Lögberg - 17.07.1919, Side 3

Lögberg - 17.07.1919, Side 3
''•> * LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ 1919. Bls. S Vane «g Nina EFTIR Charles Garyice Júlían ibrosti og ypti öxlum. “Eg er mjög hneigður fyrir efnafræði, það var faðir minn líka — og það var ein af orsök- unum til ósamlyndis hans og gamla jarlsins. Því hann gat ekki skilið þess konar tilhneiging- ar af Mannering ættinni. Eg nota herbergið hérna til hliðar við efnarannsókú. Langar þig til að líta á það?” Hann stóð upp, gekk að dyrunum og opnaði þær. Vane leit þangað inn. Það var lítið her- bergi með einum glugga, er gul silkiblæja huldi. Undarlegt eldstæði var þar, krukkur, könnur og margt fleira, sem nota verður við efna rann- sóknir, og á veggjunum voru hillur með bókum og glösum. Vane leit áhyggjulaus á þetta, hann var ekki hneigður fyrir efnarannsókn. “Þetta er þó undarleg hugmynd,” sagði hann. “Hvaða gagn hefir þú af þessu?” “ Ó, — það er skemtun fyrir mig að fást við þetta. Þú ert eflaust hneigður fyrir alls konar útileiki og íþróttirf” Vane kinkaði kolli. “Já, það er eg áreið- anlega. Eg hlakka til veiðiferðanna í Lesbor- ough. Hvað er það, sem er yfir eldinumf Það orsakar líklega lyktinaf” Júlían tók lítinn skaftpott burt frá eldin- um, sem var hitasmár. “Ó, það er aðeins lítil tilraun,” sagði hann. Hann gekk aftur inn í dagstofuna. Vane tók eftir hljóðfærinu. “Hefir þú gaman af hljóðfærasöngf ” spurði hann. “Sjálfur leik eg lítið, en eg er þakklátur áheyrandi. öerðu svo vel að leika og syngja ofurlítið fyrir mig, ef þú ert vel fyrir kallaður.” Júlían ýtti vindlakassa til Vane, gekk svo að píanóinu, lék fáeina tóna og byrjaði svo að syngja. Vane hlustaði hrifinn. “Þú getur nær sem er komið fram í söng- ieikhúsi,” sagði hann að síðustu. “Þú hefir aðdáanlega rödd.” “Eg held að móðir mín hafi verið góð söngkona,” sagði Júlían látlaust. Vane, sem var óvanalega móttækilegur fyr- ir áhrif söngs, stundi; hinir mjúku, kvartandi tónar drógu eyjuna fram fyrir hugskotssjónir hans. “Nú verð eg að fara,” sagði hann loks. “Vinir mínir, Letchford hjónin, sem eg er hjá til heimilis, furða sig eflaust á því, hvað orðið sé af mér. Það er þá afráðið að við förum til Lesborough á morgun. Veizt þú nær lestin ferf ” “10.15 frá Waterloo stöðinni,” sagði Júlí- an — liann hafði litið eftir því, þegar hann hélt að hann væri orðinn jarl. Vane þrýsti hlýlega mjúku, hvítu hendina hans. “Hittumst heilir á morgun.” Júlían fylgdi honum til dyranna, og horfði á eftir þessum beinvaxna, þreklega manna, þeg- ar hann gekk burt. Svo fór hann upp í dag- stofuna aftur. Gamla konan var að ryðja borð- ið; hún hætti því og horfði spyrjandi á húsbónda sinn. Hann benti henni að eins að hún skyldi fara, hné niður á stól og huldi fagra andlitið með höndum sínum. Strax á eftir tautaði hann: “Aðeins hann á milli mín og jarlstignar — milli mín og auðlegðar. Og hann er ekki giftur. Hann er eins ungur og eg. Að eins hann. Ef eitthvað vildi honum til — en það gerir það lík- lega ekki. Hann lifir þangað til hann verður níræður. Þetta er mín vanalega óhepni — hún eltir mig altaf. Mig langar til að bölva honum fyrir liið vingjarnlega tilboð