Lögberg - 11.09.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1919.
Bls. 5
Nýtízku-heimili
Er EKKI fullkomið án
Rafmagnsvélar
Kaupið Eina Strax Með
Afborgunar-aðferðinni
Og
ókeypis vírlagnin, $15 virði
; City Light & Power
j 54 King Street
*nillHII!HIIHII!HIIIHII!HiUH!IIH!IIH!!!HIIIH!IIHIilHIIIHU!HI!IHmi1HIII!ai!IH!!IHI!!HIIIHIIIH!!IH
vera að Hallgrímur birti eitthvað
af skáldskap sínum hér eftir, þó
hann, að því er eg frekast veit,
hafi ekki gert það hingað til.
Hermenn þeir, sem verið var að
fagna í þetta sinn, voru þeir Eb-
enezer Pálsson, uppeldissonur
Gísla bónda Gíslasonar og Björg-
hildar konu hans á Gilsbakka;
Unnsteinn B. Jakobsson, sonur
Bjarna bónda Jakobssonar og
konu hans á Bjarnastöðum, og
þeir bræður pórður og Helgi, syn-
ir ólafs bónda Árnasonar og Sól-
rúnar konu hans á Gilsá. Munu
þeir allir hafa verið í herdeild
223, og voru svo árum skifti í
stríðinu.
Eftir að skemtanir höfðu fram
farið og allir sungið “Eldgamla
ísafold” og “God Save The King”,
settust menn að borðhaldi í lauf-
skála í skólagarðinum. Stóðu fyr-
ir veitingum þeim konur og ungar
meyjar bygðarinnar. Var veitt af
rausn og alúð, eins og siður er hjá
góðum íslenzkum konum. Mun
það vera eitthvað svipað hvar sem
komið er í íslenzk bygðarlög hér
vestra. Má segja að samsæti þetta
færi fram hið ánægjulegasta í alla
staði. — Mun þetta mannamót
vera með hinum fegurstu sinnar
GAT AÐEINS NÆRST A BRAUÐI
LEYSTU UPP í MJÓLK.
Og jafnvel það reyndist Charles
Meadows ofurefli.
“pegar eg byrjaði að nota Tan-
lac fyrir rúmum tveim mánuðum
síðan, vóg eg að eins hundrað og
tuttugu pund, en nú hefi eg þyngst
um átján pund og veg því eitt-
hvað hundrað þrjátíu og átta”
sagði Charles Meadows nýlega,
sem heima á að 482 Balmoral Str.,
Winnipeg, og vinnur fyrir Canadi-
an Northern járnbrautarfélagið.
“Eg man ekki upp á hár hvenær
það var" bætti hann við, “en þó
mun það vera því sem næst ár síð-
an eg fór fyrst að kðnna til heilsu-
leysis og annarar ógleði, er aldrei
áður hafði gert vart við sig. Mér
fanst allur matur ógeðslegur og
bragðillur og smátt og smátt þvarr
matarlystin, unz eg var hættur að
geta borðað nokkuð sem teljandi
var, og þverruðu þá einnig vitan-
lega likamskraftarnir að sama
skapi. petta ástand versnaði dag
frá degi, og loks var þannig komið
að eg fékk svo að segja engu hald-
ið niðri, jafnvel þó eg reyndi ekki
til að borða annað en brauðmola
vætta í flóaðri mjólk. Eg þjáðist
af áköfum höfuðverk og hafði
aldrei svo mikið viðþol að eg gæti
opnað bók mér til afþreyingar. Eg
neyddist til þess að segja upp at-
vinnu minni, og var mestan tím-
ann í rúminu, og það svo máttfar-
inn, að stundum gat eg við illan
leik skreiðst ofan í stólinn. Altaf
var eg aö reyna ný og ný meðöl,
en alt kom fyrir ekki. —
Svo bar það til einhverju sinni,
að kunningi minn sagði mér frá
sjúkdómstilfelli í Calgary, þar
sem Tanlac hafði veitt algerðan
bata. Hann rauk undir eins upp
til handa og fóta og keypti eina
flösku, og áður en eg hafði lokið
úr henni var eg þegar orðinn eins
og annar maður. Tvær flöskur
nægðu til þess að koma heilsu
minni í samt lag, og nú líður mér
eins vel, ef ekki betur, en þegar
eg var upp á mitt allra bezta. Nú
þoli eg hvaða mat, sem vera vill,
svefnleysið er gengið veg allrar
veraldar, og matarlystin orðin al-
veg ágæt. Eg kenni höfuðverkj-
arins ekki framar, og geng til
vinnu minnar glaður og ánægður
á hverjum einasta morgni. Eg er
sannfærður um að Tanlac muni
reynast öðrum mönnum eins vel
og mér, og þess vegna þori eg ó-
hikað að mæla með þvi við allan al-
menning. Eg er nú rétt í þann
veginn að útvega eina flösku fyrir
nágranna minn, sem hefir að und-
anförnu verið hálflasinn á líkan
hátt og eg var í fyrstu.”
