Lögberg - 29.04.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verS sem veriÖ
getur. R E Y N IÐ Þ AÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Maln St. - Garry 1320
33. ARGANGUR
WINNIPEG. MANITOBA, FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1920
NUMER 18
Vorgy<5jan blómþrungin býður oss arma, —
blikar á sólspeglað haf. —
Skógurinn logar í lýsigullsbjarma, —
laufsálum fagnandi vöknar um hvarma,
því vorið þeim vaxtarmátt gaf.
Útsýnið hýrnar, er heiðblævis-kvikið
strauk lirímið af morgunsins brá. —
Hnjúkarnir vefjast í vorsólar blikið. —
Veturinn klökknandi þvær af sér rykið, —
og sekkur í aldanna sjá.
Nú ryðja sig stórfljót, en gljúfragöngin
gnötra við straumþungans spor.
Smámsaman jakanna þverrar þröngin---------
og þa'rna brast síðasta klakaspöngin,
er tengt hafði vetur og vor.
Gott var oss, Iðunn, um eplin að dreyma —
þinn andi er fjöldanum kær, —
þótt einstaka hjárænu gjarnt sé að gleyma
cg grafi sig lengst inn í myrkursins heima,
rneð hugblæinn haustinu nær.
Þá er vetrarins þorrinn sjóður,
]jess var löngu mál. —
Og átti’ ekki líka allur gróður
upptök í vorsins sál?
Ilvort mun nú ei sunginn sólaróður
og sumrinu drukkin skál!
Langdegisþráin lifnar, hækkar,
í litbrigðum vorsins skýrð.
Andlegu skuggunum óðum fækkar, —
ísviljans konungur seglin lækkar
og drukknar í morgunsins dýrð.
Einar P. Jónsson.
Wally Byron,
goal.
Connie Johanneson,
defence.
Bobby Benson,
defence.
“Huck” Woodmarv
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
“Hún móir mín lét lút (lye) á
brauðsneið og neyddi uppeldis-
systur mína, sem nú er dáin, til
þess að borða það. Hún sagðist
skyldi lemja hana, ef hún ekki
gerði það. Einu sinni tók hún
bursta, sem gólfin eru þvegin
með, og þvoði litlu systur minni
með honum.” þennan vitnisburð
gaf stúlka ein lítil, í máli, sem
hafið var á móti móður hennar,
sem heima á í Quebec fylkinu í
Canada, út af því að hafa verið
orsök í dauða uppeldisdóttur
sinnar með hrottaskap og harð-
neskju.
Með því að þurð á heyi var mjög
farin að sverfa að í hinum ein-
stöku bygðarlögum Manitöba-
fylkis, hefir landbúnaitardeild
fylkistjórnarinnar fengið því
framgengt við sambandsstjórn-
ina, að um stundarsakir að minsta
kosti megi flytja hey tollfrítt inn
í fylkið. Innflutningstollur á
heyi nemur tveimur dollurum á
hvert tonn. Hon. Valentine Wink-
ler, landbúnaðarráðgjafi í Mani-
toba, lýsti nýlega yfir því, að í
North Dakota og Minnesota mætti
fá keyptan allmiknn fóðurforða,
og að John Williams, þingmaður í
Arthur kjördæminu, væri þá
staddur i North Dakota í hey-
kaupa erindum fyrir bygðarlög
sín. Sandcvæmt yfirlýsingu Mr.
Winklers má fá keypt í N. Dakota
1,000 tonn af ágætasta heyi, og
ctthvað svipaðan forða, frá Min-
nesota ríkinu.
Ötlitið í vesturfylkjunum, að því ■
er heyfeng viðkemur, var orðið
mjög ískyggilegt í síðustu viku,
eftir fréttum þá að dæma. meðal j
annars var sagt, að hátt á níunda
þúsund nautgripa hafi fallið úr
hor víðsvegar um Albertafylki, og
allmikið tjón sökum fóðurskorts
hafi einnig orðið í Saskatchewan-
fylkinu hér og þar.
Kartöflur eru að komast í
hærra verð en nokkru sinni áður,
er menn muna eftir. Heildsölu-
verð á kartöflum í Toronto var $6
til $6.50 fyrir 90 punda poka í
fyrri viku, og um sama leyti var
Pdkinn seldur í Windsor Ont., á
$7.50.
