Lögberg - 29.01.1920, Page 6
a\
á. t>
í .
LÖGBERG FIMTUADGINN 29. JANÚAR 1920.
T
Æska er
æfl skólk.
Alt, sem
lærist þá.
Veröl vori
aC grelslum
Ve*i llfsins 6.
P. P- P.
Sagan af Monte Cristo.
XVI. KAPITULI.
Daginn eftir var drepið á dyr hjá bæjarstjór-
anum í Marseilles. Komumaður, sem var um þrí-
tugt, var klæddur í gulleitar buxur, hvítt vesti og
bláleita treyju, búning, sem er sérkennilegur fyrir
Englendinga, enda leyndi þaS sér ekki á mæli
hans, er hann fór að tala, að hann átti yfir að ráða
til fulls hinum einkennilega framburði Englend-
inga. Eftir að hann hafði heilsað borgarstjóran-
um virðulega, mælti hann:
‘“Eger aðal-bókhaldari félagsins Thomson
og French frá Róm, sem um undanfarin ár hefir
verzlað mikið við Morrel og son hans hér í Mar-
seilles.”
Við eigum hjá þeim nú um hundrað þúsund
franka, og þó þeir hafi aldrei brugðist okkur, þá
eru húsbændur mínir farnir að verða órólegir sök-
um orðróms, sem af þeim hefir borist. Svo eg er
kominn beina leið frá Róm til þess að fá upplýs-
ingar hjá yður þessu viðvíkjandi. ”
“Herra minn,’’ svaraði borgarstjórinn, “mér
er ljósta, að hr. Morrel hefir átt óhöppu mað mæta
undanfarandi. Hann hefir mist fjögur eða fimm
verzlunarskip í sjóinn og einar þrjár stórverzlan-
ir, sem hann var við riðinn, hafa orÖiÖ gjaldþrota.
En það er ekki í mínum verkahring að skýra
mönnum frá efnahag hans, þó hann skuldi mér
tíu þúsund franka.
“Ef þér viilduð spyrja mig sem borgara um
álit mitt á Morrel, þá gæti eg sagt yður, að hann
væri strang-heiðarlegur maður, sem ávalt hefði
mætt öllum skyldugjöldum sínum á réttum tíma.
Og”, bætti borgarstjórinn við, “ þetta er alt, sem
eg get sagt yður herra minn, og ef að þér viljiÖ
fá meiri upplýsingar um herra Morrel, þá ættuð
þér að heimsækja umsjónarmann fangelsanna,
hex*ra Boville, sem býr að númer 15 Rue de Nou-
ailles. Eg hefi heyrt, að Morrel skuldi honum
tvö hundruð þúsund franka.”
Englendingurinn lét ekki segja sér þetta
tvisvar, en fór tafarlaust á fund Boville, sem var
’á skrifstofu sinni, og þegar aðkomumaður opnaði
dyrnar að skrifstofunxii, var eins og hann hrykki
við, en áttaði sig brátt og kastaðir kveðju á herra
Botille. Hann var svo sokkinn niður í hugsanir
sínar, að hann virtist ekki taka eftir aðkomu--"
manni fyrst í stað. En Englendingurinn lét sig
áhyggjur hans engu varða og ávarpaði hann á
sama hátt og hann hafði ávarpað borgarstjórann
í Marseiilles.
“Ó, herra minn,” svaraði Boville, “ótti yðar
er því miður á rökum bygður. *Þér sjáið frammi
fyrir yður mann yfirkominn af skelfingu út af
því, að þessi maÖur Morrel er rétt nýfarinn héðan,
og sagði hann mér, að ef skip það, sem hann á í
förum og heitir Pharoh, ekki kæmi á réttum tíma,
þá gæti hann ekki borgað mér; en eg var búinn að
tilkynna honum, að eg þyrfti á peningunum að
Italda. Eg tel mér þessa peninga tapaða.”
