Lögberg - 17.06.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.06.1920, Blaðsíða 3
4 fl *» LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1920 Bls. 3 HELEN MARLOW EFTIE Óþektan Köfund. “Eg ætla ekki að afsaka mig, eg breytti ranglega, eg veit það, eg strauk burt með kær- asta mhium og við giftum okkur. Við vissum að það væri gagnslaust að biðja um samþykki foreldra minna Þau höfðu mikinn viðbjóð á leikhúsum og álitu leikendur glataðar mann- eskjur. Pig skrifaði þeim og bað um fyrir- gefningu, mér var neitað um hana. Það voru brúkuð beisk liáðsyrði við mig, og faðir minn bannaði mér að gera nokkru sinni kröfu til skyldleika við nokkurn af fjölskyldunni. Hann sagði að eg væri jafn dauð fyrir sínum augum, eins og grasið væri farið að vaxa á gröf minni. “Mér sárnaði það, að þau skyldu vera svo beisk að geta ekki fyrirgefið mér; en eg var mjög ánægð með manni mínum, hann var mér altaf góður og þótti vænt um mig. Eg byrjaði starf mitt í leikhúsinu og varð dugleg söng- meyja. Smátt og smátt vandist eg við þenna skilnað frá fjölskyldu minni, og hætti að liugsa um nokkurn hennar, að einni undantekinni. Það Var stvílka sem var tveggja ára gömul, þeg- ar eg yfirgaf heimili mitt — mín litla systir Gladys! ’ ’ “Gladys?” hrópaði Helen og stökk á fætur. Frú Monteith brosti veiklulega. “Nú veiztu mitt litla leyndarmál,” sagði hún, “já, Gladys Drew,leikmeyjan, þín kæra góða vinstúlka, er mín eigin systir, sem mér hefir altaf þótt vænt um og altaf saknað, Helen. Fyrir þína aðstoð fundumst við aftur.” “Gladys systir yðar — og samt vissi hún það ekki, og þér mintust ekki á það, þegar hún var hér. Hve undarlegt,” sögðu stúlkurnar. “Þið gleymið, eða hefi eg ekki getið þess, að faðir minn hafði sagt, að hann skyldi lýsa bölvun yfir mitt höfuð, ef eg opinberaði nokkr- um af fjölskyldunni að eg væri af sömu ætt. Þess vegna þorði eg ekki að minnast á það, þorði ekki að gera kröfu tiL minnar elskuðu systur. En,” og hún stundi þungan — “hún fær aldrei að vita hve heitt eg elskaði liana, hve mjög eg þráði hana meðan liún dvaldi hér. Það getur verið, að hún hafi aldi-ei heyrt nafn mitt, því henni hefir máske verið sagt að eg væri dáin. Ef bún kemur aftur til þín, eftir að eg er dáin, þá mátt þú segja henni sannleik- ann, söguna um hið gagnslausa uppeldi mitt, um hina happasælu giftingu mína, og um hina miklu ást, sem eg ávalt bar til minnar litlu systur, Gladys.” “Leyfið mér að skrifa henni nú. og biðja hana að koma hingað til yðar,” bað Helen með tár f augum. “Nei góða það má ekki eiga sér stað. Hún er of veik til þess að heyra þessa nýung. Við megum ekki sjást oftar. Það væri of mikið fyrir taugar okkar. Auk þess er — eg — bríedd við bannfærslu föður míns,” sagði liin veika kona og stundi. Eins og flestir leik- ondur eru, var hún mjög hjátrúarfull. “Ó, kæra góða frú Monteith,” sagði Helen, og trauk kinn hennar innilega; konan stundi þungt. “Ó, þú mátt bera Gladys mína innilegustu kveðju, og eg þarf ekki að biðja þig að sýna jienni systurlega velvild. Eg veit nú þegar hve góða umhyggju þú munir bera fyrir henni, bæði hennar veg-na og mín. Maður minn þekk- ir sögn okkár, og hann liefir lofað mér, að hún skuli vera hans elskulega systir. Og eg get treyst orðum hans, því liann hefir altaf verið eðallyndur og hreinékilinn. Enn þá eitt, góðu stúlkurnar mínar, og hún leit á þær þeirn aug- um, sem blikuðu af ást, “eg á nokkura peninga sem séreign — hér um bil hundrað þúsund dollara. Maðurinn minn er mjög ríkur, og vill ekki, að eg skilji þá eftir lianda sér. Því lét eg ekki skrifa erfðaskrá mína, fyr en vikuna sem Gladys íór héðan og skifti