Tanlac er selt í flöskum, og
fæst í Liggets Drug Store í Winni-
peg og hjá lyfsölum út um land,
cg hafi þeir það ekki fyrirliggj-
andi, þá geta þeir samt ávalt út-
vegað það.—Adv.
tegundar hér um slóðir. Hermenn
vorir, þeir sem eftir lifa, hafa ver-
ið að smátínast heim og sumir enda
ókomnir enn. Býzt eg við, að all-
ar bygðir vorar hafi einhvers kon-
ar fagnaðar samkomu í tilefni af
heimkomu hermanna sinna, þó að
sumar verði fyrri til þess en aðrar.
pað gerir minst til. Hitt sjálfsagt,
að öllum heimkomnum góðum
stríðsmönnum sé fagnað, þó það
verði um leið til þess að ryfja upp
harminn þunga og lítt bærilega í
sambandi við sætin auðu, sem svo
mörg hafa orðið. pað er vitanlega
hið stóra böl í sambandi við stríðið
mikla. Alt annað böl eins og
hverfandi í samanburði við það. —
Fréttaritari Lögb.
Or bœnum.
Séra Björn B. Jónsson hefir
tvo síðastliðna mánuði haft frí frá
störfum sínum hjá Fyrsta lúterska
söfnuði. Heilsa hans var ekki
sterk seinni partinn í vetur og
framan af sumrinu. Var það af-
leiðing spönsku veikinnar, sem
lagst hafði þungt á hann, eins og
svo marga fleiri. Mest af þessum
tveimur mánuðum hefir séra Björn
verið burt úr bænum, lengst af
suður í Bandaríkjum, en er nú ný-
kominn heim, frískur og hraustur,
eftir hvíldina sem hann hefir um
stund notið, frá sínu erfiða og
umfangsmikla verki. Er hann nú
aftur tekinn til starfa og prédik-
aði í kirkjunni á sunnudaginn var.
Að lokinni kveldguðsþjónustu
talaði séra Björn nokkur orð til
safnaðarfólksins og þakkaði fyrir
hvíldartímann, sem söfnuðurinn
hefði veitt sér, og sem orðið hefði
sér til mjög mikillar ánægju og
hressingar.' En sérstaklega þakk-
aði hann fyrir dýra og vandaða
bifreið, sem safnaðarfulltrúarnir
hefðu fært sér, þegar hann kom
heim, sem gjöf frá söfnuðinum.
Kvað henn þennan höfðingskap, og
sérstaklega góðvild safnaðarins til
sín, sér meira virði, en hann gæti
með orðum lýst. Væri þetta sér
ný og aukin hvöt til þess, með enn
meiri ánægju en áður, að leggja
fram alla sína krafta í þarfir safn-
aðarins og þess málefnis, sem
hann hefði fengið sér að vinna. —
par sem þetta var við guðsþjónustu
í kirkjunni, tók vitanlega enginn
annar en presturinn til máls. En
það mun þó rétt tilgetið, að safn-
aöarfólkið hefir alt hugsað hið
sama: Ekkert að þakka. Fyrsti
lúterski söfnuður hefir ávalt vilj-
að reyna að meta það, sem vel er
gjört og láta sér farast vel við
prest sinn. Og það er söfnuðinum
mikið gleðiefni, að fá séra Björn
B. Jónsson aftur heim til sín heil-
an og glaðan.
