Lögberg - 27.05.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.05.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-P ARN ELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYN IÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WWNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 27. MAÍ 1920 NUMER 22 FÁLKUNUM FAGNAÐ AF WINNIPEG-BÚUM Klukkan 2,35 e. h. á laugardag- inn var 22. þ. m. var mikið um dýrðir í borginni Winnipeg, því þá komu Fálkarnir — sigurveg- ararnir heimsfrægu, heim úr sig- urfor sinni frá Olýmpisku leikj- unum í Belgiu. púsund á púsund ofan af bæj- arbúum 'höfðu hópast saman á Að- alstræti ‘borgarinnar, og Port- age Ave., alla leið frá Canada Kyrrahafsbrautar vagnstöðinni og alla leið suður Aðalstæti, suð- ttr að Portage Ave., vestur Port- age Ave, vestur að Spence Str., og eru ekki mörg dæmi til þess að meiri mannfjöldi hafi nokkurn- tima safnast saman, til þess að fagna gestum hér í borginni, en, þarna var saman kominn til þess að bjóða íslenzku sigurvegarana velkomna 'heim frá Belgiu. Stundvíslega kl. 2.35, kom eim- lestin brunandi inn á vagnstöð- ina, og eftir augnáblik voru skautakapparnir komnir út úr lestmni, og var fagnaðarfundur með þeim og ættingjum /þeirra, vinum og umboðsmönnum félaga og stjórna, sem biðu 'þeirra á vagn.-töðinni. pegar Fálkarnir komu út úr vagnstöðinni lék horna ieikaraflokkur blaðsins Free Press, “Here the Conquering Heroes Come” á meðan að sigur- vegararnir stigu upp í smekk- lega skreyttar bifreiðar sem biðu |>eirra. Svo hófst skrúðganga sem á priðja hundrað bifreiðar tóku þátt í, og þar að auki margt af fólki sem var ríðandi eða ók i vögnum sem hestar geingu fyrir, og kvað við fagnaðarhróp fólksins úr öll- um áttum. pegar skrúðgangan kom vestur að leikvelli Wesley háskólans nam hún staðar, því þar var ákveðið að stansa um stund, og afhenda Fálkunum Allan bikarinn sem þeir unnu í Toronto áður en þeir fóru til Belgiu, og er gripur sá er táknar Hockey íþrótt á hæsta stigi í Canada. En sökum þess að rignt hafði að morgni dags, og leikvöllur skól- ans var enn ekki orðinn þur var þessari athöfn frestað þar til að kvöldi dags, en þá hafði 'bæjar- stjórn Winnipeg boðið Fálkunum til samsætis á Fort Gary gistihúsi bæjarins. Skildu menn því og hélt hver heim til sín þar til um kvöldið. Samsætið á Fort Garry gisti- húsinu sem hófst kl. 8 e. -h., var ajfarfjölment — svo að ; stærsti — ; ^ sn; borðsalur þessa mikla gisthúss var alskipaður. En til þess boðs voru að eins karlmenn boðnir. Eftir að kvöldverður hafði verið framborinn og gerð góð skil, fóru fram ræður og skemtanir, á meðal ræðumanna voru tveir íslendingar, Hon. Thos. H. John- son, sem er heiðursforseti Fálka-klúbbsins, og H. M. Hann- esson og sagðist þeim báðum ágæt lega vel. prír menn sem allir höfðu ætlað sér að vera viðstaddir þetta tækifæri, voru sökum forfalla hindraðir frá því, en það voru þeir Sir James Aikins fylkisstjóri Hon T. C. Norris forsætisráð- herra Manitöba og Gray borgar- stjóri, en þeir sendu allir skeyti til samkomunnar. En í stað borgarstjórans afhenti Frank 0. Fawler sigurvegurunum mjög vönduð gullúr, sem bærinn gaf þeim til minningar um þessa sig- urför, og þann heiður sem þeir hefðu með henni getið hinni Can- adisku þjóð, sjálfum sér og þjóð þeirri sem þeir eru frá komnir. Á