Lögberg - 01.01.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN I. JANÚAR 1920
BLs. 3
HELEN MARLOW
EFTIB
Óþektan Köfund.
6. Kapituli.
“Helen, mín He'len!” sagði 'hinn djarfi
frelsari Kennar með alúðlegri rödd, og hún opn-
aði augun. Hún leit í hin kvíðandi, aðdáandi
fiugu ihans, þau fegurstu augu er hún nokkru
sinni hafði séð. Þau störðu innilega hvort á
nnnað, og voru sannfærð um, að þau tillheyTðu
hvort öðru.
Brátt kom 'hópur ungra stúlkna, sem tróð
sér inn á meðal þeirra og utnikringdu Helenu.
‘‘Vesalings, kæra Helen, hofir þú meiðst mikið ?
Nei? Ó, hve það er indælt! Við héldum að þú
mundir deyja. Ungi maðuTÍnn, sem frelsaði
líf þitt, var hetja. Hérna drektu þetta? Þá
líður þér betur. Ó, hvað við erum glaðar.
Láttu okkur hjálpa þér til að standa upp. Við
skullum flytja þig heian í vagni,” og svo mösuðu
þær, hver á fætur annari.
Þegar þær loksins voru komnar með Hel-
enu út í hið hreina loft, var ungi maðurinn,
sem frelsaði hana úr þessari Ihættu, horfinn,
þær sáu hann hvergi.
“Hver var hann? hvað var orðið af honum?”
voru spurningar, sem nú léku á vörum þeirra,
en Helen var eflaust sú, sem imestan áhuga
hafði á spurningum þessum.
Ef augu nokkurs manns hafa nokkru sinni
lýsti innilegri ást og tilbeiðslu, þá voru það
hans augu, en því var hann þá búinn að yfirgefa
hana og talaði ekki meira við hana! Það kom
ékkert svar við ‘þessari spurningu, og lolks fóru
hinir vonarríku draumar hennar að breytast
i örvilnan. Ilún sagði sjálfri sér, að hún yrði að
gleyma honum — að fyrst að hann hefði
liagað sér svona undarfega og illa, þá skeytti
hún ekki um að sjá hann aftur.
‘Við erum skuldlaus hvort við annað, eg
frelsaði hans líf og hann mitt. Milli okkar er
ekkert samband,” hugsaði hún beyskjulega.
Auk þess voru aðrar sorgir og kvíði, sem
leituðu á hugsanir þessarar vesalings stxilku.
Nú stóð hún einmana í heiminum og fátækt
og svengd biðu hennar. Hún varð að fá sér
vinnu, svo hún gæti kepyt sér mat og borgað
leiguna fyrir litla herbergið sitt.
Hún eyddi langri og leiðinlegri viku við að
leita sér að vinnu; en það varð árangurslaust.
‘‘Enga vinnu! Enn þá enga vinnu, frú
J ohnson; hve það er leiðinlegt, að sá, sem er fús
til að vinna, getur enga vinnu fengið,” sagði
hún og grét beisklega. Það var fátæka ekkjan,
sem átti húsið, sem hún sagði frá þessu. Hún
átti allerfitt með að vinna sér inn nægilegt til
þess, að geta fætt og klætt sig og Robert litla,
«on sinn með því að vinna við sauma. Hún gat
að eins stunið. Ógæfa og fátækt höfðu eyðilagt
íiilar vonir hjá henni, svo ihún gat naumast gefið
Tielenu neitt huggandi orð.
Það kvöld, sem allar vonir voru hérumbii
dauðar, kom Gladys Drew til að finna Helenu,
og hreinu en dökku augun hennar skinu af með-
aumkun með hinni hjálparlausu stúlku.
‘‘Það er ^kammarlegt athæfi af gamla
Brown, hvernig hann fór með þig; stúlkurnar
hafa sagt mér frá því, sagði hiin, og eg skil hve
sárt þér herfir fallið það; fyrir þrem árum síðan
fór hann alveg eins með mig”.
