Lögberg - 01.01.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.01.1920, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUADGINN 1. JANÚAR 1920 Verð) vors að gelslum Vegi ltfsins ft P- P- P. asagsassgggsagssassaasggagsra Grí msbakkady sin. Frásaga eftir Karl Andersen. Guðmundur Þorláksson íslenzkaði. Allir voru hissa á þessu starfi Helgu, og eng- inn vissi ‘því hún gjörði þetta. Heimafólkið bar ósjálfrátt einhverja lotningu fyrir þessu starfi, og bölvunin, sem bjó yfir þessum stað, >hvarf smátt og smátt í burtu í augum þeirra, af því að sak- laust barn gjörði sér far um að afnema hana. Ferðamennirnir úr hinum sveitunum urðu forviða Hvað var orðið af Grímsba'kkadysinni ? þeir urðu sjálfsagft að vera komnir fram hjá henni. Nei! það gat ekki verið; “ og grasið, sem hérna er,” sögðu þeir, “Ihér var þó ekki stingandi strá fyrir nokkrum árum síðan.” Besti áfangastaður \;ar kominn kringum bóliim. Það var ekki einungis dysin, sem tók stakka- skiftum á ‘þessum tíma. Það var líka Helga sjálf. Hún tók andlegum og líkamlegusm þroska, og honum fögrum, á þessum missirum. Fegurð og líf reyndi hún að veita náttúrunni, en náttúran galt henni í sömu mynd, án þess hún vissi af því. Blómin sem hún gróðursetti ó hólnum, gátu á sinn hátt af sér ný blóm í hjarta hennar. Þá var fjarri, að hún lifði eingöngu fyrir blómin, hún lifði á fögrum og bliðum draumi svo sem utan við heiminn, því að hún lét sér eins annt um hin dag- legu störfin fyrir þetta, og svo var hún bráðþroska að þegar amma hennar dó, þá gat hún tekið að sér að vera fyrir búinu, og gjörðist stoð og stitta föður síns bæði í blíðu og stríðu. Eitt sumarið kom á eftir öðru, og alltaf var umferðin, en enginn hljóp nú lengur af baki til að kasta steinum í dysina, Jrví nú var hún orðin öll að grasivöxnum hól; alltaf gréri lengra og lengra í kring um hólinn — og Grímsbakkadysin og holtið í kring var orðið að fögru grösugu túni. Svona leit það út eitt vorið í maímánuði. Fyrsta siglingin frá útlöndum var nýkominn. Þessi tíðindi spurðust brátt um sveitirnar, og þar með, að Þorvaldur frá Fagradal væri kominn með skipinu. Hann hafði verið við háskólann í Khöfu og hafði nú lokið námi sínu þar með besta vitnisburði. “Það verður einhverntíma maður úr honum Valda litla,” sagði móðir hans, þegar hún heyrði að hann var kominn úr siglingunni. “Hafið þið hugsað uppá nokkra handa hocum,” sagði grannkona hennar, sem einmitt var komin þegar fregnin barst, Það skyldi þá vera hún Elín dóttir amtmannsins okkar, því lægra hugsar hann víst ekki, get eg nærri..” “ Jú! það íheld eg nú líka,” sagði móðir hans “Annars fær hann víst sjálfur að náða giftingunni sinni. Það er raunar ekki þar fyrir: Það giptiSt víst engin niður fyrir sig, sem á hann. Faðir hans sat hjá, og hlustaði á þetta samtal. Honum líkaði samtalið vel, og var konu sinni alveg samþykkur, enda þó hann gæfi sig ekki fram í það. Þessu næst var farið að týja sig til ferðar, að sæfeja Þorvald. Besitu reiðhestarnir voru valdir til þessarar ferðar og allt var búið út sem falleg- ast að verða mátti. Magnús gamli var aldrei vanur að verða u]ipnæmur, þótt eítthvað kærni fyrir, og