Lögberg - 15.01.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.01.1920, Blaðsíða 4
Rl*. 4 -•/ .. X LÖGBERC, FIMTUDAGINN 15. JANÚAR 1920. ögberg Gefið út Kvem Fimtudag af Tli# C«l- umbi* Pre*«, Ltd.^Cor. William Ave. & SKerbrook Str., Winnipeg, Man. TAI.8IM1: OAKRY 41« og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Lltaniskrilt til blaðsins: TtfE GOLUNfBI^ PffESS, Itd., Box 3172, Winnipsg. Maq. Utanáskrift ritstjórans: EOITOR LOCBERC, Box 3172 Winnlpeg, M»n. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um 4ri8. g<iiiaiiiimTWiWiim<iiBUfliiirn:iBrTniEnfi,iiniftiii'>ii!'"ii-'ii>miiiiftimhiiiiiw<iiimt!ntiiiiw:iiinimHimiiiiiiif‘iiimiwuiiinim»i«J? Hugprýði Eitt af því, sem menn hafa borið hvað mesta lotningn fyrir í fari mannanna og dáSst sem mest aS, er hngprýSin. Á fyrri öldum þótti víkingurinn, sem rauf fylkingar óvina sinna fram og aftur, þekti enga bættu og viSurikendi engan mann sér hugprúS- ari, ágætastur. Vinir hans litu upp ti'l.hans, óvinimir gátu ekki aS sér gert annaS en dást aS honum, og kvenþjóSin tilibaS hann. I>etta var ekki að eins í fornöld, þaS hefir verið lifandi sannleikur á öllum öldum og er enn. Dáumst vér ekki enn í dag að hugprúðasta manninum, eða hugprúðustu konunnni, þegar um er að ræða slys og dauðans hættu? Dáuanst vér ekki að hugprúSasta og hraust- asta sveininum í leiknum? Vér segjum hugprúðasta og hraustasta. sökum þess, að hugprýði og hreysti eru skilget- in systkini. Sá maður, eða sú kona, sem á yfir miklu líkamlegu afli að ráða, en skortir hugprýSina, fellur fyrir nálega hvaða erfiðleikum eða hætt- um, sem verða á vegi hans eða hennar. Slíkt fólk hefir olíuna á lampann, en ekki eldinn til að kveikja ljós. ÞaS er því auðsætt, að til þess að geta stað- is í erviSustu og þýðingarmestu stöðum lífsins, er hugprýSin frumskilyrði. Hvernig færi fyrir 'hermanninum, seon þarf að rnætu áhlaupi óvinanna án hennar? HvaS yrði til ráða hjá sjómanninum úti í reginiiafi, þegar hann á við sjó og ofsaveður aS etja, ef hugprýðin fylti ekki hjarta hans? Hugprýðin er ómissandi til sigurs, þegar ervið leikarnir eru mestir. En það er víðar en á vígvellinum, sem hún getur orðið mönnunum að liði. ÞaS er oftar, sem hún getur frelsað menn frá sikipbroti, en þegar við ósjó og ofsaveður er að etja úti á regin hafi. Ilún er 'skilyrði til velmegunar hverjum emasta manni. , Ekki að eins til þess að gjöra menn líkam- lega sterka, til þess að þeir séu færir um að mæta torfærum og hættum án þess að missa móðinn. Heldur líka og mildu fremur til þess að gera þá andlega sterka, því eftir alt er lfkami mannsáns að eins verkfæri tiJ að framkvæma það, sem hið sterkara afl — andinn, býður honum. Svo það er hugprýði andans, sem mestu varðar. En undir henni er líka óendanlega mikið komið. Hugsið uni hvað það eru margir raenn og konur, sem þið þekkið og ekki hafa þrek til þess að segja meiningu sína, hafa ekki nógu mikla andans hugprýði til þess að standa við það, sem þeir álíta satt og rétt. Það kemur að vísu fyrir, að menn láta und- an síga — slá af, sökum þess, að þeir eru með þeim hætti að koma ár sinni á einhvern hátt fyr- ir borð, um það talar maður ekki, heldur þá, sem eru hreinir í hugsun og eSlisfari og ein- lægir, en hafa ekki nógu mikið andlegt sjálf- 8tæði til þess að standa við það, sem þeir þó sjá að er rétt. Menn segjast ekki geta gert að þessu, menn segjast ekki vilja móðga þann, sem á annari skoðun sé. Menn segjast ekki geta neitað kunningja