Lögberg


Lögberg - 29.04.1920, Qupperneq 4

Lögberg - 29.04.1920, Qupperneq 4
Bla 4 LOGB&RC, FIMTUDAGINN 29. APRÍL 1920. l£1IWIillll!llul!l ^ogberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIÆIMI: GARKY 116 or 117 Jór. J. Bíldfell, Editor Utan6skrift tii blaSsin*: U TRE C0LUK|Blf\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. »27 IH8lllilllll!li Að vinna eða svelta. Enginn skór hefir nokkurn tíma krept sár- ar að mönnum, heldur en dýrtíðin gerir nú. Menn hafa oft átt þröngt í búi, oft þurft að leggja hart að sér til þess að sjá sér og sín- um fyrir dáglegu brauÖi. En menn hafa aldrei fyr verið krafðir vax- andú skulda, sem þeir höfðu ekkert til þess að borga með, nema dollar eða krónu, sem var minna en hálfvirði, þegar bor ið er saman við verð á vöru þcirri, sem kaupa þarf. Menn líta í kring um sig og sjá auðar kom- lilöður uin allan heim og fólk hungrað í öllum löndum, sem biður um brauð og deyr, ef það fær það ekki. Þeir sjá sölubúðir fyltar með allskonar klæðnaði, en tugir þúsunda, nei miljónir á mil- jón ofan, ganga í tötrum, sökum þess að þurð á klæðnaði gjörir hann dýrari en þeir fá ráðið við að kaupa. Þeir sjá matvöruna, lífsnauðsynjar sínar og annara, ha'kka í verði dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þeir heyra um verkföllin, sem era daglegir viðburðir út um allan lieim, verkföll, sem öll ganga út á að stytta vinnutíma og hækka vinnulaun, sem hvoru tveggja ber að sama brunninum — að gera dýrtíÖina meiri. # Þeir sjá mennma sjálfa, sem dýrtíðin kreppir som mest að, ganga hvað harðast til verks með að auka hana. Og þeir spyrja: hvar lendir þetta? Vér teljum vafasamt, hvort hægt er að svára þeirri spurningu til hlítar. Vér vitum ekki hvar þetta lendir, en vér vituni annað, að það er undir oss sjálfum kom- ið, hvar lendir. Ef að vér berum gæfu til þess að sjá og skilja ástandið, eins og það er, þá sjáum vér að það er bara tvent, sem fram undan oss er, — sjáum, að vér verðum að gera eitt af tvennu: að vinna eða svelta. Vér höfum heyrt menn halda því fram, að nægtir af forða og lífsauðsynjum manna væru til. Þeim i’reri bara haldið af okrurum til þess að græða sem mesta peninga. Það þurfi ekkert annað en þvinga þessa menn til að opna forðabúr sín og sölubúðir og nevða {>á til að selja með sanngjörnu verði. Þessi kenning er skaðleg, því hún leiðir liugsun fólks frá hjartapunkti þessa máls, æsir lund þeirra, sem áður var óróleg, og glepur þeim sýn. A stríðstímunum var það álitinn glæpur, að draga huga manna frá því eina nauðsynlega, að beita allri sinni hugsun og öllum sínum þrótti til þess að vinna sigur. Sem betur fer, eru stríðstímarnir liðnir og með þeim hin þunga sekt, sem lá við því að dreifa og draga úr kröftum manna til þess að sigrast á sameiginlegum óvin. En þessi óvinur, stríðið, hefir getið aðra af sér, og þeir óvættir hafa breiÖst út, ekki að eins um alla Evrópu, heldur og til allra landa og allra þjóða. Þeir berja að dyram hvers einasta manns, og fylla kvíða hverja einustu aáL Dýrtíðin’ og óánægjan, óánægjan og dýr- tíðin, eru förunautar óaðskiljanlegir og eyði- leggjandi, og eftir því sem annað hvort af þessu vex, þá þroskast hitt að sama skapi. Auðsætt er það, að ekkert er hægt að gera til þess að auka meira erviðleikana og- dýrtíð- ina, heldur en að blása að óánægjueldinum, og eru þeir menn og þau blöð, sem slíkt