mánudagskvöldið var hélt 223. herdeildinn samfundamót íyrir þá alla, sem tilheyrðu þeirri herdeild í Manitoba Höllinni á Portage Av., og var mót það mjög fjölment, og fór /fram hið allra bezta. Á því móti voru Fálkarnir heið- ursgestir, og er það fyrsta félag meðal íslendinga sem varð til þess að sýna þessum löndum vor- um sóma, sem meira hafa gjört til þess að sýna þrótt þann sem í íslendingum býr, en nokkrum öðrum jafnstórum fiokki af vorri þjóð hefir áður tekist. í kvöld (fimtudagskvöld) held- ur Jóns Sigurðssonar félagið samkomu til þess að fagna skauta- köppunum. Eitt er það sem dregið hefir úr gleði vorri í sambandi við haim- komu þessara frægu landa vorra, og það er að einn af skautaköpp- unum, og það einmitt maðurinn ,senr svo nrikinn þátt á í hinum glæsilega sigri sem þe'ir hafa unn- ið, og í hinum ágæta orðstýr er þeir Fálkarnir hafa getið sér; Frank Frederikson ihinn vaski for- maður Fálkanna var fjærverandi. En bót er í máli, að Frank hélt heim til ættjaðar sinnar—.heim til lands feðra sinna, þar sem hann þefir tekið að sér að sjá um kenslu og stjórn á flugvélum sem flug- /élag íslands hefir til notkunar. Helztu Viðburðir Síðustu Viku Samkvæmt nýbirtum skýrslum voru í búar Canada samkvæmt manntali því er fram fór 31. marz 1919, 8,835,102 að tölu. Síðan Canada. Búist er við að Ottawa þinginu verði slitið um 25. júní. er sagt að þeim hafi fjölgað, eink- um af innflutningi ífólks frá Eandaríkjunum. Við næsta mann- tal segja þeir vongóðu að íbúa- talan verði vafalaust meir en 9 miljónir. Hon T. C. Norris forsætisráð- herra Manitobafylkis var í einu hljóði útnefndur í sínu gamla kjör dæmi Landsdowne til þess að bera merki síns eigin flokks, þar í kjör- dæminu við í hönd farandi fylk- is kosningar. í ráði er að ’setja upp stofnan til að rannsaka vísindalega hversu haganlegast sé að færa sér í nyt ýmsar landsnytjar, og finna ráð og aðferðir er iðnaðinum má hslzt að gagni koma. Nokkrar ekrur hafa fengnar verið í því skyni ná- lægt Ottawa og á þar að reisa hús fvrir hálfa miljón dollara. —Ekki færri en 34,400 manns var útveguð vinna um lengri og /kemmri tíma í síðastliðnum marz- mánuði, af stofnunum þeim er stjórnin hefir uppsett í því skyni. Að eips 3789 manns garðu verkfall þenna mánuð, í öllu þessu landi, og þykir það lítið í samah- burði við það sem verið hefir. Nýtt eldsneyti tjáist nafngreind- ur vísindamaður hafa fundið, hitameira en það er áður hafi not- að veið, svo sem kol og olía, er sérstaklega sé hentugt fyrir gufuskip og herskip, með því að það þurfi minna geymslurúm en þau. í því er úrgangur úr kol- um, tjara hin ódýrasta meira eða minna uppleyst í oliu, á þann máta sem , efnafræðingur þessi þykist hafa fundið, jafnvel mó, sag, og ýmisleg önnur úrgangsefni segist hann nota, alt með þeim árangri að hitinn verður helmingi rneiri en af öðru eldsneyti. Stóran fund á að halda í Sask- aíoon þessa dagana, til að ræða um áhugamál bændastéttarinnar vestanlands. pangað er boðið öllum stjórnarformönnum vestra, og mjög mörgum ö'ðrum forsprökk um. pað er orðtak þeirra sem fyrir þingi þessu standa, að ekki skuli vera ábúendalaus bújörð vestanlands, eftir fimm ár hér frá. Upp á fyrirspurn frá herra Molloy, þingmanni fyrir Proven- cher kjördæmi, á Ottawa þingi, svaraði Hon G. Foster, verzlunar- málaráðgjafinn, að í hvert sinn sem