Lögberg - 13.05.1920, Síða 8

Lögberg - 13.05.1920, Síða 8
BIs. 8 LÖGBEIIG Í'IMTUADGINN 13 MAÍ 1920 Úr borginni Mr. Pétur Árnason frá Lundar var á ferö í bænum í síöustu viku. Mrs. G. M. Johnson frá Hnausa, Man., var á ferð í bænum í síð- ustu viku. Messað verður í Fyrstu lútersku kirkju í kveld (uppstigningardags- kveld) kl. 8. Tvö herbergi, með húsmunum í, í ágætu húsi og á góðum stað í bænum til leigu. Lysthafendur snúi sér til 768 Victor street, Tal- sími: G. 4180. óli Pétur Bjering, andaðiist á almenna sjúkrahiúisi bæjarins 6. þ. m.. Hann var faðir S. O. Bjering og þeirra systkina. Bjer- ing heitinn var 66 ára að aldri er hann lést. Hann var fæddur og uppalinn á Húsavík í pingeyjar- sýslu á fslandi. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lút. kirkju á mánudaginn, séra B. B. Jónsson jarðsöng. TRADE MARK, REGISTERED IJÓS ÁBYGGILEG AFLGJAFI! ------og----- Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna ÞJÓNUSTU i Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrri VERK- SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. CONTRACT DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að máliog gefa yður kostnaðaráællun. Winnipeg Electric Railway Co. Hús og lóðir til söiu á Gimli. STEPHEN TH0RS0N, Gimli, - Man. Mrs. R. J. Davíðsson fór nýlega vestur til Sinclair Man., og dvel- ur þar fyrst um sinn. Gefin saman í hjónaband 11 maí af séra B. B. Jónssyni 774 Victor str., þau Björn Hjörleifs- son og porbjörg Barnes, bæði til heimilis hér í bæ. Mr. Thorleifur J^ckson fór norður til Nýja íslands 26. apríl síðastliðin, til þess að safna heim- ildum fyrir framhaldi af land- námssögu Ný-íslendinga. En sökum vondra vega gat hann að eins farið um Víðinesbygðina. Býsit við að byrja á starfinu aftur i haust þegar annir eru úti. Ein íslenzk stúlka hefir enn tekið burtfararpróf frá Almenna spítálanum hér í bæ með heiðri og heiðurskrossi fyrir iðni og á- stundunarsemi við niámið. Hún er Guðrún Magney Johnson. pess má gefa, að þessi sama stúlka ann- aði/st afa sinn og ömmu í hárri elli pegar þau voru bæði dáin, brá hún sér á spítalann og leysti af hendi verkið þar einis og sagt er. Hún á kamnske eftir að lleysa af hendi fleiri verft, sem gagn verður að. Halldór bóndi Anderson frá Ar- gyle toom til 'bæjarins á fimtudag- inn i síðustu viku. Hann kom með Skúla bróður sínum, sem vestur fór til þess að vera við jarðarför Jóns heitins sonar síns, sem fram fór 5. þ. m. Mr. Anderson sagði að hveitisáning væri' langt á veg komin þar vestra. Sunnudaginn 2. maí voru þau Paul Barney Paulson frá Glen- boro og Sighíður Sigurðsson frá Winnipg gefin saman f hjónaband af iséra Rúnólfi Marteinsisyni að 493 Lipton St. Á mánudaginn var 10. þjm., iögðu þessir landar vorir frá Nýja íslandi á stað vestur til Prince Rupert: Capt. B. Anderson frá Gimli; Árni Jónsson, frá Geysir; Mrteinn Jónsson, frá Gimli; Helgi Helgason, frá Árnes. peir búast við að verða þar við fiskiveiðar í þrjá mánuði og ;létu í ljós, að fjöldi af fiskimönnum úr Nýja ís- landi mundi fara vestur til