Lögberg - 27.05.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.05.1920, Blaðsíða 4
fiu. 4 «~4.. LödBMG, nMTUCAGINN 27. MAÍ 1920 l£!IHli;UiW''i||jillliMU JBIIIUmB. ra Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd./Dor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALiSIMl• GAKRY 41« ot; 417 Jór J. Bíldfell, Editor L'tanáskrift til blaðsins: THE COLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172. Winnipeg, IRan. Utanáskrift ritstjórans: E0IT0R LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Hjan. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS. 27 ^SMBMimUBIlBIIISIHPIflllHWIiOiiWiillliÍMlilliPimiMllllllillililiHiitiininiiyiltimililllUl ItlllHlilUHHUliHHiTlliiiUHilUlllitiil'llltS Stefnuskrá Norrisstjórnarinnar. Xorrisstjórnin aitlar að haida fram þeirri stefnu, sem hún hefir uiiij tekið og haldið síðan hún tók völd í þessu fylki, sem sýnir sig af skrá þeirri í tíu atriðum, sem hún hefir birt um að- gerðir sínar og fyrirætlanir í nálægri framtíð, og svo hljóðar: t. UppfræÖing.—Uppfræðing harna í fylk- inu skal kostgæfilega stunduð og umbætur á gerðar, sem við verður komist, þó nú megi með sönnu kallast í ágætu horfi. Öll börn skulu nema enska tungu til lilítar. Háskóli efldur til að sam- svara þörfum mikils fólksfjölda. 2. Búnaður.—Búnaðarskólinn efldur og fræðsla sú, er þaðan er veitt víðsvegar um fylk- ið; landbúnaður, undirstaða velmegunar og framfara í Manitoba, efldur og studdur með jarðabóta lánum, veðdeildar stofnunar lánum, aðstoð til að ná í góðar mjólkurkýr og öðrum samtökum. 3. Verkamál. — Verkamála skrifstofunni ha’ldið áfram og við hana aukið. Iðnaðarmála- löggjöfin framkvmd þannig, að “Joint Council of Industry” verður beitt til að forðast eða setja verkadeilum og leitast við að koma í veg fyrir verkföll með því að ör\Ta samvinnu og sam- úð verkamanna og vinnuveitenda. Örlátlegri skaðaibætur til þeirra, sem slasast við vinnu. Reki gerðu að því að slysum fækki af iðnaðar völdum. 4. Hafafl af fallvatni.—Rafmagn af fallvatni skal framleitt meir en að undnförnu og veitt fylkisbúum með því verði, sem framleiðslan kostar. , 5. BindintU.—Þeim lögum sem nú ráða því að vínveitingum er beegt frá, skal stranglega fylgt, nema breyting verði þar á gerð með alls- herjar atkvæði. 6. Heilbrigði—Ráðstöfunum um heilbfigði almennings víðsvegar um fylkið skal fram hald- ið, ekki sízt í hinum nýrri bygðum. Spítalar fylkisins skulu umbættir og andlega vönuðum liæfileg umönnun veitt. 7. Nýting fylkisnytja og norður Manitoba. — AÖ ýta undir nýting þess hins mikla land- l'Iæmis nyrðra og hjálpa til að vinna náinur fylk- isins. Að læita öllum ráðum til að komast yfir þjóðeignir fylkisins, stuðla að því að þær séu unnar, með vísindalegum rannóknum og að- gerðum. 8. Talsírnar.—-Núverandi fyrirkomulag um- ba*tt með því að innleiða þá aðferð, að hver geti náð tali af öðrum án þess maður sé á miðstöð fil aðstoðar, hvar sem sparnaður er að, svo og að legja talsíma til þeirra sveita, sem enn eru án þess þarflega áhalds. 9. Framkvœmd laga.—Að reisa af stofni lögi’egluflokk innan fvlkisins, er sy'ái um að lög- um sé hlýtt og framfylgt, ekki einasta hegning- arlögum, heldur og öllum fylkislögum, t. d. vín- sölulögum, lögöum uin verndun veiðidýra o.s.frv. 10. Fjármál.