gera, þeir mestu óvinir, sem land vort elur. Hvá ekki að isegja beiskan sannleikann? Hví ekki að reyna að koma fólki í skilning um hið rétta í þessu máli? Það, að fram undan liggur eitt af tvennu: að svelta eða vinna. Alt hjal manna um ranglæti stjórna, um gróða vissra manna, um geymslu á vörubirgð- um til þess að geta selt þær með hærra/Verði, eru aðeins smá-agnúar, sem að manni snúa og mættu kannske betur fara, en ekkert af því er rótin, sem grafa þarf til, — rótin, sem mein- semdirnar þrífast á. Menn geta sett hverja einustu stjórn í landinu frá, tekið allar eigur manna þeirra, sem eitthvað eiga, etiÖ upp úr öllum forðabúr- um eins og gert hefir verið á Rússlandi; en það var engin meina I)ót þar og verður heldur ekki nein hér — getur aldrei orðið það. Þeir ráku sig þar á sama lögmálið, sem viðurkent hefir verið um allar aldir, að til þess að uppskera, þá þurfi menn að sá, — að upp- skera sé ómöguleg án sáningar. Um þann sannleika efuðust Bolshevikarn- ir á Rússlandi auðsjáanlega, svo þeir réðust að auð þjóðarinnar og eignum einstaklinganna, — en þeir ráku sig á. Auður sá, er til lífsframfærslu var nauð- svnlegur ,gekk til þurðar. Gullið, koraiÖ og klæðnaðurinn eyddist. En á meðan áttu menn góða daga — sáðu ekki, því þeir voru að eyða uppskeru, sem aðrir höfðu sáð til. Þegar hún var þrotin, varð að skylda menn til þess að fara að framleiða;—fara að vinna. Ekki að eins þrjár klukkustundir á dag né heldur sex né átta, held- ur tólf klukkustundir. þeir skildu, eftir að vera búnir að reka sig á, að það var annað hvort fyr- ir þóðina, að vinna eða svelta. Vér Canadamenn erum ekki líkt því eins illa komnir í þessum efnum eins og Rússar voru, eða eru, en vér erum á leiðinni þangað — á leiÖinni til hungurs og nektar, eins áreiðanlega og nótt fylgir degi, ef vér höldum áfram að eyða meiru en vér framleiðum. Skriftin á hallarveggnum ætti að vera nógu skýr, til þess að hver einasti maður og kona gæti lesið hana og skilið, og svo er það undir oss sjálfum komið, hvort heldur að vér viljum vinna eða svelta. ------o------ Stjórn fólksins. VI. Landbúnaðarlöggjöf Norristjórnarinnar. X. Vegagjörð. Eitt af aðal spursfnálum hvers fylkis eða hvers lands, eru vegabæturnar. Því það gagn- ar ekki, þá unniÖ sé af mesta kappi, ef ekki er liægt að koma afrakstrinum frá sér. Það er víst allstaðar viðurkent„að þar sem um er að ra'Sa víðáttumikil lönd, þá séu jám- brautirnar lífæðar þeirra landa. • Hið sama eru vegimir sveitunum og sýsl- un—samtengingaræðar við verzlunarstöðvar. An brautanna væri engin veruleg framfaravon í sveitum. Þessi regla, sem gildir jafnt um allan heim, gildir þá líka hér í Manitoba. En }>ó sorglegt sé frá að segja, þá hefir einmitt þessu máli verið misboðið svo herfi- lcga, að engu tali tekur, að því er stjórnir fylk- isins snertir, þar til er Norrisstjórnin kom til valda. Þetta velferðarmál fylkisbúa, eða réttara sagt lífsspursmál, bænda jafnt sem borgalýðs, hefir verið pólitiskur fótbolti í langa tíð í fylk- inu, þó að það mál liafi aldrei náð þvílíku lág- marksstigi eins og í tíð Roblinstjómarinnar. Eyrirkomulagið, sem hér hefir átt sér stað í þessu efni, er að sveitafélögin hafa barist við að gjöra þessar vegabætur sjálf, og liafa verið, þegar um vegabætur hefir verið að ræða, sem nokkru verulegu munaði, að fara á fund fylkis- stjórnarinnar og biðja liana allra