þó fór honum að verða heitt um hjarta- ræturnar, þegar hann hugsaði til alls þess heið- urs og ununar, sem hann hafði af þessum einka- syni sínum Hann 'klöknaði líka af gleði, þegar hann sá Þorvald. Hann var nú orðin hár og karlmannlegur maður, fluglærður, í frakka og klæðisfötum með hvítt um húlsinn, en ljóshærður og hrofckinhærður var hann ennþá og sami mál- rómurinn, sem áður. “Guði sé lof, eg sé þig eins og þú varst, þegar eg sigldi,” sagði Þorvaldur. “Eg þakka þér, faðir minn, fyrir alla föðurlega góðvild og ástríki við mig, allt fram á þennan dag.” “ Sjálfþafckað! ” sagði Magnús, og faðniaði son sinn að sér. Meira gat hann ekki sagí, en tárin runnu niður eftir kinnum hans. Þau sögðu Þorvaldi meira, en orð hefðu getað í ljós látið. Þeir feðgar riðu nú báðir heimleiðis. Þor- valdur reið ennþá gráum hesti. því faðir hans bafði vel munað eftir, hvernig reiðhesturinn Itans var litur. Margt var nú að tala um, því að langt var síðan þeir skildu, og Þorvaldur fór fyrst að læra, og margt var breytt og nólega alt, sem sem mannahendur náðu til. En náttúran var sií sama. G rímsöakha fjallið var sama sem það hafði fjörðurinn sami, og æðarfuglin sat þar en á hólm- unum, eins og áður. “Hvar erum við nú, faðir?” spurði Þorvadur. “Mér finst að eg kannist hérna við mig?”1 Framh. Dökkálfar og Ijósálfar. JÓLASAGA Rituð af J. II. Lindal. Veðrið hafði verið indælt alla jólaföstuna, sér- staklega tvær síðustu vikumar, svo að jörðin var alauð, nema hvað kolmórauðar fannir lágu í gilj- um lakja og djúpum lægðum í hlé við hóla og hæðir; þar höfðu þær hlaðist saman í stórhríðun- n.rri í nóvember-mánuði. Höfðu þessar fannir á- sett sér að liggja þar allan veturinn. Berglindimar, sem annars eru hreinar of tærar eins og kris’tallinn, voru nú dálítið skola- litar af seitluvatni því, sem sitraði úr bökkunum ofan í’þær. Það var á aðfangadag jóla, að Ami á Blöndu- bafcka og Ragnhildur kona hans, ástmt öllum börn- unum, sátu að miðdagsverði. Þegar þau höfðu lokið við máitíðina, segir húsfreyja við bónda sinn: “Þú hefir efcki mjög annrífct í dag, góði minn. Viltu ebki sitja inni dálitla stund, að sfeemta bömunum með skrítlum eða sögu? Beta litla er alt af tala við mig um jólin. Hún jafnvel tefur mig.” Arni talar til barnanna, sem voru fimm að tölu. Siggi var þeirra elztur, 10 ára, og Beta yngst, á þriðja árinu, og segir: “Viljið þið koma inn hingað?” og opnar svefnherbergi hjónanna. “Já,” segir Gunna; hún var ætíð ör í til- svöram. Þegar Ámi er seztur niður og öll börnin hafa hópað sig í fering um hann, hóf hann sögu sína á þessa leið: “Á Breiðavaði, — þið þefckið þann bæ — bjuggu einu sinni hjón, sem hétu Sigurður og Sig- ríður. Þau áttu einn dreng, sem Jónas hét. Var hann beitinn eftir móðurafa sínum, sem var gam- almenni þar á heimilinu. Það var siður í þessari sveit, sem nú er lagð- ur niður, að vinnumenn og þeir aðrir, sem gátu annrfkis vegna farið frá heimilum sínum, eftir að heyönnum var lokið á haustin; fóra til fiskiveiða. Var á íþeim tíma gott fiskiver hér um bil 30—40 mílur héðan. Sigurður á Breiðavaði var ágætur sjómaður, ætíð formaður og fiskimaður eftir