Lögberg - 28.08.1919, Side 3

Lögberg - 28.08.1919, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST 1919. Bls. 3 Vane og Nina EFTIR Charles Garvice Nú varð þögn; en hann horfði ekki á leikinn lieldur á hana, með dökku, ástþrungnir augunum sínum. Hiín hallaði sér aftur á bak í stólnum og fann að hann horfði á sig, en hún var svo róleg að engum gat komið til, hugar, að hún geymdi nokkrar ástríðufullar tilfinningar. En alt í einu dró hún andann hraðana, brjóstið hreyfðist tfðara og þó hafði hún ekki breytt stöðu sinni, ekki flutt sig til á sætinu. Hún hafði heyrt fótatak í ganginum og Yane kom inn í stúkuna. Hún leit ekki við, en þrátt fvrir hina að- dáunarverðu sjálfstjórn hennar, roðnaði hún og augun gljáðu. Júlían tók eftir geðshreyfing hennar og ná- fölnaði. Hann beit á vörina og haturs svipur logaði í augum hans — ósveigjanlegt og misk- unnarlaust hatur. ✓ Vane gekk ekki að framhlið stúkunnar; hann hneigði sig, brosti og settist á stól bak við 'fortjaldið, svo Nína gat ekki séð hann, er enn þá horfði hvíldarlaust á vndislegu, ungu stúlk- una, sem nú var orðin fjörlegri og veifaði blæ- vængnum sínum. Þau sátu þögul, því Vane var einn af þeim mönnum se mekki talaði, meðan leikurinn fór fram, þó það væri orðinn siður heldra fólksins að tala fjörlega í leikhúsinu. Hann horfði fyrst á leikinn eins og utan við sig, en smátt og srnátt vaknaði eftirtekt hans. Judith hlustaði á hinn reglubundna andardrátt Váhe, en Júlían sat með krosslagðar hendur og hálflokuð augu, meðan hatur og örvilnan börðust um yfirráðin í huga hans. Eftir því sem endi leiksins nálgaðist, fór hlátur áhorfendanna vaxandi, og þegar tjaldið féll, ómaði hávært lof áheyrendanna, sem leik- stjóranum, leikendunum og höfundinum, var öílum jafn kærkomið. “Heitbundin”, fékk efunarlaust ágætar viðtökur. Hrósið var næstum búið að dáleiða Nínu. Hún heyrði og sá leikendurna kallaða fram á leiksviðið aftur, og heyrði þá þakka fyrir lofs- orðin; hana langaði til að klappa saman lófum, hún var þeim svo þakklát; en hún gat ekki hreyft sig. Hjarta hennar sló svo hart, að hún heyrði ekki þegar kallað var á höfundinn í fyrsta skifti, en þegar hrópin hækkuðu og urðu ákafari, vafði hún kápunni fastara um sig og flúði. Þegar því hr. Harcourt kom fram á leik- sviðið og sagði, að höfundurinn væri ekki í leik- húsinu, þá talaði hann sannleika. Vane kom fram úr skúmaskoti sínu og stóð við hliðina á stól Judithar. “Ágætur lítill leikur,” sagði hann. “Hann er sannarlega vel saminn. Mér þykir leitt að eg sá ekki byrjunina líka.” Judith dró að sér skrautlega kjólinn sinn, en Vane þáði ekki þetta þögla tilboð, að setjast við hlið hennar. Hann leit kæruleysislega í kringum sig og sagði svo, eins og hann myndi nú fyrst eftir því, í hvaða tilgangi hann kom inn í stúkuna: ‘ ‘ Júlían og eg förum til Lesborough á morg- un. Að viku liðinni býst eg við mörgum gest- um, eins og þú máske veizt; má eg spyrja, hvort þú viljir veita mér þann heiður að koma þangað með Sir Chandes? Lafði Fanworthy^verður ,þar til þess að stýra skemtunum og samkom- unni.” Hjarta hennar barðist4ryllingslega; en hún horfði beint fram undan sér, og Júlían, sem stóð fyrir aftan hana, horfði