Lögberg - 28.08.1919, Blaðsíða 6
3/8. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST 1D19.
Kolskör.
Niðurl.
Kongsson leit á fótinn og sá að blóð kiom upp
með skóvarpinu og litaði skóinn rauðan. Snýr
hann þá við hesti sínum og skilar aftur stólkunni.
“Svikið hafið þið mig enn!” segir hann við karl
og kerlingu. ‘‘Eða eigið Iþið ekki fleiri dætur!”
Karl kveðst ekki vita, hverju hann eigi að svara
til þess; segist að vísu eiga eina dóttur af fyrra
hjónabandi, en hón sé hálfgerður aumingi til
líkama og sálar og sízt boðlegt bróðarefni slíkum
manni. Kongsson bað hann leiða hana fyrir sig.
ÍJn þá grípur kerling fram í og segir, að hón sé
sönn heimilishneisa og óhreinlegri en svo, að hón
megi koma fyrir hans augu. Kongsson sat við
sinn keip og kvaðst endilqga vilja fá að sjá hana.
Tjáði þá ekki annað en að senda boð eftir Kolskör.
Hón bregður við og þvær sér í snatri í framan og
um hendurnar; gengur því næst á fund konungs-
sonar og hneigir honum hæversklega. Konungur
réttir henni skóinn. ITón fleygir af sér klossanum
og stígur í gullskóinn; þurfti hón að eins lítillega
að spyrna við, áður fóturinn skrapp í; það var
eins og skórinn væri steyptur á hana, svo vel fór
hann. Og er hón rétti sig upp og leit framan í
kongsson, þekti hann andlitið. Verður hann þá
næsta glaður og kveðst nó lrafa fundið iþó bróði,
er hann leitaði að. Kerlingu og dætrum hennar
brá heldur en ekki í brón er þær sáu, hvað fram
fór; gjörðu þær ýmist að fölna eða roðna. Tekur
nó kongsson Kolskör á bak hjá sér og ríður á stað.
Þegar þau komá að heslitrénu, syngja dófurnar:
“Heyri kongsson,
heyri kvak fugla:
Vel sómir svanna skór.
Bíði heill
á heimvegu
hilmir með horska mey.
Síðan komu báðar dófurnar fljógaridi og sett-
ust sín á hvora öxl Kolskör.
Kongsson lætur nó efna til dýrðlegrar veizlu.
Stjópsystur bróðarinnar koma til veizlunnar og
voru nó einkar mjókar á manninn; sáu þær sinn
hag í því að reyna að koma sér svo, að þær nytu
góðs af láni Kolskarar. Þegar farið var til vígsl-
unnar, gengu þær sín til hvorrar handar bróðinni,
eldri systirin á hægri hlið, hin yngri á vinstri; en
þá kroppuðu dófurnar sitt augað ór hvorri. Og
er þær gengu frá kirkju að lokinni vígslu, yngri
systirin hægra megin, hin eldri vinstra megin,
kroppuðu dófurnar ór þeim hitt augað. Voru þær
blindar alla æfi síðan, og höfðu það fyrir ilskuna
og fláræðið. —Æfintýri.
Sumarstundir.
(Gamall háttur).
Sólin yfir sundin blá
svífur í ljóma.
Daghvolfin djóp og há
dýrðarsöng óma.
Lækir í lágurn mó
langspilið hræra,
fellur í fjallató
fossbunan tæra.
Tindrar um tón og hlíð
^ tárfögur móða.
'Sólskin og sumartíð
sæludag bjóða.
“Þey, þev og haf ei hátt”,
helsingjar kvaka,
suður ór sævarátt
svífa til baka.
öræfa inst ísal
eiga þeir bólin:
hvannlindir djópan dal,
drangvörðu skjólin.
II.
Sest eg við svalan straúm, —
sumar í strengjum
boð góð með björtum flaum
ber grund og engjum.
Horfi eg hamri af —
“hér dunar undir”.
Straumgyðjan geislastaf
greip hvít í mundir.
Fagur er faldurinn,
fosshuldan bjarta.
Sælt, er um salinn þinn
sóldægur skarta.
III.
Brött ertu, birkihlíð,
bezt þó eg eiri
hásumars sólskinstíð
söng þinn ef heyri.
Ung-þrestir æfa hér
indæla róminn,
andvarinn ber og ber
blessaðan óminn.