hans. En bann- færing drepur hann ekki — ef hún að eiris gerði það.” XII. KAPÍTULI. Vane yfirgaf hún Júlíans með undarlegum hugsunum. Hann bar hlýjan hug til frænda síns. Eins og hann hafði sagt, er blóðið þykk- ara en vatn, og Vane varð hrifinn yfir því, hvernig Júlían tók vonbrigðum sínum, og að hann bauð þeim manni vináttu sína, sem hafði eyðilagt framtíðarvonir hans. En það var eitt- hvað við Julían — dimma, undarlega heimilið hans, hve mikið liann hugsaði um efnafræði, eitthvað í djúpu, geislandi augunum hans og það, hvernig liann liálflokaði augunum, eins og hann vildi dylja svip þeirra, — það hafði frá- hrindandi álirif og varpaði skugga á velvildina, sem hið fagra andlit og hinn tígulegi líkamsvöxt- ur vakti. “Taugar mínar eru í algerðri óreglu,” sagði hann við sjálfan sig. “Hvernig sem alt gengur, verð eg að reynast honum sannur vin- ur. Hann er eini ættinginn sem eg á nú — og hann verður jarl þegar mín missir við. Eg gifti mig aldrei. Við skulum verða hreinskilnir vinir! ” Svo sneru hugsanir hans sér að Nínu eins og vant var. Þó að liann væri sannfærður um öð hún væri druknuð, hafði hann samt sem áður, eftir að hann kom til London, gert allar_hugs- anlegar rannsóknir á öllum gufuskipa skrifstof- um. En af einkennilegri tilviljun liafði hann ekki fundið eigendur “The British Queen”, eða séð frá^ignina í blaðinu um ungu stýlkuna, sem fanst fl^tandi á liafinu á flotaleifum. Nei, hún hlaut að vera dáin, og hann vissi að hann mundi syrgja hana á meðan hann lifði. Hann hélt áfram án þess að gæta þess hvert hann fór, og þegar hann að nokkurri stundu lið- inni vaknaði af draumum sínum, var hann í Picadilly við innganginn að Ilyde Park. Hann ráfaði hugsunarlaust inn í listigarðinn og stefndi að The Row. Þar var troðfult af mann- eskjum og Vane hallaði sér upp að brjóstriðinu og horfði á alla sem riðu fram hjá honum. Al- staðar ómaði skemtilegt samtal og hlátur, og Vane fanst afar einmanalegt, þar sem hann stóð. Nokkrir þeirra, sem stóðu í nánd við hann, töluðu svo hátt að hann heyrði glögt hvað þeir sögðu. Hann hlustaði ósjálfrátt. “ Já, liún er liér í dag. Mér sýnist hún líta yfirburðavel út.” “Þetta er í fyrsta skifti sem hún hefir kom- ið í ljós hér síðan hann dó. Það hefir verið af- ar sorglegt fyrir hana — voðaleg vonbrigði! Að liugsa sér að neita markgreifa af þessum ástæð- um. Fæstar ungar stúlkur mundu hafa gert Iþað.” “En ekki hún,” sagði ungur maður þvöglulega. “Hana er ekki svo auðvelt að veiða. Hún misti markgreifann, én hún getur máske náð í hertoga í stað hans. ’Sko, þarna kemur liún.” “Þessi svarti reiðfatnaður á líklega að tákna sorg,” sagði ein kona. Vane ætlaði að snúa sér við, en þá varð honum litið á kvenmann, sem kom ríðandi í hægðum sínum til hans. Hann gat ekki varist því að veita henni eftirtekt, því hún var óvana- lega fögur stúlka og sat á aðdáanlega fallegum hesti. Hinar órólegu hreyfingar þessa fjöruga aýrs, virtust engin áhrif hafa á hana. Við hlið hennar riðu tveir eða þrír karlmenn, og þegar hún nam staðar lítinn spöl frá Vane, komu fleiri menn til hennar, sem sjáanlega langaði til að tala við hana, og allir, sem fram hjá fóru, litu til hennar