Boville hvesti á haxjn augun og mælti: “Fyrir
sama sem ekki neitt?”
“Fyrir tvö hundruð þúsund pund,” mælti
Englendingurinn og dró upp úr vasa sínum pen-
ingaveski með bunka af peningum í, og bætti svo
við: Verzlanin, sem eg vinn við, leggur það ekki
í vana sinn að ásælast eigur annara.”
“Eg ætti samt að segja yður, gð eg býst ekki
við að Morrel geti borgað sex af hundraði af þess-
ari skuld. ”
“Sama,” svaraði Englendingurinn. “Þóknun
sú, sem eg fer fram á að fá hjá yður, er annars
eðlís.”
“Nefnið þér hana,” mætli Boville.
“Þér eruð umsjónarraaður yfir nafnaskrám
fangelsanna, ” rnælti Englendingurinn.
“Já, það eni sérstakar upplýsingar viðvíkj-
andi hverjum einasta fanga,” mælti Boville.
“Jæja, herra minn,” mælti Englendingurinn,
“eg fékk mína mentun í Róm hjá ábóta einum,
sem hvarf skyndilega. og hefi eg síðan heyrt, að
hann hafi lent í “Castle If” fangelsinu, og þætti
mér gaman að fá sannar fréttir um dauða lians.”
“Hvað hét hann,” spurði Boville.
“Faria ábóti,” svaraði Englendingurinn.
“Eg man vel eftir honum,” svaraði Boville.
“Hann var vitlaus, þóttist vdta hvar fjársjóður
væri falinn í jörðu og bauð stjóxminni of fjár til
þess að lát sig lausan. ”
“Vesalings maðurinn, er hann dauður?”
spurði Englendingurinn.
“Já, fyrir fimm eða sex mánuðum síðan, síð-
ast liðinn febrúar,” svaraði Boville.
“Þér hafið ágætt minni,” mælti Englending-
urinn.
“Eg man,eftir þessu sérstaklega af því, að
sérstakt tilfelli skeði við dauða hans,” svaraði
Boville.
“Má eg spyrja hvað það var?” spurði Eng-
lendingurinn. ***' *
“Vissulega,” svaraði Boville. “Hér um bil
fimtíu fet í burtu frá klefa ábótans var annar
fangi, sem var kærður um samsæri til þess að
koma Napóleon til ríkja aftur, mjög hættulegur
maður. Þessi maður, sem hét Edmoiid Dantés,
náði einhveni veginn í verkfæri eða bjó það til,
því hann gróf göng á milli síns klefa og klefa ábót-
ans. Og þegar ábótinn dó, dró Edmond þessi
hann inn í klefa sinn, en fór sjálfur inn í klefa á-
bótans og var hann svo tekinn og látinn í poka.
Þér vitið að fangelsið á engan grafreit, heldur eru
líkin sett í poka, þrjátíu punda lóð bundið við
hann og honum svo hent fram af berginu í sjó-
inn.”
“Það var djarfmannlegt úrræði,” mælti Eng-
lendingurinn.
“Eg er búinn að segja yÖur, að hann var
liættulegur maður,” mælti Boville, “en til allrar
lukku tók hann með þessu alveg af skarið. Og mér
liefði þótt gaman að sjá framan í hann, þegar þeir
hentu honum fram af berginu.”
“Svo hann hefir þá druknaÖ,” tók Englend-
ingurinn fram í.
“Vafalaust,” svaraði Boville.
Svo gengu þeir inn í skrifstofu Boville, þar
sem skjölum þeim sem fangelsið snertu, var
i*aðað. Boville setti fram stól handa Englendingn-
um til að setjast á, þar sem þægilegast var að ná
til þeirra, og gaf honum leyfi til þess að nota þau
eftir vild.
Englendingurinn fann fljótt nafn Faria, en
hann nam þar ekki lengi staðar, heldur leitaði
upp nafn Edmond Dantés, og á opnu þeirri sem
það var ritað á, fann hann líka sögu máls hans—
klögunina, yfirheyrsluna, tilraun Morrels til að
frelsa Edmond, og svo athuganir Villeforts.