eign minni jafnt á milli ykkar og minnar elskuðu, kæru systur’. Það gagnaði ekki að þær mótmæltu þessu, og vildu að Gladys fengi alt saman. “Nei, góðu vinur mínar, eg hefi liagað því þannig, sem mér var kærast. Gladys er systir min, en þið tvær liafið verið sem kærar dætur við mig og fvrir mig, svo þið verðið að þiggja gjöf, sem eg veiti ykkur af því eg elska ykkiir. Nú getið þið farið, og sent lijúkrunarkonuna hingað inn til mín; eg finn til einlivers drunga og vil sofa.” -------o-------- 64. Kapítuli. Helen og Nathalia gengu út og skildu í stóra ganginum fvrir utan dyrnar, til þess að fara til herbergja sinna; þær fundu til sárrar sorgag yfir því, að þær áttu bráðum að missa hana, sem alt at hafði verið þeim eins hlynt eins og nióðir. Læknirinn hafði sagt, að það gæti skeð að hún lifði einn mánuð enn þá, en það væri þó sennilegt, að hún mundi deyja fyr af skyudi- legíi hjartveiki; asigkomulag liennar var mjög -efasamt. Allir í húsinu, lieimili þeirra voru mjög hryggir. Pianoið var lolkað, og uú heyrðist þar aldrei söngur. Þær litu auðvitað oft inn í sjúkraherbergið, en í hvert skifti fóru þær það- an með minni von og meiri sorg. Engir aðrir en liinir nánustu kunningjar, fengu leyfi til að heimsækja þessar vinstúlkur, Helenu og Nat- haliu. / Helen varð óróleg, þegar hún hugsaði um það, sem frú Monteith hafði sagt frá, og hún var hrygg vfir því, að þessar tvæ» systur, sem höfðu verið aðskildar á svo undarlegan liátt, skyldu aldrei mætast aftur. Hún hafði góða von um að Gladys mundi aftur ná fullkominni heilbrigði; daginn áður hafði hún fengið bréf, sem sagði frá því, að það væri orðin mikil breyt ing til hins. betra, bæði að því er snerti heil- brigði og geðslag. “Undir hinurn ógylta himni í hiuum fögru suðurfylkjum, sit eg og hlusta á fugla- sönginn með hinumv undarlegu lögum; og verð meira og meira frísk og fyllist af von um lengra líf, og alt þetta á eg ást þinni og gjaf- mildi að þakka, kæra Heleu”. Þannig s'krifaði Gladys lirifin af þakklæt- is tilfinuingu. Helen gekk ofan í dagstofuna og settist þar, til að liugsa um eitt og annað. Það fór hryllingur um liana, þegar hún hugsaði um það, sem hún liafði lofað Rudolpli Armstrong. “Ó, guð, vertu mér miskunsamur,” stundi vesalings stúlkan, og lagði liendur sínar fvrir andlitið; hún var nú sorgmæddari en nokkru sinni áðui\ Alt í einu aðskildi hvít hendi fortjaldið fyrir dyrunum, og fagurt andlit leit inn. Það var Fred Oakland, og þegar hann sá Helenu sitja svona sorgmædda og stynjandi, glevmdi liann allri þeirri sorg sem hún hafði valdið honum og gekk lirifin af meðaumkun og blíðu inn í herbergið og til hennar. Þrátt fyrir mikillæti hennar og kulda, og þrátt fyrir það að hún var lieitbundin öðrum, fanst Oakland að hún tilheyrði lionum með réttu, og að hann hefði heimild til að liugga hana í sorg hennar. An þess að liugsa sig um, lméféll hann við hlið hennar, flutti fallega höfuðið hennar yfir á öxl sína, og sagði undur alúðlega: “Kæra Helen, hvað er það, sem gerir yður svo ákaflega sorgmædda?” . Vesalings Helena, sem var utan við sig af sorg og örvilnun, og heldur ekki gat fundið samhygð hjá neinum, þar eð hún hafði engum sagt frá raunum sínum, gat ekki hrint frá sér eða veitt mótstöðu þeim manni, sem átti svo •stórt sæti í huga hennar. Hún lót höfuðið með gyltu lokkunum hvíla þar, sem liann hafði lagt það, já, þrýsti því jafnvel að honum eins og barn, sem bæri fult traust til lians. Hann kysti enni hennar, en var hræddur um, að hún mundi nú þjóta burt frá sér reið yfir djörfung lians; en hún virtist ekki vera móðgnð, hún þrýsti sér fastar að honurn, eins og til að leita