Lögberg - 11.09.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.09.1919, Blaðsíða 3
LöGBERG, FIMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1919. Bls. 3 Vane «g Nina EFTIE Gliarles Garyice um hana. En nú hafði ástin vikið úr sæti sínn í huga hennar, fyrir logandi, tryltu, miskunnar- lausu hatri. Án þess að vita hvað hún gerði, sneri hún við og gekk aftur alla leið til tröppunnár. Það var sem litli, dökki garðurinn kallaði á hana — hún gekk ofari þangað og kom auga á persónu, sem stóð við hjallann og hallaði sér að honum. Hún hætti að draga andann ^eitt augnablik, gekk svo hávaðalaust til hans og lagði liendina á handlegg hans. Hann sneri sér við og leit á hana. “Þér liafið hlustað”, sagði liún mæðin. “Heigull! Hinir skulu fá að vita hvernig þér eruð.” Hún ætlaði að fara aftur upp á hjallann, en hann greip í handlegg hennar. Andlit lians var fölt, augun blikuðu, en hann v^r alveg ró- logur. “tííðið,” sagði hann liægt. “Hreyfið yður ekki, segið ekkert. Bíðið.” Hiin stóð alveg kyr og horfði á hann undr- andi. Hans óeðlilega rósemi liafði áhrif á liana. “Já, eg hefi hlustað,” sagði liann jafn ró- legur. ‘ ‘ 0g það er satt, — eg elska yður — seg- ið þér ekkert enn þá. Eg elska yður! Ef það er synd, þá er eg stórsyndari, og eg bið um miskunn yðar. En þér vitið það alt saman; — þér hafið vitað það frá þeirri stundu er við sá- umst í fyrsta sinn. Iíaldið þér að eg ætli að spyrja yður hvort þér elskið mig? Nei, slíkur auli er eg ekki; eg veit að Yane stendur á milli okkar. Nei — talið þér enn þá ekki. Eg bið yður að bíða þangað til þér hafið heyrt það, sem eg ætla að segja. Það er hann, sem' þér elskið; en eg er ekki meira virði en moldin, sem þér gangið á. En hann — já, eg liefi hlustað á sam- tal ykkar, svo eg þarf ekki að minna vður á það, að þér eruð honum einskis virði. Við þurfum ekkert tillit að taka til Vane.” Hún reiddi hendina til liöggs, en hann hreyfði sig ekki, og dökku augun hans horfðu sífelt á liana. “En eg — ó, hvað eg elska yður innilega. Þér eruð viðhald lífs míns, án yðar get eg ekki lifað.” “Þér elskið mig,” sagði hún og nálgaðist hann. “Sannfærið mig þá um það.” “ Segið mér að eins hvernig eg á að fara að gera það.” “Byrja á rifrildi við hann, og svifta hann lífinu,” hvæsti hún út á milli varanna. . Ilann brosti, og það hafði sömu áhrif og kalt vatn á æsing hennar. “Nei”, svaraði liann, alveg eins-og það væri algeng krafa, sem hún heimtaði af honum. “Það mundi verða lélegur söngleikur, og það yrði eg sem undir yrði, því Vane er miklu sterk- ari en eg.” Hann ypti öxlum. “Þér eruð heigull,” sagði hún með skjálf- andi rödd. “Þér talið um ást eins og lélegur leikari ;.ý— en þér getið staðið rólegur og heyrt, að sú 'stúlka sem þér elskið er móðguð. Þér viljið fá svar við hinni vingjarnlegu uppástungu frænda yðar, heigull! Það hljóðar þannig: Eg skal giftast yður þann dag, sem þér eruð orð- inn húsbóndi hér, en ekki slíkur sníkjugestur sem þér nú eriuð.” Hann greip um báðar hendur hennar og laut áfram. Hann horfði á hana ástþrungnum augum. “Eg samþykki skilyrði yðar sagði hann með hásum róm. Hún ætlaði að víkja frá hon- um, en hann hélt henni kyrri. ‘ ‘ Þér komuð með það hugsunarlaust. ’ ’ Hún leit á hann. “Nei,” stundi hún upp. “Mér er það alvara; það eruð þér sem meinið ekkert með því.” Hann brosti, og sjálfstjórn sína misti hann eitt augnablik. “Ileigull! Það orð sárnar mér. Eg sam- þykki skilyrðin. Hefið þér mér staðfesting loforðs yðar.” Hún skalf þegar hann tók utan um hana, en alt í einu lyfti hún hvíta, afskræmda andlitinu upp til hans. “Takið þér staðfestinguna,” hvíslaði liún. Hann laut niður og þrýsti löngum kossi á varir hennar. Hiin hljóðaði lágt, losaði sig og flýtti sér upp tröppurnár. En uppi á hjallan- um sneri hún sér við óg leit til hans með undar- legum svip í augum sínum — svip, sem lýsti fyrirlitningu, hatri og hefndargirni. Júlían horfði á eftir henni glaður á svip. Hann gekk með hægð í kring um Ihúsið, lauk upp dyrum í múrveggnum, gekk yfir litla garðpláss- ið, sem eitt sinn hafði verið blómareitur, og opnaði dyrnar að efnarannsóknarstofunni. Nú var herbergi þetta miklu viðfeldnara en áður; veggirnir laglega klæddir, alt tré nýmál- að; myndir héngu á veggjunum hátt og lágt og lítið piano stóð í nánd við einn gluggann, en vís- indalegu hliðinni var ekki heldur gleymt. Með því eðallyndi sem einkendi lífsstefnu og lund- arfar Vane, og sem sérstaklega kom í ljós í breytni hans við Júlían, hafði liann gefið hon- um ótakmarkað einveldi, og Júlían hafði brevtt galdraklefanum í fyrinnyndar efnarannsóknar- stofu. Gluggi var látinn í þakið, sem opna mátti til að hleypa út reyk, svo að afleiðingarnar af rannsóknum hans gátu horfið eftir fáar mínút- ur. Á veggjafóðrið hafði hvorki reykurinn né þessi illa lykt, sem Vane var svo andstæður, nein áhrif. Súgur — já, liinn minsti andvari gat verið skaðlegur fyrir efnarannsókn, og þess vegna hafði Júlían séð um að herbergið væri algerlega lofthelt með aðstoð öryggisblaðka, sem snæri var fest við er sróð í sambandi við lítið skafthjól undir skrifiborðinu hans. Þegar hann kom inn, sá hann við eldsbirt- nna að Deborah var þar inni. Hún gekk hávaða- laust um herbergið eins og hún var vön; köttur gekk jafn liávaðalaust á eftir henni og nuggaði sér upp að henni. Lítið teborð með tillieyrandi stóð lijá eldstæðinu, og þegar Júlían var kom- inn inn, benti hún honum á það. Júlían kinkaði kolli og settist á hæginda- stólinn hjá borðinu. Deborah stóð kyr og horfði á liann gráu augunum sínum, alveg eins og þegar hundur horfir á húsbónda sinn. Júlían þurkaði svitann af enni sínu og helti tei í bollann. Leit svo til hinnar tryggu, gömlu þernu sinnar og sagði með fingramálinu: “Deborah, láttu sem sjaldnast sjá þig í liinum hluta hallarinnar, ef þú getur við það ráðið. Sir Chandes Orme hefir séð þig og talað um iþig við mig. ’ ’ “Já hr. Júlían,” svaraði liún og hreyfði fingur sína með miklum hraða.' ‘‘Get eg gert nokkuð?” “Nei, ekkert. Þú mátt nú fara.” , Hún sneri sér við, en stóð aftur kvr og leit á liann. “Eruð þér viss um að eg get ekkert gert? Þér lítið ekki vel út — eruð þér vesall? Getur Deborah ekkert gert fyrir yður? Þér vitið að þér megið óhultur treysta mér. ’ ’ “Já, já,” svaraði liann óþolinmóður. “Hvað ætti að ama að mér? Eg er alls ekki veikur. Hefir þú kveikt eld í