Lögberg - 11.09.1919, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.09.1919, Blaðsíða 7
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1919. 7 íslenzkir hermenn. Framh. frá 2. bls. Guð, sem “lætur stríðum linna til endimarka jarðarinnar”, lét það taka enda þegar bezt henti. “pá koma blessaðir drengirnir okkar heim”. Ætli það hafi ekki verið allra sterkasta hugsunin hjá þeim flest- um, sem áttu allra nánustu skyld- menni í stríðinu, þegar vopnahléð komst á í síðastliðnum nóvember- mánuði. En drengirnir, sem höfðu hald- ið lífi í óþverranum og heimilis- leysinu allan þennan langa tíma og voru orðnir svo óvanir öllum heimiHsþægindum að þeim fanst það vera himnaríki þegar þeir, þó í sárum væri, voru komnir í sjúkrahúsið. Skyldi þeir ekki meta það að komast heim? “Heim, heim er orð svo signað, sæljt, er sálu veitir ró.” Já, það er gott að vera kominn aftur til Canada, segja hermenn- irnir afturkomnu iðulega, hvað þá í faðm nánustu ástvinanna. Fáir hafa reynt eins skelfilegt heimil- isleysi eins og hermennirnir, fáir kunna að meta 'heimkomu eins og þeir. pér íslenzku hermenn, verið.vel- komnir heim, allar taugar hjartna vorra færa yður fórn þakklætis, sérhver taug í sálum vorum sam- fagnar yður yfir heimkomunni og óskar yður farsællar æfibrautar framvegis. Landið alt brosir við yður, blómin í brekku og laut, grösin dala og grunda, “hamrar og hárödduð björg, himinn og dunandi sær”, skrúðgrænir skóg- ar og bylgjandi akrar, fagrar sveitir og prýddar borgir, er alt hýrt á svip og með ásýnd uppljóm- aða af þakklæti til yðar. Með öðrum röddum hefst íslenzki róm- urinn og tjáir sérstaklega ís- lenzku hermönnunum þakklæti sitt frá instu taug hjartans. En minnist þess þá, Vestur- íslendingar, um leið og þér bjóð- ið þá velkomna, að sýna þakklæti í verki en ekki með orðum tómum. Minnist þess hve skelfing mikið þessir menn hafa reynt og liðið. peir koma til baka margvíslega bæklaðir og limlestir. Fáir koma aftur jafngóðir, að minsta kosti í bráð. pví nær allir eru þeir með meira eða minna bilað taugakerfi. peir þurfa mikið af þeim kærleika, sem annast með nákvæmni, sem hvetur og styrkir. Og svo eru sumir sem aldrei koma aftur. Hjörtu vor blæða þegar vér hugsum til þeirra. Með ýmsu eðlisfari voru þeir drengirn- ir eins og hinir, sem komu afitur; en í hópi' þeirra, sem féllu voru sum allra beztu mannsefnin með- al vor. pað er átakanlegt að hugsa um líf þeirra fjarandi út svo snemma dags. “Er, þegar öflgir, ungir falla, sem sígi í ægi sól á dagmálum”, á sannarlega við um þessa blessaða drengi, sem laug- uðu vígvöllinn blóði sínu. Aldrei finst mér eg geti hugsað um sum- ar grafirnar fyrir handan hafið, ^n þess að opnist fyrir mér hinn /ngurblíði heimur sorgarinnar, sem nær ótakmarkað út í geiminn. En vér, sem heima sátum og njótum ávaxtanna af fórn þeirra, sem lifðu og þeirra, sem dóu, snú- um oss nú að yður, hermönnunum, sem aftur eru meðal vor og biðj- um yður að gjöra meira en þér eruð búnir að gjöra. f blóðstríð vonum vér að þér þurfið aldrei aft- ur að fara; en þegar vér athugum ástandið heima fyrir í landi voru, sjáum vér að hér er margt sem þarf að berjast fyrir, margt rang- læti sem þarf að nema burt, fjölda margt sem þarf að reisa að nýju, og vér teljum yður sérstaklega hæfa til þess að leiðbeina oss og hjálpa í baráttunni fyrir hinu goða, einmitt vegna þeirrar reynslu, sem þér hafið fengið í stríðinu. Pað er fyrst, að lífið hér hjá oss hefir á sér svo mikinn óveruleik- ans blæ. Við oss blasir hismi í stað kjarna, málaðar myndir