náðarsamleg- ast að hjálpa sér. Vér segjum ekki, að á undanförnum áram hafi stjórnir í Manitoba aldrei hlaupið undir bagga með sveitunum sökum verðleika. En hitt vitum vér, að til allra slíkra sendifara var sjálfsagt að velja þann, sem hæst stóð í áliti stjórnmálaflokks þess, sem í það eða það skift- ið sat að völdum. ESa með öðrum órðum, þessar fjárveiting- ar til vegábóta í fylkinu, hafa á undanförnum árum miklu fremur verið pólitiakir bitlingar fyrir áhrif vissra manna, sem sérstakir flokks- menn aðallega nutu góðs af, heldur en til þess að byggja vcgi og bæta samgöngur. Það er ekki fyr en Norrisstjómin kemur til valda, að veruleg brevting kemur á þetta til batnaðar. Þá er fast á kveðið með lögum, hvaða pen- iogalegan þátt stjómin taki í hinum ýmsu vega- bótum og þar með verÖur ljóst hverri einustu sveit í öllu fylkinu, hvers hún megi vænta úr þeirri átt. Vegabótalögin taka greinilega fram, að fylkisstjórnin í Manitoba borgi vegabótakostn- að að helmingi, þar sem um höfuðbrautir sé að ræða, sem eru mölbomar eða mulið grjót er borið ofan í; en einn þriðja part af kostnaÖi þeirfa brauta, sem gjörðar eru,úr mold að eins. En þar sem um er að ræð vegi, sem liggja í gegn um fylkið, aðal fylkisbrautir, borgar stjórnin eins hátt og tvo^þriðju af kostnaði við að byggja þá. Auk veganna sjálfra tekur stjórnin, undir flestum tlfellum, þátt í þar sem byggja þarf lokræs eða brýr. Hér er alt opínbert og ákveðið, hvers vænta er frá hendi stjómarinnar, þegar um vegabætur er að ræða. Ekkert tækifæri fyrir pólitiska bitlinga lengur. Hvert einasta sveita- félag getur í bvrjun árs fastákveðið allar sínar vegabætur og reiknaÖ út upp á dollar, livers stvrks er að vsenta frá Norrisstjórninni. Nú er ekki til neins að bíða með fjárbænir þar til komið er fram að kosningum, þær eru ekkert líklegri til þess að verða lieryðar þá, heldur en rétt eftir kosningarnar. Hvert cent, sem lagt er til vegabóta af Norrisstjórninni, er lagt fram sökum þarfar og verðleika, en alls ckki sem pólitiskt agn. Og til þess að tryggja þetta velferðarmál enn betur, má heita að tækifæri stjórnarinnar, eða ráðherra opinberra verka, til þess að hafa áhrif á slík mál, liafi verið numin í burty. Framkvamd laganna hefir svo að segja verið tekin úr höndum hans og fengin í hendur þriggja manna nefndar, og það er til þeirrar nefndar, sem sveitafélögin snúa sér ineð sína uppdrætti af þeim vegagjörðum, er þeim virð- ist nauðsynlegur, og það er ekki fyr en alt er kiappað og klárt — uppdrættir, bænarskrá, kostnaður og þörf, að þetta kemur fyrir verka- málaráðherrann til staðfestingar. Það er sagt, að í Manitoba hafi verið (18,000 mílur af brautarstæðum, áður en fylkið var stækkað. Það er einnig sagt, og mun það satt vera, að um 18,000 mílur sé búið að byggja af aSal brautum í fylkinu. Við lok ársins 1918 var búið að byggja 3,279 mílur af akbrautum í fylkinu undir þessum nýju lögum og þessari nýju aðferð, sem kost- uðu $9,833,557, og hafði Norrisstjórnin borgað um helminginn af þeirri uppliæð, eða nálægt $4,916,778. Norisstjórnin í Manitoba hefir gert meira til vegabóta hér í fylkinu heldur en nokkur önn- ur stjóm, sem hér hefir setið að völdum, og hafið vegabótamálið úr hinni dýpstu evmd til vegs og virðingar á meðal fylkis og landsbúa. ------o------ Bœkur Bókmentafélagsins 1 919 Hið ráðna og roskna félag stikar sína leið. á hverju