Lögberg - 28.08.1919, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.08.1919, Blaðsíða 2
Els. 2 LÖGBERG* FialTTJDAGINN 28. ÁGÚST 1919. Þjóðræknisfélag Vestur-Islendinga- Eftir Stefán Einarsson. (Erindi flutt á íslendingadaginn í Árborg 2. ágúst 1919.) Langt langt burtu, þar sem sólargeislarnir fyrir stuttu blik- ui5u á bárunum alla nóttina og brugðu árljóma á mjöllina á fjalla- tindunum, þar—er eyjan, sem vér áttum flest einu sinni heima á og eigum öll enn, í vissum skilningi. Mörg ár eru nú eflaust liðin frá því er sum af oss fluttum þaðan. Og mörgum eða flestum af oiss mun hafa farnast hér vel. Að segja að vér höfum verið “auðs andvani ok alls gamans” siðan vér komum hingað, væri ósanngjarnt í fylsta máta, því vér höfum að nokkru leyti að minsta kosti fund- ið það er vér leituðum að, en það var öruggari efnaleg afkoma en heima. En þrátt fyrir þá vel- gengni vora hér og árin mörgu síðan vér kvöddum ísland, hvarfl- ar hugurinn oft heim. Vér höf- um oft litið Fjallkonuna í huga héðan. Vér höfum séð hana í græna sumarkyrtlinum sínum, og munum eftir blómunum sem nátt- úran á hverju vori stakk í þann kyrtil, blómunum sem vér í æsku lékum okkur að sem barnagullum. Vér höfum séð hana “þiljaða þýðri sumar-þoku niður í miðjar hlíðar”. j þetta Vér höfum séð hana á heiðskírum! sem vetrarkvöldum með snjófaldinn; baeSi tala og kenna yfir sér, hjarnið stjörnulýst og himininn glóandi í norðurljósum. Vér höfum séð hörkublæinn á svipnum hennar tignarlega og hreina, og vér höfum séð blíðu- brosið á vör hennar. Ekkert get- ur oss staðið ljósara fyrir hug- arsjónum en þetta. pað er til- gangslaust að bera á móti því, að vér eigum þessar myndir nú, því þær eru of skýrt skráðar á spjöld minninga vorra til þess, að geta á stuttum tjma máðst af þeim. pær hafa oft komið, og munu enn um langan tíma koma ósjálfrátt fram í hugann, og glæða og vekja þjóðræknistilfinninguna og það góða hjá oss. pað er skrítið, en ætti ekkert íslenzkt heimili að vera,^-en að lesbókum að heiman, sem taka við af stafrófskverunum, hefir það verið fundið, að efnið í þeim væri svo ólíkt því sem börn hér sæu fýrir sér, að bækurnar yrðu þess vegna torskildari, og börnin hefðu minni áhuga fyrir lestrinum. — Og svo síðast en ekki sízt mun félagið hafa í huga, að maður eða menn séu sendir út af örkinni tif þess að glæða áhuga íslenzks fólks, og sérstaklega ís- lenzkra foreldra á því, að tala ís- lenzku á heimilunum og kenna börnum að lesa hana. Ef íslenzka er töluð á heimilunum, geta börn- in ekki komist hjá því að læra hana, og kunna 5—6 ára gömul. Eftir það er handvömm að láta þau tína henni. En verður þetta ekki æði erfitt og kostnaðarsamt ? Eg skal drepa á hvernig eg held að þessu mætti haga, svo auðvelt og kostnaðarlítið væri. Maður sem kunnur væri oss og fær væri til og áhuga hefði fyrir málefninu, heimsækti þá staði er íslendingar búa á, og héldi tölur til að vekja áhuga fólks, og útvega 2 eða 3 menn í hverri bygð eða pósthúsum- dæmi til að hafa mál félagsins með höndum þar. pessir menn færu heim á hvert einasta ís- lenzkt heimili, og legðu þar grund- völl fyrir því, að börnunum væri kend íslenzka, og foreldrarnir væri bæði hvattir til að tala hana og halda leskenslu barnanna uppi. Langur tími þyrfti ekki að fara í hér, að minsta kosti, þar flest íslenzk heimili að lesa íslenzku enn þá. En að byrj- að væri á þessu nú þegar, álít eg samt nauðsynlegt, því það er því