sem segja ósatt, óteljandi búningar mannlífsins, sem gjörðir eru til þess að dylja það og láta það sýnast öðruvísi en það er í raun og veru. Vér vitum svo sjaldan hvar veruleikinn er; hann virðist sífelt fara í felur. f stai þess að sjá mannlífið eins og það er, sjá- um vér stöðugar tilraunir til að láta það sýnast öðru vísi. Lífið hér er því afskræmt og ósatt, og það er miklum erfiðleikum háð að aðgreina sannleik frá lýgi í sam- bandi við mannlífið. En hismið hverfur og prjálið er gagnslaust þegar dauðinn stendur með reitt sverðið gagnvart oss. Hermenn- irnir hafa horft á lífið og dauð- ann í sifnum nakta veruleik, al- varan hefir hjá þeim fengið sitt fulla gildi, dómarnir um mann- lífið hafa fyrir þetta orðið sann- ari, gildi hlutanna hefir fengið réttari mælikvarða. Hræsni og hismi er þeim viðurstygð. peir hafa lært að elska veruleikann. Heillar œfi Þjáningar. Umflúnar Með “Fruit-a-tives“ Hinn Undursamlega Ávaxtalyfi 53 Maisonneuve St., Hull, Que. “Að minni reynslu er ekkert með- al eins gott og Fruit-a-tives við meltingarleysi og harðlífi. Árum saman þjáðist eg af þess- um kvillum og reyndi alt hugsan- legt, en var talin ólæknandi. Dag einn sagði kunningi minn mér frá ‘Fruit-a-tives og mér til mikillar undrunar fékk eg fulla bót á skömmum tíma.” DONAT LALONDE 50c. hylkið; 6 á $2.50, reynslu- skerfur 25c. Fæst í öllum búðum og frá Fruit-a-tives, Ltd., Ottawa. Um tign og prjál gjörir lítið til, því “maður er maður þrátt fyrir' alt”. Ef þetta er rétt athugað, hafa hermennirnir eitt hið nytsamasta afl yfir að ráða og nauðsynlegasta þessu landi eins og nú er ástatt meðal vor. peir þurfa að hjálpa oss til að ryðja öllu hinu verulega og sanna braut í þessu þjóðfélagi. 1 öðru lagi er kynflokkahatur ekki svo lítið nú sem stendur í þessu landi. pví miður hefir það orðið í þetta sinn eins og í öllum fyrverandi styrjöldum að stríðið hefir kent mönnum að hata. 1 beinni mótsögn er alt slíkt við kristindóminn. Rétt sem stendur lætur röddin sem kom frá Kristi; “elskið óvini yðar”, lítið til sin heyra. “Við eplin með”. Já, margir prestarnir eru með að taka undir spangól hatursins. Kristni- boðar eru sendir, með ærnum kostnaði, til annara landa til að snúa heiðingjunum til kristni; því þá ekki að beita samskonar kristi- legum áhuga og kærleika heima fyrir? pað má virðast ólíklegt að her- mennirnir verði oss til hjálpar í því máli, en eg hygg þó að það geti verið. Eg hygg að þeir, sem mest blása að kolum hatursins gagnvart pjóðverjum eða öðrum, séu menn, sem lítið hafa séð af al- vöru styrjaldarinnar, kjaftaskúm- ar, sem hafa hag af að æsa upp lægstu tilfinningar annara. Að minsta kosti er það mín reynsla að íslenzku hermennirnir, sem tóku mestan þátt í blóðugustu bardögunum, hafi ekki borið sér- stakt hatur í hjarta sínu gagnvart pjóðverjum. peir sem hafa kann- að til botns haf alvörunnar, þeir sem hafa staðið frammi fyrir alt- ari hinnar djúpu sorgar og lagt þar fram fórn lífskrafta sinna, hvort sem þeir voru mótstöðumenn eða bandamenn, þeir hafa helgað sál sína einhverju betra en hatr- inu; þeir eru yfir það hafnir að hata hver annan. Á sjúkrahúsi einu í Frakklandi lá ungur þýzkur hermaður að- fram kominn. Margir fleiri særðir hermenn voru þar, og voru hinir frönsku og hinir þýzku stundaðir af jafnmikilli snild og jöfnum kærleika. Ásamt hjúkr- unarkonum voru þar prestar, ann- ar franskur mótmælenda prestur, hitt kaþólskur prestur, sem skildi bæði frönsku og þýzku. 1 dauða- stríðinu hvarflaði hugur unga hermannsins þýzka heim til móður sinnar. 