Lögberg - 11.09.1919, Blaðsíða 4
£la. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1919.
XögbciQ
Gefið út hvern Fimtudag af Th« Cel-
umbia Preu, Ltd.,<Cor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnijjeg, Man.
TALSIMI: GAKKY 416 og 417
Jón J. Bíldfell, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
Utanáskrift til blmðains:
THE C0LUN(BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. M&n-
Utanáskrilt ritstjórans:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnipog, ^an.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriB.
iiHnmniHiiimiiiiiiHiiwiiiHiniiiiinimiiiiimiiiiimiiiiiiiiniiUiiniimuHmniniiiii
Lítið má í eyði ósœrt.
Allur gróður er í byrjun veikur og við-
kvæmur. Þegar nýgræðingurinn fer að teygja
sig á vordegi upp úr moldinni, sem legið hefir
i klakaböndum allan veturinn og sem enn er
köld, upp á móti sólunni, þó er hann óendanlega
veikur, svo veikur, að hann þolir ekki vindgust,
sé hann kaldur né hina minstu frosthélu.
Svo er það oft með hinn andlega gróður.
Hann e'r oft smár og veikur í fyrstu og því sama
lögmáli háður og gróður jarðarinnar að hann
er veikur og viðkvæmur.
Þó er þetta dálítið mismunandi, því allar
jurtir í ríki jarðarinnar eru ekki jafn viðk\ræm-
ar né heldur eru allar hugsjónir og þrár mann-
anna það. A sumar þeirra má ekki anda án
þess að þær fölni og deyi, aðrar þola mikla mót-
spyrnu og á sumum geta norðanvindarnir jafn-
vel ekki unnið.
Þjóðræknistilfinning Vestur-lslendinga er
ein af þeim hugsjónum, sem djúpum rótum hefir
náð í lífi þeirra og aldrei hefir hún kulnað út,
heldur náð fastari fótum að minsta kosti í lífi
hinna eldri manna með hverju líðandi árinu.
Og svo á síðasta vori, þegar allsherjar
Þjóðræknisfélag var myndað á meðal Vestur-
Islendinga, þá hélt maður að það mundi fá að
vaxa og þroskast óáreitt og einnig að <það mundi
fá að njóta velvildar þeirra manna og kvenna,
sem félagið vildi verða að liði.
En því var nú ekki að heilsa. Á síðasta
þingi stærsta og fjölmennasta félags Islendinga
i Vesturheimi, kirkjufélagsins íslenzka og lút-
erska, var ráðist á þetta nýmyndaða félag af
einum af prestum kirkjufélagsins, vini vorum
séra N. Steingrími Þorlákssyni, í fyrirlestri
sem hann flutti þar og sem nú er birtur í síðasta
hefti Sameiningarinnar.
Um þann fyrirlestur mætti margt segja, því
þar er víða við komið, eins og góðum prestum
sæmir. En það er ekki ætlun vor að gjöra að
umtalsefni neitt úr fyrirlestri þessum, nema
þann kafla sem fjallar um Þjóðræknisfélagið
Enda er sá kaflinn illvígastur, því þar er bein-
línis ráðist á drengskap manna með getsökum,
senii ekki hafa við neitt að styðjast annað en
ímyndunarafl fyrirlesarans, sem virðist hafa
verið einkennilega auðugt og tilþrifamikið, en
ekki að sama skapi prestlegt.
Það er sérstaklega þrent, sem virðist hafa
haft slæm áhrif á vin vorn séra Steingrím í
þessu sam'bandi.
Fyrst sameiginleg þátttaka bræðra vorra
heima á ættjörðinni í þessari tilraun vorri.
Annað hvernig stjórnarnefnd í því máli er
valin þar heima, þó einkum formaður hennar.
Þriðja formaður félagsins í Ameríku.