auðveldara, sem fyr er byrjað á því, og þar af leiðandi einnig minni kostnaður því samfara. Að því er viðhald tungu vorrar snert- ir, sé eg engan annan veg til þess en þennan, að hún sé töluð á heim- ilunum og börnunum kend hún þar. Og ómetanlega mætti mikið gera í þá átt, með þeim hætti er á hefir-verið bent, ef viljann aðeins brysti ekki. Mér er nær að halda, að íslenzka gæti haldist hér við í það óendanlega, ef þeirri óbrotnu reglu yrði komið á og henni fylgt. petta er það, sem mér virðist það mun þó satt, sem sagt hefir vera verkefni félagsins á byrjun- verið, að fagurt landslag vekji ar-skeiði þess. Hversu miklu að skáldskapar- og lista-gáfu manns- þag kemur í framkvæmd af því ins íslandi er viðbrugðið fyrir er auðvitað undir því komið, hvað náttúrufegurð.- Slítum vér oss al- tala félagsmanna verður há eða gerlega frá því, og þurkum með öllu myndirnar, sem vér eigum þaðan geymdar í meðvitund vorri, út, er eg hræddur um, að vér get- um ekki sagt, að vér séum hættir að sléttum kaupum við að vera ís- lendingar, heldur höfum vér þá um leið tapað sjónum á sumum betri hugsunum sem í sál vorri búa, því eg held, og það getið þér einnig athugað fyrir yður sjálf, að sumt af því fegursta sem oss um daga og-flætur dreymir hér, vakni einmitt þegar hugurinn er bundinn við ísland. En hvort sem því er svo farið eða ekki, er hitt víst, að minningin um séttlandið er oss bæði fersk í huga og kær, og að oss þykir enn — af tvennu jafngóðu hér — vænst um það sem íslenzkt er. Og að vér og niðjar vorir verndi og viðhaldi því sem gott og gagnlegt er í fari íslenzku 'þjóðarinnar, er löngun, sem á djúpar rætur, og virðist vaxa eft- ir því sem útivistar árin fjölga, enda er hún sprottin upp af þjóð- ræknistilfinningunni. Af þeirri rót er pjóðræknisfélag Vestur- Islendinga einnig runnið. lág. Félagið leysir ekki mikið verk af hendi, ef fáir sinna að styðja þáð með því að gerast fé- lagsmenn; verði aftur á móti margir til þess, eins og mig uggir að verði, (því eg hugsa, að allir Vestur-íslendingar gangi í það með tíð og tíma), þá munum vér sjá, að félagið hefir ekki verið til einskis stofnað. Eins og vér munum, var pjóð- ræknisfélagið stofnað síðastliðið vor. Og til hvers er nú það félag, og hvað ætlar það sér að gera ? Að því er starf félagsins snertir, hef- ir ekki mikið kveðið að því síðan það komst á fót. Aðal-starf þess hefir verið að safna félagsmönn- um, og það verður ef til vill aðal- starf þess fvrsta árið. önnur verkefni þess hvíla einnig mjög á því, þar sem félagið hefir engar aðrar tekjur en árstillög félags- manna. Eg tek þetta hér fram, meðfram til þess, að fólk sjái, að það þurfi ekki að óttast að á það verði lagðir auka skattar eða fjár- útlát, þó það gangi í félagið, en það er einmitt það, sem ýmsir hafa hreyft, er ekki hafa verið kunn- ugir félaginu. — Annað starf fé- lagsins á þessu ári hefir forseti þess sagt að væri útgáfa tímarits, og ætti fyrsta heftið að koma út í haust. Hvort það verður ársrit eða misserisrit, er enn ekki ákveð- ið. pað rit heldur eflaust uppi hugsjónum félagsins. — Einnig hefi eg heyrt sagt, að byrja ætti á að gefa út ferðasögu Vilhjálms Stefánssonar. Af blöðunum ný- lega sáum vér þó að íslendingar heima væru að bjóða Vilhjálmi heim; þeirri heimsókn er ekki ó- líklegt að það fylgi, að ferðasaga hans verði gefin út þar, og því verki sé þá létt af höndum pjóð- ræknisfélagsins hér. — Eitt enn sem eg hefi heyrt minst á að