Lögberg - 25.09.1919, Side 1

Lögberg - 25.09.1919, Side 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 32. ARGANGUR Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. í Ontario er maður sem heitir Nathan Crystal, og langaði hann til þess að græða peninga, eins og marga fleiri. En hann sá engan annan veg vissari til þess að ná takmarki sínu, heldur en þann að gjörast vínsali. En svo þótti hon- um of kostnaðarsamt að selja körlunum hreint brennivín, svo hann blandaði það með vatni til helminga. Einn af viðskifta- mönnum hans var eftirlitsmaður stjórnarinnar með vínsölum, og þóttu honum trakteringar þunnar. Afleiðingar var sú, að Nathan varð að borga $1000 sekt eða fara í fangelsi í sex mánuði. Nefnd sú, sem stendur fyrir móttöku hermanna í Dawson City í Yukon, hefir beðið Ottawa stjórnina um $30,000 til þess að útbýta á milli þeirra hermanna, sem komu of seint sumars heim til þess a, geta unnið sér fyrir vetr- arforða. Skólakennari einn í Hamilton, Ont., að nafni Scott Cruickshank, sem hefir verið skólastjóri við Hess Street skólann þar í bæ, hef- ir sagt af sér því starfi. Hann hefir ýmist verið skólastjóri eða skólakennari þar í bænum í 49 ár, en áður en hann kom þangað var hann búinn að stunda barna- kenslu í 15 ár. Alls er hann því búinn að kenna í 64 ár. Hann er nú 88 ára gamall. / Áður en verkamanna leiðtogarn- ir I Winnipeg voru látnir lausir, var talað um að gjöra allsherjar verkfall í tuttugu og fjóra klukku- tíma um alt land, 17. þ. m. Quebec tók illa í það mál. Verkamanna- félögin þar neituðu að taka nokk- urn þátt í því. Evrópiskir auðmenn í Banda- ríkjunum hafa gjört fyrirspurn til Sydney, N. S. um það, hvort að hægt muni verða að fá gnægð af Cape Breton kolum til þess að flytja til Noregs og annara landa í Skandinaviu og Evrópu. Mercier kardináli hefir ákveðið að ferðast til norðvesturlandsins á meðan hann stendur við hér í landi, og sérstaklega um þær stöðvar sem föðurbróðir hans Monsignor Croquet var trúboði á, þegar fátt var hvítra manna á þeim stöðvum. prjú hundruð menn frá löndum þeim, sem stríddu á móti sam- bandsmönnum og sem í varðhaldi voru hafðir á meðan á stríðinu stóð, hafa verið sendir heim til landa þeirra sem þeir komu frá. Yfirdómari Mathers í Winnipeg hefir lýst yfir því, að áttatíu og ein bænarskrá um hjónaskilnað hafi verið lagðar fram við hlutað- eigandi dómara, frá 1. janúar 1919. pessar bænarskrár eru ekki allar úr borginni Winnipeg, held- ur úr öllu Manitobafylki. Bifreiðaþjófar eru afkastamikl- ir í Winnipegborg. peir stálu 78 bifreiðum fyrstu vikuna í Septem- ber. S.S. Barnstable, sem var á leið- inni til Havana og lenti í ofveðri, fanst langt út af vanalegum skipaleiðum. Ellefu af skips- höfninni hafa að líkindum verið farnir í sjóinn, því þeir fundust ekki. Að eins einum varð bjarg- að. Haldið er að hinir hafi skolast útbyrðis. Talað er um að stjórnin í Ottawa muni bráðlega breyta ákvæði sínu i sambandi við póstþjónana, sem gjörðu verkfall I sumar. Eins og menn muna ákvað hún að þeir, sem ekki færu til vinnu innan viss tíma, sem þá var til tekinn, gætu aldrei framar vonast eftir að fá atvinnu hjá stjórninni við póst- störf. Nú er sagt að stjórnin ætli að sjá sig um hönd og afnema þetta