Lögberg - 17.07.1919, Side 4
Els. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLÍ 1919.
gUHHHHIUHll
iioQlicug
1 Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Preis, Ltd.,tCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMX: (iARlií 4(6 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utan&skrift til blaðsins:
TI(E eOLUH|BIA PRESS, Ltd.,’Box 3172. Winnipog, Man.
Utanáakrift ritatjóranar •
EDITOR LOCBtSC, Box 3172 Winnipag, R|an,
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið.
-«ÖB*27
Bein löggjöf.
var eitt af þeim málum, sem frjálslyndi flokk-
urinn í Manitoba bafði á stefnuskrá sinni og
lofaði að leiða í gildi undir eins og hann kæmi
til valda. Og það- loforð var efnt af Norris-
stjórninni 1916.
Þessi beina löggjöf var í því fólgin að ef
viss tala af kjósendum vildi fá eitthvað sérstakt
leitt í lög, var ekkert annað en fá hina ákveðnu
tölu kjósendanna til þess að skrifa undir áskor-
un til stjórnarinnar um að lögleiða þetta eða
hitt áhugamálið.
Og á hinn bóginn, ef að stjómin sjálf hafði
emhverja þá löggjöf með höndum sem kjósend-
nrnir væru mótfallnir, gátu þeir krafist þess að
þau lagafrumvörp væru lögð undir atkvæði
kjósendanna áður en þau yrðu að lögum. Með
öðrum orðum, þá var framkvæmdarvaldið í lög-
gjöf tekið úr höndum stjórnar og þings, en lagt
í hendur kjósendanna.
Þegar í byrjun mættu þessi lög mótspyrnu
frá sumum lögfróðustu .mönnum þessa fvlkis.
Þeir létu það álit sitt í ljósi að fylkið væri með
þessum lögum að fara lengra heldur en að
stjórnarákráin gæfi því leyfi til, og ef svo væri,
þá hlytu lögin að vera óleyfileg og alt sem á
þeim væri bygt ólöglegt.
Aftur voru aðrir lögfræðingar sem héldu
því fram að fylkið hefði leyfi til þess að leiða
slík lög í gildi og að stjómin hefði ekkert að
óttast í þeim sökum.
Stjómin, sem málsvari fólksins, varð því
að komast að því ábvggilega, sanna og rétta í
þessu máli og það gerði hún með því að láta
dómstóia ríkisins skera úr.
Málið var fvrst lagt fyrir hæstarétt fvlkis-
ins og þar sótti málið W. H. ^Trueman, en Isaac
Pitblado vafði, og er þar Um að ræða tvo af
hæfustu lögfræðingum bæjarins. En niðurstaða
dómaranna varð sú, að fylkið hefði ekki vald
til þess að búa til slík lög.
Norrisstjórnin var ekki ánægð með þenna
úrskurð, svo hún skaut málinu til æðsta dóm-
stóls ríkisins—leyndarráðs Breta. Hefir það
nú dæmt í málinu og er dómsúrskurður þess
sá sami og sá er áfrýjunardómstóll Manitoba
gaf—sá að fylkið með þessum lögum gangi
lengra heldur en að stjórnarskráin leyfir því og
að lögin séu því ekki á rétti bygð.
Fyrir þessum dómi eru gefnar tvær aðal-
ástæður. ,
Fyrst. Að þinginu standi tveir málsaðilar
—þingmennirnir sem kosnir eru af fólkinu, sem
býr innan vébanda fylkisins og fari með málin
í umboði þess, og umboðsmaður krúnunnar, sem
ex málsvari hennar að því er til löggjafarirnar
kemur.
Annað. Þingmennirnir geta afsalað sér
valdi því, sem þingbundið fyrirkomulag gjörir
ráð fyrir að þeir hafi til framkvæmda, ef þeir
vilja. En þeir hafa engan rétt til þess að skerða
rétt umboðsmanns krúnunnár í þeim efnum—
geta ekki gefið rétt hans í hendur annara. En
það væri einmitt það sem þessi lög gerðu og
kæmu því í báíja við rétt þann, sem stjórnar-
skráin veitir umboðsmanni krúnunnar í þessu
efni, og gætu því ekki staðist.