—Að stofnsetja almenna spari- sjóði, er fyrir stjórnarinnar hönd taki á móti innlögum frá fólkinu, til að starfrækja “Rural Credit” og síðan smátt og smátt til stjórnar- þarfa fylkisins. ^ Skatt-álögur Dominion- stjórnarinnar. i. Síðan að fjármálaraeða Sir Heniy Draytons birtist, hefir fólki ekki verið um neitt eins tíð- rætt og skattinn nýja, sem lagður hefir verið á svo að segja alla munaðarvöru landsmanna. En misjafnir eru dómar manna um þetta tiltæki Dominion stjórnarinnar, sem vonlegt er, því mönnum finst að byrðin, — fjármálalega byrðin, sé orðin næsta þung, þó ekki væri við bætt. En óhjákvæmilega verður þessi nýi skattur til þess að þyngja hana hjá lang-flestnm af borgurum þjóðarinnar, sökum þess, að menn hafa vanið sig á, á undanförnum árura, um þvert og endilangt þetta land, að láta tilfinn- ingar sínar ráða fyrir dómgreind og gjaldþoli. Menn eru því búnir að venja sig á að kaupa allslags munaðarvöru, sem þessi sérstaki tollur er nú lagður á, og undur hætt við, að vaninn verði viljaþrekinu yfirsterkari og að fólk haldi áfram að kaupa þessar vörur að meiru og minna leyti þrátt fyrir skattinn. En vér höfum heyrt menn segja: “Það gjörir ekkert til, látum þá borga í landsjóðinn, sem nóga hafa peningana.” Og oss dettur f hug, að eitthvðyfevipað hafi vakað fyrir fjármála ráðherranum sjálfum og ráðgjöfunum, þegar v’erið var að semja þessa nýju reglugjörð. En þar finst oss, að hraparlegur misskiln- ingur eigi sér stað, því vér skiljum þetta til- tæki Ottawa stjórnarinnar svo, að bessi nýi skattur sé ekki lagður á til að auka tekjur ríkisins fyrst og fremst, heldur til þess að gjöra tilraun til að bjarga við fárhagslegu ástandi þjóðarinnar með því að kenna henni að spara. Því þjóðin í því sambandi er alveg sama lögmáli háð og einstaklingurinn — nefnilega því, að ef inntektir liennar eru ekki eins miklar og útgjöld- in—eða dálítið ineiri, þegar um útistandandi skuldir er að ræða, sem verða að borgast, þá liggur ekkert annað fyrir einstaklingunum og þjóðunum heldur en gjaldþrot. Það er því sá raunalegi sannleiki, sem oss virðist að Ottawastjórnin vilji koma einstakling- um þjóðarinnar til að skilja, að þeir væru með eyðslusemi sinni og stofna þjóðinni og þá sjálf- um sér í fjárhagslega hættu með því að eyða meiru en góðu hófi gegndi—fjölda, fjölda marg- ir meiru hejdur en hinar árlegu tekjur þeirra leyfðu, og þegar fólkið virðist vera orðið svo ó- viðráðanlegt í þessum sökum, þá sá stjórnin sér ekki annað fært, heldur en að taka fram fyr- ir hendur þess ag gjöra því svo erfitt fyrir að kaupa munaðar- og óþarfa vöru, að það yrði að hætta við það. , Ef að þetta er nú meiningin hjá fjármala- ráðherranum í Ottawa, sem vér trúum að sé, þvf í ósköpunum er þá verið að káka við þessi mál? Því er ekki látið.eitt ganga yfir alla þá, sem peningana hafa og geta veitt sér þægindi og gæði lífsins, þrátt fyrir þennan nýja skatt, cg hina, sem sökum fátæktar ekki eiga kost á því. ílr ekki þessi aðferð, sem stjórnin hefir valið sér, einmitt hættuleg til þess að auka það sem stjórnin vill draga úr, sem er eyðslusemi, og því sem hún vill kenna, sem er sparnaður? Vita ekki allir menn, að það sem hefir leitt fólk á glapstigu í þessu sambandi, er fyrirmynd- in — fyrirmynd iþeirra manna og kvenna, sem nóga höfðu peningana til þess að geta veitt sér alla hluti og velt sér í vellystingum heimsins? Er það ekki náttúrlegt og í fylstg máta eðli- legt, að stúlkan, sem vinnur í verksmiðju eða í búð, vilji vera eins vel klædd og dóttir ríka mannsins? Jú, vissulega, og hún hættir ekki fvr en hún getur á einhvern hátt klofið það, hvað sem inntektum hennar líður. Og alveg saina verður uppi á teningnum, þrátt fyrir þennan skatt, eins lengi og öðrum stúlkum (og hið sama á við piltana), er