því. Geðjaðist honum betur að þeirri vinnu, heldur en hirða um sauðfé og kýr. Þetta haust, sem sögu- atriðin skeðu, hafði Sigurður á Breiðavaði farið til fisfciveiða, eins og hann var árlega vanur að gjöra. Verfíð þessi stóð gjarnast yfir fram að jólum. Nofckru fyrir jólin fær Sigríður á Breiðavaði bréf frá bónda sínum, hvar í hann tjáir henni, að senda sér hestana daginn fyrir Þorláfcsdag. Voru öllum fiskimönnum sendir hestar til að flytja fisk- aflann á heim til búa sinna. Á aðfangadag var Jónas litli á Breiðavaði— hann var þá þriggja ára — oft að spyrja móður sína: “Hve nær kemur pafabi heim?” “Hann kemur á kvöld,” var vana svarið. “Kemur hann með rúsínur og tvíbökur?” - - “Já, og mifcið meira; þeir koma við í kauipstaðn- um og pabbi kaupir mikið handa okkur,” segir móðir hans. “Kaupir pabbi súkfculaði?” — “Já, barnið mitt.” Jónas litli rennur á spretti eftir eldhúsgólf- inu og hrópar: ‘ ‘ Gaman! gaman! Eg fæ súkku- laði og mamma ætlar að gefa mér fcerti.” Jónas litli lék nú allsoddi. Jólin vora að feoma. Af því veðrið var svo inndælislega blítt, fór Jónas litli út eftir miðjan daginn. Nú var enginn snjór og bæjarhlaðið var þurt eins og á sumardegi. Hugsaði hann sér nú að nota öll þessi góðu tækifæri: blíðviðrið, þurt bæjarhlaðið, sem var siléttur leikflötur, og svo anda að sér hinu hreina og hressandi útiíofti. Það var eitthvað annað, en loftið í eldihúsinu, 'Sem var fult af eimyrju og matargufu. f Einhvern tíma síðla dagsins — dagar eru stuttir á íslandi í skammdeginu — mintist 'hús- freyja þess að hún hafði efcki séð drenginn sinn um nofckurn tíma. Dettur henni í hug að fara út og grenslast eftir, hvað tefji hann, að hann ekki komi inn til hennar. Fer nú húsfreyja í snatri út að svipast eftir barninu. Hleypur ihún í kring um allan bæinn og kallar, en alt er árangurslaust. Þegar hún verður einsfeis vísari, bemur henni til hugar að fara inn í baðstofu. Vora þar tvær kon- ur að tóvinnu. Þegar húsfreyja spyr þær eftir barninu, segja þær að það hafi ekki fcomið þar síðan borðað var. Fara þær nú allar út að leita að leita að barninu. Skifta iþær sér um Öll f járhús og fjós. Fjármaður var þar hvergi, heldur úti í haga, að svipast eftir satíðfénu. Þegar konurnar verða einsfcis varar í pen- ingshúsunum, fóru þær út um túnið, sem var mjög þýft. Vel gæti verið, að barnlð lægi niðri hjá ein- hverri þúfunni. Þær kölluðu og hrópuðu, það voru einu úrræðin. Fór nú lífca nóttin að slá aín- um slæðum yfir lóð og lög, svo sjón þeirra varð efcki lengur að notum. Fara þær þá heim að bæj- arhúeum, eyðilagðar af þessu sorgar tilfelli, þó náttúrlega helzt móðirin. Nú víkur sögunni aftur til bamsins, þar sem það Ihafði farið út fyrir dálitla hæð, er var sunnan við bæjaiMaðið. Var Jónas litli að dunda við að reita saman gras handa bestunum, sem hann átti inni í hesthúsi því, er Jón smali hafði búið til. Einhverju sinni verður Jónasi litla litið upp frá starfi sínu. Sér hann þá mann standa þar all- nærri. “Ó, pabbi! ” ihrópar barnið, í því það í snatri rís á fætur. Þessi maðúr, sem baminu sýndi'st vera pabbi sinn, talar ekfcert og ekki bær- ist hann nær barninu. Vappar nú bamið