fé- lagið muni gera, er að byrja á að gefa út lesbækur fyrir unglinga. Stafrófskverin að heiman, hin nýjustu, eru ágæt, og án þeirra pegar eg hefi spurt menn að því, hvort þeir ætli ekki að mnrit ast í pjóðræknisfélagið, hefir þessi spurning mjög oft verið á taktein- um: Til hvers er fyrir okkur að halda við íslenzku hér? Komumst vér ekki af með ensku? — Jú, vissulega komumst vér af með ensku og meira en það, vér kom- umst af hér þótt vér værum mál- lausir með öllu. En eins og það er mikið betra, að kunna eitt mál heldur en ekki neitt, svo er það og nokkru betra að kunna tvö mál en eitt. pví fleiri tungumál er vér kunnum, því meira höfum vér innan vorra andlegu landamæra og eigum ráð á, af auði þeim er fólginn er í hinum ýmsu ólíku þjóðlífum úti um heim. Hve mik- ill hnekkir það hefir verið fyrir heiminn, og hve mikið það hefir tafið framfarirnar í honum, að aðrar þjóðir hafa ekki vitað um þau framfara spor, sem átt hafa sér stað hjá einhverri þjóð sökum vankunnáttu á tungu hennar, verður seint held eg metið og reiknað út til fulls; það er óhætt að segja, að fram|arirnar hafi oft algerlega strandað á því. En sleppum því. Hitt tel eg víst, að ef vér kynnum ekki íslenzku, þætti oss nauðsynlegt að læra hana. Af því vér kunnum hana og oss er hún handgengin, sést oss oft yfir kostina sem því fylgja að kunna hana, þó ótrúlegt sé. En þetta má er hún lykillinn að norrænunni, og skýrir frá einu því þrekmesta þjóðlífi, í andlegum og líkamleg- um skilningi, sem uppi hefir verið. Að fyrirmyndir fyrir heiminn sé þar hægt að finna, efa þeir ekki, og heyrist því oft hreyft nú, að ís- lenzkuna beri að gera að skyldu- námsgrein við alla hærri skóla út um heim á sama hátt og grísku og latínu. Við að kynnast ís- lenzkunni, hafa útlendingar kom- ist að þessu, og hafa verið fljótir að færa sér það í nyt. Sem dæmi þess er lýðskólahreyfingin, sem fyrir skömmu ruddi sér til rúms um öll Norðurlönd, og er viður- kend út um heim allan. Hvaðan skyldi hún nú vera sprottin? Höfundur hennar viðurkennir að hafa fengið fyrst hugmyndina um það skólafyrirkomulag er hann las um skólafyrirkomulagið á Hól- um í Hjaltadal til forna úti á ís- landi í íslandssögu. Hafandi að minsta kosti þetta ótvíræða dæmi af því fyrir augum að íslenzkan og það sem íslenzka þjóðin á í fórum sínum sé nothæft, ætti að vera nóg til þess, að færa oss heim sanninn um það. En er því nú að heilsa? Á sama tíma — svo að segja — og þessu fer fram, erum vér Vestur- íslendingar, að velta því fyrir oss, hvort það borgi sig, að halda hér við íslenzku! En er nú ekki upp talið það, sem heimurinn getur lært af íslenzku- kunnáttu, og er þetta ekki það eina, sem hann hefir af henni lært? Nei — hann hefir lært meira. Af forn-íslenzkum fim- og fráleik, hefir heimurinn sann- færst um gildi fimleika-kenslu, og hefir því gert hana að einni af skóla-skyldu-námsgreinunum við flest alla skóla, háa sem lága. Og hann á þó meira ólært af íslenzku, en hann hefir enn þá lært. Hvað er t. d. um alþingi hið forna? Jón sagnfræðingur segir meðal annars í “íslenzku þjóðerni”, — ættjarðar óðnum, sem íslendingar ættu að vera fermdir upp á með kverinu — “að alþingi hið forna hafi vakið þá persónulegu sjálfstæðistilfinn- ingu, sem hafi verið aðal einkenni íslenzku þjóðarinriar á sögu-öld- inni; að það hafi, með sínum op- inberu löggjafar- og réttar-störf- um, veitt almenningi þá fræðslu er ekki sveif í lausu lofti, heldur hafi