atvinnubann. $75,000 sem verið var að flytja með eimlest frá Montreal til Halifax var rænt á þann hátt að ræningjar brutust inn í póstvagn- inn, tóku póstþjónana alla og bundu þá og létu svo greipar sópa, héldu svo áfram til næstu vagn- stöðva og hurfu þar út í myrkrið, því verk þetta var unnið að nóttu til. Talið er yíst að ræningjar WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 1919 NUMER 39 ________ þessir hafi keypt sér farbréf í Montreal og farið með lestinni til staðarins, sem þeir hafi fyrirfram verið búnir að velja, til þess að framkvæma ódáðaverkið á. Háskóli Manitobafylkis veitir sérstök verðlaun fyrir þá, sem við háskólann skara fram úr í þekking á vísindum. Nú í ár hafa þau J. Nelson Gowanlock og Eileen M. Bulman orðið jafn snjöll, og fær hvort þeirra $600 til þess að ferð- ast sér til frekari mentunar í þeim fræðigreinum. Eileen Bulman hefir ákveðið að halda til Columbia háskólans, en Gowanlock til há- skólans í Chicago. Bæði ætla þau að leggja sérstaka stund á dýra- fræði. Stjórnin í Ottawa hefir áform- að að skipa nefnd manna, sem kynni sér ástand verkamanna og athugi hinar sérstöku kröfur þeirra. Að sjálfsögðu verður þessi nefnd að ferðast um landið og hlýða á mál hermanna. Hinn nýi leiðtogi frjálslynda flokksins, Hon. W. L. McKenzie King á ekki að fá að ná kosningu til þings fyrirhafnarlaust, því sagt er að afturhaldsmenn séu búnir að stilla upp manni á móti honum. Og er sagt að það sé fyr- verandi forsætisráðherra þeirra í Prince Edward Island, Arsenault. pykir afturhaldsmönnum líklegt að hann geti dregið atkvæði Frakka, sem eru allmargir í kjör- dæminu, frá McKenzie King. pann 22. þ. m., lézt að heimili sínu, Hon. Frank Cochrane, fyrr- um járnbrautamálaráðgjafi Borden stjórnarinnar. Áður en hann hlaut sæti í sambandsstjórninni, gegndi hann ráðherraembætti 1 stjórn Ontario-fylkis. Hann varð fyrst við opinber þjóðmál riðinn árið 1905, hlaut kosningu til þings án gagnsóknar í Nipissing East, í maímánuði það sama ár. Og þrem árum síðar náði hann endurkosn- ingu í hinu nýstofnaða Sudbury kjördæmi. Hon. Cochrane var borinn í Clarenceville, Quebec árið 1851. Bretland Sir Eyre Crowe, aðstoðar utan- ríkisritari Breta, hefir verið gjörður að sendiherra Breta í æðstu nefnd (Supreme Council) friðarþingsins, í \ stað Lloyd George, sem sökum ástæða heima fyrir varð að fara.af þinginu, und- ir eins og friðarsamningunum við pjóðverja var lokið. Og var svo bundinn heima fyrir að hann gat að eins farið til Parísarborgar stöku sinnum. A. J. Balfour, ut- anríkisritari Breta, tók að sér að gegna stöðu Lloyd George, þar til samningunum við Austurríki var lokið. En þá lýsti hann yfir því að hann þyrfti að fara heim til Lundúnaborgar. Umtal hefir orð- ið um ýmsa, til þess að taka að sér þetta vandasama verk, þar á meðal Viscount Milner, Earl Curzon og Seely hershöfðingja, en sagt er að enginn þeirra hafi vilj- að bera ábyrgð á því að vera leið- togi sendinefndarinnar brezku við það, sem eftir er að gjöra á frið- arþinginu. Sir George Brown, umboðsmað- ur Canada Kyrrahafsbrautarfé- lagsins í Evrópu, hefir lýst yfir því að orðrómur sá, sem frá pýzkalandi kemur um að félagið ætli að byrja nú þegar á beinum skipaferðum frá Quebec og til Hamburg, sé