verndar, og stundi þungan. “Annað hvort er hún hættulega ástleitin,” hugsaði hann, “eða hún elskar mig.” Hatrið til Rudolph Annstrongs brann í honum, og liann hvíslaði að henni: “Helen þér verðið að segja mér frá sorg yðar, svo eg geti borið hana með yður. Er frú Monteitli miklu veikari?” Eins og þreytt barn, lét hún höfuð sitt hvíla á öxl lians, sagði honum frá öllu, sem fram hafði farið í sjúkraherberginu, og grét aftur yfir því, að verða missa sína kæm vinkonu. En hún gat ekki sagt þessum trygga vini sínum, sem eftir hennar áliti elskaði liamv enn þá, neitt um samfund sinn og Rudolph Arm- strong, um loforðið sem hún varð að gefa hon- um; það var þetta leyndarmál sem kvaldi hana mest. Þarna sátu þau tvö saanan á þann hátt, að maður hafði heimild til að ætla að þau væru elskendur. Oakland hélt því, þar eð liún var svo alúðleg og hallaði sér að honum með fullu trausti, að hún máske iðraðist sambands síns við Armstrong. “Getur skeð”, sagði hann við sjálfan sig, “að liún bregði loforð sitt við hann,. og giftist mér”. Ósegjanlega glaður yfir þessari von, þrýsti hann kossi á hlýu kinnina hennar og hvíslaði: “Kæra Helen elskið þér mig?” Þessi dirfska hans orsakaði það, að traust- ið, sem hún hafði sýnt honum, hvarf alt í einu. Hún rétti sig við á stólnum, lyfti höfðinu frá öxl lians og var mjög vandræðaleg. “Ó,” sagði hún lágt og hnuggin, “eg vissi naumast sjálf hvað eg gerði, svo sorgmædd var og er eg. Eg þrái svo mjög dálitla samhygð. Ó, Oakland eg er svo þjáð af sorg og leit á yður sem vin, en meira ekki. Við — við — við— höfum ekki frelsi til að tala saman um ást.” ‘ ‘ Eg er frjáls sagði hann rösklega; hann glevmdi leiknum með Nathaliu sökum þeirrar vonar, að sér tækist að sigra Helenu. En hún svaraði honum meinlega: “Þér gleymið Nathaliu, og — og— yður langar auðvitað til að sjá hana nú. Eg- skal. En hann greip fram í fyrir henni, fékk hana til að setjast við lilið sína og sagði: “Farið þér ekki núna, Helen. Það er við yður, sem mig langar til að tala í þetta skifti.” Hún leit á liann undrandi og nokkuð kvíð- andi. Skyldi liann aftur ætla að biðja um ást hennar? Hann sem átti hjarta hennar, en var svo vonlaus ? En nei; liann sagði að eins vingjarnlega: “Verið þér ekki hræddar, kæra Helen, eg ætla ekki að lcvelja yður með minni vonlausu ást. Eg kem til yðar frá frú Douglas.” Hún roðnaði og fölnaði við að heyra það nafn. “Hún fer með mér til New England á morgun, og hún bað mig að vara yður við Harriet Hall, því það væri ekki óhugsandi, að lnin vildi vinna yður rnein á einn eða annan liátt. Hún hefir nú farið úr vistinni uppsagn arlaust, af því hana grunaði að frú Douglas treysti sér ekki. Mín kæra frænka var farin að tala óráð, og það er hugsanlegt að Harriet hafi gefið henni rangt lyf — en eg sótti læikni, og hún jafnar sig fljótt aftur.” ‘ ‘ Ó, þökk fyrir, að þér komið og segið mér þetta, einkum að hin elskuverða kona verður bráðum frísk aftur. Hr. Oakland þér hafið enga hugmynd um, hve vænt mér þykir ^im þessa konu.” “Hún elskar yður líka, það veit egT1’ sagði hann og stóð upp til að fara. “Eg vil ekki tefja yðiir iengur,” sagði hann; “eg vildi að eins vara yður við hinni dularfullu konu, Harriet Hall; eg hefi aldreí getað varist því að álíta, að liún sé áreiðanlega vond og hættuleg manneskja. Eg hefi sagt yður, að við förum á morgun. Eg skal koma aftur, áður en þér farið úr New York, og eg skal koma með þessa smámuni, sem þér báðuð mig um. Nú, Helen, verið þér sælar.” Hann tók hendi hennar og liélt lienni dá- litla stund, horfði í bláu sorgbitnu augun henn- ar, sínuni dökku augum, sem henni þótti svo vænt um. Hún gat