Hvað fyrsta atriðinu viðvíkur þá virðist
brjótast allmikil gremja út hjá honum út af því
að landar vorir á Islandi hafi látið sig varða
meira um þjóðernismálið, heldur en um ósk og
bón (kirkjufélagsins um hjálp í prestafæðinni
hér vestra, og vill höfundurinn draga út af því
það, að þeir þar heima láti sér hugarhaldnara
um oss í þjóðernislegu tilliti heldur en í kirkju-
legu.
Vér teljum jafnvel vafasamt hvort að þessi
staðhæfing sé rétt, því vér höldum því hiklaust
fram að enn sem komið er, þá höfum vér Vestur-
Islendingar notið meiri styrks frá ættjörðu
vorri á svæði kirkjunnar, heldur en á hinu þjóð-
ernislega. Frá þjóðinni heima höfum vér
fengið marga nýta menn til aðstoðar kristni
vorri í þessu landi, og má þar telja f\Tstan allra
manna þann, sem bar kristindóms og þjóðern-
ismál vor Vestur-lslendinga á herðum sér til
dauðadags, dr. Jón Bjarnason, og auk hans aðra
sjö presta síðan Islendingar komu til þessa
lands og suma þeirra ágæta starfsmenn.
En oss vitanlega hefir ekki einn einasti
starfsmaður þjóðræknishugsjónarinnar komið
frá Islandi til þess að starfa á því svæði að Dr.
Guðmundi Finnlxigasyni undanteknum, sem
kom og dvaldi hjá oss í fáa mánuði eftir ítrek-
aða ósk vora. Er þá nokkur ástæða til slíkra
ummæla eða nokkur ástæða til þess að fella
dóm þann, sem fyrirlesarinn fellir yfir þjóð
\ orri út af þessu atriði?
Vér getum ekki betur séð en að það sé reglu-
legur sleggjudómur, því þótt að þjóðin heima
hefði ekki lagt oss til neina kristilega starfs-
menn, þá hefðum vér saint átt að vera þakklátir
fyrir bróðurhug þann, sem fram kom frá þeirra
hálfu í sambandi við Þjóðræknisfélagsmyndun-
ina hér hjá oss.
Vér getum ekki betur séð, sökum þess, að
enn sem komið er, er svo náið samband á milli
kirkju vorrar og þjóðernismála, að hvorugt get-
ur án annars verið. Því vér erum fyllilega á
sama máli og Dr. Jón Bjarnason, þar sem hann
segir í ritgjörð einni frá 3913:
“Trúíbræður vorir sumir hér í álfu, sem
fyrir eigin víti eða víti forfeðra sinna hafa
glatað upphaflegu þjóðerni sínu og tungumáli,
gjöra sér far um að prédika það inn-í oss, að
vér hljótum hér að kasta íslenzku útbyrðis, og
sé þá bezt að gjöra það sem fyrst—að dæmi
þeirra. Og leitast þeir við að styðja þá prédik-
un sína og gjöra hana ísmeygilega með öðrum
eins ummælum og þessum: Annarleg tungu-
mál öll hljóta innan skamms að þoka hér fyrir
ensku, enda tefur fastheldni við tungumál út-
lendinga stórum fyrir framförum þeirra í krist-
indómi. Annaðhvort verður að rýma fyrir
hinu: útlenda tungan fyrir kristindóminum, eða
kristindómurinn fyrir slíkri tungu. Auðvitað—
segja þeir—hlýtur tungumál vort hið íslenzka
að ‘þoka líka af þeirri ástæðu. En þetta er villu-
kenning herfileg, sem fyrir hvern mun þarf að
kveða niður.”
En svo þegar að maður les áframf þá sér
inaður að þetta er eins og “preludium” eða
inn gangur að aðalefninu, því höfundurinn seg-
ir að hann þykist sjá “að böggull fvlgi rifi þar”
(skamrifi), og þessi böggull er ekkert annað en
skáldið Einar H. Kvaran — samtökin þar gjörð
til þess að Einar H. Kvaran, “lofðungur mar-
glvttumenskunnar trúarlegu og andlegu” heima
á ættlandinu, geti fengið enn betra tækifæri en
áður, til þess að senda andatrúarboðskapinn til
vor vestur.