kröfur kæmi um vanhöld á vigt útilátins hveitis frá stóru kornhlöðunum í Fort William og Port Arthur, þá léti stjórnin þeg- ar hefja rannsókn þar að lútandi og tjáði nokkur dæmi þess að eft- irlitið þar með væri í góðu lagi. Fylkiskosningar eru sagðar lík- legar til að fara fram 2 eða 5. júlí næstkomandi. Stjórnin vill ljúka þeim af sem fyrst til þess að ’halda hátíðlegan 50. afmæljsdag fylk- isins sem ber upp á 15l júlí næst- komandi. Aðstoðar táðgjaf(i verkamála i Ontario að nafni W. Riddel, hefir sagt lausu embætti því til þess að taka við starfi í alþjóða skrif- stofu verkamála í Geneva á Sviss- landi. Sú stofnun er í sambandi við League of Nations. Mr. Riddel er útskrifaöur frá Mani- toba háskólanum. Hon Edward Brown, fjármála- ráðherra í þessu fylki, spáði því nýlega, að sögn blaða, að hveiti- verðið mundi komast upp í 3 dali í haust. Útsæði jhefir landstjórnin \it- hlutað meðal þeira er uppskeru- brest liðu íAlberta í fyrra sumar, það sem þegar hefi^ verið fengið bændum í hendur í því fylki nem- um 900,000 busih. pó mikill gróði fylgi hveitirækt, vafalaust, með þeim háu prísum sem bæjamenn verða að greiða fyrir landvöru, þá græða þó kvik- mvndafélögin í við meira, að sögn. Eitt slíkt félag Canadiskt, gaf tveimur persónum er léku fyrir það, annari 8 þúsund hinni 15 þúsund dali, í uppbót, aukreit- is kaupi þeirra ríflegu. pað sama fél. ætlar að gera leik úr og sýna einhverja af sögum Ralphs Conner. Til flotahafnar í Esquimault eru komin boð frá Ottawa þess efnis, að selja skuli herskipið “Rainbow”, en það var keypt að Englandsstjórn fyrir nokkrum árum og skyldi verða hinn fyrsti vísir til að koma upp innlendum berskipa flota í Canada. Ráðstafan.ir ætlar stjórnin i Ottawa að gera til þess að ’hafa r.ákvæmt eftirlit með sölu á als- konar fóðurtegundum, svo og að hafa höndur á þeirri sölu eftir því sem landinu hagar bezt. paíð fylgir þeirri sögn, að reka ætlar stjórnin á eftir því að sem mest verði ræktað af fóðurtegundum innanlands eftirleiðis. Hertoginn af Connaugth varð sjötugur í vikunni sem leið. Hann hefur gegnt morgum trúnaðar- stöðum bæði í landstjórn og her- stjórn og jafnan þótt vel gefast. Mklum vinsældum átti hann að fagna meðan hann var landstjóri hér í landi. Hann einn lifir nú af sonum Victoriu drotningar. Bankar hafa fyrir nokkru að- varað landsbúa, að fara varlega í lántökum, en ekki vildi það duga. Síðan er sagt að þeir hafi gert samtök til að minka útlánin til annara en traustlegra fyrirtækja sem enginn áhætta fylgir. Lán- tökur uxu um 65 milíónir dala mánuðinn sem leið. pað canadiska leikhúsfélag, sem kent er við Allen, hefir boðist til að kaupa hið nafnkunna Empire leikhús í London, fyrir hátt upp í tvær miljónir dalá. Félagið á leikhús í öllum helztu borgúm þessa lands. Á funt'i Liberal flokksmanna sem haldinn var nýlega í Ottawa var sterklega móti því lagt að svifta konur útlendra “óvina Iandsins” atkvæðisrétti um næstu tíu ár. Fyrstu þrjá mánuðina í árinu 1920 fluttust vörur inn í Canada frá Bandaríkjunum, er virtar voru á$ 229,790,119; á sama tíma bili fluttust hingað vörur frá Englandi er námu $ 56,923,613, frá Frakklandi á sama tíma námu hinar innfluttu vörur $4,867,689, frá ítaliu og Belgiu tæpri hálfri miljón. Bretland Svo segir í skýrslum, að þjóð- vegir á Englandi hafi kostað um sex hundruð