Lögberg - 25.03.1920, Page 5
LOGBERG. FIMTUDAGINN 25 MARZ 1920
Bls. 5
MlXTl#
^öSON’S ^
cqmpanv
Lang frœgasta
TÓBAK í CANADA
Auðvelt að spara
Það er ósköp auðvelt að venja sig á að spara með því
að leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari-
sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt við
höfuðstóiinn tvisvar á ári.
ÐOMINION BANK
W. H. HAMILTON, Manager.
- - W. E. GORDON, Manager.
NOTRE DAME BRANCH,
SELKIRK BRANCH,
ljóst. Hvert mál verður a'ð I um búið. Meðfram suðurhlið
fynding, eða sjónhverfingar sem
loddárar framleiða, heldur skýr
vísdómsvegur. — Vegur spek-
inganna, alt frá Moses og til
Materlinck, og börn vor verða að
kynna eér þau sömu landabréf,
og iþær sömu landamerkja línur
eins og forfeður vorir gerðu.
Og hið fyrsta og mikla boðorð
er.
Hafðu vald á hugsunum þínum.
pessu fyrsta boðorði verður þú
að trúa, ef þú gerir það ekki, þá er
vonlaust um þig, og ógæfan verð-
ur einhvemtíma á vegi þínum, þú
verður að trúa, að hugsanirnar
séu á 'þínu valdi en þú skki á
þeirra.
Hugsanirnar sýnast fæðást fyr-
ir hafnarlaust, þetta eða hitt
kemur á Ihug þér, og þú veizt ekki
hvemig.
pú segist ekki geta ráðið hugs-
unum þínum. Svo þegar þung-
búnar em hugsanirnar, þá ert þú
sjálfur þungbúinn, en þegar þær
eru bjartar sem sólargeislinr þá
er líka bjart yfir þér, og glatt í
huga þínum.
m pannig ertu, eins og laufblað á
haustdegi sem að vindurinn feyk-
ir. fótbolti örlaganna, leikfang ó-
sýnilegs afls sem þú ræður ekkert
við.
Fyrsti leyndardómur þíns eigin
þreks, er að skilja að þessi hug-
mynd er ósönn.
pú getur haft vald yfir hugs-
unum þínum, ef til vill getur þú
það ekki ávalt beinlínis. en þú get-
ur það aitaf óbeinlíni? petta
getur þú gert með því að snúa hug
þmum frá einu og að öðru.
pess vegna getur þú synjað
öllum, eyðileggjandi hugsunum,
vistar í huga þínum.
Hýstu þar aldrei hugsanir sem
gera þig órólegann, eða hjátrúar
fulla®n. Bkki skaltu heldur
láta koma þér til þess, að óttast
það sem leyndardósfult er og ó-
þekt, því undan sMkum forynjum
leggja þeir óupplýstu, og lítil-
sigldu á flótta.
punglamalegiar hugsanir geta
heimsótt þig án þíns vilja, en þær
geta aldrei máð bólfestu hjá þér
íyi vilja þíns, þær geta knúið á
ayr hugsana þinna, en það er á
þínu valdi hvort þú býður þeim
inn til veru og vistar.
Hið fyrsta boðorð mannssálar-
innar er ekki, “pú skalt tala rétt”
né “þú skalt gjöra iþað sem rétt
er” heldur “þú skalt hugsa rétt.”
Frumfhugsunin í huga hvers
einasta manns, er ihugsunin um
guð. Eg hirði ekkert um hvaða
trúarbragða flokki iþú heyrir til,
heldur hver sem hann er, að ef
þú hugsar um guð sem óvin, þá er
sú hugsun fölsk og ósönn.
pú verður að trúa því, að kraft-
ur sá sem öllu stjórnar sé þér
vinveittur, beri fyrir þér um-
hyggju og umönnun.
Eg þekki ekkert mikilmenni
sögunnar, sem hugsaði sér guð
sem andstæðing sinn.
