Lögberg - 15.04.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.04.1920, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG FIMTUADGAlíN 15. APRÍL 1920 —— VerDl vorf að gel8lu(i) Vegl lffelns i. P P- f m z SggSS^SSgSa5S»araS5SgS5S5S5g5ggS5SgSaSg5gggl^.^VliB.T *" Pennamynd af Kristi. Nýbúið er að prenta : Rómaborg þýðing á bréfi einu. sem fundist hefir í jörðu, eftir að hafa varðveizt þar í nít.ján aldir. Höfundur bréfsins er sagður að vera Publius Lentulus, sem var vara-ræðismaður í Pálestínu á héi’vistardögum Krists. Hvort sem bréf þetta er ábyggilegt eða ekki, J)á er lýsingin af frelsaranum dýrðlega fögur. Publíus Leutúlus skrifari^i “M-aður, gæddur yfirnáttúrlegum dygðum, hefir komið liér fram. Lærisveinar hans kalla hann son Guðs. Hann læknar sjúka, og vekur dauða upp tii lífs. Hann er tignarlegur maður aneð afbrigðum, og verðskuldar eftirtekt ailra manna. Hann hefir mikið, i.jóst hár, sem hann skiftir yfir miðju enni að sið Nazaret-manna og fellur það í fagurlega liðuðum lokkum um herðar niður. Ennið er beint, og á því sést hvorki ör né hrukka, og svipurinn er rólegur. Andlitsiiturinn er rauðbleikur og nefið er frítt. Skegg hefir liann, sem er ijóst á lit eins og hár hans, og þvd er skift í miðju. Svipbrigðin á andlitinu bera vott um vísdóm og einiægni í viðmóti. Augun eru blá og leiftra, Jægar hann ávítar, en Jægar hann talar við menn, eru þau mild. Mál hans er fjörugt, en ávaít hefir hann meistaralegt vald vfir því og sjálfum sér. Enginn hefir séð hann hlæja, en hann grætur oft. Hann er í góðu meðallagi á hæð, beinvaxinn, með fagrn armleggi og hendur. Þegar hann talar, er hann ávalt alvarlegur, en hann talar lítið og er hógværðin sjálf. í stuttu máli, hann er eins tignarlegur og iiokkur maður getur verið. Þeir kalla hann Jesús, son Maríu. — Family flcrald and WeelSf) Star. Árstíðirnar fjórar. Það v'ar ekki til fallegra hús í ailri bygðinni, en litla húsið sem stóð í skóginum, og var heimili Láru og Klöru. Umhverfis húsið var fegurðin sjáif, og utan um húsið sjálft vafði rósaviðurinn sig með sínum guiu, en smáu blómknöppum. Og það var eins og þeir vildu hneigja sig í áttina þangað, sem Klara stóð og segja: “Þú ert fegurðin og gæðin sjálf, eins og við, og sólin skín jafnt á okkur og þig. ” Blómknappaniir hneigðu sig ekki í áttina til Láru, því hún var eins ljót og Klara var falleg, og eins vond og Klara var góð. Á andliti Láru var alt af ólundar svipur, og var sá svipur sem endurskin frá andliti móður hennar, sem þótti miklu vænna um Láru heldur en um Klöru, og það var næstmn ofraun fyrir móðurina, að sjá að sú dóttirin, sem ekki átti hið mínsta ítak í ást móður sinnar, skyldi vera fall- egri og aðgengilegri en hin, sem hún unni af öllu hjarta. Skaparinn hafði litið með sérstakri velþókn- un á Klöru, þvrI lmnn hafði gefið henni kinnar r.jóðar sem rós, f jólublá augu, varir rauðar eins og jarðarber og glóbjart hár en þó gullleitt eins og þegar aftangeislar sólar leika um komakuj, sem búinn er til uppskeru. Lára gat aldrei litið systur sína, án þess að öfunda hana og óska þess, að hún væri komin langt í burtu. Það var vetrardag einn, þegar snjórinn lá sem þykt lín yfir öllu landinu, frostið nísti og vrindurinn gnauðaði á litla húsinu þeirra og frost- liólkarnir teygðu sig niður úr þakskegginu, að Lára beiddi móður sína að senda Klöra út í skóg til þess að tína f jólur handa sér. “Fjólur, ” endurtók móðir hennar, “um þetta leyti árs. Þig er að dreyma! Það er ekki eitt ein- asta blóm til í öllum skóginum. “ En Lára lét sér ekki segjast við það, heldur lieimtaði að Klara