Lögberg - 28.08.1919, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.08.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST 1919. Bls. 5 inniiiiBiiiiBiiiiauiiBifliBiii Sjóðið matinn á Rafmagns vél Og SPARID peningajtíma og vinnu City Light & Power 54 King Street ^íiMIIIIMIIIHIIII iiiiBiiMiiimiiMiiiiHiiMiiimiiimiiiimmnMiimiiimiimiiiMimiiiMiMiiM- Lengra verður naumast farið í ósönnum sakargiftum í garð kirkj- unnar. Hvaðan þykjast nú andatrúar- mennirnir hafa meiri og betri vissu um þessa hluti en kirkjan? Frá sambandi sínu við anda- heiminn og rannsóknum hinna dul- arfullu fyrirbrigða, sem sífelt eru að gjörast á samkomum þeirra. Andar frá öðrum heimi eru í augum þeirra flytjendur þessa nýja fagnaðarerindis bæði bein- línis og óbeinlínis og með því á að vera fengin betri vissa, en kirkjan hefir hingað til haft upp á að bjóða. Mér kemur ekki til hugar að neita raunveruleik þessara fyrir- brigða eða amast við hinum mörgu góðu og vitru mönnum víðsvegar í heiminum, er fást við rannsóknir þeirra. En um hitt efast eg stór- lega, að með þessum ransóknum séu enn fengnar ríkari sannanir fyrir því, sem þær eiga að sanna, en kristindómurinn hefir frá önd- verðu haft að bjóða. pær sannan- ir eru að vísu ekki vísindalegar, heldur fólgnar í trúnni á opinber- un Guðs í Jesú Kristi, sannanir anda og kraftar, og þær sannanir duga hverjum trúuðum kristnum manni. En svo segja andatrúar- menn: Fjöldi manna trúir ekki kenningum kristindómsins um þessa hluti, vér viljum hjálpa þeim til trúarinnar á eilíft lif með vísindalegri vissu um tilveruna eftir dauðann, vér viljum með vís- indalegum rannsóknum draga upp fortjaldið milli hins kunna og ó- kunna heims, og gjöra hina and- legu dýrgripi trúarinnar að dýr- gripum vísindalegrar vissu, svo að segja megi, að mennirnir lifi ekki lengur í trú heldur í skoðun. Rannsóknir hinna dularfullu fyr- irbrigða eiga að lyfta mannkyninu upp á sigurhæðir skoðunarinnar á öllum heimum og geimum tilver- unnar, sem hingað til hafa verið sem lokuð bók fyrir því. Leyndar- dómar krístnu trúarinnar hverfa óðum fyrir þessum rannsóknum og verað skynseminni hugðnæmt skoðunarefni. Upprisa Jesú Krists verður t. d. mannlegri skynsemi ólíkt minna ásteytingarefni, þeg- ar það er vísindalega sannað, að hún er sama eðlis og opinberanir framliðinna manna á samkomum andatrúarmanna, og Jesús Kristur og postularnir verða skynseminni ólíkt hugðnæmari persónur, þegar þeir í ljósi andatrúarinnar eru settir á bekk með öðrum ándatrú- armiðlum, heldur en þeir hafa nokkurn tíma verið, skoðaðir í ljósi kristnu trúarinnar. En fyr- irbrigði þessu til sönnunar eru sí- felt að gjörast meðal andatrúar- manna og hið nýja fagnaðarerindi þar með vísindalega sannað. En þá er spurningin, hvaðan stafa þessi fyrirbrigði? Stafa þau frá öðrum heimi? Setjum að svo sé. En stafa þau þá frá anda sannleikans til þess að veita mönnunum æðri vitneskju um hinar dýpstu gátur tilverunn- ar, en þeir hingað til hafa átt kost á í guðlegri opinberun í Jesú Kristi? Eða stafa þau frá anda lyginnar til þess að villa og blekkja mennina og leiða þá út