Annað boðorðið er
Vertu hugprúður. '
Hugprýðin er ein af frumdygð-
«m mannanna. pað hefir aldrei
verið til flokkur viltra manna sem
Pkki leit með lotningu upp til hug-
prýðinnar.
Peir leggja ekki mi'kið upp úr
sumum öðrum dygðum, sumar
þekkja þeir aldeilis ekki. En al-
staðar og ávalt, hefir hugprýðin
vertð höfð í heiðri af konum jafnt
sem körlum.
Hræðstu ekki dimmuna — nótt-
ina, framtíðina eða það óþekta.
Að hræðast óhreina anda, er sama
og búa sér þá til.
Hræðstu ekki sjálfan þig. pað
sem þú átt að gjöra, það getur þú
gjört. Skyldurnar eru ekki
mældar eftir hæfileikunum. held-
ur hæfileikarnir eftir skyldunum.
pér aukast kraftar þegar þú
gengur í einlægni að verki.
Hræðstu ekki aðra menn. Eng-
inii getur eyðilagt þig nema sjálf-
ur þú. Enginn maður, getur tek-
ið frá þér það sem örlögin hafa
látið þér falla í skaut.
pað sem að þú hefir sáð, það
skerð þú vissulega upp.
Vertu því rólegur, vongóður og
ekki hræddur, því þú ert í hendi
guðs almáttugs, og þegar hans
tími er kominn, mun hann setja
þig á þann stað sem þér til
heyrir.
Eg hefi aldrei þekt andlegt-
mikilmenni, sem var 'hugleysingi.
— Framhald.
Frá Islandi.
Setning hæstaréttar
Hæstiréttur íslands var settur
í fyrradag, eins og boðað hafði
verið. Til þeirrar athafnar var
boðið ráðherrum og erlsndum
sendiherrum, biskupi, forsetum
alþingis. yfirmanni danska varð-
pkipsins, lögreglustjóra, skrifstofu
stjóra 1. skrifstofu, prófessorum
málaflutningsmönnum og blaða-
mönnum.
Dómarar hæstréttar höfðu yfir
sér bláar kápur með hvítum börm-
um. Dómstjóri Kr. Jónsson sat
fyrir miðju borði, en á hægri hönd
honum sátu Halldór Daníelsson
og L. H. Bjarnason, en á vinstri
hönd Eggert Briem og Ólafur
Lárusson, prófessor, sem settur
er 4' fjarveru Páls Einarssonar.
pegar gestir höfðu tekið sér
sæti á áheyrendasviðinu, stóð
dómstjóri upp og flutti ræðu þá
sem birtist í Vísi í gær.
pegar hann hafði mælt niður-
lagsorð ræðu sinrfar, stóðu gestir
allir á fætur, en dómstjóri las
heillaskeyti frá konungi til hæsta-
réttar og svarskeyti til 'konungs,
og hlýddu rnenn því standandi.
Að því búnu tók til máls for-
maður félagte málaflutnings-
manna, a|þm. Sveinn. Björns^on
og stóðu málaflutninsmenn að
baki honum. peir höfðu yfir sér
viðar kápur svartar og bláar.
Sv. Bj. pakkaði dómstjóra um-
mæli hans til málaflutningsmanna
og árnaði Hæstrétti heilla og
blessunar og lauk hann máli sínu
með því að biðja starfsbræður
sína að votta Hæstarétti virðingu
og lutu þeir dómendum allir sem
einn maður, en dómstjóri þakkaði
ræðu Sv. Bj. með fám orðum.
pegar ,hér var komið kvöddu
gestir dómendur, en málaflutn-
ingsmenn urðu eftir.
pá var tekið ti,l dómarastarfa.
Skrifari Hæstaréttar, cand. jurls.