með aðdáun. Hún var töfrandi fögur ung stúlka, og sat bein og kjarklega á hestinum. Augun skinu sem gimsteinar oglá vörum hennar lék dreym- andi bros. Þegar hún var ein, varð svipur augnanna oft kaldur og harður og varirnar broslausar og þunnar, en þegar hún var hjá öðrum, fengu augun og varirnar þann svip, sem henni þóknaðist að gefa þeim. Þegar Vane sá hana, hrökk hann við; svo varð hann næstum óeðlilega rólegur, sem kom honum til að undrast yfir sjálfum sér. Fyrir ekki mjöglöngum tíma síðan, hafði fegurð henn- ar og rödd komið lijarta hans til að slá hraðara, og blóðinu til að renna fljótara um æðarnar. Hann stóð á sama stað og leit á hana róleg- ur og kærulaus. Litlu síður yfirgaf hún aðdá- ondur sína og reið í hægðum sínum til hans. Hann studdist við brjóstriðið og beið hennar. Hún var næstum komin til hans, þegar hún sá hann, af því hún var að heilsa fáeinum vinum brosandi, hins vegar við brautina. Hún gat ekki komist hjá því að veita beinvaxna og kraftalega líkamanum hans Vane, og fagra and- litinu eftirtekt, og á sömu sekúndunni þekti hún hann. Ilún lokaði augunum allra snögg\Tast, and- litið varð náfölt og brosið dó á vörum hennar. Hún tók ósjálfrátt svo fast í taumana, að hest- urinn nam staðar og hristi höfuðið óþolinmóður. Hún var komin svo nálægt Vane, að hann sá glögt hve varir hennar skulfu. Hann rétti úr sér, og með þeirri ró, sem hann furðaði sjálf- an á, tók hann ofan hattinn. Hún laut niður og sagði svo lágt að naum- ast var heyranlegt: “Vane.” “Góðan daginn, lafði Marlingford,” sagði hann með kaldri kurteisi. Hún beit á vörina og leit dýpra niður. “Lafði Marlingford”, var sem snoppungur frá þeim manni, sem var vanur að hvísla “ Judith” með þeirri rödd, er skalf af blíðri og viðkvæmri ást. “Eg vissi ekki að þú varst komin aftur,” sagði hún. “Og hvers vegna kallar þú mig lafði Marlingford?” Hún hnyklaði brýrnar. Hann hafði ástæðu til að undrast vfir þess- ari spurningu, en á þessu tímabili æfi sinnar var hann laus við öll ytri áhrif. “Hvernig ætti mér að geta skjátlað?” spurði hann svo kæruleysislega, að það vakti meiri gremju hjá henni, heldur en beisk orð hefðu getað. “Þér voruð að því komnar að giftast lávarði Marlingford, þegar eg fór af landi brott, eins og þér munið.” Hún leit til hans. Sami fólkshópurinn og hann hafði óafvitandi lilustað á áður, gat nú lieyrt til þeirra. Hún hreyfði hendina til bend- ingar. “ Viltu ganga lítinn spotta lengra upp eftir brautinni?” spurði hún lágt. Vane hikaði ofur lítið. Hann hafði elskað þessa stúlku taeð þeirri ást, sem liann hélt að mundi verða eilíf. Hann var næstum búinn að missa vitið þegar hún sveik hann, og nú langaði hann ekki til að tala við hana. Ast hans til Nínu — og hve hrein og sönn hún var, ólík ástríðunni sem hann bar til Judith — hrakti | burt allar hugsanir um aðrar stúlkur. tín hann gat ekki neitað bón hennar, kinkaði kolli og varð henni samferða þangað, sem þau gátu talað saman ótrufluð. Hún stýrði hestinum að rima- girðingunni og laut niður, svo hún gæti hvíslað að honum. Hann sá mjög vel hve yndisleg hún var, en honum fanst sem hann væri að horfa á fagra mvndastyttu eða málverk. “Veizt þú það