úr ljósi Krists fagnaðarerindis inn í myrkur vantrúar og hjátrúar ærsla? Eða stafa þau al/ls ekki frá andaheiminum heldur frá duldum öflum og eiginleikum í sálarlífi mannanna sjálfra? pessum spurningum er enn ekki svarað með neinni vísindalegri vissu. í þessum fyrirbrigðum bregður þeim öndum sjaldan fyrir scm nokkuð verulegt hafa að segja um hjálpræði Jesú Krists mönn- unum til frelsis. pó þykjast sum- ir þar beint sendir af Guði til að fullkomna fagnaðarerindi Jesú Krists. En þar ægir saman hjá þeim hinum afskaplegasta mis- skilningi og rangfærslum í fagn- aðarerindinu, sem annað hvort benda á að þeir botni ekki nokkra vitund í Guðs opinberaða orði f ritningunni eða reki vísvitandi er- indi lýginnar höfundar til að blekkja og afvegaleiða lærisveina sína. pegar það kemur fyrir, að þessir aumingja menn ekki geta samsint fjarstæðunum þá er við- kvæðið: “Brúkaðu skynsemina”. Annað fá þeir ekki. Eins og að líkindum lætur, á þetta endurbætta andatrúarfagn- aðarerindi sáralítið skylt við fagn- aðarerindi Jesú Krists. Margir hinna hálærðustu manna, er fást við rannsóknir þessara fyrirbrigða fara mjög var- lega í fullyrðingar sínar um vís- indalegt sönnunargildi þeirra. peir draga engar dulur á, að þess- um öndum sé mjög varlega trú- andi, sumir þeirra séu vondir lygi- andar, sem fari með ósannindi og blekkingar, sumir séu að visu betri, en geti þó brugðið því fyrir sig að fara í kringum tilrauna- mennina og tala eins og fólk vill heyra. Á andatrúarmiðlunum þurfi að hafa hinar sterkustu gætur, að þeir ekki ruglist og alt lendi í óreiðu og skynvillum. Líka verði nákvæmlega að gæta sín gegn loddarabrellum og öðrum vísvit- andi hrekkjabrögðum frá miðlun- um sjálfum. Að þessum vankvæð- um kveður svo ramt að eftir nær 30 árá reynslu, kveðast hinir há- lærðustu spekingar sálarrann- sðknarfélagsins enska ekki hafa fundið nema eina tvo miðla, er aldrei hafi hneykslað þeirra vís- indalegu skarpskygni með ein- hverjum hégóma eða brögðum. Af þessu er augljóst, að menn eiga hér ekíci tal við anda sann- leikans, heldur við allskonar rusl- aralýð úr öðrum heimi samkvæmt vitnisburðum andatrúarmanna sjálfra og það fyrir meðalgöngu misviturra og oft óvandaðra manpa, miðlanna, sem auk þess eru stundum alveg á valdi þessara dularafla. Á fundum andatrúar- manna koma þessi öfl oft af stað hinum mestu ærslum og gaura- gangi; minna þau læti oft á galdratrú 16. og 17. aldarinnar nieð öllum hennar draugagangi. En þrátt fyrir þetta eru sumir andatrúarpostularnir svo einurð- argóðir, að telja þessi fyrirbrigði sem nokkurs konar guðlega opin- berun, til stuðnings og áréttingar guðlegri opinberun í Jesú Kristi. pað er vissulega margt mis- jafnt á seiði í þessum fyrirbrigð- um og í höndum athugalítilla og miður samvizkusamra manna geta þau orðið stórhættulegt viðfangs- efni fyrir trú, siðgæði og heilsu- far einfaldra og trúgjarnra manna. Andatrúarmennirnir íslenzku j taka víst fulldjúpt í árinni með fullyrðingum sínum um vísinda- legt sönnunargildi þessara dular- fullu fyrirbrigða. pær eiga frem- ur heima á svæði trúarinnar en vísindanna. Hér er