Lögberg - 29.04.1920, Síða 3

Lögberg - 29.04.1920, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. APRIL 1920. Bls. 3 HELEN MARLOW EFTIK Óþektan höfund. 46. Kapítuli. “Viljið þér verða lafði Lovel?” endurtók hinn fallegi ungi barún og leit aðdáandi aug- um á hina fögru söngmeyju. Helen varð alveg hissa; hún blóðroðnaði; og augu hennar urðu rök af tilfinningum. Hin beiska reynsla hennar með hr. Arm- strong, liafði kent henni að meta sanna, menni- lega ást — þá ást sem býður bæði hönd og hjarta. Henni þótti vænt um tilboð hans, og var honum þakklát fyrir það, því hún vissi að slíkt tilboð var mikill heiður og virðingarvert. En barúnin sá eitthvað í andliti hennar, sem ekki glæddi von hans, og hann flýtti sér að bæta við: ‘‘Hugsið þér um bón mína fáein augnablik, kæra Helen, áður en þér neitið henni. Þér hafið ágætt útlit fvrir framan yður, það veit eg, en Iþegar alls er gætt, er þaðl þó það líf, sem er fult af striti og áreynslu, og þér verðið máske leiðar og þreyttar á því, þegar hið töfrandi hrós almennings minkar smátt og smátt. Eg bið yður þess vegna að hætta við þetta starf, mín vegna, sökum minnar heitu og innilegu ástar. Sem kona mín, sem drotning mín á heimili okkar, skuluð þér eiga gæfuríka tilveru. “Það veit eg vel,” sagði hún með þakkíát- um róm; en með augnatilliti sínu gaf hún hon- um bendingu um, að nálgast sig ekki, þegar hann ætlaði að grípa hendi hennar. “ó, Lorimer, fyrirgefið mér,.ef eg verð að valda yður sorgar, með því að neita yðar góða og göfuga til'boði. En eg elska yður ekki.” “Leyfið mér að kenna yður það,” sagði hann með bænarróm. “ Það getið þér ekki; trúið þér mér, eg veit hve mikils virði þetta er, og met mikils þann heiður, sem þér veitið mér; það yrði stórkost- legt hjónaband fyrir Helen Marlow. Eg er yður mjög þakklát — en eg get ekki gefið yður mitt já.” Hún var mjög hnuggin yfir því, að sjá hve mjög neitun hennar særði hann; já, hún var líka sjálf hrygg yfir 'því að hún gat ekki gefið honum ást sína. “Það getur skeð að þér breytið skoðun yð- ar. Leyfið mér að bíða og vona,” bað hann. “Það gagnar ekki,” svaraði hún. “Hvemig getið þér fullyrt það? önnur eins ást og mín verður, held eg, að síðustu að sigra vður, ef lijarta yðar er frjálst.” “Það er ekki frjálst,” sagði hún lágt, mjög lágt, og leit niður og varð eins og rauð rós. Andlit hans sýndi fullkomna örvilnan. “Ó, himneski guð!” hrópaði hann, “aldrei hefi eg haft neinn grun um þetta. Þér eigið annan elskliuga, Helen — og ætlið máske að gifta yður bráðum? Hver er minn gæfuríki meðbiðill?” “Þey!” sagði hún angurvær, gekk til hans 4)g lagði litlu, hvítu hendina sína á handlegg hans og hvíslaði viðkvæm: “Eg hefi opinber- að fyrir yður leyndarmál sem eg hefi geymt svo vel í huga mínum, að þér eruð sá eini sem vitið það, góði vinur. Eg elska en ást mín er jafn vonlaus og yðar.” “Ó, hvað heyri eg. Sá mðoir hlýtur að vera blindur, Hugsið þér ekki fremur um hann, Helen. Ó, miskunið yður yfir mér. Eg fullvissa yður um, að eg skal kenna yður að þykja vænt um mig og gleyma honum, sem ekki hefir augun opin til að sjá, hvað hann getur eignast. ” “Það er ómögulegt. Eg vil ekki gera jafn eðallyndri ást og yðar nein rangindi, með því að geta ekki veitt henni fult endurgjald. ó, Lorimer, hve undarlega forlögin leika sér að hjörtum okkar. Hvers vegna