miljónir punda sterling. Sá sem yfir vegar- störf er settur í því landi, lýsir því, að framvegis muni vegir bvgðir meir en hundrað feta breiðir, með teinum fyrir raf- knúða vagna, með trjám utan með, annar partur þjóðveganna verði ætlaður bifreiðum, og loks verði stéttir utan með fyrir þá sem nota postulanna reiðskjóta. Séra Stephen Edward Gladstone sonur stjórnmálamannsins fræga, á Bretlandi, er nýdáinn að Manley Hall, Helsiby í Cheshire, 76 ára gamall. prír voþnaðir menn komu inn í pósthúsið i Sheffield nýlega þar sem þrjár ungar stúlkur unnu og heimtuðu alla peninga sem þar voru, og þegar þeim þótti upphæð- in lítil fóu tveir þeirra að leita, en einn miðaði skammbyssu á stúlkurnar og hótaði þeim að skjóta ef þær hreifðu sig. Ein stúlkan gat náð til þess að stiðja á rafurmagns hnapp svo að klukka hringdi á öðrum stað í byggingunni. Ein þeirra gat rek- ið hnúan að glugga svo þei sem á gangi voru úti sáu að ekki var alt með feldu í pósthúsinu. Áður en ræningjarnir komust í burtu með þýfið voru þeir teknir fastir. Archdeacon Jón Gresford frá áður en að 'hann fékk svar uppá Sheffield Englandi hafði sótt um stöðu sem trúboði í Uganda. en þá umsókn losnaði pófastdæmið í Salisbury og var honum veitt það emibætti og er það talið eitt af eftirsóknar verðustu embættum kirkjunnar á Englandi. En þegar nýbúið var aö setja hann inn í það virðulega embætti þá fékk hann tilkynningu um aíi trúboða *em- bættið í Uganda stóð honum til boða. Hann sagði af sér prófast embættinu í Salisbury og fór til Uganda að boða heiðingjum orð sáluihjálparinnar. Um sjötíu gestir sem gistingu höfðu tekið fyrir lengri eða skemri tíma á Lancester Gate gistihúsinu í Lundunum, þótti vistin nokkuð kostnaðarsöm svo þeir komu sér saman um að kaupa húsið og það gerðu þeir, sendu gestgjafann á dyr og það af þjónustufólki sem það þurfti ekki á að halda; síðan hefir kostnaður við gistihúsið ver- ið færður niður um helming. \ \Verzlunar firma sem heitir John Walker & Sons í Kilmarnock á Skotlandi fengu menn til að gera við undirstöðu undir búð sína, en til þess þurfti að grafa fyrir undirstöguna að utan, en þegar þeir voru að því komu þeir ofan á kassa ramgjörðum sem þar va grafinn í jörðu. pegar kassinn var opnaður var hann fullur af silfur peningum frá tíð Elizabetar drotningar, James I., Charles I og Gharles II. konunga á Englandi. f ræðu sem vistastjóri Breta McCurdy hélt nýlega í Lunduná- borg, komst hann svo að orði: — “pað er ekki aðeins mögnlegt, heldur líklegt, að Bretar verði að gera sér að góðu að nota sams- konar brauð í vetur og þeir gerðu þegar hveitieklan var sem me-t á stríðstímunum.” Sagt er að tilraun eig: að gera til þess að reisa skipið Lusitania af hatsbotni. Matvara á Englandi hefir 1 ækk- að um 146 af hundraði síðan stríð- ið hófst eftir skýrslu sem Hon. C. A. McCurdy, vista ráðherra gaf út lst. maí, s.l. og talið víst að hún muni hækka enn meira í ve^i. Alexandra drotning á Bretlandi hefir legið veik undanfarandi í illkypjaðri kvefsótt og eru menn hræddir um að lífi hennar sé ætta búin. Drotning Alexandra er 75 ára gömul. Úr ellefu olíu brunnum sem grafnir hafa verið á Englsndi nú nýskeð, hafa fengist 100,000 tunn- ur af olíu. Bandaríkin Við nokkra baðstaði í Banda- ríkjum hafa strangar reglur ver ið út gefnar um búning kvenna, er sjóböðin