sem gengur; stríð og dýrtíð virðast ekki bíta á það. Það sendir út sína “stóru stafi” á hverju ári; þeir eru flestir fornir, þó að Fornbréfasafnið vanti í þetta sinn. Það er bætt upp .með annari bók enn eldri, svo ekki vantar forneskjuna í það skarðið. Skírnir er með ólíkum keim því sem oft var fvrrum, meS stuttum lýsingum á mönnum, sumum nýlátnum, öðrum fæddum eða látnum fyrir heilli öíd. Hinir nýlátnu eru margir og merkir, fleiri en áður hefir að borið á voru landi á einu ári, sem iipptalning í ársskýrslunni sýnir. Bækurnar eru þessar: 1. Lýsing Islands. Hér segir mest frá fénaði á landinu, sauðum og nautgripum, með- ferð, kynbótum, afrakstri o. s. frv., og er það kynja mikil fra'ði, sem prófessorinn dregur þar saman, bæði frá sjálfum sér og öðrum. Manni verður næstum að hugsa, að ef allir þeir, sem ritað hafa um þá mikilvægu grein landsbúsins, hefðu lagt álíka fyrirhöfn í að vinna þau verk, sem þeir rita um, — ef stritið hefði farið eftir viti og riti, — þá hiætti vera sælulíf fyrir sauð- kindur á íslandi; þeir lærðu liafa stritað við að koma viti sínu í rit, því miður hafa eigendur fénaðarins líklega látið það eins og vind um cyru þjóta, að eins stritað við að koma ein- hverju í nyt; hvorir tveggja hafa gert sína vísu, en lukkan gefið árangurinn, eins og verða vill. Fróðleikur höf. er frábær, og elja lians að tína saman fræðin úr bókum og handritum undrunarverÖ. Tíundarskrár og landshags- skýrslur, fornbréf, og búnaðarrit, foni og ný, — alt hefir hann gegn um lesiS og aflað fróð- leiks úr, auk þeirra athugana, sem hann gerði sjálfur á ferÖum sínum um landið. Eigi að síð- ur er frásaga hans læsileg og alveg nauÖsynleg liverjum, sem stunda gimist “framþróun” fén- aðarhalds á landinu. 2. Islendinga saga.—Af riti þessu eru komin 3 bindi, og frásögninni þokað til 12. ald- ar. Heftið byrjar á æfi Ara fróða, segir frá ætt og uppvexti og ritagerð hans. Höf. vill ekki eigna honum annað en Islendingabók eða bæk- ur, þó fræðimenn álíti, að fyrsta gerð Land- iiámu og Konungasögur séu eftir hann. Ták- lega verður það ekki sannað, er svo'snarpir og spakir kagarar verða ekki á eitt sáttir þar um. Ari virðist ekki hafa haldið nafni sínu fram, meðan hann lifði; seinni tíma menn eignuðu honum margt, sem sumir telja óvíst að liann hafi samið. En svo er vitanlegt, að Landnáma var aukin öld eftir öld, svo má einnig álykta, að ýmsir söguþættir hafi einnig auknir verið af seinni söguriturum, er í fyrstu voru samdir af fyrri tíma mönnum. Þannig stinga fornleg orðatiltæki og frásögn um forna háttu, í stúf við langdreginn stílsmáta í nokkrum sögum. Mætti hugsa sér, að kjarninn í þeim væri forn, cn seinna gerð af “skáld” saga með málaleng- ingum. En höf. fer varlega í staðhæfingar, svo sem sjá má dæmi til í þessu: “Hvaða ár Ari gerði þetta, vitum vér ekki, en Jiað er engin mikilvæg ástæða til þess að ætla, að mjög mörg ár hafi liðið áður en...