elskið þér ekki Nathaliu í staðinn mín?” “Hver getur elskað Nathaliu þegar þér er- uð hjá henni?” sagði hann óþolinmóður, án þess að skilja helminginn af meiningu orðanna; því Helen hafði grun um ieyndarmál vinu sinn- ar, og vildi gera alt sem hún gat til að auka á- nægju hennar. “En hvað þér smjaðrið. Nathalia á fjÖlda aðdáenda,” sagði hún svo lauslega. “Eg er viss um að hún verðskuldar aðdá- un,” sagði hann kæruleysislega og stundi. “En eg má ekki tefja yður lengur. Viljið þér gera svo vel að flytja Nathaliu kveðju mína?” “Nei það vil eg ekki. Nathalia er vin- etúlka mín með viðkvæma lund; henni mundi sáma það mikið, að fá ekki að sjá yður, áður en iþér farið. Eg vil kveðja yður hér núna, og senda Nathaliu ofan til yðar áður mínúta er liðin. ” H:in lagði hendina sína á hans, með blíðu og vingjamlegu brosi, og hann kysti hnaa við- kvæmur og stundi. “Hinn fegursti draumur lífs míns er orðinn að engu, mín stærsta gleði yfir auð mínum er horfinn; en gefi guð að þér verðið farsælar, Helen.” Hún svaraði honum vingjamlega, með þakklátum orðum og tár í augum. Svo hrað- aði hún sér upp til Nathaliu, sagði henni, að Lorimer ætlaði að fara burtu, og að hann vildi kveðja hana. Faliega dökka andlitið hennar Nathaliu varð náfölt, og hún sagði í hásum róm: “Þú mín kæra Helen, þú átt auðvitað að verða lafði Lovel?” “En hvað þú talar heimskulega. Þú veist að eg hugsa að eins um hann, sem vin, Nat,” sagði Helen hlæjandi og nefndi ekki eitt orð um bónorð hans. Nathalia fór ofan og reyndi af öllu megni að vera róleg, þó að hjarta hennar væri langt fró að vera það. Hún heilsaði honum fjörlega. “Sir Lorimer Lovel,” sagði hún, “þér haf- ið mínar beztu heillaóskir. ” “Eg er yður þakklátur,” sagði hann og tók litlu skjálfandi hendina hennar. “Ó, Nathalia, eg met ekki hina miklu gæfu mína eins mikils nú, því eg hefi mist mína kær- ustu von. Helen hefir neitað mér um það, sem eg bað hana um — hennar hönd og hjarta.’ “Mér þykir það afarleitt yðar vegna,” svaraði hún með hreinskilinni samhygð, og tár stóðu í dökku augunum hennar. Hann mundi hve fögur hún var, þcgar þau urðu samferða yfir hafið, og furðaði sig á því, hvers vegna Helen hefði sagt með dulinni al- vöru: “Hve undarlega forlögin leika sér með hjörtu okkar. Hvers vegna elskið þér ekki Nathaliu í staðinn mín Það hefði verið áform Helenar að sá hjá lionum ofurlitlu fræi af vinsemd til Nathaliu það gæti sáske frjóvgast og borið ávöxt með tímanum. Þegar hann hafði hugsað dálítið um þetta, fór hann að gizka á hina duldu meiningu í orð- unum, og spurði sjálfan sig hálf hissa: “Er það hugsanlegt að hin fallega gletna Nathalia hafi fest ást á mér?” En sárið, sem Helen hafði veitt lionum, var of djúpt til þess að hann gæti gleymt því vegna ímyndaðrar ástar annarar stúlku. Ferð hans yfir liafið að vetri til, var ekki sem þægilegust; veðrið var stormasamt, að sínu leytieins og hugarástand hans. Hvað var nafnbót og auður fyrirj hann, þegar hann kvaldist af vonlausri ást. 47. Kapítuli. Helen tók bréfið frá Gladys og fór með það til sinnar kæru vinkonu, frú Monteith, sem ef- laust mjmdi láta samhygð s,na í ljós og ráð- leggja henni hvað hún ætti að igera. Þessi kona, sem öðru hvoru þjáðist af hjartveiki, la á legubekk, vafin isjali. Andlit hennar var fölt, og í kring um dökku augun hennar, voru stórir rauðir