fiski- veiða, ef fiskifélögin ekki hækk- uðu kaup við iþá við veiðarnar í Winnipegvatni. Mr Lárus Haukaness, listamálari, hefir sýningu á málverkum í Iðnað- arhöll borgarinnar, þeim partinum, sem Iistir eru sýndar í. Heimilt er öllum að koma og sjá málverkin, og er óefað, að margur hefir gaman af að leiða þau augum. Málarinn verð- ur sjálfur viðstaddur suma daga og er fús að leiðbeina þeim, sem upp- lýsinga leita þeim viðvíkjandi. Sýn- ingin er opin allan daginn og á kveld- in frá 7 til 10 þrjá daga i viku: mánudags, miðvikudags og föstu- dagskveld. B. S. Einarsson, N. J. Snæfeld og Hermann K. Snaefeld frá Hnausum voru staddir hér i bænum nýlega. GJAFIR TIL BETEL. Kvenfél. Einingin, Seattle .... $25.00 Stephan Eyjófsson, Edinburg 21.25 Mrs. E. H. Reykjalín, Sherwood 2.00 Ónefnd, áheit ................ 5.00 Kvenfél. Fyrsta lút. safn...ft. 20.00 Einnig hafði það félag gefið níu- tíu doll. virði af ýmsum heimilisnauð- synjum til heimilisins. Jóltannes Sigurðsson, Gimli .... 25.00 P. S. Bardal, Winnipeg........ 5.00 H. H. Johnson, Glenboro ...... 5.00 P. J. Skjöld, Mountain........ 5.00 Ónefnd, Gardar ............... 5.00 Ónefnd, Mountain.............. 5.00 Ónefnd kona sendi gömlu börnun- um á Betel fimm dollara í sumargjöf, og gleðilegt sumar til þeirra allra. Pessi gjöf frá Churcbbridge. Með þakklæti fyrir gjafirnar. Jónas Jóhannesson. féhirðir. GENERAL MANAGER Gefin saman í hjóna'band þ. 7. maí «.l. voru þau pórður Guðjón Björnsson og Miss Júlíama Sigur- björg Johnson. Séra Jóh. Bjarna- son gifti og fór hjónavígslan fram á iheimili hans í Árborg. Brúð- guminn er uppeldissonur Mrs. Sal- bjargar Sigurðsson, Geysir; en brúðurin er dóttir Jóms sál. Jóns- sonar bónda í Hvammi við íslend- ingafljót og Guðrúnar Jónsdóttur, systur Margrétar konu porsteins Sigurðssonar bónda á pingeyrum í Geysisbygð. Framtíðar heimili ungu hjónanna verður í Framnes- bygð, þar sem Mr. Björnsson hefir nýlega keypt land til ábúðar. Bjarni Björnsson endurtekur eftirhermu og gamanvísna skemt- ur sína á næstkomiandi miðviku- dagskvöld, þá er hann hélt fyrir nokkrum vikum fyrir troðfullu húsi og dynjandi lófaklappi. peir sem urðu frá að snúa síðast ættu nú að nota taakifærið til þess að hlusta á Bjarna. En þeir sem vilja hlæja meira, komi aftur. Hin góðkunna söng- og leikkona Mrs. Alex Joihnson aðstoðar .hann í leiknum “Leiksoppurinn” og með einsöng. Sjá auglýsing á öðrum etað í blaðimu. Sagt er, að í laumi séu nokkrir bindindismenn í Winnipeg farnir að ræða þrjú stórmál í sambandi við félagsskap sinn, og koma málin vænt- anlega upp á fundum áður en langt líður og verða þar rædd að sjálfsögðu ítarlega. Málin eru sem fylgir: — Að leysa upp fálagsskapinn alveg, selja eignina fyrir svo sem $30,000 og mynda sjóð til þjóðþrifa íslend- ingum í borginni. Að láta félags- skapinn hafa sinn gang og mynda al- islenzka stór stúku í fylkinu. Og sagt er, að íslendingar séu nú þegar i afarmiklum meiri hluta í stór- stúkunni, og að þeir ætli að hafa auga á fylkiskosningunum, sem nú fara í hönd. Bindindismenn ættu að fjöl- menna meðan slík mál eru leidd til lykta á fundum. Til leiðbeiningar þeim bindindismönnum, sem ekki muna, mætti geta þess, að fundir eru haldnir í Skuld hvert miðvikudags- kveld og t Heklu hvert föstudags- kveld.