ofninum?” “Já, hr. Júlían.” “Þá getur þú farið. Taktu köttinn með þér. ’ ’ Hún laut niður eftir honum, en hann vék sér undan og nálgaðist Júlían. “Láttu hann þá vera,” sagði hann gremju- lega. ‘ ‘ En hvað hér er heitt; gerðu svo vel að opna loftsmuguna.” Hún gerði það, sem hann bað um. “Hér þarf nýtt snæri,” sagði hún með sínu þögla máli. Júlían hneigði sig samþykkjandi. “Já, eg skal sjá um það.” Hún leit til hans kvíðandi, beið enn þá eitt augnablik, gekk svo hægt út og lokaði dyrunum á eftir sér. Júlían hallaði sér aftur á bak í stólnum og bragðaði á teinu sínu. Hjarta hans sló ótt og alt snerist í hring og veltist um í huga hans. Varir hans höfðu snert hennar varir. Hún hafði lofað að verða kona hans. Kona hans! Hann lokaði augunum og bros lék á vörum hans. En skilyrðið? Ilann átti að vera húsbóndi í Lesborough. Hann hafði lofað að verða það, ári þess hann réði við sig, svo æst var ástríða hans á því augnabliki. . En gat nokkurt skilyrði verið svo ósanngjarnt, að hann ekki samþykti það undir kringumstæðunum? Hún átti að verða hans, — þessi indæla stúlka, sem hann elskaði af öllu hjarta. Hann fann enn hitann á vörum hennar snerta sínar varir. Hún er sú yndislegasta stúlka sem til er í heiminutíi; sú eina, sem hann vildi eiga. Vane, sem mælt hafði með honum, átti ekkert sæti í huga hans. Sumar persónur hafa enga þakklætis tilfinningu og Júlían var einn þeirra. Meðmælum Vane var ýtt til hliðar, þau voru gleymd, eins og þau hefðu aldrei átt sér stað; allar hugsanir íians snerust um Judith. Og hún ætlaði að giftast honum, þegar hann væri orðinn eigandi og húsbóndi Lesborough. Honum kom ekki til hugar að efast um orð hennar; því loforð hennar átti rót sína í afbrýði og hatri, og þær tilfinningar binda jafnvel sterkari böndum en ásrin — hjá sumum. Þegar hann væri orðinn húsbóndi. Það þýddi, þegar Vane væri dauður, og Júlían orð- inn eftirmaður hans. En Vane lifði og var lítið eldri en hann. Það gerði ekkert; hann hafði loforð hennar; — það var örugg von fyrir hann . Það gat svo margt og mikið viljað til, eins og Sir Chandes hafði sagt. Vane gat dáið á veiðiferðum sínum — hann gat orðið fyrir voðaskoti. Hann þurkaði afitur svitann af enni sínu og leit í kringum sig, og varð litið á skaftpottinn sem stóð á arninum yfir glóðinni; nú hvarf hug- ur hans frá ástinni að vísindunum. Hann stóð upp og gekk að eldstæðinu. Lögurinn í pottin- um sendi frá sér bláa gufu; undarleg og sterk lykt deyfði hann, svo liann stóð á öndinni. Hann leit í kring um sig; loftsmugan var hálfopin; hann lokaði henni alveg og stóð hugs- andi eitt augnablik. - Svo gekk hann að skáp, tók úr honum langa ræmu af netludúk, vætti hann í einhverjum lög og vafði honum um munn og nasir. Svo lokaði hann dyrunum, leit aftur eftir því hvort loftsmugan væfi aftur og tók svo lok- ið af skaftpottinum. Þykk gufa gaus upp úr 'honum og fylti herbergið; loftið varð kæfandi. Þótt hinn voti netludúkur verndaði hann, fann hann samt til þungrar þrýstingar á hjarta og lungu, — þrýstingar, sem var næstum óþol- andi. En hann sýndi ekkert hræðslumerki; þvert á móti glampaði einhver ljósdeþill í aug- um hans. “Þetta er borgía-gufan,” tautaði