Svo vinur vor séra Steingrímur heldur að
þjóðþing Islendinga muni veita fé svo þúsund-
i;m króna skiftir til þess að útbreiða andatrúar-
kenningar Einars H. Kvá^an á meðal vor og
þar með blekkja oss. Og ef ekki alla íslenzku
þjóðina, þá að minsta kosti stóran hluta hennar.
Því það hefir höfundi fyrirlestursins verið full-
ljóst, að engan sendimann að heiman var að ótt-
ast, nema því að eins að þingið veitti nægilegt
fé til ferðarinnar.
Og ætlar hann að Einar H. Kvarar sé svo
óærlegur, að hann mundi taka fé (þó að hann
nú gæti fengið þess ráðið fyrir samnefndar-
mönnum sínum, sem oss dettur alls ekki í hug),
sem veitt væri af alþingi í sérstökum tilgangi
og nota það til alls annars en þess, er löggjafar-
þingið sem veitti það ákvað. Annað hvort af
þessu hlaut að verða, svo framarlega að Einar
H. Kvaran hefði átt að geta gjört það, sem
honum er ætlað af fyrirlesaranum.
Vér getum ekki annað en látið í ljósi hrygð
vora yfir öðrum eins áburði og þessum, því að
svo er hann langt frá öllum sannleika og sann-
girni, og vini vorum séra Steingrími ósamboð-
ínn að Öllu leyti, að vér getum sagt honum og
þeim öðrum sem kvíðafullir eru út af þessari
sömu hættu, að svo framarlega að alþingi Is-
lendinga veiti þær 10,000 krónur, sem félagið Is-
lendingur fer fram á, þá verður það að öllu for-
J'allalausu lúterskur prestur sem heimsækir
oss fyrir hönd félagsins í ár.
Hvað viðvíkur þriðja og síðasta atriðinu
um forseta félagsins hér í Ameríku, séra Rö.gn-
vald Pétursson, þá er honum fundið það til for-
áttu að hann sé tJnítara prestur, sem ekkert
tækifæri hafi látið ónotað tií þess að útbreiða
skoðanir sínar. Og kemur þar fram sama að-
dróttunin, sem Einar H. Kvaran fær fyr í fyr-
irlestrinum, að af því að hann sé af öðru sauða-
húsi trúarlega en fyrirlesarinn og haldi henni
fram af alefli, að þá sé hann vís til þess að
bregðast trausti manna og að ekki sé honum að
treysta í öðrum málum. Þetta finst oss satt að
segja vera ófögur skoðun, svo að vér ekki segj-
um ljót. Að halda því fram að maður þurfi að
vera jábróðir til þess að hægt sé að treysta hon-
um, það finst oss vera meiri ósanngimi en
nokkru tali taki. Og ef ástæða er til að halda
þessu fram af oss í sambandi við þeösa tvo
menn, væri þá ekki eins mikil ástæða fyrir þá
að segja þetta um oss, ef t. d. lúterskur prestur
hefði orðið fyrir þessu vali? En þó efast eg
stórlega um að þeir hefðu gert það.
Ritstjóra Lögbergs er kunnugt um, að séra
Rögnvaldur Pétursson sóttist éíkki eftir þessu
emtetti. Því var á stofnfundinum þröngvað
upp á hann, þrátt fyrir mótmæli hans og ítrek-
aðar bendingar um einmitt þessa hættu, sem ef
til vill yrði notað af einhverjum til þess að
reyna að hnekkja framgang félagsins. Og þrátt
fyrir sína sérskoðun í trúmálum, þá hefir séra
Rögnvaldur Pétursson marga kósti til að bera
sem formaður slíks félags. Og enn sem komið
er getum vér líka borið um það, að hann hefir
ekki, að því er vér bezt vitum, misboðið á neinn
liátt iþví trausti er honum var sýnt, með því að
kjósa hann forseta Þjóðræknisfélagsins.