ekki? Hefir þú ekki heyrt neitt?” sagði hún með skjálfandi rödd, sem vön var að hafa viðkvæm áhrif á hann. “Heyrt hvað?” spurði hann styttingslega. Hún leit til hans sorgþrungnunj augum. “ Vesalings Marlingford lávarður dó — rétt áður en við ætluðumst að giftast, ” sagði hún með ekkaþrunginni rödd. Vane leit alvarlega til hennar. “Vesalings maðurinn,” sagði hann róleg- ur. “Það var leiðinlegt fyrir hann.” Og hann sagði þetta af hreinni sannfæringu, því hann mundi vel hve örvilnaður hann varð, þegar hann hélt sig hafa mist hana fyrir fult og alt. “Eg hefi ekki heyrt —-------” Hún stundi þungan. “Nær komst þú aft- ur til Englands. Við heyrðum að þú mundir hafa druknað. Og eg — eg varð svo sorgmædd. Eg fann — Nær komst þú?” “Fyrir skömmu síðan,” svaraði hann. “Svo Marlingford lávarður dó. Leyfið mér að láta í ljós hreinskilna hluttekning mína í kjör- um yðar, ungfrú Orrne.” Hún leit til hans ásakandi augum. “Ungfrú Orme! Getur þú þá ekki fyrir- gefið, Vane? Þú skildir það ekki! Og þú skil- ur það ekki núna heldur —” Fyrirlitningarsvipur lék á vörum Vane. “Afsakið”, sagði hann með kaldri kurteisi, en ekki meira. Hún stundi aftur, um leið og hún reyndi að hugga órólega hestinn sinn. “Eg er fús til að skýra þetta málefni fyrir þér — en get það ekki hér. Eg óska þér ham- ingju, Vane.” “Með nafnbótinni ? ” sagði hann. “Þúsund þakkir.” Hún leit á slitna fatnaðinn hans, og hann bætti við: “í gærkvöldi fékk eg fyrst að vita um þetta alt saman. Eg kom aftur frá-----eg var að svipast eftir vinnu fyrir mig, þegar Sir Charles Letchford fann mig af tilviljun.” Hún rykti höfðinu til. “Letchfords? Einmitt það. Þau voru einu sinni mínir beztu vinir, en Blanche hefir forðast mig síðan-----Hún skildi jafn lítið og þú, að eg var fórn kringumstæðanna. Þú veizt, hvernig pabbi er, hvernig alt líf mitt hefir verið-----” Vane horfði rólegur á hana. 1 rödd hennar var bænarhreimur, sem liefði hrifið hann fyrir nokkrum mánuðum síðan, en hafði nú engin áhrif á hann. “Eg get ekki sagt þér alt saman hérna,” sagði hún. “Viltu ekki koma heim til okkar?” Vane hikaði augnablik. Ef sá kvenmaður, sem hikar, er glataður, hve miklu fremur er þá karlmaðurinn það. “Þökk fyrir, mér skal vera það ánægja,” svaraði hann. Hún brosti næstum því með þakklátri auð- mýkt. “Það er vel gert af þér. Mig langar svo mikið til að hevra hvað fyrir þig hefir komið. Þú segir mér frá öllu, er það ekki?” Vane vissi vel, að það mundi hann ekki gera, en hann svaraði kurteislega: “Það skal eg gera.” “Þú lítur ekki hraustlega út,” sagði hún með viðkvæmni. “Eg hefi ekki verið heppinn,” svaraði Vane, “og það er svo stutt síðan eg heyrði um breytinguna á kjörum mínum, að eg hefi enn ekki haft tíma til að átta mig á henni til hlýtar.” “Eg er líka breytt, getur þú ekki séð það?” spurði hún með hægð. “Nei, það get eg ekki,” svaraði hann. “Mér sýnist þú jafn fögur og áður, Judith.” Hann hafði ætlað að segja “ungfrú Orme”, en hon- um varð óvart að nefna hið kunnuga nafn. Það glaðnaði snöggvast yfir henni. “Finst þér það? Jú, eg hefi breyzt all- mikið. Þú kemur þá — við erum í sama, gamla húsinu,” “Þökk fyrir, eg skal ekki gleyma að koma,” sagði