nota. Lögreglu- stjórn í þeim stærstu af þess- konar stöðvum, hefir lýst því, að stúlkur megi gjarnan vera ’oerleggjaðar og hafa búning úr einu klæði. “pað er bjálfalegt, að banna nokkrum að baða sig og synda með bera leggi,” segir lögreglan, “og ef stúlkurnar vilja hlífai sér við fatnaðar okrinu með því að vera fáklæddar, þá sýnist ekki rétt að meina þeim það.” petta þykir svo vin- gjarnlega mælt, að það var prentað i öllum blöðum. ping blaða og útgefanda tíma- rita í Bandaríkjunum hefir að undanförnu staðið yfir í Wash- iiígton, og vaj- pappírs eklan sér- staklega tekin til umræðu og samtök mynduð til þess að reyna að ráða bót á henni og okurverði því, sem nú er á öllum prent- pappír. Uppástunga hefir komið fram um að gjöra aðmírál Sims að heiðurs sjóliðsforingja i brezka sjóliðinu. En Bandaríkin hafa sett sig upp á móti þeirri hug- mynd, telja hana koma í bága við þjóðræknis hugsjónir Banda- ríkjamanna. William Dea Howells, um langa æVi í fremstu rithöfunda röð i Bandaríkjunum, lézt 11. þ. m., á 84. aldurs ári. Hann hefir samið meir en 70 bækur, mest skáldsögur og kvæði, auk rit- gjörða og blaðagreina á þeim tímum er hann stjórnaði hinum frægu tímaritum Harpers og At- lantic. Hann var 'hinn vitrasti maður, stiltur og fastlyndur og ráðhollur. Honum var nafn gef- ið: “Kórdjákn” í bókmenta hofi þjóðar sinnar, með því hann lagði dóm á nýjar bækur í heilan mannsaldur, er mikilverðir þóttu, var og lengi elztur skálda er 'þjóð- kunn voru. Walter D. Hines, fyrverandi umsjónarmaður járnbrauta í Bandaríkjunum, hefir verið sendur til Evrópu til þess að kveða á um eignarétt skipa, er pru í siglingum um Danube ána, Elben, Rhine og á öðrum ám og íljótum í Evrópu, sem sigla und- ir þýzkum fána. Fjörutíu og fimm af sextíu stúdentum, sem ganga á Ches- tertown háskólann í Washing- ton ríkinu, var vikið úr skóla um tíma fyrir þá skuld, að þeir neituðu að hlý.ða á morgunguðá- þjónustu. prír stigamenn komu inn í banka í Harrod í Ohio, lokuðu gjaldkerann, og stúlku, sem þar vann í bankanum, inn í örygg- isskápnum og tóku fimm þús- und dollara í peningum með sér í burtu úr bankanum. Sagt er, að hin smærri tó- vinnu verkstæði í Nýja Eng- iands ríkjum séu á beljar þröm- inni sökum þess hvé framleiðsl- an sé orðin dýr og kaupmenn víðsvegar um ríkið neiti að halda áfram með pantanir þær, sem þeir höfðu falið verkstæð- unum að afgreiða. Maður kom Snn í ígimsteina- búð þeirra Bailey, Banks og Bid- dle í Philadelphia nýlega og virtist vera bilaður í fæti, því hann gekk við hækju. Hann gekk inn að búðarborðinu og var maður að nafni Hiram L. Mc- Ilade í búðinni; hann kom strax til þessa að afgreiða komumann, en í staðinn íyrir að kaupa, sló fatlaði maðurinn hann svo mik- ið högg, að hann féll til jarðar. Fleygði komumaður þá hækj- unnni og hafði sig á brott með tíu þúsund dollara í peningum úr búðinni. Bóndf einn í Michigan í Banda- p-íkjunum fór í skóg í síðustu viku. Kom hann þar að tré einu miklu og fallegu, sem stóð stutt Hon. Dr. Thornton útnefndur. í Deloraine fór sem vænta mátti, að Hon. Dr. Thornton var útnefndur sem þingmannsefni í næstu kosningum. Hann stend- ur fyrir uppeldismálum í ráða- neyti Norris, skörulega að allra dómi, og stöðu sinni prýðilega vaxinn að almennings áliti. frá þar sem rafurmagns vírar lágu inn til Flint, Saginau og Bay