Um úrskurð þenna er það eitt að segja að
maður verður að gjöra sér hann að góðu þar
til ákvæði þau í stjórnarskránni, sem lögum
þessum eru til fyrirstöðu eru numin úr gildi.
En í anda þessara laga má starfa, eins og að
Norrisstjórnin hefir sýnt, bæði að því er snertir
vínbannslög fylkisins og eins í sambandi við
pólitískt jafnrétti kvenna.
Oss er ekki ljóst, hventig hægt er að halda
því fram með nokkru viti að stjórnin hafi brugð-
ist kjósendum sínum í þessu máli, eins og
blaðið “Voröld” heldur fram. .
Oss getur ekki betur skilist en að það hafi
bJáttJifram verið heilög skylda stjórnarinnar
að ga»ga úr skugga um það að löggjöf þessi,
sem og allar aðrar, hvíldi á traustum grundvelli,
áður en þjóð og þing bygðu framlrvæmdir—og
þær máske afar þýðingfarmiklar—á þeim.
Vér getum ekki betur skilið heldur en að
þeir menn, sem halda því fram, að stjórnin hafi^
átt að láta lögin standa, hvort heídur að þau
komu í bága við stjórnarskrána eða ekki, gjöri
það á móti betri vitund, eða þá að þeir séu svo
skyni skroppnir að þeir ekki sjái út í hvaða
■ógöngur að slíkt hefði getað leitt.
Yfirsjón Bolshevismans
Eftir Count llya Tolstoy.
Aðal yfirsjón Bolsheviki manna á Rúss-
landi er að þeir hafa með öllu misskilið lyndis-
einkenni smábændanna á Rússlandi, sem öfga-
menn eins og Lenine og Trotslcy hafa verið að
, ieyna að skoða gegnum gleraugu Karl Marx.
Þessi partur þjóðarinnar, smábændurnir,
hafa aldrei haft neina trú á sósíalista fyrir-
komulagi í stjórnmálum — hafa aldrei getað séð
hagnað þann efnalegan eða menningarlegan,
sem það fyrirkomulag mundi færa þeim, og því
hafa þeir haldið sig út úr stríðinu á milli auðs
og iðju og afneitað framferði hinna öfgafullu
manna, sem Bolshevikar nefnast. — Þeir hafa
heldur kosið samvinnu og sameigna fyrirkomu-
lag það, sem þeir eru vanir við og sem þeir hafa
notið öldum saman, þrátt fyrir keisaravald og
Bolshevisma.
Þegar að Karl Marx tókst á hendur að velja
hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins nöfn, þá var
það einn flokkur, sem reyndist hinum velþektu
hæfileikum hans ofurefli og sem hin vísindalega
aðgreining hans náði ekki yfir. Og eftir að
hann hafði skift þjóðinni í tvo flokka: Stór-
eignamenn (Bourgeoisie) og vinnulýð (Pivlet-
ariat). Þá var hann í vandræðum með að finna
nafn handa hundrað og fimtíu miljónum smá-
eignabændalýðs (Peasants) á Rússlandi.
Því þegar Marx fór að gæta vel að varð
hann þess var að þessir bændur og jarðyrkju-
menn (Peasants) áttu ekki einasta jarðvrkju-
verkfæri sín sjálfir og yrktu með þeim sitt aigið
land, heldur unnu þeir líka nokkuð áf tímanum
á bújörðum auðmannanna.
Tugir þúsunda af þessu fólki vinna part úr
árinu á sínu eigin landi og hinn partinn fara
þeir inn í borgir og bæi og vinna þar, og þess
' vegna var hvorki hægt að kalla þá auðmenn
(Bourgeois) eðá verkalýð (Proletarians), svo
að Bolsheviki menn í ofsóknum sínum gegn
auðvaldinu hafa ekki gjört neinar tilraunir til
þess að fá þennan hluta þjóðarinnar í lið með
sér.
En sökum þess að sumir af jiessum smá-
bændum eiga erfitt uppdráttar—dragatram líf-
ið og það stundum með naumindum, þá héldu
Bolsheviki menn að þeir mundu talka höndum
saman við vinnulýðinn og snúast með honum og
á móti auðvaldinu. En það brást þeim. Og í
stað þess að gjöra það mynduðu þeir flokk sín
a meðal og var stefnuskrá hans í beinni mót-
setning við það, sem stjórnmálaflol^karnir á
Rússlandi héldu fram.