leyft að ganga í dýrum klæðum. Hví ekki að setja ákveðið hámarksverð á Wæðnaði karla og kveilna og aðra þá vöru, sem fólk er orðið vant við að njóta, svo að einn flokk- ur manna geti ekki dregið annan á eyrunum út í óhóf og skuldavafstur? II, Að ýmsu leyti virðast stjórninni vera mis- lagðar hendur með þessa nýju löggjöf, og furð- ar oss stórum á sumu því sem hún telur munað- arvöru og skattleggur. Og á meðal annars, sem oss furðar hvað mest á, eru leikföng barna og unglinga. Vér Canadamenn borgum miljón á miljón ofan á ári hverju til þess að menta og manna æskulýð vorn, og oss finst að það ætti að vera mark og mið allra stjórna, að stuðla af alefli að því að ungdómurinn, sem er að vaxa upp og velrnegun þjóðanna allra, stórra jafnt sem smárra, er undir komin, yrðu sem hraustastir og heilbrigðastir menn og konur, bæði á sál og líkama. En sagan kennir oss, að íþróttir og leik- fimi eru óaðskiljanleg frá þróttmiklu þjóðífi. Lítum á sögu vorrar eigin þjóðar. Er það ekki þá, þegar íþróttir, leikfimi og líkamsæf- ingar eru á hæstu stigi, að lífsþróttur þjóbar- innar er mestur? Og það er ekki að eins hjá vorri þjóð, heldur hjá öllum þjóðum, að svo er og hefir ávalt verið. Enda er það mjög skilj- anlegt, þ-ví engþnn getur verið sannur íþrótta- maður, sem ekki er andlega og líkamlega hraustur. Leikfimin og líkamsæfingarnar eru því eitt aðal skilyrði fyrir manndómsþroska og menn- ingu ungdómsins. Og að skatta áhöld þau, sem óhjákvæmileg eru til slíks, er sama sem að skattsetja manndómsþroskann sjálfan. En slíkt er mesta óhæfa. Allmikið hefir verið talað um ósanngirni þá, að leggja skatt á alt verð hlutar þess, sem undir þessi tolllög heyrir, en ekki á upphæð þá, sem umfram er það verð, sem'ákveðið er að hluturinn megi seljast án skatts. Tökum til dænais par af skóm, sem selst á $9.00, og er það skattfrítt. En af pari, sem selst á $9.50 verður maður að borga 95 cent í skatt. Mönnum finst, að skatturinu hefði að eins átt að leggjast á 50 cents í þessu tilfelli, eða á þann part sölu- verðsins, sem umfram var hámarks verð þess, sem varan var seld tollfrítt á. En oss finst þeirmenn, sem slíkt segja, beri meir fyrir brjósti hag kaupmanna, sem sem mik- ið höfðu af skattgildri vöru í vörslum sínum, þegar tollurinn féll á, heldur en bót meinsemd- ar þeirrar, er stjórnin hafði fyrir augum, þeg- ar hún bjó þessi lög til. Eitt er enn í sambandi við þessa reglugerð riða þessi tolllög, og það er, hversu feikilega erf- itt það verður fyrir stjórnina að innkalla þenn- an skatt. Það er að vísu ha«gur vandi, að ná honum frá ahnenningi — kaupmaðurinn getur neitað og' á að neita að selja einn einasta inun, sem undir þessi tolllög heyrir, án þess að tollur sé borgaður; svo það er engin hætta á að almenn- ingur komist hjá eða undan að borga. En hvern- ig ætlar ^tjórnin svo að fara að sjá um að kaup- maðurinn skili ölluin skattpeningunum? Því ekkert væri stjórnin betur sett með skattpen- ingana í vasa þeirra, heldur en að þeir væru kyrrir í vasa fólksins. Fjármálarœða Sir Henry Drayton. Aðalatriðið í ræðu Sir Henry Drayton auk fjármála yfirlitsins, var tilkynning um að skattur yrði lagður á alla munaðarvöru sem menn kaupa, og ágrip af iþeirri tilkynn- ingu hljóðar þannig. Tíu af hundraði verður lagt á hvert skó- par sem kostar yfir $9,00, og á hvern drengja og 'karlmannsfatnað sem kostar meira t en $ 45,00, á yfirhafnir karla og kvenna, sem kosta yfir/ $ 50,00 hver, á loðkápur og skinn- feldi, sem kosta yfir $100,00 hvert, á klæðn- að kvenna sem kostar