Annars væri þakka vert ef að þeir, sem
síytta vilja þessu Þjóðræknisfélagi Yefetur-Is-
lendinga aldur, gerðu það á einhvern annan hátt
heldur en þann, að hera sakir á saklausa menn,
hvort heldur að þeir eru búsettir heima á Is-
landi eða hér hjá oss.
Frjálslyndi flokkurinn í Canada.
Ef til vill hefir aldrei í sögu frjálslynda
flokksins í Canada, verið eins mikil hætta á
ferðum með framtíðareining flokksins eins og
einmitt nú.
Aldrei hefir verið meiri þörf á, að menn
skoðuðu flokksmálin með meiri einlægni, festu
og alvöru heldur en einmitt nú.
Vér segjum flokksmálin, en ekki stjórnmál-
in, af ásettu ráði sökum 'þess, að hver maður
sem hefir opin augun getur séð, að flokkarnir
skipa sér í fvlkingar til sóknar og varnar í
stjórnmálunum, á sama hátt og þeir gjörðu á
undan stríðinu.
Á sama hátt sögðum vér, og er það rétt,
nema að /því leyti að nú er talað um marga
flokka, þar sem áður var að eins um tvo að ræða.
Það er talað um Frjálslynda flokkinn, Aftur-
haldsflokkinn, Bændaflokkinn, Verkamanna-
tlokkinn, Samsteypuflokkinn og Hermanna-
flokkinn. Sex flokka, sem allir segjast ætla að
sækja fram við næstu Dominion kosningar. Og
allir vilja þeir ná völdum.
En þeir geta ekki allir náð völdum. Það
getur ekki nema einn þeirra.
En þeir geta gjört annað^ og til þess eru
sumir þeirra settir af stokkunum — þeir geta
vilt mönnum sjónir, dreift mönnum. Og það
gjöra þeir, nema því að eins að menn gái alvar-
lega að sér.
Vér teljum það víst að meiri hlutinn af
Vestur-íslendingum hafi verið og séu frjáls-
lynda flokknum fylgjandi og að þeir hafi stutt
hann með ráði og dáð, bæði í landsmálum og
fylkismálum.
En nú á stríðstímunum hefir það farið svo
hjá oss Vestur-lslendingum að vér höfum ekki
litið allir sömu augum á stríðsmálin eða réttara
sagt herskyldulögin, því að það voru þau og
ekkert annað, sem komu mönnum sem stutt
höfðu frjálslynda flokkinn alla sína æfi til þess
að synja honum um fylgi sitt, sökum þess að
hann neitáði að leiða herskyldulögin tafarlaust
i gildi, ef hann kæmist til valda.
Var það því að þúsundir á þúsundir ofan
af frjálslyndum borgurum þessa lands gengu
til kosninga í desember 1917, til þess að greiða
atkvæði um herskyldulögin og þau ein — inn-
anlandsmálin voru hverfandi í huga þeirra —
hugsuðu um ekkert annað en að eftir því sem
þeir bezt vissu, þá var frelsi og framtíð lands-
ins sem þeir höfðu tekið sér bólfestu í og þjóð
arinnar sem þeir dvöldu hjá og börn þeirra og
afkomendur áttu að vera partur af, í dauðans
voða, og þeir möttu meira skyldur sínar við
landið og þjóðina, heldur en við nokkurn stjórn-
málaflokk sem til var í landinu.
Fyrir þetta hafa þeir af Vestur-íslending-
um, sem þannig litu á málið, verið svívirtir fyr-
ir það sem nefnt er svik við frjálslynda flokk-
inn. Svívirtir fyrir það að vera í sannleika
frjálsir og láta engin flokksbönd og ekki heldur
nein vanans bönd standa á'milli sín og skyldunn-
ar háleitustu og þyngstu, sem að ríkið getur
krafist af horgurum sínum.