sínum um bón, hvað mikið sem hún kann að skaða. Menn segjast ekki geta neitað kunningja sínum um að vera í þessari eða hinni nefndinni, þó að þeir séu í svo mörgum nefndum öðrum, að þeir séu ekki til hálfs gagns og verði því að svíkja lit að meiru og minna leyti. Menn skortir hugpn'Si og siðferðilegt þrek til þess að segja nei, og eru því búnir að taka á herðar sér meira en þeir geta með nokkru móti afkastað, áður en þeir vita af, og aifleiðingin hlýtur að verða sú, að ekkert verkið getur orðið vel gert og mennirnir sjálfir verSa óánægðir og óhæfir til alls. ÞaS er sagt, að kona ein hafi spurt Sir Isaæ Newton aS, hvernig hann hafi farið að finna þyngdarlögmálið. “MeS því að hugsa stöðugt um það,” svar- aði sá frægi maður. Hugprýðina geta menn þroskað, eins og alla sína hæfileika, en menn gera það aldrei með því að láta hugsun sína og þrótt flæða yfir alt. Heldur með því að stefna að vissu takmarki og hugsa stöðugt um það eins og Newton, og hafa þrek til þess að segja nei, þegar við á. II. Vínbannslöggjöf Manitoba. Thomas Carlyle segir á einum stað, að menningin sé að eins kápa, sem kastað sé yfir sig, en sem villimannaeSlið skíni þó allstaSar í gegn um. Ef til vill á þessi lýs»ng Carlyle hvergi bet- ur við heldur en við hina óholilu og óeðlilegu vinnautn mannanna. Því hvergi er dýrseðlið í manninum augljósara, heldur en í þeirri þrá hans, að drekka frá sér vilja og vit. Oss dettur ekki í hug í þessu sambandi, aS fara að rekja raunaferii þann, sem Bakkus hefir eftir skilið hér í þessu fyliki né annars- staSar. Það er marg-sögð saga. Nóg að minna á, að hann sat hér á stóli al- valdur, tignaður og tiilbeðinn þar til 1. Júní, 1916. ÞaS þarf mikið þrek til þess að ganga á móti rótgrónum vana, og ekki siízt, þegar van- inn hefir lagt viðjar á viljaþrek manna svo tug-' um þúsunda skiftir, og sjaldnast er það auð- unnio verk að útrýma honum. En hópur manna hafði í langa tíð, í meira en fjórðung aldar, veriS búinn að ganga í ber- högg við þennan vana — við þennan löst, vín- drykkjuna hér í fylkinu. Bindindismenn voru búnir að marg-benda á það eyðileggingarafl, svo að menn þeir, 'sem umgengust það í hugsunarleysi, hefðu átt að vera búnir aS opna augun. - Þeir voru búnir að flytja- mál sitt hvað eft- ir annað fyrir löggjöfum fylkisins og biðja þá liðveizlu. En árangurslaust. Svo bindindis- mönnum var orSið ljóst, að þeir áttu ekki að eins í höggi við óvininn sjálfan, vínið. heldur og löggjafarvald fylkisins. Þannig var þá ástatt í Manitoba fylki, að því er bindindismáliS snerti, þegar Norris- stjórnin kom til valda 1915. 1 stefnuskrá frjálslynda flokksins frá 1914 stóð loforð um það, að ef hami kmist til valda, þá skyldu lög verða samin og í gildi Ieidd, sem bönnuðu að selja vín á veitingahúsum undir því fyrirkomulagi, sem áður var, eða í smásölu. En þegar Norris-stjórnin kom svo til valda 1915 var breyting komin á hér í landinu þann- ig, að stríðið rnikla var skollið á og í sambandi við það voru hugir manna breyttir frá því sem áður var. Og gat stjórnin vitaskuld notað þá breytingu til þess aS fresta framkvæmdum í því máb til óákveðins tíma, ef hún hefði viljað. En það hefir aldrei verið markmið hennar að hliðra sér hjá vandamálum, né heldur að bregða gefið loforð. Því fór hún til vínbannsmanna og ságði við þá, við erum reiSubúnir til að standa við loforðið. sem floikksþingið gaf um vínbanns- liiggjöf. , Þrátt fyrir þessar breyttu kringnmstæður, þrátt fyrir 'hinn feikna