yfir $45,00, og alklæðn- að sem kostar yfir $ 60,00. Einnig á höttum sokkum hálstaui, skirtum peningabuddum og hönskum, sem kosta yfir ákveðið verð, ásamt blævængjum, yfirhöifnum sem kvennfólk not- ar, þegar þær fara í leikhús, á silki, hlaðborð- um og hannyrðum. A byssum, sfcotfærum glasvarning og sérstakri tegund borðbúnaðar. Ferðakistur sem kosta yfir$ 40,00 koma undir þessa reglugjörð og handtöskur, sem kosta meira en $ 25,00. Tíu af hundraði verða menn að borga þegar þeir kaupa sér skemtibáta, smáa eða stóra, myndavélar, brjóstsykur, sætkökur, gum, piano, orgél, eða hver önnur hljóðfæri sem er, og silfur eða silfurtitaðan borðbúnað, skal sá skattur greiðast af þeim sem býr þessa muni til eða pantar þá. Tuttugu og fimm af hundraði borgist 1 skatt af vindlum, vindlingum, tóbakspípum vindla eða vindlinga munnstykkjum sem kosta meira en $ 2,50. Á sérstökum reyk- inga yfirhöfnum, fatnaði sem notaður er til veiðiferða, skrautlegum vasalmífum, gull- og silfurvarningi, sem notaður er til heimilis eða skri^stofu þarfa. Á austurlenzkum gólf- dúkum, og öllum dýrum dúkum sem á gólf eru notaðir, i.samt gluggatjöldum og ljósahjálm- um. Skal skatturinn á þessari vöru vera bundinn við söluverð, og greiðast af kaupenda þegar varan er keypt. Tuttugu af hundraði er lagt á málvélar, málvélaplötur, á piano sem pianola fylgir og öll bljóðfæri sem framleiða músik án þess að á þau sé spilað og músikin framleidd af mönn- unum sjálfum. Fimtíu af hundraði greiðist í skatt af öllu gullstássi sem keypt er til að prýða með hús og heimili. 25 cent greiðist í skatt af hverjum spilum sem seljast í heildarsölu, og heildarpökkum undir$ 25,00. En 50 cent af þeim sem seljast í heildsölu og heildarpökkum yfir $ 25,00. Af öl-gallóninu greiðist 30 af hundraði í skatt, af fínum vínum öðrum en kampavíni 30 af hundraði, algengum vínum $ 2,00 af hverju galloni, og $3,00 af hverju gallóni af kampa- víni. Á bifreiðum er skatturinn færður upp í 15 af hundraði. Eitt prócent, eða einn af hundraði, er lagt á vörur, sem verksmiðjueigendur, heildsalar og umboðssalar selja. Þar eiga þó að vera und- anskildar ýmsar matvörutegundir og nauð- synjavara, svo sem bæði harð- og linkol, og búfénaðar afurðir. Stamp-skattur sá, er lagður var á menn í sambandi við stríðið, helzt, og færður upp á víxlum og eiginhandar veðbréfum (piximissory notes) þannig, að menn verða ^ð setja 2 centa frímerki á hvern hundrað dollara víxil eða part af hundraði, og getur það orðið nokkur upphæð, þegar um stóra víxla er að ræða, sem oft þarf a^ endurnýja. Fimm af hundraði er lagt á inntektir þeirra manna, sem hafa $5,000 tekjur á ári eða yfir, í viðbót við það sem áður var. Breyting þessi nær til inntekta manna á árinu 1920. 1 framtíðinni er ákveðið, að ávísun fylgi skýrslu manna um hinar árlegu tekjur og út- gjöld, þegar um borgun á tekjuskatti er að ræða. Verður ávísan sú að hljóða upp á að minsta kosti einn fjórða part af upphæð þeirri, sem greiðast á og á hinu, sem ekki er greitt, Verða menn að greiða 6 prócent vöxtu. En öll verður upphæðin að greiðast innan sex mánaða. Þar sem um er að ræða skatt, sem verzlan- ir eða verzlunarfélög eiga að borga undir tekju- skattslögunum, þá hefir sú breyting verið gerð, að ágóði sá, sem verzlunarmaðurinn má hafa skattfrían af innstæðu sinni í verzluninni, hef- ir verið færður úr .7 af hundraði og upp í 10 af hundraði. Á ágóða, sem fer fram úr 10 af hundr- aði á innstæðufé, en nær ekki 15 af hundraði, verða verzlunarmenn að borga 20 af hundraði í