Þeim hefir í opinberu blaði verið valin hin
hraklegustu nöfn, svo sem “umskiftingar”,
‘ ‘ liðhlaupar ”, “ svikarar ” o. s. frv. Og þó hafa
þessir menn ekki sýnt það að þeir á neinn hátt
eða í einu einasta atriði hafi fallið frá frjáls-
lyndu stefnunni í landsmálum. Hafa ekki að-
hafst neitt til þess að þeir verðskulduðu hrak-
yrði þau og svívirðingar, sem yfir þá hafa
verið látin ganga, annað en það, að neita að
fylgja Sir Wilfrid Laurier þegar þeir álitu að
hann hefði rangt fyrir sér, og að önnur stefna,
sem þó var vanalegri innanlands pólitík fráskil-
in, væri tryggari fyrir landið og þjóðina undir
kringumstæðunum.
En það er ekki að eins á meðal Vestur-
Islendinga, sem meiningamunur út af þessu at-
rlði átti sér stað, það var innan frjálslynda
flokksins í Canada frá hafi til hafs. '
En vér vitum ekki til þess að hjá neinum
þjóðflokki í landinu hafi verið reynt eins mikið
til. þess að kveikja illyndi á milli þessara
tveggja flokka eins og á meðal vor Islendinga.
Mönnum hefir yfirleitt skilist, að til þess að
hægt sé að vinna saman, þá verði menn að nm-
gangast hver annan á aælegan hátt.. Og mönn-
um hefir líka alment skilist það að eina lífsvon-
in og eina sigurvonin fyrir frjálslynda flokkinn
í Canada var að græða sár þau sem flokkurinn
hafði beðið, en ekki að vera sýknt og heilagt að
ýfa þau upp.
Skyldum vér Vestur-lslendingar þá vera
undantekning frá þeirri reglu! Skvldi okkur
ekki geta skilist það sama? Skyldi okkur ekki
geta skilist að ef vér eigum að geta unnið frjáls-
lynda flokknum nokkurt gagn, þá þurfum vér
að vera sameinaðir?
Og skyldi okkur ekki líka geta skilist það,
að einlægni og samvinna getur ekki átt sér stað
á meðan haldið er uppi sígangandi ósamlyndi
og illyndi af einstaklingum og málgögnum, leynt
og ljóst, á bak og brjóst?
Vér bentum á það hér að framan að flokk-
arnir sem væru að foúa sig undir að sækja um
stjórnarvöld hér í landinu, væru ekki færri en
sex, og vér mættum bæta því við, þó það ætti
að vera skiljanlegt hverjum manni sem um mál-
ið vill hugsa, að afturhaldsflokkurinn og sam-
steypuflokkurinn verður eitt og hið sama eft-
ir næstu kosningar, þó að líkindum að þeir slái
sér ekki saman fyr. Ekki samt sökum andlegs
óskyldleika, þeldur af því að á meðan þeir eru
aðskildir í orði kveðnu, þá er hægara að villa
mönnum sjónir. Og svo í tilbót, ef að þeir Vildu
tala sem næst standa miðstjórn afturhalds-
flokksins eða hinum alkunna Hon. Bob Rodgers,
])á mundu þeir geta sagt frá því, að það væri
foýsna náið samhand á milli þess dánumanns og
pólitísku bændahreyfingarinnar sem, ef maður
hefði þurft nánari sannanir en maður hefir, að
sjá má af því að þegar að frjálslyndi flokkurinn
fór fram á það við bændurna í Sormont Glen-
garry kjördæminu að fojóða Hon. W. L. Mc-
Kenzie King að sækja um þingmensku þar, þá
þverneituðu þeir.