Rússnesku smábændurnir eru ekki og hafa
aldrei verið sósíalistar.
Fyrirkomulag það, sem þeir hafa vanist og
búið undir frá ómuna tíð eru hin svokölluðu
samvinnufélög (Mirs), og frá því fyrirkomulagi
eru samvinnu og samtaka félagsskapur sprott-
inn. 0g þar sem samtök og sarpvinna eru ekki
mótfallin iðnaðarfyririkomuiagi því, scm nú á
sér stað í heiminum, þá sé eg ekki betri veg til
þess að sætta og sameina auð og iðju.
Þessi félagsskapur (Mir), þar sem honum
verður við komið, er í hverjum bæ og hverri
sveit, og eru þá allir bæjar eða svoitarbúar í
honum. Þeir kjósa sína eigin embættismenn,
tollþjóna og dómara.
Félagið sér þeim fyrir farborða sem óhæfir
eru til vinnu og þeim som ekki hafa nóg fyrir
sig að leggja. Það sér og um fjármálin, ekki
einasta meðlima sinna, helclur tekur það líka að
sér vegagjörðir innan sinna vébanda, byggingar
skóla, leggur til part af kaupi kennaranna,
hvetur til framfara í akuryrkju og kennir með-
limum sínum að hagnýta sér landið sem bezt.
Félög þessi hafa og mörg sína eigin banka. Og
þegar einhver óhöpp henda einhvern félags-
manna, svo sem eignatjón, skjóta félagsmenn
saman fé til þess að koma fótunum undir hann.
Þeir einu stjórnmálaflokkar sem bera vel-
ferð bændanna rússnesku fyrir brjóstinu fá
fylgi þeirra. Og þeir mega heldur ekki leggja
hömlur á samvinnutækifæri þeirra og samvinnu
stjórnarfyrirkomulag. En þeir eru ófúsir til
að gefa upp landbletti þá sem þeir nú eiga, til
þess að gjöra tilraunir með mjög svo óábyggi-
legar hugmyndir æsingamanna.
Það er því þýðingarlaust fyrir Bolsheviki
menn að hrópa á smábændurna rússnesku sér
til hjálpar, til þess að ráða niðurlögum auð-
mannanna á Rússlandi. Smáeignabændurnir á
Rússlandi áttu engan þátt í stjórnarbyltingunni
annan en þann, að taka í sínar hendur lönd,
sem eigendurnir voru búnir að yfirgefa.
Rússnesku smábændurnir hafa ekkert að
segja í sambandi við stjórnarfarið á Rússlandi,
eins og það nú er. En þeir vita að þeir eru lífs-
kjarai þjóðarinnar og að það er undir þeim
komið hvort þjóðin sveltur eða ekki, og þeir
bíða rólegir átekta. Þeir vita ósköp vel að það
er ætlast til þess að þeir fæði tíu sinnum fleiri
ómenni (Parasite), heldur^en þeir þurftu að
fæða fyrir stríðið.
Rússneslcu smábændurnir vita að ávöxtun-
um af iðju þeirra er nú stolið—þeir vita að pen-
ingarnir sem þeir fá eru einskis virði, og að
landið er hvarvetna fótum troðið og eyðilagt.
Ef að Bolsheviki menn eru að deyja út á
Rússlandi, þá er það af því að smábændumir
vilja þá feiga.
• Með þessu er oss sannað að enginn stjóm-
málaflokkur getur haldið völdum á Rússlandi
til lengdar, sem ekþi nær fylgi meiri hluta
þjóðarinnar—sem ekki nær fylgi smábændanna
og þess hlufa þjóðarinnar, sem með þeim rækta
einn sjötta part af landi heimsins 150,000,000
manns að tölu.
Eina stjórnarfvrirkomulagið sem náð get-
ur föstum tölrum á RÚ2,slandi er lýðveldis fyrir-
komulag, þar sem vilji allrar þjóðarinnar get-
ur komið fram og notið sín á lö^gjafar-þjóð-
þingi hennar, og á því þingi hljóta smábænd-
urair að verða í miklum meiri hluta.