Björn pórðarson, (sem ibúin var
ljósblárri kápu) las upp mál þau
sem dæma átti, en dómstjóri las
upp sjálfa dómana og loks voru
r.okkur ný mál tekin upp og frest-
ur veittur í þeim ölllum nema
einu sem lagt var 1 dóm.
Athöfn þéssi fór fram með há-
tíðlegum blæ og verður þeim
minnisstæð, sem þar voru.
Ræða
Kristjáns Jónssonar
við setning Hæstaréttar.
Háttvirtu meðdómendur, hátt-
virtu málaflutningsmenn, hátt-
virtu herrar!
pegar hæstiréttur íslands nú í
dag á að byrja starfsemi sína,
vildi eg leyfa mér að ávarpa yður,
háttvirtu herrar nokkrum orðum,
og verður mér þá fyrst fyrir, að
lita nokkuð aftur yfir liðinn tíma.
Síðustu 20 eða 25 árin hafa fært
oss ísiendingum margar og
miklar breytinagar á þjóðarhög-
um vorum, breytingar er jafnvel
mætti kalla byltingar; mest áber-
andi er að viísu breytingarnar á
atvinnuvegum vorum, á allri
verzílun, á sjáfarútvegi og fiski-
veiðum, á siglingum og samgöng-
um við umheiminn; allar þessar
breytingar eru vottur framsókn-
ar af vorri hálfu, og fara að eg
vona í rétta átt, stefna til þjóð-
þrifa, og hafa þó síðustu fimm
árin, sem kunnugt er, verið á marg
víslegan hátt mjög erfið vegna
styrjaldarinnar miklu. — En
jafnframt þessari framsókn á
sviði atvinnumálanna, er aðal-
lega hefir átt sér stað síðustu 25
árin, höfum vér sótt fram langan
yeg á stjórnmálasviðinu, og það
svo, að nú erum vér komnir að þvS
marki, er vér áður höfum sett oss
fremst.
Eftir 67 ára nær látlausa bar-
áttu fengum vér fyrir rúmu ári
síðan með góðu samkomulagi við
meðsemjendur vora, Dani, viður-
kend með sambands'lögunum rík-
isréttindi lands vors og þjóðar á
þann veg og 'í svo ríkum mæli að
allur þorri þjóðarinnar hefir með
ánægju þegið þau málalok. Eitt
ákvæði sambandslaganna heimil-
ar oss að stofna æðsta dómstól
hér innanlands, eða sem iþað tíð-
ast hefir verið kallað, að flyta
æðsta dómsvaldið aftur inn í land-
ið, og hefir þetta nú verið gert,
því að með lögum 6. október f. á.
er Hæstiréttur stofnaður, dóm-
stóllinn, sem nú á að taka til
starfa. Eg sagði áðan “aftur”
um flutnings dómsvaldsins inn í
landið, og miðar til þess, að end-
ur fyrir löngu hlutu rslenzk dóms-
mál fullnaðarúrlausn hér ínnan-
Lr.nds fyrir íslenzkum dómstóli.
Á lýðvalds- eða þjóðríkistímum
þessa lands fengu innanlands
dómsmál fullnaðarúrslit hjá dóm-
stólunum á Alþingi við öxará,
fjjórðungsdómunum og fimtar-
dómnum, og það er ekki fyr en
nokkrum árum eftir, að landið
gekk undir konungsvald, að heim-
ilað er að skjóta ísl. málum undir
dómstól erlendis til síðustu úr-
lausnar. pað er fyrst eftir að
Jónsbók er lögtekin eftir 1280, að
lagaheimild finst fyrir því, að
skjóta megi dómum lögmanna og
lögréttunnar, er þá fóru með
æðsta dómsvaldið innanlands, út
úr landinu undir dóm konungs,
og skkyldi hann skera úr málun —
um með ráði vitrustu manna.
