Lögberg - 11.09.1919, Blaðsíða 2
Kls. 2
LÖGBERG, FinlTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1919.
Islenzkir hermenn.
Flutt að Gintli 2. ágúst 1919
af séra Rúnólfi Marteinssyni.
“Kennir í höggum at hjörvaleiki
dyggra drengja drottintrygðar.”
Fyrir skömmu síðan var eg
staddur á samkomu hins fræga
hljóðfæraflokks, sem undirforingi
Sousa hefir um langt skeið stýrt.
par hlustaði eg meðal annars á
hljómleik, sem túlkaði raddir styrj-
aldarinnar miklu, og komu þar í
ljós hinar mestu andstæður. f
sumum röddunum fanst manni
jötnar æða fram með tryllandi
skelfingu, “eldvargar renna fram
hvæsandi sogandi”. pað var eins
og fjöllin væru að hrynja, eða
stormgnýrinn að mölbrjóta heilar
borgir. f hamsleysi sínu birtist
þar “skeggöld, skálmöld, vindöld,
vargöld”, eins og veröldin væri að
því komin að steypast. pað var
eins og ragnarök væru komin,
askur Yggdrasils nötraði, fenris-
úlfurinn væri laus orðinn, jörm-
ungandur æddi á land upp, “Surt-
ur færi sunnan með svigalævi”,
alt hyski heljar sækti að, sem or-
sakaði það að
“Grjótbjörg gnata en gífr rata
troða halir helveg en himinn klofn-
ar ”
Aít var tortíming, skelfing, ham-
remi.
En það var með hljómleik þenn-
an eins og hljómleikinn mikla á
Hórebstindi, sem spámaðurinn
Elías hlustaði á. par var ekki
einungis stormur, eldur, jarð-
skjálfti, heldur einnig hinn hægi,
þýði vindblær. Útúr ofveðrinu
sjálfu og þegar því hafði slotað,
heyrðist ekki einungis vein hinna
særðu, sem gengu til hjartans,
hfildur einnig margvíslegar aðrar
hljómþýðar raddir, sem ómuðu í
samræmi við hið yndislegasta,
fegursta, viðkvæmasta í mannlegri
sál, íaddir viðkvgémar eíns og
barnsgrátur, blíðar eins og fugla-
kvak, sorgþrungnar eins og bæna-
stef móður við dánarbeð barnsins
síns, mjúkir, nærri hljóðir tónar
eins og þráin sem stígur upp úr
mannssálinni til hins eilífa Guðs.
pað var eins og fórnfýsin, hug-
rekkið, kærleikurinn og þolinmæð-
in hefðu fengið raddir og töluðu
þar sínu himneska máli. pað var
eins og vér, áheyrendurnir, vær-
um þarna frammi fyrir honum,
“sem heyrir stormsins hörpuslátt,
sem heyrir barnsins andardrátt,
sem heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag vort jörðu á.”
Hugfangnir dvöldum vér í yndis-
legum töfraheimi tónanna og
sögðum í huganum:
“almátka fegurð, hrein og há,
eg hneigi þér, ann þér með brenn-
andi þrá.”
petta er sönn lýsing á heims-
styrjöldinni miklu, sem nú er um
garð gengin.
Styrjöldin sjálf er hryllileg
ófreskja, hið voðalegasta óarga-
dýr, sem nokkurntíma hefir ætt
um á þessari jörð, það minnir á
Glám í kvæði Gríms Thomsens:
Brotna dyr og brakar í viðum,
bröltir innar ferleg mynd,
hröklast fram, svo hriktir í liðum,
hrikavaxin beinagrind,
glóir úr auðum augnaholum,
eins og þegar deyr í kolum.
En stórum verri en kvikukaunin
og kramið hold svo að skiftir lit-
um,
er hinn rotni dauðadauninn
draugsins fram úr köldum vitum;
moldugum nasir möðkum hnerra,
másar ginið því sem er verra.
pó þetta sé ein hin viðbjóðsleg-
asta mynd, sem til er í íslenzkum
bókmentum, eru þó drættirnir veik-
ir í samanburði við mynd styrj-
aldar skrýmslisins, því það mun
vera sönnu næst, sem Sherman
hershöfðingi sagði: “War is
hell”.