hringir. En hún var ekki svo þjáð, að hún gæti ekki með athygli hlustað á hina sorglegu sögu um Gladys Drew, og sagði undir eins: “Hennar góða hugsunarhátt virði eg mik- ils, mín kæra stúlka. Hin eðallynda Gladys verðskuldar alla velvild þírna, og þar eð þú vinnur þér inn svo marga peninga nú, hefir þú efni á að gera lífið þægilegt fyrir hana.” “Eg var sannfærð um að þér munduð 'hugsa þannig,” sagði Helen og kvsti hendi konnunnar hlýlega. “Og nú verðið þér að hjálpa mér til að finna uðferð, til að bera um- hyggju fyrir henni og hinni gömlu konu, án þess að særa tilfinningar þeirra.” Frú Monteith þurfti varla augnabliks um- liugsun. Hún svaraði eins og af innblástri.” “Þér verðið að senda þeim peninga, ekki litla upphæð, og bjóða þeim að koma hingað til New York og dvelja um tíma hjá okkur, svo við getum fengið þá beztu læknishjálp, sem mögulegt er að útvega vinstúlku þinni. Segðu henni að þetta séu vextir af skuldinni, sem hún eigi hjá þér, af því hún frelsaði fallega hárið þitt; hún getur ekki neitað þessu.” “Eg get fengið þær hingað. Ó, hvað þér cruð góðar. Eg get aldrei þakkað yður eins og vera ber fyrir þetta,” «agði Helen, og frú Monteith svaraði með brosi: “Þú hefir borgað mér alla mína velvild til þín, með liinu ágæta starfshrósi er þér hefir hlotnast, það lætur mig lifa upp aftur ánægjuna sem eg hlaut á starfsbraut minni í æsku. Mér þykir eins vænt um þig og Nathaliu, og þið væruð mínar eigin dætur, og eg held að guð hafi sent mér ykkur, sem endurbót fyrir það, að hann gaf mér aldrei börn.” Og nú sagði Helen sinni góðu vinkonu, um hvað hinn ungi barún hefði beðið hana. Hr. Monteith kom nú inn, og hann fékk líka að heyra þessa nýung. “Er þetta í raun og veru satt?” sagði kon- an við Helenu, isem roðnaði og svaraði: “Já, það hefði ekki verið heiðarlegt að gefa honum hendina, án þess að hjartað fylgdi með.” “Þetta var stórkostlegur ráðhagur, frá heimslegu sjónarmföi skoðað,” sagði leikhús- eigandinn, en stúlkan svaraði látlaus: “Eg vona að ganga í hjónaband frá himn- esku sjónarmiði skoðað — það er, af sannri ást á báðar hliðar. Slíkt hjónaband held eg að þið tvö hafið stofnað,” sagði hún og benti á hjónin, “islíkt er stofnað, eftir mínum skiln- ingi á himnum.” Og Helen hafði rétt fyrir sér, þau tvö liöfðu elskað hvort annað innilega alla sína samleið. Svo var farið að tala um Gladvs, og hinn vel hugsandi Monteitl( samiþykti nndir eins, það sem kona hans hafði ráðlagt. Helen skrifaði þess vegna Gladys með þeirri gæfu- ríku meðvitund, sem er svo kær eðallyndri mianneskju, sem er fær um að endurgjalda gott með góðu. Gladys fanst sér hafa batnað og vera sterkari, og hugsunin um að fá að sjá Helenu aftur, kom hjarta hennar til að þrútna af á- nægju. Gamla frú Angus var eins ánægð og barn. Alt hennar vantraust á Helen var horfið, og hún flutti altaf lofræður um hana. Gladys notaði sumt af peningunum frá Helenu, til að fá sér eitt og annað, sem þær vanhagaði um, bæði hana og hina glöðu frú Angus. ó, hvað gamla konan var ánægð, þegar hún sá sjálfa sig í nettum, svörtum silkikjól — þeim fyrsta, sem hún hafði klæðst í á æfi sinni. Sökum ferðarinnar til New York, og dvalarinnar þar hjá Monteith hjónunum, var auðvitað nauðsyn- legt að vera öðruvísi klæddur, en uppi í fátæka klefanum. “Okkar dýrmæta, kæra stúlka, má ekki skammast sín