Lögberg - 25.03.1920, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUADGINN 25 MARZ 1920
Glataðir tímar.
Glataði tíminn.
Eitt af því dyrmætasta, sem oss er gefiÖ. er
tíminn. En þó fara menn ef til vill ekki eins illa
með neitt, sem þeim ér trúað fyrir.
< >g er þaÖ þó einkennilegt, því þa'ð er með hann
eins og’ töluð orð, að hann verður ekki aftur tek-
inn.
Þó að vér missum heilsuna, er ekki vonlaust
uin, að rnaður fái hana bætta.
Þó maður tapi peningum, þá getur maður
unnið fyrir þeim aftur.
Þó að maður missi stöðu sína, þá getur mað-
ur máske náð í aðra.
En tímanum, sem maður glatar, getur maður
aldrei að eilfu náð til baka.
Hann er horfinn í skaut tímans og með honum
þau tækifæri til góðs, sem-Guð ætlaðist til að vér
framkvæmdum.
:
V
Reikufngsskapur gjörða vorra.
Oss er kent, að vér mennirnir verðum að standa
reikningsskap af hverju orði, sem vér tJölum, af
hverri hugsun, sem vér hugsum, og af hverju verki
sem vér vinnurn, og að þá hljóti maður laun fyrir
það, sem vel er gjört, en hegningu fyrir ljótu verk-
in, ljótu hugsanirnar og ljótu orðin.
% Eða með öðrum orðum, oss er heitið launum
í öðru lífi fyrir trúmensku vora í þessu lífi.
Ótrúmenskan er Guði andstygð, eins og hún
er öllum góðum mönnum. . ,
Trúmenska. m
Trúmenska er þá árvekni vor í þvív að reyn-
ast því sem gott ér og göfugt trúir, segja ávalt
satt, halda hugsunum vorum við það sem er fall-
egt en ekki ljótt, gjóra þau verk, sem oss eru fal-
in og skyldan bj'ður, möglunarlaust og eins vel og
vér framast getum, og nota hverja einustu stund,
sem oss er gefin til umráða, til þess að fullkomna
oss á einhvem hátt.
Trúmenskan, þessi fagra dygð mannanna,
verður að vaxa. Ef hún gjörir það ekki, þá fer
henni aftur. Hþn getur ekki fremur en við sjálf
staðið í stað. Henni verður að miða “annað
hvor aftur á ðak, ellegar nokkuð á leið.”
En til þess að geta komist nokkuð á leið, þarf
maður að gefa vel gætur að tímanum.
Sá maður eða sú kona, sem lætur sér liggja í
Jéttu rúmi hvernig tímanum er eytt, getur aldrei
riáð hámarki trúmenskunnar. Hann eða hún eru
alt af að tapa — tapa tíma og tækifærum — tapa
sálarfegurð og sálarró þeirri, er fólk þð nýtur,
sem með trúmensku vildi lifa þá stuttu stund, sem
það er á leiðinni frá vöggunni til grafarinnar.■
Bjami Trorarensen segir í brúðkaupskvæði,
sem hann orti til Tómasar Sæmundssonar, um trú-
mensku þess manns, að
“hjá honum glansar í gulllegum vagni
gyðjuleg trúmenskan fögur og stór.”
Ef til vill er ekki hægt að segja nokkrum
manni meira til liróss, en það, sem hér er sagt um
Tómas Sæmundsson, og bezt er, að hann hefir átt
slfkan vitnisburð með réttu.
Ungu vinir! Yiljið þið hugsa um það, að
með glötuðum tíma fer ávalt glötuð trúmenska og
glötuð tækifæri.
Ótrúmenska.
Vér minnumst þess í voru ungdæmi, að þegar
unglingar skrökvuðu var sagt, að svartur blettur
kæmi á tungu þeirra; og öllum unglingum þótti ó-
hæfa, að gainga með svartan blett á tungunni.
Öll ótinímenska setur á oss svartan blett; ekki
kannske á tunguna, néma að því leyti sem vér
saurgum hana með að segja ósatt eða særa aðra
með bituryrðum.
En hún setur hann á sál vora. Því í hvert
sinn, sem maður bregður loforð sitt eða svíkur
verk er honum var trúað fyrir að vinna, þá missir
sál manns dálítið af fegurð sinni og hreinleika.
Og ef menn halda áfram á braut ótrúmensk-
unnar, þá er sál þeirra orðin ljót, áður en þá varir.