Hann tók kæruna, braut hana vandlega saman og
stakk henni í vasa sinn, en las hin skjölin, og varð
honum af þeim ljóst, hvenxig i öllu lá — að bænar-
skrám Morel um að láta Edmond lausan, gem rit-
aðar voru meðan Napóleon var við völd, hafði
Villefort haldið ,þar til annað endurreisnar tíma-
hilið byrjaði, og sem þá urðu hinn skæðasti vitnis-
burður á móti honum, því Morrel hafði hælt hon-
um mjög fyrir trúúmensku hans við Napóleon. Svo
það kom ekki flatt upp á Englendinginn, þegar
hann sá skrifaÖ gagnvart nafni Edmonds, í fang-
elsisskránni: “Ákafur fylgismaður Napóleons,
tók ákveðinn þátt í burtför hans frá Elba. Sjáið
um, að hann sé einn í klefa og strangt eftirli.t sé
haft með hnum.”
Á meðan Englendingurinn var að athuga
þessar sakir, sat Boville úti í horni, las í dagblaði
og sagði ekki orð, til þess að Englendingurinn
gæti haft sem bezt næði, og hann tók þess vegna
ekki eftir, þegar hann tók kæru Danglars og setti
hana í vasa sinn, eða ef hann hefir séð það, veitti
lxann því enga eftirtekt, enda hefði misgjörð Eng-
lendingsins þurft að vera talsvert stór til þess að
Boville hefði ónáðað hann, og átt á hættu að missa
tvö hundruÖ þúsund franka.
“Þökk fyrir,” mælti Englendingurinn um leið
og hann stóð upp, skelti saman bókinni, sem hann
hafði verið að athuga. “Eg er búinn að sjá það
sem eg vil. Nú er eftir að efna loforð mitt.. Ger-
ið svo vel að ritaafsalsbréf fyrir skuldinni og. við-
nrkenningu fyrir borgun á henni, og þegar þér
hafið lokið því formlega, skal eg borga yÖur pen-
ingana. ’ ’
Boville lét ekki segja sér Iþetta tvisvar. Hann
skrifaði í snatri bæði afsaliÖ og viðurke^ninguna.
og fékk Englendingnum, sem tók við 'þeim og
rétti Boville tvö hundruð þúsund franka í banka-
seðlum.
Til umhugsunar.
Eg hefi sterka von um glæpamanninn, en er
vondaufur um þá, sem eru tilfinningalausir og
kaldir.
Glæpamaðurinn getur iðrast, séð að sér og
crðið til fyrirmyndar í framgöngu.
Af vörum hinna köldu og tilfinningalausu
koma orð, sem eru hörð eins og högl og köld sem
ís. Þeir þurfa að verða hrærðir tii afturhvarfs í
sex eða sjö skifti hvert eftir annað, til þess að þeir
geti áttað sig og haft sama tækifæri til betrunar
og glæpamaÖurinn.—H. W. Beecher.
óeinlægir vinir eru líkir skugga mannsins.
Þeir fylgja oss eftir á braut vorri meðan vér
göngum í birtu, í sólskini meðlætisins. En yfir-
gefa oss undir eins og vér færumst inn í skuggann.
Geðofsi er eins og snákur, sem stingur sig
sjállfan. Geðofsiim skaðar mest sál þess, sem
missir vald á geði sínu.
Viðleitni er ávalt sigursæl. Það er miklu
betra að reyna og tapa, en að sigra án fyrir-
hafnar.
Hinn trúarlegi sigur lífsins er ekki fólginn í
því að draga sjálfan sig út úr heiminum, heldur
að halda sjálfum sér hreinum í honum.
Að líða fyrir aðra af fúsum vilja er göfugt
líf, en ekki að láta aðra líoa fyrir oss.