á hana með óró- legri eftirvæntingu. “Kæra þökk,” sagði hún að lokum, og leit snöggvast á Vane. “Þú veizt, að eg verð fegin að mega koma,” bætti hún við með lágum róm. “Mér þykir vænt um það,” sagði hann al- varlegur og leit á úrið sitt, “Ertu að fara?” spurði hún með sama lága rómnum. “Já, — vertu sæl. Eg ætla að reyna að finna Sir Chandes.” Þegar hann var farinn, starði hún út í blá- inn. Júlían hreyfði sig nú; liún sneri sér að honum með ísköld augu, en jafn geislandi og demantarnir á brjóisti hennar. “Villjið þér gera svo vel að finna pabba og segja honum, að eg ætli^ð fara til Vandeleurs þegar leikurinn er á enda, hr. Shore!” Júlían stóð upp og fór út úr stúkunni. En frammi í ganginum nam hann staðar, þrýsti brennheitri hendinni að vörum sínum, til þess að stöðva skjálfta þeirra — svo hélt hann áfram með hreyfingarlaust andlit, eins og hann væri í góðu skapi. Nína gat ckki fengið sig til þess að fara inn í leikhúsið aftur, og gekk því fram og aftur fyrir utan það. Hún hvorki sá eða heyrði neitt; það var eins og hið háværa hrós áhorfendanna um leikinn, hefði svift hana rænunni. Leikurinn hennar var hreinasta afbragð; ó, hvað hún mátti vera glöð og ánægð. Hún hafði fundið starfsvið, þar sem hún gat haldið áfram að vinna — og svo hentugt. Hún hafði í raun og veru verið heppin. Alt í einmnam hún staðar og sagði lágt: “Judith — stúlkan, sem hann elskaði!” Endurminningin gerði vart við sig, og á- nægja hennar breyttist í sorg. Hún beið fyrir utan dyrnar eftir Polly, sem kom þjótandi út og greip í hancjilegg hennar. “Decíma!” lirópaði hún. “Decíma! En sá yfirburða sigur, yfirburða hrós! En hvað er að?” sagði hún, þegar hún sá örvilnunarsvip- inn á föla andlitinu hennar Nínu. “Þér lítið út eins og þér hefðuð séð afturgöngu. Eruð þér veikar?” “Já — já,” sagði vesalings Nína. “Það er æsingin, ^eðshræringin. ” Polly varð hughrærð. “Eg skil það. Hér er vagn; farðu nú upp í hann og svo ökum við heim. Við hugsum ekki um kvöldverðinn í þetta sinn. Við skulum að eins halda lieim.” XVI. KAPITULI. Það var viðfeldið fólk, sem var saman kom- ið í Lesborough, og öllum kom saman um það, að Vane væri ágætur gestgjafi. Hann revndi ekki að skemta gestum sínum, því nú á dögum er það orðinn algengur siður að láta menn eiga sig sjálfa, og ráða sjálfa yfir hugsunum sínum, orðum og gjörðum. Og mönnum geðjast vel að stórum húsum, þar sem þeim líður eins vel og í beztu liótelum, og geta hagað sér í öllu eftir eigin vild, og þurfa enga ósanngjarna reikninga að borga þegar þeir fara. Menn neyttu morgunverðar og hádegisverð- ar þegar þeim þóknaðist, og ^lloftast mættust allir gestirnir í fyrsta skifti dag hvern við dag- verðinn kl. átta. Og það var máltíð sem öllum geðjaðist vel að, og það sjálfum Sir Chandes Orme, sem var mjög vandfýsinn með hvað hann át og drakk. Flestir af mönnunum voru úti á daginn með Itj’ssur sínar og veiðiáhöld — það var allmikið af urriða í ánni Lesway, sem rann í gegn um land höfðingjasetursins — sumt af kvenfólkinu kom til þeirra þegar þeir neyttu hádegisverðar, eða ók út undir berum himni með tekörfurnar. Vane stundaði ýmist urriðaveiðar eða dýra- veiðar, eftir því sem á stóð. Hann