í síðustu viku fæddist þeim
hjónum Mr. og Mrs. Dr. Jóni
Stefánssyni sveinbarn, en urðu
fyrir þeirri miklu sorg að missa
það. pað var jarðsungið af séra
Birni B. Jónssyni.
“Wynyard Advance” segir Krist-
ján Frederickson látinn. pað var
ungur efnismaður á sextánda ári,
sonur þeirra Mr. og Mrs. J. S.
Frederickson í Kandahar. Mr.
Frederickson var skorinn upp við
botnlangabólgu, en svo illa farinn
þegar uppskurðurinn var gerður
að tvísýnt þótti um líf hans. Enda
fór það svo að veikin varð lífs-
þróttinum yfirsterkari og lézt hann
að heimili bróður síns Karls, 15.
ágúst síðastl. — pegar Kristján
veiktist, var faðir hans hér í
Winnipeg og hafði gengið undir
uppskurð hjá Dr. B. J. Brandsyni,
sem hepnaðist ágætlega.
Mr. Lárus Beck, sem lengi hefir
búið að Beckville, Man. hefir nú
látið af búskap, og er fluttur til
Gamalmennaheimilisins á Gimli.
Mr. Beck er þó enn furðu ern eft-
ir aldri, en sjónin er nokkuð farin
að bila og mun það valda mestu
um þessa nýju breytingu á kjörum
hans.
Njýan bíl (‘Chevrolet Touring’)
hafa söfnuðir séra Jóhanns
Bjarnasonar, og allmargt utan-
safnaðarfólk þar með, nýlega gef-
ið honum. Mun bíllinn hafa kost-
að $1040.00. Höfðu fjárframlögin
gengið frábærlega greiðlega og
urðu æði mikið meiri en þurfti til
að borga fyrir bílinn. Var séra
Jóhanni og konu hans afhent
nokkuð á fjórða hundrað doll. í I
peningum til að byggja yfir bíl-
inn, kaupa olíu o. s. frv. Mun það
ekki vera mjög alment, að sú pen-
inga upphæð fylgi með í kaupbæti
þegar söfnuðir taka sig til og gefa
presti sínum bíl. Pykir venjulega
nógu vel að verið þegar klerki er
gefinn bíll, þó ekki fylgi þar með
peningafálga sem þessi. Má vera
að þetta höfðinglega dæmi Ný-
íslendinga verði til þess að ýta við
einhverjum söfnuðum sem enn
ekki hafa á þennan hátt hlynt að
prestum sínum.
| ----------------------
Séra Björn B. Jónsson kirkju-
félagsforseti kom heim fyrir síð-
ustu helgi sunnan frá Minneota,
Minn. par sem hann hefir dvalið
sér til hvíldar og hressingar um
þriggja vikna tíma á heimili Mr.
og Mrs. B. Jones. — Síðasta sunnu-
daginn, er séra Björn dvaldi syðra,
prédikaði hann í íslenzku kirkj-
unni í Minneota, þar sem hann
hafði verið þjónandi prestur í
tuttugu ár. — Mannfjöldi mikill
var saman kominn við það tæki-
færi, og hafði ræða prestsins, eft-
ir því sem blaðið Minneota Mascott
skýrir frá, verið sérstaklega veiga-
mikil og lærdómsrík. — Umræðu-
efnið var Reconstruction—Endur-
reisn.
Mr. Grímur Laxdal frá Árborg
kom til bæjarins á mánudaginn
var. Með honum kom dóttir hans
Maja, til þess að leita sér lækn-
inga. Hún fór á sjúkrahús bæj-
arins í gær (miðvikudag), og var
skorin upp við botnlangabólgu.