borgar. pegar tréð datt, þá féll það á vírana og sleit þá. Afleiðingarnar urðu þær, að fim- tíu þúsund verkamenn urðu vinnulausir í þeim bæjum, og skaði verksmiðjanna var metinn á fimtíu og tvö þús. dollara fyr- ir vinnutap og átta þúsund fyr- er skemdir alls sextíu þúsund, og varð bóndi að borga skaðann. Kona ein var með barn sitt þriggja mánaða gamalt á ferð í kerru á þriðju avenue og 103. stræti í N. York og voru menn að gera við járnbrautarteina, sem þar liggja á stólpum uppi í loftinu, voru að bora göt á þá með rafurmagni; ofur lítil járnþynna datt ofan í barnskerr- una og kom í auga barnsins, sem leiddi til þess, að það misti sjón- ina á því auga. Foreldrar barns- ins höfðuðu mál á móti spor- brautar félaginu og er dómur rétt nýlega fallinn í því máli í hæsta rétti N. York ríkis, og eru barninu dæmdir tuttugu þúsund öollars í skaðabætur. Chicago búar eru að hugsa um að byggja stærsta gistihús í heimi þar í borginni bráðlega. pað á að vera í fimm deildum og kosta 25 miljónir dollara. Leikhús á að vera í því, sem rúmar tvö þúsund og fimm hundruð manns. Fjögur hund- ruð herbergi með eldhúsum, svo gstirnir geti matreitt fyrir sig sjálfa, þeir sem þess óska. Ó- dýrustu herbergi í þessu nýja gistihúsi eiga að kosta fimtán dollars á dag. Eldfjallið Katmai í Alaska er sagt að sé í aðsigi með eldgos. Svartur reykjarmökkur stendur upp úr því og eldbjarminn sést langar leiðir að næturlagi. Meðan stríðið stóð tók stjórn Bandarík.ía að sér ráð yfir öll- um járnbrautum landsins, skil- aði þeim að því loknu aftur í hendur eigendum fyrir ítrekað- ar áskoranir og eftirgangssemi. Nú er svo komið, að járnbrauta félögin hafa beðið nefnd þá, er samgöngum stjórnar, að taka að sér eða setja á laggirnar eina allsherjar stjórn fyrir þau öll, með því að það sé eina ráðið til þess að vinna bug á þeirri miklu f.eppu vöruflutninga, sem á sér stað um mestalt landið. Járn- brautunum sé nauðsynlegt að hafa aðalstöð til þess að geta í sameining stundað sitt hlutevrk með sem minstri eyðslu og rnestum hag fyrir alla þjóðina. Biaðið, sem segir frá þessu, tel- ur þetta spá góðu um járnbraut- armálin canadisku, þar sem stjórnin hefir tekið að sér járn- meðan þau voru í einstakra eign. brautakerfi er ekki báru sig Ur ýmsum áttum. Alþjóða spilahús líkt Monte Carlo, hefir verið sett á stofn í Warnemunde í Mecklenburg undir stjórn Dana þrátt fvrir hin sterk- ustu mótmæli frá íbúunum þar. Verkamanna foringjar í Mei- bourne í Ástralíu hafa( látið í ljósi vanþóknun sína út at því til- tæki verkamanna félaganna í Syd- ney í New South Wales ,að vilja engan þátt t'aka í að fagna ríkis- erfingjanum Breska. Bilting sú og verkfall sem soci- alistar ákváðu að halda á Frakk- landi fyrsta Maí, s.l. var til þess gjörð að koma að Sovietstjórn á Frakklandi eftir því sem lögreglan þar skýrir frá. Atkvæðagrei&slan í Sviss um það hvort 'þjóðin ætli að ganga inn i alþjóða sambaandið eða ekki féll þannig að með inngöngunni voru 400,006 atkvæði geidd en 300,000 iá móti. Flugvélar til póstflutninga ihafa Kínverjar keypt og ganga nú reg- lulegar póst flugvélar á milli Tientsin og Pekin. Flugvélar þessar flytja og farþegja. Bryndreka miklum hefir verið hleypt af stokkunum á ítaliu; er það 34,000 tonna skip, hefir 28 mílna 'hraða á klukkustund; elds- nejdið sem notað er á skipinu er