ekki á neinu bygður. Minnisvarða ætla Bretar að reisa þeim úr her lands síns, sem féllu við Ypres, og á það að vera kirkja sem bygð sé í Lundúnum. Á veggi hennar á að grafa nöfn allra þeirra Breta sem féllu, og einnig nöfn allra fylkinganna brezku, sem þátt tóku í þeirri or- ustu. Bænarskrá er verið að undirrita i Lundúnum þess efnis, að fá tíma þann styttan, sem Canadamenn verða að sæta fengelsisvist, þeir er þátt tóku í óeirðunum í Evrópu. Eins og menn muna voru þeir dæmdir í tólf mánaða fengelsisvist fyrir þá þátttöku sína. Tvær persónur, Frank Gardner frá Canadiska hjúkrunarhúsinu í Shorncliff og stúlka sem þar var stödd frá Lundúnaborg, fóru á sjó út á listibát sér stil skemtunar. En þegar þau voru komin tvær mílur undan landi kom eitthvað fyrir svo að bátnum hvolfdi. En bæði Mr. Gardner og Miss Hoff- man kunnu svo mikið til sunds að þau gátu komist á kjöl og haldið sér þar. Margt af fólki var í fjör- unni og sá slysið, og voru sex bát- ar settir fram, og sumir þeirra mannaðir með efldum sjómönnum. En ein af þessum sex sem settu fram báta til hjálpar var stúlka 16 ára gomul. Hún var ein síns liðs, en svo knálega sótti hún róð- urinn að bátur hennar skreið fram úr hinum fimm. Hún náði fyrst til bátsins sem á hvolfi var og persónanna, sem fyrir slysinif urðu. Var þá Miss Hoffman svo aðfram komin að hún mátti ekki mæla. Stúlka þessi, sem heitir Irene Sayers, bjargaði báðum úr lífsháskanum, settist aftur undir árar og réri til lands, og þegar hún hafði skilað skipbrotspersón- unum á land og brýnt bát sínum, þá leið hún í ómegin. Lincolnshire bar fram breytingu við hin nýju byggingarlög Breta í lávarðadeildinni, þess eðlis að þeim mönnum sem héldu landeign- um á leigu, væri veitt leyfi til þess að setja til síðu alt að 10 ekr- um til húsabyggingar, þar sem svo hagaði til að lönd þau lægju að bæjum eða borgum. Breyting þessi var samþykt. Og sýndi Lincolnshire lávarður það að hon- um var alvara, með því sjálfur tafarlaust að lýsa yfir því, að hann væri fús til þess að afhenda 10 ekrur á 20 stöðum, sem hann ætti land á, 200 ekrur í alt. Sagt er að landeign lávarðarins í Lincoln- shire sé $350 virði hver ekra. Lerhulme’s lávarður, sá er keypti eyjuna Lewes, sem er ein af Hebride eyjunum, hefir nú mynd- að tvö félög, annað þeirra með $1,000,000 höfuðstól, og á það að framleiða áburð úr fiskislori og úrgangi úr fiski. Hitt félagið er sterkara og stærra með $2,500,000 höfuðstól, og skal því fé varið til botnvörpunga kaupa, sem gangi til fiskjar norður í höf. Er það gert bæði í gróða skyni, og eins til þess, að lávarðurinn þurfi ekki að vera upp á aðra kominn með verkefni handa áburðar verksmiðj- unni. — Fleiri framkvæmdir eru og í vændum frá eigandans hendi þar á eyjunni, svo sem frystihús, hafnarbryggjur og járnbraut frá aðalhöfninni og til Stomoway, sem er höfuðbærinn á eyjunni. — Lyja þessi, sem er 195 ferhyrn- ingsmílur á stærð, var keypt af Sir James Matheson 1796 fyrir $950,- 000. Ekki vitum vér hvað nýi eig- andinn gaf mikið fyrir hana. 4 í Glasgow á Skotlandi voru seld £55,942,367 virði af “War bonds” frá 1. október 1918 til 18. janúar 1919. 