í héraðinu umhverfis Brandor
var byrjað á akuryrkju fyrstu
dagana í vikunni sem leið. Snjó-
þyngsli í því bygðarlagi voru
miklu meiri í vetur en iþekst hefir
í mörg ár; talið að fannþyktin hafi
numið fimtán til sextán þuml-
ungum.
Samkvæmt upplýsingum frá at-
vinnumáladeiidinni, er margfalt
meira um atvinnu í Winnipeg-
borg nú, heldur en var á sama
tíma í fyrra. Síðustu viku var
eftirspurn eftir 2,000 mönnum til
þess að vinna í sumar á bújörðum,
við brúarsmíði og brautarlagning-
ar, en talið mjög vafasamt að öll
sú tala mundi fást. Bændur
bjóða um þessar mundir hátt kaup,
hjónum þetta frá $110 til $125 um
mánuðinn, en ein'hleypum $75.
H. H. Dewart, foringi frjáls-
lynda flokksins í Ontario, bar
fram þingsályktunar tillögu þess
efnis, að samningar Hearsts-
stjórnarinnar við.J. J. Carrick og
síðar við The Great Lakes Pulp
and Paper Company, um rétt til
timburtekju í Thunder Bay hér-
aðinu, skyldu dæmdir dauðir og
ómerkir. — Uppustungan var feld
en stjórninni falið með annari til-
lögu að láta rannsa'ka málið.
Maður einn, C. Smith að nafni,
kyndari og eftirlitsmaður með Bar-
tella Court í Winnipeg, var ný-
lega sakaður um að hafa misbeitt
stöðu sinni með því að auglýsa í
einu dagblaði, að íbúð er til leigu
var i nefndu stór.hýsi, yrði feng-
in þeim, er bezta “uppbót” byði
eftirlitsmanni. Málið kom fyrir
rétt og lauk því þannig, að Smith
var dæmdur í $10 sekt.
Skrásetning fyrir fylkiskosning-
Br, sem nú fara í hönd, hefst í
sveitarkjördæmunum 3. maí næst-
komandi.
Nefnd manna frá vesturfylkjum
Canada fór á fund stjórnarinnar í
Ottawa til þess að .skora á hana
að fullgera Hudsonsflóa braut-
ina, sem allra fyrst.
Sir George Foster, sem gegnir
störfum forsætisráðherra í fjar-
veru Bordens, sagði að stjórnin
hefði aldrei ætlað sér að hætta við
brautina, heldur hefði það verið
sökum þurðar á peningum til op-
inberra starfa í Canada, að hætt
hefði verið við brautina 1918, en
lofaði að því, sem búið væri að
byggja, skyld verða haldið við og
máske dálítið bætt við. Á meðal
þeirra, sem töluðu máli Vestur-
fylkjanna voru þeir Hon. Edward
Brown frá Manitoba og Hon. Geo.
Langley frá Saskatchewan.
Manitobastjórnin hefir nú nefnt
nennina, sem eiga að sitja í Iðn-
iðarnáðinu, sem myndað er sam-
kvæmt iðnaðarlögum fylkisins eins
og þau voru samþykt af þinginu
Frank Frederickson, Mike Goodman,
centre. left wing.
“Við vissum, að svona mundi
fara,” sagði einn af fremstu leik-
fimismönnum Winnipegborgar, er
fréttin kpm um það, að Fálkarnir
— íslenzku leiksveinarnir, sem
fóru frá Winnipeg—, hefðu sigrað
í alheims Hockey-samkepni við
Olympisku leikina í Belgíu.
Menn hér voru svo sannfærðir
um, að þessir íslendingar hefðu
til að bera hreysti, listfengi, hug-
rekki, staðfestu og óbilandi vilja-
þrek til iþess að sigra í kappleikn-
um, landi sínu, iþjóð sinni og sjálf-
um sér tíl sóma.
peir léku í fyrsta sinni á móti
Sekkó-Slóvökum á laugardags-
kveldið var og unnu þá svo alger-
lega, að Sekkó-Slavar náðu engum
vinningi, en Fálkarnir höfðu 15.