mikla tekjuhalla, sem af því verður, pg þrátt fyrir það, þó við vitum að við með því bökum okkur einbeitta mótspyrnu, þar sem vínsalarnir eru. Vér höfum séS og metið stríð ykkar fyrir bættum kjörum manna þeirra og kvenna, sem fyrir þessum vogesti hafa fallið, og vér viljum hjálpa ykkur af öllym mætti. En þá var um það að ræða að semja lög- sem væru líklegust til^góðs undir kringumstæð- unum, og þar sem stjórnin leit svo á þá, og hefir ávalt litið svo á, að hún væri þjónn eða þjónar fólksins. fór hún til bindindismanna og sagði eitthvað á þessa leið: ÞiS hafið hugsað þessi mál manna mest og bezt, skiliS kringumstæðurnar betur en aðrir og vitið því hvaða lög líklegust séu til blessunar; liugsið ykkur eitthvert fyrirkomulag og setjið í lagaform, og skal stjórnin svo leggja það tafar- laust fram fyrir kjósendurna. Þetta varð að ráði. Leiðtogar bindindis- manna tóku að sér að ákveða fyrirkomulag þess- arar bindindislöggjafar og völdu hina svoköll- uSu Macdonald bindindis löggjöf. Var hún svo af Manitobastjórninni lögð fyrir kjósendur fylk- íS'ins 13. marz 1916 og af þeim samþykt og gekk í gildi 1. júní 1916. Þannig var þá þessu máli, vínbannsmálinu, sem búið var að vera pólitiskur fótbolti í Mani- toba fyliki í mörg ár, ráðið til lykta af Norris- stjórninni á einu ári frá því að hún kom til valda. En því var ekki einasta ráðið til lykta með því að leiða í gildi lög þau, sem bindindismenn beiddu um, heídur var einn helzti maðurinn úr þeirra hópi tekinn til þess að sjá um, að lögun- um væri framfylgt, og þeim hegnt, sem gerðu sig seka í að brjóta þau, og fengið í ,hendur fé og mannafli til þess að beita þeim sem bezt, og staðið svo á bak við hann með valdi því sem fylkið á yfir að ráSa, honum til fulltingis. Þannig hefir Norris-stjórnin uppfylt lof- crð það, 'sem frjálslyndi flokkurinn í Manitoba gaf fylkisbúum 1914. Vér búumst við að sagt verði, að enn sé mikið eftir að vinna fyrir bindindismenn, og það er satt. Þeirra verk er aS halda áfram að þroska skilning manna á skaðsemd vínsins og að ryðja úr vegi hömlum þeim, sem eru á því að hægi sé að útiloka alt vín úr fylkjunum og úr ölíu landinu. En slíkt hlýtur að taka tíma, því lyndiseinkunnum manna og þrám, þó ljótar séu, er ekki bægt að breyta á stuttum tíma, og meðan eftirsóknin er eins mikil eftir vínum eins og enn á sér stað, þá er Ktt hugsanlegt annað, en vín- bannslög verði brotin að meira og minna leyti, eins og líka á sér stað um víða veröld, þar sem þau eru í gildi. En bindindismenn geta verið vongóðir um algjörðan siípir í þessu máli, ef þeir njóta eins einlægra framkvæmda og öflugs fylgis hjá öll- um stjórnum eins og þeir hafa notið og njóta hjá Norrisstjórninni í Manitoba. Stórmálin fjögur. Eftir Dr. Frank Crane. IV. Góðmenska — Mannúð. Mannúðin þekkir engin takmörk og er ’lang-mest hrífandi af öllum viðfangsefnum mannsandans. Hún er fegursta draumsjónin og talar ‘hæira til 6- spilts eðlis, en hættan og æfintýraþráin. En þótt undarlegt sé, bera bókmentir þær, er um góðmensku og mannúð fjalla, oftast á sér langt um tilfinnanlegri viðvanings'blæ, en nokkurt annað prentað mál. Orsökin til þess mun vafalaust vera sú, að bróðurkærleikurinn og mannúðin teljast til hins yngra afspringis mannkynsþroskans, og þar af leiðandi ihafa rithöfundarnir notið skemmri æf- inga við undirbúning lýsinga sinna á þess-- um djúpu og yfirgripsmiklu hugtökum. önn- ur ástæða, sem hefir að líkindum tafið fyrir fram- leiðslu verulega góðra