Mr. Árni Eggertsson fyrrum
bæjarráðsmaður, kom til bæjarins
í vikunni sem leið, af aðalfundi
Eimskipafélags íslands, sem hald-
inn var í Reykjavík síðustu dag-
ana í júni. — Mr. Eggertsson kom
til New York á Gullfossi og með
honum Grettir sonur hans, er
skrapp til íslands með föður sín-
um. —
Fjölmennur fundur var haldinn
ií Winnipegdeild pjóðræknisfélags-
ins “Frói\” á þriðjudagskveldið.
Séra Rögnvaldur Pétursson flutti
erindi um Samband Austur og
Vestur-lslendinga. Auk þess tóku
til máls J. J. Bíldfell, Finnur
Johnson og Hjálmar Gíslason.
ManitobastjórninogAlþýðamáladeildin
Greinarkafli eftir Starfsmann Alþýðumáladeildarinnar.
t'trýininK illftrcsis með scpteml)cr-
plæginfru.
pcgar um er aS ræSa tilraunir til
þess a8 útrýma illgresi, þá er um að
gera a8 þekkja til hlýtar einkennl og
þroskaskilyrSi þeirra iligresistegunda,
sem útrýma skal. — þvl mismunandi
aSferSir verSur auSvitaS aS nota, und-
ir mismunandi skilyrSum. ASferSir.
sem duga til ítrýmingar á einum staS,
geta komiS aS litlu haldi á öSrum.
þaS eitt út af fyrir sig, hve korn-
skurSur fór snemma frarh aS þessu
sinni hefir þá afleiSingu, aS verja má
miklum tima I þeim tilgangi, aS und-
irbúa útrýmingu ýmsra annual ill-
gresistegunda, svo sem viltra hafra,
pigweed, hinna og þessara mustard
tegunda, sem springa út á vorin og
lifa ekki nema eina árstlS.
Einungis sárfáar af hinum annual-
illgresistegundum hafa svo mikinn
lllsþrðtt, aS þær fái lifaS hinn kalda
vetur Manitobafylkis. — þegar vetur-
inn gengur I garS, þá heltekur frostiS
ræturnar'og eru óaldarplöntur þessar
þá auSvitaS úr sögunni I bráBina.
Aftur á móti gildir ekki þessi regla,
þegar um er aS ræSa perennial, eSa
biennials illgresistegundir, eSa jafnvel
winter annuals.
Perennials jurtirnar lifa, eins og
nafniS bendir til, aS minsta kosti áriS
á enda og stundum jafnvel fleiri ár.
Rætur þeirra eru svo sterkbygSar aS
þær standast hvaða frostavetur sem
er. Til þessarar tegundar teljast
Perennial Sow Thistie, Canada Thistle,
sömuleiSis Quack eSa Couch gras.
Biennials eru tveggja ára jurtir.
Plöntur af þessum flokki byrja aS
skjóta rótum aS vorinu, eSa fyrri part
sumars, en hina fyrri árstlS ná þær
aSeins tiltölulega litlum þroska. En
ræturnar verSa nokkuð þykkar og
safamiklar, og á hinni annari árstlS,
ÞaS er aS segja næsta vor, vex jurtin
ákaflega fljótt. Næpur eru biennial
plöntur, en þó eru þær lausar viS aS
teljast til iilgresis, eSa valda nokkru
tjóni innan um annan jurtagróSur.
þá eru bæSi Winter annuals og
True annuals. Viltir hafrar teljast
til hinna slSarnefndu, verulegu annu-
als, þeir lifa meS öðrum orSum aldrei
yfir veturinn.
Stinkweed, French weed eSa Penny-
cress (nöfnin notuS jöfnum höndum)
eru Winter annuals. FræiS getur
Haldið Arineldinum
Yakandi
pAÐ ERU ENN TIL MENN, SEM HAFA SÉÐ
nágranna sina þurfa að fara langa leið til pess
að fá lánaðan eld. Og meðan á ferSinni stóS var
húsiS kalt og ekkert sem lýst gat. Fjölskyldan skalf
á beinunum, þangaS ,til sendimaSurinn kom meS
neistann.