Á sunnudagskveldið léku Fálk-
arnir á móti Bandaríkja leikflokk-
inum, sem er sá lang-bezti er þar
hefir sýnt sig, að undanteknum
Fálkunum. En leikur isá fór svo,
að Fálkarnir unnu tvo vinninga,
en Bandaríkjaflokkurinn engan.
"ölim” Halderson, Chris- Fridfinnson,
riaht wing. sub.
Á mánudagskveld léku Fálk-
arnir á móti Svíum og unnu með
tólf vinningum gegn einum, sem
Svíarnir náðu, og var þá sigur
Fálkanna fulkominn.
Fréttin um þennan sigur barst
eins og logi yfir akur frá hafi til
hafs í Canada og vakti almenna
aðdáun og fögnuð. Jafnvel í þing-
sal ríkisins í Ottawa, þegar Dr.
Blake, þingmaður frá Winnipeg,
kvaddi^sér hljóðs og sagðist hafa
tilkynningu fram að bera, sem
öllum þingheimi mundi þykja
gaman að heyra, og sagði svo frá
því, að Fálka/nir hefðu urínið í
Belgíu, þá gleymdu löggjafar
þjóðarinnar rétt í svip hvar þeir
voru staddir, spruttu á fætur,
veifuðu klútujn eða hverju helzt
öðru, sem hjandhægt var, og
ihrópuðu þrefallt hurra fyrir
Fálkunum.
Kæra þökk fyrir sigurinn, land-
ar góðir og gætið hans með hóg-
værð, eins og sönnum hetjum
sæmir.
SEX KVÆÐI
Úr Hawaiian Songs and Hulas Eftir KAPULÉ KENOA.
Elsku Lei Lehua.
Ávalt fersk er minning mín,
imunar drauma kærust sýn,
morgna og kvöld er minning þín,
mærust Lei Lehua.
Bregð ei heit þín, hjartans mær!
Hald þinn eið, þó eg sé fjær!
Unga Sjöfn, svo unaðs kær,
elsku Lei Lehua!
Vertu sæl, kæra.
(Adios Ke Aloha.)
Dökkeyga fegurð, fríðrar óttu
fölna stjörnur mót þinni sýn.
Hægt fram um dalinn blærinn blaktir.
Blómrós, — nær skaltu verða mín?
Segðu mér, kæra, hvenær, hvenær
hjarta mitt svar þitt gerir rótt.
Hægt eg andvarpa, hjartakæra,
'hryggur í sálu, — góða nótt!
Violeta.
Eg elska þig, fjóla, mitt fegursta blóm,
þín fegurð svo gagntekur hjarta mitt.
Pú vekur í sálu mér unaðleiks óm,
mér eilífðar sæla er brosið þitt.
Eg hlýði á andvörp þín, hjartkæra blóm,
sem huga minn töfra við sérhvern fund.
Ó, ilmrós míns hjarta! minn belgidóm
í huga eg geymi, í vöku og blund.
Eg gleymi þér aldrei, mín elskunnar rós!
Til enda míns lífs þú ert helguð mér.
ó, Likolaulani, mitt ljúfasta ljós!
mín lífssælu þrá er að vera með þér.
Blómkranz á Kaiulani prinsessu.
(He Lei No Kaiulani.)
Kaiulani kranzinn sækið,
kranzinn, sem eg vann fyrir hana,
vafinn fögrum frægðar ljóma.
Fríða meyju nú skal krýna.
Á þínu höfði hann skal ljóma,
— hugðnæm gleði oss að líta.
pú komst niður af himni háum,
hjá oss vertu — Kaiulani!
Kom og þigg þá krónu dýra, —
Kaiulani! fagra drotning! —
blómum setta sigurkrónu,
særðir áður en hermenn deyja.
Kæra, þú ert mér æ in sama.
(Waipoi.)
Kæra, þú ert mér æ in sama
og ávalt mitt hjarta fyllir gleði,
síðan að, vina, fyrst við fundumst,
er fögur sól hneig að Ægis beði.
Manstu þá sjón, er fiskar fríðir
fallega syntu kyrra ósa,
þar fyrst í orðum ást vor birtist
inndælla meðal vorisins rósa?
Hér er minninga ljúfur lundur,
hvar lífi unir inn fagri koa,
unaðarreitur ástar sælu,
þars andvarinn kveður blítt—Aloha.
Maui mærin.