Við kringumstæðumar ráða menn ekki, en
hegðun sinni getur hver maður ráðið.
Lifðu lífi þínu eins og guð vill, en ekki eins
og þér sjálfum gott þykir, og reyndu að gera þér
^em mest úr því á þann hátt.
Tvöföld vanþekking er það, þegar mennimir
þekkja ekki sína eigin fáfræði.—Plató.
Guðrún og Bjarni.
Eftir Karl Andersen.
Himininn var heiður og sólin skein skært, þó
um miðjan vetur væri og það á Islandi, sem liggur
svo norðarlega. Sólin skein á hvítu fjöllin, sem
spegluðu sig í hafinu, heiðbláu og rennisléttu í
logninu; hún skein á jörðina, á snjóþöktu húsþökin
í kaupstaÖnum, og á hæðirnar fyrir sunnan hann
og hólana öðru megin við stöðuvatn eitt lítið. Is-
inn á vatninu var sléttur og flugháll, og þótti
skautamönnum skemtun hin bezta að renna þar
á skautum í góðviðrinu.
I snjónum brakaði og marraði undan sleðun-
um, sem mnnu niður hólinn. Hávaðinn var svo
mikill, að hann heyrðist mitt inn í kaupstaðinn,
því þann daginn vom að minsta kosti tuttugu sleð-
ar á ferÖinni. Magnús hafði hæst af öllum
drengjunum, enda var sleðinn hans á undan öllum
hinna, en Bjami lagsbróðir hans fór seinastur
eins og vant var; hann fór sér aldrei óÖslega að
neinu.
Þeir drengirnir vora annars ólíkir að öllu
leyti. Magnús var það sem kallað er fríÖur pilt-
ur, en Bjarni öllu fremur hið gagnstæða; hann var
stóreygður, en úr augum hans skein einhver ljómi,
og þau vora eiginlega eina fegurÖin hans. Magnús
var kvikui'-og snar, en Bjarni hægfara. Magnús
var má'lgefinn og fjörugur í tali, en Bjarni var
einn af þeim, sem “hugsar meira en hann segir. ”
Þess vegna var það ekki heldur neitt undar-
legt, iað ungu stúlkurnar tækju Magnús fram yfir
Bjarna. Þarna stóð nú stór flokkur af þeim; þær
horfðu á skemtunina og vildu hjartans fegnar
fara með; 'þær vissu, að það mundi vera undur
gaman að renna niður hólinn, skjótara en fuglinn
fljúgandi.
“‘Viltu renna þér með mér, Guðrún?” sagði
Bjarni; “eg læt ekki sleÖann velta, því eg fer svo
varlega. ’ ’
“Nei, það vil eg ekki,” sagði Guðrún; Bjami
rendi sér einn niður hólinn og var aftur seinast-
ur allra, en ungu stúlkurnar hlógu að. —
Hún var ofur-lagleg hún GuÖran litla.; skott-
húfan með græna skottinu og silfurhólknum fór
litla höfðinu afragðs vel; en það, sem menn strax
tóku eftir, var síða hárið hennar, gult á litinn og
silkimjúkt; hún var stóreygð og augun gáfuleg;
nefið var lítið. Hún var í dökkri prjónapeysu og
dökku vaðmáls-pilsi, sem fór henni svo, að þau
vora alveg sniðin eftir hinu afbragðs fagra, þýð-
lega vaxtarlagi hennar; hún hafði silkiklút um
hálsinn og knýtt knýti á að framan, og skein sólin
á marglita blómsauminn á endunum. Hún gekk
líka strax Magnúsi í augu, og þegar hann var kom-
inn upp á hólinn spurði hann hana:
“Viltu renna þér meÖ mér, Guðrún? eg fel*
hart á fleygiferð.” ^
Hún hugsaði sig um, og hafði einn fingurinn
uppi í sér á meðan, en hinar ungu stúlkumar
hniptu í hana; þær vildu láta hana byrja, og ætl-
uðu sér svo að koma á eftir — og svo settist hún í
sleðann hjá Magnúsi. Þau rannu niður hólinn, og
svo hart, að þau voru nærri búin að renna Bjaraa
um koll, þegar hann mætti þeim; hann dró sleðann
á eftir sér og var að klifrast upp hólinn.