hann bak við umbúðir sínar. Þegar loftið varð þykkra og óþoíanlegra, heyrðist skrækur í kvrðinni og svo þung stuna frá kettinum, sem stokkið hafði upp á borðið og leit bænaraugum á Júlían. “Vesalings kisa,” sagði hann og grimdin logaði í augum hans. “Þú kant líklega ekki vel við þig núna. Ó, nei, mig furðar það ekki; þú getur ekki andað að þér þessu lofti? Það er engin von til þess; en það verður enn verra.” Hann gekk til kattarins og klappaði honum, en vesalings skepnan féll niður á hliðina og kveinaði. “Er bráðum úti unj þig?” spurði Júlían með lágum róm. “Við skulum sjá hvað sterk- ari skamtur getur gert.” Hann gekk að eldstæðinu og hrærði í leg- inum svo reykurinn varð enn þá þykkri, en kött- urinn engdist sundur og saman, datt á hrygg- inn með opinn munn og út teygðar lappir. Júlían gekk til hans. “Dauður,” sagði liann. “ Steindauður; það var rangt af þér að vilja vera hér inni, kisa. En þessi reykur hefði drepið mann, — hvað þá heldur kött.” Hann þagnaði skyndilega, “Hann hefði eflaust drepið mann, sem ekki hefði haft sömu umbúðir og eg. ’ ’ Hann tók köttinn upp og skoðaði hann ná kvæmlega. Hann var dauður; — augun voru cpin og störðu á hann, og tennurnar sáust. “Engin manneskja liefði þolað þetta,” sagði hann. “Kötturinn hefir níu líf, segja menn, og maðurinn að eins eitt. Vesalings kisa.” Alt í einu hrökk hann við. Það var barið að dyrum. Hann leit afi kettinum til dyranna. Svo greip hann kattarskrokkinn og fleygði hon- um inn í sbáp, opnaði loftsmuguna og tók um- búðirnar af sér, og þegar reykurinn hafði mink- að ofurlítið, opnaði hann dyrnar. “Ó, ert það þú, Vane,” sagði hann kæru- leysislega. “Komdu inn.” “En sú lykt,” sagði Vane. “Hvað ert þú nú að vinna við?” “Að eins almenna rannsókn,” svaraði Júlían; “komdu inn.” XVII. KAPÍTULI. Það er ánægjulegt að vita sig vera heppinn, en á þessa ánægju féll skuggi, þe<£ir Nína sá Judith í leikhúsinu. Hún reyndi að vera for- sjóninni þakklát fvrir það, að hún lenti ekki í fátæktog þurfti að vera öðrum'háð, og að hún hafði gefið henni jafn góða vinstúlku og Polly, en umfram alt vinnuna. En samt sem áður! Blessaða vinnuna! Sú bannfæring, sem við höfum breytt í íblessun, og sem dýrmætust er þeim manni, er að enduðu skeiði biður: “Gefðu mér styrk til að geta framkvæmt hið næsta starf mitt.” Nína tók með ánægju á móti uppástungu hr. Harcourts, að semja langt leikrit, og hún byrj- aði strax á því með ákafa miklum. Hún vissi að það var að eins vinnan, sem gat komið í veg fyrir drauma hennar og hugsanir um liðna tím- ann og þann mann, sem forlögin höfðu bundið hana við, og sem þó elskaði þessa yndislegu persónu, sepi hún hafði séð í leikhúsinu. En hafi ánægja Nínu ekki verið skuggalaus, þá var í öllu falli ánægja Polly það. “Eg get séð framtíð yðar eins glögt og spá- mennirnir í Bond Street,” sagði Polly hátíð- lega. “Þér verðið ein af okkar nafnkunnustu og vinsælustu leikritahöfundum. Þér verðið nafnfrægar, Decíma! Nei, þér eruð nú þegar orðnar það. Þér hafið fengið hina fegurstu rit- dóma, og nú er leikhúsið ávalt fult við fvrsta leikinn. Það hefir aldrei átt sér stað fyr en “Heitbundin” kom til sögunnar. Langar yður ekki til