Eg elska fríða Marui mey,
sem myndir einnig þú;
hún fögur var sem rósin rauð,
sú rós að Waikapú.
Hún lo’kka hnotubrúna bar,
með brjóst svo undra fríð;
og mittið var svo mjótt og nett,
sem meyja nú á tíð.
Og tennur mjalla-hvítar hún
sér hafði gómum í,
af öllum meyjum öðrum bar—
eg aldrei gleymi því.
Hjá föður sínum ólst hún upp,
sem átti mjólkurbú.
Eg fór einn síðla sunnuddag
að sjá þau að Waikapú.
Eg leið um sykur-akur einn —
eg átti, á ferðum þeirn,
þá mætti eg þeirri rjóðu rós,
er rak hún kýrnar heim.
pú vildir ei móðir vissi þín,
að varstu ein hjá mér,
því þá myndi faðir frétta þinn
mitt ferðalag með þér.
Ó, unga, fagra æsku rós, _______
sem unir að Waikapú,
svo göfg og prúð og gáfuleg,—
mér gleymist aldrei þú.
S. B. Benedictsson.
1919 og endurbætt á síðasta þingi.
Fimm menn sitja í þessari nefnd,
tveir tilnefndir af verkamönnum,
Frnest Robinson og W.B.Simpson,
bæjarráðsmenn.' Tveir eru nefnd-
ir af atvinnuveitendum, þeir John
Stovel og H. B. Lyal. En sá fímti
formaðurinn, er valinn af stjórn-
inni sjálfri eða því opinbera, og
hefir Rev. C. W. Gordon (Ralph
Connor) orðið fyrir því vali. Fyrst
kom til orða, að velja háyfirdóm-
ara Mathers í þá stöðu, en lagaleg-
ar torfærur voru þar 1 vegi, svo
af þvi gat ekki orðið.
Tíundi maí hefir verið skipaður
trjáplöntunardagur í Manitoba.
Bandaríkin
Fyrir nokkru síðan kom hópur
manna saman suður í Birming-
ham í Alabama ríkinu, meðal ann-
ars til þess að skeggræða um dýr-
tíðina, og komu þeir sér saman um
að reyna að gjöra eitthvað til þess
að bæta úr henni ef unt væri. En
það hefir nú ekki virzt svo auðvelt.
Einn þeirra kom upp með að þeir,
sem þar væru staddir, skyldu
ganga i félag með að klæðast í
strigaföt, þar til karlmanna fatn-
aur yrði settur niður í hóflegt
verð. Allir félust mennirnir á að
reyna þetta, og afleiðingin varð
sú, að félag var myndað þar sem
meðlimirnir skuldbundu sig til að
klæðast í strigaföt á helgum og
virkum dögum þar til verð á karl-
mannafatnaði lækkaði, og skrif-
uðu félagsmenn undir eftirfylgj-
andi skuldbindingu: “Við skuld-
bindum okkur hér með til að klæð-
ast i strigaföt, og vera í þim við
hin daglegu störf vor, hver svo
sem þau eru, og á öllum mann-
fundum, bæði á helgum og rúm-
belgum dögum, þar til er verð á
karlmanna fatnaði lækkar svo, að
hæfilegt megi kallast. — Einnig
sikuldbindum við okkur til þess að
láta þá, sem þessu félagi voru til-
heyra, og öðrum slíkum félögum,
sem myndast kunna með sama
augnamiði, sitja fyrir í öllum við-
slciftum.” — í þessum félögum, er
nú hafa breiðst svo að segja út um
öll Suðurríkin, eru og kvenfólk og
börn. — Auk félaga þeirra, sem
myndast hafa í Alabama, hafa nú
önnur slík komist á laggir í: John-
son City og Noxville, Tennesee;
Lynchburg, Ceacksburg og Roan- {
oke, Virgina; Natches, Missis-{
sippi; Columbus í S. Carolina;J
Ashville, Greemlina og Winsten-1
Salen í North Coralina, og Col-
umbus í Georgia. 1 þessum bæj- j
um og borgum og nú í mörgum j
fleirum, ganga dómarar, borgar-1
stjórar, læknar og lögfræðingar á j
strigafötum í dómsölunum og á j
sjúkrahúsunum og hvar annars- j
staðar þar sem leið þessara manna
liggur. Verð á strigafatnaði
handa karlmanni þar syðra er nú j
sem stendur $3.00, og er mikill j
munur á því og $60, sem menn i
þurfa að borga fyrir bærilegan j
karlmannsfatnað í búðum.