‘‘Og hvað gerðir þú þá?” spurði Helen
áköf.
‘‘Eg leitaði árangurslaust að vinnu, eins
og 'þú hefir gert. Svo fór eg til 'hins stóra
bæjar og varð leikmær,” svaraði Gladys.
Helen leit á fallega andlitið og skrautlega
klæðnaðinn.
‘‘Voruð þér heppnar?” spurði hún.“ Voruð
þér gæfuríkar og ánægðar, ungfrú Drew ? ”
Leiikmærinn stundi og sagði kærulevsis-
lega: Ó, já, að vissu leyti; á morgun fer eg
þangað aftur. Eg kom til að segja þér, að fyrst
þú getur ekki ifengið vinnu hér, þá getur þú
farið ti'l Boston með mér og verið hjá mér,
þangað tilþú færð eitthvað að gera.”
‘ ‘ ó, ungfrú Drew, ætlið þér í raun og veru
að vera mér svona góðar?” sagði Helen; Þér,
sem nú þegar hafið verið mér svo góðar?” og
hún grét af þakklátsemi.
“Þú fállega, kara stúlka,” sagði leikmærin,
‘ ‘ hver er sá eða sú, sem ekki vildi vera góður við
þig? Þú skalt vera mér sem lítil syátir, og mér
þykir s'læmt að eg get ekki gert meira fyrir þig
að eins 'hjálpað þér til að fá eittíhvað að gera,”
sagði hin brjóstgóða og lundgöfga ungfrú Drew.
* ‘ Ó hve þakklát eg er tilboði ' yðar, og guð
blessi yður fyrir það,” Ikrópaði Helen með tar
i augum. Nú sömdu 'þær um það, að næsta
morgun skyldi hún fara með ungfrú Drew.
Hún fór að finna vinstúlkur siínar til að
kveðja þær, og gekk svo heim til að koma pjönk-
um sínimi fyrir í litlu köfforti. Hina ómerki-
legu húsmuni, sem í herberginu voru, gaf hiin
frú Johnson, sem borgun fvrir húsaleiguna.
1 gömlu litlu kofforti fann hún faitaböggul,
sem hafði tilheyrt litlu barni; í bögglinum var
einnig gullkeðja og samanbundin guil bréf og
blöð, en það var orðið framorðið og hún þreytt
oo- syfjuð. Hún tók litlu, fallegu 'keðjuna og
hengdi hana um Ihálsinn á *sér, en lét. hitt aftur
ofan í kofifortið; Tiún ásetti sér að láta hið litla,
loð^kinnsklædda og með mörgu málmnöglunum
saman neglda koffort vera kvrt með því, sem í
því var; það hafði verið eign ömmu hennar og
geymslustaður; það skyldi standa kyrt hjá frú
Johnson, þangað til hún sjálf gæti komið síðar
meir að heimsækja þetta litla hús; þá ætlaði hún
að lesa bæði bréfin og dagblöðin.
Hún rannsakaði þó bamskilæðnaðinn. sem
var undur fagur, á röndum hams voru verðmiklir
kniplingar og skrautsaumaður var hann með
silkiþræði, þetta styrkti hina óljósu endurminn-
ingu HeTenar um bemslru sína, þegar hún Tifði
ekki við fátækt, eins og mörg hin siíðari æfiár.
“Þessi skrautlegi klæðnaður hefir eflaust
verið mín eign í bernsku minni, og þessi indæla
keðja líka,” sagði hún við sjálfa sig; við keðj-
una var l'íka fest hjarta, umkringt perlum og
eðalsteinum.
Hún gat ekki skilið hvers vegna amma
liennar hafði ékki leyft henni að vera í þessum
fötum.
