Lögberg - 15.04.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.04.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta vtr3 sem verið getur. R E Y N 1Ð Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG tdftef jl Það er til myndasmiður í borginni^ W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGiNN 15 .APRÍL 1920 NUMER 16 - ■ n . / ✓ brot ur Rjartans rimu Vísur kveðnar á víð og dreif. Leiðir skilja, ljúfi vin, Lengi skal þin minnast. — Endalaus er eilífðin, Aftur munum við finnast. Skammdegis um skugga-hjarn Skömm er lífsins neyzla. — Eg er andlegt úthafsbarn, Að elta sólargeisla. Vínlands-sléttan verður kær Vestur fluttum /— öllum. { Hærra er þó og himni nær Heima — iá ísiands fjöllum. Mörgum er að firnast Frón, Feðra mál og sögur, —- Hugsa bara um bita og spón, Breið og útlend kögur. Menn, í enskri manntífs-hrönn, Mörgu pundi sóa; — pó mun aldrei tíinans tönn Tungu okkar lóga. .í Enginn gleymi: íslenzk þjóð Af sér Kjartan fæddi; — íslenzk menning, mál og ljóð Mest hans anda glæddi. Hvorki auður, ment né mál Myndar lífstíð bjarta, Heldur kærleikssól í sái Og sumardýrð í hjarta. Vermir andans vor í sál Vetrarríki porra. Sé eg nálgast sumarmál Sæludrauma vorra. Kærleikstákn um fell og fjöll Fingur sólar rétta. — Jötunheima álög öll Af oss munu detta. pegar vetrar hrjóstur hlána, Hlýnar loft og flýgur örn: Gulli sólar, silfri mána, Safna aftur mannsins börn. Allstaðar eg æsku finn, Andar vorblær þíður. Sálin, ung í annað sinn^ Öllu faðminn býður. pegar líður lífs á nótt Ljómar morgunroði, Engin hérlend ánasótt *) Aldurtila boði. íslenzk hjú, vort andlegt bú Eining nú sé vafið. Er mín trú, að eins og þú Enginn brúi hafið. Seg því frá, að flestum hjá, Forn er álög binda: Insta þráin er að sjá íslands háu tinda. Girnist eg, þá Garðarsey Græhum skrýðist hökli; Mega, í sól og sumarþey, Sofna — á Eiríksjökli. Hvað sem líður hafsins brú,------ Hinztu rekkju minni: íslendinga tunga og trú H^engi í eilífðinni! Jónas A. Sigurðsson. Œfiminning húsfrú Guðbjargar Guðmundsdóttir frá Gimii. inniiegu þakklæti til hennar sem leiddi hann og studdi svo iengi — svo lengi og vel, en þó svo stutt. Vér segjum stutt, því ástinni þykir allur samverutími stuttur. En vonin, vonin um að sjá hana aftur, lifa með henni aftur, er strengurinn, sem liggur til himins. % Vér lyftum burt sorginni og svífum í anda til sólbjartra dulheima, blómskrýddra landa, þars vinirnir horfnu á verðinum bíða, unz vegurinn stytti'st og dagafnir líða. pökk fyrir samveruna, og blessuð sé minning þín ættingjum þínum, vinum og heimili. Fyrir hönd ekkjumanns og sona hinnar dánu. Vinur. *) Ellikröm, sbr. söguna um Án kóng í Ynglingasögu.—J.A.S. Kveðja lil Kjartam prófasts Helqasonar Apríl 1920. ;j. Þeir mæla sér fegnir móts við þig, er morgninum gengu ’ á hönd. I>ú svndir þeim enn í Islands sál ónumda Furðuströnd, og tengdir við elskað ættarland hin andlegu þjóðlífsbönd. Með helgum eldi frá íslands rót tþú ornaiðir margri sál. 1 setning hverri þú seiddir fram sögunnar kyngi-bál, og brendir í hjarta barnsins trygg við blíðstrengjað feðramél. Bg veit þú hefir .með eldi orðs andlega jökla brætt, og Sökkvabekks-dísar sjálfrar til svarið þig beint í ætt,----- af hugsana gnægð vors heimalands margt. hugtúnið skrælnað klætt. öleymt verður síðla gullið það, er gaf oss koma þín. Þú leiddir oss inn í íslenzkt vor og andlega fjallasýn við vaknandi sumars sigur-blik, þars sól vfir nóttum sbín. • Það máist seint af oss merkið það, er móðirin lét í arf. Og áður en Vestur-fsland deyr fer ýmislegt stórt í hvarf.