Vitanlega á lögbók hér við réttan
íslands konung eftir gamla sátt-
mála, og varla getur iþað verið
efamál, að lögbók vor hefir haft
Islendinga fyrir augum, er hún
hér nefir vitrustu menn. En i
framkvæmdinnii varð þetta svo,
að málin, er héðan var sfefnt und-
ir konungsdóm, voru lögð undir
ríkisráðið til úrlausnar, fyrst hið
norska og siíðar hið danska. Og
var þannig farið með dómsmál vor
alla leið fram yfir 1660, uns Hæsti
réttur var stofnaður í Danmörku.
Konungur varð þá forseti Hæsta-
réttar, og var það þá all-eðlilegt,
að ísl. málum væri skotið til
hans í Hæstarétti, og skiljanlegt,
að heimildin fyrir því væri enda
talin áður áminst ákvæði Jóns-
bókar. Hefir ísl. málum síðan
verið skotið til Hœstréttar Dan-
merkur til síðustu úrlausnar alt
til loka síðastliðins árs, og varð
engin breyting á því, er konungur
hætti að vera forseti réttarins fyr-
ir 70 árum síðan. — En með áð-
urnefndum lögum 6. október f. á.
er dómisvld þessa réttar í íslenzk-
um málum flutt hingað heim, og
fengið í ihendur imnlendum dóm-
stóli, Hæstarétti þssa lands, þessi
ráðstöfun lögtgjafarvaldsiris mun
vera talin á réttum rökum bygð,
því eigi verður það ta'lið hagfelt
eða viðeigandi, að íslenzkir borg-
arar sæki úrlausn mála sinna til
dómstóla á öðru rlíki, þar sem ræð-
ur önnur tunga, staðhættir og
lifnaðarhættir eru allir aðrir en
hér, og alt umhverfi gerólíkt.
pað er vegsemd fyrir hina ís->
lenzku þjóð, að hún aftur hefir
fengið æðsta dómsvald og alt
dómsvald sinna mála í sínar hend-
ur, og það er vegsamlegt starf,
sem þessum dómstóli er falið, að
kvéða upp úrslitaúrs'kurði í rétt-
arþrætum borgaranna, og leggja
fullnaðardóm á misgerningamál,
en hér sannast að vísu hið forn-
kveðna, að vandi fylgir vegsemd
hverri, og “vandinn,” hann hlýtur
að lieggjast þunglega á dómendur
og málaflutningsmenn, því að í
þeirra höndum eru úrslit 'hvers
máls.
Háttvirtu málaflutningsmenn!
Yðar stétt er ung hér á landi.
En hún á mikla framtíð, framtíð
döfnunar og þroska. Hlutverk
yðar er mikilvert, vandasamt og
ábyrgðarmikið, og hefir vandinn
og ábyrgðin auki'st að stórum mun
við hinar nýju réttarfarsreglur
Hæstaréttarlaganna, er hér á
lr.ndi hafa áður verið óþektar.
pér eigið að búa málin í hendur
dómstólunum, og þau verða dsamd
eíns og þér leggið þau fyrir rétt-
inn. pað er yðar hlutverk að
Uraga upp fyrir réttinum glögga,
greinilega og sanna mynd af
i þeim máiistað, sem þér farið með.