á stað til pabba síns, «em það hyggur vera. Þegar barnið nálgast mann þenna, sér það að hann heldur á bréfpoka í hendinni og hangir rúsínuhrísla niður. Sömuleiðis sér þarnið, að maðurinn heldur á ein- hverjum sfcínandi guillroðnum hlut. “Gefðu mér rúsínu, pabbi!” kallar barnið. Neytíti nú barnið állrar orku til að ná í föður sinn, sem það áleit vera. . Færist nú leikur þeSsi nokkuð út á túnið, sem var stórþýft og vatsnpollar í sumum lautun- um. Einhverju sinni veltur bamið ofan af stórri þúfu og lendir niður í djúpa laut, þar sem vatns- pollur varð undir. Missir nú baraið allan kjark og fer að gráta. Liggur þarna nofckra stund með þungum grátefcka. Loksins hrópar það upp: “Mamma! mamma!” Tektír barnið nú snögt við- Ifragð og stendur upp og rennur talsvert vatn úr fötum þess; ætlar það nú að fara beim, og kallar: “Mamma!” Sér þá barnið ekki bæjarhúsin, þar sem það er svo lágvaxið á millum hinna stóra þúfna. Leggur nú barnið á stað; en í stað þess að snúa heim að bænum, snýr það í öfuga átt og fjar- lægist bæinn. En barnið Ihafði ekki ha'ldið lengi áfram, þar til það fellur aftur ofan í djúpa og skoramyndaða laut. Var það nú alt dofið af kulda, svo það gat ekki hreyft sig. Einhvers staðar í ljósheimum, sem eru uppi yfir jarðríki, vora tveir ljósálfar eða andar á ferð. Höfðu þeir verið sendir af yfirdrotnum sínum til að fara um víða geima til að líta eftir, ef einhverj- ir, sem nýkomnir eru frá jarðríki, þurfi leiðsögn og hjálpar við. Englar þessir eru brjóstgóðir og hjálpa mörgum sálurn, sem eru viltar og þurfa ýmsar hjálpar við. Þegar englarnir höfðu flogið um víða geima — þeir hafa allir vængi—, og engan fundið í þetta sinn, sem þurfti hjálpar við, segir annar engill inn: “Eigum við ekki að bregða ökkur niður til jarðríkis?” Hinum fanst þetta iheillaráð, og er fús í þá ferð. Leggja þeir nú á stað til jarðríkis og fljúga þar yfir lög og láð. Loksins sér annar engillinn, hvar barnslíkami liggur niður á milli tveggja stórra þúfna. Stefna nú englarnir flugi sínu þangað. Þegar þeir þreifa á líkamanum, er ihann allur mjög kaldur, nema undr handleggskrikunum og í kring um hjartað. Eftir litla stund sjá þeir (englarnir) barnshöfuð koma í ljós upp frá andliti líkamans. Það var svo undur lítið. Svo verður þetta að heilum líkama. En hvað þetta barn var lítið! Á stærð eins og brúða. En það var svo undur fagurt, miíkið feg- urra, heldur en jarðríkis börn eru. Þá segja engl- arnir: “Við skulum flytja þetta fagra bam upp í bamaheimilið í ljósaheimum.” Og þeir flugu með það upp til ljósheima. Þegar þeir komu þangað, fóra þeir beint til frúnna, sem hafa umsjón yfir bamáheimilinu, og sögðu: “Við höfum fundið þetta barn niðri á jarðríki. Sjá Ihvað það er Ijóm- andi fagurt!” En hvað litla barnið hafði stækk- að. Nú var það orðið eins stórt eins og Jónas litli var, þegar hann var að leifca sér á bæjarhlað- inu á Broiðavaði. “ Já,” segja frúrnar, “þetta er yndislega fag- urt barn; við erum glaðar yfir að fá það. ” Og nýkomna barnið var flutt inn í stóru barnahöllina. Ó, hvílfk höll; hvíiík birta! Hvergi á jarðríki er hægt að finna eins stóra böll, og sem er eins björt