1 dag, með kassa af
Eddy’s Eldspýtum
á hyllunni, þarf enginn að óttast, þó eldurinn
kulni út yfir nóttina; þú getur verið að heiman
svo vikum skiftir, án þess aS brjóta heilann yfir því
hvernig þú munir fara aS, er til kemur aS kveykja
í stónni.
Eldspítukiassar eru venjulega litllr, en þeir hafa stóra
þýðingu fyrlr heiminn 1 heild sinni. Og þaíS skiftir
miklu máli hvort eldspíturnar eru vandaðar eóa eigi.
Bezta tryggingin fyrir góðum eldspítum er sú, að
Eddy’s nafnið standi á kassanum.
The E. B. EDDY CO., Ltd.
HULL, Canada
Búa einnig til Indurated Fibreware
og margskonar varning úr papplr.
B-9
BLUE MBBON
TEA
Et þér er verulega ant
um að tá reglulega góðan
bolla at Te, Þá reyndu
BLUE RIBBON
Fœst hjá matvörukaupmönnum
MHIIHIHIU
lHII!HI!!HI!IH!!IH!>!IBIIIH!l!!HI!IHI!H!IIHI!H>IH!!ilH!IIH!WH!!!HIII!HltnHIIIHI!lll
Klippið þennan miða úr blaðinu
og fnrlð mcð liann tll
Mlr. H. J. Metcalfe
fyrrum forstjóra fyrir ljósmyndastofu T. Eaton félagsins
489 Portage Ave., Winnipeg. Phone: Sh. 4187
Gegn þessum Coupon fáiC þér sex myndir, sem kosta venju-
lega $2.50, fyrir einn dollar.
péa getiS undir engum kringumstæSum fengiS þessar myndir
hjá oss, nema þér framvísiS þessari auglýsingu.
TilboS þetta gildir I einn mánuS frá fyrstu birtingu þ^.tsarar
auglýsingar
Barnamyndir eSa hópmyndi^ af tveimur eSa þremur, kosta
35 centum meira.
Draping, tvær stillingar ogisýnishorn (proofs) bæta 50 cent-
um vlS ofangreint verS .
I!!!IHIIIH!!!II
blómgast I september, plantan lifir
yfir veturinn og byrjar fyrir alvöru
aS þroskast og útbreiSast I júnl eSa
júll næsta sumar.
paS er þvl I raun og veru um fjóra
plöntuflokka áS ræða: perennials,,
biennials, winter annuals og true
annuals. þegar mönnum er orSiS
ljóst til hvers af þessum flokkum ill-
gresistegundin telst, þá er auSvitaS
miklu auðveldara aS koma viS aSferS-
um þeim, sem nægja til útrýmingar.
September plæging hefir einungis
mjög takmörkuS áhrif, aS þvl er
snertir útrýmingu á perennial illgres-
istegundum. pó eru Canada Thistles
stundum eySilagSir meS djúpri plæg-
ingu rétt áSur en jarSvegurinn frýs
á haustin, og orsakast þaS aðallega
af iþvl, aS frostin drepa rótarklasa
þann, sem kominn er upp á yfirborS
jarðvegarins. En yfirleitt drepa
vetrar eSa haustfrost þó alls eigi
Perennial Sow Thistles, og þurfa
bændur þvl, þar sem um sltka illgres-
istegund er aS ræSa, aS gera tilraunir
sinar til útrýmingar I júní, júlí og
ágúst, engu siSur en I september.
September plæging nægir ekki til
Jiess aS drepa Winter annuals, vegna
þess aS fræ þeirra plantna, sem blömg-
ast, framlelSir aSra plöntu, er lifir
yfir veturinn.