En þeim mun hryllilegri sem
styrjöldin var, þeim mun meira
hefir þurft á sig að leggja til þess
að leggja út í hana og standa í
henni og því skelfilegri sem eld-
raunir þær voru, er fyrir her-
mönnunum lágu, þeim mun meira
tækifæri var þar til að sýna sann-
an manndóm, og að því skapi sem
neyð hermannanna var mikil var
þá líka tækifærið til að líkna frá-
bært. A| þessu leiðir að saman
við grimdarorg stríðsófreskjunnar
hafa getað blandast hinir hrein-
ustu tónar guðdómlegs kærleika.
Kallið.
pjóðin kallar á þig. þú ungi,
hrausti maður, Canadiska þjóðin
sem einn hluti- hins brezka ríkis.
Blásið var í lúðurinn í ágúst 1914.
Hafði þjóðin rétt til að kalla?
Af þeirri ástæðu einni ber eg
fram þessa spurningu að ýmsir
eru þeir meðal vor Vestur-lslend-
inga, sem, leynt eða ljóst, mót-
mæltu því, að þjóðin hefði rétt til
að kalla. Hinar ýmsu mótbárur
finst mér rétt að athuga.
1. pað er synd að drepa mann.
Enginn efast um að það sé sann-
leikur, svo framarlega að hjá því
verði komist, en ef staðhæfingunni
er beitt, án undantekninga,
yrðum vér að neita rétti
allrar sjálfsvarnar, yrðum að
kannast við að blóðþyrst-
um morðingja mætti með engu
móti viðnám veita ef ómögulegt
væri að ná honum, eins og marg-
oft hefir komið fyrir, án þess að
stofna lífi hans í hættu; yrðum
að kannast við að samvizkulaus
harðstjóri, hvort heldur það væri
einstaklingur eða þjóð, mætti
hneppa allan heiminn í miskunn-
arlausa fjötra, af því að enginn
vegur væri til að aftra honum
þess nema með blóðugri styrjöld.
Er ekki fimta boðorðið, sem er
neikvætt að formi til, í insta
eðli sínu jákvætt, nefnilega þetta:
verndaðu lífið.
Nú eru í jurtaríkinu og dýra-
ríkinu margir og margvíslegir
óvinir sem eru lifandi: illgresi^
“bacteríur”, engisprettur, rán-
fuglar, rándýr, illhveli o. s. frv.
Sí og æ eru mennirnir að ráðast á
þessa óvini og eftir mætti tortíma
þeim, og það gjöra menn. ekki af
illum hvötum heldur góðum, ekki
af fjandskap við lífið, heldur vin-
áttu til þess. En sjáið hve hart
þetta lögmál er: menn verða að
taka líf til að vernda líf. óvinum
hins nytsama lífs á jörðunni verð-
ur að tortíma, til þess að það geti
haldið áfram að blómgast. Eng-
inn lifandi maður lætur sér detta
í hug að neita þessu. En því mið-
ur er ástandið í mannfélaginu
sjálfu stundum svipað þessu, sem
lýst hefir verið. Ekkert getur
verið meir auðmýkjandi en það að
maðurinn, sem Guð skapaði í sinni
eigin mynd, sem hann gjörði engl-
uni*m litlu óæðri, sem hann gaf
öll skilyrði til að ráða með rétt-
læti yfir hans handaverkum,
skuli gjöra sig að argasta rán-
dýri, En þegar það skeður, hvað
á að gjöra víð rándýríð? Lofa því
að æða og eyða? Nei, segir hver
eínasti ærlegur drengur; veita
því viðnám. Já, en, vinur, í sum-
um tilfellum er þess enginn kost-
ur nema með stríði, og þá kemur
til þess að drepa menn, hversu
hryllileg sem sú hugsun er.
Hvernig sem vér skoðum þetta
mál, hljótum vér að komast að
þessari niðurstöðu: pað er rétt að
verja sjálfan sig, ástvini sína,
heimili sitt, náunga sína, landið
sitt, og engu síður rétt að verja
heilagar hugsjónir og mannkynið
í heild, hvað sem það kostar.
2. Sumir kannast við réttmæti
sjálfsvarnar en neita því samt að
Ganada hafi haft rétt til þess að
kalla á menn í stríðið; því ekki hafi
verið ráðist á Canada. Eftir þeirri
hugsun hefði England átt að bíða
þangað til ráðist var á það, Canada
þangað til þýzki herinn var búinn
að ná hér landfestu, Manitoba
þangað til hann var kominn inn
fyrir takmörk fylkisins og hver
einasti einstaklingur þangað til
óvinurinn var kominn að hans
eigin garði. Hvað hefði þá orðið
úr vörninni? pröngsýn, heimsku-
leg eigingirni ræður þessari mót-
báru og ekkert annað.