að skiftg um herbergi og fá betri íbúð, svo þér getið haft yðar eigin þernu eins og ung- frú Tracy?” En Nína hristi höfuðið og hló. “Nei, nei, Polly! Við skulum búa saman eins og hingað til. Hver veit nema næsti leikur reynist ónýtur, og þá verðum við að snúa okk- ur að því að skreyta hatta aftur.” “Ó, nei, — þess þurfið þér aldrei aftur,” svaraði Polly örugg. “En eg vona fastlega, að þér hér eftir verðið ekki svo óforsjálar að reyna um of á yður. Þér eruð fölar og magrar — nei, það er gagnslaust að neita því; eg hefi augu i höfðinu, sem eg sé með. Þér eruð aldrei úti í fersku lofti; þér verðið að lireyfa yður dálítið meira undir beru lofti.” Nína vissi að þetta var skynsöm bending, sem vinstúlka hennar gaf henni, og eftir þetta gekk hún oft langar leiðir. Það eru lakari staðir til fyrri hluta hausts en lystigarðarnir í London, og þó varð Nína þess vör að þeir voru fremur mannfáir um þetta leyti árs. Það er sérstakt pláss í Hyde Park — sem enginn skal koma mér til að opinbera — þar sem maður getur gengið tímunum saman án þess að mæta nokkurri manneskju. Þar sat Nína og kugsaði um leikinn sinn og samdi hann í huga sínum; þegar hún kom svo heim á kvöldin, sett- ist hún og skrifaði niður hugsanir sínar. Um þessar stuudir var hún næstum gæfurík; það var í hinum svefnlausu næturstundum sem hún kvaldist af löngun og þrá, er engin bót fékst við. Við og við sat hún í gamla sætinu sínu í Momus, horfði á stutta leikinn sinn og lærði að sjá gallana í honum, og átti þar af leiðandi hægra með að forðast þá í nýja leiknum. Eins og hún var vön, beið hún úti eftir Polly, og eitt kvöldið varð hún fyrir atviki, sem Polly mundi liafa kallað æfintýri. Hún stóð í ganginum rétt hjá skrifstofu varðmannsins; leikurinn var við það að enda og sumir af vélastarfsmönnunum voru farnir. Alt í einu kom ungur maður, sem hafði heldur mikið sjálfsálit, auga á liana, og brosti kunnug- lega. “Eruð þér að bíða eftir mér, ungfrú?” spurði hann. Nína leit til lúkugatsins á skrifstofu varð- mannsins, en hann var þar ekki f þessu augna- bliki. Hún lét sem hún hefði ekki heyrt orð unga mannsins, en á sama augnabliki kom hann til hennar og bauð henni handlegg sinn. “Komið þér með mér, ungfrú, svo skulum við eiga skemtilegar samræður,” sagði hann. Áður en hann gat sagt meira, eða gert aðr- ar tilraunir til þess að fá hana til að koma með sér, heyrðist létt og hratt fótatak í ganginum, og karlmaður kom í ljós. Það var ungur mað- ur, með laglegt og elskuvert andlit, þar sem tvö blá, unglingsleg augu vöktu mesta eftirtekt. Þau voru bæði fögur og gáfuleg, og hann skildi undir eins hvað hér fór fram. Án þess að segja eitt orð lagði hann hendi sína á axlir mannsins og lirinti honum til dyranna. Maðurinn leit við R. S. ROBINSON Stafnutt 1885 H»taM6ll $250,000.00 Kaupir og selur etibAi Suttta. W«»K.. 1.1. A. Edmenton, Altfl. Le Pu. Mafl. Kenora, 0*1 Húðir, Ull og Seneca Rót HRAAR HÚÐIR OG SKINN Sendlð belnt tU SaltatSar nauts- hútSIr _____ SaltatSar Klp húBIr .....