En September plæging eySileggur
allar biennials, og veldur þvl einnig,
aS sé plægingin gerS nógu snemma I
mánuSinum, þá spretta hinar algengu
annuals nokkuS, og deyja I flestum
tilfellum I fyrsta vetrarfrostunum.
par sem um er aS ræSa land með
mikiu lllgresi, en sem ætlaS er til sum-
arplægingar næsta ár, þá má vinna
æriS þarft verk meS þvt aS plægja
grunt I septembermáhuSl, eSa jafn-
vel méS þvt aS fara tvisvar yfir land-
18 meS diskherfi. — þessi létta herf-
Ing er miklu hollari en djúp haust
plæging. Ýmsar annuals spretta tals-
vert viS þá plægingu, og deyja þegar
vetrarfrostin kotma, en auk þess fer
svo meS þaS fræ, sem ekki blómgast
á þessu hausti, og liggur skamt neðan
viS yfirborSiS, aS þaS verSur fljótar
til gróSurs aS vorinu. en ef þaS hefSi
legiS offanjarSar. — MeS þvl aS láta
fræiB vera mjög grunt I jörðu, blómg-
ast svo aS segja hvert einasta korn
fyrir matmánaSarlok, og næsta sum-
arplæging i júni drepur þvl nær und-
antekningarlaust hinar ungu illgresis-
piöntur.
pegar veriS er aS gera tilraunir til
þess aS hreinsa lönd og útrýma ili-
gresi, þá er sú aSferBin undir flest-
um kringumstæSum langlíklegust til
árangurs, sem veldur þvi aS fræiS
blómgist svo snemma, aS vetrar eSa
haustfrostin nái aS drepa hinar ungu
plöntur, sem upp af þeim vaxa.
Rafhreyfir og Ljósabúnaður
ENGAR bifreiðar hafa betri hreyfi og
Ijósaútbúnað en þann, sem menn geta
fengið með því að kaupa Ford.
—Rafhreyfirinn er eins sterkur og mótor-
inn sjálfur.
Hinn nýi útbúnaður er þannig gerður, að
honum má bæta inn í mótorinn, sem verið
hefir umsniðinn í þessum tilgangi. —
—Ljósabúnaðurinn er sterkur, og ávalt í
réttu samræmi við hraða vélarinnar.
Á opnum bifreiðum — Touring Cars og
Runabouts — fylgir þessi útbúnaður, EIN-
UNGIS EF ÞÉSS ER OSKAÐ.
En á yfirbygðum bifreiðum—Sedan og
Coupes—eru nýjungar iþessar ÁVALT
FYLGJANDI. "
Allar tegundirnar hafa Ford Standard
Magneto, sem kveykja án áhrifa frá
batteríinu.
Skoðið Ford bifreiðarnar með hinum nýja
útbúnaði.
Ford Runabout $660; Touring $690 i
A óyfirbygSum bifreiSum kostar þessi nýi rafljósa-
útbúnaður $100 atS auki.
Coupe $975; Sedan $1175 (yfirbygSar bifreiSar inni-
halda kostnaS þann, sem leiðir af rafhreyfingum
og ljósabúnaSinum.
VerSiS er F. O. B. Ford, Ont., og er háS stríðsskatti.
111
Ford Molor Company of Canada, Limited, Ford, Ont.
Kolaverðið Er Ennþá Að Hækka
Já, Sumar Kolategundirnar Fara Stöðugt Hækkandi
Mánuð Eftir Mánuð
VERÐ VORT ER HIÐ SAMA
og í Októbermáuuði 1918, og Vér Erum Reiðubúnir, Viðskifta-
Vina Vorra Vegna, að Taka Strax á Móti Pöntunum
Og Ábyrgjumst Núverandi Verð Vort
Double Screened Lump
$11.50 Tonnið
Double Screened Stove
$10.50 Tonnið
SENDUM KOL VOR ÚT Á ÞESSU
VERÐI TIL 31. OKTÓBER 1919
-SEM ÖLL ERU-
UPPÁHALDS-KOL WINNIPEG-BÚA
Black Diamond Humberstone
Phocnix og Marcus
Ný úr Námunni Vandlega Hreinsuð
Lang-beztu Kolakaupin á Markaðnum.
The Alberta Coal Mines, Limited
HEIÐSALA OG SMÁSALA
Aðal skrifstefa: 349 Main Street Útibú: Corydon og Osborne
Phone; Main 5400 WINNIPEG.MAN. Phone: F. R. 3508