----- Um eilífð verður á einhvern hátt íslenzkt vort sálarstarf. Einar I\ Jónsson. Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Tvær aukakosningar til sam- bandsþingsins fóru fram hinn 7. þ. m., ag urðu úrslitin þau, að Fernand Rinfret þingmannsefni liberalaflökksins var kosinn í St. James kjördæminu í Montreal með 1,400 atkvæðum umfram gagnaækjanda sinn, Alphetus Mathieu, er i kjöri var af hálfu verkamanna. En 1 Temiskam- ing kjördæminu, er liggur í norð- ur hluta Ontariofylkis sigraði Angus McDonald verkamanna- fulltrúi; hlaut hann 1,258 atkvæði vativ), er bræðingsstjórnin veitti alt sitt fylgi, og sendi meðal ann- ara Arthur Meighen, innanríkis- ráðgjafa um kjördæmið þvert og endilangt til þess að vinna að kosningu hans. A. S. Slaght (iiberal) hlaut um eitt hundrað atkvæðum færra en Major Pullin. Orslitin, að því er við kemur St. James kosningunni, breyta að engu leyti afstöðu flokkanna, en í Temiskaming tapaði bræðings- stjórnin sæti. St. James kjör- deildin hefir ávalt frá því fyrsta að hún var stofnuð (1896) sent liberal á þing. Við kosningarn- ar 1911 sigraði L. A. Lapointe, en í síðustu sambandskosningunum var hann kjö^inn gagnsóknar- laust. Mr. Lapointe iést fyrir rúmum tveim mánuðum. Temiskaming var stofnað 1 kosningunum 1917 bar einn af ráð gjöfum bræðingsstjórnarinnar Hon Frank Cochrane sigurinn úr býtum. . Verkamanna sambandið Amer- iska (American Federation of Lábor), hefir ákveðið að halda næsta alsherjarþing sitt í Montre- a! í næstkomandi júnímánuði. Gert er ráð fyrir að ekki færri en 1200 fulltrúar frá hinum ýmsu verkamannafélögum um þvera og endilanga Ameriku muni skæja mótið. Orð hefir lei'kið á því að nú ver- and rikisstjóri í Canada, hertog- inn af Devonshire ætlaði að láta af embætti innan skams, og flytja til óðala sinna á Englandi, en nú hefir hertoginn lýst yfir því, að hann hafi ásett sér að útenda tímabil sitt hér, og á hann eftir af því hálft annað ár. Capt. Ernest Harrison, sem ný- kominn er til Winnipeg frá Nee- pawa, segir að ískyggilegur fóð- urskortur hafi þegar gert vart við sig í sveitunum þar í kring, og að talsvert af skepnum muni þeg-1 ar hafa fallið. Kennir hann hirðuleysi bænda áð miklu leyti, I hve mikið þeir 'hafi brent af strái i og þar fram eftir götunum. Hið marg umtalaða flokksþing verkamanna flokksins, var sett hér í bæ 10. þ. m. F. J. Dixon annar þingmaður lí mið Winnipeg var kjörinn til forseta, var hann vongóður um framtíð flokks sins, I sagði að flokksmönnum hefði i fjölgað um 200,{' á árinu og væri nú tala þeirra kominn upp í 600.! Rúmir 200 erindrekar sagði | hann að væru komnir til þings-1 ins, og voru nokkrir þeirra utan | úr sveitum. Fyrsti liðurinn í stefnuskrá | verkamanna flokksins er: Að réttur einstaklinga til eigna j sé afnumin en eignarétturinn falli j til félagsheildarinnar og sé arð-1 urinn notaður til uppbyggingar j heildarrnnar en ekki einstakling- j anna. Yfirlýsingar voru samþyfttar á laugardaginn var, önnur var heillaósk til til Angus McDonald nýkosna