Framtíð Rússlands hvílir á bráðabirgðar-
stjórn aðmíráls Kolacks í Síberíu. Við þá
stjórn haldast í hendur stjórn Denikins í suður
Rússlandi og stjórn Tschaikovsky í norður
Rússlandi. Og það sem gjörir hana ennþá
sterkari og sigurvon hennar glæsilegri er að
smábændurnir styðja hana.
Síbería er sá partur landsins sem fyrst nær
sér eftir stríðið, sökum þess, að þar hefir verið
reynt að græða sárin. Þar hafa samvinnufyrir-
komulög (Mirs) svo þúsundum saman verið
sett á stofn. Meðlimatala þeirra skiftir miljón-
um. Alt það fólk, sem hefir snúið sér að því
með alvöru að byggja upp landið aftur og það
að tilfinningin um samvinnufélagsskap er aftur
lifnuð á RússJandi gjörir mig vongóðan um
það að hið göfuga í þjóðinni sigri.
Hvort heldur að sambandsþjóðirnar viður-
kenna stjórnir þessar, sem eru að reyna að
endurreisa þjóðina eða ekki, gjörir ekki svo
" mikið til.
Innan 'lítils tíma verður Bolshevisminn
sveltur og á flótta rekinn af smábændunum.
Og þá eiga þeir eftir að gjöra það, sem þeir
hafa gjört svo oft áður, að endurreisa og endur-
byggja Rússland og leiða hina mssneslku þjóð
á braut friðar og Yelmegunar.
Bjartsýni og æska.
Sá, sem ávalt lítur björtum augum á lífið
og atburðakeðju þess, eldist í raun og veru
aldrei, hvað sem áranum líður. — Bjartsýnin er
i , ,
móöir æskannar. Æskan fóstrar fynrheitm,
og í fyrirheitunum felast frjómögnin, að lífs-
hamingju og andlegum gróðri.
Það er nú orðið langt um liðið síðan að
Bandaríkjaþjóðin átti í borgarastyrjöldinni
miklu, og sú kynslóð að mestu til moldar gengin,
er í henni tók þátt. Þó standa enn nokkrir uppi,
að vísu mjög hnignir að aldri, en þó með blys
æskunnar svo skíðlogandi í sálum sínum, að af
þeim hefir jafnvel aldrei stafað fegurri ljómi.
— Einn slíkra manna er Samuel Fallows, nú
áttatíu og þriggja ára, sem gegnt hefir biskups
embætti síðan 1876.
Ilér fylgja á eftir nokkrir helztu drættirnir
úr grein, sem Mr. Fallows reit í Bandaríkja
tímarit fyrir skömmu, og má af þeim nokkuð
maríka lífsskoðun hans:
“Þótt eg nú hafi náð áttatíu og þriggja ára
áfangastaðnum, þá get eg með ánægju fullviss
að yður um, að kraftar mínir bæði til sálar og
likama eru enn upp á sitt bezta. — Veröldin er
í mínum augum jafnfögur í dag, og framtíðar-
draumarnir eins töfrandi, og þegar eg var um
tvítugsaldur.
Mér hefir aldrei staðið ótti af ellinni, og
þess vegna hefir hún ef til vill farið fyrir neðan
garð.
Eg hefi eiginlega aldrei tekið mér neina
hvíldardaga á æfinni, heldur aðeins skift um
starf, það hefir reynst mér bezta hvíldin.
Ahyggjurnar, eru skæðustu óvinir, andlegr-
ar og líkamlegrar heilbrigði — og því hefi eg
úthýst þeim, hvað sem að" höndum hefir borið.
Ahyggjurnar lama starfsþróttinn, og eiga þess
vegna engan rétt á sér. Áhyggjur, í sambandi
við nútíð og framtíð, eru þó öílu afsakanlegri,
en hugsýki yfir því, sem liðið er, og eigi verður
með nokkru móti við ráðið.
Af hverri éinustu yfirsjón, hefi eg nokkuð
lært, og ávinninginn hefi eg lagt á sparisjóð. —
Framtíðin felur ávalt í skauti sínu ógrynni
af verkefnum, sem vér vitum oss færa, um að
ráða við, þótt stundum geti vitanlega eitthvað
það að höndum borið, er reynist oss ofurefli,
að minsta kosti í svipinn.