1 Edinburg voru seld á sama tíma £41,905,932 virði og í Leith fyrir £4,045,870. En í bæn- um Duns jafnaði þátttakan sig upp með £342 á mann (710). Veðurblíðan sem verið hefir á írlandi undanfarandi, hefir gefið mönnum þeim, sem eru að vinna við að bjarga fjármunum úr Laurentic undan Donegd strönd- inni sérstakt tækifæri til þess að njóta sín við björgunarverkið. Sagt er af þeim, sem þykjast vita, að þeir séu nú búnir að ná $5,000,000 af gulli úr skipinu á hafsbotni, og ef veðrið helst, er talið víst að þeir muni geta náð því öllu saman. En það var, eins og menn muna $15,000,000 virði, mest i stöngum. Bandaríkin í nærri mánuð hefir um tvö hundruð leikhúsum verið lokað í New York borg. Ástæðan hefir verið verkfallið, sem leikfélögin, eða leikfólkið sem í leikfélögunum er gjörði og sem nú hefir staðið nálega í mánuð. Nú er því þó lok- ið, og unnu leikendurnir nálega alt sem þeir voru að berjast fyrir. Átta menn voru teknir fastir og $100,000 virði af ópíum, sem þeir höfðu í fórum sínum gjört upptækt af tollþjónum stjórnarinnar. 12. ágúst s. 1. .ai vikadrengur einn, sem vann fyrir verzlunarfé- lag í Wall Street í New York, sendur með $178,000 virði af Liberty bonds, sem hann átti að skila á vissan stað í borginni. Drengurinn kom ekki til þess slaðar og ekki heldur verðbréfin og hefir til hvorugs spurst, hvorki drengsins né verðbréfanna síðan, þó leitað hafi verið alstaðar. — Nú í vikunni sem leið fanst lík af dreng í Millford, Conn., og af mynd sem fanst í vasa hans þekt- ist, að þetta var sami drengurinn sem horfið hafði frá New York. En til verðbréfanna hefir ekki spurst. Miljónamæringur einn frá Ashtabula, O. hefir frá mikilli raunasögu að segja. Hann segir að sér hafi verið stolið af ein- hverjum þorpurum og að þeir hafi farið með sig á einhvern afvikinn stað, og að þar hafi sér verið hent ofan í daunillan og dimman kjall- ara og látinn dúsa þar með öðrum fleirum, sem illa hefðu verið leikn- ir, í meir en viku, og að svo hafi $2,400 verið stolið af sér í tilbót. Mörgum sem vinna í hæðstu byggingunum í New York brá heldur en ekki í brún morgun einn í vikunni sem leið, þegar þeir komu til vinnustöðva sinna. Eins og gefur að skilja fer fólk þetta alt í lyftivélum frá neðsta gólfi og upp á loftin þar sem það vinn- ur. En þennan morgun stóðu lyftivélarnar allar kyrrar, því þeir sem rendu þeim höfðu gjört verk- fall þann sama morgun, svo nú varð fólkið að ganga upp stigana, sumt upp á fertugasta og annað loft. J?að hefir víst ekki kvartað um líkamsæfingarleysi þá dagana. Neðri málstofa Bandaríkja- þingsins hefir samþykt að hækka iaun allra póstþjóna um $150 á ári. Ole Hanson, fyrverandi borgar- stjóri í Seattle, Wash. hefir lýst yfir því að hann ætli að sækja um forseta embættið við næstu for- setakosningar. > 30,000 karlmenn sem vinna við kolagröft í Lackawanna dalnum hafa gjört verkfall. Konungshjónin belgisku eru væntanleg til Washington í októ- ber. Verða þau gestir forseta- hjónanna í þrjá daga, sem þau ætla að dvelja í borginni. Iðnaðarþing he w Wilson for- seti Bandaríkjanna boðað. A það að haldast í Washington frá 5. til 10. október. í ræðu sem Wilson forseti hélt í Sioux Falls, S.D. í sambandi við friðarsamninganp., sagði hann að þýzksinnuðu mennirnir í Banda- ríkjunum væru aftur að reka upp hausana. Andarungar i tugum þúsunda, sem