3. Stríðið var aðeins peninga-
stríð og Englendingar eru jafn-
sekir pjóðverjum. óhugsanlegt er
að sagan staðfesti þennan dóm.
Hvað sem Englendingum verður
fundið til forátíu, og þeir hafa
engu minna af eigingimi en marg-
ir aðrir, er það þó víst að þeir
vildu ekki stríð, að þeir voru,
þegar kallið kom, ekki búnir út
í stríð, að fyrir stríðið voru þeir
svo grunlausir gagnvart pjóðverj-
um, að hver maður, sem benti á
hættu, sem gæti stafað af þeim,
var dæmdur “óalandi, óferjandi,
óráðandi öllum bjargráðu'm”. Á
hinn bóginn, hvað gott sem sagt
verður um hina þýzku þjóð, og
fyrir þeirri þjóð hefi eg mikla að-
dáun, þangað til henni var skift
af hinu þýzka hervaldi um síðast-
liðinn mannsaldur, er það nú orð-
ið viðurkent víðast hvar, jafnvel
á pýzkalandi sjálfu, að þýzka
stjórnin ber ábyrgðina af því að
hafa skelt heimsstríðinu á. Átti
hið ægilegasta hervald sem heim-
urinn hefir nokkurn tírna séð að
halda löndum heimsins í járn-
glófum sínum? Brezka ríkið sagði,
nei.
Canada leit svo á að heilög
skylda byði sér að fórna öllu, sem
hún gæti til að vernda ríkið, sem
hún var einn hluti af, og að eiga
nokkurn þátt í því að brjóta á bak
aftur það vald, sem, hvenær sem
bezt horfði við, væri líklegt til að
steypa löndum heimsins í blóðbað.
pessvegna kallar þjóðin.
Karlmenskan kallaði. Fyrir
handan hafið var að gjörast einn
stærsti viðburður mannkynssög-
unnar. Á móti var mannvit og
hreysti. Alt það sem auður og
þekking, kænska og hagleikur,
frábær stjórnsemi, óþreytandi elja,
óhindrað samvizkuleysi gátu ork-
að, var á móti. Verkefnið var eins
og það sem lá fyrir pór, þegar
hann fór í austurveg til að berja
á tröllum. par var við ofurefli að
HAFIÐ ÞÉR PANTAÐ HAUST-KLÆÐNAÐI YÐAR?
Á blaðsíðu eftir blaðsíðu geta menn séð allra fegurstu og nýjustu fatasnið. Auk þess getur einnig að líta nýjustu
gerðir af kvenhöttum, peysum, pilzum og treyjum; með öðrum orðum þar getur að líta allar þær tegundir fatnaðar, sem
hver einasti meðlimur fjölskyldunnar þarfnast.
Einnig má sjá þarna allar tegundir af húsbúnaði, frá eldhúsi til svefnherbergis. Auk þess nýjustu og fullkomn-
ustu landbúnaðaráhöld, skilvindur, strokka, aflvélar, gasolíu-vélar, sleða, aktýgi, járnsmíðaáhöld o. s. frv.
Ef þú hefir ekki fengið þessa nýju verðskrá, og getur ekki fengið hana á pósthúsinu eða Express Skrifstofunni, þá
skaltu SENDA EFTIR HENNI 1 DAG. ^ATON C° í'ÓSTSPJALD NÆGIR.
WINNIPEG - CANADA
EXPRESS OFFICE
EATONS
FALLandWINTER
CATALOGUE
IF YOU HAVES
NOT RECEIVEЮ
YOUR COPY ASK1
FOR ONE AT.YOl
POST OFFICE or
etja, sem krafðíst allrar þeirrar
karlmensku sem til var í unga
manninum. Að vísu varð fjöldi
manna af göfugum hvötum, að
neita sér um að fara þangað sem
karlmenskuhugurinn helzt benti
þeim. pað voru önnur nauð-
synjaverk, sem heima þurfti að
vinna og sem stundum urðu að
sitja í fyrirrúmi; en karlmenskan
óefað seiddi hugann að hildar-
leiknum grimma.
Skylduræknin kallaði. Með eiði
höfðu ungu mennirnir eða feður
þeirra tekist á hendur borgara-
legar skyldur í landinu, svarið því
hollustu. Að vísu hafði enginn á
þeim tímum búist við styrjöld, en
hvað um það, þeir ætluðu sér, hvað
sem á dagana drifi, að reynast
hinu nýja föðurlandi fólks vors
hér trúir; þeir ætluðu sér ekki að
láta neitt sitt eftir liggja, sem
'þeir gátu unnið, landinp sínu til
varðveizlu og heilla. Nú var kall-
ið komið. Skyldan bauð þeim, sem
gátu, að fara og herja í austurveg.