sett einstaklingana í lifandi samband við sína þjóð; að alþingi hafi í fylsta skilningi verið skóli fyrir lífið.” — Má nú ekkert læra af þessu? Hvers konar skólar eru þingin hér, t. d. ? Vekja þau rétt- armeðvitund eða sjálfstæðistil- finningu mannsins? Séu þau skóli í nokkrum skilningi svo tali taki, er eg hræddur um að það sé á svip- aðan hátt og í biblíunni segir um hvatir heimsins. En það er, að þær liggi í hinu illa.. pá eru fornsögurnar íslenzku, hvernig þær eru skrifaðar. Á r.okkur þjóð slíkan spegil af þjóð- lífi sínu, sem þær eru? Er víða brugðið upp slikri birtu yfir eðli og rök mannlífsins, sem í sumum þeirra? Eitt af því, sem nú er tals- vert talað um er það, að mann- kynssöguna verði að skrifa öðru vísi hér eftir en hingað til hefir átt sér stað, að Jiún verði að fræða meira um aldarhætti og þjóðlíf hinna. ýmsu tímabila, en láti ekki aðal-fræðsluna vera ártöl og kongaraðir eða dautt yfirlit. En hvert ættu þá mannkynssögu höf- undar að snúa sér? Gætu þeir fengið fegurri þjóðlífs sögur og Ijósari, en íslendingasögurnar, sér til fyrirmyndar? Aðal mark og mið sögunnar er fólgið í því, að tengja hinar yngri og eldri kyn- slóðir saman. petta gera sögurn- ar íslenzku svo rækilega, að fáar nútíðar þjóðir eru — ef til vill — í eins nánu sambandi við sína forn- þjóð sem íslendingar. Og það, að ísland eða menning þess stendur þeim þjóðlega merg, gefur því líka glæsilegustu vonir um fagra og langa framtíð. Er það einskis vert? Eitt, sem mig langar til að benda á enn, er kvöldlesturinn heima. Eflaust á hann mikinn ?átt í því hve gáfuð íslenzka þjóð- in er. Tökum gamla fólkið ís- lenzka hér, sem alið er upp í þess- um “skóla” t. d. pað er alveg ó- segjanlegt hvað þekking þess á mannlífinu er oft djúp og víðtæk. Um alt það er snertir mannlegt Eina Meðalið Unnið úr Ávöxtum Óviðjafnanlegur árangrr, Sem “Fruit-a-tive»“ hafa leitt í ljó*. Ein ástæðan fyrir því, að “Fruit- a-tives” hefir orðið til svo mikillar blessunar þeim, sem þjást hafa af Harðlífi, Lifrarveiki, Meltingarleysi, HöfuSverk, Magnleysi, Blöðrusjúk- dómunt, Gigt, Bakverk og Ecsema, á- samt öðrum húðsjúkdómum, er sú, að það er eina meðalið í heiminum unnið eingöngu úr jurtasafa. í því eru samblönduð lækningar- efnin úr eplum, appelsínum, sveskj- um, fíkjum, ásamt öðrum tauga- styrkjandi og hressandi ávöxtum. 50c. hylkið, sex fyrir $2.50, reynslu skerfur 25c.. Fæst í öllum lyfjabúð- um eða sent gegn ’ eftirkröfu frá Fruit-a-tives, Limited, Ottawa. ekki villa oss sjónir. Að vita ekki hvað vér höfum átt fyr en það er ^ "um 7rsakir““og‘afíe'Íðingar , n0gU æmtl en Útyfir ýmsra óbeinna atvika, um lífið eins og vér verðum allir að lifa það, tekur—ef á oss sannast—í þessu efni. En hvað er það þá sem íslenzk- an hefir meðferðis, sem þess er vert, að henni sé haldið við? Á hún nokkuð það í fórum'sínum, sem heiminum er gagn að? Er það sem íslenzkt er ekki alt með þann ellibelg yfir sér, sem gerir því ómögulegt að eiga samleið með umheiminum? Svo hugsa og spyrja ýmsir, er grafið hafa sig svo djúpt ofan í hagana hér, að þeim er byrgð útsýn til ættlands- ins gamla. Fyrsta og óhlutdrægasta sönn- unin fyrir því að eitthvað sé að læra af íslenzkunni er það, að út- lendingar keppast við að læra hana, og telja sig lítt mentaða, ef þeir vita engin deili á henni, enda torskilið, dularfult og óráðið, um það virðist skilningur þess sannari og fullkomnari, þó hvorki “dramb- ist það eða digrist” af