1 fyrstu er rödd ótrúmenskunnar dauf og
þróttlítil, að eins áeggjan að víkja frá loforði
sínu, heitum sínum, og sannleiks ásetningi einu
sinni. En þegar hún er einu sinni komin inn hjá
manni, þá er hún eins og illgresi, sem vex svo
fljótt, að það kæfir komið á akrinum.
Farið trúlega með tímann, því hann er náðar-
gjöf Guðs, og þið getið reitt ykkur á, að einhy^rn
tíma verðið þið að svara fyrir hagnýting hans,
ekki síður en fyrir orð yðar og ge#ðir.
-------o--------
GÆTTU ÞIN.
Freistnin búin bíður þín
og breiðir netið sitt.
Haf þú gát á göngu þinni,
góða barnið mitt.
Lát ekki leiða vonda,
er Iokka huga þinn.
Betri’ er heill en brotinn
og bættur fóturinn.
Illir smeyg.ja eitri sínu
í anda þinn og sál.
Þeir segja sorann hreinan,
en sannleik drottins tál.
Ber þú guð í br.jósti þínu,
barnið góða mitt.
Það mun verða ver.jan
og vopnið bezta þitt.
María Jóh a nn sdót tir
í “Stjarnan í austri. ”
-o-
Svarið.
Vor er inndælt, eg það veit,
Þá ástar kveður raustin,
En ekkert fegra á fold eg leit,
En fagurt kvöld á haustinr
Stgr. Thorsteinsson.
Fjöllin \mru að draga að sér mjallannöttul-
inn, þegar skaldið söng um það, að fegurð hausts-
inc værí meiri fegurð vorsins.
Unglingar sátu við hafið og liorfðu á óróleik
þess; þau heyrðu söng skáldsins, fundu óminn
endurkveðast í sinni eigin sál, en skildu ekki, af
hvaða rótum söngurinn var runninn.
“Að hverju leyti er haustið fegurra en vor-
ið?” spurði mærin. En pilturinn leit á hana ótta-
slegnum augum. “Þú ert vorið, og veit eg ekk-
ert fegurra,” svaraði hann.
Mærin spurði veturinn, þegar hann geysaði
yfir, en hann bara skók klakafeldinn. Þegar vor-
ið sjált't réði ríkjum, íklætt dýrð og ást, þá undr-
aðist unga stúlkan fegurð þess og spuraingin
brendi sig enn þá dýpra í sál hennar.
“Hver er sú undiralda, sem vegsamar haust-
ið meir en vorið — dauðann meir en lífið?” — En
blómin bara ibnuðu, fuglarnir sungu og smábár-
ur risu á hafinu og dóu við ströndina; en ekki kom
svarið. ,
Mærin kom til suðursins, þar sem aldintrén
svignuðu undir þunga ávaxta sinna. Hún spurði
þau. En þaú hneigðu sig lítið eitt dýpra og gáfu
ekkert svar. Hún kom að skrautlegum höllum,
þar sem gleðskapur réði. Prúðbúið fólkið kom
hlæjandi úr dansinum, út undir dimmbláan,
stjörnuþakinn himininn. Einn í hópnum tók að
lofsyngja liaustinu, óðar en hann kom út fyrir
dyrnar. Konan 'ókuúna hugði sér gott til að fá
vitneskju hjá þeim, er sungið liafði. En sá hristi
höfuðið: “Pligi veit eg hvað orkar því, kona góð”,.
mælti hann. Og hvín hélt áfram.
Langar voru leiðimar og vegnrinn örðugur,
en þráin eftir vitneskjunni um svarið seiddi hana
áfram. Á fjallveginum, í stórgrýtinu og urðar-
aurunum hitti liún skáld. “Loks fæ eg nú spum-
ingunni svarað,” andvarpaði hún.
“Hvað er fegurra við haustið en vorið, —
dauðann en lífið; eg særi þig, skáld, segðu mér
það. ” En skáldið hristi höfuðið hægt, leit rauna-
legum augium yfir gróðurlausar aurskriðurnar.—
“Eg veit það ekki,” svaraði hann. “Mér þykir
alt af vænna um vorið, ’ ’ heyrði hún lvann bæta við
að baki sér.
Hún klifraði hengiflugin fimlega, stiklaði
stórgrýtið og aurin og komst loks á sléttar götur.