—Aðscnt. Dorkas Samkoma Dorkas félagið heldur gleðimót í Good Templara húsinu á Sargent Ave., Föstudagskvöldið 14. þ. m. annaíT kveld, kl. 8. SKEMTISKRÁ : 1. Orchestra Selection ......... .......... 2. “A Pair of Lunatics” ................... Miss Clara Manners ........ Miss Emily Bardal Mr. George Fielding...... Mr. F. H. Rumlbelow 3. “The Bishop’s Candlesticks” from “Les Miseraíbles” Persomme ........... ..... Mrs. E. Jörundssón Marie........\............Miss Violt Fjeldsted The Bishop..,. ../.......... Mr. Emil Jónsson The Convict ................ Mr. G. F. Bourke Gendarme................. Mr. J. G. Henrickson 4. “Let’s Pretend”.......................... The Husband ............. Mr. J. G. Henrickson The Wife..................... Miss Disa Bardal 5. “The Regular Fix” ....................... Mr. Surplus — a lawyer......... Mr. C. Brindle Mr. Charles Surplus, his nephew, J. G. Henrickson Mr. Hugh De Brass ........... Mr. G. F. Bourke Abél Quick, clerk to Surplus Mr. F. H. Rumbelow Smiler and Porter .......... Mr. Emil Jónsson Mrs. Surplus ............. Mrs. E. Jörundsson Emily ................... Miss Violet Fjeldsted Mrs. Deborah Carter—Housekeeper to Surplus Miss Disa Bardal Matilda.................... Miss Emily Bardal Incidental Music...... Mrs. B. H. Olson Orchestra Music supplied by local artists ADMISSION 35 CENTS Mér finst það skylda mín að aðvara landa mína um það, að verið er að hækka verð á fjöl- skyldu reitum í Brookside graf- reitnum, ef einhver skyldi vilja rota tækifærið á meðan það gefst. A. S. Bardal. Fréttabréf. Veitið athygli auglýsingunni frá Dorkas félaginu. par gefst fólki gott tækifæri til að skemta sér, því það félag er alþekt fyrir að skemta vel, auk þess sem það er hjálparfélag fátækra og á því heimting á hjálp almennings. Fyllið Good Templara húsið þann 14. þ. m. (föstudagskv.) og gerið tvent í einu, að hjálpa öðrum og skemta sjálfum yður. BAZAAR. Kvenfélag Skjaldborgar safnað- ar hefir ákveðið að halda Bazaar 27. og 28. maí. par verður úr mörgu að velja og með sanngjörnu verði að vanda. Mr. Jón Stefánisson, bóndi að Steep Rock P. O., var stadduur hér ií vikunni sem leið. Hann1 segir harðindi í sinni bygð og vetr-' arriki með mesta móti. Gripa-! höld í bágasta lagi, af fóðurskorti \ og einhver veiki er víða fór yfir, I og líkust er því sém kallað var! “doði” á gamla landinu. Ekki dugði bólusetning við þesisari veiki, og tók hún allar skepnur. Sumir biðu talsvert tjón af þess- um völdum. Ekki hafði komið, froslaus nótt, þegar Mr. Stefáns-! f°n f°r að heiman og skaflar víða | í afdrepum. Heilsufar gott manna á meðal í hans bygðar-1 lagi. Fagnaðarfundur 223. herdeildin heldur sam- komu í Manitoba Hall, á Portage Avd., mlánudagskvöld'ið 24. maí, til þess að rifja upp kunningskap og fagna “Fálkunum” heimkomn- um