Annan eg heyri hreim:
hringt er á Völlum
kinkjunnar klukkum tveim,
klökkum og snjöllum.
Sé eg ór Söngvahlíð
sæturnar ríða;
fljóð elska ung og blíð
óm helgra tíða.
Gæðinga geisimátt
grípa í mundir,
“er stigið ekki smátt
um foldar grundir”.
IV.
Frítt er í fjalladál
frjálst þar að dvelja,
heiðríkt í hnjókasal,
hýrt fram til selja.
Sæl ertu sumartíð —
söngur í meiðum,
lækur í laufahlíð,
lóur á heiðum.
Hulda.
Sagan af Monte Cristo.
1. KAPÍTULI. /
I þröngum fangelsisklefa, þar sem engin dags-
birta komst inn nema í gegn um lítinn glugga með
jámtJeinum fyrir, sat ungur maður, olnbogunum
studdi hann ná kné sér og faldi andlit sitt í hönd-
utn sér í þungum þönkum. Hann var fangi, og
klefinn hans var einn af mörgum í Marsala fang-
elsinu, sem kallaður var Chateau d’If.
Fangelsi þetta stóð á eyju einni, sem var lítil
um sig og var hér um bil mílu vegar frá megin-
landinu. Þangað voru þeir fangar sendir, sem
mikið höfðu brotið, eða sem að þóttu hættulegir
fyrir ríkið, því það voru fá da?mi þess að menn
þeir sem þangað vora sendir, kæmust þaðan aftur
lifandi.
Alt í einu reisti ungi maðurinn höfuðið og
hlustaði, og sagði við sjálfan sig: “Þar byrjar
þetta þrusk aftur. Hvað getur það verið? Það
hlýtur að Véra einhver við vinnu óti, eða það er
einhver af föngunum, sem er að reyna að komast
hingað til mín. Hvernig get eg gengið ór skugga
um hvernig á þessu stendur ? Segjum að eg klappi
á vegginn. Ef það er einn af föngunum og hann
heyrir til mín, þá hættir hann að minsta kosti um
stund. ”
Svo stóð hann á fætur, gekk að veggnum, þar
sem honum heyrðist þruskið vera og klappaði á
hann þrjó högg, og þruskið hætti óðara.
Anægjusvipur færðist yfir andlit unga manns-
ins og hann sagði við sjálfan sig: “Það hlýtur að
vera einhver af föngunum, sem er að reyna að
komast inn til mín. Bara að eg gæti hjálpað hon-
um til þess, en það er nó ekki þeim svörum að
gegna, til þess hefi eg engin verkfæri — aldeilis
ekkert.
Hann leit í kring um sig í klefanum, en þar
var ekkert að sjá annað en róm, borð, einn stóll
og kanna með vatni í.
Alt í einu kom honum í hug, að ef hann bryti
könnuna, þá gæti hann máske notað glerbrotin.
Og þetta sýndist honum svo fýsilegt, að hann greip
könnuna og henti henni niður á gólfið, þar sem
hón brotnaði í smá mola. Svo tók hann glerbrotin
og fór að veggnum þar"sem honum heyrðist þrusk-
ið koma frá, og fór að reyna að bora holu í vegg-
inn með glerbrotinu. En veggurinn var harður,
svo að glerbrotið bolnaði og honum vanst ekkert á.
“Þetta dugir auðsjáanlega ekki”, sagði hann
við sjálfan sig, “eg verð að hugsa upp eitthvert
annað ráð.”
Og á meðan hann var að hugsa um hvaða ráð
hann ætti að taka, kom fangavörðurinn inn til
hans. Hann var að færa honum kveldmatinn.
Það var sópa, sem hann bar fram á pönnu. En
af því að skuggsýnt var í klefanum, þá sá fanga-
vörðurinn ekki glerbrotin á klefagólfinu, svo að
hann steig ofan á þau, og til þess að verja sjálfan
sig falli, þá hlemdi hann pönnunni mteð sópunni á
niður á borðið, en varaði sig ekki á því að aiskur-
inn sem fanginn hafði til þess að borða af var
undir og fór í smámola.