Er það þá ekki blátt áfram fjarstæða að
vera með hugsýki út af þeim atburðum, er
framundan liggja, sem vér vitum að vér erum
nenn fyrir, engu síður en meðbræður vorir?
Allar slíkar grillur veikja viljann og rýra
manngildið.
Örðugleikarnir Qg hætturnar eru stundum
ósegjanlega töfrandi, — því þá ekki að mæta
þeim eins og maður!
Eg veit að yður er ljós afstaða mín í sam-
bandi við þá hluti, eða þá atburði, sem eg sag??i .
aS vér gætum ráðið við, en þér munduð ef til
vill spyrja, hvernig fara eigi að til þess að los-
ast við áhyggjur, vegna hinna svonefndu óvið-
ráðanlegu atburða. Eg býst við að þér segið
aS það hljóti að vera mannlegum mætti um
megn. Svo er það líka í vissum skilningi. En
hafið þér aldrei hugsað um það, að utan vé-
banda yðar eigin máttar vakir uppspretta, sem
þér getið sótt í ótakmarkaðan þrótt?------
Veröldin er guðsríki, þar sem lífæðarnar
frá hjarta Guðs hríslast í allar áttir. Ein slíkra
lífæða, er bjartsýmin— og sjálfur Guð, er bjart-
sýnastur alls og allra.----
Bjartsýnir menn fara eigi varhluta af
sorginni fremur en aðrir, eins og gefur að
skilja, en þeir líta hana í öðru Jjósi, og þess
vegna eykur hún þrásinnis hina sönnu lífsham-
ingju, þegar alt kemur ti} alls. —
Eg hefi fengið minn skerf af soyginni, hún
hefir orðið mér til blessunar — flutt mig nær
lífstaJanarkinu sjálfu. —
Eins og eg hefi áður bent á, tel eg hugsýk-
ína langskæðasta óc$:n heilbrigði og hamingju.
Drepi hún á dyr, skaltu reyna að flæma hana á
brott með brosi. Hrífi það ékki, skaltu raula
fallegar vísur fyrir munni þér. Bregðist það
einnig, er söngurinn eina úrræðið.”
E. P. J.
Að spara
Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega
geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð
eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að
leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp-
hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á
ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn.
ílyr.jið að leggja inn í sparisjóð hjL
THE ÐOMINION BANK
Notre Daine Ilrunch—W. H. HAMILTON, Manager.
Seikirk Branch—F. 3. MANNING, Manager.
lilllMIIIIHIHl
riwnH'i
The Royal Bank of Canada
Höfuðstóll löggi’tur $25.000,000
Varasjóður. .$15,500.000
Forseti - - -
Vara-íorseti
Aðal-ráósmaður
Allskonar bankastörf afgreidd.
Höfuðstöll greiddur $14.000,000
Total Assets over. .$427,000,000
Slr HKRBERT S. HOI7T
E. L. PEASE
— - C. E N ETLL
Vér byrjuin relknlnga vlC einstaklinga
eBa félög cg sanngjarnir skilm&lar veittlr. Avlsanir seldar tll hva.Ua
staUar sem er & tslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlpjöCslnnlögum,
Bem byrja ni& meB 1 dollar. Rentur lagiiar vlB & hverjum 6 m&nuBum.
WINNIPEG (West Enfl) BRANCHES
Cor. William & Slicrbrook T. E. Thorsteinson, Manuger
Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager
Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager
l:!B!:|IHIIIH::'BlH!!!H'!"B:::Bi!'H.!lB';l!HinilHIIIIB'i;iHIIIHi|IH!::Bli|lB"HIII:B.:HliliHlli!HII
HN
Versalir
Eftir því sem fregnir herma
verður pjógverjum boðið að senda
fulltrúa til móts við foringja
Bandamanna nú um sumarmálin.
Stefnufundur ákveðinn í Versöl-
um. par á að ljúka síðasta höf-
uðþætti hins mikla sorgarleiks.
heimsstyrjaldarinnar.
Versalir eru dálítill bær sunn-
anvert við Parísarborg. Um miðja
17. öld voru þar veiðiskógar
Frakka konungs og bygð lítil.