úr sigurförinni frá Olym- pisku leikunum í Belgiu. öllum konum sem tilheyrðu hjálparnefnd deildarinnar, eða skautafélagi Fálkanna er vinsam- iega boðið að vera þar viðstaddar. Skemtanir verða söngur hljóð- færasláttur — spil og dans. Einnig verður kvöldverður veitt- ur. Sökum þess að erviðleikum er bundið að ná til allra deildar- rnanna með sérstöku boðsbréfi, eru iþeir vinisamlega beðnir að taka þessa tilkynningu sem boðs- bréf, og láta boðið berast til sem flestra deildarmeðlima. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar hefir ákveðið að hafa “Bazaar” miðvikudaginn 26. þ.m. 4 sunnud.- skólasal kirkjunnar. Eins og vant er verður reynt að hafa þennan “Bazaar” eins fullkominn og myndarlegan eins og hægt er, og eru því allar félagskonur á þetta mintar og beðnar að taka höndum saman og koma með eins miklar gjafir eins og þær hafa tök á til þessarar útsölu. Gleðifrétt. Concert að RIVERTON, MAN. Föstudaginn 28. Maí Á prógrami verða: Mrs. S. K. HALL, Soprano. F. C. DALMANN, Cellist. S. K. HALL, Pianist. Nákvæmar auglýst næst. Heiðrið íslenzku Fálkana, sem eru að koma heim til okkar með sigurvinning og sóma, með því að sækja samsæti, sem Jóns Sigurðs- sonar fél. hefir ákveðið að halda til að fagna þeim með, föstudags- kvöldið 21. maí í Manitoba hall, Portage Av. Inngangur verður að eins $1.00, og verður að eins viss tala af aðgöngumiðum seld, og nefndin ábyrgist ekki að geta selt aðgang við dyrnar, svo hún vill minna fólk á að fá sér að- göngumiða hjá O. Thorgeirsson, Sargent ave., næsta mánudag og þriðjudag. Starfsnefndin. Seattle Wash. 1. maí 1920. Helztu viðburðir sem skeð hafa meðal landa 1 seinni tíð eru það, að þrír íslendingar hafa burt- kállast úr hópi okkar á þessu vori. Jóhannes Siigurðsson frá Man. hester Wa'sh. nýfluttur inn í borg- ina, dó þánn 14. marz, 54 ára gam- all; greindur maður og fróður um margt. pann 3. apríl s. 1. lézt í Svedish hospítal eftir langvar- andi sjúkdóm, Pétur O. Hallgríms son, 44 ára gamall. Einnig vel gefinn maður að andans atgjörfi, stundaði hér lengst af verzlun. Og 7. apríl, dó á öðru hospitali borgarinnar Björn Jónsson ungur maður, að eins 27 ára gamall, fæddur að Bakka í Svarfaðardal á íslandi. Foreldrar '’hans Jón Soff- oníusson og Svanhildur Björns- dóttir, ibæði úr sömu sveit, og bæði á lifi enn, það menn vita, í Skagafjairðapáýslu. Systkini Björns heitinis eru Soffonías, Soffía og Jóhanna. Björn kom til þessa lands fyrir að eins fjórum eða fimm árum síðan, og dvaldi mest megnis hér á Kyrrahafs- ströndinni. Hann átti hér einn föðurbróðir Sveinbjörn Soffonías- son búsettur nálægt Blaine Wash. sem kom og vitjaði frænda síns meðan hann lá veikur á sjúkra- húsinu, og sá að síðustu um út- för hans með aðstoð hr. Bjarna Goodmans og frúar hams, búsettr um hér í borginni, hvar hinn látni hafði lengi haft heimili sitt hjá, og undi sér sem í foreldrahúsum væri. Björn heitinn var fríður maður, hægur í lund og viðmóts- góður við hvern sem á hann yrti. Hérlendur prestur Séra Leech tal- aði yfir kiistu þess látna og jarð- söng hann. «■» « i Kvöldskemtun i BJARNA BJÖRNSS0NAR verður endurtekin í GOODTEMPLARA-HÚSINU Miðvikudagskveidið 19. M?