera mjög elsk að því. Vor eitt í leysingum vildi isvo til, að snjóflóð hljóp niður úr fjalli, sem var fyrir ofan bæinn, og fylti hann með vatni. Allir sem vetlingi gátu valdið, reyndu að forða sér og hlupu út. Ruggan fór á flot í húsinu, og bar straumurinn hana þegar út á ána. Meðan þetta gjörðist svaf bamið; og var þar að augi svo ungt, að það gat ekki gjört sér nolkkru hugmynd um þá hættu, sem það var í. Það hefði nú líka verið fljótt útséð um líf þess, með því að ruggan hefði hvolfst, ef kötturinn hefði ekki verið annars vegar. Því þegar kisa *sá hversu komið var, hugsaði hún ekki fyrir öðru, en að bjarga lífi sínu og lagskonu sinnar litlu í lengstu lög. f hvert sinn þá sem ruggan hallaðist á aðra hliðina, var kisa óðar komin út í hina, svo ruggan reisti sig alt af jafnóðum við. Þannig barst ruggan langan veg niður eftir ánni,þangað til hún kom á móts við þorp eitt, sem istóð á bakkanum. Menn sáu þá þetta ferðalag, og þótti undarlégt; réru þegar út á ána, og sáu nú hvers kyns var. Lá barnið vakandi í ruggunni, þegar þeir komu að, en kisa lét innan um hana, eins og liðugasti sjó- maður. Þeir fóru nú með rugguna í land, og þyrptist utan um hana múgur og margmenni, sem allir undruðust varðveizlu Guðs. Síðan var barn- ið tekið þar í fóstur, er menn fréttu að foreldrar þess hefðu týnst í flóðinu, og var kisa látin fylgja með; hélt hún jafnan trygð við barnið upp frá því. DRENGURINN MEÐ ÚLFINN. Hermaður nokkur á Polinalandi sendi einu sinni son sinn 14 ára gamlan með bréf langa bæj- arleið. Þegar drengurinn kom heim aftur, og átti eftir hér um ibil 300 skref .að húsi föður síns, sér . hann eitthvað fram undan sér, og sýnist það vera hundur; en þegar hann hpfir gengið fáein fótmál sér hann, að það er úlfur. Tunglskin var dapurt um kveldið, snjór á jörðu og frost mikið. Dreng- urinn mundi eftir því, að hann hafði annaðhvort hdjrrt getið um það, eða lesið það sjálfur, að þeg- ar bjarndýr elti mann, þá væri það óskaráð, að leggjast niður á jörðina og látast vera dauður. Hann hugsar sér nú að beita þessu bragði við úlfinn, og legst niður í snjóinn endilangur. tílf- urinn gengur þá að honum ofur hægt, staðnæmist uppi yfir honum og nasar út í loftið. Drengurinn hreyfist ekki vitund. tílfurinn gengur þá í kring- um hann, nemur loks staðar við fætur hans, þefar af honum og ruskar við honum með trýninu. Þeg- ar hann finnur allstaðar fötin fyrir sér, smáfærir hann sig ofar, þangað til hann kemur upp á háls- inn og kjálkana, þar sem hann finnur að hold er fyrir; þá fer hann að sleikja, og rennur út úr hon- um slefan á hálsklút drengsins. Nú fer úlfurinn að verða heldur nærgöngull, hann stígur öðrum fæti yfir drenginn, svo hann hefir hálsinn á hon- um rétt á milli framfótanna. Þá sér drengur, að ekki er lengur til góðs að gjöra, og hugsar: það er annaðhvort líf eða dauði! Hann grípur þá snögt með báðum liöndum um framfætur úlfsins, stekkur upp með hann á bakinu, eins og örskot, dregur hann fast upp að sér og gengur af stað. tJlfurinn reyndi til að bíta, en drengurinn hélt honum svo rígfast upp að sér, að hann gat ekki komið kjaftinum