Kærleikurinn kallaði. Ríkið
sem vér tilheyrum lá í sárum.
Dagarnir voru dimmir eins og
nætur. Tvísýnt var margsinnis
um framtíðarlíf ríkisins. petta
var landið og ríkið, sem hafði
tekið á móti oss íslendingum opn-
um örmum, veitt oss margvíslega
viðurkenningu, látið oss njóta
mikillar sæmdar með sér, og gefið
oss kost á því að njóta hér far-
sældar. Nú var þetta land statt
f hinni sárustu neyð. Áttu hinir
ungu og hraustu á meðal vor, sem
gátu lagt hönd á verk til hjálpar,
að standa hjá með auðar hendur.
Ef elskaður vinur lægi í blóði
sínu úti á veginum fyrir framan
hús vort, létum vér það ekki af-
skiftalaust. Vér myndum tafar-
laust leggja fram alla þá hjálp
sem unt væri til fullrar heilsu ef
þess væri kostur. Eins var ástatt
með landið vort i stríðinu. pað
var eins og elskaður vinur í hættu
dauðans. Kærleikurinn kallaði
hína ungu til bjargráða.
í “Sameiningunni” frá apríl,
1917, er hermanninum, við burt-
förina í stríðið, lögð orð í munn
sem kveðja til móður sinnar.
Nokkurn hluta af þeirri kveðju
set eg hér, og er þarmeð dregið
seman í fá orð sumt af því, sem
hér að framan er sagt.
“Herlúðurinn gellur! pú mátt
ekki letja rtiig, móðir mín, því fari
eg ekki, er manngöfgi mitt í veði.
Lúðurinn gellur í sálu sjálfs mín.
peir viðburðir gerast daglega, sem
mynda tímamót í sögu heimsins.
Hvernig má eg standa hjá og kall-
ast maður? Hvernig fengi eg til
þess hugsað síðar á æfi minni, þá
lesið verður letur það, er skráð er
á söguspjöldin nú, að hafa verið
ungur þegar þessir viðburðir gerð-
ust, en hafa engan þátt átt í þeim?
Hvernig fæ eg horft framan í
jafnaldra mína, sem fara burt til
að rita sögu mannkynsins, ef eg
kúri heima kyr? Hvemig fæ eg
horft í augu míns stórhuga föður,
verði eg eftirbátur annara?
Hvernig má eg heita sonur ætt-
lands míns, ef eg býð því nú ekki
í neyð þess þjónustu mína og líf ?
Eg hlýt að grafa gtafina mína á
dyrustafi hins n(ýja tíma. Eg
hlýt að fá að svala manngildis-
kröfum sálar minnar með því að
eiga þátt í viðburðunum. Eg hlýt
að fara þangað, sem æskan og vor-
ið heyja stríð við forneskju og
vetur. Eg hlýt að fara yfir lönd
og höf og vera þar sem bræður
mínir berjast fyrir málstað sum-
arsins—frelsinu.”
Er það ekki nokkuð merkilegt,
hve margir íslendingar, að tiltölu
við fólksfjölda tóku þátt í stríð-
inu? Var það gamalt víkings-eðli
komið frá forfeðrunum, sem vakn-
aði við lúðurþytinn? Ekki vil eg
slá stryki yfir þann möguleika,
því einkenni þjóða eða kynkvísla
haldast miklu lengur en menn al-
ment gjöra sér í hugarlund. Samt
hygg eg að það sé ekki nema nokk-
urt brot af sannleikanum í þessu
máli. Hið sanna mun vera það,
að drengjunum íslenzku fanst það
vera skylda sín að fara í stríðið
og á hinn bóginn var í sálum
þeirra þetta töfraafl, sem ekki er
svo auðvelt, að lýsa, aflið sem knýr
unga manninn áfram til stórræða,
aflið sem oft býr fremur í undir-
vitund sálarinnar en í dagsljósi
skýrra röksemda, aflið sem seiðir
að nógu erfiðu viðfangsefni eins
og sólargeislinn seiðir að sér frjó-
agnirnar í jurtaríkinu, aflið, sem
likist árstraumnum sem streymir
að ósi, aflið sem helzt verður
táknað með því að segja: pað er
mannskapurinn, sem Guð gjörði
að knýjandi afli í hraustri ungri
sál, hinn “voldugi frumkraftur”,
sem Hannes Hafstein talar um, og
er í hverjum hraustum dreng, eða
eins og hann annarsstaðar kemst
að orði:
“Ef kaldur stormur um karlmann
fer
og kinnar bítur og reynir fót,
þá finpur hann hit^nn í sjálfum
sér
og sjálfs síns kraft til að standa
mót.”