1 kvölunum veinaði hann, hvað eftir annað, þýzka orðið “mutter” (móðir). Mótmælenda presturinn, sem tilheyrði sömu 'kirkju og hann fór yfir að rúm- inu hans og þráði sárt að veita honum einhverja hjálp á síðustu augnablikunum, en gat ekkert gjört, því hann kunni ekkert í þýzku, sem var eina tungumálið, sem ungi maðurinn skildi. Ka- þólski presturinn, sem var að stumra yfir sjúkling í hinum enda salsins, sá vandræðin, kom og bauð hjálp sína að túlka fyrir mótmælenda prestinn, og þannig hjálpuðust þeir að því að flytja þessum deyjandi ungling orð hinn- ar kristilegu og eilífu huggunar. “Faðir vor” á frönsku og þýzku, kaþólskur prestur og mótmælandi, franskur og þýzkur, með hand- taki og hjálpsemi yfir dánarbeði pjóðverja eru myndir af þeim kristilega kærleika sem alstaðar á að ríkja. Fátt er osis meira tjón í þessu landi en kynflokkahatur, þar sem flokkarnir eru svo margir og svo ólíkir. Nauðsynin hér er svo frá- bærlega sterk að öll þjóðabrotin sén tengd böndum kærleikans og að allir vinni í einum anda að því, að hér búi sannkristin, sterk, sam- einuð þjóð. í listigarðinum þar sem vér komum saman í dag, var einu sinni stórskógur. Sá skógur er, fyrir ýms atvik, að mestu horf- inn, en í þess stað kom nýgræðing- ur, sem nú er orðinn furðu stór og frábærlega fagur, svo allir dást að hinni yndislegu fegurð, sem umkringir oss hér á alla vegu. Margvísleg tortíming orsakast af styrjöldinni, sem nú er til lykta leidd. En þá er að hlúa að núgræðingnum. Sumt af hinu gamla var ónýtt og fúið. Margt þarf að verða nýtt. Til þess þurf- um vér líka hjálp íslenzku her- mannanna að leggja rækt við blóm og ávexti hinnar nýju tíðar. Guð gefi nýgcæðingnum, fögr- um og heilbrigðum, þroska og sigur lífsins. “Synda fár og fjötrar víki fyrir þínu náðarríki”, Drottinn. pegar vér hugsum um landið vort, Canada, getum vér sagt eins og Guðmundur Guðmundsson sagði um ísland: “Er mannást tengist hreinni ætt- landsást hjá öllum landsins börnum skal það sjást að þjóðin vor á framtíð fyrir hönd- um og fegri en nokkur þjóð í öðrum löndum.” Lifi minning íslenzku hermann- anna svo lengi sem “golan kyssir kinn”, eða “sól á kaldan jökul skín”, eða báran brotnar við strönd eða mannleg tunga flytur munarmál. Wesiern Labor News. Eg hefi verið að lesa í Western Labor News, sem barst mér í höndur nýlega, og við þann lestur flýgur mér margt í hug. pað fyrsta að eg er alveg hissa að stjórnin skuli leyfa öðru eins blaði að vera gefið út, því eg sé ekki að það geri annað en æsa óróa og óánægju meðal verkamanna, með sinum öfga og æsingagrein- um, sem það er fult af, og það sem þar er mest veður gert út af er (að mér skilst) niðursetning á vörum, hærra kaup og styttri vinnutími. petta getur hver lifandi maður rreð nokkra ögn af skynsemi séð að getur ómögulega samrýmst hvað öðru. Hvernig í ósköpunum á að fara að því að hækka kaup við einn mann og stytta vinnutímann sem hann vinnur, en varan sem hann framleiðir að lækka í verði? pað kemst ekki inn 1 mitt höfuð. Nei, verkamenn hafa alveg vit- iausa aðferð. Ef þá vantar að lífs- nauðsynjar sínar lækki í verði. En mig grunar að orsökin sé önnur fyrir verkamönnum flestum. Og eg hefi átt tal við menn, sem hafa sagt mér það sjálfir, að þeir vildu ekki vinna nema sem styzt- an tíma. En af hverju kemur það? Af því að menn eru orðnir of latir, nenna ekki að vinna, en heimta svo hátt kaup, svo þeir geti leikið sér í 16 tíma af 24, en unnið að eins 8. Væri ekki heppilegra að vinna 16 og sofa 8 tíma? pá kannske væri meira í vasanum og það innunnið á