Hár hennar var nú grátt, bakið bogið, fötin rifin.
Hendur og fætur bert og blóðrisa, af einirhríslum
norðursins og þymirunnum suðursins.
En í sál hennar lifði spurningin brennandi
sem fyr: “Hví er haustið fegurra vorinu —
dauðinn lífinu?”
Akrar slegnir lágu með fram veginum. Hjá
stórri hálmhrúgu hvíldi sig gömul hryssa, sem
gefið hafði húsbónda sínum vöðva sína í arð og
afkvæmi sín að þrælum, en sjaldan fengið að
launum nema högg og pústra.
Tréin voru að fell$ lauf, septemberrósin að
blikna, en hjá akurjaðrinum óx ungt tré, sem fá
átti lauf að fella að rótum sér. Þar hvíldi konan
sig-
Sólin var að hníga til viðar og sendi friðandi
bjarma þreytta dýrniu hjá hálmhrúgunni og gylti
umhverfið ljóma sínum. Spumingin tendraðist
með nýjum loga í sál konunnar.
Hver var sú undiralda, er kom skáldinu til að
vegsama meir fegurð haustsins en vorsins, —
dauðann meir en lífið ?
Einhver himneskur andvari fór um akurlend-
ið. Kom hann frá geislum hinnar hnígandi sól-
ar, eða andaði honum frá sundurskomu hálmstrá-
unum, blikandi rósinni, föllnu laufunum og deyj-
andi vinnúdýrinu:
“Það er FÓRNIN’, var svarið í blænum, og
kouan varð að dufthrúgu á rótum unga trésins.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson.
--------o--------
/
/
Sagan af Monte Cristo.
20. Kapituli.
}
Colosseum.
Frauz hafði Mðstafað ferðinni svo, að leið
þriera frá gestgjafahúsinu og til Colosseum lá
vekki fram hjá einni einustu rúst af hinum fornu
bvggingum, svo að ekkert varð til þess að undir-
búa þá undir hinar stórkostlegu og fom-helgu i
byggingar, sem þeir voru á leiðinni til að skoða.
og gat Franz því sökt sér niður í umhugsunina um |
bina einkennilegu frásögu Pastrini, og þvernig
liinn einkennilégi veitandi hans á Monte Crsto- j
eyjunni hafði verið flæktur inn í hana.
En þó Franz væri þungt sokkinn niður í liugs-
anir sínar, þá samt dreifðust þær eins og ský fyr- í
ir vindi, þegar þer sáu leifar hinna stórkostlegu
og íöm-helgu bygginga, sem tunglið baðaði geisla- 1
flóði sínu.
>K ey r s 1 uma ð u r i n n staðnæmdist við Meta
Sudan, fór ofan úr sætinu og opnaði hurðina á
ókuvagninum og félagamir stigu út úr honum.
En þegar þeir litu í kring um sig, sáu þeir alt í
einu allmarga menn. Þeim þótti það kyn-
legt, því það var rétt eins og þeir hefðu sprottið
þar upp úr jörðinni. En þegar þeir áttuðu sig
betur, vissu þeir, að þetta voru menn, sem lögðu
það fyrir sig að sýna ferðamönnum þessar forn-
helgu rústir — og vora þeir ernu raenn, sem leyfí
ltöfðu til þess að fara um þær að kvökli dags með
ljós. Það var því ekki um að tala fyrir þá félaga,
að verða af með þá, heldur létu þeir sér lynda, að
slást í förina með þeim.
Svo var lágt á stað eftir súlnagöngunum. og
voru íþeir ekki komnir nema hundrað fet, þegar
Franz lét Albert og leiðsögumennina eiga sig, en
sneri sjálfur að stiga einum fomum og gekk þar
upp. Þegar upp úr stiganum kom, tóku við vegg-
svalir með miklum og fagurlega gerðum súlum,
en fram undan honum var skarð mikið í bygging-
arnar og gat hann á því séð, hve feikilega miklar
þær voru ummáls.
P'lranz setti sig niður undir einni súlunni og
virti þaðan fyrir sér hinn tignarlega mikilleik
þessa feikilega mannvirkis.
Franz hafði setið þarna nálega í fimtán mín-.