um trú að ræða og ekkert annað enn sem komið er, þótt andátrúarmennirnir vilji ekki við það/kannast og þyk- ist vera að styðja kristindóminn með vísindalegum röksemdum. pað vanta enn vísindalegar sann- anir fyrir því, að rétt sé að setja þessi fyrirbrigði á bekk með opin- beruð Guðs í Jesú Kristi eða að gjöra ýms höfuðatriði kristin- dómsins svo sem upprisu Krists að andatrúarfyrirbrigðum *og telja þau eins mikils eða meira virði fyrir andlega og líkamlega velferð mannanna, en upprisuna, eins og hún hingað til hefir verið skoðuð í ljósi kristnu trúarinnar. Kirkjan fær meir en lítið oln- bogaskot hjá andatrúarmönnunum íslenzku fyrir tómlæti sitt gagn- vart þessari nýju opinberun. pað á að vera órækt vitni um fáfræði, heimsku og áhugakysi hennar á eilífðarmálunum. pær ásakanir bera fremur vott um trúarofstæki hjá þessum góðu mönnum en um rólega vísindamenskq. Ætti ís- lenzka kirkjan nokkurt ámæli skil- ið í þessu máli, þá væri það fyrir það, hve sumir þjónar hennar hafa gefið þessari nýju skynsemistrúar- stefnu mikið undir fótinn með hóf- litlum vefengingum á allmörgum höfuðatriðum kristnu trúarinnar. En alment munu þeir þó ekki telja það vænlegasta ráðið til eflingar sönnum kristindómi, að kirkjan að dæmi Sáls í Endor leiti sér halds og trausts hjá öndum framliðinna. Sál tók það ráð ekki fyr en andi Drottins var yikinn frá honum. pað var andleg þrotalýsing hins ógæfusama manns, er mist hafði trú sína og traust á Drotni. Eng- inn vinur kirkjunnar mun kjósa þá þrotalýsing henni til handa meðan hann trúir því, að Jesús Kristur sé með henni alla daga alt til ver- aldarinnar enda, þótt óvænlega kunni að horfast á um hag hennar um stundarsakir. pað var engin þrotalýsing hjá\Páli postula, er hann sagði lærisveini sínum, Tímóteusi, að á síðari tímum mundu menn ganga af trúnni og gefa sig við villuöndum (1. Tím. 1.) en að hann varaði lærisvein smn við þeim dæmum og lagði ríkt á við hann að prédika hina heilsu- samlegu kenningu í tíma og ótíma. Sú aðferð dugar eflaust bezt enn í dag. Geti maðurinn talað við Guð sinn himneska föður um allar sín- ar þarfir og vankvæði lífsins, þarf hann ekki með andatrúarmönnum að leita frétta af framliðnum um sáluhjálparefni sín. Guð hefir gefið manninum kraft og djörfung til þess með gjöfinni stærstu, Jesú Kristi. Fyrir þaþnn meðalgang- ara og hann einan á maðurinn op- inn aðgang til friðþægða, góða og ástríka föðursins á himnum sér til huggunar, betrunar og uppfræð- ingar í öllum raunum og ráðgát- um jarðlífsins, en ekki fyrir þá meðalgöngu, sem fæst á myrkra- samkomum andatrúarmanna, þar .sem sitt segir hver, þessara boð- bera úr hinum ókunna heimi, og saman ægir sannleika og lýgi, hé- gómaþvættingi, skynvillum og hrekkjabrögðum að vitni andatrú- armanna sjálfra. pað væri ósanngjarnt að áfell- ást þjóðkirkjuna íslenzku eða leið- toga hennar fyrir skort á umburð- arlyndi við andatrúarlætin hér á landi nú upp á síðkastið. En væri þá til ofmikils mælst af andatrú- arspámönnunum íslenzku, þó þeir biðu með hrópyrði sín til kirkjunn- ar, þótt þeim þykji hún ekki fylgj- ast nógu vel að málum