En nú var næstum komið miðnætti; hún
hætti því við þessar gagnslausu íhuganir og
gekk til hvíldar, því hún varð að rísa snemma úr
röklkju næsta morgun til þess, að vera tilbúin að
fara með ungfrú Drew til hins stóra bæjar, þar
sem hún átti að reyna að útvega sér lífsfram-
færi.
Hún vaknaði með sorg yfir því hve einmana
og yfirgefin hún var, því hana hafði dreymt um
hinn fagra, unga mann, sem fa'llið hafði niður
á lífsibraut hennar eins og vígahnöttnr, og svo
horfið strax aftur, en skilið eftir sárar tilfinn-
ingar í huga Ihennar.
7. Kapítuli.
Gladys Drew var elcki af þeim allrabeztu
leikmeyjum, hún heyrði til annari röð, svo laán
liennar voru ekki há; heimilið, sem hún fór til
með IMenu, var aðeins eitt leiguherbergi, sem
hin káta ungfrú Gladys kallaði með uppgerðar
drambi “ höilina” sfna.
En hve indæll bústaður fanst samt Helenn
þetta herbergi, sem ekki átti eitt einasta cent,
ogihve hlýja þakkiátsemi hún bar til hinnar
góðsömu ungfrú Drew, því vinur í neyð er
sannur vinur.
“ Segðn mér nú hvers'konar vinnu þú vilt
helzt, Helen, og hvað þú kant að gera!” spurði
liún, þegar þær sátu við teborðið um kveldið.
“Það er ek'ki margt, sem eg kann að gera,
ungfrú Drew; en eg skal taka að mér að gera
það, sem þér stingið upp á,” svaraði Helen
kjarklega.
“Góða miín, kállaðu mig Gladys, eins og eg
væri þín eigin systir. Seg mér nú, mundi þér
líka að verða leikmær?”
Helen hafði þjáðst svo mikið af hræðslu
við leiksviðið, eftir að hún varð fyrir þessu
óhappi fyrir nokkrum dögum síðan, að hún leit
út fyrir að verða hnnggin yfir þessari spurn-
ingu. Leikmeyjunni lá við að hlæja að henni,
þegar hún sá að spurningin gerði hana svo 'kvíð-
andi. Andlitið sýndi kvíðann.
“Þér líka ekki þess konar störf?” sagði
hún. “Nú jæja, eg vil ekki hvetja þig til þess,
að taka þau að þér, því það erekki notalegt líf,
og fult af freistingum fyrir unga og failega
stúlku, eins og 'þú ert. Auk þess held eg, að nú
sé ekki nei*tt p'láss laust af því tagi; það er lítill
gróði sem fæst fyrir þess konar störf nú sem
stendur. Máske þú vildir taka að þér að vinna
í verzlunarbúð við að selja vörur? Það mundi
borga sig eins vel og hvað annað, sem þú getur
gert. Þegar eg er búin að vera við æfinguna,
skulum við fara og leita að slfkri stöðu.”
Helen fylgdi vinstúllku sinni til æfinganna
morguninn eftir og beið, meðan Gladys æfði
hlutverk sitt ásamt hinum undir tilsögn for-
mannsins, sem var ömurlegur mnður, fann að
öllu og var ávaít að gefa þeim leiðbeiningar,
þangað til hann að sáðustu sagði um leikend-
urna, að 'þeir væru ekki mikils virði og kallaði
þá í heild sinni hóp af aulum. Þeir þögðu allir
við þessum orðum, og þegar æfingunni var
lokið, komuþeir allir til Gladys og beiddu hana
að kjmna sér vinstúlku sína; með aðdáun töluðn
þeir um fegurð Helenu, 'þangað til hún varð
eldrauð í framan af þessu óvanalega hrósi.
“Þeyið þið, smjaðrarar, þið megið ekki
spilla uppálhaldinu mínu, sagði ungfrú Drew.
“Þið gerið það með því, að hrósa henni svona
mikið.”