Loðvík 14. kom til hugar að gera
þessi kyrlátu skógarsvæði að höf-
uðborg heimsins. Hann kunni
ekki við sig í París. Hún var
honum of stór. Konungurinn naut
sín ekki, að hans dómi, í umsvifa-
miklu lífi stórborga^innar. Árið
1661 var hafist handa um hyrjun
hallarinnar og garðsins mikla hak
við hana. Tuttugu og þremur ár-
um síðar var smíðinni að mestu
lokið. Sú gersemi var dýr, kost-
aði alt að því þúsund miljónir
franka.
pað er erfitt í stuttu máli að
gefa nokkra hugmynd um þessa
ógnarmiklu höll. Hún var bygð á
sendinni sléttu, þar sem vatnslaust
var að kalla. Framhlið hallarinn-
ar er hérumbil hálfur kílómeter á
lengd. Gluggar á hvorri hlið um
400. Tíu þúsundir manna gátu
búið í höllinni, þegar hún var full-
ger, enda var hún bæði heimili
hins mikla sólkonungs og setur
hinnar æðstu stjórnar. Framan-
vert við höllina myndaðist allmik-
ill bær. par áttu allir aðalsmenn
og höfðingjar í landinu, þeir sem
nokkurs þóttust um komnir, borg-
arasetur sín. prjár höfuðgötur
liggja um bæinn, eins og geislar
frá dyrum konungshallarinnar.
Bak við höllina er hinn mikli og
frægi Versala garður. Skiftast
þar á víðáttumiklir grasfletir,
trjálundar, skógargöng, tilbúið
stöðuvatn, og er klukkutíma gang-
ur kringum það, gosbrumiar o. s.
frv. Sumstaðar í garðinum eru
gosbrunnaraðir meðfram þykkri
skógarrönd. Er undurfagurt að
sjá hvítfyssandi vatnið bera vi?
grænan skógarvegginn. Á öðrum
stað eru opin hringmynduð stein-
bogagöng í rjóðri einu, og gos-
brunnur í hverjum hogadyrum, en
þær eru um 30. pegar gosbrunn-
arnir allir gjósa heilan dag kostar
það 10,000 franka., Wiðhafnarsal-
urinn mesti (speglasalurinn* er á
öðru lofti í miðju húsi garðmegin.
• Ilann er 72 m. á lengd. Sá hlið-
veggurinn sem fjær er garðinum
er alþakinn spegilgleri. En til
hinnar hliðar vita 17 bogagluggar
út að garðinum, og er þaðan hin
fegursta útsýn. Frá höllinni ligg-
ur grasflöt mikil til heggja skóg-
arjaðra niður að einni fegurstu
gosbrunnahvirfingunni. Litlu fjær
er vatnið. pað er reglulegur kross
og sér úr speglasalnum út yfir
alla lengri álmuna og meginhluta
landsins til beggja handa.
Versalir hafa löngum komið við
sögu síðan höllin mikla var bygð.
Á dögum Loðvíks 14. var hærinn
höfuðstaður Frakklands og mikils
hluta Norðurálfunnar. par urðu
til þær fyrirmyndir seni mest
,sæmd þótti að líkja eftir. Á dög-
um Loðvíks 15. voru Versalir höf-
uðstöð spillingarinnar í álfunni.
par hvarf einvaldsstefnunni blóð
og mergur, traust og virðing. par
hófst stjórnarbyltingin mikla vor-
ið 1789. paðan var Loðvík 16.
fluttur fanginn til Parísar. Eftir
það hnignaði höllinni og borginni.
Napoleon lét sig litlu skifta um
Versali, en borgarakonungurinn
Loðvík Filippus eyddi of fjár til
að skinna upp á þennan helgistað
einveldisins. Gerði hann höllina
að iistasafni, og eru þar þegar
geymd fjölmörg málverk, einkum
úr sögu Frakklands. Leið svo þar
til 1871, að pjóðverjar sátu um
París. pá hafði Bismarck höfuð-
stöðvar þýzka hersins í Versölum
og þar lét hann krýna Vilhjálm I
til keisara yfir hið sameinaða
þýzka ríki — í speglasal Loðvíks
14. Nú mun Bandamönnum þykja
bezt fylt skarð í vör Skíða, ef ósig-
ur Frakklands 1871 er bættur með
því, að fulltrúar pýzkalands und-
irriti hinar hörðu skaðabótakröfur
á þeim sama stað, þar sem fræ-
kornum var sáð, fyrir hálfri öld,
til þeirra voða-atburða, sem gerst
hafa á undanförnum árum.