yrði send til þess að leita að blómunum og Jiað tafarlaust, og móðir hennar, sem aldrei lét neitt á móti henni, varð við þessari ósk, og skipaði Klöru að fara út í gaddinn og snjóinn að leita að fjólum handa systur sinni. “Láttu þér ekki detta hug að koma heim aft- ur, fyr en þú hefir fundið blómin,” kaliaði Lára úr dyrum hússins, á eftir systur sinni og bætti við: “Jyú getur rcitt þig á, að þú færð að kenna á því, ef þú svíkst um að koma með blómin.” Klara vissi það líka, þar sem hún gekk eftir mjóum slóða, sem lá inn í skóginn. 0g hún vissi líka, að í skóginum var mikið af stórum, gráum úlfum, sem voru dauð hungraðir. Eftir að Klara bafði gengið fram hjá nokkr- um trjám í skóginum, kom hún að tré, þar sem lítill fugl með rauðleitt brjóst sat á grein og tísti glaðlega, eins og hann vildi hughreysta hana. Eftir að hún hafði haldið áfram nokkru lengra, sá hún eldsloga fram undan sér í skógin- um; hún greikkaði sporið og sá brátt, að loginn kom frá afar miklum eldi, sem brann þar í skóg- inum og í kring um eldinn sátu tólf menn. Þeir voru allir góðlegir útlits, þrír þeirra voru í snjó- hvítum fötum og með hvítt skegg. Þrír voru klæddir í græn föt og höfðu skegg, sem gullslitur var á. Enn voru þrír menn, með skegg jörp að lit og í gulleitum fötum, og þrír þeir síðustu voru kladdir í rauð föt og höfðu mikil skegg svört að llit. Einn af hvíthærðw mönnunum leit upp, þeg- ar Klara kom til þeirra. “Má eg verma mig við eldinn, góði herra?” spurði hún fehnnislega. Hann færði sig til, svo hún kæmist að eldinum og spurði hvernig á því stæði, að hún væri ein á ferð úti í skógi í svona köldu veðri. “Eg var send til þess að tína blóm fyrir hana systur mína, og eg þori ekki með nokkru móti að koma heim aftur án þeirra, því hún yrði svo reið,” svaraði Klara. Þegar Klara var búin að bera fram þessa skýringu, sneri sá, sem spurði hana, sér að rauð- kdæddu mönnunum þremur: “Fjólurnar eru í þinni umsjá, bróðir Maí. Geturðu hjálpað þess- um ungling, annars frýs hún í hel, því það verður kaldara í nótt en nokkru sinni fyr.” “Já, sannarlega,” svaraði bróðir Maí um leið og liann lagði hönd sína á höfuðið á Klöru. Svo tók hann staf, sem hvítklæddi maðurinn hélt á ,og rak liann í eldinn. Alt í einu varð undarleg breyting í skóginum. Snjórinn og kuldinn hvarf, og loftið varð lilýtt og angandi. Fuglarnir sungu í limi trjánna og það sem Klöru J>ótti undarlegast af öllu var, að allstaðar meðfram brautinni, sem hún gekk eftir, sprattu nú fögur blóm. Hún tíndi saman knapp af fjólum, sneri sér svo til mann- anna og þakkaði þeim mjög innilega fyrir hjálp- ina. “Það var velkomið, góða bara,” svöruðu mennirnir, og gamli hvítklæddi maðurinn tók aft- ur við stafnum, skaraði í eldinn með honum, og alt hvarf aftur til hins fyrra ástands — kaldur vetur og Klara flýtti sér heim til sín sem mest hún gat. Móðir hennar og Lára urðu alveg forviða, þegar Jxer sáu hana, þvrí þær þóttust vissar um, að hún mundi villast í skóginum og aldrei koma aftur. Klara rétti Láru fjóluraar, en hún hrifsaði þær af henni og lienti þeim út í horn, og var svo vond við.Klöra það sem eftir var af deginum, að Klara átti engan frið á sér þar til um kvöldið, að hún komst í rúm sitt — þá grét hún og grét, þar til að hinn miskunnsami svefn tók hana á vald sitt. Morguninn eftir, þegar Klara vaknaði, sagði móðir hennar henni að fara út í skóg og sækja þangað jarðarber. Og þegar að veslings Klara lagði á stað út í kuldann og frostið aftur, þá kall- aði systir hennar Lára á eftir henn og sagði: “Láttu þér ekki detta í hug að koma heim aftur án berjanna.” Og