• Voðalegt hryðjuverk var fram- j
ið um síðustu helgi nálægt Turtle
Lake, N. D. Átta manns var ráðið
bana á einu heimili: húsföðurn-
um, Jacob Wolf, konu hans, fimm
dætrum frá fjögra ára aldri til 13,
og dreng, sem var þar í vist, 13 ára
gömlum. Ein stúlika, átta mán-
aða gömul, Emma að nafni, var
íeftir skilin. Sagt er, að öll merki
séu til þess, að þetta óhæfuverk
hafi verið framið í eldhúsinu á
heimili Wolfs og að exi hafi verið
notuð til ódáðaverksins. Lík hús-
móðurinnar, þriggja dætra henn-
ar og vinnupiltsins, fundust öll í
kjallara undir húsinu, en lík Mr.
Wolfs og tveggja dætranna fund-
ust falin í hálmi úti í fjósi. Fjöl-
skylda þessi var vinsæl og hin
efnilegasta, og skilja menn ekki
hví á hana var ráðist, nema ef
vera skyldi til fjár, því Wolf var
sagður efnamaður.
Bretland
Verkamannaflokkurinn á Eng-
landi er að senda menn úr sínum
hópi til Rússlands til þess að
kynna sér ástandið þar. peir sem
fara eru: Philip Snowden, Ben. I
Turnef, Robert Williams og Tom-1
Shaw Williams. Sá tíðasttaldi er
einn af æstustu verkamönnum á
Englandi. Frá Canada fer Arthur
Martel, frá Montreal, varaforseti
Trades and Labor Council of
Canada.
Aukakosningar eru nýafstaðnar
í Edinburgh á Skotlandi í norður—
og suður Edinburgh, og unnu
samsteypu stjórnar mennirnir í
báðum kjördæmunum með tölu-
verðum meirihluta.
Eins og getið hefir verið um
áður, var Thomas H. Curtain,
borgarstjóri í Cork á írlandi,
myrtur á heimili sínu í fyrra mán-
uði. Kviðdómur hefir nú rannsak-
að tildrögin að morðinu og kveð-
ið upp tþann úrskurð, að Mr. Cur-
tain hafi verið myrtur af opinber-
um lögreglu embættismönnum
stjórnarinnar brezku, og beri því
íorsætisráðgjafinn, Lloyd George,
beina ábyrgð á hermdarverki
þessu. Enn fremur sakar kvið-
dómurinn landstjórann, French lá
varð, Ian MacPherson fyrv. stjórn-
arritara Irlands og ýmsa aðra
háttstandandi mbættismenn um,
að hafa verið með í vitorði um
glæpinn.
John French lávarður, land-
stjóri á írlandi, hefir sagt af sér
embætti, og hefir skipaður verið í
hans stað Sir Hammar Green-
wood. Hinn nýi landstjóri sækir
um kosningu í Sutherland kjör-
dæminu og kvað eiga þar við ram-
«n reip að draga, vera meðal ann-
ars sakáður um að vera stefnu-
leysingi í stjórnmálum og hafa
hröklast á milli allra flokka.
Vefarar við bómullarverksmiðj-
urnar í Lancashire hafa ákveðið
að gera verkfall, svo framarlega
að þeir fái ekki framgengt kröfum
sínum tafarlaust um kauphækk-
un, er nemi 60 af hundraði.
General Denekine, rússneski
herforinginn nafnkunni, er lengst
hélt uppi vörn gegn Bolshevikum
á Suður Rússlandi, er nýkominn
til London frá Constantinople.
Telja ensku blöðin víst, að hann
muni þangað kominn í stórpóli-
tiskum erindum, þótt enn sé ekki
opinbert hverrar tegundar þau
sé.
Fjármálartari Breta, Austen
Chamberlaine, lagði fjárlögin
fram í þinginu fyrra mánudag.
Kveðst hann hafa fundið aðferð
til þess að auka tekjur rikisins á
þessu ári um $400,000,000 eða
meira. Ófrétt er enn, í hverju
tekjuaukinn eigi að vera falinn, en
líklegt talið að hann muni liggja
í hækkuðum tekjuskatti, hækkuð-
um póstflutningsgjöldum, ásamt
hækkuðum vínfangatol]i og nýj-
um skatti á bifreiðum.