skeytti ekki um eitt fremur en annað. Eitt kvöldið töluðu Letcliford hjónin um hann, á meðan hann var að hafa fataskifti fvrir dagverðinn. “Hann er sannarlega lítið betri nú heldur en fyrsta kVöldið þegar við fundum hann,” sagði Sn* Charles hnugginn. “Hvað sem það er, sem að honum gengur, livílir það jafn þungt á lionum nú og þá. Hann hagar sér í öllu eins og göfugmenni, sem hann er fæddur til að vera, og hann lítur eftir og bætir landeignina og heimilið með ölhi mögulega móti, en---” “En liann er ekki gæfuríkur,” endaði lafði Letchford setninguna. “Hann reynir að dylja sorg sína, og flestir af gestunum álíta væntan- lega, að hann sé bæði glaður og ánægður, en þú og eg vitum betur, er það ekki, Charlie? Og það er enn þá ein, sem sér það — lafði Fanworthy.” “Já, hún hefir nú alt af verið glöggsýn,” sagði Letchford. “Það hefir hún verið, og henni þykir vænt um hann,” sagði kona hans. “Hún lítur stund- um til hans sorgbitnum og syrgjandi augum, ems og hún furði sig á því, hvað að honum geng- ur, og þrái að geta hjálpað honum.” “Það vit eg líka,” sagði Letchford, “mér þykir afarvænt um hann, Blanche.” “Það er ómögulegt að verjast þvií,” svar- aði lafði Blanche. “Það er mjög ánægjulegt að honum þykir vænt um frænda sinn, Júlían Shore. Það er mjög fríður maður og alúðlegur líka.” Lafði Letchford þagði snöggvast. “Já, hann er fríður sýnum,” sagði hún, “en------” Sir Charles hló og geispaði — liann liafði vcrið á dýraveiðum allan daginn. ‘ ‘ En þú skeytir e'kkert um það, er það ekki tilfellið? Þið konurnar hafið allmargar ímynd- anir. Mér datt einmitt í hug að hann væri af því tagi, sem þú hefðir dáðst. að og kunnað vel við. Hann syngur snildarlega vel og lítur út eins og Adonis (fyrirmynd mannlegrar fegurð- ar), og ávalt segir hann og gerir það, sem er snoturt og rétt.” “Með fám orðum sagt, hann er fullkom- inn,” sagði lafði Letchford. En við stúlkurnar skeytum alls ekki uin það, að mennirnir séu full- komnir, — og það er Líklega þess vegna að mér fellur svo vel við þig, Charles, — því þá er það eins ög þeir vilji veiða á okkar landareign. — Flýttu þér nú, annars komum við of seint til dagverðarins, og það eina sem hin góða, gamla lafði Fanworthy krefst af okkur er, að við séum stundvís. Ilún var reglulega gröm við Judith orme í gærkvöldi, af því liún kom of seint.” “Eg sé að þú og Judith eruð orðnar góðar vinur aftur, Blanche.” “Þú héfir ekkert slíkt séð,” svaraði lafði Letchford inni í búningsklefa sínum. “En þú átt líklega við, að við séum kurteisar hvor við aðra — við getum ekki farið að þrætast né lát- ast ekki þekkja hvor aðra, þegar við erum á annars manns heimili.” “Ó, er það þannig ástatt fyrir ykkur?” sagði Sir Charles. — “Hefir þú veitt því eftir- tekt hve ástfanginn Júlían Shore er af henni?” “Áuðvitað,” svaraði lafðin. “Eg er ekki blind. En nú vil eg ekki tala meira, því þá verður þú aldrei tilbúinn. Eg get ekki skilið að maður skuli þurfa jafn langan tíma til að hnýta þetta hlægilega, hvíta hálsbindi. Eg gæti gert það á hálfri mínútu —” “Það er þá bezt að þú komir og gerir það.” “Nei, alls ekki. Þú ert áreiðanlega nógu gamall til að klæða þig hjálparlaust. Bara farðu nú, karlinn