lesið í þeim, qð hann elsk- aði liana enn þá, og ekki minna en áður fyr. Ó, hve fegin hún hefði verið, að mega biðja hann að bíða, svo hún gæti grátið út við brjóst hans. Hann þrýsti hendi liennar og dró hana að að sér. “Verið þér sælar, Helen, mín týnda ást — mín eina ást,” sagði hann, og áður en hiin vissi af því, hafði liann kvst enni hennar, slept hendi liennar og horfið út úr dyrunum. Þegar hann var farinn, fanst henni eins og alt sólskin væri liorfið; en hún vonaði þó, að hún hefði ekki algerlega opinberað tilfinningar sínar fyrir honum. Á gólfinu láu hvítar fjólur, sem hann hafði í hnappagatinu á jakkanum sínum, en hún liafði losað þær þaðan með höfðinu sínu. Nú tók lnin þær upp, þrýsti þeim að vörum sínum geymdi þær við brjóst sitt. Ó, hve mikið liún elskaði hann. Hve harð lega hún varð að þjást fyrir það, að hún hafði neitað lionum fyrir tveim árum síðan. Hún vissi nú, að hann liafði alls ekki elskað Natha- liu,'cn að liann elskaði sig enn þá. Milli þeirra stóð ekkert annað en frú Douglas. Fyrir liana varð hún að fórna sinni eigin gæfu, hana qjsk- aði hún, og Rudolph Armstrong skyldi ekki fá tækifæri til að opinbera söguna um ótrvgð manns hennar; heldur skyldi liún sjálf þjást og láta neyða sig til að gáftast þessum lélega, hataða Armstrong. “Hvers vegna átti það að atvikast svo, að eg skyldi elska þessa konu, með svo örlaga- þningnum innileik og blíðu? Er það rétt af mér, að eyðileggja gæfu Fred Oaklands, og mína eigin jafnhliða, til að frelsa liana og henn- ar mikillæti? spurði hún sjálfa sig. Um leið og hún ætlaði að fara, kom Sir Lorimer inn, og liún kallaði í hann þessum orðum: “Eg — eg — var að fara. Eg hefi — svo kveljandi höfuðverk. Eg vona að þér af- sakið mig, og eg skal senda Natlialiu ofan, svo að hún geti talað yður til skemtunar.” Hann tók eftir því, að hún var í mikilli geðshræringu, og hún fór; sjálfur gekk hann inn í næsta herbergi til að bíða þar eftir Natha- liu, sem kom strags á eftir inn. Enn þá sáust merki tára í andliti hennar, síðan liún skildi við frú Monteith. Hann tók hendi hennar, þrýsti liana blíð- lega og spurði: “Er hin kæra vinkona yðar lakari, fvrst eg finn yður og Helenu svo sorginæddar?” “ Já, hún er mikið veikari nú,” ^varaði Nathalia og stundi. --------o--------- 65. Kapítuli. Sir Lorimer horfði fast á Nathaliu, og þess vegna kom roði fram í Idnnar hennar. “Eg mætti aðdáanda yðar, hr Oakland, einmitt núna. Hann fór út liéðan, þegar eg kom inn,” sagði hann skyndilega. “Var hann hér, það vissi eg ekki. Hann hefir komið að finna Helenu,” svaraði hún liissa. “Hann leit út fyrir að vera mjög hryggur; svo fann eg ungfrú Helenu, hún var grátþrúng- in með tár í augum og hraðaði sér út. Hvað þýðir þetta?” spurði hapn. “Þau hafa ef til vill lent í þrætu sín á milli,” svaraði Nathalia. “En þér skiljið mig ekki. Eg hélt hann væri kærasti yðar Nathalia.” Hún leit eitt augnablik dökku augunum sínuni í andlit lionum, og sagði svo frjálslega: “Eg lield að þér getið geymt leyndarmál; þess vegna ætla eg að segja yður eiftg og er, Sir Lorimer Lovel. Oakland er ekki kærasti, minn, hann lieldur fast við ást sína á Helenu: hún neitaði biðlun hans, sökum auðugs miljón- era, og hr. Oakland og eg, höfum látist vera ástfangin hvort af öðru, til að vekja afbrýði hennar.” Sir Lorimer hló glaðlega og spurði: “Hepnaðist áformið?” “Eg er hryedd urn að það hafi ekki hepn ast, ef þau liafa ekki einmitt nú komist að em- hverri niðurstöðu. Þér vitið að Helen er ihjög þótta full. Hún hefir lofað að giftast Rudolpli Armstroag, og það er metuaðargimi liennar sem leiðir liana.” “Og samt neitaði hún minni tign og mínum