í 1920 Klulckan 8 30 Nýjar gamanvísur sungnar og ýmislegt annað nýtt til skemtunar.— Mrs. Alex. Johnson aðstoðar í leikogsöng. Aðgöngumiðar seldirá Wevel Café og kosta 50 cent. Hina tvo fyrnefndu látnu menn, jarðsöng Séra Sig. Ólafsson frá Blaine og flutti ræður í útfarar- stofunni. Einnig fluitti áðurnefnd- ur prestur, Séra Leech ræðu þar yfir P. O. Hallgrímssyni. — Senni- lega verður allra þessara manna minist frekar síðar í íslenzku ‘blöð- unum. Influensan sem tók sig upp á ný ihér í borginni i vetur, er nú að mestu útrokin aftur, og fáir dóu 1 úr henni nú; lagðist hún mest rnegnis á fólk með slæmu kvefi og “grip” sem nú er aftur að hverfa með vortílíðunni, svo heiilsufar er nú alment heldur gott. Veturinn var hér yfirleitt góður, og óvanalega þurviðrasam- ur. T. d. rigndi að eims einn dag allan fyrripart febr., og tiltölu- lega sjaldan seinnipartinn, en oft- ast sólskin um daga og frost um nætur, og svipað þessu viðraði hér í janúar ofurlítið meira regn. Tvo fyrstu mánuði ársins voru næturfrostin tíðari hér en vana- lega gerist, en hæst voru þau 19 yfir zero að morgni dags. Marz og apríl voru blautir og minni frost- in, varla nokkur, en oft rosalegt loft, aldrei þó illviðri né heldur þúngt regnfall, iðuglega kalt loft- ið og afar þurt. Aldrei kom snjór hér allan veturinn svo sé áber- andi.gránaði í ,rót eina nótt snemma í apríl. Nú er sólskin á hverjum degi en dálítill loftkuldi enn.. ilslenc\ingum flíður hlér heldur vel yfirleitt. Atvinna í borginni talsverð, en þó ekki neitt til sam- artburðar við það sem verið hefir í síðastliðin 2 til 3 ár. Byggingar vinna er ihér í mjög smáum stíl nú, sökum hins afskaplega verðs á öllu efni sem til bygginga þarf. pó er aðgjörð á gömlu talsvert mikil, og nokkuð af stórbygging- um er í smíðum, sem að eins mil- jónerum Seattleborga, (eða öðr- um auðmönnum) er fært að glíma við. Vinna við skipasmíðar er nú valla að geta, þó er búist við að sú atvinna aukist aftur þegar líð- ur fram á sumarið. Strætavinna er hér óvanalega mikil í norður- enda bæjarins Ballard, því verið er að steinlíma göturnar og leggja nýjar vatnspípur í þær. Var stór þörf orðin á slíkum umbótum hér. pessir landar ihafa gift sig í næstliðikmi tíð; Odduir Stefáns- son 20. febrúar s. 1. og Jón Símon- arson 3. apríl, báðir hérlendum konum. Er Oddur sonur Stef- áns Stefánssonar, lengi búsettum hér í Ballard. En Jón stjúpson- ur hans. Sömuleiðis gifti sig þ. 5. apríl s. I. Thorbjörn Jónsson og Bryn- hildur Guðundsdóttir, í dómhúsi borgarinnar. Thorbjörn er ætt- aður úr Borgarfjarðarsýslu á ís- landi og uppalinn í Reykholts- dalnum, er smiður góður og hefir farið víða um heim, kona hans er norðlensk. Kristilegar samkom- ur (messur) höfum við haft 'hér I vetur að jafnaði einu sinni í mán- uði, og eigum von á að það hald- ist út árið. Séra Sigurður ólafs- son frá Blaine kemur og prédikar. Sunnudagaskóla er haldið uppi hvern sunnudag, nú