Þetta sagði hún blæjandi; svo tók hún hendi
Hélenar, oig nú gengu þær báðar rösklega af
stað og leiddust, til þess að finna atvinnu fyrir
hana.
“Ó, 'þessi slæmi formaður. Hvernig gátuð
þið þolað aðfinslur hans,” sagði Helen
gremjuleg.
“ Já, hann er úlfur í lund, en fátækar mann-
eskjur verða að láta sér líka, þó þær mæti sví-
virðingum við hvert skref Kfsins. Mundu eftir
gamla Brown í verkstæðinu, hann er eins og
þessi gamli Dawes, sem er formaður okkar,”
sagði hún; því að búa við fátækt í tuttngu og
þrjú ár, hafði kent henni að taka eftir þ\n,
hvers var að vænta af lífinu, hún var samt kát
og fjiörug, og skemti sér altaf við að syngja
fallega ví-su.
Vesálings Gladys, hún hafði freis'tast af
hræðilégum forlögum, sem Helen fékk seinna
að heyra um.
Undir kvöldið komu þær aftur til herbergis
síns, þfeyttar og með vonbrigði. það var
einmitt á ]>eirri stundu, sem Gladys átti að fara
í lerkhúsið, og hún tók Helenu með sér, svoa að
hún þyrfti eikki að sitja alein heima.
Hún sat' því og horfði á leikinn, og kyntist
seinna öllum leikendunum.
Tvo næstu dagana voru þær aftur á ferð
að léita að plássi Ihanda Helenn, en gátu ekki
fundið neitt. 1 þessum stórbæ virtist ekkert
vera til að gera fyrir hana; engin vinna var til
fyrir nngu stúlikuna, sem var svo fús til að vinna
fyrir fæði sínu og klæðum, og hún grét af sorg
yfir sínu leiðinlega ásigkomulagi.
“Eg er að eins til byrði fyrir yður, kæra
Gladys; eg vildi að eg væri dáin og horfin,”
sagði hún.
“Góða, litla flónið mitt,” sagði Glady?
hlæjandi, “við verðum heppnari á morgun,”
en hiín var aHs ekki glöð í htiga, Imn lézt að eins
vera það. ‘ ‘ Góða mín, hlauptu nú niður og fáðu
‘kvöldblöðin lánuð hjá frú Parker. Við skulum
svo lesa listann yfir þær persónur, sem geta
strax fengið eitthvað að gera. Það getur skeð
að þar sé eitthvað banda þér. ”
Helen hljóp ofan til mjög alúðlegrar konu,
frú Par'ker, sem bjó í sama húsi og var nú að
elda kvöldmatinn. Nokkrir litlir krakkar héldu 1
sér fast í kjólinn hennar.
“Lána blöðin? Já, velkomið; en þér gerið
svo vel að koma aftur með þau áður en maður-
inn minn kemur til kveldverðar. En, góða mín,
ef þér yiljið vera svo góðar að vera hjá bömun-
um fáeinar mínutur, þá get eg hlaupið út og
keyft brauð. Eg er hrædd við að láta þau vera
einisömul, af því litli Jim er hneigður fyrir að
skara í eldinn.”
‘ ‘ Farið þér erinda yðar, eg skal gæta barn-
anna, þangað ti'l þér 'komið aftur,” svaraði
Helen vingjarnlega um leið og hún settist til að
bíða; svo leit hún yfir þann dálk í blaðinu, sem
hafði fyrirsögnina: “Skortir!” Hún beit á var-
ir sínar af gremu og grét yfir vonbrigðunum,
því það var að eins ein auglýsing áþessum dálk,
og Ihún var þannig oruð.
“Tuttugu laglegar stúlkur, til að taka 'þátt
í bendingadansinum í “sjónhverfing prinsess-
unnar” í Casino annað kvöld. Lysthafendur
komi í lei'fehúsið kl. níu í fyrramálið. ’ ’
“ Sjónhverfing prinsessunnar” var nýr
skemtilegur sjónleikur, sem hafði verið auglýst-
ur um allan bæinn. Helen varð alveg kjarklaus
og sagði við sjálfa sig með tár í augum.