Sérstaklega vil eg leggja áherslu
á. að það er öllu öðru fremur á-
ríðandi, að myndin sé sönn, að
satt sé skýrt frá atvikum máls-
ins og yfirleitt, að eigi sé vikið
frá sannleikanum, og hallað á
hann. Eg tek þetta hér fram
því, að á þessu hefir á stundum
þótt vilja verða misbrestur, mála-
flutningsmennirnir þótt leggja
álla stund á að fegra sinn málstað
og farið ógætilega með sannleik-
ann, en það má ekki vera. pað
verður að' vera ófrávíkjanleg
regla, að segja satt í málfærslu,
enda varðar við lög, ef út af því
er brugðið. Frægur grískur rit-
höfundur segir á einhverjum stað
að hlutverk málafl. manns sé
það, að gera verri málstaðinn að
betri málstað, og er það einkenni-
legt, að þetta virist vera nokkuð
almenn skoðun enn nú á dögum,
en það er þó viíst, að góður mál-
staður, getur aldréi orðið vondur,
og vondur málstaður aldrei góður,
en satt og rétt verður að skíra
frá málsatvikum, eigi málstað-
urinn að koma fyrir dómstólinn í
sinni réttu mynd og fá þar rétt-
láta úrlausn. — Eg efast ekki um
að þér, háttvirtu málafl.menn, er
fengið hafið leyfi til að reka mál
fyrir Hæstarótti, munið rækja
starf þetta með alúð og samvizku-
semi, og dugnaði, hver eftir sín-
um kröftum og hæfilegleikum og
að þér munið verða öflug og á-
I byggileg stoð fyrir dómstólinn
þannig, $ð samvinnan milli yðar
og hans verði svo vaxin, að hún
verði trygging fyrir réttlátum úr-
slitum dómsmálanna.
Háttvirtu meðdómendur —!
Ekki er vandinn og ábyrgðin
minni, er á O'SS h.vílir, dómendun-
um, sem eigum að leggja síðasta
dómsorð á réttarþræturnar, og
þykist eg vita, að oss sé það öllum
dæma eftir lögum og landsrétti,
skrifuðum og óskrifuðum, eins og
það er lagt fyrir dómstólinn með
öllum þess margbreytiilegu at-
vikum. Að skapa sér glögga
og sanna mynd af hverju máli
eins og það liggur fyrir með öll-
um atvikum þess, er til greina
eiga að koma, er að mínu viti erf-
iðasta verk dómarans, en þetta á
að takast, ef álúð og kostgæfni er
beitt, og dómendur hafa þá þekk-
ingu á þjóðarlhögum og lífi al-
mennings, sem ætla má að dómar-
ar í þessum rétti hafi. pegar
slík mynd málsins er fengin, er
það því næst hlutverk dómstóls-
ins að úrskurða um, eftir hverj-
um laga-ákvæðum úrlausn máls-
ins skuli fara, og er það að mínu
áliti minna vandaverk en hið áð-
urtalda fyrir dómendur, er feng-
ið hafa þá fræðslu í lögum, sem
heimtuð er af hérlendum dómur-
um. — pegar vér nú eigum að
leysa þetta dómstarf af hendi, er
eg þess fullviss, að vér munum
állir saman og hver og einn leggja
alla vora krafta, þekkingu og vits-
muni fram til þess, að dómsúr-
slitin verði ábyggileg og rétt-
lát, enda er þetta bein skýlda vor,
og þá hefi eg jafnframt þá öruggu
von, að vér munuim ávinna dóm-
stólunum traust álþjóðar, þannig
að almenningur gjarnsamlega!
leggi mála-efni sín undir dóm J
réttarins, og uni úrslitum þeim,;
er þau fá þar. — Svo framarlega j
sem vér öflum Hæstarétti þessa;
trausts, erum vér á réttri braut,
dómstólnum mun farnast vel, og
starfsemi hans verða farsælleg
fyrir þjóð vora. — pað er ósk mín
og örugg von, að svo megi verða.
Að svo mæltu leyfi eg mér, sam-
kvæmt umboði 'því, er mér er veitt
til þess, að setja Hæstarétt ís-
lands.
er langt borð og innan við það
sitja dómendur, en gengt þeim
á miðju gólfi er stúka málaflutn.-
manna og þar út frá tvær litlar
stúkurhanda blaðamönnum, en
meðfram norðurhlið er áheyrend-
um ætlað pláss og er það í minsta
lagi. — Við austurvegg er sæti
hæðstaréttarritara, en með vestur-
vegg er þröngur gangur, sem dóm-
arar ganga um milli sæta sinna
og stofu þeirrar, sem er innar af
réttarsalnum, og áður var dóms-
salur landsyfirréttar.