við; lá skolturinn á honum fast við vinstra kinnbein drengsins, en tungan hékk niður með munnvikunum á honum. tJlfurinn stundi eins og verið væri að hengja hann, og reif drenginn með afturklónum til blóðs á kálfunum í gegnum buxur og stígvél. Faðir minn! faðir minn! kallar nú drengur er hann kemur að húsinu. Faðir minn! fyrir Guðs skuld faðir minn! kallar hann í dauðans ofboði, því enginn heyrði. Dyrunum var lokað að innan en drengur var kominn að niður- falli. Hann gat ekki barið á liurðina, því hann hafði báðar hendur við axlir fastar; og með fæt- inum þorði haun ekki að berja, því að hann var hræddur um, að hann kynni þá að missa jafnvægið. Hann hlevpur þá aftur á bak með úlfinn á 'hurðina, svo úlfurinn kendi til og skrækti. Þá geltu hund- arnir inni. Faðir minn, fallar drengur nú, í Guðs nafni ljúlktu upp! Eg er með lifandi úlf á bakinu! Faðir hans heyrði þessi orð, þrýfur kúlubyssu og kemur út í dyrnar. Skjóttu ekki! kallar sonurinn; en ljúktu upp hlöðunni! Þegar búið var að því, kastaði hann úlfinum inn. Þar tóku þundarnir við honum og gjörðu út af við hann. DREtfGURINN MEÐ PYNGJURNAR. Snemma morguns einn góðan veðurdag ávarp- aði lítill drengur vel búinn herramann, sem var á gangi með ungri stúlku í dýragarðinum í Berlín- arborg á Prússlandi, og biður hann innilega að kaupa af sér eina pyngju; en sýnir honum um leið margar pyngjur, sem hann bar í bréfpoka. Herra- maðurinn segist ekki þurfa á þeim að halda, og lengur leið sína. Drengurinn hleypur á eftir 'hon- um og segir: herra minn góður! þér kaupið þó af mér eina pyngju handa stúlkunni yðar; vesling- urinn hún móðir mín hefir prjónað þær; og ef eg ekki fæ neina skildinga f^rrir þær, þá höfum við ekkert til að borða í kveld. Síðan segir hann frá því að faðir sinn hafi verið hermaður, og hafi fall- ið í bardaganum við Leipzigarborg, og að sjálfur eigi hann tvö svstkini yngri. Herramaðurinn horfir framan í drenginn, sem hann sér að sann- leikurinn og sakleysið skín út úr, og spyr hvað pyngjan kosti. Drengur segist vilja fá 8 skildinga fyrir pyngjuna. Herramaðurinn tekur þá hjá honum 12 af þeim, og fær honum fyrir stóran gull- pening. Nei, herra minn góður! isegir drngur og horfir á peninginn, þetta er víst of mikið! Herra- maðurinn segir að hann skuli þó hafa það, og færa móður sinni; spyr hann svo að nafni hennar og húsi; heldur síðan áfram ferð sinni og skilhr við drenginn, sem ekki réði sér fyrir undrun og gleði. Seinna um daginn kemur einn af hírðmönnum konungs inn til móður drengsins og spyr sig fyrir, > hvort alt sé eins og drengur hafi sagt. Það hafði þá verið konungurinn sjálfur og dóttir hans, sem Guð hafði vísað drengnum á, til að tjá fyrir bág- indi móður hans. Hún hafði á sér almennings orð fyrir ráðvendni og dugnað. Og það varð þá árangurinn fyrir hana af útgöngu konungs þenn- an morgun, að hann gaf henni 100 rbd. árlega til að lifa af, og lét setja drenginn í skóla til ment- unar. BETHLEHEM. 