með þeim, þar til þeir hafa fært órækari sannanir fyrir kenningum sínum heldur en hingað til, eða meiri og betri sannanir heldur en fólgnar eru í guðlegri opinberun í Jesú Kristi. Um sum ummæli í garð kristi- legrar kirkju á stofnfundi hins nýstofnaða Sálnarannsóknarfélags í Reykjavík er naumast orðum eyðandi. pau eru sprottin upp úr biksvörtu “flagi” vantrúargor- geirsins og líkari því að vera frá ómentuðum glanna en skynsömum mentuðum manni, þótt þau væru þar þakknæmlega meðtekin og tal- in heilsusamlegur ávöxtur anda- trúarinnar af einum af lærifeðrum þjóðkirkjunnar, raunalegt vitni þess, hve andatrúarofstækið getur leitt góða og gáfaða menn afvega. pað er síður en svo, að nokkuð sé hafandi á móti rannsóknum hinna mörgu dularfullu fyrir- brigða í sálarlífi mannsins, séu þær í höhdum gætinna og óhlut- drægra vísindamanna, sem.ganga að þeim hleypidómalaust og með vísindalegri samvizkusemi. Ann- ars geta þær leitt fáfrótt og dóm- greindarlítið fólk til allskonar hjátrúar og hindurvitna. Mestu og beztu vísindamennirnir eru manna fljótastir til að viðurkenna, að vísindunum eru takmörk sett og því seinastir allra til að áfell- ast þá, sem vantrúaðir eru á þau fyrirbrigði, sem brestur vísinda- legar sannanir eins og samband andatrúarmanna við anda fram- liðinna manna. Hvort hið nýstofnaða Sálnarann- scknarfélag í Reykjavík hefir slíkum mönnum á að skipa, skal ekkert fullyrt um. En engir sér- fræðingar í sálarfræði hafa þar hingað til verið taldir helztu for- kólfar andatrúarinnar hér á landi, auk heldur allur sá fjöldi ófróðra manna úm þessi efni, sem þeir hafa safnað undir merki sálna- rannsóknarfélagsins. petta félag mun því bresta eitt af aðalskilyrð- unum, sálfræðilega sérþekking, til þess að geta rannsakað með vís- indalegri glöggskygni og ná- kvæmni þessi dularfullu fyrir- brigði, og það hefir líka marga þeirra manna brostið, sem anda- trúarmennirnir íslenzku hampa mest málstað sinum til styrktar, þótt þeir að öðru leyti hafi verið, að minsta kosti sumir hverjir, merkir vísindamenn. Á þessum leyndardómsfullu svæðum tilver- unnar veltur alt á rólegri og vís- indalegri nákvæmni og athugun, sem aldrei á samleið með hleypi- dómum og trúarákafa. En sam- kvæmt ræðum og ritum forkólfa þessa félagsskapar, munu æði margir vantreysta þeim til slíkra rannsókna. Starf þessa félags mun því að öllum líkindum frem- ur verða kappsamlegt trúboðsstarf meðal almennings, en vísindalegt rannsóknarstarf í hóp gagnrýn- inna og allsendis óhlutdrægra vísindamanna. Til trúboðsins þarf að afla fjár handa trúboðunum og þar eru óbreyttir félagar Sálar- rannsóknarfélagsins góðir stuðn- ingsmenn. Framh. Andi Leifs hepna lítur yfir landnámið. Leifs hins heppna hetjuandi himni björtum lítur af yfir storðu alskínandi er hann forðum nafnið gaf. Yfir víðu vötnin bláu vænar grundir, elfarflóð. Yfir fríðu fjöllin háu fönnum krýnd í röðulglóð. Sér hann blómgar bygðir standa, brosa skrúðgræn akurlönd. Iturverkin anda og handa efst af tindi fram á strönd. Hugvit, stutt af hagri mundu, huldum krafti skipa starf. List og prýði á legi og grundu leifa