yfir okkur meðal sinna mikil- hæfu vina,” sagði Gladys, sem eins konar af- sökun fyrir þann klæðnað, sem hún keypti handa þeim báðum. Fáum dögum síðar lögðu þær af stað til New York, og áttu þægilega ferð þangað. Þar var tekið á móti þeim af Helenu og vinum hennar, með svo hlýrri og ástríkri kveðju og boðnar velkomnar, að hin veika Gladys fékk eins og nýtt líf. 48. Kapituli. Frú Douglas var mjög glöð yfir því, að Helen hafði neitað Armstrong. Hún ól veika von um það, að' með tímanum yrði alt gott á milli Fred Oakland og Helenar. Henni fanst það óumflýjan'legt, að þegar Ilelen færi að skilja og íliuga live eðallyndan karakter Oakland hefði, þá yrði hún að elska hann; liún igæti ekki annað. Hún vissi, að marg- ar aðrar fagrar stúlkur höfðu reynt að ná í hann, sem hún hafði neitað og hrakið frá sér; en jafnframt því, að hann hafði aldrei reynt að ná í neina þeirra; það var ekki vani lians að stæra sig gagnvart kvenfólki, að eins til þess að spauga og masa við það. Hvað hann var ólíkur hinum léttúðga Arm- strong, sem langaði mest til þess að koma stúlku til að elska sig og skifta sér svo ekkert af henni framar. Hvað hún var glöð yfir því, að Helen hafði losnað við gildrur hans, því hún bar ómótstæðilega ást til hinnar fögru og góðu Helenar; það gerði engan mun, hverjir foreldr- ar hennar voru. Hana furðaði sjálfa á ást sinni til hinnar nafnfrægu söngmeyjar; hún reyndi að verjast lienni, en gat það ekki. Milli hjarta hennar og Hölenar var eitthvert ósýnilegt band, sem ekki var hægt að slíta, þó að reynt væri að koma í veg fyrir, að það ætti sér stað. Þar eð lienni hepnaðist ekki að draga Hel- en nær sér — að hjarta sínu, fór hún aftur að hugsa um hinar vondu upplýsingar, sem bróð- ursonur hennar hafði getað safnað viðvíkjandi ætterni hennar. Það er máske alt tilbúið af honum í því skvni að hefna sín á henni. t liuga hennar frjófgaðist nú ofurlítil von, og hún furðaði sig á því, að hún hafði borið traust til orða lians einna, án þess hann kæmi með þær sannanir, sem liann liafði lofað að út- vega sér handa henni. Einn daginn talaði hún um þetta við hann, en hann var ekki hið minsta órólegur eða feim- inn yfir því, þó hún vekti máls á þessu. “Þú manst eftir Harriet Hall, sem var lier- bergisþerna móður minnar þaiigað til hún dó?” mælti hann. “Já, hún er þerna Holenar nú,” svaraði frú Douglas. “Er það ekki undarleg tilviljun, að hún var mörgár hjá móður Helenar?” svaraði liann og bætti svo við: “Það var Harriet Hall, sem sagði mér þetta um He'lenu.” “Eg skal tala við Harriet Hall um þetta,” sagði frú Douglas. “Já, gerðu það, og reyndu að losast við efann,” sagði liann í meinlegum og hrokafull- um róm. Einn daginn gerði hún boð eftir Harriet Hall og bað hana að koma, }>ar eð sig langaði til að tala við liana um nokkuð. Stúlkan kom mjög bráðlega, og varð ekki hið minsta feimin við spurningum frúarinnar. “Heflen litla var fædd erlendis, tveimur cða þremur árum áður en eg varð herbergis- þerna ungfrú Carmen Callas, og hún bar strax allmikið traust til mín. Hún sagði mér, að Douglas þætti mjög vænt um sig, og að hann hefði gifzt yður að eins af því, að þér væruð ríkar; annars hefði hann ekki gifzt yður. Hún sagði líka, að hann væri faðir litlu stúlkunnar sinnar.” Þetta var hin rólega fullvissa, sem hún gaf frúnni, og sem olli henni hinnar