1 landinu helga, eða Gyðingalandi, heita tvö smálþorp Bethlehem; annað þeirra lá í Galileu næstum fjórar þingmannaleiðir fyrir norðan höf- uðborg landsins, Jórsali; og er þess að eins getið í einum stað í ritningunni, Jos. 19,15. Þeim mun nafnkunnara er hitt þorpið, Bethlehem í Judeu; og er þess getið á mörgum stöðum bæði í gamla og nýja testamentinu. Þessi 'hin síðari Bethlehem liggur gihla bæjarleið fyrir sunnan Jórsali utan í brekku, sem er mjög fögur og frjósöm; vex þar bæði vínviður og viðsmjörsviður; og var Bethle- hem isú þess vegna kölluð “Brauðhús”. Þar var það, að Davíð konungur fæddist, og þess vegna var hún kölluð Davíðsíborg; nálægt henni var það, sem Jakofo lét grafa konu sína Rakel, og Davíð faldi sig með félögum sínum í helíinum Adullam, þegar Sál sat um líf hans; nálægt Bethlehem ligg- ur líka Karmel, þar sem Nabal bjó með Abigael; og Hebron, þar sem forfeðurnir bjuggu í tjöldum sínum og voru síðan’grafnir.' En þó að Bethlehem sé nú að vísu orðin nafnkunn og fræg af þessu, þá er þó enn einn atburður, sem hún er frægust fvrirT og frægari en allar aðrar höfuðborgir í landinu helga; því frá Bethlehem út gekk yfirhöfðingi Ísraelsmanna, hvers uppruni var frá aldaöðli, í frá dögum eilífðarinnar. Hér fæddist 1 nætur- þögninni sá, sem er lífsins forauð, Jesús Kristur, sonur Guðs og Maríu, drottinn dýrðarinnar; ekki var hann í heiminn borinn í neinni konungshöll, lieldur í útihúsi, var vafinn reifum og lagður í jötu; hér hljómuðu lofsöngvar englanna, er þeir komu með jólatíðindin um frið og frelsi niður á jarðríki; hér veittu hinir guðhræddu hifðar, sem heyrðu og trúðu því, er englamir sögðu, ungbarn- inu Jesú hina fyrstu lotningu og hollustu; hingað komu líka hinir þrír vitringar úr Austurlöndum, þeir er stjarnan á himnum leiðbeindi, tilbáðu bam- ið og færðu því gáfur; og hér var það sem hin mörgu piltborn voru deydd eftir skipun Herodesar konungs hins grimma. A öllum öldum hefir mikill f jöldi manna teki-st ferð á hendur til Bethlehem, til að sjá þar og skoða hina merku og minnilegu staði; þar hafa og á ýmsum tímum verið bygðar skrautlegar kirkjur, og þar á meðal klaustur eitt, þar sem hinn helgi Hieronymus lifði síðast æfi sinnar, og dó 420 ár- um eftir Krists burð; klaustrið kvað enn nú standa á þeim stað, er .Tesús fæddist. Á vorum dögum eru hér um bil 2500 innbúar í Bethlehemsbæ, og hafa þeir ikaþólskan átrúnað; enda verzla þeir mikið með talnabönd og krossmerki, og þess kon- ar helga dóma; þar má og sjá margar rústir af skrautlegum kirkjum og byggingum. En þó að Bethlehemsbær hyrfi með öllu burt af jörðinni, þá mundi þó nafn hans geymast um aldur og æfi ekki einungis í hinum helgu bókum ritningarinnar, heldur einnig í lifandi hjörtum allra þeirra manna, sem finna til þesis, að Jesús er hið sanna lífsins brauð; því í brjóstum þeirra manna fæðist hann æ af nýju fyrir trúna. Og takist þér nú líka, ferð á hendur til Bethle- hem. Hugsið oft um frelsara yðar, þar sem hann lá eins og ungbarn í jötunni, og færið honum þá gáfuna, sem þér eigið bezta til, saklaus og við- kvæm hjörtu! FAÐIR MINN STENDUR VIÐ STÝRIÐ. . BORGARÍSINN 1 GRÆNLANDI. Svo segir ferðamaður nokkur frá: “ Sumarið 1838 var eg staddur norður á Grænlandi, og fór frá Góðhöfn 11. júlí í opnum bát