framtíð dýran arf. Sér hann vötn og velli stöfuð vizku og menta kyndlum frá; yfir þjóðar hjörtu og höfuð hýrum göfgisbjarma slá Skýran anda orku beita óþekt svæði kannað fá. Vísdómsgyðju ljúfling leita lífsins gátu ráðning ná. Sér hann frelsisbálið bjarta birtu strá um allan heim. Sér hann leggja að lýðsins hjarta logastraum frá eldi þeim. Sér hann höndum saman taka svein og mey í félagshring; þjóðarsæmd á verði vaka vernda rétt og siðmenning. Sér hann einnig sína niðja sækja fram á þjóðlífsrein; bjarta sæmdarbraut sér ryðja. Blómgum stofni fögur grein. Sér hann lifir hetjuhugur hraustra drengja brjóstum í; norrænn andi afl og dugur, enn að kanna svæði ný. Sér hann nýtan niðja herja Norðra konungs veldi á; hrímsþursvarða vígstöð hverja vinna, og glæstan sigur fá. — Tignum anda gleði gefur göfgan Mta niðja-fans, er með drengskap hafið hefur hetjumerkið landnámsmanns. B. p. Jóns Bjarnasonar skóli. Prófið. Eins og kunnugt er ganga nem- endur Jóns Bjarnasonar skóla undir próf mentamáladeildar Manitobafylkis árlega. Allir nem- endur miðskólanna í fylkinu ganga andir sama próf. Menn eru vald- ir af mentamálastjórninni á hverjum vetri til að semja verk- efni í hverri námsgrein. pær eru svo prentaðar og geymdar þang- að til prófið byrjar, en það er ná- kvæmlega á sama tíma á öllum stöðum þar sem próf fer fram í fylkinu, og til prófsloka er sömu tíma áætlun fylgt á öllum stöðun- um. Umsjónarmanni prófsins á hverjum stað er á tilteknum tíma sent alt sem til þess þarf í læstri tösku. pegar próf í hverri ein- stakri grein byrjar opnar umsjón- armaður, í viðurvist nemendanna, umslag sem geymir hinar prent- uðu spurningar í þeirri námsgrein. Hver nemandi fær eitt af þessum prentuðu blöðum og byrjar svo tafarlaust að svara spurningunum í bók sem honum er til þess feng- in. Að prófinu loknu varðveitir umsjónarmaður allar bækurnar og sendir þær svo á mentamálaskrif- stofuna. Á tilteknum degi, þegar öllu þessu er lokið, kemur svo heill skari af fólki sem til þess hefir verið valinn af mentamálastjórn- inni, saman á kennaraskólanum hér í bænum og dæmir um svörin. Til þess að fyrirbyggja hlutdrægni dómaranna er hvorki .nafn nem- anda né skólans á svarabókinni, heldur að eins tala. 1 langflestum tilfellum er þetta verk unnið af hinni mestu sam- vizkusemi og jafnvel með tilraun að láta ekki nemendur falla. Samt eru dómararnir misjafnir og stundum eru sjálfsagt nemendur óhepnir með að lenda í hendurnar á þeim sem eru of strangir. Og svo er annað að með þessari til- högun er ekkert tillit tekið til þess, hvernig nemandi hefir verið fyrirkallaður. Ennfremur er það mjög mismunandi hvað mönnum tekst vel að koma á pappír- inn því sem þeir vita. Marg- oft kemur það fyrir að nem- andi fellur sem hefir meiri þekkingu en sá sem stenzt prófið, að koma því á pappírinn sem hann vissi. Að dáiitlu leyti er því próf- ið ætíð lukkuspil. Og vitanlega getur enginn skóli ábyrgst það að allir nemendurnir ætíð standist prófið. í Jóns Bjarnasonar skóla hefir nemendunum vanalega hepnast mjög vel. í þetta sinn stóðust 14 prófið í 11. bekknum af 16 nem- endum