skatt. Þegar ágóðinn fer yfir 15 af hundraði af innstæðufé, en fer ekki fram úr 20 prct., þá eiga kaupménn að borga 30 af hundraði í skatt. Þegar ágóðinn fer yfir 30 af hundraði, þá verður tekjuskatturinn 60 prct. Þar sem um er að ræða verzlanir, er hafa höfuðstól frá $25,000 og upp í $50,000, þá greiðá þær 20 af hundraði af ágóðá þeim, sem fram vfir er 10 prócent af þeim höfuðstól, í stað- inn fyrir 25 af hundraði af samskonar ágóða eins og nú er. Breyting þessi nær að eins til innfcomu- skatts þess, sem menn eiga að greiða fyrir árið 1920. Breyting á toll-lögunum segir Sir Henry að sé í vændum. Segir, að undir eins og þingi verði slitið, þá taki nefnd manna til starfa og haldi fundi víðsvegar um Canada til þess að komast niður á sanngjarnar hreytingar í sam- bandi við sfcattalögip. “Á alla munaðarvöru ætti að leggja háa tolla,” mælti Sir Henry. “Matvara og aðrar nauðsynjar almennings, REGLÚBUNDINN SPARNADUR Hefir það í för með sér að Mánaðar innlög verða Eftir 1 ár... $1 .... 12.20 $2 24.39 $5 90.98 $10 121,96 Eftir 2 ár. .. .... 24.76 49.52 123.80 247.60 Eftir'3 ár.... .... 37.70 75.41 188.52 377.04 Sparisjóðsdeild í hverju útibúi bankans. The Royal Rank of Canada \MNNIPEG (WestEntl) BRANCHES r.nr Wiuíam & Sherbrook 1. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverlcy F. Thortiarson, Manaoer Cor. Portaae & Shcrbrook R. L. Patcrson, Manaffer Cor. Main & Loffan M. A. 0’Hara Manafler. sem ckki el'u búnar til í Canada, ættu, ef þær ekki væru tollfríar með öllu, að to'llast að eins fyrir kostnaði þeim, sem innflutningur 'þeirrá til landsins krefst.” Herskattur sá, sem lagður var á á stríðs- árunum og nam 7% af hundraði, hefir nú verið numinn af. --------o------- Kristindómur. þjóðernis mál og kirkjufélagið. eftir Sigurbjörn A. Gíslason ReykjavOt Inngangur. Nokkrum dögum áður en eg fór frá Winnipeg 'heim á leið haustið 1918 lofaði eg einum leiðtoga kirkjufélagsins að skrifa grein um þetta efni í Lögberg.—En dagarn- ir fóru allir 1 að útvega mér skil- ríki til fararinnar eða réttara sagt fararleyfi hjá fulltrúum Bánda- ríkjanna, og því varð ekkert úr að eg skrifaði þá. Seinna hugsaði eg mér að skrifa ekki um iþetta viókvæma mál fyr en eg væri kominn vestur aftu og gæti þegar í stað svarað öllum at- hugasemdum, sem kynnu að birtast —En reyndi á hinn bóginn að sýna í verki á meðan með hluttöku minni í stofnun félagsins “íslend- ings” að mér væri alvara að blynna að þjóðernismáli Vestur-íslendinga og þá um leið að kirkjufélaginu, því það tvent tel eg allskylt eins og síðar verður vikið að. En úr þv’í ekkert varð úr vestur- för minni, er tilgangslaust að draga lengur að skrifa, enda hefir grein eftir Bjarna Magnússon í nýkomnu Lögbergsblaði endurnýj- að unhugsun mína um þetta mál- efni. pví teysti eg að landar mínir vestra telji það ekki óviðeigandi íhlutun þótt mig langi til að leggja orði í belg í þessu viðkvæma vandamáli þeirra og hvort sem þeir verða margir eða fáir sem eru mér sammála, er það voon mín að allir viti að mér er ant um vel- gengni kirkjufélagsins og framtíð íslenzkrar tungu vestan hafs. Viðkvæm tilfinningamál. Trúmál og þjóðernismál eru til- finningamál margra góðra manna og eru þeim því viðkvæm, og eðli- legt að sársauki fylgi, ef þeim virðist þau rekast á. En þeir, sem ekki unna nema öðrju málimu, telja hagkvæmt að gera sem mest úr slíkum árekstri til að spilla vin- sældum hins málsins. Býst eg við að kunnugir þekki þess ýms dæmi um bæði málin meðal Vestur-ís- lendinga. Og sjálfur hefi eg orð- ið þess