með 3 útvöldum ræðurum til að kanna strandirnar. Þá var alt fult með Iandi fram af borgarísi og jöklum. En af því að hiti var mikill í Grænlandi þetta sumar, voru ísstöplarnir orðnir svo meirir, að einlægt voru að hrynja úr þeim, og helzt á nóttunni, skrið- ur og sTór brot með þeim óvenjulegum dynkjum, eins og verið væri að skjóta af fallbyssum, og drundi svo undir uppi í fjöllunum. Einhverja nótt er eg vakti, gjörði eg mér þáð til ekemtunar að telja dynkina, og taldist svo til, að einn dynkur varð á hverjum 5 mínútum. Af þessu varð sjór- inn fullur af egghvössum ísjökum, svo stundum var ómögulegt áfram að komast. Urðum vér að neyta allrar orku til að íta jökunum til hliðar með stjökum; því ræíkist báturinn á þá, var eins og hann kæmi við harðan klett. Hingað til hafði eg þó verið svo heppinn, aldrei að vera öf nærri nein- um stöplinum í því hann hrundi, og hafði eg þó farið allnærri mörgum. Hinn 21. júlí sigldum vér í auðum sjó með landi fram innan um stóra hópa af teistum og æðarfuglum, sem flögruðu til og frá j kringum bátinn. Þegar lcomið var skamt af mið- aftni, sá eg á landi uppi græna flöt, og hugsaði mér að vera þar um nóttina, því heldur sem land- takan var góð, er þar var mjúkur sandur milli flatarinnar og fjörunnar. Þá er vér lögðum þar að landi, styggðist upp snjohvítur héri, sem komst undan kúlum þeim, er vér sendum honum, með því hann stökk frálega til fjalls upp. Sólskin og blíða var um kveldið, en eins og móða á loftinu. Yér vorum nú búnir að bera áf bátnum og koma öllum farangrinum upp á flötina; fórum vér svo að setja með köllum og sönglist, hvað eð vakti forvitni í einum sel, sem rak upp trýnið rétt hjá okkur; og virtist oss sem honum væri skemt. En í þessum svifum heyrum vér óttalegan skruðning, sem kom frá ísjökli, er stóð þar skamt frá oss fyrir landi fram. Hafði losnað um allan efri liluta jökulsins, svo hann féll með fljúgandi ferð niður í sjó, og gjörði það skvamp, sem ómögulegt er að lýsa. Sjórinn spýttist í háloft eins og í mesta særoki; og þegar 'hann féll niður aftur, myndaði sólin liina fegurstu regnbogaliti. Þegar jökulbrotið kom nið- ur, varð svelgur eftir það í sjónum, og þar streymdi hann nú niður í eins og í harðasta foss- falli. .Tökulbrotið kom nú ekki heilt upp aftur, heldur skaut því upp í smájöklum, er það hafði molast í sundur við botninn; og fyrir það varð sjórinn í einlægum hvítum löðurliræringi. En þessi fagra og furðulega sjón var ekki þar með búin. Jökullinn, sem eftir sat, stóð botn. Við það nu að efri hlutinn hafði fallið niður, þá misti ihinn, sem eftir var, jafnvægið. Fyrst tók hann þá nokkrum sinnum þungar dýfur, er hann rugg- aði til á ibáðar hliðar. Því næst kollsteyptist hann með hvínandi rokum, hóf sig upp aftur til hálfs, og lyfti þá með sér miklu vatnsmegni, sem nú steyptist aftur til allra hliða í freyðandi fossfalli. Loksins jafnaði hann sig smátt og smátt eftir margar dýfur upp og niður, sem minna kvað að, og veitti þá þeim endanum upp, sem áður hafði snúið niður, og sem þess vegna var blakkur og óhreinn. Yér horfðum á þessa 'stórkostlegu sjón þegjandi og