minn. Hér kemur Lovísa; og lokaðu nú dyrunum, annars hættir þú aldrei að þvaðra. Eg er viss um að við verðum of sein. ’ ’ En þau kolnu nógu snemma til dagverðar- ins samt sem áður. Vanalega var þetta mjög skémtileg máltíð, og ]>etta kvöld var hún engin undantekning frá reglunni, því mennirnir höfðu verið hepnir á veiðum þenna dag, og konumar glöddust yfir því að þeir voru komnir heim aft- ur. Vane var sá eini, sem var fremur þögull, en þar sem hann sat við borðsendann gagnvart Fanworthy, brosti hann þegar það átti við, og við og við talaði hann við lafði Lisle, sem sat við liægri hlið hans. Dálítið fjær sat Judith Orme, sem var hin fegursta og tilkomumesta af öllum konunum. Það leit svo út sem hún hlust- aði með nákvæmri eftirtekt á frásögn lávarðar I.isles um veiðiförina, en öðru hvoru rendi hún augunum til alvarlega andlitsins við endann á borðinu, og í hvert skifti sem liún leit þangað, veitti Júlían, sem sat beit á móti henni, því ná- kvæma eftirtekt, þótt rödd hans væri jafn hreim- fögur og hið ástúðlega bros hans óbreytt. Það leit svo út, sem hann veitti henni litla eftirtekt, en hverja hreyfing hennar og hvert orð sá hann og heyrði, þó hann léti sem hann hugsaði ein- göngu um ungu stúlkuna, er hann leiddi að borð- inu og hjá honum sat, sem, þar eð hún var að eins nítján ára, talaði við hann f jörlega og hik- laust. Allir voru glaðir, og lafði Fanworthy í mjúka, svarta silkikjólnum með ómetanlegu kniplingana, hallaði sér notalega aftur á bak í stólnum, sannfærð um að dagverðurinn hafði hepnast vel. Hún horfði hugsándi á Vane, með þeim svip í augum sínum, sem lafði Letchford nafði veitt eftirtekt. Alt í einu ómaði háa röddin hans Sir Chandes, þegar augnabliks þörg varð. “Eg kom inn í Momus r gærkvöldi,” sagði hann; — hann hafði farið inn í bæinn að sækja einn eða annan tállit aaginn áður. “Þeir leika þflr aðdáanlega vel. Eg kom nógu snemma til að sjá fyrsta leikinn — reglulega góðan leik. Þegar eg gekk bak við töldin til að finna þar kunningja minn, sagði Harcourt við mig, að hann hefði beðið höfund þessa leiks að semja annan stærri leik, sem liann.vonar að verði mjög góður og sem hann græði talsverða peninga á.” “Það er nýr og mjög undur höfundur?” spurði Júlían. “Tæplega fullþroska drengur; Herbert Wood að nafni,” svaraði Sir Chandes og gaf Prance bendingu um að fylla glasið sitt — í fjórða sinn. “Hann er bæklaður, vesalingur- mn. Harcourt hefir ekki séð hann enn þá, en hann er vinur Polly Bainford, sem nú gengur ágætlega, og Harcourt semur við hann með hennar milligögnu.” “Mjög dularfult,” sagði Judith Orme. “Manstu eftir leiknum, Vane?” “ Já, mjög vel, því sem eg sá af honum. “Eg hugsa mér að þessi höfundur skrifi góð leikrit. Við verðum öll að fara og sjá leikinn.” “Heyrið þér nú, Shore,” sagði Sir Chandes og deplaði augunum, eins og liann var vanur að gera þegar hann var búinn að drekka fjögur glös af kampavíni. “Eg varð verulega hrædd- ur rétt áðan.” Júlían leit upp. “Það er auðvitað viðfeld- ið spaug,” sagði hann brosandi. “Þér voruð áður fyrrum í sjötugasta og öðru tvílyfti, Sir Chandes ? ’ ’ Sir Chandes brosti, svo að hvítu tennurnar hans sáust. “Já, og við létum ekki hræða okkur