ekki gátu flogið, fundust á sléttunum í Richmond County, Montana. Orsökin var sú að vatn eitt, sem Lax Lake er nefnt, var þurkað upp. En þar voru endurn- ar vanar að unga út. öllum drengjum sem hægt var að ná í var smalað saman, tll þess að bera ungana til Yellowstone árinnar eða að smávötnum, svo að þeir gætu þrifist. í sambandi við yfirheyrslu J. Odgen Armour, miljónamærings- ins alkunna í Chicago, út af dýr- tíðarástandinu, sagði hann að verkafólkið notaði hin auknu laun sín til þess að kaupa þann allra dýrasta skófatnað, sem til væri á markaðinum, þar sem hann væri sjálfur með á fótunum margbætta og sólaða skó. Sem svar upp á þetta sendu verkamannafélögin honum nýja skó. Armour lét sér | ekki bylt við verða, skrifaði um hæl og þakkaði fyrir sendinguna, ! og bætti við: “En því að láta | staðar numið við eitt par af skóm? i pví ekki að senda mér alklæðnað? i Eg er ekki þurftarfrekur í þeim I efnum, því eg álít að föt eigi að notast til skjóls, fremur en til i stáss. Eg læt mér nægja sömu ! yfirhöfnina í tvö ár, og það er ein- j mitt í ár sem eg þarf að fá mér jvfirhöfn. pið þurfið ekki að kaupa mér hatt, því hatturinn minn. sem j eg er búinn að brúka í fimm ár, j er ekki enn útslitinn, og með góðri j meðferð getur hann dugað mér enn j nokkuð. Vanalega gjöri eg mig ónægðan með tvennan klæðnað á 1 ári, og þið þurfið ekki að borga meira en $75 fyrir hvorn, því eg , kæri mig ekkert um fínheit. pað annað sem eg þarf er $3 strá- hattur, sex skyrtur á $5 hver, ' Hú hálsbindi á $1 hvert, sex nær- föt, vil heldur að það sé nokkuð í af baðmull í þeim, 24 pör af sokk- um og tíu pör af silkisokkum, sem j eg nota við sérstök tækifæri. Um j vasaklúta og annað smávegis þurf- I ið þið ekki að hugsa, því eg hefi næsta nóg af því dóti.” Lögregluþjónn, Nierman að nafni, var að grafa í jörð á bak við íveruhús sitt í Jackson í Mich. og fann hann þar steinrunninn mann, þrjú fet í jörðu. En þar sem maðurinn fanst var áður höll, sem hafði verið færð í burtu eða verið jafnað við jörðu. Maður þessi eða mumia segja þeir að hijóti að vera afar gamall, eldri heldur en sagan. Maður þessi hefir verið feikilega stór, fótleggir hans eru sex fet á lengd og arm- ieggir fjögur, og eftir því hefir allur vöxturinn vegið. Andlitið hefir verið kringlótt og ásjónan flöt. Hörundsáferð er slétt og likist skinnið að lit brúnu leðri. 1 brjóstinu stóð spíta, sem var fúin. Fundur þessi hefir vakið allmikla eftirtekt og hafa menn komið úr öllum áttum til þess að skoða þennan steingjörfing, og sumir þeirra hafa boðið Mr. Nierman eins mikið og $20,000 fyrir hann. Ben B. Lyndsay dómari í ung- linga dcmsrétti í Denver, Cal. var dæir.dur í átta mánaða fang- elsi fyrir að neita að segja frá því fvrir rétti, hvað drengur einn hefði sagt sér í trúnaði í unglingarétt- inum. Móðir drengsins var kærð fyrir að hafa skotið mann sinn og föður drengsins. En drengurinn bar það fyrir réttinum, að hann hefði verið að reyna að ná marg- hleypu af móður sinni, sem hún hefði haldið á þegar skotið hljóp af, sem varð föður hans að bana. En svo hafði réttur sá sem yfir- heyrði konuna hugmynd um að drengurinn hefði * sagt Lyndsay dómara alla þessa sögu, þegar hann hefði verið kallaður fyrir þann rétt. Var