með auknum kröftum og fjölgun meðlima. Skemtisamkoma var haldin í apríl sem ef til vill, skaraði fram úr öllum öðrum samkomum íslenzk- um af þeirri tegund. Börn og unglingar léku þar aðallega undir umsjón Mrs. Karl Fredrikisson og Mr.Whitney, sem góðviljuglega kom með 20 smádrengi er ihann hafði æft í söng til að syngja á þessari samkomu, sem og sungu með aðdáun, en sem var að eins fá brot af mörg hundruð drengj- um er hann æfir í söng hér í borginni. En mesta eftirtekt vöktu þó litlu íslensku peðin, sem voru niður að fjögra ára aldurs marki, með sínum hreyfingum, tölum og samtölum , því það var sönn að- dáun að sjá til þeirra og heyra, enda höfðu þau góðan leiðtoga sér til undirbúnings, þar sem Mrs. Fredriksson var. Prógrammið var þess utan prýðilega fylt inn af eldra fólki með söng, hljóðfæra- slætti og samtali. Tvær stúlkur léku þátt úr “Pilti og stúlku” sem Mrs. ísak Johnson talaði fyrir áð- ur. Samkoman var prýðisvel sótt og kvennfélagið sem fyrir henni stóð þénaði yfir 100 dali í hreinan ágóða. Um miðjan febrú- ar s. 1., kom hér til bæjarins Mr. og Mrs. Andrés Danielsson frá Blaine Wash. og tóku hér far með pástfllutningaliest tiíl New York, þaðan fóru þau með “Gullfoss” til íslands, hvar þau ætluðu að heim- sækja ættingja og vini, og dvelja um 3 til 4 mánuði í þeim leiðangri, hverfa síðan hekn aftur tiil Blaine. Mr. Pétur Árnason bóndi frá Lundar Man., var hér á ferð laust fyrir miðjan apríl s. 1., á leið til Portland Or. Mrs. Ingibjörg Jósefsson, lagði af stað héðan frá heimili sínu þann 29. apríl s. 1., til sonar síns og tengdadóttur Mr. og Mrs. Th. Jósefsson í Lin- coln Minnesota, til fárra mánaða dvalar þar hjá þeim yfir sumar- tíman. H. Tih. w ONDERLAN THEATRE Miðvikudag og Fimtudag VIOLA DANA í leiknum “The Gold Cure” Föstudag og Laugardag ORA CAREW í leiknum “Under Suspicion” Mánudag og PriJjudag MARY MILES MINTER “Anna of Green Gables” “Laska” Jarðyrkju- áhöld íslendingar! Borgið eltoki tvö- falt verð fyrir jarðyrkjuáhöld. Eg sel með sanngjörnu verði, alt sem þar að lýtur. Til dæmis U. S. Tracor 12—24, og auk þess hina nafnkunnu Cockshutt plóga, með 3 14-þuml. skerum, alt nýtt frá verksimiðjunni fyri-r að eina $1,110.00 T. G. PETERSON 961 Sherbrooke St. Winnipeg Einkaumboðssali fyrir Canada. Stuðningsmenn Norrisstjórnar- innar í Springfeld, halda fund til þess að velja þingmannsefni, fimtudaginn 20. þ. m. í fundar- húsdnu í Beausejour. DANARFREGN. Þann 22. apríl andaðist á heimili sonar síns Ingibjörg Friðriksdóttir úr hjartabilun. Hún var fædd i ílns- um í Víðidal í Húnavatnssýslu, kona Jóhanns Stefánssonar frá Enniskoti í Víðidal í Húnavatnssöslu. Hún var á þriðja árinu yfir sextugt Gjafir Vestur-íslendinga í spítala- sjóð íslenzkra kvenna. Aður auglýst ......... kr. 7,084.30 Jakob Helgason, Dafoe......... 10.00 og arðniiða 1919 af 100 kr. St. Helgason, Elfros ......... 18.50 og hlutabréf fyrir 100 kr. með arði og áfram, gefið í minn- ingu hans elskaðrar eiginkonu Margrétar Jónsdóttur frá Höfn- um í Skagafirði dáin í Hóla- bygð árið 1914. Gísli Gíslason, Vancouver .... 