“Alt þetta kemur til af hirðuleysi þínu, fangi
nómer 27. Ef að þó hefðir ekki brotið vatns-
könnuna þína (og hvernig þó fórst að því er mér
alveg óskiljanlegt), þá hefði teg aldrei brotið disk-
inn þinn. Og eins og nó er komið, þá dettur mér
ekki í hug að fara upp á loft, til þess að sækja þér
nýjan disk. Þó skalt nó bara eta af pönnunni.
Það kemur þér máske til að fara varlegar næst.”
Að svo mæltU/fór fangavörðurinn ót ór klefanum
og ski'ldi fangann eftir að hann hélt í öngum sín-
um. En úví fór fjarri. í1anginn hafði aldrei ver-
ið glaðari, síðan hann kom í fangelsið heldur en
hann var nó, því það rann alt í einu upp fyrir hon-
um • að fangavörðurinn hefði óafvitandi hjálpað
honum ót ór ógöngunum, sem hann var í. Hann
settist að borðinu og át sópuna ír pönnunni, tók
hana síðan og notaði skaftið á henni fyrir skóflu
og varð honum nokkuð ágengt. Hann vann af
mesta kappi alla nóttina, og um morguninn var
•hannmóinn að grafa allstóra holu í vegginn.
Til allrar lukku hafði þrusk það sem hann
heyrði verið í veggnum rétt á bak við þar sem
rómið fangans stóð. Hann dró það því fram á
kveldin þegar hann byrjaði á verki sínu, og setti
það á sinn stað aftur á morgnana, þegar hann hélt
að fangavörðurinn kæmi.
Fyrsta morguninn kom fangavörðurinn á sín-
um rétta tíma með morgunmatinn og mælti:
“Jæja, hvernig geðjaðist þér að því að borða ór
pönnunni í gærkveldi? Það skiiftir nó reyndar
minstu hvernig þér geðjaðist að því, því tíl þeSs
að refsa þér fyrir að brjóta drykkjarkönnuna áttu
nó að fá að borða af pönnunni fyrst um sinn.”
“Það er ómögulegt að þó látir slíkt viðgang-
ast,”' mælti fanginn og virtist vera bæði hrvggur
og reiður. En í rauninni varð hann himin lifandi
glaður yfir því, að honum átti að fá að haldast á
pönnunni fyrst um sinn.
Og þegar hann hafði matast og fangavörður-
inn hafði lokað klefanum, tók hann til óspiltra mál-
anna aftur. Og þetta gekk í marga daga. En alt
af varð verkið erfiðara, því bæði var ilt aðstöðu
og svo virtist veggurinn harðna æ meir, eftir því
sem lengra dró inn í hann, og svo var þetta erfitt
að hann var orðinn vonlaus með að geta haldið
verkinu áfram.
“Eg má eins vel hætta þessu, því eg kemst
aldrei í gegn,” tautaði hann meir en í hálfum
hljóðum.
“Það máttu ekki,” svaraði rödd hinu megin
við vegginn og bætti við: “Stattu til hliðar, því
annars geta steinar ór veggnum dottið ofan á þig.”
Og varla hafði fanginn haft tíma til að skríða til
baka og inn í klefann, þegar steinar ór veggnum
féllu niður í holuna og moldarrykið lagði inn í
kofann. Og rétt á eftir kom höfuð og herðar á
manni, og skömmu síðar allur líkami hans í gegn-
um göngin og inn í klefann til fangans.
Framh.
Marcus Aurelius.
i _____
Það var á fyrstu öldinni eftir Krist að kona
tígulega bóin og drengur fríður sýnum og vel vax-
jnn, stóðu óti í garði einum í Rómaborg, sem um-
kringdi hós eitt haganlega gjört.
Frá glugganum á svefnh'erbergi Annia svstur
drengsins, sem var á þeirri hlið* hóssins sem að
þeim vissi, kom rokkhljóð. Þar sátu konur inni
við tóvinnu. Og þótt heimilið væri efnað og gæti
keypt allar nauðsynjar sínar, þá var fólk á þeirri
tíð svo vinnugefið, að það áleit skyldu sína að
hjálpa til að framleiða og sjá um að ekkert færi
til spillis, hvorki tími né tækifæri.