því, en hinna efnilegu afkomenda þess út úr nú- tíðarskólunum hérlendu. Hvernig stendur nú á þessu? Er, hér ekki um fyrirmynd að ræða og hana að marki í mentalegum skilningi? Mikil áhrif og góð er eg viss um að það hefði, að börnin okkar læsu fyrir okkur það sem gott og gagn- legt væri að heyra. Lestur upp- hátt hefir það ávalt í för með sér, að sá er les verður að skilja það sjálfur sem hann les, því annars getur hann ekki látið aðra skilja sig. pað kemur í veg fyrir allan flausturs lestur. Og þar í er menta gildi af lestri fólgið. Svona mætti lengi til tína. Figum vér nú að láta útlendinga gera sér gott af þessu, láta þá til- einka sér það, og flytja heiminum það svo sem nýjan boðskap, til- orðinn og ofinn úr þeirra eigin hugsana-kerfi? Sjáum vér ekki þegar á þetta er minst, hvað til vor friðar heyrir? Vér Vestur-ís- lendingar höfum það fáheyrða tækifæri, að standa með annan fótinn yfir í norrænunni, en með hinn yfir í því þjóðlífi, sem út breiddast er um heiminn. Ætti nokkrum að vera það nær en oss, að flytja þessi íslenzku og nor- rænu áhrif yfir í hérlenzkt þjóð- líf ? Er það ekki blátt áfram hlut- verk vort og framtíðar starf hér, úthlutað oss af forsjóninni um leið og vér fórum frá íslandi, að reynast því' þeir drengir, að út- breiða það sem það á gott til, að útbreiða frægð þess? í þessu sem eg hefi nú bent á eða því um líku, verður eflaust framtíðar-stefna og starf pjóð- ræknisfélagsins fólgin. Eigi það að koma nokkru í verk af því, svo vel sé, þarf það á óskiftu fylgi allra Vestur-íslendinga að halda. En eins og enn standa sakir, virð- ist félagið ekki eiga því láni að fagna. pað eru sagðir verða á því ýmsir því agnúar, sem olla því, að menn geta ekki verið því fylgj- andi. pað er nú sjálfsagður hlut- ur, að félag þetta sé ekki fremur en önnur félög hér, sniðið svo eft- ir allra höfðum, að ekkert megi út á það setja. pað er fátt sem ekki má finna eitthvað að. Ein fríðasta mær Englands og viðræðu-skemti- legasta var einu sinni borðmær svertingja konungs eins frá Afríku, er heimsótti England. pegar svertingja konungurinn fór aftur heim, sagði hann í þakklæt- is skyni að skilnáði, að það vissi guð, að mær þessi væri fögur, — og óviðjafnanleg með öllu væri hún, ef hún væri svört og feiti — Lög og fyrirkomulag pjóð- ræknisfélagsins geta að einhverju leyti verið öðruvísi en menn æskja, eða teldu hagkvæmast. En slíkt ættu menn ekki svo mjög að setja fyrir sig; félagið er enn ungt, og stendur eflaust til bóta. Gerum oss grein fyrir ástandi voru, ef vér komum oss ekki saman um þetta mál, að ástandið er það, að einstaklingsástríðurnar hafa orð- ið þjóðernis-tilfinningunni yfir- sterkari í huga vorum. Bæði eru öfl þessi sterk, og bæði eru þau rótgróin í íslendings-eðlinu. Á það skyldum vér líta. Hvað segir ekki sagan oss um þau? Á meðan þjóðernis-tilfinningin var sterkari og ráðandi aflið í hugum lslend- inga, var þeirra gull- og blóma- öld. pá héldust frelsi og framför og sjálfstæði í hendur. lslenzku þjóðerni leið aldrei betur en þá, og þá ríkti friður og eindrægni hennar á meðal. En þetta breytt- ist. pegar kemur fram á 13. öld- ina hnignar þessu afli í hugum landsmanna, og einstaklingsástríð- ur verða því yfirsterkari. Og hver verður afleiðingin af því? Ham- ingjan hjálpioss! Sundrung og ófriður halda þá innreið sína í hugi manna, og Sturlunga öldin byrjar. ísland er ósamtaka í öll- um greinum, og skeytir ekki að verjast