og fimm þeirra með heiðri. f 10. bekknum af 17 nemendum féll enginn. í þeim bekk voru nokkrir sem tóku einnig 9. bekkj- ar prófið, meðal annars stúlka, sem leysti af hendi, á þessum vetri, alt námið, sem tilheyrir þeim báðum bekkjum og stóðst prófið með l.B einkunn. prír aðr- ir í þeim bekk fengu líka l.B einkunn. í 9. bekknum af 22 nem- endum stóðust 18 þeirra prófið, einn með l.A einkunn, annar með l.B einkunn, flestir hinna með 2. einkunn. pannig er þá útkoman í þetta sinn, og er mönnum hjartanlega velkomið að bera hana saman við útkomu hvaða annars skóla sem er í fylkinu. Stækkun skólans. Einni nýrri kenslustofu verður bætt við skólann og tveimur sem áður voru snúið upp í eina. Ágæt- um nýjum skólabekkjum verður bætt við. Á þessu verki er nú verið að byrja, svo á þessum vetri þarf ekki að óttast plássleysi. Nóg rúm, gott loft og alt annað sem til þess þarf að stórum hóp nemenda teti liðið vel í skólanum í vetur. R. Marteinsson. Prófið. Við endurlestur prófsvara hafa tvær stúlkur úr Jóns Bjarnasonar skóla fluzt úr 9. bekk í 10. bekk: Guðrún Alice Eyjólfson (verður að taka próf í landafræði). Elísabet Sigurjónsson (verður að taka próf 1 iíáttúrusögu). R. Marteinsson. Eimreiðin XXV. ár, 2. hefti var oss sent með síðasta pósti frá íslandi. Er hefti þetta fjölbreytt og skemtilegt. Efnisskráin hljóðar svo: Guðmundur Magnússon, með mynd. Eftir A. A. Guðmundur Guðmundsson, með mynd. Eftir sama. Sophus Michaelis: Áður og nú. Guðmundur Guðmundsson, staka Launamálið. Eftir M. J. Vökudraumur—Steinn. Frá Kötlugósinu. Eftir Gísla Magnússon. Mold (kvæði). Hulda. Úr minnisblöðum Finns frá Kjörseyri. prjú smákvæði. Sigurður Gríms- son. Töfratrú og galdraofsóknir. Eftir M. J. ódáinsveigar (æfintýri). Eftir Sigurjón Jónsson. Ouida Fesko. Saga. Ritsjá: Frá sjónarheimi, Gestur eineygði, örninn ungi, Söngvar förumannsins. Verðlaunasaga. Agrip af stefnuskrá Framh. frá 1. bls. þurfa þau að vera hin fullkomn- ustu, svo að bændur geti sent þangað allar afurðir sínar sem geyma þarf á þann hátt, þar til að þær verða annaðhvort seldar innanlands eða utan. Til þess að hjálpa landbúnaðin- um áfram og til þess að auðga jarðveginn og tryggja framleiðslu- kraft hans, álítur frjálslyndi flokkurinn að nauðsyn beri til þess að útvega bændum áburð á lönd sín með sem allra lægstu verði. Sérstök nefnd skal sett til þess að athuga bankamál landsins. Gagnskiftasamningurinn frá 1911. Að samningurinn hafi verið sanngjarn á báðar hliðar og miðað til samkomulags og samvinnu sem svo væri æiskileg meðal þjóðanna. Að framkoma afturhaldsflokks- ins undir leiðsögn Mr. Bordens nú Sir Robert Bprden í því að vinna á móti og fella gagnskiftasamn- inginn hafi verið beint á móti hagsmunum þjóðarinnar og ein- göngu til hagnaðar sérstökum stjórnmálaflokk. Að óeinlægni leiðtoga aftur- haldsflokksins 1 sambandi við samninginn sé nú öllum augljós, því að eftir að þeir komust til valda þá leiddu þeir sjálfir í lög sum atriði samnings þessa, sem þeir fordæmdu í kosningabaráttunni 1911. Að framkoma afturhaldsstjórn- arinnar í því að varna þess, að svo ágætir samningar