“Hann fer nú ætíð svo hvatlega, bara að þol-
gæðin sé eftir því,” sagði Bjami.-----
Arin liðu, og börnin urðu fulltíða. Guðrún
var orðin gjafvaxta mey, hrein eins og norðan-
vindurinn og björt eins og; — en sleppum samlík-
ingum. Það er nóg að hún var fegursta mey í
sýslunni og þó víðar væri leitað. Magnús og Bjarni
vora báðir efnilegustu menn; báðir voru þeir
formenn fyrir bátum sínum heima á vetram, en
á sumram voru þeir í kaupavinnu og höfðu bezta
kaup. 'SkrafskjóÖur í kaupstaðnum voru að
hvísla því að vinkonum sínum, að þeim litist báð-
um vel á Guðrúnu.
Að svo væri um Magnús, það vissi Guðrún vel;
hann hafði mörgum sinnum sagt henni, hvað hxin
væri falleg, og henni þótti ekkert að því að heyra
það; hann var æði-mun skemtilegri heldur en
þverhöfðinn hann Bjami, sem aldrei talaði orð
af munni. Bjami hafði aldrei sagt henni á
leiðinni frá kirkjunni, hvað vel henni færi íslenzka
skauttreyjan með silfurbaldýringum; hann hafði
aldrei hjálpað henni yfir mýramar á leiðinni og
aldrei látið hana á hestbak. En það stóð henni
líka alveg á sama — hvað kærði hún sig um hann
Bjarna? — það fengi hann aÖ sjá. Hann fékk
líka að sjá það, þ'egar hún einn góðan veðurcjag
um vorið lofaðist Magnúsij,
“Þá er nú séð fyrir henni; nú kemur að okkur
hinum, ” sögðu stúlkurnar, og þær brostu enn þá
vinaflegar en fyrri til Bjarna, þegar þær mættu
honum á leið sinni. *
En hann tók ekki eftir því; hann leit út fyrir að
hafa en meir að hugsa en fyrr. Hún móðir hans
gamla hristi höfuðið, þegar hann sat svo heima hjá
sér í baÖstofunni og var alt af hugsandi; þaÖ var
eins og steini væri létt af henni, þegar hann fór
norður til kaupavinnu um sumarið eins og Magn-
ús. Hún hélt kannske, að hann' fengi annað að
að hugsa um þar.
En hvað leið nú Guðránu? Það fer margt und-
arlega í heiminum. Áður hafði hún verið skemt-
in og glaðlynd, en nú var hún þögul og fálát, og
væri hún stöku sinnum kát, þótti vinstúlkum henn-
ar, sem gleði sú væri ekki eiginleg, enda var hægt
að sjá, að hún kom ekki frá lijartanu. Var það af
því, að Magnús var farinn burt? Engan veginn;
því hún var orðin þannig áður en hann fór. Eng-
inn skildi neitt í þessu.
Hún tók ekkei-t eftir því, þegar márinn flaug
rétt yfir höfði hpnnar, eða stakk séi* niður í s^óinn
svo nálægt henni, að skvetturnar vættu hana, þeg-
ar hún var að ganga fram með sjónum. Hún tók
ekki eftir neinu. Tryggi hundurinn hennar, hann
Snati, lagði trýnið sitt í kjöltu hennar, þegar hún
sat á túninu, og einblíndi svo á hana; hún klapp-
aði honum, en hugurihn fylgdi ekki hendinni; hún
gjörði alt eins og í draumi, en sál hennar var lang^
burtu. Grösin og blómin greru að vorinu og visn-
uðu aftur að haustinu — en hún hafði naumast
vitað af sumrinu.