útlendum árásum. Frelsi þess er að því tekið, og kúgun kemur í þeSs stað, og hnignun og afturför á sér stað í öllum grein- um, andlegum og líkamlegum; það er eiKs og fokið sé í hvert skjól, og alt hjálpist að því að auka á ógæfu landsins. En öll él létta um síðir. pjóðin raknar aftur við sér. Ýmsir ágætis menn verða til þess að glæða svo þjóðernistilfinn- inguna, að hún verður aftur ein- staklingsástríðunum yfirsterkari. Og þá birtir aftur yfir fslandi. peirri þjóðernisvakningu var vel haldið áfram eftir að Fjölnismenn komu til sögunnar, og Jón Sigurðs- son, sverð og skjöldur frelsisins og sjálfstæðisins, og Jónas Hall- grímsson, sem hóf íslenzkuna upp í hærra veldi fegurðar og lista, og —síðast en ekki sízt, trúarskáldið Hallgrímur Pétursson, sem á und- an þeim öllum braut ísinn. skáldið er, “svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng”. Upp af þeirri þjóðernisvakningu, er þess- ir ágætis menn, og ótal margir aðr- ir ónefndir, héldu svo vel uppi, hafa allar hinar glæsilegu fram- farir íslands á seinni árum, og frelsið, og nú siðast fullveldið, sprottið. Gefum gaum að þessum gangi sögunnar. Getum vér ekkert lært af honum, að því er þjóðræknis- félagið og hina tvískiftu afstöðu vora til þess snertir? Er ekki af þessu sjáanlegt fyrirfram, hvern- ig fara muni fyrir því, ef ástríður vorar leika lausum hala og fá ó- heftar að skáka þjóðernistilfinn- ingunni í huga vorum? Getur það farið öðru vísi en sagan sýnir oss og sannar að það hafi áður farið? Eg held ekki. Nei —: á Sturlunga-aldar-andan- um í oss verðum vér, í þessum efn- um sem öðrum, að hafa gætur. Gerum vér það, getur alt farið vel. Ef eg mætti leggja nokkrum það sem eg álít holt ráð, er það það, að styðja pjóðræknisfélagið og gerast félagi þess. Sé eitthvað að félag- inu, sem eg ber ekki á móti að geti verið, þá ætti að vera innan hand- ar enn að laga það. Lognist félag- ið nú út af, er eg hræddur um að gangi seint að reisa það á fætur aftur. pegar um viðhald þjóðernis vors hér hefir verið að ræða, hafa menn stundum spurt á þá leið, hvað ætt- jarðarást, sem allur þessi þjóðern- is- þeysingur er sprottinn af, sé, hvort hún sé annað en rugl. pað er nú síður en svö, að eg geti sagt hvað ættjarðarást er, þó að eg viti að hún er til og að vér hennar vegna kjósum viðhald íslenzks þjóðernis og óslitins sambands við ísland. En þegar eg hefi hugsað um það, hefir mér dottið í hug kvæðið “Farfuglinn” eftir porst. Erlingsson. Skáldið spyr þar hversvegna að hinir svo kölluðu farfuglar leiti heim til Islands með hverju vori. Hví una þeir ekki í heitu löndunum, þar sem sí- feld sól og sumar er? Hví fara þeir af stað, og leggja jafnvel líf í sölur fyrir að komast á miklu kaldari stað en þann er þeir eru á? Skáldið svarar því þannig, að farfuglarnir sæki heim, þó sumar- ið sé þar hvorki heitt né langt, af því, að hjarta þeirra slái léttara, og fjöllin taki þar betur undir söng þeirra, en annars staðar. Skyldi því ekki vera eins farið með ættjarðar ástina? Ætli að þrá okkar Vesur-íslendinga heim, eða löngunin til að vera að einhverju svipuð þrá farfuglanna, sé svipuð þrá farfuglanna, sé ekki sprottin eins og hún af því, að hjarta vort slái léttara undir hin- um heiða stjörnusal sem yfir döl- unum á íslandi hvílir heldur en hér, eða á nokkrum öðrum stað? HEIMSINS BEZTA MUNNTIÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum nóvember 1857. Ólst hún upp með foreldrum sínum þar