Versalir eru merkilegur bær.
par hófst einvaldsstefnan til
mestrar frægðar og gengis. par
spratt upp andstæða hennar, lýð-
vald nútíðarinn’ar. par var stofn-
að hið mesta herveldi sem sögur
fara af. Og þar er hið sama her-
veldi dæmt til dauða, og sótt til
sektar, þyngri en dæmi eru til
áður. — Tíminn.
Leikur á þrœði.
“Sár, sem Evrópu hefir nú ver-
ið 'veitt, er að minni hyggju
stærra og dýpra, en nokkurt sár,
sem Evrópu hefir verið veitt af
völdum'stríðsins. pað er eyði-
legging á iðnaðartækjum og iðn-
aðarsamböndum Evrópu og Eng-
lands í smærri stíl.”
petta er aðal innihald úr ræðu,
sem Frank Vanderlip, fyrverandi
forseti National City Bank, New
York, flutti í samkvæmi er verzl-
unarsamkunda New York hélt 4.
þessa mánaðar.
pessi mynd, sem Mr. Vanderlip
hefir d^egið af Evrópu, er sann-
arlega ekki glæsileg,- og mönnum
kann að finnast að hún gangi
nokkuð langt í bölsýnisáttina.
En menn þeir, sem hafa kynt
sér ástandið í Evrópu eins og það
er — menn sem hafa getað séð
undir yfirborðið, hafa ekki furðað
sig á þessari staðhæfingu Vander-
lips, heldur furða þeir sig á því
hversu bjartsýnn hann er, því
hann lætur í Ijósi þá meiningu
sína, að þrátt fyrir hið voðalega
ástand, þá sé von um endurreisn
Evrópu.
Pað sem Mr. Vanderlip sá, eru
ekki að eins héruðin gjöreyddu í
Belgíu og á Norður Frakklandi,
heldur hin eyðilögðu iðnaðarfyrir-
tæki, verksmiðjurnar lokuðu, hin
slitnu viðskiftasambönd. Hann sá
fram á þurð og jafnvel hungur
meðal fólksins, og hann sá hina
vaxandi óánægju og ókyrð meðal
œanna.
“pótt kaup þeirra sé hækkað, þá
eru þeir samt ekki ánægðir, held-
ur ganga með það á tilfinningunni
að á einhvern hátt megi borga
>eim það kaup, án þess að nauð-
synjarnar þurfi að hækka í verði.
Og með það í huga, er hætt við að
verkalýðurinn komist í of inikla
æsingu.”
Mr. Vanderlip heldur áfram*at-
hugunum sínum í samhandi við
Evrópu: “pað er Vegur til þess
að frelsa Evrópu” segir hann.
“pað er með því að gjöra henni
mögulegt að koma iðnaði hennar
aftur á fastan fót, svo að menn
geti farið að vinna.
Evrópa er eirís og geysilegur
stóriðnaðarbær. Hún þarf á lán- .
um og óunnum vörum að halda
j og við sem búum hér í Ameríku,
getum og eigum að hjálpa þeim.
Og með því að Iljálpa þeim, hjálp-
um við sjálfum okkur. pví óeirð-
ir þær, sem af vinnuleysi stafa,
eru líklegri til að veita Evrópu
dýpri sár heldur en nokkuð ann-
að, og það er líka óumflýjanlegt
að þær óeirðir flytjist yfir hafið
og til þessarar heimsálfu.
Ef að þið gætuð nú séð með mér
tækifærið, sem Ameríka hefir nú
til þess að gjöra gott í heiminum
—tækifæri til þess að hjálpa, og
fyndið einnig til ábyrgðarinnar
sem á oss hvílir í því sambandi,
þá lituð þið ekki dökkum augum
á þetta mál, heldur væruð þeir
bjartsýnustu, sem nokkurn tíma
hafa mætt á mannfundi í þessu
landi”, sagði Mr. Vanderlip, og
mætir við:
“pað sem eg hefi nú sagt, er