Um 30 manns eru nú að vinna
við hina fyriíhuguðu rafmagns-
stöð hjá Elliðaánum, og hafast
þeir við í neðri húsunum. Vatn
í ánum hefir verið mikið, þrátt
fyrir frostin undanfarna daga.
pað var eldki alveg rébt, sem
sagt var í Vísi á dögunum, að ráð-
mönmum til frélsunar og e«dur-
lausnar, að gerast áskrifandi að
tímariti sem eg hiefi ákreðtð að
byrja að gefa út í lok yfiratand-
andi mánaðar. Tímaritíð verð-
ur í “Bjarma broti”, að líkindum
að minsta kosti 64 blaöíwður á
hverjum þrem mánuðum, eða 4
rit á ári, innheft í kápu. Ritið
verður selt á einn doHlar semt borg-
ist fyrir fram, og vil eg sérstak-
lega leggja áherslu á við þá, sem
eru þessu hlyntir, að gerast kaup-
endur áður en byrjað verður á
prentun fyrsta ritsins sem verður
um miðjan þenna rnánuð. Sök-
um þess, að mig skortir þaS sem
verður' að borgast um leið og það
fer í pressuna. Byrjun tima-
ritsins er nú þegar trygð, en fyrir
framhaldi þess ber eg éngan kvíð-
boga. Innihald fyrsta ritsins
verður:
1. Gerð grein fyrir tilgangi og
grundvar.aratriðum itómaritsine.
2. Persónulegur vitnisburður
stafanir til að 'banna samkomur uim trú og frelsun.
hefi verið gerðar á sameiginlegum
fundi ibeggja sóttvarnarnefnda.
pað var sóttvarnarnefnd bæjarins
sem því réði.
Spunnið úr hagalögðum.
Fjaðra brotinn fugl á grein,
flugs ei not má kanna
þó í Koti Kerling ein
kunni að ota penna.
Krókaleiðir lífs um flet,
löngum heiður skerðir,
fuglar veiðast falskt í net,
fjörs svo eyðing verði.
Væri betur velsæmi,
virt á metum dygða,
óþörf fet í ungdæmi,
olla hretum stygða.
Iðunn.
Qvod felix faustumqve sit!
Stökur.
I Kveðnar viku af þorra 1920 til
Mrs. K. I). J.
Komið til S4 King Street
og skoðið
Electric Washing Machine
Það borgar sig að leita upplýsinga
Light & Power
54 King Street
Frá Alþingi Islands.
Forseti í sameinuðu þingi var
kosinn Jóhannes Jóhannasson,
bæjarfógeti, með 29 atkvæðum, 9
seðlar voru auðir. Varaforseti
var kosinn Sveinn Ólafsson í
Firði, með 19 atkvæðum og þurfti
þrívegis að greiða atkvæði áður
en gilt yrði. Björn Kristjánisson
fékk 16 atkvæði. Skrifarar voru
kosnir Björn Hallson og Magnús
Pétursson.
í kjörbréfanefnd voru kosnir:
Pétur Jónsson, Gunnar Sigurðs-
son, Gísli Sveimsson, Bjarni Jóns-
son frá Vogi og Magnús Krist-
jánsson. pá voru þessis átta 8 kosn
ir til efri deildar: Jóhannes
Jóhannesson, Halldór Steinsson,
Guðmundur ólafsson, Guðmundur
Guðfinnsson, Sigurður H. Kvaran,
Björn Kristjánsson, Karl Einars-
son og Einar Árnason.
prátt með skvaldur þrályndis
porri kaldur Ijóðar,
Samt hér galdur gjálífis,
Glymur í tjaldi þjóðar.
Hækkar óðum sunna sæl,
Sjúka þjóð er nærir,
Eftir hnjóð og þorraþræl,
prek í blóðið færir.