- SaltatSar hálfs- húBir __________ •28-.32 .35-40 HrosshútSir, hver 4 ... Ull --------- Prime Seneca- Rœtur_______' $7—$12 .43-.46 $1.25 Hæzta verð fyrir kindagærur. HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East TIL ATHUGUNAR 500 nienn vantar undir eins til þess aS læra aC stjðrna bifrelBum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskðlanum I Winnipeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda 1 Canada og fjölda margir Canadamenn, ««m stJórnutSu bifreiBum og gas-tractors, hafa þegar orB18 aB fara I berþjén- ustu eBa eru þá á förum. Nú er tími til þess fyrir yBur aB læra góBa iBn og taka eina af þeim stöBum, sem þarf aB fylla og fá 1 laun frá $ 80—200 um mánuBinn. — paB tekur ekki nema fáein&r vlkur fyrlr yBur, aB læra þessar atvinnugrelnar og stöBumar blBa yBar, sem vél- fræBingar, bifreiBastjórar, og vélmeistarar á skipum. NámiB stendur yfir i 6 vlkur. Verkfærl fri. Og atvlnnuskrif- stofa vor ann&st um aB tryggja yBur stöBurnar aB enduBu náml. SláiB ekki á frest heldur byrJlB undir eins. VerBskrá send ókeypla. KomlB tll skólaútibús þess, sem næst yíur er. Hemphills Motor Schoois, 220 Padfio Ave, Wlnnipeg. Otibú I Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. .. 1 • v timbur, fjalviður af öllum ar vorubirgöir tcgundum, geirettur og ala- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------------- Limitsd------------------ HENRY AVE. EAST - WINNIPEG v-*>-'.V»Á ,y>. W:jw. .VV'.• The Campbell Studio Nafnkunnir ljótmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni | Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærsta og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. c VIÐSKIFTABÆKUR « (COUNTKR BOOKS y Hérna er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegundin sem yður vanhagar um. I>að er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur sínar hjá oss. SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNUR. SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL Œfje ColumÍJta $reöö LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeá Tals. Garry 416—417 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA I VESTURHEIMI P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba. t stjórnarnefnd félagsins eru: séra Rögnvaldur Pétur»9on, for«e1t, 650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. Bildfell, vara-forseti, 2106 Poriage ave., Wpig.; Sig. Júl. Jóbannesson, skrifarl, 957 Ingersoll str., Wpg.; Ásg. I. Blöndahl, vara-skirifari, Wynyard, Saak.; S. D. B. Stephanson, fjármála-ritari, 729 Sherbrooke str„ Wpg.; Stefán Einarason, vara- fjármálaritari, Arborg, Man.; Ásm. P. Jóhannsson, gjaldkeri, 796 Victor str., Wpg. ; Séra Albert Kristjúnsson, vara-gjaldkeri., Lundar, Man.; oig Sigurbj’öm Sigurjónsson, skjalavöröur, 724 Bev&rley str„ Winnipeg. Fastafundi hefir nefndin fjórða föstudag hvers numaðar. með æstum reiðisvip, og ætlaði eflaust að segja eitthvað miður viðeigandi, en það dó á vörum hans, og í stað þess sagði hann: “Afsakið lá- varður, ’ ’ og hélt svo áfram. Ungi maðurinn ætlaði að elta hann, en liætti við það og tók ofan hattinn. ‘ ‘ Eg er hræddur um að maðurinn hafi am- að yður,” sagði hann með rödd, sem var jafn aðlaðandi og augu hans. ‘ ‘ Eg vona að þér hafið ekki orðið hræddar?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.