pjóðin, karlmenskan, skyldu-
ræknin, kærleikurinn kölluðu á
ungu mennina, og í stórum hópum
meðal fólks vors gáfu þeir köllun-
inni jákvæði sitt og lögðu út í
hvaða skelfingu, sem fyrir hendi
var, til að gjöra skyldu sína.
Eldraunin.
íslendingar í Ameríku hafa ekki
allir ávalt baðað í rósum, þótt lífið
hér hafi reynst heildinni farsælt.
Flestir hafa þeir byrjað hér með
tvær hendur tómar, margir mokað
í skurðum, unnið á járnbrautum,
rutt skóga, þolað drepsóttir, liðið
sára fátækt, reynt þá erfiðleika,
sem fylgja frumbyggjalífi í nýju
landi, barist við misskilning, fyr-
irlitningu og eigin vankunnáttu,
þar sem alt var þeim nýtt. Já,
þeir hafa borið fisk á bakinu
margar mílur í gegn um forarflóa,
til þess að hafa lífsbjörg handa
sér og sínum, unnið .baki brotnu
fyrir litlu kaupi, neitað sér um
öll lífsins þægindi til þess að geta
brotist áfram að einhverju tak-
marki, og farið yfir fjöll og firn-
indi í hinum mestu erfiðleikum til
að finna nýjar auðnuleiðir; en
þegar allur réttur samanburður er
gjörður og allur sannleikur sagður
vevrður niðurstaðan sú, að engir
aðrir Vestur-íslendingar hafa þol-
að eins miklar skelfingar á jafn-
löngum tíma eins og drengirnir,
sem fóru í stríðið. pað er skelfi-
legasta eldraunin, sem Vestur-ís-
lendingar hafa gengið í gegnum.
Hvaða augum sem menn kunna
að líta á stríðið, tilgang þess og
réttmæti Canada til að taka þátt
í því, verða menn að kannast við
(þennan sannleika; en því hefi eg
veitt eftirtekt, að þeir sem ekki
vildu neitt á sig leggja fyrir stríð-
ið, hafa fundið það skyldu sína
eða hag sinn að gjöra lítið úr öllu
því, sem hermennirnir gjörðu, og
ber slíkt ekki vott um göfugt hug-
arþel.
Að dvelja langvistum “vinar
augum fjær”, burtu frá foreldrum,
systkinum, konu, börnum, heitmey,
eða öðrum nákomnum ástvinum
var hið minsta af erfiðleikum
þeirra. peir fóru um láð og lög
og loft með sverð og byssu búnir
til sóknar og varnar gegn hinum
bezt útbúna fjandmannaher, sem
heimurinn hefir séð. peir óðu
bæði vatn og leðju í skotgröfunum,
þeir leituðu hvíldar þar sem þeir
voru umkringdir af rottum og í
allskonar óværð, þeir voru þar
sem sprengikúlunum rigndi niður
eins og skæðadrífu, þeir voru í
áhlaupum með byssustyngjum,
þeir brutust inn í skotgrafir pjóð-
verjanna og tóku þá fanga. peir
voru í margvíslegum sendiferðum
og hættulegum, þeir lágu sólar-
hring eftir sólarhring matarlausir
í sérstökum leiðangrum, þeir
skriðu út I “no man’sMand” (svæð-
ið milli skotgrafanna) - til að
njósna um óvinina, þeir stóðu þar
sem félagar þeirra féllu til hægri
og vinstri; í flakandi sárum lágu
þeir á vígvellinum, sumir þeirra
heyrðu hljóð hinna særðu, gleymdu
þeirri hættu, sem þeir sjálfir voru
í, og gengu út í dauðann til að
rétta félögum sínum líknarhönd.
peir flugu í loft upp og gegndu
skyldustörfunum ótrauðir, hversu
mikil sem hættan var. Á herskip-
unum unnu þeir með engu minni
trúmensku en annarsstaðar.