þingmannsins, sem auka- kosninguna vann í Temiskaming kjördæminu, í Ontario. Hin var viantrausts yfirlýsing á Norrisstjórnina, fyrir þá sök að hún hefði ekki staðið við loforð sin er hún gaf kjósendum 1914, og hefir oss verið sagt að ritstjóri Voraldar hafi feðrað þá tillögu. • Sambandstjórnin i Ottawa var Dáin 20. nóvember 1919 ““Hvort mun aftur heyrast morgunkliður? Hverju sætir þessi djúpi friður?” Svipaðar spurningar þeim, sem birtast í þessum hendingum skáldsins, munu æði oft gagntaka huga vorn, þegar vér kveöjum einhvern látinn vin. Hann er að fara, segjum vér — en hvert? Er hann að eins að skifta um búning svo hann verði oss ósýnilegur? Er blíður og fagur morgun að renna upp í nýju umíhverfi, þar sem hann getur, undir breyttum lífsskilyrðum, með endurnýjuðu fjöri og endurnýjuðum kröftum, tekið til nýrra starfa og framkvæmda. Eða er hann að kveðja, eigi að eins vinina sína, heldur alla til- veruna, fyrir fult og alt? Eða er þetta enn á annan veg? Ekkert er eins óttalegt eins og óvissan, því er það, að vér sitjum eða stöndum hugsi, hvað oft, og í hvert sinn, sem þessar skilnaðar stundir bera oss að höndum. pví er það, að um- hverfis hinn dána, eða deyandi, vin skapast þessi djúpi, lotn- ingarfulli friður. Vér viljum með engu móti trufla það, sem er að ske, hvað sem það kann að vera. Sýnilega táknið er að eins eitt, en vér vitum ekki hversu mikil oiss dulin starfsemi kann að eiga sér stað við svona tækifæri. Vér vitum ekki, hversu mikla undrun viðskilnaðar-stundin kann að færá þessum .deyandi vin. Vér vitum, ef til vill, ekki hvort hún er nokkur. Vér hugsum sinn á hvorn hátt. petta er óvissan, þung og lam- andi, en vér spyrjum með skáldinu: “Hverju sætir þessi djúpi friður?” Einn af þessum ástríku vinum vorum varð snemma búinn til brottferðar, og fyr en vér hugðum. pessi vinur var húsfrú Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Gimli í Nýja fslandi. Hún dó á almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg eftir stutta legu, 20. nóv. síðastliðinn, að eins tæpra 55 ára gömul. Jarðarför hennar fór fram að Gimli 6. desember. Séra Rúnólfur Marteinsson jarð- söng hina látnu, því ætíð .hafði hún fylgt og stutt lúterskan félagskap. Reyndist hún þar, sem ætið, trú og dygg þeim hugsjónum, sem hún barðist fyrir. Guðbjörg heitin var fædd í Eyrardal í Álftafirði við ísafjarð djúp í febrúar 1865, og ólst hún upp í foreldrahúsum við góð efni, störf og búsumhyggju, því fordldrar hennar: Guðmundur Arason og Guðrún Magnúsdóttir, bjuggu þar lengi góðu búi. Skólamentunar naut Guðrún heitin á fsafirði fremur en þá var títt um mörg sveitabörn, og sýndi það jafnan, að hún hafði fjöl- hæfar og góðar gáfur. Ung gifist hún ^ftirlifandi manni sínum, Einari Guðmunds- syni, og fluttist með honum og þremur sonum þeirra, Jóni, Guð- miwidi og Kristinn, til Canada árið 1897. Mun um það hafa nokkru ráðið, að bróðir hennar, Ari Guðmundsson, var þá kom- inn hingað vestur, því einlægt var mjög ástúðlegt með þeim systkinum. Hin systkini hennar voru: Sigríður, sem flutt- ist 'hingað vestur, og Magnús og Guðrún heima á íslandi. Jón elzta son sinn, mistu þau hjónin í marz síðastl. ár, en hinir tveir eru með föður sínum. Varð því skamt á milli höggva fyrir þá sem eftir lifa, þó hið síðara væri enn tilfinnanlegra, því