Vorsins blessuð unaðs æð,
okkur hressir bæði,
Yrkjum vets nær iSfculd vill
skæð,
Skerða þess öll gæði.
lír sólarhögum holt er það,
Hrygðaslög nær könnum,
Hreinan drögum anda að,
Innri sögumönnum.
Lækkum þráttar ljóðutm hrós,
Og lofgjörð sáttir munnar,
Að o&s máttug Ueiðir ljós
Uífiaéð náttúirunnaif.
3. Guðs orð og opimberun þess
og kenning um endurkorou Jesú
Krists sem konungs og dómara.
4. Trú og vissa.
5. “Slisabet Fry”, fagurt tífs-
starf kvennhetju.
6. “Sú kemur tíð,” vitrun í ljóð-
uim eftir prest á íslandi.
7. Sambæn.
i 8. Barnabálkur a. stafrof b.
| smíástymi.
9. Nokkur úrvalskvæði eftir
íslenzk skáld á íslandi.
10 Draumsjómr og vitranir
seinustu tíma (einstakra manna).
11. Spurningar senj leitast verð-
ur við að svara í næsta tímariti.
12. Eru kraftaverk möguleg nú
a dögum ? Öhlutdræg og sönp
lýsing af frelsunar og lækninga-
krafti, fyrir nafn Jesús Krists á
opinberum samkomum í Winni-
peg undir forufctu hins mi'kla
kvennprédikara frá Los Angeloa
Cal. Mrs. McPherson frá 15. febr.
til 14. miarz Jx á. Vi'ltu eiga þátt
í að ri'tið geti náð tilgangi sínum,
þeim, að efla vöxt og framgang I
lífi mínu og þínu, hins sanna
anda drotti'ns Jesú Krists með þvl
að gerast áskri'fandi að fyrsta
ritinu?
Nafn tímaritisins verður “Ljós-
beri”.
866 Winnipeg Ave. "Ii
G. P. Thordarson.
Raunar var það Svenn ólaf'sson Rennur tíðar hjólið hér,
en ekki Einar, sem var áttundi
maðurinn, og hafði forseti lýst
hann “rétt kjörinn” til efri deild-
ar, en síðan urðu skifti á þeim í
enhverskonar braski, sem enigin
mun hafa botnað í.
Flokkleysingar kusu Svein og
héldu margir að það væri hrekk-
ur!.
í neðri deild stýrði aldurforseti
séra Sigurður Stefánsson kosn-
ingu. Forset var kosinn Bene-
dikt Sveinsson með hlutkesti milli
hans og séra Sigurðar, fengu 12
atkvæði hvor og var þríkosið.
Fyrsti varaforseti Magnús Guð-
mudnsson með 15 atkv. og 2. vara-
forseti Bjarni Jónsson frá Vogi
með 13 atkvæðum, eftir tvítekna
atkvæðagreiðslu. Skrifarar voru
kosnir G'ísli Sveinsson og por-
steinn M. Jónsson. 1 efri deild
var kosinn forseti Guðmundur
Björnsson, 1. varaforseti Guðm.
ólafsson og 2. varaforseti Karl
Einars|son. Sfcrtfarar Sigurður
II. Kvaran og Hjörtur Snorrason.
Kvikmyndahúsunum verður lok-
að fyrst um sinn.
Öllum skólum bæjarins er lok-
að í bráð.
Kosning þeirra Jóns Magnús-
sonar ráðherra, og Jafcobs Möllers
ritstjóra í R.vík var af Alþingi
fundin að vera ólögleg, og ákveðið
að kosning skyldi á ný fara fram,
um annan þingmann R.víkur 2l.
febr. En þegar að útnefningar
dagurinn kom trystist enginn til
að sækja á móti Jakob, svo hann
var kosinn gagnsóknarlaust, og
tók sæti sitt á þingi 20. febr.