heiðarlegan hátt. WHEN USING WILSON’S FLY PADS READ DIRECTIONS v CAREFULLY AND I^FOLLOW THEM -<4® EXACTL^ Eni miklu betrt en gflmi flugnapapp- írinn. Hreinni í MeðferS. Fæst hjá lyfsölum og matvörusölum. Ef fólk þyrptist ekki svona í stór- borgirnar, þá mundi verða meira kaup, lægri húsaleiga og meira unnið, bæði úti á landsbygðinni og í bæjunum. pað er að segja ef menn nentu að vinna. pað er stór munur á gömlu frumbýling- unum í þessu landi og fólkinu sem nú er að vaxa upp. Gamla fólkið kvartaði ekki þó það þyrfti að vinna í 20 tíma úr sólarhringnum, en nú er kvartað um að vinna 8 tíma. Hvað er að verða úr mann- kyninu. pað sjá allir sem vilja sjá. pegar eg var unglingur, vann eg fyrir 75 centum á dag, og þá var hægt að kaupa góða vinnuskó fy*rir $1.25, en nú vilja menn hafa $4—$5 á dag, og nú er ekki hægt að fá verkaskó fyrir minna en $5 til $6. Svo hvar er gróðinn fyrir kauphækkunina? Eftir því hækka vörurnar, og hækkunin verður alt af meiri hlutfallslega vörumegin, því framleiðslan minkar meir og meir, eftir því sem vinnutíminn er styttur. En það er marg sannað, að eftir því sem minna er til á markaðinum af einni vöru, eftir því hækkar hún í verði. En ef meira er framleitt en eftir er spurt þá lækkar varan í verði. pess vegna er lífsspursmál að framleiða meira en eftir er spurt af þessari eða hinni vörutegundinni, því þá lækkar hún í verði. En það er lífsins ómögulegt með því að stytta vinnutímann og hækka kaup. En það er eitt, sem eg vildi að verkamenn hefðu heimtað og heimtuðu alt af, og það er afnám tolla. Eða að minsta kosti >stóra lækkun þeirra. Mér hefir altaf verið illa við það fargan, síðan eg kom til þessa lands, og eg álít þá bara hag fyrir auðfélögin en stóra bölvun fyrir almenning. Eg er með öllum kröfum verkamanna, sem eg sæi að bættu fyrir þeim og almenningi yfirleitt (það er nátt- úrlega eðlilegt, af því eg hefi ver- ið verkamaður sjálfur, því hverj- um þykir sinn fugl fagur). En eins og verkföllunum er hagað nú, sé eg engan hag í því fyrir verka- menn, heldur þvert á móti gróða fyrir auðfélög eða framleiðendur, því þau brúka kauphækkunarkröfu verkamanna sem skálkaskjól fyrir því að þeir megi til með að hækka Sþariðj peninga yðar með því að kaupa þá fæðutegund, sem þér fáið mesta næringu úr. í allar bakn- ingar yðar ættuð þér að nota PURfTO FtOUR (Govemment Standard) Geral License No. 2-009. Flour License No. 15, 16, 17, 18. Jersey- Creme Hinn Alkunni Drykkur FÆST í ÖLLUM BOÐUM E. L. DREWRY, Limited WINNIPEG HVAÐ scm þér kynnuS að kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja rið okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT I HÖND eða að LÁNl. Vér höfum ALT aem tii húsbúnaðar þarf. Komið og akoðið OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. GOFINE & C0. Tala. M. 3208. — 322-332 KUlce Ave. Hornlnu & Hargrave. Verzla með og virða brflkaða hú»- muni. eldstúr og ofna. — Vér kaup- um, seljum og sklftum & öllu sem nr nokkura vlrBL Oss vantar menn og konur tll þesa að læra rakaraíðn. Canadisklr rak- ara hafa orðið að fartt svo hundruðum skiftir 1 herþjónustu. þess vegna er nú tæklfærj fyrir yður að I^ra þægl- lega atvinnugrein oy komast I góðar stöður. Vér borgum yður góð vlnnu- laun & meðan þér eruð að læra, og flt- vegum yður stöðu að loknu n&ml, sem gefur frá $18—25 um vikuna, eða við hjálpum yður til þess að koma á fðt "Business” gegn mánaðarlegri borgun - Monthly Payment Plan. — Námlð tekur aðeins 8 vlkur. — Mörg hundruð manna eru að læra rakaraiðn á skólum vorum og draga há laun. Sparlð Járnbrautarfar með þvl að læra á næsta Barber College. Hemphill’s Barber CoUege, 220 Pacific Ave, Winnipeg. — Útibú: Re- gina, Saskatoon, Edmonton, Calgary. Vér kennum elnnlg Telegraphy, Moving Picture Operating á Trades skóla vorum að 209 Paciflc Ave Wlnnl- peg. The Ideal Plitmbing Co. Horrji Notre Dame og Maryland St Tale. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. A. G. CARTFR órsmiður GuU og silfurvöru k-aupmabur. Selur gleraugu vlf tllra hæfi prjátíu ára reyn^i 1 öllu eem að úr hringjum , g öðru gull- stássi lýtur. — O* vir vlð úr og klukkur á styttr Uma en fðlk hefir vanist. 206 NOTRE fVAMK AVE. Sími M. 4520 - Winnlpeg, Man. J. J. Swanson & Co. Verzla með fa.teignir. Sjá um leigu á húsum. Ann.st lám og eld'sábyrgðÍT o. fL 808 Paris Buildlng Phone Main 2506—7 Gs&H. TIRE SUPPLY CO. Sargent Ave. & McGee St. Phone Sher. 3631 - Winnipeg Gert við bifreiðar Tires; Vulcanizing og retreading sér- stakur gaumur gefinn. pað er ekkert til í sambandi við Tires, sem vér getum eigi gjört. Vér seljum brúkaða Tires og kaupum gamla. Utanbæjarpantanir eru af- greiddar fljótt og vel. Islenzk vinnustofa Aðgerð bifreiða, mótorhjðia og annara reiðhjóla afgreldd fljótt og vel Einnlg nýjir bifreiðapartar ávalt við hendina. Sömuleiðis gert við flestar aðrar tegundlr algengra véla S. EYMUNDSSON, Vinnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverstone St. Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól- Skautar smíðaðir, skerptir og endurbættir. J. E. C. Williams 641 Notre Dame Ave. Dr. R. L. BURST, • -smber of Ror 1 Coll. of Surgeons, h. g., útskrifaðv r af Royal College of Phjslclane, L» don. SérfrnðlnKur I brjóst- tauga- og kven-sjúkdúmum. —Skrtfet sor Kennedy Bldg, Portage Ave. ,4 mófe Baton’s). Talt. M. 814. Helmh' M. 2696. Tlml tU viðtata: kl. 2—-* ->g 7—» e.h. Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building Teiemons oarsy 390 Office-TíMjir: 2—3 Halmili: 776 Victor St. Telephoke OARRY aai Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftlr forskriftum lækiia. Hin beztu lyf, sem hægt er að fá, eru notuð etngöngu. þegar þér komlð með forskriftina til vor, meglð þér vera viss n:n að fá rétt það sem læknlrinn tekur til. COLCLEUGK A OO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phones Garry 2690 og 2691 Glftingaleyfisbréf seld. Dr. O. BJORNSON 701 Lindsay Building rBLEPBONBlQARRT 32s Office-tímar: 2—3 HBIMILII 764 Victor St.cet rBLEPHONE, OARRY T«3 Winnipeg, Man. Dr. J. Stefánsson 401 B»yd Building COR. P0RTi\CE ATE. A EDMOfiTOft »T. Stundar eingöngu augna, eyina. nef og kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10—12 f. b. eg 2-5 e.h,— Talsími: Main 3088. Heinrili 105 OliviaSt. Talsimi: Gariy 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Buildlng Cor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl og aðra lungnasjúkdóma. Er að finna á skrifstofnnnl kl. 11— 12 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrlf- stofu tals. M. 3088. Helmill: 46 Alloway Ave. Talsimi: Sher- v brook 3158 DR. 0. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—3 e. h. heimili; 615 Banatyne Ave., Winnipeg j — — J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donald Street Tals. main 5302. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires ætlð á reiðum höndum: Getum út- vegað hvaða tegund sem þér þarfnist. Aðgerðum og “Vulcanizing” sér- stakur gaumur geflnn. Battery aðgerðir og bifreiðar tll- búnar tii reynslu, geyrrsdar og þvegnar. AUTO TIRE VULCANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 2767. Opið dag og nótt. Dagtals. 