hann. “Það er sannarlega vel gert af þér. Nær ætlar þú að koma? Á morgun?” “Nei, ekki á morgun,” sagði hann ósjálf- rátt. “Þá á eg atmríkt, eg verð að fara öfan til Lesborough. En þegar eg kem þaðan aftur, ætla eg ið koma.” Hún laut áfram og rétti honum hendi sína, sem hana hafði oft kyst. “Undir eins og þú kemur hingað aftur,” sagði hún og hélt áfram. Hún stefndi að Queen Anna götu, og þótt hún við og við tæki kveðju einhvers kunningja brosandi, gerði hún það alveg ósjálfrátt. Hún nam staðar fyrir framan eitt af litlu húsunum við St. Markus torgið, sem fylgja tízk- unni þó þau séu lítil og óhentug, og þegar hesta- sveinn hennar var búinn að hjálpa henni af baki, gekk hún inn í húsið til dagstofunnar. Á borðinu, sem stóð við gluggann er sneri að jurtngarðinum, voru matarneyzlu áhöldin. Judith aringdi eftir tekatlinum og hné niður í ruggustól. Glófana tók hún af höndum sínum. Þegar vinnukonan lét teketilinn á borðið, heyrðist létt en óstöðugt fótatak í stiganum, og rétt á eftir kom miðaldra, ef ekki vngri, maður inn i stofuna. Hann var lítill vexti og andlits- drættirnir jafn smágerðir og hjá kvenmanni. Hár hans—sem var snildarlega gerð hárkolla— umkringdi að nokkru leyti andlit, sem var tál- litað með mikilli snild, svo það leit út sem það tilheyrSi tuttugu og fimm ára gömlum manni. Hann var prúðmannlega klæddur, en hann var dálítið úteygður og blóðflekkir í augunum, sem vakti grun hjá ókunnugum um liinn rétta aldur Sir Chandes Orme. Julith leit upp þegar faðir hennar kom inn í herbergið með falska, unga andlitið, og svipur fallega andlitsins hennar varð harður og kaldur. “Þú kemur snemma heim, pabbi,” sagði liún styttingslega. “Já, það geri eg,” svaraði hann. Hann hafði neytt hádegisverðar í gildaskálanum sín- um og ekki sparað, svo hinn óholli roði í kinn- um lians reyndi árangurslaust að troða sér í gegnum tállitinn. “En eg kom snemma af þeirri ástæðu, að eg hafði nýung handa þér. Vane Mannering er hér—hér í London.” Hann hné niður í stól og sendi þýðingar- mikið bros, en áhrifin af brosi hans skemdust af kampavíninu, sem liann hafði drukkið með há- degisverðinum. “Hann er kominn aftur,” bætti hann við. Gamli Fanworthy sá hann—enginn getur forð- ast gamla Fanworthv—, eins og þú eflaust veizt þá er Mannering orðinn jarl af Lesborough.” “Egveit það,” svaraði Judith róleg. “Og hefðir þú ekki skift þér af okkur, þá væri eg heitmey Vane núna—máske kona liaps.’^ R. S. ROBINSON *tIM 1W nso.voo.ee Kaupir og selur Húðir, Ull og Seneca Rót HRAAR HÚÐIR OG SKINN No. 1 Saltafcar gripahtítSir .......24—.26 No. 1 SaltatSar Kip hútiir __...-._ .28—.32 No. 1. SaltatSar kálfahúSir _____ .45—.50 No. 1 Beztu Seneca rætur ______________ 1.00 No. 1VU11 ...........................40—.45 Senclið beint HestahúSir, hver ............ $6.00—$.10.00 til Hæzta verS fyrir kindagærur. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East MHi Ittttt*. Wuk., I.tl EOmrtn. AHa u ru. iu K—n. 0*t TIL ATHUGUNAR 509 menn vantar undlr eins tll þess aO læra a8 stjðrna bifrelBum og rasvélum — Tractors a Hemphllls Motorskðlanum I Wlnnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda 1 Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjörnuSu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar orSiS aB fara f herþJOn- ustu eSa eru þá & förum. Nú er timi til þess fyrir ySur aS læra gö*a 18n og taka elna af þeim stöSum, sem þarf aS fylla og fá f laun fr4 % 80—200 um m&nuSlnn. — JaS tekur ekki nema fáeinar vlkur fjntr ySur, aS læra þessar atvlnnugrelnar og stöSumar blSa ySar, sem vtl- fræSingar, btfreiSastjörar, og vélmeistarar á skipum. NámlS stendur yfir 1 < vlkur. Verkfærl frf. Og atvtnnuskrlf- stofa vor annast um aS tryggja ySur stöBurnar aS enduBu námt. SláiS ekkl á frest heldur byrJiS undir eins. VerSskrá send ökeypls. KomlS til skölaútibús þess, sem næst ySur er. Heniphllls Motor Schools, 220 Padflo Ave, Wlnnipeg. Útibú f Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbrldge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. V/* .. 1 • V timbur, fialviður af öllum Njrjar vorubirgoir tegu«ium, geirettur og ai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limlted------------------ HENRY AVE. EAST WINNIPEG The Campbell Studio Nafnkunnir Ijósmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart lðnaðarhöllinni Stœrsta og clzta Ijósnyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stsrsta og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. Bráðum fer ekran upp í $100.00 prjáttu og fimm til fjörutlu milur austur af Winnipeg og skamt fráBeausejour, llggur öbygt land, ipeS slbatnandi Járnbrautum, nýjum akvegum og skólum, sem nemur meira en tuttugu og fimm þúsund ekrum, ógrýtt slétt og eitt þaS bezta, sem til er I RauSarárdalnum, vel þurkaS 1 krlngum Brokenhead héraSlS og útrúlS fyrir plög böndans. Viltu ekki ná f land þarna, áSur en verSiS margfaldast? Núna má fá þaS meS lágu verSi, meS ákaflega vægum borgunarskllmálum. Betra aS hitta oss fljött, þvi löndln fljúga út. petta er sfSasta afbragSs spildan i fylkinu. LeitiS upplýsinga hjá The Standard Trust Company 346 MAIN' STREET WINNIPEG, MAJí. C--------- ' VIÐSKIFTABÆKUR ™ (COUNTBR BOOKS Hérna er taekifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur sínar hjá oss. SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNUR. SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL St)t Columbta ^rcöð LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeg Tals. Garry 416-417 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA I VESTURHEIMI P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba. í stjómarnefnd félagsins eru: séra Rögnvaldur Pétursson, forseti, 650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. Bíldfell, vara-forseti, 2106 Portage ave., Wpg.; Sig. Jnl. Jóhannesson, skrifari, 957 Ingersoll str., Wpg.; Asg. I. Blöndahl, vara-skrifari, Wynyard, Sask.; S. D. B. Stephanson, fjármála-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stefán Einarsson, vara- fjármálaritari, Arborg, Man.; Asm. P. Jóhannsson, gjaldkeri, 796 Victor str., Wpg.; Séra Albert Kristjánsson, vara-gjaldkeri., Lundar, Man.; og Sigurbjörn Sigurjónsson, skjalavörSur, 724 Beverley str., Winnipeg. Fastafundi hefir nefniUn fjóröa föstudag hvers mánaðar.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.