bóka um iþessi mál, liggur fólg- in í máltækinu gamla: “Tilgangurinn helgar meðal- ið.” pess vegna hafa eigi allfáir rithöfundar, er sam- ið hafa bækur siðferðilegs efnis, oft flaskað hættu- lega á því, að fallegt og mannúðlegt yrkisefni rétt- lætti klaufalegt vandræðaform. Ruskin segir á einum stað, að hvergi annarsstað- ar í þjóðfélaginu sé liðin slík ósköp af ófuillkomleika og 'í prédikunarstólnum og alt af sé borið í bætifláka með sama viðkvæðinu, “að hann sé svo góður mað- ur.” Afleiðingin af þessu misskilda umburðarlyndi hefir orðið sú, að prédikunum hefir hnignað, sunnu- dagsskólabækur og trúfræðitímarit orðið að annars flokks bókmentum eða þokast jafnvel neðar. Slíkt ástand verður ekki þolað tiil langframa. Framtíðin setur markið hærra og verður kröfuharð- ari. Framtíðar skáldsögurnar verða þrungnar af andlegum hetjublæ. Og hið sama mun einkenna sjónleikina. Ritstjórnargreinar hins nýja tíma munu kafa dýpra eftir sannleiksperlunum og leitast við í meiri alvöru, að fullnægja hinum andlegu þörfum kyn- slóðanna. Á sviði stjórnmálanna h'lýtur aðal áherzl- an í framtíðinni að verða lögð á trúmensku og s?im- vizkusemi. f sambandi við mannúð og bróðurkærleika eru að eins tvær bækur til, sem verða eiilíf-ungar og standast allar eldraunir: Nýjatestamentið og “Les Miserables”. Yfir þúsund ár liðu á milli útkomu þessara bóka. Og ef til vill liða þúsund ár enn, þang- að til að perlur svipaðar þessum kunna að koma fram á'sjónarsviðið. Hugmyndin urn Alþjóða-sambandið — friðar- samband allra þjóða, er árangurinn af sameinuðu, andlegu átaki mannúðarstefnunnar. pað er stærsta sigurvinning samtíðarinnar. pó verður dagurinn sá enn þá fegurri, þegar framtíðardraumurinn mikli rætist.. pá verður stríðs-hugtakið strykað að fullu út úr meðvitund þjóðanna, þá verður áhættu- og glæfra-þráin gleymd og þá skipar ástin öndvegið hjá einstaklingum og þjóðum, sem heilög ímynd hinnar ævarandi fegurðar. * V erksmiðjuryk. (Brot.) Kyrð er í bænum. Nú er nótt og nístingis kalt svo bítur góma. Og þó er eitthvað svo undur rótt og allur biminn í stjörnuljóma. Syngja Erie-vatnsins öldur, en ofurlágt, svo heyrist varla. Gengur þögull til hárra halla • hópur manna. En þreytu-nöldur af vörum sumra þó líoSLst löngum. 4Langur er dagur með engum söngum. Þys er og ys og ljós á lofti, liðin er nótt og kominn dagur. Spúið er reyk úr hverjum hvofti, hvimleitt er gau!—inn sami bragur. AHar verksmiðjur kyrja og kalla: “Komið til vinnu. Nóg er sofið.” Þögla eg Kt þá eigra alla, erfi'tt er istarf, þó feitt sé krofið. — Nú er eg einn á meSal manna margra þar við gni'stran tanna. Bolshevismi! Bál þitt logar býsna vel í manna sálum. Þegar að svitabunan bogar af búki þreyttum og á nálum fæðist nepja og hatur í huga, því “hákarlarnir ekki vinna.” En hinna ekki heilar duga í haturslþráð þeir langan spinna heilan's orku. Alt er í báli;— ærin er þörf á gamla Njáli. AndrúmsloftiS aTt er blandað eitri í þessum vinnuhöllum. Ekkert er nógu vel til vandað, vantar mentun. “Lýðinn skjöllum” mottó leiÖtoganna er löngum og lopirm teygður — gömul saga. Þó er lítil sðl. 1 söngum sézt ei margt um betri daga. Er þá jötunn andans enginn, enginn hér að snerta strenginn ? Einhver, sem vill strengi stilla, stefnu fasta og veginn sýna. Málin ganga alt af illa, er eiturtungur hugi 'brýna. Leiðist mér að lifa í svona lofti fúlu, en gott er að vona. Því upp úr böli margra manna máske grær hið fagra og sanna. ÞaS er líka margur á rnengi