Klara vissi, að ef hún upp- fylti ekki ósk þessarar vondu systur, þá myndi æfi hennar ekki verða upp á marga fiska. Svo hélt hún aftur á skóginn og aftur hitti hún mennina tólf, þar sem þeir sátu umhverfis eldinn. Þegar hún kom til þeirra, stóð maður- inn með hvíta skeggið og í hvítu klæðunum, sem hét Janúar, á fætur, tók í hönd Klöru og mælti: “Ert þú komin hér aftur, bamið gott? Það væri hyggilegra af þér að vera heima í húsi, held- ur enn að vera úti í skógi á þessum tíma árs, þeg- ar veturinn heldur öllu í sínum heljargreipum. Þú ert ung og óhörðnuð, en hann er kaldur og miskunnarlaus. ’ ’ “Eg varð að fara, herra,” svaraði Klara. “Systir mín heimtaði að eg fær^ og tíndi jarðar- ber handa henni. Við tíndum dálítið af jarðar- berjum hér á skóginum í júní síðastliðið sumar.” Janúar sneri sér að félaga sínum í gulu föt- unum og mælti: “Júm, þú sérð um jarðarberin. Það er nú þitt hlutverk, að hjálpa þessari stúlku eftir getu.” “ Það skal eg gera með ánægju,” svaraði Júní og rétti hönd sína eftir stafnum, sem hann tók og skaraði djarflega að eldinum. Þá hvarf veturinn alt í einu, trén í skóginum urðu algræn og rauðleit jarðarberin sáust sveigja krónur jarðarberja plöntunnar niður með þunga sínum. Klara tíndi eins mikið af jarðarberjum eins og hún gat borið, og þakkaði velgjörðamönnum sínum vel og innilega fyrir hjálpina. ' “Þér var velkomin hjálpin, svöruðu allir mennirnir. .íalnúav tók jtftur stafinn sinn og vetur lagðist aftur yfir allan skóginn. Þegar Klara kom heim, hélt hún að systir sín Lára mundi verða berjunum fegin, en það var öðru nær; hún var ónotalegri heldur en hún hafði nokkru sinni áður verið og sárreið yfir því, að úlfarnir skyldu ekki hafa étið Klöru upp. Móðir Klöru var líka reið og sendi hana frá sér út í fjós til þess að þurfa ekki að hafa hana fyrir augum sér. Undir eins morguninn eftir skipaði móðir Klöra henni að fara út í skóg og sækja epli, því systur hennar Lára langaði svo mikiðí í |>au. Framh. -------—o-------- Þú getur alt af gert betur. Þegar Jni ert ánægður með sjálfan þig, þá fara aðrir að verða ónægðir með þig. Enginn, sem er ámægður með sjálfan sig, er að gera sitt bezta. Það er enginn endir á braut tækifæramia og fullkomnunarinnar. Þú getur að eins haldið í áttina til fullkomftunarinnar, en fullkomnunar- takmarkinu getur þú aldrei náð. Sannur metnaður er aldrei aðgjörðarlaus, Hann er neisti, sem þarf eldsneyti á degi hverjum. Það er ávalt til hærra takmark áforma þinna. Tvíhjólaði vagninn hefir aldrei orðið að bif- reið. Póstflutningavagnamir gömlu aidrei að eiimlest, sem fer mílu á mínútunni, og olíulamp- inn hefði aidrei orðið að glitrandi rafljósum, ef sjálfsánægjan hefði vilt forfeðram vorum sjónar á framfarabrautinni. Það eru ekki enn liðin hundrað ár, síðan fyrsta gufuskipið fór yfir Atlantshafið, og fyrir fjórum árum síðan voru hafnbryggjurnar í Liverpooi þétt skipaðar fólki. sem alt stóð undrunarfult yfir skipinu Lusitania; þó varð jafnvel það mikla skip að þokast í skuggann fyrir öðram tveimur, sem Jjetta þrjátíu og fimm þúsund tonna skip var sem leikfang vrið hliðina á. Það er ávalt rúm fyrir framför. Þú veizt aldrei hvað þú getur gjört, unz þú reynir. Vér erum farin að breyta skoðunum vor- um á mönnum og hugsjónum. Vér erum jafnvel farin að trúa því, sem ómögulegt var talið. Framfarasporin, sem stigin hafa verið á síð- ustu öld, eru mörg. Menningin hefir tekið meiri framförum á einu ári í vorri tíð, heldur en hún gerði í stjórnartíð Georgs konungs'. Ný, þróttmikil kynslóð er að myndast, djarfir æfintýramenn, sem Jwira að láta sig