mestu kvalar. Harriet Ha'll gladdist yfir örvilnan hennar með óskiljanlegri ró. Hún hataði þessa konu, af }nrí hún liafði verið Oaklands megin í mála- ferlinu, með syni hinna fyrverandi húsbænda hennar. Að því er hana snerti, þá var liún al- gert þý Rudolphs Armstrong. Frú Douglas herti upp liugann til þess að geta spurt: “Þekkir vðar núverandi húsmóðir til þess, að þér geymið jafn leiðinlegt leyndannál og þetta?” “Það veit eg ekki, við höfum aldrei talað um neitt slíkt. Eg er að eins búin að vera stutta stund hjá henni, og eg veit að hún er mjög drambsöm. Eg álít, að hún vilji ekki tala um neitt slíkt, það mundi verða of kvreljandi fyx-ir hana.” “Það held eg líka,” sagði frií Douglas með áherzlu. “Munið eftir því, að tala aldrei um þetta við hana, Harriet Hall, og sem borgun fyrir þögn yðar þiggið þessa gullpeninga. ” Harriet þakkaði henni innilega fyrir pen- ingana og fór svo burt. Frú Douglas sat nú al- ein xneð sorg sína. Og liún var svo miklu sárari nú, af því hún liafði gert sér von og efast, er hafði um stund kveikt dauft ljós í hinum ang- urværa huga hennar. Efi hennar var orðinn rniklu beiskari nú, }>ví hún fami enga ástæðu til að vilja ekki trúa því, sem Harriet Hall sagði. Hún hafði um mörg ár verið herbergis- þexma móður Rudolphs Armstrong. Hún vissi ekkert ilt um hana, heldur þ\rert á móti, að hún var dugleg og áreiðanleg og hafði alt af þótt mjög vænt um Rudolph, eins og það væri vegna móður hans. En með þeirri sorglegu sannfæring um, aö þessi kona hefði sagt sannleikann, byrjaði aft- ur stríðið, sem hennar særða ást og sjálfsvirð- ing átti í með að fyrirgefa liinum framliðna eiginmanni sínum, sem nú var gagnslaust að Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. útibú:— Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. \T •• 1 • V* timbur, fjalviður af öllum Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG Allar Allar tegundir af tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri iþörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L 'head, T head, I head, Valve in the bead 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, -Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. A. CARRUTHERS Co. Ltd. SENDIÐ Húðir yðar, Ull, Gœrur, Tólgog Seneca rætur til næstu verzlunar vorrar. VJER greipum ,hæsta markaðsverð. VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja. Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.; Edmonton, Alta.; 'Vancouver, B. C. BLUE RIBBÖN TEA Það er auðvelt að segja eitt- hvað vera gott, en það er annað að sanna það. Blue Ribbon Te stenzt reynsluna. REYNIÐ ÞAÐ. RAUPfl) BEZTA BLADID, LOGBERG. vreita nokkrax* ásakanir. Hún gekk einsömul til hins rólega herherg- is, þar sem mynd hans hafði liangið í næstunx þrjú ár og snúið andliti að veggnunx. Hún lok- aði dyrunum og stóð nú aftur fvrir framan hann. Ó, hve þetta var líkt honum, lxve eðalynt út- lit hans var. Gylta höfuðið hexmar hafði svo oft hvílt við þetta breiða brjóst, og sagt honum frá ást sinni; þetta göfuga enni liafði hún svo oft kyst, um leið og hún sti*auk hendinni aftur um liið þykka brúna hár. Dökkbláu augun hans voru svo undur blíð, og báru í sér svo sanna ást og alvariega, að hún gat aldrei ímynd- að sér, að bak við þau lægi fals og svik.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.