9L J. 4T4. Næturt. St J. S«« Kalli sint á nótt og degl. DK. B. GKKZABKK, M.R.C.S. frá Englandi, L.R.C.P. fr* London, M.R.C.P. og M.R.C.S. frá M&nltoba. Fyrverandl aðstoðarlæknlr við hospital 1 Vínarborg. Prag, s| Berlln og flelri hospltöl. Skrifstofa á elgln hespítail, 416—41T Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutlmi frá 9—12 f. h.; 2—• og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigið bospftal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstvelkl, hjart- veiki, magasjúkdómum, innýflavelkl, kvensjúkdómum, karlmannasjúkdóm- um.tauga veiklun. Phones G. 1154 and G. 4775 Halldór Sigurðsson General Contractor 804 McDermot Ave., Winnipeg þá og þá vöru sem þeir framleiöa. þess vegna finst mér nútíðar að- ferð verkamanna vera auðmönn- um og gróðafélögum í hag, en fall fyrir verkamenn og alþýðu, og er það illa farið. Gamall verkamaður. “Lögberg“ er stærst og ódýrast—kauptu það. Sögur í kaupbætir. Verkstofu Tals.: Garry 2154 Heim. Tals.: Garry 294» G. L. Stephenson PLUMBER Allskonar rafmagnsáböld, svo sero gtraujárn víra, allar tegnndlr af glösum og aflvaka (batteris). VERKSTOFA: 676 HOME STREET J. H. IVI cARSON Byr ti! AUskonar Ilml fyrlr fatlaSa menn, elnnig kviCslitaumbúSlr o. fl. Talsfml: Sh. 2048. 338 COLONY ST. — WIN NIPEG. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fsienzkir lógfræBiagar, Skmfstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenne áritun: P. O. Box 1650, Telefðnar: 4503 og 4504. Winnipeg Hannesson, McTavtsh & Freemm lögfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 peir félagar hafa og teikið að sér lögfræðistarf B. S. Ben- sons heit. í Selkárk. Tals. M. 3142 G. A. AXF0RD, Málafœrslumaður 503 PARIS BUILDING Winnipeg % ==y Joseph T. Thorson^ íslenzkur Lögfræðingur Heimili: 16 Alloway Court,, Alloway Ave. MESSRS. PHILLIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trust Bldg., Winnipcg Plione Main 512 Gísli Goodman TINSMIÐUR VBRKSTCEÐI: Horni Toronto og Notre Duni Phoer t—1 Oarrr MM Ualtuills Sarry S9S A. S. Bardal 84S Sherbrooke St. Selur ltkkistur og annast um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. En.frem- ur seiur hann alskonar minnisvarða og legsteina. Heimllis Tstia - Oarry21S1 Bkrifstofu Tala. - Oarry 300, 375 Giftinga og i 1 / Jarðarfara- P*om með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR Heimllis-Tals.: St. John 1844 Skrlfstofu-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtaki bæði húsalelguskuldir, veðskuldir, vlxlaskuldir. Afgreiðir alt sem að lðgum lýtur. Skrifstofa, 255 Main Streec Hinn vitri Kínverji. Englendingurinn segir við náungann: “Hvernig líður þér ? ’ ’ Egyptinn segir við hann: “Svitnar þú iðulega?” En spurning Kínverjans er þessi: “Er maginn í þér í góðu lagi?” Og er Kínverjinn þeirra allra vitrastur. Því nf maginn er í ólagi, 'þá fylgir því ávalt vond- ur höfuðverkur, taugaveiklun, meltingarleysi og svefnleysi. Þegar þannig er ástatt, má svo að orði kveða, að fokið sé í flest skjól, og eiginlega ekkert ann- að sem hjálpað getur en Trin- er’s American Elixir of Bitter Wine, enda er það eina áreið- anlega meðalið í slíkum hættn-. tilfellum. Þar er meðal, sem hreinsar innýflin og gerir mann ungan í anda í annað sinn á fáum mínútum. — Fæst hjá öllum lyfsölum. — Triner’s Liniment er óbrigðult við gigt, máttleysi, tognun, bakverk, og bólgu og mörgu fleira. — Jos- eph Triner Company, 1333-1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.