dómarinn því kall- aður fyrir rannsóknarréttinn og beðinn að segja þar frá hvað drengurinn hefði sagt honum um þessi mál, og sjá hvort framburð- ur hans bæri saman í báðum stöð- unum. En Lyndsay dómari þver- neitaði og sagði: “Eg hefi aldrei misboðið trausti drengja þeirra, sem hafa treyst mér, og skal aldrei gjöra það.” Frá öðrum iondum. Forsætisráðherra Pólverja Pad- erewski, hefir gefið út ávarp, þar sem hann segir að pjóðverjar sem tapað hafa á vestur vígstöðvunum séu nú í óða önn að æsa menn til ófriðar í Silesiu, austur Prúss- landi, Lithuaníu og í Minsk hér- aðinu. í læknifræðilegum ritum sem út eru gefin á pýzkalandi er verið að skora á lækna að gjörast læknar í her Rússa. Góð laun eru boðin og loforð um að þeir sem vilja skuli fá að taka heimilisréttar- land í Rússlandi. Blöð Bolsheviki manna í Rúss- landi staðhæfa að nefnd sú á Tyrklandi, sem nefnist framfara og félagsnefndin og í eru hinir yngri og áhugameiri menn þjóðar- innar, hafi tekið að sér málstað Bolsheviki manna og séu teknir að tala máli þeirra með krafti í Litlu- Asíu. Óvænt og flestum á óvart kem- ur einn af sterkustu og bezt virtu sonum Rússnesku þjóðarinnar fram á sjónarsviðið, maður sem meira bar á heldur en nokkrum öðrum manni á Rússlandi fyrstu þrjú árin sem stríðið stóð yfir og sem var margsinnis sagður dauð- ur, það ér stórhertogi Nicholas Nicholaievitch, föðurbróðir keis- arans sem var, og hafði enginn frétt neitt um hann frá því að Bolsheviki menn sendu hann til Crimea. par til að frétt sú kemur frá Stokkhólmi, að hann væri kominn þangað og hefði komið frá Lundúnum, til þess að taka þátt í að undirbúa áhlaup, sem Rússar og sambandsmenn eru að tala um að gjöra á Petrograd. Fréttin segir að hann hafi komið til Stokkhólms í dulargerfi og farið þaðan í því aftur. Mönnum þykir ólíklegt að Nicholas Nicholaiexitch hafi farið að skifta sér af þessum málum, nema því að eins að hann hafi þar tögl og hagldir. Menn álíta að hann muni ekki verða neins manns eða neins flokks und- irtylla, heldur muni hann vera í þann veginn eða kannske búinn að taka við yfirstjórn Rússa á móti Bolsheviki flokknum. Og í þess- ari frétt er því haldið fram að hann sé enn óskabarn Rússnesku þjóðarinnar og að fólkið muni fylkja sér undir merki hans í hundrað þúsunda visi. — Hvað Nicholas mundi gera eftir að hann væri búinn að ná völdum er annað mál, og vantrúarmennirnir sem bezt þekkja hann, mundu heldur ekki kæra sig um að spá neinu um það. En að ráða niður- lögum Lenine að minsta kosti stjórnarfarslega, fyrst og fremst, og láta svo framtíðina ráða, virð- ist hafa verið takmark hermála- fundarins í Stokkhólmi. 110,000 bændur í mið og á vest- ur Frakklandi á fundi í Boiles, mótmæltu harðlega að verð yrði sett niður á vörum, sem snerti að eins einn flokk manna, bænda- ílokkinn, og létu í ljósi að sú iðn- aðargrein væri í yoða ef hún yrði lögð i einelti. Auðmaður einn i Kína, Tan Kah- Ki að nafni hefir gefið $4,000,000 til þess að byggja háskóla í Amoy í Kína. Byggingin sjálf á að kosta 500,000, 400,000 á að nota til þess að kaupá kensluáhöld og önnur áhöld sem skólinn þarf á að halda, og til vísindalegra tilrauna í sam- bandi við hann í akuryrkjuvísind- um. $100,000 er ákveðið að skuli ganga til