útur, þegar hann varð var við einhverja hreyf-
ingu. Það hafði verið komið við stein einhvers-
staðar í byggingunni nálægt honum, og hann
hafðj losnað, og lionum fanst hann velta ofan
stigann, sem var á móti þeim sem hann sjálfur
kom upp, og skömmu síðar sá hann mann koma
upp úr stiganum. Hann liafði hatt með lafandi
börð á höfði og sveipaði að sér svartri kápu, svo
ógjörla sást í augu honum. Hann gekk eftir vegg-
svölunum, þangað til hann kom þar sem skugga
bar á; þar stanzaði hann og stóð lireyfingarlaus í
nokkrar mínútur. Svo tók hann að ganga fram
og aftur og virtist vera í fremur órólegu skapi.
En liann þurfti ekki að bíða lengi, því skömmu
síðar fiéll skuggi af manni fram af veggbrúniími,
sem var fyrir ofan Franz og svartlrlædda mann-
inn, og innan stundar klifraðist maður ofan af
veggnum og gekk fram svalirnai þar sam svr.rt-
klæddi maðufinn v’ar.
“Eg bið yðar hátign fyrirgefningar, ef eg ei-
seinn’, mælti komumaður og bætti við, rétt í því
að klukkan í Saint-Jean-d-Latrin turninum byrj
aði að slá tíu: “Klunkan er rétí tíu.”
“Segið þér ekki meira um seinlæti yðar. Það
er eg, sem var of fljótur, ’ ’ mælti maðurinn í svörtu
yfirhöfninni; “og Joó að eg hefði orðið að bíða of-
urlítið, þá vissi eg að þér hefðuð ekki látið mig
gjöra það af settu ráði.”
“Yðar hátign skjátlast ekki,” mælti komu-
rnaður. “Eg kem beint frá San Angelo kastalan--
um, og lenti í hinum mestu erfiðleikum að fá að
tala við Peppinno. Hann er þjónn í fangelsinu og
eg hefi borgað honum svo mikið um árið til þess
að láta mig vita, hvað gerist í kastala hins heilaga
páfa.”
“Rétt er það! Eg sé að þér eruð framsýnn
maður,” rnælti maðurinn í svörtu kápunni.
“Sjáið þér, það er ómögulegt að vita, hvað
fyrir kann að koma. Það er ekki hægt að segja
nema þeir veiði mig einhvem daginn, eins og ves-
alings Peppino, og þá yrði eg feginn að eiga ein-
hvern að, sem gæti losað mig úr netinu og hjálpað
mér til þess að komast úr fangelsinu,” mælti að-
komni maðurinn.
“Hvers urðuð þér vísari?” spurði maðurinn
í svörtu kápunni.
“Þess, að það á að lífláta tvo menn daginn
eftir á morgun, klukkan tvö, eins og venja er til í
Rómaborg á undan öllum stórhátíðum.
“Annar þessara manna er Mazzolato, mesti
óþokki, sem hefir drepið velgjörðamann sinn —
prest, sem tók hann í fóstur , og á einskis .manns
meðaumkvun skilið. En hinn er vesalings Pep-
pino. ”
“ Sannleikurinn er, að þií hefir ekki að eins
skotið páfastjórninni skelk í bringu, heldur og
fólkinu í öllum nærliggjandi héraðum, og þeim
er ant um að geta náð sér niðri,” mælti maðurinn
í svörtu kápunni.
“En Pepino er ekki einn af mínum mönnum.
Hnn var að eins hjarðmaður, sem vann sér það
eitt til óbóta, að að selja mér og mönnum mínum
vistir. Og eitt hefi eg ásett mér, ogþað er að láta
ekkert ógert til þ'ess að bjarga þeim manni, sem
komist hefir í þessar kröggur sökum velvilja síns
til mín.”
“Eg mundi og hata og fyrirlíta sjálfan mig
sem ómenni, ef eg yfirgæfi hann eins og- nú er á-
statt fyrir honum,” mælti komumaður.
“Og hvað ^tlið þér svo að gera?” spurði
maðurinn í svörtu kápunni.
“Umkringja höggstokkinn, ásamt tuttugu
beztu mönnimi mínum, sem, þegar eg gef merki,
bregða við þá Peppino er leiddur fram til aftöku,
og reka varðmennina með sverðum sínum til baka,
en nema fangann í burtu,” svaraði aðkomumaður.
“Þetta sýnist mér hættuleg aðferð, og mér
finst eg sjálfur kunna betra ráð, ” svaraði maður-
inn í svörtu kápunni.