Um þesar mundir er staddur
hér í Canada sonur hins nafn-
fræga enska rithöfundar og
sagnaskálds, Hall Cain. Er Cain
yngri sendur hingað af nefnd j
manna á Bretlandi til þess að j
semja við Canadastjórn um viðar-
ítak til pappírsgerðar. Segir hann
að félag þetta hafi um fjörutiu og
fimm miljónir dollara til þess að
leggja í fyrirtækið. Búst er við að
þeir muni ekki vinna timbrið hér,
ef þeir fá ítakið, heldur að eins
fella það, saga bolina í hæfilegar
lengdir og flytja svo heim til
Bretlands.
peir, sem lengst vilja ganga í
breytingaráttina (radikals) höfðu
94 þingmannsefni í kjöri.
Vinstrimenn, eða frjálslyndi
flokkurinn, höfðu 103, og
Hægrimenn, eða íhaldsmenn,
höfðu 68 og verkamenn 32.
Kosningar þessar fóru fram eft-
ir hlutfallskosninga Iögum, og
verður næsta þing Dana skipað
þannig. Vinstrimenn 48, Hægri-
menn 28, Sósíalistar 42, Byltinga-
menn 17 og Verkamenn 4.
Aðalatriðin.
Island sækir um inntöku
í alþjóðasambandið.
Frá Washington kemur sú frétt
að landar vorir á íslandi hafi
baiðst inntöku í Alþjóðasamband-
ið á formlegan hátt, og er tekið
fram í inntökubeiðninni að Dan-
mörk hafi veitt hinni íslenzku
þjóð sjálfstæði ótilkvaddir í des-
ember 1918.
Vér vonum að þessi frétt sé
sönn því hún er öllum íslending-
um gleðiefni.
Enn fremur segir fréttin að
Georgia lýðveldið, San Marino
og Luxemburg haf sótt um inn-
göngu í alþjóðasambandið.
Kosningarnar i Danmörku.
Almennar kosningar i Danmörku
fóru fram á mánudaginn var og
eru flokkarnir, sem sækja, þessir:
Sósíal Demokratar, sem höfðu
109 þingmannaefni í kjöri.
Eitt af því, sem venjulega ein-
kennir mest þá menn, sem hafa
haft sig vel á fram, er sá hæfileiki
þeirra að geta á augabragði greint
í sundur aðalatriði og aukaatriði.
pað getur verið margt, sem við
viljjum framkvæma, en aftur á
móti er það fátt, sem hefir mikil-
væga þýðingu fyrir oss að komist
í framkvæmd, og hinn gagnlegasti
hæfileiki, sem nokkur maður get-
ur haft, er hæfileikinn, að sjá í
fljótu bragði hvað það er, sem
nauðsynlega þarf að framkvæma.
Lífið er stutt, en tíminn er hrað-
fara, svo að hver og einn verður
að hætta við að framkvæma margt
af því, sem hann Iþó gjarna vildi
koma í framkvæmd, og sá má
þykjast heppinn, sem hefir þá
gáfu a veita auðvelt að sjá, hvað
það er, sem að skaðlausu má bíða.
pó menn séu ekki gæddir þessari
nauðsynlegu gáfu .ríkulega frá
náttúrunnar hendi, geta þeir
þroskað hana talsvert mikið smátt
og smátt, kosti þeir kapps um það.
Hver maður iþarf að gjöra sér
það að vana, að athuga á hverjum
morgni, hvaða störf 'hann nauðsyn-
lega þarf að framkvæma þann
daginn og byrja svo á þeim þýð-
ingarmestu, en láta það vera und-
ir atvikum komið, hvort hin þýð-
ingarminni komast í framkvæmd
eða ekki. Á þennan hátt venjast
menn ósjálfrátt á að athuga jafn-
an hver störfin eru þýðingarmik-
il og hver þýðingarlítil, og láta hin
fyrnefndu sitja í fyrirrúmi.
Engin lifsregla er nauðsynlegri
en þessi fyrir þann, sem vill kom-
ast vel áfram í heiminum, eða láta
mikið og nytsamt starf eftir sig
liggja.—Réttur.