Heimsóknir til Vífilstaða eru
bannaðar, vegna influensuhættu.
1
Enskur botnvörpungur kom inn
í morgun með fána í hálfri stöng,
og þykir líklegt að hann hafi
dána menn eða sjúka um borð.
Læknirinn er ekki kominn í land
úr skipinu, þegar þetta er ritað.
Salur sá sem Hæstarétti hefir
verið búinn, er á Skólávörðustíg
9, þar sem áður var bæjarþingstof-
an. par hefir verið snoturlega
Helkalt þýðir sporið,
Senn vor líða Ieiðin fer,
Og ljómar blíðheims vorið.
Trúar au(5 {eg á eg von,
Er mig snauðan kætir,
Kvíðir ei dauða Símonson,
Sá er nauðabætir.
Sv. Símonson.
Nýtt tímarit.
Hérmeð er send béiðni og á-
skorun til allra kristindómsvina og
annara, sem unma framgangi og
vexti hreins og ómengaðs kristin-
dóms, eins og hann er gefinn og
kendur í Guðs orði, og í fullu^
samræmi við endurlausnar boð-'
skap Jesú Krists, sem sendan
pakkarávarp.
Eg tek þetta tækifæri til ]>ess
að votta hjartans þakklæti mitt,
heiðursfólki því, sem á einn eður
annan veg hafa aðstoðað mig í
hinum erviðu kringumstæðum á
liðnu ári.
Eg þakka jnnilega, Dr. Jóni
Stefánssyni fyrir hans góðu og
alúðlegu hjálp. Sömuleiðis Dr.
Brandson, sem æfinlega hefir
reynst mér sem bezti bróðir, og
aldrei fengið neitt endurgjald.
Peningagjafir þakka eg Mr. og
Mrs. S. Landy Cypres3 River
$25,00. íslenzka kvennfélaginu i
Glenboro $ 25,00 . Mr. og Mrs.
Ludvig Holm Framnes Man. $ 5,00
Mr. og Mrs. Larenyo Arnold Arn-
aud, $5.00, Mrs. Margr. Johnson,
New West. BritiSh Columbía $ 2,
Svo hafa þessir, hjálpað mér
með vinnu og ekki tekið neina
borgun fyrir:
C. A. Oleson.
Kristján Swansson.
Steingrímur S. ólafsson.
Árni J. Pau'lson.
Ben. Heidman.
Hannes J. Anderson.
Eg þakka af hjarta, fyrir allar
þessar böfðingilegu gjafir, og
hjálp, og eg get ekki með orðum
lýst, hvað innilega eg met þann
góðviílja, sem mér hefir vérið
sýndur. En bið Guð að launa,
í ríkum rnæli allar velgjörðir.
Mrs. S. A. Sigurðsson.
Glenboro Man.
Hvað um þetta auka tonn af hveiti!
IRDID það
þess
an
og seljið
að láta
GOPHERS éta það.
Útrýmið Gophers áður
en þeir ná haldi á hinu
uppvaxandi hveiti. Drepið
þá undir eins með
Gophepcide
ATTATÍU SINNUM DRÝGRA EN ALGENGT
STRYCHNINE OG LAUST YID BEISKJU
Leysið upp pakka af GOPHERCIDE í hálfu gallónu af
volgu vatni (engin sýra eða edik) og vætið með gallónu
hveitis. — petta nægir til þess að drepa 400 GOPHERS..
dreifið síðan þessu eitraða hveiti í kring um holur þær,
sem Gophers búa í og í útjaðra hveiti akranna.
GOPHERCIDE drepur Gophers ávalt og bjargar
tonni af hveiti, sem að öðrum kosti myndi hafa að engu
orðið fyrir áhrif Gophers.
NATIONAL DRUG and CHEMICAL COMPANY
of CANADA, LIMITED
Montreal, Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary,
Edmoniton, Nelson, Vancouver, Victoria og eystra.
/