maður, er þessu nnir ei lengi. Stælast vöðvar. En vonir háar verða smáar í striti dagsins. Stökurnar eru furðu fáar, sem fæðast á stundu sólarlagsins. Sál mín þornar í þessu ryki, þögn er og ró í hugans 'löndum. Vinnuhöllin er skugga-skiki, en sikin er sólar á Víkurströndum. Þegar í anda ísland lít eg, andans fjötrana af mér brýt eg. Cleveland, Ohio, í deseber 1919. Á. Th. The Royal Bank of Canada Höfuðstóll löggiltur »25,000,000. Varasjóður $18,000,000 Forseti - Vara-forseti Aðal-ráðsmaður Höfuðstóll greiddur »17,000,000 Total Assets over »533,000,000 - Sir Herbert Holt E. L. Pease C. E. Neill Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við einstakllnga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisanir seldar til hvaða staðar sem er á Islandi Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðsinnlogum, *em byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum. WINNIPEG (West End) BRANCIIES Cor Wllllam & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manajer Cor. Sargent & Beverley F. Thordaríon, Manager •:or Portage & Sherhrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main t Logan «1. A. 0’Hara Manajer. 5% ,. VEXTIR OG JAFNFRAMT O ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar í 5% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- ml5a Coupon Bonds — i Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstéll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. Skuldabréf gefln út fyrir eins til tíu ára timabil, í upphæðum sniðnum eftir ffröfum kaui>enda. Vextir greiddir við lok hverra sex mdnaOa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Pentngar lánaðir bændum til búnaðarframíara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA VEIOIMENN Raw Furs til Sendið Yðar HOERNER, WILUAMSON & GO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um Kæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir Vér borgum Verðlista vorum ý Express kostnað SENDID UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAK! Að leika *ér, en tjá ekki fótum sínum forráð. (Niðurlag) Með þesisi undirbúningis-atriði úr vegi og Bolsheviki leiðtogana og þeirra kenningar settar til síðu, hefði verkalýðurinn haft þjóðina með sér í öllum sanngjörnum kröf- um um réttarbætur. pað hefir aldrei í sögu þjóðanna verið gjört eins mikið af vinnu- veitendum til þess að bæta hag verkafólksins og nú. En menn ættu að festa það í minni, að mörg af þeim verkföll- um, sem gerð hafa verið, var ekki hægt að ráða fram úr með til- elökun. Tilslökun j þeim tilfellum var þýðingarlaus, eða annað verra, hún var orsök áframhaldandi verkfalla sökum þess, að markmið verkfallanna var elkki eins og lát- ið var í veðri vaka, það, að bæta hag verkafólksins, að því er kaup vinnutíma og önnur velferðar- spursmál snertir, heldur hreyfing er æsingaleiðtogar höfðu 'hrint af stað, og sem stefndi fyrst að því að eyðileggja félagsskap verka- raanna, svo að taka alla fram- leiðslu í sínar hendur. Með öðr- um orðum, takmark þessara manna er sameigna þjóðfélags fyrirkomu- lagið (communism). En eftir slíkum hlutuim á þjóð- þingið að líta, og það er þeirra skylda að sjá um, að engar skyld- ur stjórnarinnar séu látnar leggj- ast undir höfuð sökum fram- kvæmdarleysis. pað er ekki í verkahring stjórn- anna, að sjá einstaklingum far- borða, heldur að gefa þeim tæki- færi til þess að verða að mönnum. pað var hugsjónin, sem vakti fyrir Bandaríkjamönum þeim, sem í upphafi