“Og hvert er ráð yðar?” mælti komumaður.
“Þér skuluð hafa allan þann viðbúnað, sem
yður sýíiist, það skemmir ekki; en reiðið yður á,
að e^fæ sakaruppgjöf fyrir manninn,” mælti
svartklæddi maðurinn.
“Og hvernig á eg að vita, hvort yðar hátign
lvefir hepnast að fá uppgjöf saka fyrir hann eða
ekki?” spurði komumaður.
“Það er nú ekki mikill vandi; eg hefi leigt
pláss við þrjá neðri gluggana í Rospoli matsölu-
hásinu. Ef að eg fæ uppgjöf sakar fyrir Peppinno,
iþá verða hliðartjöldin fyrir þessum gluggum úr
gulu damask silki. En miðtjaldið úr hvítu, með
rauðum krossi í miðjunni,” svaraði svartkkeddi
maðurinn.
“En hverjum ætlið þér að trúa fyrir að flytja
boðiii um sakar uppgjöfina til mannsins, sem fyr-
ir aftökunni stendur?” spurði aðkomumaður.
“Sendið einn af mönnum yðar í munkaklæð-
um, og eg skal fá honum skipanina og búningur
hans greiðir honum veg að aftökustaðnum, þar
k>m hann getur afhent þeim sem fyrir aftökunni g
stendur skipanina og hann tilkynnir aftur böðl-
unum. En í millitíð er betra að láta Peppinno
vita um áform okkar, þó ekki væri ncma til þess að
að varna honum frá því' að deyja af hræðslu, eða
ganga af vitinu, því ef það kæmi fyrir, yrði alt
okkar umstang árangurslaust, ” svaraði svart-
klæddi maðurinn.
“Ef þér bara standið við loforð yðar, að
frelsa Peppinno, þá lof'a ég ekki einasta órjúfan-
legri trvgð minni og manna(minna, heldur og skil-
yrðislausri hlýðni frá mér og þeim,” mælti komu-
maður. ' v
“Hafðu ekki hátt, eg heyri mannamál,” sagði
sá er talað hafði við hann.
“Það eru líklega ferðamenn, sem eru að
skoða rústirnar,” svaraði þinn.
“Það er betra, að við sjáumst ekki saman.
Þessir leiðsögumenn eru ekkert annað en njósn-
arar, og gætu ef til vill þekt yðuF, og hvað mikið
sem eg met vinskap yðar, vinur minn, þá er eg
hræddur um, að ef samband okkar yrði lýðum
I^óst, mundi mannorð mitt ekki græða við það i
áliti almennings,” svaraði svartklæddi maðurinn.
“ Við skiljum þá hvor annan. Verið þér sæl-
ir, herra minn. Þér getið reitt yður á mig, eins
vissulega og eg reiði mig á yður,” sivaraði komu-
tnaður.
Svo skildu mennirnir og fór hvor sína leið.
Rótt á eftir heyrði Franz kallað á sig og þekti
rödd Alberts. En Franz lét ekkert á sér bera fyr
en hann var viss um að mennirnir, sem hann hafði
hlustað á samtalið milli, væru báðir komnir út
fyrir byggingarnar.
Eftir tíu mínútur voru þeir félagar, Albert og
Franz komnir á stað til gestgjafahússins, sem þeir
bjuggu í. Albert lét dæluna ganga um alt og ekk-
ert, sem hann hafði séð og lært í sambandi við
Colosseum. En það fór alt fram hjá Franz. Hami
var í djúpum þönkum út af. því sem fyrir hami
’ hafði borið.
Annan manninn var Franz viss um að hann
hafði hvorki heyrt né séð fyrri. En svartklædda
manninn var hann sannfærður um að hafa heyrt
tala áður, og þó að svarta yfirhöfnin bæði hyldi
útlit hgns og tæki úr málróminum, þá hafði rödd
hans, sérstaklega þegar umtalsefni hans var
blandað bituryrðum eða gamni, haft svo mikil á-
hrif á Franz þegar hann fyrst heyrði þann mann
tala í hellinum á Monte Cristo eynni, að hann var
ekki líklegur til að gleyma málrómi hans aftur.
Maðurinn svartklæddi, sem hann heyrði til
©g rakst svo óvænt á þaraa í Colosseum Róma-
borg, var enginn annar en gestgjafi hans á Monte
Cristo eyjunni, “Sibad the Sailor.”
-o-