dreyma um ný vísindi, iðnaðarfyrirtækí og veldi. Afl manna til framkvæmda, er takmarkað við daga lífs hans, og víðsýni. Uan varanlega fullkomnun á meðal manna er ekki að tala, sokum þess að hún er ekkitil. Á hæðu'm tækifæranna eru ávalt nýir tindar tii boða. Enginn maður hefir klifrað yfir svo margar hæðir, að hann hafi e'kki séð fleiri fram undan á braut sinni. Vertu ekki að óska eftir tækifærum feðra þinna. Þín eigin eru langt um fleiri. Allur um- heimur þinn er svo að segja ónumið land. Hér og þar eru fáeinar miljónir af fólki, sem þyrpst hafa saman í borgir og bæi, sem í heimsku sinni eru að berjast um fyrir tilverunni, en bæði til norðurs og suðurs era miljónir ekra með ómæli- leg framfærslu og framleiðslu tæifæri. Plógurinn hefir enn þó ekki snert meira en einn áttunda af plóglendum Ameríku. Þótt þú næðir eins háum aldri og Methusalah og gerðir alt sem þú gætir í gegn um aldirnar, þá yrði samt alt af eitthvað nýtt, sem biði eftir frumbyggjunum — óleyst spursmál fyrir land- nemana til þess að leysa úr, vefstóll, sem enginn hefði áður reynt, óhugsað dæmi handa mælinga- mönnunum tii þess að reikna, og tækifæri fyrir verzlzunarmanninn, som énginn hafði áður komið auga á. Það er aldrei of seint að brjótast áfram og upp á við. Gjörðu eitthvað, vertu eitthvað. Verk þitt gerir enginn, ef þú gerir það ekki sjálfur. Aladdin er dauður og þrælar lampans hættir sinni iðn. Óskasteinninn varð svo mjög til farartálma, að álfarnir eyðilögðu hann sökum þess, að hann stóð framförunum fyrir þrifum. Haron al Raskid hefir aldrei komið vestur yfir Atlantshaf, og það eru ltil líkindi til þess, að hann gjöri sér ferð hingað til þess að ljúka við verk þitt á meðan þú sefur. Þér hefir verið úthlutað verkefni til þess að vinna á einn eða annan hátt. Það er hið uppsetta verð fyrir tilverurétt þinn. Á meðan að þú ert hæfur til vinnu, er ekkert til, sem getur leyst þig frá þeirri skyldu. Ef að þú víkur af verði skylduverkanna, þá verðurðu að svara fyrir það á síntim tíma, frammi fyrir dómstóii réttlætisins. Ef að þú ekki gjörir þinn part af verki því, sem til er að vinna, þá sannaðu að það verður þér til friðarspillis í framtíðinni. Þú getur ekki svikið skylduverk þín. A ein- hvern hátt verðurðu að borga fyrir hvera einasta dag, sem þú nýtur verndar þjóðfélagsins, nýtur góðs af frmkvæmdum þess, neytir brauðs þess, og hagnýtir þér hlunnindin, sem það hefir að bjóða. Hefir þú smeygt þér hjá skyldum þínum fram að þessum tíma? Forlögin eru ekki aðgerðarlaus. Máske þau hafi nú þegar skráð nafn þitt á spjöld sín. Þau hafa marga af slíkum mönnum til þess að líta eft- ir, og }>ú getur verið viss um, að nafn J>itt er á skrá Jæirra—og J>að verður kallað á J>ig til reikn- ingsskapar áður en þú deyrð, og þú mátt vera viss um, að þú verður krafinn ekki að eins um liöfuð- stól og vexti, heldur rentu-rentur að fullu frá Jieirri stundu, sem þú fórst að svíkja lit. Heimurinn væri ekki hæfilegur bústaður mannanna, ef að þú fengir ekki makleg málagjöld. — Það væri nógu fallegt, ef Jní gætir leikið J>ér að vild á meðan að meðborgarar þínir vnnu fyrir }>ér. Þegar annar liesturinn, sem fyrir vagninum gengur, er latur og heldur sér til baka með þeirri tilfinningu, að hinn muni halda áfram að draga ækið. En eftir tíma þreytist viljugi hesturinn og þegar að hæðinni kemur, þá verður sá lati að draga meira en sinn upphaflega skerf. Það eru margir hjallar fram undan Jx>r, svo þér er betra að bæta fyrir tapaða tíð strax. A meðan að þú sveikst um, gjörðir þú engum eins mikið ógagn og sjálfum þér. Areynslulaus hugsav.afæri verða