undrandi, og hugsuðum ekki um nein- ar afleiðingar af þessu. En þær biðu ekki lengi, og höfðu því nær gjört oss Ihið mesta tjón, sem vér gátum orðið fyrir, eins og nú stóð á fyrir oss, er við sjálft lá að vér mundum missa bátinn. Boða- föllin, sem komu í sjóinn, þá er jökullinn var að kollsteypast, gripu fljótt um sig. Bylgjurnar færðust í kring út til allra hliða, og var sú aldan, sem eftir reið, æ stærri og voðalegri en hin, sem undan fór. Þannig féllu sjóirnir með vaxandi afli upp á sléttan sandinn, þar sem vér stóðum við bátinn. Vér héldum í hann af öllum kröftum, svo ritsogið sliti hann ekki úr höndúm vorum. En vér reyndumst hér vanmáttugir í viðureign við höfuð- skepnuna, sem heita mátti í hamförum. Þar kom loks ein hafskeflan, sem féll oss upp undir hendur. Hún sleit af oss bátinn, og fleigði honum eins og sopp á íhliðina hátt upp á sandinn, ásamt með stærri og smærri jökum; og við sjálft lá, að hún mundi færa oss á haf út, er hún sogaði út aftur. Svo vorum vér hepnir, að enginn af oss varð fyrir neinu jakabroti, sem kastaðist í land; hefði þó hvert eitt getað limlest oss, enda slysað til dauðs.. Ekki háfði heldur báturinn fengið neinar skemdir, nema losnað hafði um dragið. Svo hollur er sá sem hlífir! GÓÐ BÓK. Ein bók er til af fróðleik full, með ifagurt letur, skírt sem gull, og ágæt 'bók í alla staði, með eittihvað gott á hverju blaði. Hvort sýnist þér ei stíllinn stór: hinn stimdi himinn, fjal og sjór? En smátt er letrið 'liíka stundum: hin litlu blóm á frjóvum grundum. á Þar margt er kvæði glatt og gott; um góðan höfund alt ber vott. » Og þar er fjöldi’ af fögmm myndunn: aif fossum, skógum, gjám og tindum. Les glaður þessa góðu bók, sem Guð á himnum saman tók. Sú bók er opin alla daga og indælasta skemtisaga. Valdimar Briem. 1} Hafnsögumaður sigldi einu sinni með syni sínum 11 ára gömlum í m'esta hafróti af stórsjó og stormi út til skips, sem vildi komast inn á höfn. Þegar þeir feðgar Voru komnir upp á skipið, fór faðirinn undir stýrið, en sonur hans stóð hjá hon- um. Eftir það óx stormurinn svo ákaflega, að skipverjar urðu hrseddir, og alt komst á tjá og tundur innan um skipið. Meðan á hrynunni stóð var drengurinn hjá föður sínum, og bar ekki neitt á honum. Skipherrann tók eftir því, víkur sér að drengnum og segir: hvernig getur þú verið ó- hræddur og öruggur, hnokkinn þinn, þegar alt ætlar svona af göflum að ganga? Drengur lítur brosandi upp á hann og svarar: hann faðir minn stendur við stýrið ! , Eg veit ekki, hvort þetta svar hefir haft nokk- ur áhrif á skipherrann; en ekki er það ólíklegt, að það hafi mint hann á hinn himneska föðurinn, án * hvers vilja ekki eitt hár fellur af höfði voru. Þér eruð, börn! enn þá stödd nálægt landi, og englar Guðs fleyta skipum yðar í landvarinu. En sá kemur tíminn, að þér berist út á ólgifsjó lífsins. Þegar þá stormarnir æða, og öldurnar skella yfir böfuð yðar, þá minnist orða drengsins, og segið eins og hann: faðir minn stendur við stýrið! Því yðar himneski faðir víkur ekki frá stýrinu, hvern- ig sem alt veltist. *

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.