þess að mæta bráða- byrgðar kostnaði við skólahaldið. En 3,000,000 er ákveðið að leggjast skuli á vöxtu og að árlegir vextir af þeirri upphæð, sem eru áætlað- ir að vera $120,000, gangi til þess að borga starfsrækslukostnað. — Háskóli þessi á að vera fullgerður eftir 2 ár og tekinn til starfa Ólagið eykst milli Hollands og Belgíu. — Full- trúasamböndum slitið. Eins og kunnugt er, þá hefir verið grunt á því góða milli Hol- lands og Belgíu upp á síðkastið. Nú kastar þó fyrst tólfunum, með því að ríki þessi hafa opinberlega slitið öllum fulltrúasamböndum sín á milli. Höfuðorsök óánægj- unnar kvað vera sú, að Belgíumenn krefjast endurskoðunar á samn- ingnum frá 1839, sem veitti Hol- lendingum allvæna sneið af landi, 3unnanvcrt við ána Scheldt, ásamt flákum eigi all litlum í Limburg fylkinu, er liggur milli Belgíu og pýzkalands. Belgíska stjórnin byggir kröf- ur sinar á því, að þjóðin þarfnist maýgfalt frekara öryggis, að því er snerti landvarnirnar, en nú eigi sér stað, jafnframt því, sem heiður þjóðarinnar krefjist þess, að hin mikla verzlunarborg Ant- werp, verði losuð við öll þau við- skiftahöft, sem bæði sjálfrátt og ósjálfrátt hvíli á henni um þessar mundir af völdum Hollendinga. — Belgíumenn halda því fast fram, að sökum sinna miklu eigna í Suð- ur-Limburg, séu þeim héruðin sunnan við Scheldt, beinlínis ómissandi. Sagt er að til málamiðlunar, hafi Belgíumenn komið fram með þá uppástungu, að í stað þessara umræddu landflæma, skyldi Hol- land fá til eignar og umráða, nokk- ur þýzk héruð, þar sem hollenzk tunga er töluð. — En af síðustu fréttum að dæma, hafa allar sam- komulagstilraunir farið út um þúfur, og nú hafa ríki þessi slitið viðskifta og fulltrúasamböndum þeim, sem þjóðir eru vanar að hafa sín á millum á friðartímum, til gæzlu sinna persónulegu hags- muna. — Stórkostlegt Verkfall í járnsmiðjum Bandaríkjanna. Á mánudagsmorguninn var gjörðu margir af þeim, sem við járnsteypuverkstæði í Bandaríkj- unum vinna verkfall. Leiðtogar verkamanna segja að 286,000 manns hafi tekið þátt 1 verkfallinu fyrsta daginn, og hef- ir verkfall verið gjört í þessum ríkjum: Pensylvania, Ohio, Illi- nois, Indiana, Minnesota, West Virginia, Wisconsin, Colorado og Albama, og hefir verkfall verið hafið í 145 verkstæðum. Kaupgjald sem borgað var, eða borgað er í þessum verksmiðjum er lægst fyrir algenga verkamenn $3.50, en hæst $6.00 á dag. Fyrir handverksmenn eða menn, sem hafa numið iðn sína, lægst $7, en hæzt $18 á dag. Ástæðan fyrir þessu verkfalli er sú krafa verkamanna að vinnu- veitendur viðurkenni rétt verka- manna til að hefja samtök og mynda félög til þess að bæta kjör sín, bæði að því hvað kaupgjald og aðbúnað við vinnuna snertir. Ennfremur krefjast verkamanna fálögin þess, að verkveitendur við- Urkenni rétt verkamannafélaganna eða stjórna þeirra, til þess að semja fyrir hönd félagsmanna við verkveitendur um kaupgjöld, lengd á vinnutíma og hvað annað, sem lýtur að velferð félagsmanna. Er þetta nákvæmlega það sama og þeir menn fóru fram á, er á járnverkstæðunum unnu hér í Winnipeg og verkfall gjörðu síð- astliðið sumar. Víða hafa óeirðir átt sér stað, og hefir herliðið verið kallað út, til þess að skakka leikinn. Sagt ,er að á öðrum degi sem verkfallið