Drengurinn, sem var Marcus Aurelius, stóð
hjá móður sinni, og hafði hón lagt hönd sína á
höfuð honum. Hann var göfugur að ætt, frændi
Hadrian keisara í Róm. Drengurinn var tígulega
bóinn; hann hafði gullhlað um enni. Hann var
klæddur í nærfeld, vel unnin ullarföt og hafði
skikkju ór sama efni yfir sér, sem náði niður fyrir
hné, en á fótum sér bar hann ilskó. Kyrtli sínum
hafði hann varpað frá sér, því hann var nýkominn
ór Stóika skólanum forna. Hann var, þótt ungur
væri, einn af dómurunum í Róm, og bar því gott
skyn á hvað réttvísi var og hvernig að menri áttu
að beita henni.
Lucilla móðir Marcusar var áþekk mæðrum
eins og við þekkjum þær nó á dögum. Umönnun
og viðilívæmni lýsti sér í svip hennar og móður-
elskan skein ór augum hennar, þegar hón virti
drenginn sinn fyrir sér.
“Hvað ætlar þó að aðhafast á afmælinu
þínu, Marcus?” spurði móðir Marcusar.
Marcus þagði dálitla stund. Hann var að
bugsa um afmælisdagana sem hann hafði átt og
gjafimar mörgu og merkilegu, &em hann hafði
fengið frá móður sinni og ótal vinum og kunn-
ingjum. Uví í þá daga var siður að skiftast á
gjöfum á stórhátíðum og merkisdögum. Og á af-
mælisdegi Marcusar voru nágrannamir vanir að
færa honum blómvendi, leirker skrautlega gjörð,
og allslags ávexti.
Hann mundi eftir gyltu kerrunni, sem honum
hafði verið gefin, sem var nákvæmlega af sömu
gerð og þær, sem notaðar voru til veðreiða, þótt
hón væri minni, og eftir örfunum, leikhnöttunum
og ótal fleiru, sem honum hafði verið gefið.
Það stóð reyndar öðru vísi á fyrir Marcusi
nó. Hann var orðinn of gamall til þess að hafa
not af slíkum leikföngum.
Á meðan þessar endurminningar höfðu
streymt í gegn um huga hans, hafði hann horft
niður fyrir sig. Nó lyfti hann augunum og rendi
þeim yfir marmaralagða svæðið, sem var á bak
við hósið, og ót að girðingunum. Þar uxu aldina-
tré og stóðu þau í stórum steinkerum meðfram
girðingunni. Þar var og gosbrunnur, og stóð
vatnsbunan hátt í loft upp, og datt svo aftur niður
í stóra marmaraskál.
í einu horni garðsins var fuglabór, og um-
hverfis það sátu nokkrar tamdar dófur, og rann
kvak þeirra saman við hljóð vatnsins, þegar það
skvettist til og frá í marmaraskálinni. En uppi á
fuglabórinu stóð Annia systir drengsins, og var
hón að strá korni fyrir fuglana.
Móðir Marcusar endurtók spurningu sína:
“Hvað ætlarðu að aðhafast á afmælisdaginn þinn,
sonur minn ? Það verður held eg ekki mikið, sem
eg get glatt þig með í þetta sinn, því eins og þó
veizt ert þó nó orðinn lögaldra og eignirnar allar
þess vegna undir þinni hendi og í þinni umsjá.”
Og hón bætti við: “Þó ert mjög auðugur, Mar-
cus,” og um leið leit hón til dóttur sinnar og and-
varpaði þungan.
Marcus var hugsi dálitla stund. Síðan mælti
hann: “Eg ætla að halda upp á afmælisdaginn
óiinn með því að lirjóta landsvenju.” Og þegar
hann sá undrunarsvipinn á andliti móður sinnar,
bætti hann við: “Þaðbr ekki réttlátt að í Róm
skuli sonurinn erfa allar eignir ættingja sinna,
sem arfgengar eru, en dóttirin vera með öllu gjörð
arflaus, og vera upp á náð og miskunnsemi komin.
1 dag, á afmælisdaginn minn, ætla eg að skifta
eignum föður míns jafnt á milli mín og systur
minnar Annia.”
“Gefa Annia helminginn af öllurn auð þín-
um! ó, Marcus, þetta er þér líkt. — En heldurðu
að þú ættír að gjöra þetta?” mælti móðir lians.
“Eg til og eg skal gjöra það 'sem rétt er,”
svaraði Marcus, um leið og hann rétti systur sinni,
sem kom hlaupandi þangað sem Marcus og móðir
hans stóðu, hönd sína.