Já drengirnir sem fóru hlæj-
andi, drengirnir sem sumir segja
hafi ekkert vitað út í hvað þeir
voru að leggja, drengirnir sem
sumir segja að hafi ekki farið af
neinni föðurlandsást eða í neinum
fórnfærsluanda, drengirnir sem
voru margvíslega gallaðir, dreng-
irnir sem sumir segja að 'hafi ver-
ið narraðir út í þetta, voru samt
drengir, þrátt fyrir lygar eða
sannindi um galla þeirra, sem
höfðu dáð og dug þegar út í bálið
var komið. Engan hefi eg heyrt
bera þeim annað. Drengir, sem
aldrei höfðu gjört manni eða
skepnu mein, sem lifað höfðu hinu
kyrlátasta landlífi, voru á vet-
fangi kvaddir til að vstanda í
skelfilegustu stórræðum heimsins
og stóðu þar eins og menn. Ekki
hefi eg heyrt getið um einn ein-
asta íslenzkan stríðsmann, þó mér
auðvitað sé ekki kunnugt um vitn-
isburð þeirra allra, sem varpað
hafi óhreinindum á skjöld Canada.
Hvað sem á gekk voru þeir, yfir
höfuð, glaðir og hughraustir,
skrifuðu fjörug og skemtileg bréf
heim til ástvinanna, sem biðu með
óþreyju eftir hverri fregn, og
sögðu að sér liði eftir vonum, vel.
Átakanlegt var að fá bréf frá
sumum þeirra um að alt væri í
góðu lagi, eftir að þeir voru falln-
ir í valinn, því hraðskeytið um
dauðsfallið hafði orðið á undan
bréfinu, sem skrifað var skömmu
áður en þeir féllu.
Sannur hetjuskapur held eg hafi
einkent marga þessa menn, hetju-
skapur, sem ekkert auglýsti sig,
ekkert lét yfir sér, ekkert fann til
sín; enda mun alt yfirlæti og
skrum, öll hégómatilraun til að
sýnast, hafa orðið fyrir hinni
mestu fyrirlitningu meðal her-
mannanna á þessari ægilegu al-
vörutíð. Ófullkomnir menn voru
þeir, með margvíslegar og hræði-
legar freistingar, en menn með
rauðu bloði samt, verulegir menn
í eldrauninni.
Sumir voru líka í fangelsum á
pýzkalandi og áttu margir ekki
betra en þeir sem voru í skot-
gröfunum, voru á endanum leyst-
ir úr fangelsinu með mjög bilaða
heilsu.
Drottintrygð fslendinganna
gagnvart landinu, sem vér höfum
kosið oss, hefir gengið undir próf,
jafnvel á blóðugum orustuvellin-
um og hafa þar, engu síður en
annarsstaðar fundist, margir
dyggir dr.engir sem staðist hafa
prófið með sæmd.
Heimkoman.
Fljótið streymir að ósi, dagur-
inn* Mður að kveldi, tíminn hefir-
enga bið, viðburðirnir taka enda.
Sársauki nísti hvert einasta sann-
kristið hjarta í öllum heiminum,
þegar stríðið skall á, og þung
byrði og sár hvíldi þar allan tím-
ann sem það stóð. Dagar urðu að
mánuðum og mánuðir urðu að ár-
um og altaf stóð stríðið, þessi sví-
virða fyrir kristið mannfélag
heimsins. Fyrir utan þennan
sársauka, sem stríðið orsakaði
hverri einustu kristinni tilfinn-
ingu, varð byrðin af stríðinu æ-
þyngri. Stjórnir stríðslandanna
voru orðnar þreyttar, á hermönn-
unum lá stríðið eins og martröð
og allir voru orðnir úrvinda af
þreytu.
pótt fólkið í brezka ríkinu væri
ákveðið í því að neita ekki að bera
fram neina fórn, sem gæti leitt til
sigurs, og það vildi fúslega halda
áfram, hvað langan tíma sem til
þess þyrfti, að endalok stríðsins
yrði sigur hins góða, var þráin eft-
ir stríðslokum sár. Heitar bænir
stigu upp til friðarhöfðingjans
eilífa um góð stríðslok. Og svo
tók stríðið enda, og það nærri því
eins snögglega og það hófst. Sagt
er að brezku hershöfðingjunum
hafi ekki dottið annað í hug en
að það héldi áfram einn vetur enn.
Framh. á 7. bls.
HEIMSINS BEZTA
MUNNTÓBAK
COPENHAGEN
Hefir góðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
Hjá öllum tóbakssölum
%