ekkert er sem ást góðrar eiginkonu og móður. Ást Guð- bjargar heitinnar til manns síns, og drengjanna sinna, syst- kina og vina var enginn vafurlogi hvarflandi draumóra. Hún var norræn að skapi: staðföst og einlæg; sérstaklega ástrík eiginkona, umhyggjusöm móðir, þrifin og reglusöm. Mikil fegurðartilfinning var henni með sköpuð, og voru blómin hennar, smá-guðir í húsinu, öll óaðskiljanlegur hluti hins göfuga og góða í tilverunni; öll vængir alvizikunnar, sem á til svo óendanlegar myndbreytingar jafnvel í blómunum. pað er því ekki að undra, þó eftirlifandi ættingjum og vin- um gleymist seint umhyggja hennar, einlægnin hennar og ástin. Að sönnu græðir lífið og tíminn flest sár. pó mun þetta sárið seint gróa í meðvitund nánustu ættingja og vina, sem þektu hana beSt, en sízt í meðvitund mannsins hennar, sem öllum öðrum fremur hefir svo margs góðs og göfugs að minnast með Húsfrú Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Gimli. Hvert er að leita? Leiðin skyggir að, ljósið er dimt og sódargeislinn kaldur, einmanalegt og hljótt i 'hverjum stað, lífinu sjálfu himininn er faldur. Dauðans í örmum hvílir taúfast hjarta, huganum upphátt liggur við að kvarta. Hvert er að leita? Sorgin sára spyr. Svo var það æ um heimsins aldaraðir, þegar að sólin sýndist standa kyr, seinfær var tíminn, dagarnir óglaðir, einmana stóSu’ og störðu’ í eyðibláinn strandreika menn til vinar, sem var dáinn. pannig varð eilífs ódauðleikinn til, eygðu þeir þá í minnis tæru lindum; máttvana Sálir hófu hörpuspil, heimurinn brosti’ í ótal gleðimyndum; lifgjöfin eina upp úr sorg og harmi, eilifðar von í himins hvelfda barmi. Guði sé lof! Vér lútum þeirri sýn, Jjóselskir menn, á jarðar skuggavegi. Er það ei bót, að eiga brosin þín, alt þegar bregzt og halla tekur degi? Líknandi fegurð, friðarunaðs-blíða, frelsari allra, sem að þjást og líða. Ei skál því bera harm til grafar húms, himinn er opinn hverjum sem ’ans leita, þar sem er eilíft endajeysi rúms, •ástin er þar til vina sinna’ að leita. Pað er sú 'huggun, helzt sem friðað getur, hún er, sem gefur sumar fyrir vetur. Blessuð sért þú! í þinni eftirsjá þungt er að lifa — sá veit bezt sem reynir. Ei skal þig bera hávært hólsorð á, hváð að þú varst; þeir vita það nú einir bezt, sem að þektu þig um æfi sína, þeir munu geyma minninguna þína. Er nokkurt fegra eftirmæli til, önduðum vin, en tárum þrungnar kinnar — ríkara, trúrra, fyllra’ af ást og yl — einlægnis meira, tekið dýpra’ O'g innar? Huggun er það, við þína hvílu auða, það er hinn mesti sigur lífs og dauða. Er það ei lán, þó setjist lífsins sól, svona að kveðja allra ihinsta sinni? Orðlausar þakkir. — pögn á höfuðból þar sem að geymast minningarnar inni. Að þeim skal hlúð, þó hlýindunum hausti, hamingja felst í sigurvon og trausti. Blikar í austri yfir grafarhlið eilifðar sól, um gullnar himins svalir, skuggamynd dauðans deyr og eyðist við dimmustu fylgsni verða ljóssins salir; Helvegir skjálfa, hjörtum friður veitist, harmstuna sár í gleði-lofsöng breýtist. Kveðið fyrir ekkjumann og syni hinnar dánu. •V Jón Jónatansson. Mrs. Guðbjörg Guðmundsson, dáin 20. nóv. 1919. ó, nú grætur Gimli, lrtli bærinn, Guðbjörg því að látin er í mold, tárast strönd og ómar sorgir særinn, sönginn rómar lítil ættarfold. Nú er hnigin amma, ágæt