“Bendingadans; Verð eg að gera svo lítið
úr mér? Er ekkert annað éftir fyrir mig, en
þessi bendingadans?”
Frú Parkers fáeinu miínútur urðu að fim-
tán áður en hún kom aftur. Hún sagði að kona
sem hún þékti, hefði tafið sig í brauðgerarhús-
inu með því að tala við sig, sem hana langaði svo
mikið til.
AIl hnuggin sneri Helen aftur til herberg-
is ungfrú Drews með blaðið; en þegar að húu
kom að dyrunum stóð hún kyr allskelkuð.
Hún heyrði raddir þar inni — kvennrödd
sem bað um vægð, og karlmannis rödd hótandi
og hrikalega. Helen varð utan við sig af
hræðslu.
‘ ‘ Það hefir eitthvað voðalegt komið fyrir
Gladys,” hngsaði hún og þaut inn.
Þarsá hún Gladys vinu sína enjgast snndnr
og. saman-undir voðalegir handtalki hávaxina,
ókunns manns með fallegt Ihár; hann reyndi að
ná frá henni gullúrinu, sem hún bar við brjóst
sitt.
“Nei, nei, þú skalt ekki fá það; það er mín
eign.” hrópaði hún örvilnuð, en ræninginn tók
um hendi hennar svo afarfast, að hún hljóðaði
hátt og hætti allri mótstöðu; hann tók úrið
hennar.
‘ ‘ Þjófur! morðingi! ’ ’ Ihrópaði Helen, réðist
h manninn og tók í hár hans með báðum höndum.
Maðurinn, sem búinn var að ná gullúri
Gladys, sneri sér nú að Helenu og reyndi að
losna við hana. En hún hélt fast og hrópaði
aífelt um hjálp. En hann lokaði brátt munni
hennar með 'því, að halda hendinni fyrir honum
og grejaði.
“Þú ömurlegi, litli villiköttur, ef þú sleppir
ekki, skailt þú deyja.”
Meðan bófinn var að eiga við Gladys, hafði
hann fleygt henni niður á gólfið; nú stóð hún
upp og hvíslaði í eyra mannsins: “Sleptu henni
undir eins, eða eg skal kalla á alt fóEkið í 'húsinu,
og þú skalt lenda í höndum lögreglunnar.”
Þessi orð höfðu áíhrif á hann. Nú varð
hann rólegri, áður var hann sem óður væri.
Hann slepti stúl'kunni og þaut út.
Helen áttaði sig líka fljótlega efitir þetta
einvígi og hrópaði:
“Gladys! ó Gladys! hann má elkki sleppa.
Eg skal hlaupa af stað, og lögreglan skal ná
honnm.”
“Nei, nei,” sagði Gladys og hindraði áform
hennar; hún lokaði dyrunum og tók sér stöðn
við hurðina.
“En, góða Gladys mín hann tók úrið
þitt!”
“Og peningapyngjuna líka og gullhringana
mína! — Hann tók frá mér alt, sem var nókkurs
virði — og—eg er svo hra?dd um að hendin
mín sé snúin úr liði!” kveinaði Gladys og
fölnaði af sársaúkanum í handlegg sínum.
8. Kapítuli.
Helen leiddi hina þjáðu Gladys að legu-
bekknum og spurði.
“Hvers vegna léztu þenna bófa losna við
að verða tekinn af lögreglunni, kæra Gladys?”
Hún hvíldi höfuð sitt við öxl Helenar og
svaraði: “Eg verð að segja þér frá hinu voðs-
lega leindarmáli mínu. Eg vildi hlífa honum af
því mér þótti einu sinni vænt um hann — af því
mér þykir vænt um hann enn þá! Hann er
eiginmaður minu!”