Þessi rómverski drengur, sem var vellauðug-
ur, stórættaður, fríður sínum og allra manna fim-
astur, var hvers manns hugljúfi. Ekki var það
fyrir ættgöfgi hans, ekki fyrir auð, lærdóm né
líkamsfegurð, heldur fyrir hans mannlegu dvgðir,
að sagan hefir gevmt nafn hans í gegnum ald-
irnar.
En enginn skyldi ætla að Marcus hafi nóð
þessu takmarki fyrirhafnarlaust. Því fer fjarri.
Þegar hánn var sex ára, varð hann félagi í
hinni svo kölluðu Equestrian reglu. Þeirri stöðu
fylgdu æfingar á hestbaki, sem sumir eldri menn-
irnir fengu sig fullreynda af.
Þegar hann var átta ára, var hann gjörður
prestur í hofi s'tríðsguðsins Mars. Þeirri stöðu
fylgdi vandi mikill og nákvæmni, sem reyndi bæði
á reglusemi hans og minni.
Þegar hann var tólf ára, gekk hann í skóla til
Stoicanna alþektu. En þeir kendu að meira virði
í þessu lífi en alt annað væri það að krossfesta
holdið með öllum þess girndum og tilhneigingum.
Svo Marcus varð að klæðast hinum einfalda
og ósjálega bóningi Stoicanna. Hann varð að
neita sér um rúm til þess að sofa í — svaf á gólf-
inu, án þess að hafa neitt af rúmfötum. Samt
var hann ekkert frábrugðinn öðrum drengjum í því,
að hann langaði til þess að leika sér. En skyklu-
ræknin við sjálfan sig og lífið varð leiklönguninpi
yfirsterkari, á þagn hátt, að hann lét æfinlega það
þarflega sitja fyrir því ónauðsynlega. Samt var
hann hverjum ungum manni fimari í íþróttum, og
að mentun bar hann af öllum sínum jafnöldrum í
Rómaborg.
Ef að þú getur litið til baka í huganum, þang-
að sem þessi saga gerðist, þá getur þú séð dreng-
inn Marcus á afmælisdaginn hans, þar sem hann
sat í einum af réttarsölum borgarinnar. Hann er
skrýddur einkennisbúningi þeim, er stöðu hans til-
heyrir, tólf þjónar standa við stól hans og eru
boðnir og bónir að hlýða hverju hans boði. Hann
hlustar á mál þeirra kærðu, og kveður upp rétt-
látan dóm í málum þeirra.
Hann sá í huga sér leikvellina rómversku, þar
sem ungir menn voru að leikjum, oghann sá í anda
dýrasýningarnar, og honum fanst sem hann heyrði
öskur ljónsins, þar sem að hann, eins og jafnaldr-
ar hans, hefði gaman af að vera. En það hafði
engin áhrif á skyldustarfið — þegar um það var
að ræða var Marcus aldrei hikandi.
Svo liðu árin, og JVJarcus Aurelius Antonius
var orðinn keisari í Róm. Og sýndi hann þá sömu
hluttekninguna og sanngirnina í málum manna,
sem hann hafði gert þegar hann var drengur, og
hefir aldrei neinn keisari í Róm, sem sögur fara
af, verið eins vel látinn af þegnum sínum, eins og
Marcus Aurelius Antonius var.
Keisaratign Marcusar byrjaði þegar í æsku—
hann var keisari yfir sjálfum sér. Hann var, eins
og flestir miklir menn eru, — mikill þegar á æsku-
árum sínum.
Tryggur hundur.
Bóndi einn, sem bjó við ána Scioto í Ohio átti
agætan fjárhund. Svo var það að bóndi réði þao
við sig að flytja búferlum og fór með fjölskyldu
sína til Kansas C'ity og þaðan með hestvögnum og
til Smokey River. Þar settu þau sig niður og voru
þar í eitt ár. En bóndi var ekki vel ánægður með
nýja heimilið sitt svo hann ásetti sér að hverfa
til baka til síns fyrra heimilis í Ohio. Hann fór
því af stað með f jölskyldu sína og alla bóslóð nema
féð og ifjárliutfdinn skildi hann eftir í Kansas.
Svo liðu ótta vikur frá því að fólkið kom beim til
Ohio og þangað til dag einn að fjárhundurinn
kom. Var hann þá 'bæði sárfættur og magur, eftir
að vera bóinn að ferðast 800 mílur, til þess að
komast heim til hósbónda síns.