auð,” sagði barúninn. “Það er satt en það er ekki auðvelt. að skilja hana,” sagði Nathalia og stundi, og aftur lagðist þessi hugsandi svipur yfir andlit henn- ar; það var liann, sem Sir Lorimer veitti svo nóna eftirtekt. “Ungfrú Nathalia, sagði hann blátt áfram ‘‘eruð þér ástfangnar af hr. Oakfand?” “Nei alls ekki,” svaraði liún frjólslega. “Hafið þér fest ást á nokkrum öðmm?” spurði hann. “Nei auðvitað ekki,” svaraði hún fjör- lega, blóðrjóð í andliti. “En þegar eg fór til Englands, þá áttuð þér nokkura biðla,” sagði hann. “Hafið þér neitað þeim öllum?” Hún kinkaði kolli og sagði svo spaugandi: “Eruð þér ekki býsna nærgönull með’ spurn ingum yðar, Sir Lorimer Lovel? Hvað gagn- ar yður að vita, hvort eg elska nokkurn eða engann?” Hann horfði í augu liennar og svaraði við- stöðulaust: Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yöirr a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraion á skóla vorum og stjórna nu upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstritÞalla æfina. Lærið Rakáraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str„ Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. útibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. ;.. 1 ----- ■ ■■= .......■ ------------------ . =======-1 .. | • timbur, fjalviður af öllum i Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og au- \ konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir | að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limit.d HENRY AVE. EAST WINNIPEG Allar tegundir af Allar tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 o£ 239 •VSH Automobile og Gas Tractor Sérfræðioga verður meiri íþörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksimiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. " GARBUTT M0T0R SCHOOL, *Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. A. CARHUTHERS Co. Ltd. SENDIÐ Húðir yðar,Ull,Gœrur, Tólgog Senecarætur til næstu verzlunar vorrar. VJER greiíSum ,hæsta markaðsverð. VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja. Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.; Edmonton, Alta.; Vancouver, B. C. RAUPD) BEZTA BLADID, LOGBERG. “Af því mig langai* sjálfan til að eignast yður, NathaJia, og eg var liræddur um að eg ætti meðbiðla.” Eitt augnablik var hún agndofa, en áttaði sig brátt aftur og sagði móðguð: “ Að þér §kuiuð voga yður að lienda gam- an að mér á þenna hátt? Þér vitið að þér elskið Helenu.” “ Já, eg elskaði hana — taktu eftir því, kæra Nathalia, að eg segi elskaði, því það er hið rétta orð. Hún vildi mig ekki, og eg hélt fyrst að liúu hefði marið lijarta mitt. En meðan eg var fjarverandi héðan hugsaði eg oft nm yður, já, mjög oft” — liann nefndi ekki með einu orði, að það var Helen, sern benti honum á 'hana — “og þegar eg kom aftur, og Helen hafði í annað skifti sagt , að eg gæti ekki fengið hana, af því hún væri lieitbundin, þá faust mér, að eg gæti eius vel kvatt heiminn, eg viðurkenni það hreinskilnislega. En svo strags á eftir tók eg eftir yður og Fred Oakland, og varð af- brýðissamur gagnvart lionum; og ásetti mér að tr,oða mér inn á milli ykkar. Var það ekki einkennileg tilfininng, sem greip mig? Og eg hefi verið mjög athugull gagnvart yður síðan, hefi eg ekki verið það, kæra Nathalia? Já, eg fór raunar að hata Oakland, þangað til þér sögðuð mér að þessi daðurleikur væri að eins til málamynda. í gær þegar við vorum sam- ferða úti, var eg svo áuægður, að eg furðaði mig á því sjálfur. Eg vai'ð alveg lirifinn af yður. Þetta er það sem eg get sagt um sjálfan mig, góða. ’ ’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.