“Guð minn góður, Gladys! Er þetta
maðurinn yðar? Eruð þér giftar, og það með
slíku þrælmenni ? ’ ’
“ Já, Helen, eg gifist honum fyrir tveimur
árum síðan, þá var hann leikari, nú er hann
glatað afhrak. Honum leiddist að vera saman
við mig og vfirgaf mig, en þrisvar sinnum hefir
hann komið" aftur og rænt frá mér öllu, sem eg
hafði unnið mér inn, eins og hann gerði nú í
kveld. Ó, kæra Helen, þú getur etóki ímyndað
þér hvað eghefi kvalist.”
Helen skildi glögt, að hún hlau't að hafa
þjáðst mi'kið, þar eð hún gat talað um sorg sína
með þurrum augum og mjög róleg.
“Ó, eg hefði ekki átt að verja mig,” sagði
hún iðrandi. Hann hafði ueytt víns, og óður
yfir mótstöðu minni, snéri hann úlnlið mínum
aftur á bak. Nú get eg ekki lei'kið í kveld, og
ef til vill ekki í fleiri vikur. Eg missi stöðu
mína. Við —verðum — að svelta! ó, vesal-
ings Helen mín, hvers vegna kom eg með þig
hingað, og lét þig táka þátt í mínum ógæflegu
forlögum?”
R. S. ROBINSON
Kaupir og selur
StufriMtl 18W
HðfiSrtAii szvi.non oe
EG KACPI TAFARLAUST mikið af MUSKRAT o* CUFASKINNUM
oe borea oftirfylaijamU vorfi fyir fá oða miire:
etiMi
SMtUt, Wuk..
ESrtMtM, *I«L
L. bu, liaa.
lam, Ift
Sendið belnt
til
VETRAR ROTTU SKINN ... ...
HAUST ROTTU SKINN ........
I 3.50 til$ 1.25
2.25 tU .75
Skotin, Stungin cSa Skemd ..........75 til .40
KITTS ........ .......................20 tU .15
UI.FSSKINN, ffn, 1 köecum, No. 1..«30.00 til «10.00
ULFSSKINN, fln, I köElum No. 8......*S0 til 7.00
ULFKSKINN No. 3................... 3.00 tll 1.50
ULFSSKINN No. 4 ............................ .50
Einnig allar aðrar tcgundir af akinnum á markatfaverOJ
Nautahúðlr 22c Iil 1 8<-Kálfsckinn 50c til 40c
33c til 28c ÍHc ttl Í4c. $8. tll $4.
HEAD OFFICE: 157-63 RUPERT AVE., WINNIPEG
Einnig 150-156 Pacific Ave. East
»!/• .. | • timbur, fjalviður af öllum i
Nyjar vorubirgðir tegundum, Beirettur og ale- I
iconar aðrir stríkaðir tiglar, hurðir og gluggar. j
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumœtíð glaðir |
að sýna þó ekkert sé keypt. ,
The Empire Sash & Door Co.
------------------ Umltad------------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
Allar Allar
teéundir aí tegundir aí
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. Garry 238 og 239
Kaupið UT0|jn Undireins
pér sparið með því að kaupa undir eins.
AMERISK HARDKOL:
EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar
REGAL LINKOL \
LUMP and STOVE stærðir
Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina
D. D. WOOD & SONS, Ltd.
TELEPHONE: GARRY 2620
Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts.
Nú er rétti tíminn til þess að láta taka
JÓLAMYNDIRNAR
Vér getum ábyrgst yður jafn-góðar myndir, þótt teknar séu að
kvöldinu við ljós, eins og við beztu dagsbirtu.
Semji# við oss strax i dag.
H. J. METCALFE
Aðal eigandi.
Lafayette Studio, 489 Portage Ave.
KAUPID BEZTA BLADID, L06BERG.