Það er því í augum uppi að frjálslvndi
flokkurinn hefir að mæta hinni grimmustu mót-
stöðu við næstu kosningar, og þarf því á öllum
sínum styrk að halda til þess að geta náð þeim
völdum á þingi þjóðarinnar, að hugsjónir þær
sem hann herst fvrir hafi nokkur áhrif, hvað
þá heklur til þess að hann nái völdunum.
Vér vildum því spyrja: Hvernig stendur á
því að þessum óeirðum er stöðugt haldið áfram
á meðal vor Vestur-íslendinga? Ekki getur
]iað verið gjört til þess að vér sem aðhyllumst
írjálslvnda stefnu í stjórnmálum getum hetur
fylgt liði voru til stugnings þeim málum og þeirn
flokk, sem fyrir þeim hugsjónum berst.
Skyldi það vera gjört til þess að dreifa oss,
svo að sigur Hon. Robert Rogers verði auð-
unnari?
Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föll-
um vér.
HERMENN!
Ávísanir og víxlar, er gildi borgun og uppbót til
hermanna í “Sterling Exchange”, verða teknir gildir
í þessum banka fyrir $4.86 2-3. fyrir sterlingpundið.
Vér sendum peninga fyrir hermenn hvert sem
er í Canada, þar sem vér höfum útibú, endurgjalds-
laust.
Wifla
Notro Ilunie Kranch—W. H. HAMII.TON, Manager.
Selkirk Branch—F. J. MANNING. Manager.
pilllBllliBIIIII
1
=
I
The Royal Bank of Canada
Höíuðstóll löggiJtur $25.000,000
Varasjóöur.. $16,400,000
Forseti ...
Vara-forsetl
Aðal-ráðsmaðu r
Allskonar bankastörf afgreldd.
Höfuöstóll greiddur $16,100,000
Total Assets over.. $460,000,000
Sir HERBERT S. IIOLT
E. L. PEASE
C. E NEItiL
Vér byrjum relknlnga vlö elnstakllnga
eöa íélög og sanngjarnlr skiimlUar veittir. Ávlsanir seldar tll hvaöa
staöar sem er fl. Tslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparlejóöslnnlögum,
sem byrja má meö 1 dollar. Rentur lagöar vlö 4 hverjum 6 mflnuöum.
WINNIPEG (West End) BRANCHES
Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manaijrr
Cor. Sarprnt & Beverley F. Thordarson, Manaser
Cor. Portage & Sherbrook R. t. Paterson, Manager
Cor. Main & Logan M. A. 0'Hara Manager.
■nnaiiimiuHiiiiHiiiiti
Members Wlnnipeg
Grain Exchange.
Members Winnipeg Grai
Clearing Assoc
and Produce
tlon.
NORTH-WEST COMMISSION CO., LTD.
Islenzkir Hveitikaupmenn
Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange
WINNIPEG, MANITOBA
Islenzkir bændur!
Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við
megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti i ár fyrir No.
1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað
er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn-
inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að
senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt.
íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið
okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar
sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um-
boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og
gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða.
Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki
stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við
það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært.
Einnig gæti iþað verið peningar í yðar vasa að við skoðum
sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að
rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað.
petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa
mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo
það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag.
petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver
líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að
einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært.
í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er
hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en
aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri
eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa.
Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um,
þegar við álítum verð sanngjarnt.
Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við
okkur, og vonum að þeir og allir íslendingar skrifi okkur, þeg-
ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf-
um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku.
Virðingarfylst.
Hannes J. Lindal,
Ráðsmaður.
1
m
iiiiiiiniiniiiiiiiiuiuiiniiniiiini]i]iiiiiiiiniHiii]iii]iiiiiiiiiiiiiHni]iiiiii!i!miii!iiiii!iiiiiiiiiiiLiiiiiinii!!!Himiiiiiiuiiiniiiiiii[iiiHnniiiiiiiniiiinimiiiiiii[i[!!iiiiiiiuiuuimiffliiiiuiiiiiiiiiiiiiK
Nýtt tímarit.