eins og þessi hölL Hún heitir: Barnaheimil ið í Ljósiheimum. Og þegar nýkomna barnið var komið inn í þennan mifcla barnaskara, þá flykkjast þau utan um það með fagnaðarlátum, og vildu helzt lyft því upp og bera það yfir alla höillina, svo það sæi alt sem bezt. “Hvað heitir þú?” spurðu nú börnin. “Eg heiti Jónas,” svaraði hann. “Við viljum hafa þig hjá ofekur.” Þá segir Jónas: “Hvar er hún mamma ?” “Áttu nokkra mömmu ? ’’ spyrja börn- in. “ Já, hún mamma mín.” Þá segja 'börnin: “Við skulum fara til englanna og spyrja þá um hana mömmu hans Jónasar litla.” Þegar börnin spurðu englana um mömmu Jónasar, sögðu þeir: “Við sáum enga mömmu; það var enginn jarðríkis-búi þar sem við fundum litla barnið.” Svo segja englarnir: “Jú, Jónas á mömmu. Aumingja mamma hans! Við verðum að hugga hana.” Og þeir fóru á stað að hugga hana mömmu hans Jónasar litla. Fundu þeir hana liggjandi í rúminu sínu, og hún var að gráta, og efckinn var svo mikill, að hún hristist í rúminu. “ Við skulum svæfa hana, svo hún hætti að gráta”, sögðu englamir. Og þeir svæfðu hana og flugu með hana upp í Sólheima og sýndu henni barnið sitt. En hún mátti efeki koma til þess eða snerta það. Þegar hún sú hvað barninu sínu leið vel í stóra barnasfcaranum, varð hún róleg og sagði: “Blessuðu barninu mínu líður svo miklu betur l ii, iheldur en hjá mér. Eg vil lofa því að vera.” Þegar öldungurinn hann Jónas, móðurafi Jónasar litla, sem nú var nærri lagstur í kör, heyrir um þetta sorglega tilfelli, segir hann í þungum móði: “Þetta heiinili hefir orðið fyrir álfabræði.” Enn fremur segir hann: “Það var óþarfa tiltæki af Sigurði i haust, að sprengja steinana úr Álfahöllinni. Hann gat fengið nóg af öðru grjóti í þetta nýja fjárhús, sem hann ætlar að byggja.” Fyrir hér um 'bil 53 áram fcom fyrir tilfeM úti á Islandi þann veg, að þriggja ára gamalt sveinbam hafði gengið á burtu frá foreldrahús- um og líkið fanst rúmri viku síðar liggjandi á grúfu með aðra ihendina undir kinninni. Var lík- ið hér um bil hálfa mílu enska frá bænum. Hús- bóndinn og faðir bamsins var í fis'kiveri. Hans hamingjusami, Um leið og hann vóg gæsina í hendi sé: “ En svín- ið mitt er efckert smáræði iheldur, slkal eg segja þér.” Sveitamaðurinn hristi böifuðið alvarlegur. “Varaðu þig, vinur minn,” mælti hann. “Svínið að tarna getur orðið þér að ljótu fótakefli. Það var stolið svíni frá herramanni nokkrum í þorp- inu, sem eg fcem frá, rétt núna. Eg varð bara smeykur, þegar eg sá þig með svínið að tarna, að það væri nú stolna svínið. Það verður efcfci gam- an fyrir þig, að lenda í ihöndum þeirra; í það minsta fleygja þeir þér í hestatjömina. ” Aumingja Hans varð illa skelkaðtír, þegar hann heyrði þessi ósköp. Hann grátbændi því sveitamann að hjálpa sér út úr þessum fádæmum, þar eð hann væri nú svo vel kunnugur á þessum slóðum. * ‘ Sbiftu við mig á svíninu fyrir gæsina, ’ ’ bætti hann við. “Eg ætti að fá eitthvað í milligjöf,” mælti sveitamaður. “En það er bezt eg sé ekki harður við þig, þar sem þú átt svo bágt. ” Síðan tók hann við svíninu og hélt út af alfaravegi með það og inn á hliðargötu. Hans var himin lifandi yfir sínum kaupum. ‘ ‘ Hvílfk hamingja! ’ ’ hugsaði hann. ‘ ‘ Fyrst fæ eg ljómndi gæsasteifc, svo hefi eg nóga gæsafeiti til að enaast mér í sex mánuði; svo er nú fiðrið; þetta inndæla fiður; eg læt það í koddann. Þá sef eg nú bærilega. Eg er viss um að eg vakna ekki við. En hvað henni móður minni mun þykja vænt um þetta aí't.” Þegar Ilans kom í síðasta þorpið á leið hans, sá hann mann, sem brýndi skæri. Sá söng glað- 'lega yfir vinnu sinni. Hans varð æði starsýnt á hann. “En hvað þú hlýtur að græða á þessari vinnu, herra minn. Þú ert svo ákaflega glaður við hana”, mælti Hans. Hinn játti því. “Það má segja, að iðnin min er gulli rend á alla vegu; eg sting hendinni aldrei svo í vasann, að eg ekki finni peninga þar. — En hvar fékstu þessa fögru gæs?” “Eg fékk hana í skiftum fyrir svín.” Hvernig fékstu svínið?” “Fyrir kú.” “En fcúna?” “Eg lét hest fyHr hana.” v “En hvernig féfestu hestinn?” “Egkeypti hann fyrir silfurpening, eins stór- an og böfuðið á mér.” “Og silfrið?” “Eg vann baki brotnu í sjö ár fyrir því.” “Þú hefir sannarlega gert vel hingað til,” mælti nú sá, er skærin brýndi; “ ef þú fyndir nú peninga í vasa þínum, nær sem þú stingur hendi þinni þar, þá værir þú gæfumaður.” “Alveg satt,” svaraði Ilans. “En hvernig á eg að fara að því?” “Brýna eins og eg,” svaraði ihinn. “Þig vantar bara hverfustein. Þá kemur hitt af sjálfu sér. Hér er sama sem óslitinn steinn, eg skal efcki setja hann hærra en gæsina þína. Viltu kaupa þessu?” “Hvernig spyr þú?” sagði Hans uppveðrað- ur. “Eg yrði hamingjusamasti maður í heimi, ef eg fyndi peninga í vasa mínum hvenær sem eg léti ihendi mína þar. Hvers meira ætti eg svo sem að óska? Svo hér er þá gæsin.” “Hér er nú binn merkilegasti steinn,” mælti sá er áhöldin hvatti, utn leið og hann aflienti Hans grófgerðan blágrýtis stein, að öllu eins og náttúr- an hafði gert hann. “Ef þú bara meðhöndlar hann af hygni, þá geturðu látið bitlausan nagla verða hárbeittan á honum.” Hans tók við steininum og lagði á stað, með léttri lund. “Eg lilýt að vera fæddur á happa- stund,” mælti hann við sjálfan sig. “Alt sem eg óska eftir, kemur af sjálfu sér upp í hendumar á 0 n mer. En Hans fór að finna til þreytu og hungurs eftir stundargöngu. Hann var búinn að ferðast fiá því í dagrenning. Hann hafði eytt síðasta peningnum sínum, af gleði yfir kýrkaupunum. Svm var nú fcomið um síðir, að Hans mátti sig illa hræra. Steinninn var svo þungur, að honum var að verða ofraun að bera hann. Hann drógst nð tjöm, sem hann sá þar, til þess að fá sér að drekka og hvílast þar stundarkom. Hann lagði steininn fcirfilega á tjarnarbafckann, en þegar hann laut niður að drókka, ýtti hann honum óvart út í tjörnina. Fyrst horfði hann hálf-undrandi 4 steininn sökfcva, síðan spratt hann glaður á fætur og þafekaði forsjóninni innilega fyrir að hafa nú létt af sér þessari einu byrði. sem hefði angrað hann. Steininum ljóta. “ En hvað eg er nú ham- ingjusamur,” mælti hann. “Enginn maður var bvo gæfuríkur fyrri.” r Svo lagði hann á stað áleiðis til móðurhús- anna, léttur í lund, með tómar hendur og vasa. (Grimms Tales.—R.K.G.S. þýddi.).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.