sömdu stjórnarskrá vora, fyrirmynd stjórnar vorrar og styrkur. pað var fyrirkomulagið, sem þroskaði hina fyrstu landnema Bandaríkjanna og greindi þá frá hinum cvrópeisku smábændum. proskun einstaklings eðlisins eykur sjálfstrauist mannanna, — gjörir þá framkæmdarsama og frjálsa. Sósíalisminn er að eins hækja, sem hið lamaða einstaklingseðli og framkvæmdarþrá vill styðja sig við. Bandaríkjaþjóðin hefir sózt eft- ir sósíaliismanum að því skapi sem úllendingunum hefir fjölgað, því fólki, er ekki hefir getað sameinast þjóðinni sjálfri eða hugsjónum hennar. Fólk, sem hefir drukkið inn í sig yfirburða ríkishugmynd, sem er vei'kfæri í höndum annara og á- valt upp á aðra ikomið. pað hugsar sér stjórnina sem al- fullfullkomna til góðs eða ill'S. Flf að völdin voru til ills í hönd- um gömlu stjórnarinnar, þá verða þau að vera til góðs í höndum þeirrar nýju. pess vegna er æsingaanönnun- pm, ofstækismönnum og skrílfor- ingjum, sem alt af eru á vaðbergi til þess að auka tekjur sínar og völd, svo létt um vik. peim er ekki láandi, þó brúnin á þeim ihýrni við þá tilhugsun, að taka eignir og auð úr höndum þeirra manna, er mátt hafa, og í sínar eigin hendur. Fólk er ávalt fúst á að slást í för með skrílnum, þegar hann er á ferð, og því er það, að þeir hugs- unarlausu jafnt og þeir illgjörnu lenda inn í þeirri iðu. Niðurstaðan á öllu þessu verður sú, að æsingamennimir vilja skifta á stóreignamönnum, sem að minsta kosti eru hagsýnir og‘ skilja verzlunaraðferðir, fyrir aðra, sem ekkert hafa sér til meðmælis- annað en að hafa komið auga á skemsta veginn að ríki'sfjárhirzl- unni. Mennirnir, sem hafa auðinn í sínuim höndum, hvort heldur sem sína eigin eign eða fara með hann í umboði stjórnarinnar, eru stór- eignamenn (capitalists). pegar þjóðeigna fyrirkomulagið er komið á og stjórnirnar ráða öilu og öllum, hvar er þá það vald, sem heldur stjóraunuim í skefj- um? “Altruistinn”, sem var að reyna að fá afslátt á skattreikning sín- um, sýndi, að í huga hans eða þeirra var enn lifandi séreigna- tilfinning, þegar hans eign og hans eignaréttur komst í mótsetn- ingu við úrskurð stjórnarinnar og um peninga útlát var að ræða. Pað sýnist, að háum jafnt sem lágum sé innrætt næm tilfinning fyrir sínum persónulega eigna- rétti. Jón gamli Rockefeller, sem þeir benda oft á og sem í sannleika er ekki ugglaust að eigi meira af' auði landsins heldur en sann- gjarnlega mætti kalla hans hluta, hefir gert meira fyrir þjóðina með því að stofna Rockefeller- stofnunina, heldur en allar kenn- ingar og hugmyndir æsingamann- anna. par að auki hefir Rockefeller gefið meira til almennings þarfa, en nokkur þessara “altruista”. sem vér höfum nokkum tíma mætt. peir geyma í lengstu lög að skifta upp sínu eigin fé, og mót- mæla af krafti öllum tilraunum annara til þess að hagnýta sér það. Hvaða ástæður hafa þeir þá fyrir sínum draumóra hugsjón- uim? Ekki er það eðlis ástæða, né reynsl^. liðins tíma, heldur er hún sprottin eða til orðin í þeim parti heila manna þessara. sem er of dofinn til þess að framleiða heil- brigðar hugsanir. en er móttæki- legastur fyrir heimsku og hé- gómaskap. Hver heilbrigður maður, hvort heldur það er vélafræðingur, bóndi, verzlunarþjónn eða kaup- maður, sem athugað hefir bók- mentir þessara æsingamanna, veit að 'hreyfing sú er bygð á fölskum hugmynduim, þó þær virðist stund- um glæsilegar, og a! því, að þeir menn afvegaléiða sannleikarfn,-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.