móðir, indælasta konan þar um slóðir. Heyrist kallað: Hjartkær, hjartkær amma! Heyrist grátur: Komdu, amma mín! Enn er kállað: Elsku, elsku mamma! Enginn skilur, hvað við söknum þín. pú varst okkar lífsins leiðarstjarna, líkn á)g skjöldur allra þinna barna. En sárast er, hvað aldinn æskuvinur ást-tryggastur gengna lifsins braut, harmi þrunginn, hljóður grætur, stynur, horfinn yndi, sem ’ann áður naut. Hann bíður Iþess, að brúðurin hinu megin bendi honum: komdu sama veginn. G. J. Goodmundson. rnnfram Major Puelin, (konser- j kjördæmaskiftingunum 1913, en i beðin að segja af sér svo fólkið fengi færi á að segja með atkvæði sínu hverja það vildi hafa við stjórnartaumana í Ottawa. Samþykt var að kjósa frám- kvæmdarnefnd til þess að gangast fyrir málum flokksananna, og líka að tilnefna sex þingmansefni sem sæktu undir merkjum verka- manna flokksins hér í bænum við næstu fylkiskosningar. Walter F. Harvey frá Sprin- field Man., mætti á fundinum fyr- ir hönd bændafélagsins í Mani- toba. Annað nýtt stjórnmálafélag er og í myndun hér i fylkinu þessa dagana. Hvert þetta nýja félag ætlar að stefna, eða hverjum að þ.ióna veit enginn maður enn þá, en það varð til á laugardagskvöld- ið var vestur í Russell Man., og heitir, Hið' sjálfstæða horgara stjórnmálafélag. |Mr. Dunoanson frá Rossburn Man. er forseti félagsins. Bandaríkin Wilson forseti hefir ákveðið að dvelja sumarlangt ií smábæ ein- jm í suðurhluta Massachusets, i sem Woods Hole heitir. Hefir; hús verið bygt handa honum á jarðeign Charles R. Crane sem nýlega var skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Kína, og ætlar forsetinn að gegna þar embættis- verkum sínum.. í ræðu, sem Gen. Leonard Wood forsetaefni hélt í Lake Lindin Mich., sagði hann að reynt hefði verið með öllu, móti að spilla friði og vináttu á milli Banda- ríkjanna og sambandsþjóðanna. í morðmáli sem stendur yfir í Kansas meðgekk maður að nafni W. B. Bast, að hann hefði skotið svstur sína Mrs. George Regent, til þess að frelsa dætur hennar frá óhæfilegri meðferð og orð- bragði, sem þær hefðu ávalt átt að mæta frá hennar hendi. Stjórnin í Tennessee hefir opn- að fangelsin fyrir afbrotamönn- um ríkisins, og veitt þeim leyfi til að fara í vinnu til bænda, sem er haldið ábyrgðarfullum fyrir j föngunum, á meðan þeir eru í vinnu hjá þeim. petta er gertj til þess að reyna að bæta úr| verkamanna skorti þar syðra. Eldliðsmaður einn í New York W. J. Riley að nafni féll ofan af sjötta lofti á byggingu og alla leið niður, en áður en hann kom niður á' jafnsléttu lenti hann á þvottasnúrum, sem drógu svo úr falli hans að hann meiddist lítið. Skip kom um daginn frá Eng- lnndi til New York með tiiu mil- jónir dala í gulli, annað er á leið- inni frá Liverpool til New York með sextán tonn af gulli til Banda rikjanna. Frá öðrum löndum. Sátt og eining virðist aftur vera kominn á í Danmörku. Forsæt- isráðherrann Iýsti yfir því i þing- inu í síðustu viku, að hann hefði ásett sér með samþykki og aðstoð leiðtoga hinna ýmsu flokka, að taka tafarlaust til þingstarfa, og reyna að afgreiða kosningalögin, svo að kosningar geti farið fram þann 22 þ. m. pingkosningar í Japan eiga að fara fram í maí, og eitt af þeim nálum sem fólkið á að fá að skera

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.