Það er all-líklegt, að hann hafi látið sér nægja að íhuga bókina í tvö cða þrjú ár áður en hann tók að skrifa hana upp aftur, enda tók nú Ari sjálfur að eldast, og tr því all-líklegt, að hann hafi eigi viljað draga starf þetta árum saman. J’að er því mjög lík- legt” o.s.frv. Af þessu má ráða hvernig frá er sagt. Höf. nefnir öldina, er hann nú ritar um, þroskatíð kristninnar; liann rekur ýmsa þætti er sýna, hvernig ástatt var um það bil, þegar skipaður var erkibiskup yfir Noreg og lsland. Þó ekki sé íburðarmikil írásagan, er }>ó greini- lega frá skýrt viðburðunum og flest tínt til, er í sögum finst, jafnvel hjákonur liöfðingja og barngetnaðir þeirra utan hjónabands, útilegu- menn og þjófar nefndir og þeirra viðureign lýst, og mundi einhvern tíma hafa þótt ólíklegt, að slíkt fólk yrði talið í Islandssögu. En sök- in er, að liöf. lýsir “siðferði íslendinga” á Jæirri tíð og telur þá eða }>ær með nöfnum, er bert varð um að brytu fagra hegðunar siðu. Að lokum ber hann fyrir sig orð prests nokk- urs svo látandi: “Líkamslosti á þessu landi er hafður í ræðum á milli manna að gamni, svo sem ofdrykkja í Noregi.” Þetta var seint á 12. öld, áður en mentun og siðfágun vorrar aldar fékk vald yfir liuga og lijörtum manna. “Nú kennimenn allir, þeir menn sem liafa drepið” stendur í hirðisbréfi biskups um sama leyti, sefn má virðast fremur hranalega til orða tekið, nema öldin hafi verið bersyndugri en aðrar. M argra lóflegra manna getur í hefti Jiessu, og margt mú af því læra vafalaust, ef lesið er með athygli. Það er samið mcð vandvirkni og í margar heimildir vitnað, sein ber vott um fróð- leik höfundarins. Innan um stórmenni er smá- mennum ekki glejnnt, ef í sögum finst getið, og verður fyrir þá sök frásögnin breytilegri og næsta ólík sögum annara rikja, þar sem stiklað er á stjórnum og stónnennum og yfirleitt þeim viðburðurn, sem í ’toppi samtaka keilunnar gerist. (Meira.) --------o-------- Mælir með því að PENINGA - PÓSTÁVISANIR sem sendar eru með pósti, séu tryggar. eins hátt og upp í 50 dali má senda. Borganlegar í hverju útibúi bankans í Canada (nema Yukon) og Newfoundland $5 og undir ..... 3c. Yfir $10, ekki yfir $30, 10c.. Yfir $5, ekki yfir $10 .... 6c. Yfir $30, ekki yfir $50, 15c. The Royal Bank of Canaáa WINNIPEG (West End) JIKANCHJES r.nr. Willlam & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sarflent & Beverley F. Thoróarson, Manager Cor. Portaae & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. 5% VEXTIR 0G JAFNFRAMT 0 ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar 1 5% Fyrsta Veðróttar Skuldabréf með arö- miða — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins tii tíu ára tímabil, í upphæðum s-niðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddir viö loJc hverra sex mánaöa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýslngar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA ^ /Efiminning Georg Jóhannessonar Um iþessar mundir, þegar Falcon Hockey klúbburinn hefir unn- ið sér og íslendingum hér í landi bæði frægð og sóma, væri leitt ef að einn gleymdist, þótt hniginn sé að vísu í val, sem um fleiri kt mátti teljast á meðal máttarstólp-j klúbbsins. Georg Jóhannesson var fæddur fyrir suðvestan Glenboro, vest- arlega í Argyle-bygð 20. febrúar árið 1892. Var hann sonur heiö- urshjónanna Jónasar Jóhannessonar frá Geiteyjarströnd við Mý- vatn í pingeyjarsýslu, og konu hans Rósu Einarsdóttur frá Húsa- vík í sömu sýslu. Ólst Georg upphjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Winnipeg, þegar hann var fjögra ára gamall. Hann gekk hér á skóla þar til hann var 16 ára gamall; þá byrjaði hann •að læra húsasmíðar hjá föður sínum og vann hann hjá honum meiri hluta tímans, þangað til skömmu eftir byrjun stríðsins, að hann fór að vinna við stórskotagerð, og var hann við þá