til hún gift- ist eftirlifandi manni sínum Guð- mundi porleifssyni 1883. Komu þau hjón til Winnipeg 1890 og dvöldu þar 1 borginni þangað til árið 1903, að þau fluttu alfarin út til Álptavatns-bygðar og tóku þar land skömmu síðar og bjuggu á því þar til hún dó. pau hjón eign- uðust 5 börn. Dóu þrjú í æsku en tvö lifa, Sigríður gift Philip Wolf til heimilis í Calgary, og Jón, sem er fyrir búinu heima. Vilborg sál. var greind og góð kona, umhyggju- söm og trúföst eiginkona og ástrík móðir barna sinna, sem sýndi sig bezt í því, hvílíka umhyggju og nákvæmni hún sýndi kramarbarni sínu, er hún svo að segja bar á höndum sér dag og nótt. Hún var einlæg og hreinskilin og rækti verk sinnar köllunhr með trú- mensku og í guðsótta. Hennar er því sárt saknað af ástvinunum og öðrum er þektu hana. Með ráðdeild og trúmensku vann hún æfistarf sitt í kyrþey meðan heilsa og dagur entist og við lát sitt gat hún litið yfir mþrg og vel notuð starfsár. Ástvinir og vinir fórna henni tárum hreinnar elsku fyrir ást hennar og trygð og trúmensku, og minning hennar lifir sæl og ljúf í hjörtum þeirra alt til endurfunda. Blessunarrík verður þeim minn- ing hennar. J. þriðjudag hvers mánaðar, og að þeir séu bæði skemtandi og fræð- andi efnis. — Samþykt var að hafa ekki fundi um há-annríkistímann, svo næsti fundur verður eigi fyr en annan þriðjudag september- mánaðar. Efni þess fundar verður aug- lýst síðar. Guðm. Sigurjónsson. Ritari deildarinnar. <<Frón,, Svo heitir pjóðræknisfélags- deildin í Winnipeg. Hún var stofnuð hinn 8. dag síðastliðins júlí. pann dag voru samþykt lög fyrir deildina og kosin stjórn. En með því að tími entist ekki til kosninga fasta-nefnda og ýmsra annara starfa, sem heyrir til stofn- fundinum, var áframhald hans hinn 22. s. m. Hér fara á eftir nokkur aðalat- riði þess sem gjörðist á stofn- fundinum. Stjórn deildarinnar skipa: Arngrímur Johnson, forseti. Guðm. Sigurjónsson, ritari. Gunnar J. Goodmundson, féh. Séra R. Marteinsson, vara-fors. Ólafur Bjarnason, meðráðam. Kosnar voru fjórar fastanefnd- ir. pær skipa: pjóðræknisnefnd. Jón J. Bildfell. Friðrik Swanson. Arngrímur' Johnson. Útbreiðslunefnd. Páll S. Pálsson. Mrs. Finnur Johnson. Gísli Jónsson. . Prógramsnefnd. Hjálmar Gíslason. Guðmundur Sigurjónsson. Séra Rúnólfur Marteinsson. Fjármálanefnd. Ásmundur P. Jóhannsson. Gunnar J. Goodmundson. Ólafur Bjarnason. Árstillag félaga til deildarinnar, er hið sama og til pjóðræknisfé- lagsins sjálfs, svo þeir sem nú þegar eru félagar þess, og hafa greitt því tillag sitt, eiga inn- kvæmt í deildina, án nokkurs gjalds. Árstillag unglin^a frá 10 til 18 ára aldurs, eru 25 cent og barna innan 10 ára 10 cent. Ákveðið er að fundir séu tvisvar í hverjum mánuði, annan og fjórða Fjárhagur Islands. í árslok 1917 var efnahagsreikn- ingur landssjóðs þannig eftir skýrslu ráðherra: Eignir: Kr. Penjngar í sjóði 31. des- ember 1917 ........ 1675933.60 Ýmsir sjóðir ....... 6021199.32 Verðbréf ........... 1585300.00 Jarðeignir ......... 2120773.00 Hús og lóðir ....... 4146300.00 Vitar o. fl.......... 661200.00 Símakerfin ....... 2445000.00 Skip (gufuskipin þrjú) 3021967.89 Innieign í landsverzlun 5660659.05 Varasjóður landsverzl. 1073381.92 Samtals 28411714.92 Skuldir: Kr. Lán úr ríkissj. Danm. frá 1908 (til síma) 233333.31 Lán hjá dönskum böfok- um (1909) .......... 1075000.00 Lán hjá Stsdsanstalten 212499.98 Lán hjá dörrekum bönk- um (1912) ........... 