var bæði í folöðum og við- tali, að andstæðmgar kirkjufélags- ins íslenzka hafa reynt að nota þjóðernismálið til að spilla fyrir kirkjufélaginu að ýmsu leyti síð- ustu árin. Og þó er það undarlegt, því að í öðru orðinu játa allir kunnugir að enginn félagsskapur meðal Vestur- íslendinga hefir eflt og styrkt ís- lenzkt þjóðerni og íslenzka tungu eins vel og kirkjufélagið íslenzka —þar sem engar guðsþjónustur og engir sunnudagaskólar 'hefa verið á íslenzku þar hefir íslenzk tunga nærri ihorfið á fáum áratugum ems og glögg munu dæmi, minsta kosti í Utah. En nú er um það kvartað að enskan sé að ryðja sér til rúms innan kirkjufélagsins. Sjálfur heyrði eg, einkum vestur í Vatna- *prátt fyrir ítrekuð tilmæli mín um folaðaskifti á þeim og Bjarma, fæ eg þau ekki, og get því eKki fullyrt neitt um orð þeirra. bygðum, þung ámæli í garð sumra safnaða leiðtoganna—sérstaklega í Winnipeg — út af því, og í fyr- nefndri grein sveigir hra. Bjarni Magnússon orðum 1 sömu átt; sömuleiðis er mér sgt að Heims- kringla og Voröld* geri mikið úr enskunni í sunnudagaskóla fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Dæmið varlega. Enda iþótt dvöl mín væri stutt í Canada, varð eg þess þó var. að ýmsar ýkjusögur væru á feð frá báðum hliðum í þessum efr.um. Um einn forvígismann ?slenzk- unnar í Winnipeg, en lítinn vin kirkjufélagsins, heyrði eg sagt: “Honum ferst, sem lætur ekki börn sín læra eitt orð óbjagað í íslenzku.” Næst þegar eg kom til hans gerði eg mér sérstakc far um að tala við foörn hans, og varð ekki annars var en að þau töluðu ís- lenzku eins vel og mu born. Hvað eftir annað heyrði eg um einn leiðtoga kirkjufélagsins, hjá þeim sem fjarri hirum bjuggu, að aldrei heyrðist íslenzkt orð á heimili foans. Eg kom mjög oft á það heimili og hitti þar ýmsa gesti og ‘heyrði aldrei talað annað en ís- lenzku.— pví segi eg það: Verið sein að trúa munnmælasögum andstæfe- inga, og látið ekki tóma tortryggni spil/a samvinnu. Mér var sagt rétt áður en eg fór alfarinn úr Winnipeg, að þar væri nýstofnað æskumannafálag innan fyrsta lúterska safnaðarins, og væri á'kveðið í félagslögunum að mælt skyldi á enska tungu eina á ftindum þess. Sagan þótti mér xaunaleg, væri foún ’SÖnn, en um það veit eg ekki; vildi óska að réttir folutaðeigendur segðu hana ósanna. En það er iþó satt, að farið er að kenna á ensku einni eða tveimur deildum sunnudagaskóla safnaðar ins, og er þá auðsætt fovert stefnir. segja sumir þeirra sem lítið gera úr þjóðernisáforifum kirkjufélags- ins—þrátt fyrir Jóns Bjarnasonar skólann. Eg býst við &ð það sé satt, því sjálfur heyrði eg tvo sunnudaga- skólakennarana tala ensku við börnin. En hver er orsökin? Dettur nokkrum í hug í alvöru að stjórn sunnudagaskólans vilji út- rýma íslenzku, og þessvegna verði smámsaman farið að Ihætta við að kenna á íslenzku? Er ekki hitt orsökin, að sum börn sem skólann sækja, skilja ekki ís- lenzku? Og sé svo, er þá ?fcki sjálfsagt að tala við þau á því máli sem þau skilja? Eg vona að allir kristindómsvinir játi þeirri spurningu,—og bæti við með mér: mikilsvert er að foörnin læri tungu feðra vorra—en miklu meira vert er hitt, að þau kynnist frelsara vorum. pað er ranglátt að álasa'prestum eða sunnúdagaskólakennurum út af slíku nema þeir séu hlutdrægir enskunni, I vil, sem eg vona að hvergi isé í söfnuðum kirkjufélags- ins, — Áfoyrgðin er hjá 'foeimilum barnanna, og við Iheimilisvenjur er erfitt hverju félagi að ráða með fundarsamiþyktum og lagaboðum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.