Oss hefir verið sent fyrir
nokkrum vikum tímarit eitt all-
merkt, er hóf göngu sína í Kaup-
mannahöfn þann 9. apríl síðastl.
og fjallar um málefni hinna fimm
Norðurlandaþjóða — íslendinga*,
I)ana, Norðmanna, Svía og Finna,
en sökum annríkis hefir oss eigi
unnist tími til að minnast þess
fyr. Ritið heitir “Det Nye Nord”,
kemur út vikulega o ge rritstjóri
þess maður að nafni Oscar Smith.
— Hvert hefti er 30 blaðsíður að
stærð í fjögra blaða broti og flyt-
ur margskonar fróðleik um hók-
mentir, stjórnmál og iðnaðarástand
þjóða þessara.
í hverju hefti eru kaflar um
málefni íslands, ritaðir af hr. Sig-
fúsi Blöndal bókaverði við kon-
unglegu bókhlöðuna í Kaupmanna-
höfn, og lýsa þeir skýrum skiln-
ingi höfundar á högum þjóðarinn-
ar og afstöðu hennar við um-
heiminn.
Eitt með því nýstárlegasta, sem
rit þetta flytur, mun mega teljast
það, að ritstjóri þess hefir leitað
álits nokkurra málsmetandi manna
á meðal Norðurlandaþjóðanna um,
hvort eigi geti verið æskilegt að
allir borgarar þessara ríkja, hefðu
jafnan rétt í hverju landinu um
sig, og hafa undirtektir verið
nokkuð mismunandi; fleiri þó
hallast á þá sveifina, að slíkt
mundi lítt framkvæmanlegt. Á
meðal þeirra íslendinga, er látið
hafa í Ijósi álit sitt á málinu, og
talið það allmiklum annmörkum
bundið, má telja Dr. Valtý Guð-
mundsison og prófessorana Finn
Jónsson og Lárus H. Bjarnason.
Tímarit þetta er gefið út á
dönsku og er hið eigulegasta í
alla staði. Verðið er 6 krónur um
ársfjórðunginn.
Lögberg þakkar ritið með virkt-
um, og mun við hentugleika birta
i íslenzkri þýðingu, sýnishorn af
ýmsu því, er það hefir að geyma.
Fagnaðar-samsæti
héldu norðurbygðarbúar í Geysis-
bygð í Nýja tslandi, nokkrum aft-
urkomnum hermönnum, í Lauf-
ásskóla og þar í skólagarðinum,
þ. 18. ágúst s. 1. Hófst samsætið
kl. 2 e. h. með samsöng, undir for-
ystu Gunnl. Oddssonar organista.
Mælti þá séra Jóhann Bjarnason
fyrir minni hinna afturkomnu
hermanna. En auk hans fluttu
og ræður þeir Jón Skúlason og
Sigurður Friðfinnsson. Söng
söngflokkurinn úrvalssöngva ís-
lenzka á milli. Tvö frumorkt
kvæði voru flutt á samsætinu.
Annað orkt af frú Margréti Sig-
urðsson, en hitt eftir Hallgrím
bónda Friðriksson. Var gerður
góður rómur að kvæðunum báðum,
ekki síður en að ræðunum. Um
skáldskap frú Margrétar er les-
endum blaða vorra vel kunnugt,
því við og við hafa ljóð hennar
komið í blöðunum. pað verður ekki
sagt um ljóðagerð Hallgríms.
Minnist eg ekki að hafa séð neitt
af kveðskap hans á prenti. Mun
Hallgrímur þó vera með þeim
slingari er við kveðskap fást hér
vestra. pykir honum sennilega
nóg um hve mikið er prentað af
ljóðum í blöðunum og vill svo ekki
bæta ljóðum sínum ofan á alla þá
syrpu. Kann maður oftast vel
sliku hóglyndi og yfirlætisleysi,
eir hins vegar spursmál hvort hér
sé rétt að farið, þegar um er að
ræða það sem vel er gert. Má og