næðu að takast á milli landanna verðskuld- ar fordæmingu og ætti að fordæm- ast af Canadaþjóðinni hvenær sem hún fær tækifæri til þess. Lög þessi, sem öðluðust gildi í Bandaríkjunum 1911, hafa ekki enn verið numin úr gildi. En ef af því verður að nema lög þessi úr gildi, eins og komist hefir til tals á þingi Bandaríkjanna, þá munið eftir því að Canadaþjóðin hefir undan engu að kvarta, því að Bandaríkjamenn hafa beðið með þessi lög í átta ár, og á þeim tíma hefir Canadaþjóðin ekki sýnt hina minstu viðleitni til þess að nota sér þau. par sem frjálslyndi flokkurinn sökum ástæða þeirra, sem að fram- an er bent á, hefir ekki neitt við þann samning að athuga, eins og hann var gerður við stjórnina í Washington. Viljum vér því á þingi frjálslynda flokksins í Can- ada endurtaka velþóknun vora á fyrirkomulagi því, sem sá samn- ingur byggist á, og trú vora á frumskilyrðum þeim, sem hann er bygður á til vináttu og bróður- Jegrar samvinnu á milli þjóðanna. Og vér látum í ljósi þá von vora að báðar þjóðirnar haldi fast við þau frumskilyrði og að þjóðirnar báðar fái tækifæri til þess að láta í ljósi á ný vilja sinn til þess að bindast slíkum samningi. Sparnaður og skattur á gróða verzlunarfélaga og einstaklinga. Sparnaður á meðferð á fé al- mennings og eigna ríkisins. Að leggja skatt á gróða verzl- unarfélaga og einstaklinga, og skal sá skattur vera mismunandi, eftir því sem gróði félaganna eða einstaklinganna nemur. Minningarrit íslenzkra hermanna. Fyrir þrem roánuðum gjörði Jóns Sigurðssonar félagið áskorun til almennings, í gegn um íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringlu þess efnis að senda félaginu upp- lýsingar gagnvart íslenzkum her- mönnum. pví miður, virðist ó- þarfur dráttur eiga sér stað í þessu sambandi og af því að ekki er mögulegt að fá allar þær upp- lýsingar sem um er beðið frá öðr- um en nánustu skyldmennum eða aðstandendum eru þeir nú, enn á ný, beðnir að verða nú þegar við bón félagsins. Til þæginda fyrir fólk hefir fé- lagið látið prenta form með öllum þeim spurningum sem nauðsynlegt er að svara. Form þessi hafa ver- ið send út til manna í öllum ís- lenzkum bygðum og þeir beðnir að sjá um, hver í sinni bygð, að fá þau fylt út. Með formum þessum er nauðsynlegt að senda mynd af hermanninum hafi hún annars ekki áður birst í ísl. blöðunum. pær myndir sem prentaðar hafa verið hafa blöðin góðfúslega lof- ast til að lána féfaginu. Æfi- ágrip og myndir af ísl. hermönn- um bæði frá Bandarikjunum og Canada verða í bókinni og er því nauðsynlegt að almenningur beggja megin “línunnar” sinni þessu máli. Upplýsingar þær sem félagið þarfnast eru: 1. Fult nafn hermannsins. 2. Kvæntur? Ef svo, þá nafn konu hans? 3. Hvenær fæddur og hvar? 4. Heimilisfang og atvinna, áð- ur en hann gekk í herinn? 5. Foreldrar? Hvar fædd? Heimilisfang? 6. Herdeild sú er hann innrit- aðist í? Staða og númer? 7. Hvenær hann gekk í herinn? 8. Hvenær hann fór frá Canada, eða Bandaríkjunum? 9. Hvaða orustum hann tók þátt í? 10. Særður, og hvað oft? 11. Sæmdur heiðursmerkjum? Hvaða merki, ef einhverjum? í hvaða sambandi? 