13.50 Mrs. Ragnh. Eggertsson Wpg 10.00 B. Thorsteinsson Selkirk .....15.00 Olafur Magnússon, Lundar .... 7.50 Andrés Árnason, Baldur .... .... 30.00 Th. E. Thorsteinsson Wpg..... 10.00 Guðm. Hjálmarsson, Montana 20.00 O. Thorsteinssson, Icel. River 27.50 og arðmiða 1919 af 100 kr. Eggert Johnson, Amaranth .... 9.25 Þorst. Ingimundss, Vancouver 18.50 P. K. Pétursscn Otto ......... 8.00 Brúkar þú Overalls? Ef ekki, mun borga sig ryrir þig að sjá vorar ágætis buxur, sem seldar eru fyrir $3.50 og $3.75 parið. COMBINATION SUITS úr Khaki og Blue Denin \ $6.00 og $6.25 hvert ábyrgst af oss. White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires «etif á reiBum höndum: Getum rtt- vegaC hvaCa tegund sem þér þarfnlst. AÖKerSum og “Vulcanlzlng” sér- stakur gauniur geflnu. Battery aCgerClr og bifreiCar til- búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. AtTTO TIRE VDL.CANIZING CO. 300 Oumberland Ave. Tals. Garry 27*7. GplB dag og nðtL ALLAN LlVAN Heldur uppi stöðugum siglingum I milli Canada og Bretlands. Hefir | mörg og stór skip 1 fðrum: “Em- press of France”, 18,500 smálestlr, er að eins 4 daga í opnu hafi, 6 I | daga á milli hafna. Og mörg önn- I ur, 10,500—14,000 smlestir, lltið | eitt seinni í ferðum. — Sendir far- I gjöld til íslands og annara landa | og svo framvegis. Upplýsingar fást hjl H. S. BAHDAIi, 894 Sherbrooke Street Winnlpeg, Man. Viður óskast keyptur The Caledonia Box and Mannfacturing Co. Ltd. kaupir nú þegar, gegn háu verði, Spruce og Poplar í heilum vagn- hlössum. Finrtið oss strax eða skrifið. 1350 Spruce Str. Winnipeg Phone M. 2715 Kr. 7.282.05 Arni Eggertsson. 1101 McArthur Bldg. Winnipeg. MRS. SWAINSON, að 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fvrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. Til bænda er selja rjóma! Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj- um osis í framkróka með að gera viðskiftavini vora ánægða; eigum líka í vissum skilningi hægra með það, þar sem vér fá- umst einungis við smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn beint til THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED 846 Sherbrooke Street WINNIPEG - - - MANITOBA A. McKay, framkvæmdarstjóri Meðmæli Bank of Toronto Rannsókn af háifu þess opinbera mun sann- prófa, að Macaroni inniheldur nálega tvisvar sinnum meira næringarefni heldur en Sirloin eða nokkurt annað úrvals ket. Nýtin húsmóðir mun einnig kunna að meta muninn á verði þess og ketsins og því betur mun hún kunna að meta hann, ef hún veit að meir en 100 ólíka rétti lost- æta og holla, má búa til úr Macaroni. Búið til eingöngu úr bezta hveiti í Canada, í hollum, sólbjðrtum verksmiðjum, þar sem allar ráðstafanir eru gerðar til þess að varan komi til yðar tárhrein og ómenguð, i umbúðum, sem ryk vinnur ekki á. Reynið Macaroni í miðdagsverði á morgun — eða í dag. pað er auðvelt að búa til rétti úr því fljótt og vel. Matur fyrir svangan— Auðugan og Snauðan

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.