(Niðurla næst).
------o-------
Heilbrigt og ánœgjusamt líf.
Kona ein, Mrs. Edward Payson Trehume að
nafni, sem nafnfræg er orðin fyrir matreiðslu-
bækur er hún hefir gefið út undir nafninu Marion
Harland, átti nýfega áttugasta og níunda aldurs-
afmæli sitt. Við það tækifæri sagði hún:
“Ef eg við þessi takmörk æfi minnar hefði
nokkurn boðskap að flvtja bæði til yngri og eldri,
þá væri það þetta: Leitið lífsgleðinnar í vinnu
yðar, því hana er þar að finna, ef að menn og kon-
ur vilja að eins leita hennar. Söktu þér niður í
verk þitt með öllu viljaþreki þínu — með allri sálu
þinni, og hættu ekki fyr en þú hefir lokið því, sem
þii hefir ásett þér að gera og notið launanna af
ærlega unnu verki.”
Fyrir tíu árum síðan, þegar hún var sjötíu
>og níuí ára gömul, datt hún og braut hægri hand-
legg sinn, og sökum hins háa aildurs var ekki
von um afturbata, svo hún gæti notað hendina til
skrifta. Fjöldi fólks hefði þá víst gefist upp, en
það gerði Marion Harland ekki, heldur fékk hún
sér hraðritunarvél og tók að æfa sig á hana með
vinstri hendi, og hætti ekki fyr en hún gat ritað
á vélina fullum fetum með vinstri hendi. Og við
áttugasta og níunda afmælisárið skiftir hún degin-
um aðallega í tvent: við prjóna sína og við hrað-
ritunarvélina; hún er aldrei eina stund iðjulaus.
-----------------------o------
> Ráðvandra borðin.
1 Tores sundinu fyrir norðan Queensland íí
Ástraííu liggja nokkrar eyjar. Ein af þeim heitir
Mury eyjan, og er hún nafnkunn fyrir það, hve
fólkið þar er ráðvant.
1 öllum héruðum á eynni ex*u borð reist upp,
sem nefnd eru “ráðvandra borðin”, og þegar hlut-
ur týnist, tekur finnandi hann að einu þessu borði
og leggur hann á það, og heldur svo sína leið. AS
kvöldi dags kemur lögreglan og tekur munina og
eru þeir afhentir hinum rétta eiganda eftir að ná-
kvæm rannsókn hefir verið haldin um það, hvem-
ig hluturinn hafi týnst; og ef að það sannast, að
hluturinn hafi týnst af léttúð eða hugsunarleysi,
er sá sem týndi sektaður eða honum hegnt á^ann-
an hátt.
Enginn ókunnugur fær að koma til eyju þess-
arar nema með leyfi höfðingja eyjarskeggja, og
enginn má þar vera nætursakir nema sem gestur
hans.
Lög þessi halda úti öllum óþjóðalýð frá eynni
og vamar þess, að áfengi sé flutt þar inn.
SKrítlur.
Fráin: Þú segir að hann leiki vel á hljóð-
færi, þessi ungi maÖur, sem kom hingað í húsið
í gær. ^
Dóttirinn: Já, þú ættir að heyra, hvað
yndislega hann spilar á gramófón!
Kénnari var að gera lærisveinum sínum
grein fyrir hvað orÖið “montinn”.þýddi. \
—Ef eg nú, t. d., sagði hann, raupaði af því,
að eg væri hálærður, stórfróður og sérlega fríð-
ur sínum, hvað væri eg þá?
—ósannindamaður, svöruðu allir lærisvein-
amir í einu hljóði.
M: Gengur ekki dóttir þinni prýðisvel við
háskólann?
J.: Jú, í næsta mánuði ætlar hún að giftast
einum prófessomum.
B.; Hvernig líður föður yðar.
A. : Hann er nú kominn til himnaríkis.
B. : Hvaða ósköp era að heyra þetta!
»