dauf, og á- reynslulausir vöðvar verða slakir. Þegar þú slórar, þroskastu ekki vegna æfing- arleysis, þú missir skerpu og festu. Það er ekk- ert jafnvægi á milli tíima þess, sem þú notar til vinnu og iðjuleysis, og afleiðingin veröur, að þú hættir að njóta iífsánægu þeirrar, sem frelsið veitir. Þegar þú hefir lokið öllu, sem þú vilt gjöra, og þú verður að fara að elta uppi tilbreytingar lífsins þér til ánægju, þá hefirðu tekið á herðar }>ér }>á lítihnótlegustu stöðu, sem lífið hefir að bjóða. Sætmeti er bragðgott því að eins, að maður smakki það sjaldan. Sykursalinn tapar fljótt lystinni á vöra sína. Abyrgðarlaust sveim, er hverjum manni plága. Sofðu ekki lcngur, tak til verka. Gerðu eitthvað — vertu eitthvað — reyndu. Mennirnir bera heiminn á baki sér. Ef þú reynir að koma þér undan þeirri byrði, verður hún tvöfalt þyngri. Ef þú berð hana með hraustum líkama og af fúsum vilja, finst þér hún ekki þyngri en vindbóla. (Lauslega þýtt.) Hinn iðrandi sonur. — Eftir Moody. Sögu minnist eg að hafa heyrt um vondan son, sem strauk burt af heimili sínu. Hann var svo ódæll við föður sinn, sem mest mátti verða, og gerði honum flest til skapraunar, og hljóp svo burt af heimilinu. Faðir hans hafði hvað eftir annað skorað á liann og sárbeðið hann að snúa aftur heim og lofað honum fyrirgefning, alt til að friða sitt hrelda hjarta, en árangurslaust. Svo ramt kvað að mótþróa og óvild þessa sonar, að liann svaraði bæði föður og móður með háðsyrð- um. I)ag nokkurn var honum bréflega tilkynt lát föður síns, og til þess var innilega mælst, að hann yrði við greftrun hans. Fyrst neitaði hann að 'korna, en svo fór hann að hugsa um, að minkun niundi fyrir sig að vilja ekki sýna svo góðum föð- ur þann virðingarvott, að standa við gröf hans. Fyrir siðasakir tók hann sér því far heim með járnbrautarlest, var við jarðarförina, og fór s\ro heim með fjölskyldunni og öðrum vinum hins látna, með hjarta, sem var kalt sem járn og hart sem steinn. En Jxi er erfðaskrá gamla föðursins var opnuð, og upplesin, fékk hinn vanþakkláti sonur að vita, að faðir hans hafði munað eftir honum fult svo vel sem öðrarn af fjölskyldunni, cg að honum var ætlaður sami arfshluti sem öðr- um, sem ekki höfðu breytt eins og hann. Þá fyrst fór hjarta hans að vikna. Það gat honum þó aldrei til hugar komið, að hans aldurhnigni faðir, sem hann fram til hins síðasta hafði sýnt svo gegndarlausa þrjózku, og óvirt svo ómáklega á margan hátt, mundi elska hann alt til síðustu stundar. En svona ferst föður vorum á himnum við oss alla, sem ekki viljum gefa honum hjörtu vor. Hann elskar oss þrátt fyrir syndir vorar, og það er þessi óumræðilegi kærleiki hans, fremur en nokkuð annað, sem vinnur á hin hörðu hjörtu syndugra manna. Áttatíu og fimm ára. — Eftir Moody. Þegar eg var í Lundúnum, var þar gömul kona, 85 ára gömul. Hún kom á samkomur þar og sagðist vilja taka einhvera þátt í líknarstarfinu. Var henni það mikið áhugamál. Var henni þá ætlað svæði nokkurt þar í borginni, og vitjaði hún þar manna af öllum stéttum. Hún kom J>ar á staði, þar sem oss öðrum sennilega hefði verið vísað á dyr, og talaði til manna um frelsarann: Engimi vildi né gat andmælt henni. Fjör hinnar gömlu konu og kærleiki hreif alla. Þegar þessi hálf níræða kona kom inn í húsin og spurði hús- ráðendur, hvort hún mætti biðja fyrir þeim, tóku þeir vingjarnlega tilboði hennar, jafnt hverskyns fólk það var, kaþólskir, gyðingar eða heiðingjar. Hnn var í sannleika “höndluð af Kristi”, og það eru þess konar hjálparmenn sem vér viðþurfum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.