12. Afturkominn? Hvenær? Vinnufær? Stundar hvaða at- vinnu? 13. Fallinn í orustu? Hvenær? Hvar ? 14. Dáinn af sárum eða slysum, eða á sóttarsæng? Hveaær? Hvar? Mrs. G. Búason, ritari nefndarinnar. 564 Victor St., Winnipeg. Yfirlý8ing frá kirkjuþingi. Á síðasta ársþingi Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, er haldið var að Ár- borg, Man. 25.-30. júní þ. á., var þessi éfirlýsing samþykt viðvíkj- andi Gamalmennaheimilinu Betel. “pingið lýsir ánægju sinni yfir stjórn og forstöðu heimilisins, og þakkar vestur4slenzkum almenn- ingi og einstökum velgjörðamönn- um vinsældir þær og gjafir, er Bet- el hefir notið á árinu, eins og að undanförnu, og ber hér með þá kveðju hverju vestur-fslenzku heimili, að minnast í kærleika á komanda ári hinna mörgu þarfa hinnar einu íslenzku líknarstofn- unar í Vesturheimi.” Samkvæmt ósk kirkjufélagsins leyfi eg mér hér með að mælast til þess, að þessi yfirlýsing verði birt í Lögbergi. Vinsamlegast. F. Hallgrímss<mr skrifari kirkjufélagsins. Guðsþjónustur umhverfis Langruth í sept. mán^: pann 7. á Big Point, 14. við Beckville, 21. í ísafoldarbygð og 28. á Big Point. Ákveðið umræðuefni: “Boðskap- ur haustsins”. Virðingarfylst. Sig. S. Christopherson. pað eru þrjú skilyrði fyrir Góðar kýr, hreinn strokkur og áreiðanlegur Manitobastjórnin og Alþýðumáadeildin GreinarkafJi eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar. THK MANITOBA PROBIICE T)KAT,1.RS’ AC7T. pessi leg, sem leidd voru í gildi á siSasta þingi Manitobafylkis, eru til þess setluð áS tryggja miinnum áreið- anleg og traust viðskifti með allar landafurðir sinar, aírar heldur en korn. pvi á síðastliðnum tveimur til þremur árum hefir þaS alloft komiC fyrir að menn, sem hafa nefnt sig kaupmenn hafa tekið að sér aS selja afurðir manna, og selt þær( en stung- ið siðan af með peningana, án þess að gjöra eigendunum nokkur skil. Til þess að koma 1 veg fyrir þennan ósðma, voru þessi lög leidd i gildi. í>að er tekið fram I þessum lögum að áður en menn geti á nokkurn hátt verzlað með afurðir manna, 1 Mani- toba, þá verði þeir að kaupa verzlun- arleyfi og leggja fram tryggingarfé sem nemur 3,000.00. Má tryggingar- fé það vera trygt með ábyrgð þektra og áreiöanlegra ábyrgðarfélaga. Félög þau, sem slika ábyrgð veita, sjá um að handhafi skírteinanna sé svo sjálfstæður efnalega, að þeim sé engin hætta búin. Eins eru þau vönd að því, að taka ekki aðra menn 1 ál yrgð en þá. ssem þektir eru að ráð- vendni og framsýni og sem ðhætt er að treysta 1 verzlunarmálum. Og kemur það iandsafurða verzluninni á fastari og tryggari fðt, en áður hefir átt sér stað. pið bændur og garðyrkjumenn, sem sendið landsafurðir yðar á mark- aðinn, gætið þess að verzla að eins við þá kaupmenn, sem tryggingu hafa og leyfi. Á meðal landsafurða þeirra, sem átt er við með lögum þessum er heima- tilbúið smjör, alifuglar, lifandi og dauðir, egg, garðávextir, hey, alls- konar fððurtegundir, húðir og ull. Il J< c ^rsey- reme ] Á Híinn A.lkunni ] Drykkur FÆST I ÖLLUM BÚÐUM f . L. DREWRY, Limited WINNIPEG 1 J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.