olía. Lík af ungri og fagurri Rúss- peskri stúlku er nýfundið i Gen- éva vatninu. Nokkrir bréf pen- ingar fundust á líkinu; á einn þeirra var ritað “verið sæl, eg hefi og orðið Bolshevikkum að her- fangi.” Sovietstjórnin á Rússlandi hefir farið framá við stjórnina í Japan að vopnahlé sé samið á milli Jap- ana og Rússa í Siberíu. Frakkar stunda nú sem ákaf- ast að byggja aftur lönd þau, er lögð voru í rústir meðan stríðið stóð, en það er til fyrirstöðu, að hvergi nærri nóg er þar af karl- mönnum til að vinna verkið. Svo er talið til, að um hálfa miljón verkamanna þqrfi þar til að stunda húsabyggingar eingöngu. Áburður úr Eldfjöllum Meðan á stríðinu stóð — og eftir á líka, — var mikill skortur á nauðsynjavöru vegna hárra prísa, eins og kunnugt er, en af sumum varningi var svo lítið til, að hvergi nærri var nægilegt, er sumpart var af samgönguleysi og að sumu leyti af því, að sleg- ið var slöku við framleiðsluna fyrir ýmsra hluta sakir.. Eitt af því, sem mjög mikil þurð hefir verið á að undan- förnu, er áburður á akra og gróðrarreiti, sá er pottaska nefnist, mjög mikið notaður í þeim löndum þar sem gróður- magn er til þurðar gengið af rnikilli og langvarandi rækt. Sú tegund áburðar hefir mikið til verið sótt í jörð, þar sem mikið af honum hefir hlaðist saman á fvrri öldum, með ýmsu móti, og líka fengist meðal úrgangsefna í ýmislegri verksmiðju vinnu, sem talið er mikið rýmað. Fyrir því hafa vísindamenn snúið at- hygli sinni að því, hvar fá megi birgðir af efni þessu hinu nyt- pama og nauðsynlega, þær er vel endast og svo miklar, að heim- urinn þynfti ekki að vera á ná- strái í eina sólöld eða tvær. Einn spekingurinn, er í þess- ari leit var, komst að því, að í öllu því, sem eldfjöll spúa, væri mikið af þessari tegund áburðar, ekki í öskunni að eins, heldur í hinu bráðna grjóti, sem úr þeim vellur, og reiknast honum svo, að hið brunna grjót allrar jarð- skorpunnar geymi til jafnaðar 3 per cent af þessu nytsama frjó- efni. Sumt brunagrjót inni- heldur miklu meira að tiltölu, sdgir hann. pað er meðal ann- arst haft eftir honum, að í hinu brunna hröngli umhverfis Etnu og Vesúvíus og Ischia, geym- ist meir en 10 þúsund miljónir tonna af pottösku. Nú með því að eldfjöll finnist í ýmsum löndum, í hverri heimsálfu, bæði gömul og ný, þá er forðinn sama sem óþrjótandi. f öðru lagi gjósa sum fjöll án afláts, með nokkru millibili, og auka þannig birgðirnar eða færa nýj- an afla í heimsbúið, e.f hinn fyrrj skyldi vera upp etinn. er áður höfðu þau veitt mannkindinni, í hinum fyrri gosum. Af tölum þeim er nefndir voru, má ráða hversu geyskniklar birgðir muni jtil vera í heiminum umhverfis öll önnur eldfjóll, gömul og ný. lEinn hængur er á þessari fagn- aðarfrétt, sá, að henni fylgir ekki skýrsla um það hvernig efni þetta skuli vinna úr brunanum, né hversu mikið það muni kosta Allir vita, að gull finst í öllu grjóti og það ekki lítið að tiltölu í sumu, svo sem í múrsteini. en þó að margur ráðugur hafi fundið ýms kænleg brögð til að ná í gull, þá fara ekki sögur af, að það sé brætt úr grjótinu. Vonandi horfir þetta öðru vísi vð með áburðinn. En hvað um það, gott er að hugsa til þess, að nóg er af honum, ráðin finnast sjálfsagt til að vinna hann, þeg- ar fram líða stundir og á þarf að halda.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.