333333.33 Lán hjá Stóra norræna ritsömafél (1913) .... 465210.33 Lán hjá Landsbankan- um ................... 96000.00 Lán hjá Stóra norræna ritsímafél. (1917) .... 496323.33 Lán hjá Handelsbanken 2000000.00 Lán hjá dönskum bönk- um (til landsvelzl.) 6000000.00 Lán hjá ísl. botnvörp- ungaeigendum ....... 2782533.35 13694233.63 Eignir umfram skuldir 14717471.15 28411714.78 Frá þessu dregst svo aftur tekjuhallinn á fjárhagstímabilinu, alls 3,500,000 kr. (þar af 1 miljón á árinu 1917). Eftir því hefðu eignir landsins átt að vera rúm- lega 11 miljónir í árslok 1918. —ísafold. Anðiátsfregn. Vilborg Jónsdóttir lézt 16. júlí á Almenna sjúkrahúsinu í Winni- peg úr sullaveiki. Hún var dóttir hjónanna Jóns Jónssonar og Mar- grétar Arnfinnsdóttur á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múla- sýslu á íslandi og fæddist þar 23. KENNARA VANTAR fyrir Thingvalla S. D. No. 108, frá 15. september til ársloka 1919. LTmsækjendur verða að hafa ann- ars stigs kennarapróf. Tilboð sem tiltaka kaup sendist til und- irritaðs fyrir 10. september. S. Johnson, ritari. Churchbridge, Sask. I Bókalisti Kirkjufélagsins Aldamót, 1893—1903. Ár&angur- inn kostar I kápu............ 45c Áramót, 1905—1909. VerTS ár- GjörSabækur kirkjufélag'sins, ár- gangurinn á ............;.... 15c Handbðk sunnudagsskðlanna .. lOc Bandalags sálmar, I kápu ..... 25c Nýjar biblíusögur. Séra Fr. Hall- grímsson. 1 bandi ........... 40c Ljð8 úr Jobsbðk eftir Valdimar Briem, í bandi .............. 50c Jðlabðkin, I. og II. árg, hvor á .35c Fyrirlestur um ViShald islenzks þjððernis 1 Vesturhelmi. Eftir Gu8m. Finnbogason ............ 20c Ljósgelslar nr. 1 og nr. 2. Ar- gangur (52) 25c Fyrstu Jðl, I bandi .......... 75c Ben Húr. J>ý8ing Dr. J. Bjarna- sonar; í bandi meS stækka8ri mynd af Dr. J. BJarnasyni . . $3.00 Ben Húr I þrem bindum, me8 mynd ...................... $3.50 Minningarrit Dr. Jðns Bjarna- sonar, I leSurbandi .... $3.00 Sama bðk, í léreftsbandi.... $2.00 Sama bðk, 1 kápu ........... $1.25 Samolningln—Kostar um áriB . $1.00 Eldri árgangar, hver á........ 75c Stafrófskver. L. Villhjálmsdðttir I-II, bæ8i bindin á ......... 50c Stafrðfskver. E. Briem ....... 20c Spurningakver Helga Hálfdánar- sonar ....................... 35c Spurningakver Klaveness ...... S5c Sálmabðk kirkjufélagsins— 1 bezta leBurbandi, gylt í sni8- um ......................$3.00 “India paper”, sama band .. 3.00 LeSurband, gylt I sni8um .... 2.50 Sterkt skinnband, rauS sni8 .. 1.75 Pantanir afgreiSir John J. Vopni fyrir hönd útgáfunefndar kirkjufé- lagsins, P. O. Box 3144, Winnipeg, Manitoba. Verjið Yður Gegn Tapinu ÞANN tíma, sem smjöriS er í ySar vörzlum getlS þér séB um áS þaS skammist ekki. En eftir aS þaS hefir veriS sent í burtu, er þaS undan ýSar vernd. Á lestínni getur þaS skemst af iliri n\eSferS. lOddy’s Induratcd Fibreware BUTTER TUBS , verja smjöriS gersamlega I flutn- ingnum. Pessi ágætu smjörilát eru vatns og loftheld og veita þvl örugga vernd. Kollurnar eru létt- ar og auka því ekki flutnings- kostna8, en þð svo haldgó8ar, a8 brúka má þær hvaS eftir anna8 án þess á þeim sjái. Eddy’s kolltir vemda smjör yðar gegn illri blöndun og spara auk þess mikla peninga. The E. B. EDDY CO., Llmlted IH LL, Canada Búa og til hinar ágætu Eldspýtur BLUE MBBON TEA Ljútfengt og Sterkt, Hress- andi, Styrkjandi og Sval- andi Drykkur BLUE RIBBON TEA Reynið það

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.