stóð, þá hafi níu menn verið drepn- ir og margir særst. Frá tslandi. Stærstu málin eru ekki enn kom- in fram í þinginu frá nefndunum. en á næstu dögum eru væntanleg nefndarálit um stjórnarskrá og fjárlög. Frá launamálanefnd er álitsskjal nýkomið fram, og innan skamms væntanlegt nefndarálit frá meiri hluta milliþinganefnd- arinnar í fossamálinu. — 1 stjórn- arskiftamálinu hefir ekkert gerst enn, svo kunnugt sé. — Gert er ráð fyrir, að þing standi yfir fram undir septemberlok. Annan ágúst kom hingað nýr botnvörpungur, Gylfi, eign Magn- úsar Magnússonar o. fl., en skip- stjóri Jóel Jónsson. petta er þriðji botnvörpungurinn sem bæt- ist í fiskiflotann síðan losna fór um viðskiftin og er hann smíðað- ur í pýzkalandi í upphafi ófriðar- ins, en hefir verið í förum fyrir þýzku stjórnina síðan. Gylfi er stærstur íslenzku botnvörpung- anna, 350 brúttólestir, 150 feta langur og 25 feta breiður með 550 hestafla vél. Hann kvað vera vel bygt skip og vandað að öllum út- búnaði. — Nýlega er líka komið hingað vélskipið Víkingur, eign h. f. Norðri, skipstj. Friðrik Björns- son. pað skip er smíðað í Dan- mörku og er burðarmagn þess um 100 smálestir, en það gengur fyrir 120 hestafla Thorvél. pað er einkum ætlað til síldar- og sel- veiða, en verður þó haft eitthvað í förum fyrst um sinn. Nýlega er komin út kvæðabók eftir Höllu Eyjólfsdóttir á Lauga- bóli. Selveiðaskipið Kap Nord er ný- komið hingað, bilað, en með 1200 seli. Annað selveiðaskip kom skömmu seinna, með 800 seli, og það þriðja kom 2. ágúst og með 500 seli. — Eva, sementskip til Garð- ars Gíslasonar, kom um líkt leyti. — ísland fór héðan 31. júlí, með fjölda farþega, þar á meðal próf. L. H. Bjarnason og E. Briem yfir- dómara, sem eru fulltrúar ís- lenzkra lögfræðinga á lögfræðinga fundi Norðurlanda. — Botnvörp- ungurinn Vínland kom 1., og hafði selt afla sinn fyrir 2400 pund. — Gullfoss kom 4. ágúst og með hon- um knattspyrnumennirnir dönsku, sem áður hefir verið minst á, og kvikmyndaleikararnir, sem ætla að “filma” Sögu Borgarætt- arinnar. 1 síðastliðnu hausti sneri Bún- aðarfélag íslands, ásamt búnaðar- samböndunum, sér til kaupmanna og kaupfélaga með óskum um sam- skot til styrktar þeim, er verulegt tjón hefðu beðið af Kötlugosinu. Pylgir hér skýrsla yfir þær fjár- hæðir, er Búnaðarfélagið hefir veitt móttöku: Bræðurnir Proppé, Rvík kr. 440, Pöntunarfélag Rauða- sands 200, Kaupfél. Borgarfjarðar eystra 57, Sláturfélag Skagafjarð- ar, Sauðárkr. 1350, Karl Guðmunds son, Stöðvarfirði 100, Eggert Briem frá Viðey 100, Kaupfél. pingeyinga, Húsavík 2500, Kaup- fél. N.-ping., Kópask. 2500, Kaup- fél. Langanes., pórsh. 156, Kaup- fél. Borgarf., Borgarnesi 400, Hartm. Ásgrímsson, Kolkuós 120, Kaupfél. Hvammsfjarðar 920, Guðm. Bergsteinsson, Flatey 300, Kaupfél. Króksfjarðar 208, Kaup- fél. V.-Húnavatnss. 1552.69. Sam- tals 9019.69. — Hér með er skorað á alla þá, er kynnu að vilja leggja sinn skerf til þessara samskota, að senda upphæðina til Búnaðarfé- lags Islands fyrir lok september- mánaðar. — Tjónið er svo mikið, að það verður aldrei að fullu bætt með samskotum, en mikilvægt værl að geta styrkt svo um mánaði þá, sem harðast hafa orðið úti. —Lögrétta.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.