iðn þang- að til hann veiktist af sýki þeirri, er að lokum dró hann til dauða (lungna tæring). Veiktst hann að heimili sínu á Alverstone Str- hér í bænum haustið 1917; var hann heima þangað til næsta vor, er hann fór vestur í Argyle bygð til tengdaforeldra sinna. Dvaldi hann þar um tveggja mánaða tíma og orðinn þar þá svo veikur, að hann var eftir ráðlegging lækna fluttur vestur til Ninette á heilsu- hæli, og smá-versnaði honum meiri hluta tímans, er haiTn dvaldí þar. Var hann síðan fluttur heim til foreldra sinna í ^prílmánuðí 1919, og var þar þangað til hann dó 23. júní sama ár. Georg sál.. kvæntist Guðlaugu Helgason, dóttur Jónasar Helga- sonar og konu hans $igríðar Sigurðardóttur (sem um mörg ár hafa búið í Argyle-bygð), 2. júlí 1917, og eignuðust þau hjón einn dreng er Georg Jónas heitir. Syrgja nú bæði ekkja og barn mann sinn og föður. Georg var stór maður vexti, fríður sýnum, góðum gáfum gædd- ur, gætinn, fastur í lund, fáskiftinn og var því lítt þektur, hvað lundareinkenni hans snerti, nema áf nánustu vinum. Tók hann mik- inn þátt í íþróttum, sérstaklega hockey og knattleik; lék hann knattleik með einu hinu beztza knattleikarafélagi hér í bænum. Var Georg í fleiri ár “goal keeper” fyrir Falcon Hockey klúbbinn, sem nú er í Belgíu að keppa eftr heimssigri, og var hann álitinn einn hinn bezti í þeirri list. Að Georg heitnum var hinn mesti mannskaði og hjóst tilfinnan- lefet skarð í fámenna íslenzka hópinn í Winnipeg við fráfall hans. Vinur hins látna. Islendingadagurinn. Vegna ummæla þeirra er stóðu í 22. tölublaði Voraldar um ís- lendingadaginn og ársfund hans, er bæði eru ósönn og villandi. Skal því eftirfarandí skýring gerð. Fundurinn samþykti með yfir- gnæfandi atkvæðafjölda að gefa greina, þó komið hefði fram, sem vafasamt er sökum þess að ekkí höfðu nógu margir verið útnefnd- ir*til þess að fylla hin auðu sæti. pað var því með- fullum og ó- tviræðum vilja fundarins, að nefndarhlutanum, sem eftir sat, var gefið fullveldi til að bæta við í nefndina unz fullskípuð væri. j Framfylgdu því nefndarmenn I þessari *ákvörðun fundarins og | völdu í nefndina eins nýta og á- i litlega menn og kostur var á. þeim hluta nefndarinnar, ssm eft- j Að annar fundur verði boðaður ir sat, fullveldi til að kjósa í hin'til þess að ganga til nefndar- auðu sæt?. Hafði verið stungið kosninga kemur því ekki til mála. upp á 18 raanns, 15 karlmönnum íslendingadagsnefndin er nú full- og iþremuur kvennmönum, en að skipfcð og við það situr. eins 10 karlmenn og kvennmfcnn-1 Allir vita að það er enginn sæld- irnir þrír neituðu að vera í kjöri. arstarfi að vera í íslendinga- Höfðu þá 5 verið útnefndir, og dagsnefnd her í Winnipeg. Nóg að enginn tök á því að fá fleiri þar istarfa en venjulegast að eins að- á fundinum. Af þessum ástæð- j finslur og skammir að launum. um báru þeir J. J. Bíldfell og séra ; Væri því langt um sæmra fyrir' Rögnvaldur Fétur^son fram til- ritstjóra Voraldar að leggja þeim lögu þá, sem áður er um getið og; mönnum liðsyrði og hjálparhönd, samþykt var. j sem viljugir eru að starfa í nefnd- Tillaga sú sem Voröld getur um j inni, heldur en að ráðast á þá að borin hafi verið upp og studd, j með rógburði og fáryrðum. þess efnis að útnefningum væri • Gunnl. Tr. Jónsson ritari nefnd- lfokið, gat alls ekki komið til j arinnar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.