með hægu móti; en núna varð eg verulega hræddur, það get eg sannfært yður um. Eg kom út úr herbergi mínu og var að flýta mér, af því eg hélt mig orðinn of seinan, en þá rekst eg á þá undarlegustu manneskju, sem eg hefi nokkru sinni séð. Eg gekk á eftir henni, en hún virtist ekki heyra fótatak mitt, og þegar hún leit við — já, eg hefi aldrei séð hennar Líka nema í vax- myndabúðinni hennar frú Taussands. Hún var eins og gangandi lík, og eg ímyndaði mér að hún væri daufdumb, því þegar eg bað afsökunar á því að eg rak mig á hana, sneri hún sér við, leit á míg og snerti eyru sín og varir, og svo hvarf hún Lhellinn yðar. Hver er hún?” Júlían stöðvaði Píance, þegar hann var bú- inn að hálffylla glasið hans, og svaraði svo al- veg kærulaus. “Það er gömul vinnukona, sem hefir verið hjá okkur allan þann tíma sem eg hefi lifað og lengur. Hún heitir Deborali. Það er leitt að hún skyldi gera yður hræddan.” “ó, það gerir alls engan baga,” sagði Sir Chandes. “En þér hljótið að hafa undarlegan smekk. Væri eg í yðar sporum, mundi eg senda hana til Barnum” (gripasafnseigandi í New York 1810-1891). “Það munduð þér eflaust gera,” sagði Júlían svo alúðlega, að allir fóru að hlæja. “Tilfellið er, að að eins gaanalt, trygt hjú getur þolað hina voðalegu lykt, sem ávalt ríkir í efnarannsóknarstofunni hans Júlíans,” sagði Vane, og kinkaði kolli brosandi til frænda síns. “Eg hefi heyrt sagt, að þér séuð mjög hneigður fyrir efnarannsókn, Shore,” sagði lá- varður Lisle. “Og hún er líka áhuga verð; eg Iiefi sjálfur fengist ögn við hana. Hver tegund hennar er það, sem þér stundið aðallega?” Júlían ypti öxlum. “Ó, eg er að reyna að finna nýjan lit,” svaraði hann hógvær. “ Nei, en hvað það er ánægjulegt. Þér hljót- ið að vera reglulegur listamaður,” sagði unga stúlkan, sem hjá honum sat. “Eg vona að það \erði fallegur litur sem á vel við mig.” “Hvaða litur, sem mer hepnast að fram- leiða, mun gera það,” svaraði hann og hneigði sig. “Einhvern tíma verður Júlían nafnfræg- ur maður,” sagði Vane, “ og það á alt annan Liátt en Manneringarnir liafa orðið. Eg held að enginn þeirra hafa hingað til snúið sér að visindum.” \ ‘ ‘ Mig langar mikið til að sjá efnarannsókn- arstofuna yðar,” sagði unga stúlkan. Júlían brosti vingjarnlega til hennar. “Þá löngun ,getið þér fengið uppfylta nær sem er, en þar er harla lítið að sjá fyrir yður.” “Farið þér að mínum ráðum, ungfrú Lim- mington, og gefið yður ekki við þesisu,” sagði Vane. “Þér fáið ekki að sjá annað en aragrúa af kólfum og eimflöskum, og þar er sútlykt, sem eg efast ekki um að fái yður til að flýja út það- an mndir eins.” “Eg verð að játa, að það er góð leiðbeining, sem lávarður Lesborough gefur yður,” sagði Júlían. R. S. ROBINSON StofnMtt 1883 HðfiTWÓM S230.000.00 tn Mx Soattlo, i. 8. A. EtfnentM, Alta. U Pu. Maa. Kenora, ftat Sendið beint tu Kaupir og selur Húðir, UIl og Seneca Rót HRAAR HÚÐIR OG SKINN SaltatSar nauts- húðir ..... SaltaSar Kip hú«U* Saltaðar hálfs húðir .28-32 .35-.40 f* 55'-6ö HrosshútSir, $7-$12 u..------— ,43-.46 PHme Se"eoa $1_$1.1Q Hæzta verð fyrlr klnrtaga-rur. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undir elns til þess aB læra atS stjðrna bifrelBum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskðlanum I Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda I Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjðrnuBu bifreiBum og gas-tractors, hafa þegar orBlB aB fara T herþjðn- ustu eSa eru þá á förum. Nú er tlmi til þess fyrir yBur aB læra göBa iBn og taka eina af þeim stöBum, sem þarf aB fylla og fá I laun frft $ 80—200 um mánuBtnn. — l>a8 tekur ekkl nema f&elnar vlkur fyrtr yBur, aB læra þessar atvlnnugrelnar og stöBumar biBa yBar, sem vél* fræBingar, blfreiBastjörar, og véimeistarar á skipum. NámiB stendur yfir 1 í vikur. Verkfæri frl. Og atvlnnuskrlf- stofa vor annast um aB tryggja yBur stöBurnar aB enduBu náml. SláiB ekki á frest heldur byrjiB undir eins. VerBskrá send ðkeypts. KomiB til skölaútlbús þess, sem næst yBur er. HemphlUs Motor Schools, 220 Pacifie Ave, Wlnnipeg. Útlbú I Beglna, Saskatoon, Edmonton, Lethbrldge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. 1T/* .. | • v* timbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og ghlggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------Limltad------ "• HENRY AVE. EAST - WINNIFEG 'A*a.a»/! *v Af/j .wa as^ as^ a»a :< • The Campbell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og alzta Ijósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærsta og beztn í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. Bráðum fer ekran upp í $100.00 prjátiu og flmm til fjörutlu mllur austur af Winnipeg og skamt fráBeausejOur, iiggur öbygt land, meB slbatnandi járnbrautum, nýjum akvegum og skðlum, sem nemur meira en tuttugu og fimm þúsund ekrum, ðgrýtt slétt og eitt þaB bezta, sem til er I RauBarárdalnum, vel þurkaS 1 kringum Brokenhead héraBiB og útrúlB fyrir plðg böndans. Viltu ekkl ná I land þarna, áBur en verBiB margfaldast? Núna má fá þaB meS lágu verBi, meB ákaflega vægum borgunarskilmálum. Betra aB hitta oss fljðtt, þvl löndin fljúga út. petta er sIBasta afbragBs spildan i fylklnu. LeitiB upplýsinga hjá The Standard Trust Company 346 MAIN STREET WINNTPE3G, MAN. c VIÐSKIFTABÆKUR " (COUNTBR BOOKS % Héma er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur siínar hjá oss. SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNU.L SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL Columtría $reös LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeú Tals. Garry 416—417 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba. f stjómarnefnd félagsins eru: eéra Rögnvaldm- Pétursson, forerU, 650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. Bíldfell, vara-forseti, 2106 Por.age ave., Wpg.: Slg. Júl. Jóhannesson, skrifari, 957 Ingersoll str., Wpg.; Asg. I. Blöndahl, vara-skrlíari, Wynyard, Saak.; S. D. B. Stephanson, fjármála-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stcfán Kinnrsson, vara- fjármálaritari, Arborg, Man.; Asm. P. Jóhannsson, gjaldkeri, 796 Victor str., Wpg. ; Séra Albert Kristjánsson, vara-gjaldkeri., Lundar, Man.; og Sigurbjöm Slgurjónsson, skjalavörBur, 724 Beverley str., Winnipeg. Fastafundl heflr nefndln fjórða föstndag hvers mánaðar. >■

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.